30 mars 2007

Allskonar núna-dótarí

I think one of the biggest mistakes we're making, second only to being people, has to do with what time really is. We have all these instruments for slicing it up like a salami, clocks and calendars, and we name the slices as though we own them, and they can never change -- "11:00 AM, November 11, 1918," for example -- when in fact they are as likely to break into pieces or go scampering off as dollops of mercury. Might not it be possible, then, that the Second World War was a cause of the first one? Otherwise, the first remains inexplicable nonsense of the most gruesome kind. Or try this: Is it possible that seemingly incredible geniuses like Bach and Shakespeare and Einstein were not in fact superhuman, but simply plagiarists, copying great stuff from the future?

Þessi bók virkar frekar undarlega á mig. Annarsvegar finnst mér gaman að lesa þennan kunnuglega prósa, skoðanir hans og pælingar um stjórnmál og ástand Jarðarinnar eru lausar við málalengingar og kjaftæði, og ég er sammála mörgu því sem hann segir. Þetta er geininilega gaurinn sem skrifaði Mother Night og Slaughterhouse-Five. Á hinn bóginn er það greinilegt að hann skrifaði þessar bækur fyrir fjörutíu árum síðan. Margt af því sem kemur fram í þessari bók hefur hann skrifað betur áður, og það er erfitt að horfa uppá hann flétta saman við það nýjum viðbótum sem hefðu betur farið í ruslið.

Þessi tilvitnun er ágætis dæmi um það. Að líkja tímanum saman við spægipylsu og kvikasilfur er púra Vonnegut, og gaman að því jafnvel þótt hann hafi sett fram svipaða sýn áður, í lengra máli, í Sláturhúsinu. Annað stríð olli fyrra stríði? ..ókei, en var það seinna ekki alveg jafn óútskýranleg vitleysa, sérstaklega ef við getum ekki bent á fyrra stríð sem orsök? Og poppkúltúr og vísindi sem koma frá framtíðinni er margþvæld tugga sem bætir nákvæmlega engu við það sem á undan fer.

Vonnegut hefur áður sagt að hann hafi reynt að ná til fólks áður en það varð að hershöfðingjum, þingmönnum og stjórnarformönnum, og þannig gert sitt besta til að hafa áhrif á framgang mannkyns. Það er þá kannske ekki skrýtið að hann hafi reynt að blanda sér í umræðuna árið 2004, stuttu eftir að Bandaríkjamenn réðust inní Írak, með því að tína saman slatta af drasli sem hann hafði sent frá sér áður. Ef það hreyfði við einhverjum sem hafði ekki lesið karlinn áður þá er það náttúrulega besta mál. Ef það fékk fólk til að lesa eldri skrif þá er það ennþá betra. En það er ósköp lítið í henni fyrir eldri lesendur, annað en til að sýna manni að karlinn sagði það sem hann hafði að segja fyrir margt löngu síðan, og að gamla dótið verði bara að duga.

Sem er í sjálfu sér ekki svo slæmt.

...

The Tudors sýnist mér eiga að vera blanda af Rome og The Sopranos. Annarsvegar er þetta búningadrama um ráðastéttir fyrri alda annarstaðar en í Bandaríkjunum (HBO er hinsvegar að vinna að þáttum um ráðastéttir fyrri alda innan BNA, nánar tiltekið um John Adams, forseta númer tvö á staðnum), og hinsvegar er einn stafur í nafni þáttarins búinn til úr vopni. Þarna er það T úr sverði, en ekki r úr skammbyssu. Glápti á fyrsta þáttinn í gær og þetta virkar ókei, en vonandi á þetta eftir að batna.

Úr nógu er að taka, þarsem aðalpersónan er Hinrik áttundi, konungur Englands, Írlands o.s.frv. frá 1509-47. Óbein tenging við fyrra gláp: sagnfræðinemarnir í The History Boys voru skikkaðir til að skrifa inntökuprófs-ritgerðir um það þegar Hinrik áttundi skar á tengslin milli ensku kirkjunnar og páfans í Róm, og leysti upp eignir rómversk-kaþólsku klaustrana á staðnum. En ég efast reyndar um að það sé nógu sexí fyrir Showtime, auk þess sem Hinrik er þá orðinn gamall maður, en hérna er hann ungur foli. Margt svipað og Augustus Sesar og hans fylgdarlið undir lokin á Rome..

24-paródían hjá South Park þessa vikuna hitti beint í mark. Lost var líka fínn.

...

Rakst á blókið hans Eddie Campbells í tenglunum hans Marvins í gær. Karlinn er nokkuð ötull. Eins og ég hef gaman af öllu því sem Campbell hefur gert, þá hlýtur From Hell samt sem áður að vera uppáhaldið, og þessvegna er sérstaklega gaman að sjá hann bera saman síður úr bókinni og handritið hans Moores:

PANEL 2.
NOW WE RETURN TO A VERY TOIGHT CLOSE-UP OF POLLY'S FACE AS IT FILLS THE ENTIRE PANEL. HER EYES HAVE OPENED WIDE IN SUDDEN SURPRISE, FILLED WITH A LOOK OF PUZZLED DISMAY, THE PUPILS CONTRACTED TO PIN-PRICKS. POLLY'S MOUTH IS A TINY "O" OF SURPRISE AS SHE STARES OUT OF THE PANEL AT US. WE CAN'T SEE GULL'S FINGERS AS THEY DIG IN LIKE IRON BARS UPON POLLY'S ARTERIES, BUT WE CAN SEE HIS THUMBS, WHICH ARE HERE PRESSING IN HARD UPON POLLY'S CHEEKS, SQUASHING THE FLESH UP IN SMALL FOLDS WITH THE PRESSURE. HER SMALL FACE IS HELD BRUTALLY IMMOBILE BETWEEN THE THUMBS WHILE THE FINGERS, FURTHER DOWN AND OFF PANEL HERE, CLOSE OFF THE BLOOD SUPPLY TO THE BRAIN. AS THE FACT OF DEATH OPENS IN HER MIND LIKE A WHITE FLOWER, POLLY CAN ONLY SUMMON AN EXPRESSION OF DISAPPOINTED INCOMPREHENSION WITH WHICH TO GREET ETERNITY.
No dialogue

Það er oft sagt að það skrifi enginn handrit einsog Alan Moore, en maður verður bara að lesa þau til að sjá hvað fólk er að tala um.

