31 október 2006

Þegar fólk les bækur..

Nokkrar hlægilegar athugasemdir um hinar og þessar bækur af amazon.com. Þessi hér kvartar yfir jafnaðarstefnu í efnahagsmálum sem svífur yfir vötnum í Hundrað ára einsemd:
I spent several weeks slogging through this book and found it to be very repetitive and tedious in the extreme. Keeping track of the family tree is a constant effort. At best, Marquez reveals an egalitarian attitude that seems to pervade the Americas south of the Rio Grande (no wonder those countries are in constant economic trouble). Marquez should study supply side economics as described by Milton Friedman, another Nobel Prize winner, in order to give his book better balance.


Best fannst mér samt þessi hér, um Biblíuna:
I feel that this book started out well but lacked something of an ending. The writing styles change intermittedly and seem to lack something of a finesse, blatantly stating things that cannot be taken literally or figuratively well enough to purvey a superior understanding of the text. I found it about as entertaining as flipping through a T.V. guide but not owning a T.V. seeing all the shows that you could be watching explained in a summerized detail that never quite lets you know what it's really all about. A true literary flop.

Eflaust með hálfkæringi gert, en samt vel athugað.

Það er bilað skammdegi einsog er og ég nenni ekki að gera neitt.

-b.

Þjónustun

Ég myndi klippa það besta út, en hver einasta setning er gull:
A New Zealand doctor has upset patients by converting his medical centre into a high class brothel.

Neil Benson says he will employ "beautiful, experienced professional girls" in the up-market bordello which will cater for locals as well as visiting tourists.

The GP closed his Coopers Beach medical centre last year after a dispute with health officials over the lack of financial and community support.

The doctor, who claims "a lot of support from the men in the community", believes there are similarities between the world's oldest profession and medicine, reports The Northern Advocate

He said: "It's about providing a private service and maintaining confidentiality, which is what my medical practice was about - so it's not a big leap, really.

"Everything I have ever done is high quality. The standards of my medical practice were high and that will cross over to the brothel environment."

Janet Brennan, a local resident, said: "I never thought he would go so low. I think he's doing it to get back at the community for not supporting his clinic."

Peter Foley, chairman of the New Zealand GP Council, said the change of business proved "medicine isn't the big earner people think it is'".

Já þetta er víst allt sama tóbakið, hm. Þéttur þessi.

-b.

30 október 2006

Sendum boltann yfir til mín

Í öðrum fréttum þá hef ég sett kommentin í pop-up glugga. Ég man ekki hversvegna ég var svona andsnúinn því þarna í den en mér finnst þetta mun þægilegra.

Og pastað sem ég lagaði í kvöld var ljúffengt.

Og Azureus skríður á maganum eftir jörðinni á 30 kílóbita hraða á sekúndu.

Og mér sýnist þeir vera komnir með einhverskonar prómó fyrir Orphans á anti.com. Hef ekki skoðað það nánar, veit ekkert hvað ég er að benda á hérna.

-b.

Lýsið, húsverk og Sorkin

Nokkrir góðir punktar um The Shining. Önnur mynd sem ég þyrfti að tékka á aftur.
At the movie's center is Jack's typewriter and the chilling moment when Wendy discovers what his work consists of: ALL WORK AND NO PLAY MAKES JACK A DULL BOY typed thousands of times, as I hardly need to repeat. The most chilling of the suggestions the movie makes might be the idea that authorship, and maybe auteurship, are forms of psychosis. To desire to create and escape into one's one world is to risk succeeding to a sociopathic detachment. You get the sense here of an autocritique: after all, it's Kubrick who so clearly delights in the tiniest of details, like the little toy ax and American flag on the hotel manager's desk, and it's us who cheer him on. Among all filmmakers, the sense of a pure aesthetic, a fully controlled formal world, is never greater than with Kubrick. But it's just this impulse that The Shining suggests is murderous - and there's no real escape from this dream.


...

Hádegismaturinn á vínstofu Hvíts var mjög ánægjulegur. Smurbrauð og öl hittu á rétta rofann einsog skáldin sögðu. Í framhaldi af því fór ég niðrá folkeregister og spurðist fyrir um læknamál.. ég skráði mig hjá þeim fyrir lifandis löngu síðan og átti þá að velja lækni af gulum lista, en ákvað að gera það seinna þarsem ég hafði ekki hugmynd um hver þeirra, ef nokkur, væri í nágrenni við heimili mitt. Nú fór ég og tók númer, hún spurði mig um skilríki og ég rétti henni sjúkratryggingakortið sem ég hafði fengið í pósti í vikunni sem leið. Hún sýndi mér þá hvar nafn og heimilisfang læknisins míns stóð á þessu sama skírteini, skýrum stöfum. Ég tók aldrei eftir því.. sá bara nafnið mitt og danska kennitölu.

En hann er semsagt hérna rétt fyrir norðan. Panta tíma á morgun því ég þarf að fá blóðþrýstingslyfin mín.

Ég var svo sprækur þegar ég kom heim að ég ryksugaði, skúraði og setti í þvottavélar. Nú er því lokið öllusaman og tölvan búin að hala inn fimmta þætti af Dexter. Þriðja serían af The West Wing ætlar að taka tímann sinn, en undir lok annarar seríu er þátturinn kominn á flug fyrir alvöru. Byrjunin á þættinum ,,17 People", þarsem Toby er að púsla saman leyndarmálinu sem kemur til með að fleygja öllu í háaloft, er æðisleg. ,,Two nights later" - ,,Two nights after that" - ,,The next night" - ,,The next morning" - ,,That night". Og boltinn sem hann fleygir stanslaust í vegginn á meðan hann hugsar heldur taktinn einsog linnulaust bank á dyrnar til að komast að sannleikanum, brennandi forvitni manns sem finnur á sér að ekki er allt með felldu.

Þessir tímabilstitlar minnka líka smátt og smátt, rétt einsog Raza minnist á í tengslum við The Shining í greininni sem ég benti á ofar.. skemmtileg tilviljun. Og lágstemmd leið til að skapa spennu án þess að notast við örar klippingar eða háværa mússík.

..tónlistin er reyndar með því fáa sem ég sé að The West Wing. Þemað minnir á b-lista jólalag og það bregst ekki að þeir kjúi tilfinningaþrungna tóna þegar einhver ,,mælir Sannleikann." Þessar endalausu predikanir Hægri og Vinstri væru síður þreytandi ef ekki væri fyrir tónlistina að segja mér að taka mark á viðkomandi.

Og talandi um Sorkin þá er eitthvað að ske með Studio 60. enginn þáttur í gær og næsti ekki fyrren á þriðjudaginn síðasta, sem þýðir að þeir hafa breytt um sýningartíma. Tveir þættir á dagskránni einsog er, og þrjú handrit pöntuð aukalega, en engin trygging fyrir heilli þáttaröð.. En hann hefur jú verið ansi mistækur. Ég veit hreinlega ekki hvað mér fannst um síðasta þátt, og þó naut hann góðs af því að þurfa ekki að sýna fyndna sketsa á skáldaða sviðinu.

Já já. Sjónvarp sjónvarp.

Ég er annars ofsalega blankur þessa stundina. Ég á fimmtíu kall danskan í vasanum framá miðvikudag, en þá gerist Glitnir aftur vinur minn. Sem betur fer er nóg af mat í ísskápnum og núðlur í kassanum.

-b.

29 október 2006

Marklaust raus

Hérna er eitthvað vídjó sem ég man ekki lengur hvað er.

Ég skellti tenglinum niður í performancing gluggann og fór svo að sofa. Eða eitthvað svoleiðis. En þarna er hann.

Á morgun ætla ég að hitta Gunnar Marel á þessum stað, en mér skilst að hann hafi verið vinsæll meðal íslenskra sveina á öldum áður og síðar. Ég kíkti þarna inn með honum Grím um daginn og við drukkum einn bjór. Einn bjór hvor. Það stóðu tveir gaurar við dyrnar, við völdum okkur sæti og annar þeirra kom og tók pöntun, færði okkur bjórinn og rukkaði okkur við borðið.

Öðruvísi. En þægilegt. Í dýrari kantinum, en þetta er jú á Kongens Nytorv. Hlýlegur staður.

Seinni hluta dagsins hef ég eytt í að horfa á The West Wing. Það er gott að geta spólað fram og tilbaka án mikillar fyrirhafnar, því það kemur oftar en einusinni fyrir að ég þarf að hlusta á samtöl í annað og þriðja sinn til að skilja hvað fólkið er að tala um. Og mér finnst það síður en svo óþægilegt, bara meira gaman. Og ég spóla framávið þegar þeir sýna brot úr fyrri þáttum (,,previously on The West Wing...") vegna þess að þeir gætu allteins sagt mér hvað er að fara að gerast í þættinum sem ég er að horfa á. Og ég vil ekki vita það, það er að hluta til þessvegna sem ég horfi á sjónvarp og les bækur; að fylgjast með sögunni og komast að því hvað gerist næst.

Battlestar Galactica er einstaklega erfiður hvað þetta varðar, en hann sýnir atriði úr fyrri þáttum til að setja atburði viðkomandi þáttar í samhengi (og upplýsir þannig hvaða þræði þátturinn tekur upp) og skeytir auk þess brotum úr þættinum inní titilsenuna. Mig langar ekki að vita að þetta og þetta geimskip verði sprengt í tætlur afþví þá veit ég strax hverskonar þáttur er framundan. Mig langar ekki að sjá þennan og þessa fyrir framan aftökusveit af nákvæmlega sömu ástæðu. Ég hafði fyrir því að verða mér úti um þessa þætti, eða að kveikja á sjónvarpinu á réttum tíma, þannig að við skulum gefa okkur að ég viti hvað er í gangi.

Og það er mitt álit.