Mér finnst þetta æði. Ég gæti tekið til dæmi um allan fjandann úr öllum þessum færslum hans, en ég læt þessa duga til viðbótar. Það er þessi hér. Á einhverjum tímapunkti hafði Moore lagt fyrir að Gull og Netley færu leiðar sinnar um Tower Bridge, hvar sem hún nú er. Campbell, sem hafði sjálfur lagst í umtalsverða rannsóknarvinnu sín megin á hnettinum, sendi Moore þessa mynd um hæl:



Gott og vel. Nokkrum köflum síðar skal greyið hann Druitt labba heim til sín úr partíi, og þarf að fara yfir ána:



PANEL 7.
NOW, IN THIS FINAL WIDE PANEL, WE HAVE A SHOT OF DRUITT WALKING HOME, SOUTH ACROSS ONE OF THE BRIDGES. I’M NOT GOING TO SPECIFY WHICH ONE INCASE YOU GET ALL SMART ON ME AGAIN AND DIG UP REFERENCE TO PROVE THAT IT WAS BEING PAINTED AND VARNISHED THAT PARTICULAR NIGHT OR SOMETHING. IT CAN BE ANY BLOODY BRIDGE YOU WANT. WE ARE DOWN AROUND THE LEVEL OF WATER, LOOKING UP TOWARDS THE BRIDGE AS DRUITT’S LONELY FIGURE WALKS ACROSS IT, ALL ALONE. HE GAZES DOWN MOURNFULLY INTO THE WATER, LITTLE DREAMING HE’LL BE BENEATH IT BEFORE THE YEAR IS OUT.
No Dialogue

Þetter náttúrulega frábært stöff. Og svo situr það bara og safnar ryki einhverstaðar í Ástralíu. Campbell fær helling af prikum fyrir að setja allavega búta úr því á netið.

-b.

29 mars 2007

The Adventures of Dr. McNinja

Klikkí klikk

YouTu brölt

Það er aragrúi af myndböndum á YouTube úr fyrirlestraröðum sem Kevin Smith hefur haldið. Megnið er svona frekar ómerkilegt, í mesta lagi ókei, en þessi klippa hérna fannst mér helvíti góð.



Bara langur brandari þarsem þessi ruglaði pródúsent er gikkurinn. Sagan af því Smith var fenginn til að skrifa handritið að Superman Lives, sem ekkert varð úr.. sem betur fer, því handritið er hræðilegt.

Og svo er hér sæmileg heimildamynd um myndasöguhetjur í gegnum tíðina, frá þriðja áratugnum til 2003.



Hún er í 14 hlutum, 0 - 13. Fátt sem kemur á óvart, en einstaka góðir punktar og þróunin í geiranum sett fram á einfaldan hátt.

Þeir byrja að vinna á planinu hérna við hliðina klukkan fimm á morgnana.

-b.

28 mars 2007

Ég náði

41% í þessu prófi. Um bandarískar bókmenntir sem ,,boomer"-kynslóðin hefur/hafði í hávegum. Flaskaði á nokkrum frekar einföldum samt. Blótaði tölvuskjánum. Bestið mig einhver! Og bannað að svindla, því ég gerði það ekki.

Heyrðu svo er tími eftir rúma sex tíma.

-b.

27 mars 2007

BSG sprengir sjónvörp (ekkert skemm) og bókasafnsráp

Það eru ansi skiptar skoðanir á netinu um síðasta Battlestar-þátt. Mér fannst hann æði. Að skeyta textanum inní venjulegt talmál virkaði skringilega, en svo redduðu þeir því og svo hlóðu þeir meiru oná og héldu bara áfram. Meira meira meira! Og spilum smá rokkmússík á meðan þeir fara af stað og svo eru þessir þetta og þessi þarna líka og allt að vera brjálað. Brilljant.

Rome var samt við sig og lokaði með stæl. Mig langar að renna í gegnum alla þættina aftur, sem fyrst. Allra síðasta senan var reyndar dálítið undarleg. Vinstri, hægri, endir? Og svo tekur I, Claudius við eftir nokkur ár, þarsem nýjar svikular konur koma í stað gömlu svikulu kvennanna.

Rome kemur ekki aftur. BSG kemur aftur í febrúar. Þeir ætla að sýna einhvern millibilsþátt í haust, sem tekur ekki upp þráðinn frá því í fyrradag heldur gerist á Pegasusi einhverntíman í fortíðinni. Ef ég skil þetta rétt. The Sopranos og Entourage snúa aftur eftir talsvert hlé til að klára sjöttu og þriðju þáttaraðir, og mikið vona ég að þeir geri eitthvað af viti í seinni hálfleik.

...

Ég aulaðist loks til að skoða bókasafnið í skólanum almennilega. Þeir eru með helling af spennandi dóti, en ekki skil ég hvernig þeir raða því. Bókmenntafræðum og -rannsóknum er skipt eftir landsvæðum og þaðan eftir höfundum sem fjallað er um. Og stundum eru skáldsögur o.þ.h. eftir téða höfunda í sömu hillu, stundum ekki. Nokkrar bækur um Vonnegut í 'Bandaríkin' - 'V'; við hliðina á þeim danskar þýðingar á Timequake og Wampeters, Foma and Granfalloons; og ensk útgáfa á A Man Without A Country. Restin af bókunum hans er undir 'V' í 'Engelsk litteratur', hinumegin í safninu. Við hliðina á þeim fann ég bókmenntafræðiritgerð um Slaughterhouse 5.

Og hvað um bókmenntafræði sem fjallar ekki um ákveðinn höfund eða ákveðið málsvæði? Það má veröld vita.

Kíkti á Íslandshilluna þeirra. Komplet Arnaldur Indriða og Einar Kárason.

-b.

26 mars 2007

Hallur og Bláskeggur

Ég hitti frændfólk Halls í Bilku hérna um daginn. Það var svona nett óþægilegt því ég hef hitt þau nokkrum sinnum en veit varla hvað þau heita, hvað þá annað. En það er alltaf seif að spjalla um þann sem allir þekkja svo ég minntist á sýninguna hans Halls. Þau spurðu hvort ég hefði fengið að sjá myndirnar og ég hváði við. Ég bjóst við því að karlinn hefði sent mér myndir ef þær væru til. Sendi honum skorinorð skilaboð og hann tölvupóstaði myndum til mín um hæl.

Hérna er ein:



Þarna eru tveir höfðingjar að ræða eitthvað rosalega merkilegt. Í baksýn er eitt af verkunum hans Halls, en ég tók eftir því á annarri mynd að það er svipaður appelsínugulur geisli í nokkrum öðrum verkum. Minnti mig sterklega á Bluebeard eftir Kurt Vonnegut:



Bókina samt, ekki kápuna. Hún fjallar um listmálara sem fer í taugarnar á fólki með því að mála abstrakt myndir af appelsínugulum geislum. Samlíkingin endar samt þar, og nær reyndar varla hálfa leið því ef ég man rétt þá málaði maðurinn bókstalega ekkert annað en appelsínugula geisla. Áður hafði hann verið í sérstakri listamannahersveit í seinna stríði.. Helvíti fín bók. Allir ættu að lesa Vonnegut.