Annað er að almannatengslastelpan Mandy í The West Wing hvarf sporlaust á milli atburða fyrstu og annarar seríu, og enginn hefur minnst á hana síðan. Var hún viðriðin skotárásina sem gerði allt vitlaust í síðasta þætti fyrstu þáttaraðar? Var hún blóðguð bakvið skemmuna til að friða hefndarofsa forsetans? Var henni grafin ómerkt gröf, voru eigur hennar brenndar, var nafn hennar strokað útúr gagnabönkum merkurinnar? Var vinum hennar og fjölskyldu ráðlagt að gleyma því að hún hefði dregið andann ella sæta viðbjóðslegri misnotkun í leynilegu neðanjarðarfangelsi?

Flestir myndu stinga uppá einhverju einfaldara, einhverju sem viðkemur leikurum og framleiðendum og samningum og bla bla bla, en mér finnst mín hugmynd skemmtilegri.

Og talandi um Battlestar, síðasti þáttur (,,Collaborators") var heelvíti góður. Hann bætti fyrir síðustu tvo, sem voru hættulega nálægt því að vera rusl. En Moore segir að sumir sem hafa séð alla þættina í þriðju þáttaröð segi þetta vera besta þáttinn af öllum, svo ég vona að þetta fari ekki versnandi héðan í frá. Því þetta var ekki það gott.

Síðasti þáttur annarar seríu sprengdi heiminn og það er auðvitað erfitt að fylgja því eftir, en þetta virkar nokkurnvegin einsog þeir séu að koma sér fyrir í sömu stöðu og við sáum í byrjun annarar þáttaraðar. Sem væri lélegt. En vonandi hafa þeir vit til að gera eitthvað frumlegt við það sem þeir hafa í höndunum..

Ég kláraði Foucault's Pendulum um daginn og ég man ekki hvort ég var búinn að minnast á það núþegar. Ég þyrfti að skrifa eitthvað um hana fyrr en síðar, þarsem ég er að vonast til að geta lokkað ritgerð uppúr henni.

Já og ég var að tékka á þessu vídjói, þetta er heimildaþáttur einhverskonar um Blade Runner. Ekki um gerð myndarinnar eða þannig heldur bara um myndina.. Nokkrir góðir viðtalsbútar og sagan af því hvernig hún rataði á tjaldið. Helvíti gaman að þessu. Þyrfti að sjá myndina aftur, sá hana síðast á VHS frá Suðurlandsvídjó.. Hvað ætli sé orðið langt síðan?

-b.

26 október 2006

Hann gerði ekki það sem Maðurinn sagði honum að gera

Skemmtó staðreynd: Bill Hicks lokaði allra síðasta gigginu sínu með Killing in the Name. Pínu skref í burtu frá Subterranian Homesick Blues en meikar samt sens.

Á miðnætti í nótt sat ég í lest á leiðinni frá Holte til Nörreport og talaði við Atla um Cerebus.

Ég verð hérna ennþá í fyrramálið.

-b.

Saga í sex orðum

Ég man eftir þessari örsögu hans Hemingways, ,,For sale: baby shoes, never worn." Man samt ekki hvar ég las hana.. ég keypti a.m.k. ekki bókina. Wired hafði samband við slatta af fólki og fékk það til að skrifa sögu í sex orðum. Nokkrar góðar:
Computer, did we bring batteries? Computer?
  - Eileen Gunn

Gown removed carelessly. Head, less so.
  - Joss Whedon

Machine. Unexpectedly, I’d invented a time
  - Alan Moore

With bloody hands, I say good-bye.
  - Frank Miller

Epitaph: Foolish humans, never escaped Earth.
  - Vernor Vinge

He read his obituary with confusion.
  - Steven Meretzky

Dinosaurs return. Want their oil back.
  - David Brin

whorl. Help! I'm caught in a time
  - Darren Aronofsky and Ari Handel

Rained, rained, rained, and never stopped.
  - Howard Waldrop

The baby’s blood type? Human, mostly.
  - Orson Scott Card

Ég þekki ekki helminginn af þessu liði, en það er gaman að sjá hvað myndasöguhetjurnar skrifuðu. Og að Moore og Aronofsky skulu hafa skilað inn sömu hugmyndinni, svona þannig séð.

Tónninn í þessum sögum er líka mjög misjafn. Sagan hans Hemingways er augljóslega smáauglýsing, og hefur þannig ríka ástæðu til að vera stuttorð: Á þeim vettvangi borgar maður fast verð per orð. Það að skórnir séu ónotaðir bendir til þess að barnið hafi dáið áður en það náði aldri til að passa í þá, eða jafnvel áður en það fæddist. Það er augljóslega ekki inní myndinni að geyma skóna, ef ske kynni að annað barn fæddist inní fjölskylduna í framtíðinni; kannske dóu móðirin og barnið bæði í barnsförum.

Væntanlega eru þessir skór eitthvað sem foreldrið / foreldrarnir vilja losna við, til að vera ekki minnt á barnið sem er ekki lengur til staðar. En í stað þess að skórnir séu gefnir eða þeim hent eru þeir auglýstir til sölu, sem bendir til þess að efnahagurinn sé bágur á heimilinu.

Maður spyr sig samt hvort það svari kostnaði að kaupa smáauglýsingu í dagblaði.. Ef ekki, hver er þá ástæðan fyrir sölunni?

Sagan segir a.m.k. miklu meira en hún virðist gera við fyrstu sýn. Ég veit hinsvegar ekki hversvegna þetta gæti ekki flokkast undir ljóð.. Það er ekkert narratív í gangi, engin greinileg rödd fyrir utan stuttyrði auglýsingarinnar. En hvað um það.

Slatti af þessum sögum eru bara brandarar. Sem er auðvitað gott og blessað. Brevity is the soul of wit sagði skáldið (þó ég muni ekki hvernig HH þýddi). ,,Rained, rained" virkar einsog færsla í dagbók fyrir mig, en lýkur um leið sögu heimsins. Það hætti bara bókstaflega aldrei að rigna, endir.

Og hverju rigndi? Var þetta rigning einsog við höfum vanist eða eitthvað.. hræðilegra? Kannske rigndi eldi og brennisteini þartil heimurinn gaf sig. Kannske rigndi mold oná líkkistuna þartil sögumaður gaf upp öndina.

Mér finnst hún allavega með þeim betri þarna.

Risaeðlurnar eru fyrirsögn í dagblaði.. sem tengist þannig í Hemingway-söguna; í prentmiðlum er plássið jafn mikilvægt allstaðar. Því stærri sem þú vilt að orðin séu því styttri verður setningin að vera.

Einn eyðir 1/6 í sviðslýsingu: Epitaph, eða eftirmæli, grafskrift. Endalok mannkynsins veiða ekki meira en fimm orða athugasemd uppúr alheimssamfélaginu.. Maður gæti haldið því fram að Adams hafi neglt það betur með ,,Mostly harmless."

Línan hans Wheadons er gróteskur brandari, en hvar gæti þetta verið skrifað? Dagblaðsfyrirsögn myndi ekki skipta sér af kjólnum, en einhverjum hlutaðkomandi þykir þetta markvert atriði. Mér dettur helst í hug minnisbók rannsóknarlögreglumanns. Athyglisvert líka að þarna er ekki um að ræða kjól einsog í ,,dress," heldur er þetta ,,gown." Ég er ekki með það á hreinu hvort til er séríslenskt orð yfir það, en ein algeng týpa er brúðarkjóll. Brúður, myrt og afhausuð áður en hún hafði færi á að ganga frá kjólnum sínum? Það er sena.

Tíma-brandararnir þeirra Moores og Aronofskys gera sér mat úr því að fyrir hinum vestræna manni líður tíminn frá hægri til vinstri, og byrjar aldrei í miðjunni. Það væri hægt að blaðra um það til mikillar lengdar, en línurnar sjálfar bjóða ekki uppá mikið annað en augljóst formalískt metafiksjón. Stærsti munurinn á þessum sögum er sá að Moore byrjar á ,,Machine," með stóru M-i, á meðan Aronofsky og co. byrjar á ,,whorl," með litlu w-i. Það er hefð fyrir því í enskum brag að byrja línur á stórum staf, en ef setningunni er einfaldlega haldið áfram hringinn og hún kláruð í fyrsta orði línunnar, þá ætti það að vera með litlum staf. Eða hvað?

Þetta er gaman.

Og það er fullt af öðrum örsögum þarna.. slatti af drasli og lélegum bröndurum, en sumt af þessu er sniðugt og skemmtilegt til umfjöllunar og nokkuð djúpt þó það sé ekki háfleygt.

-b.

25 október 2006

Testi test

Prófi prófi próf. Ég var að ná í performancing aftur, vegna þess að blogthis höndlar ekki Eldref tvö komma núll ennþá. Ég prófaði þetta einhverntíman fyrir nokkru síðan en hann var alltaf að klikka.. ég man ekki hvað það var en sumar færslur náðu í gegn og sumar ekki. Íslenskir stafir? Kóði kannske.. Prófum einn tengil hérna og höfum þetta feitletrað.

Ég er að fá deja-halló-heimur-vú. Sko mig að skrifa á alvefinn.

Dexter er bara helvíti góður. Frá-föður-til-sonar samtölin eru ómetanleg.. svo röng á svo mörgum sviðum þau slaga næstum í Happiness. Og fjandinn, fjöldamorðingjadrama innan um pálmatré og gylltar strendur? Skor.

Jæja hvernig lítur þetta svo út?

Setjum eitt mynd inn:



-b.

Gjuggíborg

Mér sýnist þetta ekki vera djók:
Tesco has been forced to remove a pole-dancing kit from the toys and games section of its website after it was accused of "destroying children's innocence".

The Tesco Direct site advertises the kit with the words, "Unleash the sex kitten inside...simply extend the Peekaboo pole inside the tube, slip on the sexy tunes and away you go!

"Soon you'll be flaunting it to the world and earning a fortune in Peekaboo Dance Dollars".

The £49.97 kit comprises a chrome pole extendible to 8ft 6ins, a 'sexy dance garter' and a DVD demonstrating suggestive dance moves.

The kit, condemned as 'extremely dangerous' by family campaigners yesterday, was discovered by mother of two Karen Gallimore who was searching for Christmas gifts for her two daughters, Laura 10, and Sarah, 11.

Mrs Gallimore, 33, of Ellesmere Port, Cheshire, said yesterday: "I'm no prude, but any children can go on there and see it. It's just not on."

Dr Adrian Rogers, of family campaigning group Family Focus said yesterday that the kit would "destroy children's lives".

...

Hér er mynd af dótinu:



Og á síðu sem selur þetta má lesa þetta hér:
It's up there with sexy lingerie, a dirty weekend and chocolates - namely you buy it as a gift for the lady in your life yet you probably enjoy it more than she does! It would be like buying your girlfriend a 'Greatest Premier League Goals' DVD to watch together, only in this case she'll actually like it!

For the ladies buying it, imagine buying your fella tickets to see his favourite team in the FA Cup Final. Well he'll like this more... Lots more... Imagine the look of sheer delight on his face should he get home one night to find you ready to give him his very own private pole dance!

[...]

Please note: Read instructions before use. This is not a professional pole and is designed for beginner moves and fun use only. It is not designed for swinging round although you can hang on it (weight up to 14 stones) if erected correctly, excusing the pun! Returns: We cannot accept returns on this item if the pole has been used or the garter and money bag unsealed.

Vegna þess að með stönginni fylgja 100 ,,peekaboo-pund" og sokkaband til að troða þeim í. Brilljant.

Í fréttinni er eftirfarandi tekið fram:
Tesco last night denied the pole dancing kit was sexually oriented and said it was clearly marked for "adult use".

Vegna þess að mynd af hálfnakinni konu að handleika sjálfa sig og súluna er á engan máta kynferðisleg, og það er fullkomlega eðlilegt að vörur, sem eru á engan máta kynferðislegar, séu auglýstar með orðunum ,,Aðeins fyrir fullorðna."

Jájá.. Ég dreg það samt sem áður í efa að þetta geti eyðilagt líf þeirra barna sem koma nálægt því. Stelpurnar á fréttamyndinni virðast vera við góða heilsu, þótt foreldrar þeirra mættu kannske við því að slappa aðeins af.

-b.

Eldrefur og hugs

Firefox 2.0 kom út í dag. Opinberlega. Engar svaka breytingar í gangi, allavega af því sem ég hef séð. Helvítið rembist núna við að benda mér á stafsetningarvillur í textanum mínum, en það er eitthvað sem lagast við næstu ræsingu. Ég virðist ekki geta fjarlægt litla x-ið af virka flipanum, en náði þeim af þeim óvirku. Ef ég fjarlægi GO-hnappinn hverfur veffangs-glugginn með, sem fer dálítið í taugarnar á mér.. það fyrsta sem ég geri þegar ég hleð inn svona forritum er að fjarlægja óþarfa takka og drasl. Google-leitarglugginn hypjaði sig hinsvegar.

Og slatti af viðbótunum sem ég hafði komið mér upp virka ekki lengur.

Ég hef annars verið að nota eldrefinn góða í tvö ár og fjóra mánuði, rétt tæplega. Um daginn datt mér í hug að reyna Operu, en hún vildi ekki hlýða skrun-takkanum mínum svo ég henti henni aftur útí kuldann. Eldrefurinn átti reyndar við sama vandamál að stríða til að byrja með, en ein pínulítil viðbót reddaði því; færði skrunið yfir á hægri músarhnappinn. Núna þarf þess ekki lengur.. ég man ekki hvenær hann fór að hlýða þessum sértilgerða takka. Skiptir ekki máli.

Klukkan er að slá þrjú og ég hef gert ansi lítið í dag. Það var rigning á tímabili og ég keypti mér núðlur, en það var flóknara en það kann að hljóma. Eða kannske ekki. Ég fer að hugsa um fólk sem er heima á Íslandi og ég veit að það er ekki fólkið sem ég ætti að vera að hugsa um. En þessvegna heldur maður einmitt áfram að hugsa. Hugs hugs hugs.

(Stafsetningarvillu-undirstrikarinn er enn í gangi og eitt af því fáa sem hann lætur í friði er þessi síðasta lína. Ef ekki væri fyrir það hefði ég vísast ekki velt því fyrir mér hvað hún þýðir á ensku. Og þó er ég mjög hlynntur faðmlögum - svo lengi sem þau eru ekki kristin.)

Einusinni þekkti ég gaur sem hét Kristinn. Ég hugsaði oft um það hvað nafnið hans var skrýtið. Alveg satt. Annað alveg satt: ég var einusinni of seinn í vinnuna því ég stóð á rólóvellinum heima og horfði á norðurljós. Tengingin á milli þessara staðreynda er of einföld til að ég gefi henni orðið.

Hvert var ég kominn? HBO ætlar að framleiða 12 þætti af John From Cincinnati, sem er nýja hugarfóstrið hans David Milch. Einhverstaðar sá ég því lýst sem 'surfer noir'. Hann vonast til að geta byrjað tökur á fyrri Deadwood sjónvarpsmyndinni í sumar, en það kemur mér dálítið á óvart að hann skuli ekki hafa alla leikarana sólid ennþá.

Ég er að horfa á The West Wing, kominn inní aðra þáttaröð og fíla það bara betur og betur.

Í gær tók ég lestina heim frá Holte nokkuð seint og lenti ekki á Nörreport fyrren metróið var hætt að ganga. Tók þá í fyrsta skipti regional-lestina (minnir mig að hún heiti) sem gengur held ég frá Österport og niðrá flugvöll. Stundum heldur hún áfram til Malmö, en ekki í þetta skiptið. Þegar ég settist niður fattaði ég að ég mundi ekki kennitöluna mína. Þurfti ekkert á henni að halda, en maður hugsar þúveist. Var það 3597? Endar ekki á 9 minnir mig. Ég skrifaði það hérna niður (eða kannske á vitleysingum) en ég hef það ekki í hausnum lengur.

Jæja.

Sú gamla virkar ennþá fínt.

-b.

24 október 2006

William og Ernest elda grátt silfur..

"He has never been known to use a word that might send a reader to the
dictionary."
-William Faulkner (about Ernest Hemingway)

"Poor Faulkner. Does he really think big emotions come from big words?"
-Ernest Hemingway (about William Faulkner)

Meira Jesus Camp


A 'Pro-Life' speaker visits the camp and explains how "God doesn't care about how small the baby is, it is still a person and a soul, even if it's just protoplasm..." he pauses to pan the young crowd with a cartoon-ish, bug-eyed smile before delivering his punch line: "...whatever that is!" Some in the theatre laughed, and some screamed. Things had become so unbelievable that the audience was just making whatever sounds were possible in their collective state of shock. The 'Pro-Life' man passed around a boxed set of plastic fetuses at different stages of development (do they sell these at Christian Supply stores?!). He then placed red gaffe tape with the word 'LIFE' written on it over each child's mouth in preparation for their protest in front of the US Capitol Building. I had to step back for a second. They are placing gaffe tape over a child's mouth, and the child is then persuaded to interpret this as a positive, meaningful experience. 'Let the church decide what goes in place of my personal thoughts and voice.' It's a sad metaphor for how these children are kept from thinking for themselves, and a sad irony how their 'LIFE', the only one they'll ever have, is truly what they are missing out on by accepting these dogmatic restrictions.

..og hér eru tvær aðrar klippur, en þar kemur m.a. fram að kerlingarálftin sem mér sýnist koma hvað verst útúr þessari mynd tekur þátt í að auglýsa myndina! Henni finnst ekkert athugavert við þetta. Alveg hreint ótrúlegt.

Og svo er hér bók sem væri gaman að skoða: Getting Out: Your Guide to Leaving America. Ekki það að ég þurfi leiðbeiningar.. en þarna segir að 300.000 manns flytji þaðan ár hvert. Einn þúsundasti af heildarfjölda. Eitt Ísland. En meðal þess sem tekið er til umfjöllunar eru löndin sem þykja ákjósanlegust fyrir örvinglaða Kana, og ég vona að gamla góða verðbólgan og varnarleysið og hátt verð á bjór (að maður minnist ekki á villimennskuna í innfæddum að veiða grey hvalina í sjónum) verði til þess að Eldgamla Ísafold haldist fjarri öllum svona listum.

Það er annars dálítið hrollvekjandi að hugsa til þess hvernig ástandið væri þarna fyrir vestan ef allir með viti tækju sig saman og flyttu eitthvað annað. Þá gæti maður fyrst farið að óttast heittrúaða geðsjúklinga með höndina á heimsenda-sveifinni.

-b.

23 október 2006

Hermennska

Góður punktur, og í heildina ágætis grein um Garry Trudeau, gaurinn sem teiknar Doonesbury skrítlurnar.

At the table is a filmmaker named Chuck Lacy, who just produced a documentary called "The War Tapes," which followed three National Guardsmen to Iraq and back home. Lacy is saying there is something about this war unlike any other in history. The Internet has made it possible for soldiers to be in country, in a theater of war, but still communicate daily with their families, in real time, sometimes with video.

Is that good or bad? Trudeau asks.

Both, says Lacy: The soldiers say it's their lifeline, but it's also a terrible drain on their emotions; they're dealing not only with their own anxieties but also with the anxieties of their families 6,000 miles away. It can be surreal. They'll come back from a firefight and then try to resolve a mortgage problem.