Leitt að ég skyldi ekki geta mætt Hallur, en þetta lítur glæsilega út hjá þér!

Nú er annars gleðidagur og sorgardagur, bæði í senn. Síðasti þátturinn í 3. seríu af Battlestar Galactica og allrasíðasti þátturinn í Rome eru komnir í tækið. Kíkjum á þetta..

-b.

25 mars 2007

Þrjár kvikmyndir og aflýstir tónleikar

Ég þoli ekki stjörnugjafir þegar þær eru látnar standa einar saman, því þær segja þér ekki neitt annað en hversu margar stjörnur viðkomandi kvikmynd fékk frá viðkomandi gagnrýnanda. Þær þýða það sem þær eru, en það sem þær eru merkir ekki neitt. Á hinn bóginn vil ég vita sem allra minnst um kvikmyndir áður en ég sé þær, þannig að ég reyni að stýra sjálfum mér framhjá öllu sem viðkemur plotti og persónum. Þegar maður ætlar svo sjálfur að tjá sig um kvikmyndir (eða aðra menningu), þá getur maður ósköp lítið gert við þessi viðmið.

300 segir af stæltum gaurum sem fara í stríð. Og nú er heppilegt að ég skuli yfirleitt ekki vilja spilla sögu og þvíumlíku fyrir fólki, því það er engin frekari saga í gangi: gaurarnir fara í stríð, punktur. Þetta er í raun og veru mynd sem sýnir manni hversu mikið einfaldasta söguflétta getur gert fyrir bíómynd. Ég skemmti mér konunglega yfir henni framan af, en svo var komið langt í seinni helminginn þegar ég sá að það var andskotann ekkert að gerast.

Margir flottir rammar samt. Hún er falleg áferðar, það vantar ekki. Og svei mér þá ef þeir klipptu ekki helminginn af ,,we march" klifuninni út, sem ég man að fór endalaust í taugarnar á mér þegar ég las bókina.

The History Boys segir af nokkrum sagnfræðinemum og kennurunum þeirra, sem allir eru mismikið samkynhneigðir. En í rauninni er verið að sýna hvað gerist þegar sagnfræðinemar læra að elska póstmódernismann. Þetta er mynd sem er gerð uppúr leikriti (með sömu leikurum og voru á sviðsuppfærslunni) og er bara þónokkuð skemmtileg. Sirkabát andstæðan við 300.

Bobby er næstum því hrikaleg. Hún svona sleppur. Estevez leikstýrir (þokkalega vel) og skrifar (hræðilega illa). Hugmyndin er helvíti þétt: að fylgjast með liðinu sem særðist í skotárásinni á Robert Kennedy, frá því það kemur á hótelið og þartil það liggur í blóði sínu í eldhúsinu. En allar þessar sögur eru svo mikill sykur að það hálfa væri nóg. Og nú ætla ég að skemma söguna fyrir hverjum sem vill:
  • Söngkonan lætur einsog tík alla myndina, en það er í lagi því hún játar að lokum fyrir hárgreiðsludömunni að hún sé alki.
  • Strákarnir droppa sýru og sinna ekki skyldum sínum fyrir kosningamiðstöðina, en það er í lagi því löggan nær dópsalanum í lokin.
  • Hótelstjórinn heldur framhjá konunni sinni, en það er í lagi því hann dömpar framhjáhaldinu áður en konan kemst að því.
  • Mexíkóinn kemst ekki með pabba sínum á hafnaboltaleikinn, en það er í lagi því hann gefur miðana sína (selur þá ekki) og fær að vita að hann sé ,,ungur konungur." (Þessvegna er það hann sem fær að halda undir hausinn á Kennedy þegar hann liggur deyjandi á eldhúsgólfinu.)
  • Yfirmaður Mexíkóans er rasisti, en það er í lagi því hann hefur líka gaman af hafnabolta.
  • Parið unga giftir sig svo að gaurinn verði sendur eitthvað annað en til Víetnam þegar hann verður kvaddur í herinn (og svo þau fái peninga frá ríkinu), en það er í lagi því þau verða ástfangin nokkrum mínútum fyrir giftinguna.
  • Og svarti kosningabaráttutappinn er reiður ungur maður, en það er í lagi því hann vantar bara konu til að róa sig niður.


Og allir virðast halda að Kennedy sé kristur endurfæddur.

Everything Is Illuminated er skemmtileg bók. Langtum betri en seinni bókin hans. Ég var svo viss um að ég ætti myndina á disk hérna einhverstaðar en það virðist ekki vera.. en ef ég man rétt þá þynnti hún söguna umtalsvert.

Og ég átti að fara á tónleika í kvöld, helvítis. Arcade Fire í KB Hallen. En svo fær söngvarinn víst ennisholubólgu og getur ekki stunið upp versi. Lélegt maður ha. Engin músík fyrir mig.

-b.

23 mars 2007

Munúðarfullur hestur?

xkcd og Arcade Fire



Sniðug rammauppsetning. Ég man ekki eftir að hafa séð þetta áður. Fyndnar strípur líka.. nördahúmor en samt ekki svo hardkor að maður sé útá þekju. Hver kveikir ekki á þessu tildæmis:



Ýmir minnti mig á það í fjórða skiptið núna áðan að við erum að fara á tónleika á sunnudaginn. Arcade Fire í KB Hallen. Ég hef ekki ennþá hlustað á plötu númer tvö. Funeral er æði, sem þýðir að næsta plata kemur varla til með að standast samanburðinn. Sjá einnig: Bloc Party, Franz Ferdinand, The Strokes, The Killers, Metric og Interpol. Hlakka samt til að sjá þá læf.

-b.

Írónía n. (kvk. et.)



Ókei. Ég sótti um vinnu við prófarkalestur og stafsetti orðið vitlaust. Prófarkarlestur. Líf mitt er fimmaurabrandari.

Það er ekki einusinni svo gott að þetta hafi verið innsláttarvilla, ég ákvað að hafa bara eina örk í þessu orði. Veit ekki hversvegna. Dísús. Fékk samt ekki flatt nei.. afhverju ætli það sé.