Ég hef ekki lesið mikið af þessum strípum hans, en þetta virkar spennandi.. kannske maður líti á þetta einhverntíman.

-b.

Jesus Camp, aftur

Í tengslum við blókfærslu um heimildarmyndina Jesus Camp þá er hér treiler:



Sjúkt sjúkt lið.

-b.

20 október 2006

..Glorious Nation of Kazakhstan

Newsweek hefur uppi á nokkrum þeim sem koma fram í Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan:
The next step was the release form. The producers usually pulled it out just before the cameras rolled, at a moment of maximum bustle. Bobby Rowe, a rodeo veteran of nearly 50 years from Dickson, Tenn., agreed to let Borat sing "The Star-Spangled Banner" before a major rodeo in western Virginia. He says the "Borat" crew showed up 10 hours later than he requested, just before the show began. (He also says he asked for a CD of Borat's singing the anthem weeks in advance; the producers mailed him one, and it was blank.) Most of the folks contacted by NEWSWEEK admit they barely read the release. Even if they did, they might not have grasped the legalese about waiving claims for "breach[es] of alleged moral behavior" and "fraud (such as any alleged deception or surprise about the Film)"—which is a nifty way of getting people to agree that it's OK to defraud them.

Hvaða hvaða..

-b.

Leti og dólg

Skemmtileg hugmynd: Að safna saman öllum þessum ,,fyrirgefið hvað ég hef verið latur/löt við að blóka uppá síðkastið"-færslum í eina færslu.. Mér fannst ég alltaf vera að sjá þetta á tímabili.

Og maður er eiginlega hættur að kippa sér upp við það þegar mister Búss lemur tíkina sem hann kallar 'Merika og segir henni að hundskast útá horn að sækja peninga fyrir sig. Maður heyrir af þessu á hverjum degi orðið. Það tala allir um þetta en hverjum langar eiginlega að skipta sér af þessu? Ekki mig. Sumir vilja berja fólkið í kringum sig og sumir vilja láta berja sig. Kemur mér ekki við.
Once President Bush signed the new law on military tribunals, administration officials and Republican leaders in Congress wasted no time giving Americans a taste of the new order created by this unconstitutional act.

Within hours, Justice Department lawyers notified the federal courts that they no longer had the authority to hear pending lawsuits filed by attorneys on behalf of inmates of the penal camp at Guantánamo Bay. They cited passages in the bill that suspend the fundamental principle of habeas corpus, making Mr. Bush the first president since the Civil War to take that undemocratic step.

Not satisfied with having won the vote, Dennis Hastert, the speaker of the House, quickly issued a statement accusing Democrats who opposed the Military Commissions Act of 2006 of putting “their liberal agenda ahead of the security of America.” He said the Democrats “would gingerly pamper the terrorists who plan to destroy innocent Americans’ lives” and create “new rights for terrorists.”

..og ástandið er orðið uggvænlegt þegar tilvitnanir í 1984 teljast hversdagslegar, jafnvel huggulegar. En þær eiga samt sem áður fullan rétt á sér. Það er pólitísk hefð fyrir því að segja eitt og gera annað, en manni hættir að lítast á blikuna þegar fólk kippir sér ekki lengur upp við það.

Æ ég veit ekki. Égmeina, ef hún vill ekki láta berja sig þá hlýtur hún að geta farið eitthvað annað?

Annars er gaman að velta þessu upp: Bandaríkjamenn eru nú orðnir 300.000.000 talsins. Þúsund sinnum fleiri en við. Íslendingar láta reyndar smala sér hingað og þangað margt svipað og miklu stærri þjóðir, en ég ímynda mér samt að þegar íbúar séu orðnir svona margir sé þjóðarhugtakið orðið ansi teygjanlegt. Er það mögulegt að hver einasti Bandaríkjamaður hafi sambærilega hugmynd um það hvað það sé að vera Bandaríkjamaður, að eiga heima í Bandaríkjunum? Þegar fólk þekkir ekki einusinni fylkin í kringum sig eða nærliggjandi borgir.. eða borgarhlutana í kringum hverfið sitt, fjandinn hafi það. Þegar landið sem þú átt að tilheyra er orðin of stór hugmynd til að meðtaka almennilega er kannske ekkert skrýtið að restin af heiminum verði ennþá meira abstrakt. 'Kanada', 'Evrópa', 'Terroristar', 'Ýmislegt'.

Nei hvað veit maður annað en til að bulla.

-b.

19 október 2006

Já en

hvað ef þetta eru síðustu dagarnir?

Bútur úr gömlu viðtali

Sótillur tónn í Grant Morrison í viðtali frá 1990. Hér er búturinn einsog hann leggur sig:
[On the X-Men/Doom Patrol likeness]:

"X-Men should have ended in 1980. The last good story was the
one where they all went in to the future and got killed I thought
that was really good. If only they'd stopped there. I suppose it's
just money, though. And yet these things just keep winning CBG polls,
and stuff like that. I mean, who *are* these people who think this is
any good? I was actually utterly insulted to find myself in the CBG
poll of favorite writers. Did you see it?"

Interviewer: "Yes."

"There were only two British writers in it. I think it was
Alan Moore and myself. Alan Moore was second and I was number 300 or
whatever.

Interviewer: "I think you came in fifth, actually."

"Yeah, well. I mean, you're surrounded by these people who
never learned to hold a pen, let alone write. Somebody phoned me up
to congratulate me, and I thought this was reason enough to go and
slit my wrists. Obviously the 130 people who voted for me were people
of rare perspicacity, but people who put Chris Claremont above
somebody like Alan Moore. What can you do?"

Hann er alltaf svo sæll og glaður í þeim viðtölum sem ég hef lesið þessi síðustu ár, það er gaman að sjá að hann var ekki alltaf svona happy-feely.

-b.

18 október 2006

Úr Foucault's Pendulum

"Last night I happened to come across a driver's manual. Maybe it was the semidarkness, or what you had said to me, but I began to imagine that those pages were saying Something Else. Suppose the automobile existed only to serve as metaphor of creation? And we mustn't confine ourselves to the exterior, or to the surface reality of the dashboard; we must learn to see what only the Maker sees, what lies beneath. What lies beneath and what lies above. It is the Tree of the Sefirot."
"You don't say."
"I am not the one who says; it is the thing itself that says. The drive shaft is the trunk of the tree. Count the parts: engine, two front wheels, clutch, transmission, two axles, differential, and two rear wheels. Ten parts, ten Sefirot."
"But the positions don't coincide."
"Who says they don't? Diotallevi's explained to us that in certain versions Tiferet isn't the sixth Sefirah, but the eighth, below Nezah and Hod. My axle-tree is the tree of Belboth."
"Fiat."
"But let's pursue the dialectic of the tree. At the summit is the engine, Omnia Movens, of which more later: this is the Creative Source. The engine communicates its creative engergy to the two front or higher wheels: the Wheel of Intellegence and the Wheel of Knowledge."
"If the car has front-wheel drive."
"The good thing about the Belboth tree is that it allows metaphysical alternatives. So we have the image of a spiritual cosmos with front-wheel-drive, where the engine, in front, transmits its wishes to the higher wheels, whereas in the materialistic version we have a degenerate cosmos in which motion is imparted by the engine to the two lover wheels: from the depths, the cosmic emination releases the base forces of matter."
"What about an engine in back, rear-wheel drive?"
"Satanic."

Og hann heldur áfram. Mér fannst þetta rosalega fyndið, en kannske þarf maður að hafa lesið allt það sem fer á undan til að vilja hlæja að þessu.. Að bera saman samsetningu bifreiðar og alheimsins skv. kabbalah er nógu kreisí, en hann gerir nákvæmlega það sama og allir rugludallarnir sem þeir hafa verið að hitta áður í bókinni, og reynir að þröngva inní kenninguna atriðum sem virðast ekki passa.

Það er miðvikudagur í rólegheitum og ég er einn í íbúðinni. Geispi geisp.

-b.

16 október 2006

Rusl..

Eftir að hafa séð minnst á hann nokkrum sinnum hér og þar á netinu sótti ég pilotinn af nýjum bandarískum gamanþætti, 30 Rock. Ef ekki væri fyrir Alec Baldwin þá myndi ég lýsa þessu sem algeru sorpi, en hann hysjar þetta upp í venjulegt 'rusl'. Að öðru leyti er þetta alltof mikill rembingur, fyrirsjáanlegir brandarar og gersamlega enginn sjarmi.

Warren Ellis skrifar um þáttinn og hittir naglann á höfuðið í þessum samanburði á honum og Studio 60:
Working in 30’s favour is that it makes no bones about its show-within-the-show, The Girlie Show, being shit. And also with Tracy Morgan’s character being a shitty comedian. He’s a lowest-common-denominator ham, shamelessly playing to the audience and doing schtick that’d made the worst open-mic hack cringe.

Þátturinn sem fólkið í Studio 60 framleiðir virkar mjög óspennandi, og það er erfitt að halda því fram að Matt og Danny séu að gera eitthvað af viti þegar það vantar allan kraft í þáttinn sem þeir eiga að vera að bjarga. Brandarinn sem allt snerist um í síðasta þætti virkaði t.a.m. bara að hálfu leyti: Hann var nógu almennur til að geta verið meira en tveggja ára gamall, en var að sama skapi alls ekki nógu fyndinn til að geta fengið eins góð viðbrögð og manni var gert að trúa. Þannig myndi þátturinn sjálfur virka betur ef hann gæfi sér að SNL-klóninn sem stúdíóið framleiðir væri bara enn einn lélegur sketsaþáttur (einsog SNL). Með öðrum orðum: ef skríbentnum Matt Albie finnst þetta dótarí fyndið þá er hann ekki trúverðugur sem klár og fyndinn brandara- og sketsahöfundur.