Sagan er semsagt sú að ég sendi umsókn á blaðið, í frekar óformlegum tölvupósti, fyrir rúmri viku síðan. Í morgun fékk ég svo svar, þar sem ég var beðinn um að líta yfir bréfið sem ég sendi, og lagfæra villurnar í textanum. Mér fannst það frekar kalt. En þó rökrétt. Lagaði draslið til og sendi aftur, hugsaði með mér að ef ég gæti ekki einusinni klárað það þá ætti ég ekkert í starfið hvorteðer. Núna áðan fékk ég svar við því þarsem gaurinn segir mér að hann komi til með að hafa samband við mig þegar sumardagskráin er komin á hreint, og að hann hafi aðallega verið að fiska eftir orðinu ,,prófarkalestur." Sem ég stafsetti vitlaust í fyrra bréfinu og hnaut ekki um í því seinna.

Jæja. Maður finnur eitthvað að gera.

En það gerðist meira í morgun. Það voru sex ósvaraðar hringingar skráðar á símann, sms og tölvupóstur, allt frá mömmu. Ég hringdi undireins og spurði hvað væri í gangi eiginlega. Þá hafði hún rekist á eitthvað tilboð á flugi hérna milli Danmerkur og Íslands um páskana og vildi ná sætunum - að því gefnu að ég væri geim. Jú segi ég, ef þú býður þá kem ég. Það gekk svo mikið á að ég hélt að einhver hefði dáið, sagði ég og hló. Heyrðu, þá dó vinkona hennar í bílslysinu sem var í fréttunum. Hrikalegt.

En ég verð semsé á landinu í þar-þarnæstu viku. Látið vita ef ykkur vantar eitthvað frá Köben.

-b.

20 mars 2007

Er til fyndnari frasi en ,,Bob's your uncle"?

Nei maður, ertu kreisí. Hérna fáðu þér kex og hættu þessu kjaftæði.

19 mars 2007

Því hann er gæðadrengur

Auðvitað gleymdi ég að óska Halli til hamingju með vel heppnaða opnun á myndlistarsýningu núna á laugardaginn. Skál Hallur!

Hversu kaldhæðið er það að ég hef verið að koðna niður í skammdegisþunglyndi í vetur, og svo þegar sólin kemur þá stingur hún mig í augun og mér líður ekki einsog manni fyrren gengin niður? 6 til 8 á skalanum einn til tíu.

Og hún Katrín spilar Phil Collins, ,,Against All Odds," og msn-ið hennar segir dúlírúp í hvert skipti sem eitthvað gerist. Mér líður einsog ég sé veikur en ég veit ekki hvort það er nokkuð að marka það því mér líður alltaf einsog ég sé veikur uppá síðkastið.

Dúlírúp.

Klassík [(2000)]



Hann Ívar útskrifaðist í dag, eða var allavega með útskriftarveislu í Óðinsvéum. Ég komst ekki, illu heilli. En til hamingju með daginn Ívar!

Og til hamingju með daginn Egill! Hann á afmæli í dag. Eða í gær.

Annars er ekkert að ske. Spánverjar berja mig í Civ. Ze kláraði árið sitt í gær. This Movie is Not Yet Rated byrjar vel. Vinstri grænir standa í vegi fyrir því að fólk geti keypt bús í Hagkaupum. En er ég að skilja þetta rétt: Málið er tekið af dagskrá afþví menn nenna ekki að tala um það? Idjotar.

Ég ætla samt að mæla með viðtalinu við Fraction. Þrátt fyrir allt. Hann hefur undarlegan talanda..

-b.

18 mars 2007

Tilviljun sem er alveg örugglega ekki tilviljun

Söguhetjan okkar í Life on Mars heitir Sam, alveg einsog söguhetjan í Quantum Leap. Sá heitir Samuel Beckett, einsog leikskáldið. Beckett og James Joyce voru góðir vinir, drukku stundum kaffi saman. Joyce skrifaði m.a. Portait of the Artist as a Young Man, en í tveimur þáttanna í fyrstu seríu af Life on Mars hittir Sam fimm ára útgáfuna af sjálfum sér.



Félagi hans heitir Gene Hunt, eða ,,leitin að genunum", sem felur í sér grundvallarspurningu í afbrotafræðinni, hvort það sé eitthvað meðfætt, eða í genunum, sem gerir það að verkum að fólk brýtur lögin. Löngunin til þess að brjóta mannlegt atferli til mergjar og komast að sannleikanum um sjálfan sig og aðra, sem er einmitt það sem Sam okkar reynir að gera, þarsem hann er fastur í huga sínum á árinu 1973 en liggur líka í dásvefni heima á árinu 2003.



Helsta kvenpersónan heitir Liz White, en spítalarúmið sem Sam liggur í er klætt hvítu laki. Fornafnið er auðsjáanlega tilvitnun í Elísabetu Englandsdrottningu. Sam vill komast heim en hann þarf að þola hárið og tóbaksreykingarnar í Manchester fortíðarinnar og klára eitthvað ákveðið djobb áður en hann fær að fara aftur tilbaka. Tilmælin til Sams eru semsagt þau að ,,leggjast aftur (á spítalabedda) og hugsa um England," en það er viðeigandi að þau komi fram í þessari kvenpersónu, þeirri einu sem hann hefur treyst fyrir sannleikanum.



Ein af götunum sem Sam gengur niður í þriðja þætti heitir.. nei ókei. Ég hafði þessa tvo Sam-a, hitt veit ég ekki hvaðan kom. Maður ætti samt aldrei að afskrifa nöfn á persónum, það eru alveg jafn miklar líkur á því að þau þýði eitthvað einsog að þær hafi verið skírðar útí loftið.

Ég var að byrja á annarri þáttaröð. Þetta eru skemmtilegir þættir oftastnær, en það er smá galli í tímaflakks-lógíkinni sýnist mér. Sam virðist geta haft áhrif á gang mála, en á hinn bóginn getur hann sagt fyrir um hegðun fólks útfrá því sem hann man að gerðist án hans hjálpar. En það er bara hókus pókus.. hverjum er ekki sama.

Tim and Eric, Awesome Show! Great Job! er hand-hand-haaandónýtt dót. Alveg snar. Mjög mistækt, en þegar það virkar þá er það líka að virka. Sketsinn þarsem Tim breytir sér í kött er alveg með því betra.

Hér er smá:



Og ,,Brule's Rules" eru æði:





-b.

17 mars 2007

Trúleysingjar stunda illsku



Hver einasta lína er gull. En það er eitthvað svo sérlega ógeðfellt við það þegar heimskir kanar vitna í peningableðlana sína sem sönnun fyrir guðs ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Kapítallinn skal útkljá það einsog allt annað. Annars er nokkuð fróðlegt að lesa um það hvernig þessi frasi komst á gjaldeyrinn til að byrja með. ,,In God We Trust" er núverandi mottó Bandaríkjanna, en því var komið til leiðar með þingsályktun árið 1956 - fram að því var það ,,E Pluribus Unum". En hver nennir að lesa latínu nútildags?