Það er hinsvegar nægur sjarmi yfir framsetningunni og (flestum) karakterunum til að ýta SNL-froðunni útí horn, og samræðurnar einar saman hefja Studio 60 yfir megnið af öðru network-sjónvarpi, þar á meðal rusli einsog 30 Rock

...

Óljósar tengingar: Aðalpersónan 30 Rock er leikin af Tinu Fey, sem hefur einmitt verið áberandi í SNL um nokkurt skeið. Hún ætti því að vera vel kunnug bitlausum húmor einsog þeim sem sjá má í þættinum-innan-þáttarins, The Girlie Show. En Aaron Sorkin hefur held ég ekki þurft að vera fyndinn á þann hátt sem góðir sketsa-þættir krefjast og það er kannske ekki skrýtið að hann skrifi ekki góða sketsa. Albie skrifar einsamall og kemur ekki nálægt skrif-herberginu, þarsem hópur af undarlegu fólki reynir að vera fyndið oní hvort annað, en sketsaþættir eru gjarnan samvinnuverkefni..

Ég veit ekki. En Studio 60 þátturinn síðan í gær er að halast inn einmitt núna og ég fílaða. Tveir þættir eftir af The Wire og báðir bíða rólegir í sínum möppum. Það er frí í skólanum þessa vikuna og ég nenni ekki að nýta það í lestur alveg strax.

Og talandi um sketsa: Hefur nokkurntíman verið til fyndnara íslenskt sjónvarpsefni en fyrsta þáttaröð af Fóstbræðrum?

-b.

Þar kom að því

Tölvan mín datt í gólfið núna rétt áðan, í fyrsta skipti síðan ég keypti hana. Mér líður einsog ég ætti að fara með hana á barinn og gefenni einn kaldan.

Vonum bara að hún fari ekki að vera með eitthvað vesen í framhaldinu.. Það er nú sterkt í þessu.

-b.

15 október 2006

Nei ókei án gríns. Það er allt að verða brjálað í The Wire. Þetta er brútal dót.

Vakna þú mín Torfhildur

Hún Torfhildur er komin í gírinn aftur. Fyrsta uppfærslan í.. sirka þrjú ár sem ég kem ekki nálægt. Ja, þannig séð. Ég bað rhi um að senda Andra lykilorðið að vefsvæðinu, og beið svo í einhverjar vikur, áður en ég sendi honum bara .zip fæl með afriti af ws_ftp forritinu mínu, þarsem torfhildar-passinn er dulkóðaður. En það virkar.

Einsog ég sagði honum áðan þá er þetta náttúrulega eitthvað sem ég hefði getað gert til að byrja með, þarna í byrjun annarinnar, en hvað um það..

BSG vikunnar er slappur. Gerist lítið. En síðustu þættirnir af The Wire eru að detta inn. Vantar bara númer 12 af 13.. Og volgar ciabatta-bollur með smjöri og osti eru rosa góðar svona seint á kvöldin.

-b.

Nýjasta gamalt frá Tom Waits

Þegar mig langar að skrifa eitthvað sniðugt og skemmtilegt um Tom Waits þá endar það oftar en ekki í klappstýrurímum á borð við ,,Tom Waits er bestur, lang lang bestur!" En sleppum því í þetta skiptið.

Hann er bara uppáhalds. Plöturnar hans eru endalaust góðar, og eru þær einu sem ég tók með mér hingað til Danmerkur, vitandi það að ég væri ekki með geislaspilara..

Og hann er að fara að gefa út nýja plötu. Eða plötur. Þegar Alice og Blood Money komu út á sínum tíma var það nóg til að endast mér í marga mánuði. Fyrst keypti ég Blood Money og hlustaði hana niðrá klöpp, síðan keypti ég Alice og heyrði hana í tætlur. Það var frábært.

Og núna: Orphans: Brawlers, Bawlers and Bastards. Þriggja diska pakki með 56 lögum, en þar af er sirka helmingur nýtt efni, á móti lögum sem hafa komið út hér og þar áður.

Bend Down the Branches kom út á plötu með lögum fyrir börn árið 2002, Fall of Troy var á Dead Man Walking-sándtrakkinu, World Keeps Turning minnir mig að hafi verið í myndinni Pollock, Buzz Fledderjohn var frítt dánlód á amazon.com á sínum tíma, og The Return of Jackie and Judy er æðislegt Ramones kóverlag sem kom út á Ramones tribute plötu um árið. Og þetta er bara það sem ég kannast við.

Ekkert (All I've Got is) Empty Pockets samt.. Sem er leitt. En fjandinn, af nóg öðru að taka.

Já þarna er líka Puttin' on the Dog, sem mig minnir að Hlynur hafi sent mér á MSN fyrir löngu síðan. Ég veit ekki hvar það kom fyrir upphaflega.

Gathering all this material together was like rounding up chickens at the beach. It’s not like you go into vault and check out what you need. Most of it was lost or buried under the house. Some of the tapes I had to pay ransom for to a plumber in Russia. You fall into the vat. We started to write just to climb out of the vat. Then you start listening and sorting and start writing in response to what you hear. And more recording. And then you get bit by a spider, go down the gopher hole, and make a whole different record. That was the process pretty much the last three years.

Sýnishorn: eitt af nýju lögunum, The Bottom of the World (aðeins meiri Waits-titill) er laust til niðurhals hérna, af anti.com.

Platan kemur út 21. nóvember. Og ég hlakka til. Sjáiði bara þetta fokking kóver! (Smelli smell) Brilljant.

-b.

Óðinsvélar



Hérna var ég í dag.

Þar smakkaði ég 'Odense Classic', sem er barasta fínn lager.

Lestarmiðinn kostaði meira en 'stúdentastrætið' hjá hórunum á Istegade. Talsvert meira. Við erum að tala um það að gaurinn tók alla peningana úr veskinu mínu og gaf mér eitt klink tilbaka. Og minntist ekki einusinni á það að maður gæti pantað sæti, til að geta sest niður í lestinni. Ég settist bara einhverstaðar, var rekinn úr því sæti, settist í næsta klefa, var rekinn úr því (sorrí, fyrsta farrými melur), stóð hálfa ferðina útá gangi með fullt af öðru fólki (þunguðum konum og gamlingjum, meðal annars) en fékk loks að setjast þegar einhver fór út einhverstaðar. Það var allt í lagi.

Gekk um Óðinsvé, hitti Ívar og tók strætó með honum á kollegíið hans. Partí um kvöldið þarsem ég lærði nokkur dönsk orð og sannfærði 19 ára gamla íslenska stelpu um að hún væri í raun og veru 28 ára í 'stelpu-árum'.

Í morgun tókum við til. Ég ákvað að fara heim, við röltum á strætóstoppið og lentum þar á sama tíma og strætóinn. Ég sagði bless í flýti, hugsaði um perlur og eðlur á leiðinni á lestarstöðina, fór uppá aðra hæð, tók númer og fékk að vita að 14:06 lestin færi til Köben, en að hún yrði sirka 25 mínútum of sein. Ég pantaði sæti í þetta skiptið. Það kostaði mig 20 krónur.

Lestin fór beinustu leið til Köben og það angraði mig enginn. Á HBG fékk ég lest til Nörreport undireins, og þar metró til Örestad undireins. Þetta var hið fullkomna lestarferðalag.

Svo kem ég heim, kveiki á tölvunni, opna itunes og hann fer sjálfkrafa að hala niður nýjustu poddköstunum sem ég er áskrifandi að. Hversu svalt er það? Ég gapi yfir því hversu lengi ég var að komast inná þann gaur. Poddkastaáskrift er algert smjör.

Poddkastið sem um ræðir er kommentaríið hans Ronalds Moore fyrir Battlestar þátt gærdagsins. Þátturinn er að hlunkast inná tölvið einsog er. Eini sjónvarpsþátturinn sem ég horfi á tvisvar í hverri viku, vegna þess að kommentaríið hans Moores er helvíti gott. Allt annað en ruslið sem þeir gefa út fyrir Family Guy.. En hvað um það. Gott að vera kominn heim.

-b.

12 október 2006

Tölv

Ég hef verið að fletta í gegnum þennan lista af '100 bestu NES leikjunum', og það er bara nokkuð gaman. Það eitt að skjá skjámyndir af þessum elskum vekur með mér ótal minningar af því að hanga inni í góða veðrinu og spila tölvuleiki. Eitt af mínum uppáhöldum, Bionic Commando, er í 30. sæti. Ég hef náttúrulega ekki spilað nema brot af þessu öllusaman, en eitthvað þó.

Og ég fæ svona ,,alveg rétt..." tilfinningu þegar ég les dót einsog þetta, um Zelda II (25. sæti):

Lastly, if you take nothing else from this game, remember to always break into strange homes and talk to the women, because they may be keeping an old man in their basement. And he can, um, teach you things.

Vá man ég eftir þessu. Kláraði samt aldrei þennan leik. Man að hann var gulllitaður..

Og svo er hér erkisvalt lyklaborð.. úr grjóti!:



-b.

11 október 2006

Spjallþáttabrandarinn minn

Afhverju íhugar páfinn að útrýma limbóinu?

Afþví hatturinn hans rekst alltaf uppundir slána!

Hahahaha!

-b.

Blogos Romanus

The RomeHistorian's Blog er að finna á hbo.com, en mér sýnist þarna vera á ferðinni blóksíða sagnfræðings sem tekur þátt í framleiðslu Rome, en þeir eru um þessar mundir að taka upp þættina sem koma til með að mynda aðra þáttaröð. Ég hef bara rétt skimað yfir nokkrar færslur, og þetta virkar mjög áhugavert. Dæmi:

Browsing the script for the latest episode - six - and I come across the following line: "The troops need paying. We must get the money somewhere."

Money. As much of an obsession for the ancient Romans as it is for us. The Romans were unabashed in their desire to get rich. Most, of course, never managed and spent lifetimes worrying about the next rent check. But it didn't stop them dreaming. 'Salve Lucrum' reads one of the more famous inscriptions on a doorway in Pompeii. 'Welcome Profit!'

Þetta er líka mjög sniðug hugmynd, vegna þess að þeir sem horfa á þættina held ég að hljóti að verða forvitnir um sagnfræðina sem liggur að baki framleiðslunni, og þarsem næsta þáttaröð kemur ekki á skjáinn fyrren einhverntíman á næsta ári er um að gera að hafa ofan af fyrir áhorfendum þangað til.

Sjá einnig: RomeArtDirector's Blog, en sá er ekki alveg jafn iðinn við kolann.

-b.

300 dagar eru brandari

Mér finnst einsog ég sé nýbúinn að eiga afmæli.

-b.

10 október 2006

What's wrong with you people? Did Einstein die in vain?!

Battlestar Galactica (Sci-Fi). In its third season, Battlestar Galactica may finally have reached a critical tipping point. On Crooked Timber, a culture blog, poster Scott McLemee muses, "If someone hinted two years ago that one day I would be eagerly awaiting the third season of a remake of Battlestar Galactica, my response would have been something like, 'Get away from me, crazy person, because that is crazy, what you are saying to me.' " But most critics take pains to point out that this is more than another dorked-out sci-fi fest. "[T]he real drama here still rests in the human relationships: flawed characters, struggling to make it through chilling times without sacrificing too much of themselves in the process," Salon's Heather Havrilesky observes earnestly. Is it based on real-life current events? Perhaps, but Joanna Weiss cautions in the Boston Globe that "Battlestar is less an allegory about current events than a rumination on how we might view things if tables were turned."


Já nú fílar liðið Battlestar. Ekkert meira um það að segja sosum, en ég hnaut um þetta komment, sem ég skáletraði: Meira en bara eitthvað skæ-fæ dót. Afhverju þarf þetta lið, þegar það uppgötvar að einhver tiltekinn vísindaskáldskapur höfðar til þess, að láta sem skæ-fæið sé bara hluti af því sem er í gangi, og að í raun og veru sé eitthvað miklu miklu meira þarna að finna? Battlestar er einfaldlega góður vísindaskáldskapur. Það er til nóg af góðum vísindaskáldskap og hann er ekki einfaldlega svokallaðar fagurbókmenntir í dularbúningi eða þvíumlíkt.** Ef þú ert að ræða um BSG eða Blade Runner eða hvað, þá geturðu ekki látið sem svo að vísindaskáldskapurinn sjái um ártalið og geimskipin, og alvöru-skáldskapurinn, það sem skiptir máli alltíeinu, nái utanum persónurnar, pólitísku umræðuefnin o.s.frv.

..svo er eflaust hægt að nefna dæmi um skáldskap sem nýtir sér skæ-fæ element á afmörkuðum svæðum, en það er bara hipp og póstmódern, og gengur ekki inná hefðina sem slíka.

**Einhverjir höfundar myndu e.t.v. halda öðru fram um sínar bækur, en hverjum er ekki sama hvað þeim finnst.

Mér sýnist allir Wire þættirnir vera komnir á netið, og ég hef mig allan í að forðast niðurhölun. DVD skrínerar, fjandinn hafi það. Auðvitað kemst þetta á netið. Þeir sendu fullt af fólki þáttaröðina einsog hún leggur sig á DVD diskum, og svo ætla þeir að taka sér pásu um miðja þáttaröð til að.. ég veit ekki, pirra fólk? Fokkjú, ég kann að skrifa mininova.
-Sem ég hefði gert hvorteðer, jújú, en það var gaman til að byrja með að fylgjast með þessu í 'rauntíma'.

Talandi um rauntíma, ég ætlaði alltaf að benda á korktöfluna á scifi.com, þarsem áhorfendur voru að skrifa inn jafnóðum og þeir horfðu á lokaþátt annarar þáttaraðar.. Kreisí dót. Það voru allir að henda fram kenningum hingað og þangað og þegar þátturinn tók mjög svo óvænta stefnu um miðbikið þá varð allt kreisí. Þau eru sofandi, þetta er allt draumur, muniði þegar hún var að tala um svefngasið og svo urðu allir svo skrýtnir alltíeinu... O.s.frv. Fólk gekk mjög langt í bæði vantrú sinni á það sem þau voru að horfa á, og formælingum í átt til framleiðanda þáttanna.

Mér fannst þátturinn frábær einmitt afþví hann sýndi mér eitthvað sem ég átti nákvæmlega enga von á. Þarna var hinsvegar fullt af liði sem hreinlega neitaði að trúa því að fólkið á bakvið þáttinn gæti viljað fara í aðra átt með næstu þáttaröð.

En mér finnst samt rétt að taka það fram að þarna er ekki um einhverskonar steríótýpíska skæ-fæ nerði að ræða.. ja, ekki endilega. Það gæti sosum verið, en málið er að viðtökurnar væru alveg nákvæmlega eins ef þarna væri á ferðinni þáttur af Desperate Housewives eða Law & Order. Munurinn er bara að undir hettu vísindaskáldskapar eru þér þematískt mun fleiri dyr opnar en í nágrannadrama eða paint-by-colors lögguþætti.

En þetta er alltof langt. Nú hefur mér loksins tekist að hala niður commentary-inu hans Ron Moores fyrir byrjunarþáttinn, og ég ætla að tékka á því drasli. Því ég er þannig gaur. Ég hlusta á fólk tala á meðan ég horfi á kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Ójá.

(Linkur á umræðuna sem ég er að tala um.. bara random síða, en hún er rugl löng.. bestu hlutarnir eru samt þeir sem eru skrifaðir á meðan þátturinn er enn í gangi.)

-b.

09 október 2006

Morris, sjónbart, Flex

Það eru engar nýjar fréttir að það er allur andskotinn til á youtube. Ég minntist á Chris Morris um daginn og það er slatti af honum þarna, t.a.m. þetta þáttarbrot um The Day Today og BrassEye og þessi klippa hér, þarsem hann fer undir fölsku flaggi í einhvern leim umræðuþátt og bullar tóma steypu:



Þetta minnir mig á ,,Lifeboat"-sketsið í Mr. Show (sem sjá má hérna, á youtube nemahvað), eða sögu tengda því öllu heldur. Þar segir áhorfandinn þessi ódauðlegu orð:
You need to respect the baby, cause life is precious, and God and the Bible.

Einhverju seinna fékk ónefndur gaur hljóðnemann í Jerry Springer þætti og sagði þessi sömu orð í gersamlega engu samhengi við það sem var í gangi. Þá klippu fann ég reyndar ekki á youtube, og hef bara orð Brian Posehns fyrir því. Góð saga samt. Þótt hún sé stutt.

Gláp: The Corner, The Wire, Battlestar Galactica, Lost, Dexter, The Larry Sanders Show, Studio 60 on the Sunset Strip, Extras og South Park. Í engri sérstakri röð. Doom Patrol er kreisí dót, og ég skil ekki hversvegna þeir dæla ekki restinni út undireins.. það eru enn eftir 12 tölublöð af Morrison-lotunni, og þau safna bara ryki.

Eins er skrýtið að DC skuli ekki veigra sér við að gefa þessi blöð út í safnbók, þarsem Flex er ansi fyrirferðamikill á köflum, en neitar hinsvegar að safna Flex Mentallo miniseríunni í bók af ótta við Charles Atlas klíkuna. Nú hef ég lesið söguna á skjánum mínum, en mig langar í pappírinn. Það er bara betra þannig.

Strychnine Lives er enn óopnuð. En hún veit að það kemur að henni. Ah, þessi furðulega nautn sem fæst úr því að bíða með að lesa myndasögu þegar maður hefur hana innan seilingar.

-b.

08 október 2006

Ummerki hersetunnar

Samanburður á svæðinu í kringum höllina hans Saddams fyrir og eftir innrás Bandaríkjamanna. Trjágróðri skipt út fyrir bílastæði, o.s.frv. Fleira gaman hér.

Síminn minn hringdi rétt rúmlega sjö í morgun. Nú er mér illt í mjóbakinu, en þynnkan sem barði grjóti í hausinn á mér í gær er farin að bögga einhvern annan. Vekjaraklukkan mín er stopp á sautján mínútum og tuttugu og átta sekúndum yfir ellefu. Það er einhver að steikja beikon (og ef það er ekki satt þá er ég að fá slag). Ég var að spá í að steikja beikon seinna í dag. Internetið er sofandi ennþá..

-b.

07 október 2006

Ísbrjótur og smygl

Ég get ekki varist þeirri tilhugsun að þessi gaur hafi skrifað villuna viljandi, í þeirri von að fólk bendi honum á það og byrji í framhaldi að tala við hann:

Young man: I think you should have put LIFE and not LIVE on your sign.
Jesus freak, holding sign reading THROUGH JESUS WILL YOU FIND ETERNAL LIVE: Oh, thank you. Have you accepted Jesus as your savior?
Young man: No, I'm a dirty Jew. I'm going to hell.

Og þetta er bókað glæpur vikunnar:

Russian customs officers say they have discovered a mile long pipeline that was pumping vodka to Latvia.

Border cops in Buholovo, on the border, said the tunnel had been laid six feet underground by crooks to pump home-made vodka across the border. It was then sold in Latvia.

But the pipeline was discovered when local council workers started digging holes to plant trees in the area.

Yakov Kabanov, of the local border police, said: "We had our suspicions that there was someone running hooch across the border here but we could never figure out how they managed it.

"They probably would have got away with it for decades if those trees hadn't been planted as well."

Officers are questioning people in Buholovo about the pipeline, which ran between two rented houses that were empty when they were raided.