Án þess að maður vilji gera of mikið úr þessu hringli með einhverja helvítis frasa hægri vinstri.

-g.

16 mars 2007

Dundur

Ég er að hlusta á viðtal við Matt Fraction og hef ekkert að gera á meðan. Sjá hér bánk sem ég greip frá Má á mæspeis. Hann er soldið duglegur við að pósta svoleiðis, en ég nenni því aldrei..

_____

Taktu fyrsta stafinn í nafninu þínu, og svaraðu eftirfarandi spurningum með orðum sem byrja á sama staf. Svörin verða að vera ekta: alvöru fólk, hlutir, staðir o.s.frv. Ekki skálda. Ef þér dettur ekkert í hug, slepptu því þá. Reyndu að svara á aðra vegu en gaurinn/gellan á undan þér, ef nöfnin ykkar byrja á sama staf. Þú mátt ekki nota nafnið þitt til að svara spurningunni um nafn fyrir unga stúlku / ungan dreng.

Þú heitir: Björn

Frægur tónlistarmaður / hljómsveit: Beck

3ggja stafa orð: Bál

Götunafn: Borups Allé

Litur: Beisj

Gjöf (?): Brúðkaupsnammisekkur

Farartæki: BMX

Sjónvarpsþáttur: Battlestar Galactica

Land: Belgía

Nafn á ungan dreng: Breki

Nafn á unga stúlku: Berglind

Áfengi: Brennivín

Starfsheiti: Bókmenntafræðingur (ha ha)

Blóm: Brönugras

Selebb: Bogi Ágústsson

Matarkyns: Balroggur

Eitthvað sem finna má í eldhúsi: Beittur hnífur

Góð ástæða fyrir því að vera seinn: Blóð í lyftunni

Drasl sem þú hendir í ruslið: Bæklingar

Eitthvað sem þú kallar fullum hálsi: BYSSAN!

_____

Þetta er nú með þeim slappari sem ég hef séð. Og Fraction hefur ekki sagt mikið af viti síðan ég byrjaði. Sei sei. En ég gerði það, svo það stendur.

Civ er haaandónýtur. Ég get ekki spilað einn einusinni: hann takmarkar leikinn alltaf við tíu umferðir! Og ég sé aldrei neitt af því sem á að liggja oná landinu.. Þúveist.. skóga og beljur og akra og gull. Algert rusl. Og þorp! Það er bara hipsum haps hvort maður lendir á þorpum eður ei. Ég færi gaur á auðan reit og einhverjir ósýnilegir þorpsbúar gefa mér fjörutíu gull.

-b.

15 mars 2007

,,The End is Nigh"

Azureus stirðnaði upp, hóstaði blóði og lagðist í rúmið til að deyja. Ég veit ekki hvað fór svona í hann. En ég prófaði uTorrent aftur og hann virkar í bili. Civ IV hrundi líka í gær þegar múltípleier-leikurinn var að komast á skrið.. Ég ætla að vona að þetta sé ekki að ganga.



Nú hafa allir heyrt um þessa mynd, Rorschach er falinn í 300-treiler á youtube. Hér er hún. Alls ekki slæmt.

Hér er viðtal við Snyder, þarsem hann staðfestir m.a. að Watchmen sé næst á dagskrá. Hann vill meina að 'stranglega bannaðar' myndasögu-kvikmyndir séu eitthvað sem hann fann upp, en það er nú varla.. V for Vendetta, The Punisher, Ghost World, Road to Perdition, Constantine, Blade.. Og svo mætti lengi telja. Sjá hér lista yfir myndasögu-kvikmyndaaðlaganir. Hinsvegar stefnir í að 300 komi til með að skila miklu meiri pening í kassann en þessar myndir (hún er þegar búin að toppa Sin City og átti tvöfalt stærri opnunarhelgi), og það er kannske ágætt að Fólkið Sem Á Peningana sjái að það er hægt að græða á myndasögunum án þess að gelda þær.

..Þá er ég ekki að segja að The Punisher hafi verið neitt gull bara vegna þess að hún var bönnuð innan sextán, eða að ég hefði frekar nennt að sitja yfir Daredevil hefði hún verið það. En ef að fólk með metnað fær aðeins frjásari hendur þá sakar það varla.

Svo er hreint ekkert víst að það sé nokkuð vit í 300. Og ég verð hreint út sagt gáttaður ef Watchmen-kvikmynd verður eitthvað annað en tóm þvæla. En ég er til í að láta koma mér á óvart.

Hérna er reyndar annað viðtal þarsem hann segir að sögusviðið verði hvorki fært til 2007 né framkallað á bláskjá (eða grænskjá?). Prik fyrir það.

-b.

14 mars 2007

Hver man ekki eftir...

...Robocop vs. The Terminator!



?

Fjandmennirnir tóku í sig nokkrar byssukúlur og féllu síðan saman í blóðgusum. Þeir voru einsog vatnsblöðrur nema bara risastórar og fylltar með blóði, ekki vatni. Mann-blóð-blöðrur. Við spiluðum hann á Sega-tölvunni hans Óskars bróður.

-b.

Ratatat eru líka smúð

Ég var að sækja um vinnu. Held ég.

Muniði þegar maður gat fengið ís í svona pappír.. hann var bara innpakkaður, einsog smjörlíki, maður gat vafið utanaf honum og skorið í sneiðar. Það var æði. Ég man það voru jarðaber í jarðaberjaísnum. Og svo fékk ég mér kókómalt og ristabrauð með osti. Skólataskan mín angaði af gúrkusamlokum.

Ég á eiginlega ekkert að lesa hérna lengur, nema bókarómynd að nafni The Good Life. Hún er eftir Jay McInerney og fjallar á einhvern hátt um ellefta september tvöþúsundogeitt. Ég dauðsé eftir því að hafa keypt hana, en ég er bara ekki vanur því að bækur séu svona leiðinlegar. Maður er svo góðu vanur. Mér leiddist í gegnum fyrstu þrjár síðurnar og eftir tíu fleygði ég henni frá mér. Bókstaflega! Ég sat í þvottahúsinu og henti henni í gólfið. ,,Farðu þarna helvítis" sagði ég.

Það er eitthvað annað en Flaubert's Parrot og Nafn rósarinnar, sem eru báðar æði. En þær eru búnar núna.

Skattframtalið mitt er næstum því klárt. Ég hef óskað eftir samantekt á greiddri húsaleigu frá stúdentagörðunum.. pappírsmöppurnar mínar eru uppá háalofti lengst í burtu sjáiði til. Þegar það er komið þá er ég nokkuð góður. Ég held ég hafi aldrei verið með svona háar tekjur á einu ári áður. Ég tók sannarlega ekki eftir því.. mér fannst ég aldrei eiga pening.

Ég fór í hambó til Ýmis og Kristínar í gær. Prófaði að setja sýrðan rjóma og tómatsósu á borgarann minn, þarsem það var ekki til kokteill. Nokkuð ljúft skal ég segja ykkur! Smúð.

Og ég braut lyklakippuna mína. Það þurfti reyndar lítið til þarsem hún hafði verið að eyðast upp í kringum hringinn smátt og smátt. Mér þótti það mjög leitt.. Ég veit ekki hvað ég hef átt hana lengi, en hún var gjöf frá Grænlandi. Svona lítið skurðgoð úr beini. Átti að vernda húsið mitt. Vonandi finn ég eitthvað annað brátt svo lælígheðan mín fuðri ekki upp.

-b.

13 mars 2007

,,Kylle kylle"

Ég heyrði í Óskari bróður í dag. Hann var helvíti kátur, 23. ára í fyrsta sinn í dag. Hann er farinn að vinna á nýju Essó stöðinni, sem var verið að reisa við BSÍ.. þetta þýðir að við þrír elstu höfum allir verið í Essódjobbi með tiltölulega stuttu millibili.

Síðan beit ég í tómat þarsem ég sat við tölvuna og það sprautaðist safi úr honum yfir lyklaborðið mitt.

Kalt, það.

Life on Mars eru skemmtilegir. Ég er rúmlega hálfnaður með I, Claudius, en þetta eru um 11 klukkustundir í heildina. Svo var ég að sækja The Host (eða Gwoemul), eftir að hafa séð mælt með henni á netinu.

Ég var ennþá vakandi klukkan sex í morgun. Ákvað að lesa aðeins í bók áður en ég færi að sofa. Síðustu hundrað blaðsíðurnar í Nafni rósarinnar eru helvíti spennandi, og ég festist. Ákvað að ég skyldi bara vaka til að mæta í tíma og fara svo snemma að sofa. Kláraði bókina og vissi þá ekki hvern djöfulinn ég ætti af mér að gera. Sofnaði eitthvað rétt eftir átta.

Svefnvenjur mínar '06-'07 eftir Björn Unnar Valsson verður gerð fáanleg á bensínstöðvum um land allt í byrjun sumars. Munið skafkortið.

-b.

11 mars 2007

Ég er Lesbók

Í sambandi við smekklausa pönnið mitt þá vil ég benda á að Lesbókin birti núna síðast minningargrein um karlinn með yfirskriftinni ,,Baudrillard allur - þar sem hann er séður." Sem mér finnst alveg jafn smekklaust en ekki eins sniðugt.

Því ég er svo sniðugur, það er það sem ég geri hérna allan daginn.

Undir yfirskriftinni ,,Ístöðulausir kjósendur" skrifar Gunnar Hersveinn:
Tómas Guðmundsson skáld beitti oft þverstæðum í skáldskap sínum til að varpa óvæntu ljosi á hluti. Setning sem kennd er við hann er eitthvað á þessa leið: ,,Ístöðuleysi er mín sterkasta hlið." Fullyrðingin er hugarhögg því gert er ráð fyrir að ístöðuleysi sé óumdeildur ókostur. Það er m.ö.o. talinn galli að geta ekki verið stöðugur í skoðunum sínum, málflutningi og afstöðu. Ístöðuleysi beinlínis merkir að vera laus í rásinni, hvikull, veiklyndur og jafnvel huglaus. Hinn ístöðulausi er í vafa og hikar andspænis vali.
Stjórnmálaflokkar nú um mundir keppast við að finna leiðir til að höfða til ístöðulausra kjósenda – óákveðnir kallast þeir. Óákveðnir, sem eru a.m.k. þriðjungur kjósenda, eru stundum skjallaðir með fullyrðingum um að þeir séu mikilvægir og dýrmætir kjósendur. En hvernig skapast þetta ístöðuleysi?

Mín spurning er ,,hvaðan kemur þessi helvítis vissa?"

Því hvenær hættir hættir fólk að fylgja manni með 'réttar' skoðanir og hvenær byrjar maðurinn að mynda sér 'réttar' skoðanir svo fólkið fylgi? (Og þá erum við að gefa okkur að skoðanir skipti yfirhöfuð máli, sem þarf alls ekki að vera. Samkvæmt nýjum könnunum sem hafa verið í fréttum og ég nenni ekki að leita að í augnablikinu, kemur fram að andlitsfall frambjóðanda hefur jafn mikil áhrif og hvað annað á hugsanlega kjósendur.) Kannske er það málið að ég velkist í vafa um sirkabát allt, og vantreysti fólki sem þykist visst í sinni sök. Hvernig dirfist þú að hafa myndað þér skoðun þegar þetta og þetta og þetta mælir gegn þér? Á hinn bóginn er það rétt sem Gunnar segir, að tilfinningin fyrir þessu ístöðuleysi sé almennt sú að þar sé fundinn veikleiki. Stjórnmálamenn standa fastir á sínum skoðunum, ergó þeir eru traustir sem jörðin og skulu leiða landið. Og svo framvegis.

En það sama á við um frelsaða, AA-liða, sölumenn, talnafræðinga.. Fólk sem veit hvað er í gangi og eyðir tíma sínum í að sannfæra aðra. Og mér finnst ég hafa rausað um þetta milljón sinnum áður. Hvern er ég að reyna að sannfæra?

Blarg. Það er sunnudagur og ég ætla niður að setja í vél. Klukkan er hálfsjö, dagurinn nýbyrjaður hjá sumum okkar. Sokkar í poka. Hér nota allir bláa fimmtíu lítra IKEA poka undir tauið.

-b.

Ekkert meira 24

Ég var að klára tólfta þátt í sjöttu þáttaröð af Tuttugu og fjórum. Það gerir fimm og hálfa þáttaröð á sirka sex vikum. (Geri aðrir betur?)

Það er í fimmta þætti þessarar þáttaraðar þarsem Jack býst til að pynta bróður sinn. ,,Segðu mér það sem ég vil vita eða ég meiði þig," segir hann. Bróðirinn svarar ,,þú ert eiginlega að meiða mig núna." Eftir því sem ég hef tekið eftir þá er þetta eini vísirinn að brandara sem hefur komið fram í þessum þáttum. Maður getur jú hlegið að endalausu tekknóbabblinu í þeim (server ráter söbnet rílei bandviþ) og því hvernig í ósköpunum Jack getur klárað sig í sturtu, rakstri og klippingu á rúmum níu mínútum.. en það er ekkert til sem heitir ekta brandari.