Hvar annarstaðar en í Rússlandi finnur maður vodkalögn grafna tvo metra oní freðna jörð?

-b.

06 október 2006

Það hlaut að vera

Í dag fékk ég að vita að besservisserinn í horninu í föstudagstímunum mínum er sagnfræðinemi. En ekki hvað hugsaði ég. Og viti menn: honum var eitthvað uppsigað við póststrúktúralismann. Ég man ekki alveg hvað leiddi að því, annað en að við vorum að ræða ,,The Death of the Author" eftir Barthes (sem ég hefði haldið að allir væru búnir að koma útúr kerfi sínu þegar komið er inní masterinn, en hvað um það). Hann vildi meina að fyrst við værum að læra bókmenntafræði hlytum við að vilja líta á það sem vísindi, og að þessvegna ættum við ekki að velta því fyrir okkur hvað sé ánægjulegt við lestur eða þvíumlíkt. Ef okkur finnst efnið skemmtilegt þá sé það bónus, en.. og svo kom þessi lína:
Science is about putting things into boxes. Not about.. splitting the boxes.

Þetta er sagnfræðineminn með vísindakassann sinn.Sem hlýtur að vera andlausasta sýn á bókmenntafræði og vísindi almennt, hver svo sem þau eru, sem ég hef nokkurntíman vitað. En þessi lína er ódauðleg í huga mér, einmitt sökum þess hversu litlausu og erki-pragmatísku sjónarmiði hún reynir að koma fram.

Halló herra vísindamaður!

-b.

05 október 2006

,,I see your meaning, Mr. Graves."

There are currently ten trade paperbacks in publication for this series. The titles of the trade paperbacks all seem to be somehow related with their volume number ("First Shot", "Second Chance", "Foregone", "Counterfifth", "Six Feet", "Strychnine", "Decayed"), with two being indirect references ("Samurai" being book 7, for Seven Samurai, and book 8 titled "the Hard Way," a reference to a roll in craps), save for book 3, which was originally to be called "The Charm" - as in, 'third time's the...', but was given the title of the collection's largest plot arc, "Hang Up on the Hang Low," when it won the Eisner Award.


Þegar þetta er útskýrt fyrir mér þá virkar þetta svo einfalt, en þetta er alveg skólabókardæmi um ,,það sem fer framhjá Bjössa."

Verð að tékka á þessari nýju, Decayed. Reyndar helvíti sniðugur orðaleikur þar í gangi. Sérstaklega vegna þess að við hinir vestrænu notum tíundakerfið í öllum útreikningum. Það mætti segja að Kerfið byggist á tíundinni, og það kann að tengjast því á einhvern hátt hversu rotið það er. Alveg innað beini.

Og þar er gaurinn bara kominn uppí #75! Þrír fjórðu. Þetta er alger bilun. Kannske ekki jafn slæmt og hjá sumum, en á móti kemur að 100 Bullets er góð bók á heildina litið, en ekki bara hér og þar.

-b.

Ég kvóta bara alltsaman...

Candidate's plea: Don't vote for me!

October 4, 2006


BLAINE, Minn. --Vote for my opponent. Please. Paul Herold entered the primary for a City Council seat in this Minneapolis-St. Paul suburb, but then he landed a new job that he says wouldn't leave him enough time to do a decent job for his constituents.
Article Tools

He missed the deadline for removing his name from the ballot, so he wrote a letter to a local paper pleading for nonsupport. He even offered to drive friends and neighbors to the polls to vote for anyone but him.

'I tried my best not to get any votes,' he said.

It didn't work. He came in second in the three-way race, advancing to the November ballot against incumbent Katherine Kolb.

Now he's urging people to vote for Kolb.

'Here are the only ways I can get off the ballot: A. I'd have to die; B. I'd have to move out of the district,' he said.

If he were to win, he could refuse to serve. But that would force a special election that would cost the city $30,000 or more, and Herold said he doesn't want to do that.

'Unfortunately, once he's on the ballot, there's nothing we can do,' said City Clerk Jane Cross.

Heimskt heimskt heimskt.

Ég hef ekki tíma til að telja upp allt það sem mér finnst heimskt við þetta einmitt núna því ég þarf að fara í skólann. En vá. Það er svo margt rangt við þetta..

Seinna: Ókei. Hérna er þetta. Ástæður fyrir því að þetta er heimskt.
  • Gaurinn býður sig fram til borgarráðs, fær svo alltíeinu nýja og betri vinnu, og vill ekki lengur bjóða sig fram. Þetta segir manni að hann hafi haft eitthvað allt annað en hugsjónir að leiðarljósi þegar hann skráði sig í slaginn. Einsog hvað? Tjah, það gæti verið.. um.. ég veit ekki, kannske.. peninga? Hauga af peningaseðlum? Og nú þegar hann sér að hann kemst í nóg af peningum annarstaðar nennir hann ekki lengur að 'þjóna kjósendum sínum'? Gæti verið.
  • Aularnir sem sjá um þessar hlægilegu kosningar segjast ekki geta kippt tappanum út því hann náði ekki að draga sig út fyrir ákveðinn tíma. Ég gæti skilið það ef gaurinn væri að sækja um að vera bætt inná listann - það er bara vesen. En ef hann vill ekki sinna þessu djobbi, hvaða ástæðu sem hann hefur sosum fyrir því, þá ætti ekki að vera of flókið að útiloka hann. Það þarf ekki endilega að krossa nafnið hans útaf kosningaseðlunum, það væri nóg að gera fólki ljóst að x við nafnið hans jafngilti ógildingu.
  • En það gæti reyndar verið snúið, því kjósendurnir virðast vera slefandi hálfvitar sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar komið er inní kjörklefann. Hann er búinn að útskýra fyrir þeim að hann vilji ekki taka við starfinu. Hann hefur sýnt framá það að hann sé að leita að peningum en ekki umbótum. (Eða girðingum eða verslunarmiðstöðvum eða hvað það er sem þeim vantar þarna vestra.) Og þeir kjósa hann samt!


Þetta síðasta atriði segir meira en mörg önnur orð um það hvernig í ósköpunum GB yngri náði kjöri í annað skiptið. Það virðist vera sama hvað frambjóðandinn gerir - hann gæti hafa sýnt sig óhæfan til starfsins - hann gæti jafnvel hafa sent út auglýsingu og SAGT FÓLKI AÐ KJÓSA HANN EKKI - það skiptir engu máli. Ef þessi himpigimpi hafa séð hann í sjónvarpinu og þeim líst vel á það hvernig fæturnir á honum ná alla leið niðrá kirkjugólfið, þá er það líklega það eina sem þau muna þegar kjörseðillinn liggur fyrir framan þau.

Og ég veit að þetta skiptir engu máli og hvern andskotann er ég að pirra mig á þessu en ég bara ræð ekki við mig. Hálfvitar. Pólitíkusarnir eru framapotarar og þeir brosa til kjósenda sem eiga þá skilið. Fokking hálfvitar.

-b.

'Outsourcing'

DRIVE-THRU
Outsourcer:
McDonald's
Outsourcee: If you think that person on the drive-thru intercom sounds a bit distant, you don't know the half of it. At select Mickey Dee's in the US, the person taking your order is actually in a call center in California or North Dakota, using the magic of VoIP. But who do you blame if they forget the McNuggets?

04 október 2006

The Comings and Goings of a Union Man

Þið vitið að Watchmen er aftur komin í gang? Nú ekki lengur sem The Watchmen, en ég hef engu að síður litla trú á þessu fyrirtæki, sem endranær.

Og ég kem alltaf aftur að því sem Terry Gilliam sagði, eftir að hann útilokaði að leikstýra kvikmynd byggðri á sögunni - að hann gæti hugsað sér að búa til tólf klukkustunda langa míníseríu úr efninu. Og núna þegar HBO þættir einsog Rome og Deadwood sprengja heiminn gæti ég vel hugsað mér að það gengi upp.

Góða draslið er í sjónvarpinu en þeir vilja fá myndasögurnar í lélegt bíó.

Talandi um HBO, horfði á fyrsta þátt af The Corner núna áðan. Sex þátta mínísería frá 2000, nokkurskonar undanfari The Wire. Mun hrárra á að líta einhvernvegin, og virðist eingöngu halda sig við botninn á eiturlyfjaheiminum, fíkla og dópsala á hornunum. Fullt af leikurum þarna sem koma fyrir í allt allt öðruvísi hlutverkum í The Wire, og það truflar dálítið. Mig allavega.

Extras heldur áfram að vera drepfyndið. Gaman að sjá líka hvernig farið hefur verið með þáttinn hans Andys, en það mætti segja að þar sé komin enn ein útgáfan af The Office. There but for the grace of God? Hver veit. Hefur annars nokkur horft á bandarísku útgáfuna af einhverju ráði? Ég sá fyrsta þáttinn þegar hann kom út og fannst hann hreint ekki merkilegur. En þeir virðast ætla að teygja svolítið á þessu, tvær temmilega langar þáttaraðir að baki og sú þriðja rétt byrjuð. Ætluðu ekki Sirkus eða einhver að sýna þetta heima, hvernig var það?

Meðleigjandinn minn er kominn vel inní aðra viku af OK Computer maraþoninu sínu. Ef hann er að uppgötva þessa plötu í fyrsta skipti þá veit ég sosum hvernig það er, en hún er bara svo gömul í hettunni.. Fer að verða tíu ára, blessunin. Maður spyr sig hvort það komi til 10 ára viðhafnarútgáfa næsta sumar, en það fer líklega eftir því hver ræður yfir efninu. Ef EMI á allt draslið þá er það ekki ólíklegt.

Mig minnir að ég hafi keypt mína í Skífunni í Kringlunni helgina eftir að ég fékk fyrstu útborgunina frá Landgræðslunni. Það hlýtur að hafa verið sumarið '98. Í sömu ferð keypti ég svarta albúm Metallicu og sándtrakkið úr Godzilla. Þær tvær eltust ekki eins vel.

-b.

03 október 2006

'Terror's march backwards'

Ég hef verið að ýta The Day Today og BrassEye að fólki í rúm tvö ár, allt frá því að ég sótti pedófílíuþáttinn á netinu, gapti, og pantaði báðar þáttaraðirnar á DVD. Chris Morris er brjálæðingur (og líklega alger hálfviti), en hann er líka fyndnari en allt annað. Ég var að frétta-stömbla og vissi ekki alveg hvað ég var að lesa fyrren ég sá hver hafði skrifað það. Ég er ekki kominn í gegnum alltsaman og sumt af þessu er dálítið heimskt en gullmolar einsog þessi eru púra Morris:

November 12th: New figures reveal that the number of people who perished in the attacks on 11 September may be as low as three. Counsellors are on standby to help New Yorkers deal with the trauma of being more upset than they needed to be. Pressure mounts on Mayor Giuliani - already criticised for his insistence that Ground Zero be kept shrouded in smoke - after the dust cleared briefly last week to reveal that the South Tower was still standing. Psychologists say original estimates of 6,000 were probably much larger due to 'all kinds of shit'.


Ég er alltaf að vísa á drasl sem er kannske ekki svo merkilegt, en þetta er alger skylda.

Mér sýnist þetta vera eitt af fjórum stykkjum sem þessir tappar hafa gert um sama mál. Hérna er safn af tilvitnunum sem við höfum ekki heyrt áður, hér er.. eitthvað annað í sama dúr, og svo er hér útlistun á athöfnum forseta Bandaríkjanna þennan dag:
O906... Emergency conference in school office as aides explain appalling gravity of situation. Through closed doors President is heard screaming: 'Phone Al Gore and tell him he won.'

0907... He then orders 60 kilos of cocaine and shoots a White House dog for no reason.

O943... Pentagon attacked.

Þetta er kannske smekklaust en þetta er samt svo rétt og fjandinn hafi það Morris, Nathan Barley drap þig ekki alveg úr öllum æðum. Guði sé lof.

Viðbót: Já ég tók ekki eftir því fyrren núna rétt í þessu að þetta er skrifað um miðjan mars árið 2002. Þetta er fjögurra og hálfs árs gamalt. Fáum okkur að vera dálítið framarlega á merinni hérna.. Einsog Spiegelman segir í In the Shadow of No Towers þá var nánast enginn að segja neitt af viti um ellefta september fyrr en leið að næstu forsetakosningum, tæpum þremur árum seinna, en hvað þá að gera grín að öllu saman. Uppistandarar gerðu sitt besta reyndar; George Carlin og David Cross, meðal annarra, fóru að tala um þetta innan nokkurra vikna, en það kom ekkert í líkingu við þetta fram fyrren löngu seinna.

Fokk þetta er gott stöff.

-b.

Eiturlyf

Einu skiptin sem ég verð var við dópneyslu hér um slóðir er þegar ég er staddur á lestarstöð eða við strætóstoppistöð. Það virðist vera eitthvað við almenningssamgöngur sem fær fólk til að vilja henda í hausinn á sér.

Í algerlega óskyldum fréttum þá keypti ég tvær bækur í dag. Önnur heitir Historisk Teknik og er handa honum Gunnari. Hin heitir Imaginary Cities og er handa sjálfum mér.

Bækur af þessu tagi eru reyndar þykkur höfuðlogi sem maður getur notið í lestum jafnt sem strætóum.. en ég get hætt að lesa hvenær sem ég vil!

-b.

Ég vil ekki fara út í svona veður Atli [leiðrétt]

Með þessum hérna gaur hef ég skrifað 425 blók á þessa tilteknu síðu. Á vitleysingum hef ég 1200 í viðbót. Það gera 1625 blókfærslur. Árið 1625 fann William Oughtred upp reikni-reglustikuna. Rústið því.

1625 deilt með fjórum gera sirka 406. Atli Húnakonungur fæddist um það leyti. Tilviljun?

Svo sannarlega.

-b.

Uppfært:

Ýmir benti mér á að þetta eru ekki 1200 á vitleysingum heldur 1300. Þannig að við erum að tala um 1725, fæðingarár Arthurs Guinness, sem mesti bjór veraldar er nefndur eftir. Og 431 per ár, sem er prímtala, summa sjö prímtala sem koma hver á eftir annarri: 47 + 53 + 59 + 61 + 67 + 71 + 73.

Sem er brjálað kreisí.

-bé.

02 október 2006

Karamazov og allskonar

Ég kláraði A Scanner Darkly á mettíma, held ég. Virkilega spes bók. Ég held ég hafi haft einhverja ákveðna hugmynd um hvernig saga þetta væri áður en ég byrjaði á henni, vegna þess að það eina sem ég vissi var að aðalpersónan væri í raun og veru tveir gaurar. En það var ekkert leyndarmál í bókinni sjálfri, ekkert drama í kringum það neitt. Tja.. allavega ekkert miðað við það sem maður myndi búast við eftir að hafa séð Fight Club.

Ég hafði líka gefið mér að þetta væri skæ-fæ, en það er í rauninni bara á yfirborðinu. Eitt og eitt fútúrískt tól og svona, en það sem skiptir mestu máli er það sem er í gangi inní hausnum á honum Bob. Böns af dópistum hanga saman og blaðra útí eitt, og svo kemur í ljós að ýmislegt af því sem þeim dettur í hug er ekki svo útí hött. Um leið og maður hlustar á þá rausa um eftirlit og aðrar njúrósir fylgist maður með fólkinu sem fylgist með þeim. Þetta er óður til vænisýki. Og prósinn rennur einsog smjör.

Handritið hans Kaufmanns er hreint ekkert spennandi. Hann klippir til samtöl og einræður sem ganga upp í kvikmynd, bætir við fjölskyldumyndum og einni hugsanablöðru, en þess utan er þetta bara bókin í niðursneyddri útgáfu. Confessions of a Dangerous Mind var mun betri aðlögun af hans hálfu. Að ekki sé minnst á Adaptation..

En það er allt annar handleggur.

Og þá vantaði mig nýja bók til að hlusta á. Ég sótti The Brothers Karamazov og byrjaði á henni. Lesarinn talar einsog lávarður í Merchant & Ivory mynd og virkar dálítið takmarkaður hvað varðar persónusköpun. En bókin er spennandi. Skríður áfram einsog fótbrotinn jökull en hvað vill maður sosum fá frá Rússunum? Bókin telur 900 blaðsíður, hljóðbókin sjálf er tæpir 37 klukkutímar að lengd.. Fyodor kallinn hefur bara misst sig. En það er auðvitað bara meira gaman.

Og hvað er málið með tvær 'sniðugar' myndlíkingar í einni og sömu efnisgreininni? Nú verð ég að hvíla mig í nokkra daga.

Hérna er annars mynd af punktunum hans Dostojevskís fyrir fyrstu 6 kaflana af Bræðrunum. Kreisí dót.



Þrumur og eldingar í gær. Rigning í dag. Fór ekki útúr húsi því ég nennti því ekki. Sat heima og las í skóóólabók. Með myrkrinu fór ég í sjónvarpið. The Wire gerir góða hluti. Marlo verður sífellt sterkari karakter þósvo það sé lítið að gerast í kringum hann, en það var ekki mikið aksjón þessa vikuna. Þó sit ég fyrir framan skjáinn einsog hundur með bein. Nema hvað beinið er í megabætum og ég er ekki að sleikja skjáinn... (Ég hefði ekki átt að fara þangað í þriðja skiptið.)

The Larry Sanders Show er skrýtið dót, voða mikill tíundi áratugur en einstaka lúmskt fyndin augnablik sem gera það vel þess virði að horfa. Jeffrey Tambor góður þarna líka. Sá fyrsta þáttinn af Sports Night, sem gengur hálfstigi þess að vera þokkalegur sjónvarpsþáttur og rugl sitkom-vitleysa á borð við Just Shoot Me. Og hláturinn! Hjálp. Bíð ennþá eftir Studio 60 og Extras.

Ég er að hlusta á podköstin þeirra í Penny-Arcade. Ég veit ekki alveg hversvegna.. en einhverstaðar inní hausnum á mér finnst mér gaman að hlusta á fólk blaðra. En þeir taka upp skrif-sessjónirnar sínar endrum og eins, þannig að maður getur fylgst með því hvernig þeir búa til tiltekna skrítlu. Og enn sem komið er hefur teiknarinn, 'Gabe', komið með allar hugmyndirnar. Kom mér á óvart.

En það er náttúrulega ekki svo einfalt. Væri það bara hann, einn og sér, þá myndi eflaust vanta eitthvað element. Þetta er einsog að henda bolta á milli, hugmyndin fram og tilbaka og aftur þangaðtil hún verður að annarri hugmynd sem kveikir í nýrri hugmynd o.s.frv.

Hvað segirðu, er ennþá kveikt á þessu lyklaborði?

-b.

Ég á ekki orð

og get engu við þetta bætt:

... and the landowner said, These yer two yere, colts yourn ain't they? - and the old man said they were, and the landowner said, Musta found them in the woods, strappin young niggers as that; and the old man said No sir, he got the both of them lawful married, Mist So-and-So; and the landowner said that eldes on em looks to be ready for a piece himself, and the negroes laughed, and the two boys twisted their beautiful bald gourdlike skulls in a unison of shyness and their faces were illuminated with maidenly smiles of shame, delight and fear; and meanwhile the landowner had loosened the top two buttons of his trousers, and he now reached his hand in to the middle of the forearm, and, squatting with bent knees apart, clawed, scratched and rearranged his genitals.


-b.