Þetta er pottþétt meðvituð ákvörðun. Húmor slær á spennu, og það síðasta sem þeir vilja gera er að slá á spennuna - þeir hafa nóg fyrir því að halda henni gangandi þessa fimm mánuði sem það tekur að klára sólarhringinn. En hlýtur maður samt ekki að þurfa að hlæja að einhverju?

Enda fannst mér bróðirinn skemmtilegur karakter, þósvo hann væri endalaust, endalaust illur. Ég er ekki frá því að kommentið ,,family.. pfft!" hafi verið brandari númer tvö hjá honum. Nokkuð gott.

Partíið niðrá sjöttu hæð er ennþá í gangi. Ég heyri bassadrunurnar hingað. Tími til að halla sér held ég.

10 mars 2007

,,NÚNA!"

Mér drepleiðist.

Ef það væri fimmtudagur eða sunnudagur væri ég rólegur. En á föstudegi laugardegi leiðist mér. Kveiki á græjunum í fyrsta skipti í tvær vikur svo ég heyri eitthvað annað en pikkið í sjálfum mér. Búinn að vera að lesa helling af dóti, einstaka góðir punktar en ekkert sem ég nenni að skrifa upp.

Las í lest áðan. Stundum er líka ágætt þegar það er korter í næstu lest, og maður getur setið í skýlinu og lesið. Fór niðrá Sólbakka og sótti töskuna mína, sem ég gleymdi eftir pókerkvöld þarna fyrir tæpum mánuði síðan. Á jarðhæðinni, við hliðina á þvottahúsunum, var barnaafmæli í gangi. Stafli af puttapítsum, kökur og kóla. Mömmur með barnavagna að tala íslensku við krakkana sína, og dönsku við nágranna.

Þegar ég kom heim var búið að loka Bilku. Nó milk túdei. Hélt ég að það væri opið þarna í allt kvöld eða.

Nú er ég byrjaður á 6. seríu af 24 og get getið mér til um framhaldið. Í 20. þætti, eftir nokkrar vikur, komumst við að því að konan hans Jacks er enn á lífi og að hún var allan tímann múslimskur njósnari úr öfgahóp sem ber ábyrgð á öllu því illa sem hefur komið fyrir Jack nokkurntíman, allstaðar alltaf. Og dóttir hans líka, hún var inní þessu með henni. Þær stinga hann í bakið, bókstaflega. Jack deyr (í þriðja eða fjórða skiptið frá því að þátturinn byrjaði) og vaknar í himnaríki.

Hann sér gamla manninn við Gullna Hliðið og segir honum að opna fyrir sér NÚNA! því ef hann nær ekki sambandi við æðri máttarvöld NÚNA! þá komi svona og svona mörg hundruð þúsund bandaríkjamanna til með að deyja NÚNA!. Sankti-Pétur flettir í bókinni sinni og finnur engan Bauer. Jack segir honum að ,,víkka leitarsviðið" og ,,keyra nafnaskránna samhliða DDAR-, PSTOS- og NAR gagnabönkunum," fletta upp hinum og þessum bílnúmerum og rekja símtöl sem eiga sér kannske stað í næstu viku NÚNA!. Pési skilur ekki hvað Jack á við, þannig að Jack pyntar hann bara með stingsög og hálsbindi þartil gamli gefur upp kóðann að hliðinu.

Guð Jesú Almáttugur (GJA) er ekki á því að hleypa Jack niður aftur, sérstaklega þarsem mæðgurnar eru enn að stinga hann í bakið þarsem hann liggur í storknandi blóði sínu (á milli þess sem þær lesa í Kóraninum og biðja í átt til Mekka og snúa hvolpa úr hálsliðnum), svo mjög að sullandi líkið er svo gott sem dottið í sundur. Jack segir GJA að treysta sér og ,,gerðu það," og GJA fellst á rök hans. Það tekur meðalmann sirka 20 sekúndur að lesa þessa efnisgrein, en á skjánum gerist samtalið á 9 sekúndum.

Niðri á jörðinni útskýra mæðgurnar að þær hafi í raun og veru aldrei verið svikarar, en þurftu að sýnast vera það til að lokka út alvöru svikarana: Mömmu Jacks og systur hans og Amnesty International einsog það leggur sig. Jack pyntar þau öll þartil þau játa á sig illverkin, pyntar konuna sína svo hún fallist á að hjálpa honum á lappir, pyntar dóttur sína svo hún reimi skóna á hann, setur svo upp RayBan sólgleraugun sín (sem hann var með í brjóstvasanum allan tímann) og gengur útí sólsetrið.

(Í næsta þætti þar á eftir áttar hann sig á því að sólin er ógnarafl sem kemur úr austri og svíður bandaríska grund. Hann pyntar hana annaðhvort eða hótar að drepa tunglið þartil Sunna fellst á að hypja sig aftur til síns heima.)

Sko hvað mér leiðist mikið.

-b.

09 mars 2007

Warehouse er dótið

300


If 300, the new battle epic based on the graphic novel by Frank Miller and Lynn Varley, had been made in Germany in the mid-1930s, it would be studied today alongside The Eternal Jew as a textbook example of how race-baiting fantasy and nationalist myth can serve as an incitement to total war. Since it's a product of the post-ideological, post-Xbox 21st century, 300 will instead be talked about as a technical achievement, the next blip on the increasingly blurry line between movies and video games.

Directed by Zack Snyder, whose first feature film was the 2004 makeover of the horror classic Dawn of the Dead, 300 digitally re-creates the Battle of Thermopylae in 480 B.C., where, according to classical history and legend, the Spartan king Leonidas led a force of only 300 men against a Persian enemy numbering in the hundreds of thousands. The comic fanboys who make up 300's primary audience demographic aren't likely to get hung up on the movie's historical content, much less any parallels with present-day politics. But what's maddening about 300 (besides the paralyzing monotony of watching chiseled white guys make shish kebabs from swarthy Persians for 116 indistinguishable minutes) is that no one involved—not Miller, not Snyder, not one of the army of screenwriters, art directors, and tech wizards who mounted this empty, gorgeous spectacle—seems to have noticed that we're in the middle of an actual war. With actual Persians (or at least denizens of that vast swath of land once occupied by the Persian empire).

Líklega er eitthvað til í því að helsti markhópur þessarar myndar séu ungir karlar sem lesa myndasögur og spila tölvuleiki, en er það endilega ástæðan fyrir því að hún leyfir sér þennan hvíta hroka? Mig minnir að Apocalypto hafi fengið svipaða gagnrýni úr einstaka áttum, þótt þar hafi brúnu villimennirnir ekki verið Persar heldur Mayar. Og þar þurfti enga post-hugmyndafræðilega tölvuleikjafíkla til að bjarga miðasölunni.

Það er annars dálítið síðan ég las 300. Ég man að hún er gullfallegur gripur. Og ég leyfi mér að efast um að Miller hafi þar verið að skrifa sína útgáfu af The Eternal Jew. Einsog í Sin City bókunum hans er verið að sýna stælta harðjaxla sem berja á ljótum, veiklulegum og/eða vansköpuðum þorpurum. Munurinn er að hér klæðast þeir ilskóm og.. jú og þorpararnir eru brúnir villimenn. Eflaust eitthvað til í þessu hjá slate-aranum. Ekki besta tímasetningin hvað aðlögun varðar.

En ég kem til með að sjá þessa mynd.

-b.

N: hér er ég fastur





Búinn með alla hina dálkana. Djöfull skal ég klára þetta fyrir rest.. En þetta sprengjuhopp gæti ært óstöðugan.

-b.

08 mars 2007

Svaka sport

Ég er að lesa Flaubert's Parrot akkúrat núna, og hef mjög gaman af. Brot:
I'm not sure what I believe about the past. I just want to know if fat people were fatter then. And were mad people madder? There was a lunatic called Mirabeau in the Rouen asylum who was popular with doctors and medical students at the Hôtel-Dieu because of a particular talent: in exchange for a cup of coffee he would copulate on the dissecting table with a female corpse. (Does the cup of coffee make him more, or less, mad?) One day, however, Mirabeau was to prove a coward: Flaubert reports that he funked his task when faced with a woman who had been guillotined. No doubt they offered him two cups of coffee, extra sugar, and a slug of congnac? (And does this prove him saner, or madder, this need for a face, however dead?)

07 mars 2007

The Onion um Dane Cook

LOS ANGELES—Building upon his previous Burger King–related work, comedian Dane Cook announced plans Monday to tape an hour-long HBO stand-up special devoted entirely to the Texas Double Whopper, the latest menu offering from the fast-food giant.

...

"I'll ease the audience in by calling [the Texas Double Whopper] a 'sangwich,' and Burger King the 'BK Lounge,' but then I'll hit them with both barrels and call it the 'BK Lounge sangwich,'" Cook said. "You can expect me to pace some, then squat, then probably growl like I'm hungry, and say 'Huuuungry!' And to really hit it home, I'll climb up on the stool, howl, kick the stool over, and dive to the ground and do the worm. It looks totally spontaneous, but it's all carefully choreographed, and that's the beauty of it."

"I mean, the fucking thing has jalapeños on it, bro," Cook added. "Jalapeños."

Last month, Cook tested the new material in small comedy clubs across the country, trying out different inflections and pitches on newly created Cook-isms for soft-drink dispensers as well as gauging audience response to iterations of the word "dude."

"Stand-up comedy is an art form—it's not just writing and telling jokes," Cook said. "It requires your whole body and soul to gesticulate wildly and yell the same things about sesame seeds and mustard over and over at the audience in different voices until they laugh."

Þetta er fyndið afþví það er satt. Ekki bókstaflega, en samt ó svo satt.

-b.

Smekklaust, eða bara lélegt pönn?

Baudrillard er ekki dáinn:
Franski heimspekingurinn og félagsfræðingurinn Jean Baudrillard er látinn, 77 ára að aldri. Baudrillard lést á heimili sínu í París eftir langvarandi veikindi. Baudrillard var þekktastur fyrir hugmyndir sínar um ofurraunveruleika en hann var talinn einn af fremstu hugsuðum póst-módernismans og þekktur fyrir ýmis ögrandi ummæli um heimsmálin.

Baudrillard sagði nútímann einkennast af óljósum mörkum raunveruleika og blekkingar. Birtingarmyndir hans í fjölmiðlum, auglýsingum og öðrum miðlum yrðu raunverulegri en hann sjálfur og þar af ofurraunverulegar. Baudrillard sagði hlutina ekki gerast nema maður sæi þá gerast. BBC segir frá þessu.

Ég er reyndar ekki sjúr á þessari niðursuðu, en það er allavega gott hjá þeim að taka fram að BBC hafi sagt frá.. Maður gæti annars spurt sig hvort fréttaritari hafi verið á staðnum í eigin persónu. Þótt það hefði e.t.v. ekki breytt neinu um raunveruleika atburðarins, nema fyrir hann sjálfan.

-b.

05 mars 2007

Nei annars

Allt sem fólk skrifar vekur hjá mér ógleði þessa stundina. Þar er ég sjálfur meðtalinn. Ég er ósammála öllu en sé ekki tilganginn í að mótmæla. Illt í höfðinu og hálsinum, úti er komið haust.



Krakkar henda steinum í löggur og löggur handtaka krakka. Það er þrennt sem mér dettur í hug: Lögreglan er náðarsamlega betur skipulögð en múgurinn - Handtökurimman við gula múrinn var skólabókardæmi um herkænsku og samstillingu. Það ættu að vera læf sjónvarpsútsendingar frá öllum svona uppákomum, einfaldlega til þess að tryggja að yfirvaldið hagi sér jafn skikkanlega og það gerði þarna um daginn. Og hver sá sem heldur að önnur þessarra fylkinga sé í hundrað prósent rétti er hálfviti.

-b.

Ég tel kindur

Ég skil ekki hversvegna ég get ekki bara farið að sofa. Ég hef nákvæmlega ekkert að gera, en tilhugsunin um svefn fær mig til að skrifa um hluti sem ég skil ekki.

Afhverju talar fólk annars um hluti sem það skilur ekki? Eða, öllu heldur, hversvegna talar fólk um það að það skilji ekki ákveðna hluti? ,,Ég skil ekki xyz." Og hvað með það?

Á hinn bóginn má segja að þetta sama fólk haldi samtölum gangandi, á meðan ég leyfi þeim að hrasa á skallann, sprikla, blæða út og deyja í rigningunni.

,,A fanatic is someone who can't change his mind and won't change the subject." Kvótað eftir minni. En eru hugsjónir eitthvað annað en skoðanir? Hugsjón versus skoðun. Segir það mér eitthvað? Mér finnst fólk sem hefur hugsjónir athyglisvert, á sama máta og manni gæti fundist raðmorðingjar athyglisverðir. En ég get ekki einusinni slegið í það með mjöðminni: það að koma hlutum í verk er ekki endilega slæmt, sama hversu zen maður reynir að fíla sig.

Og þarf ég að mótmæla sjálfum mér í lok hverrar efnisgreinar? Munum kenninguna um vegasaltið og tvær tilbúnar hliðar hvers máls. Ef ég færi mig aðeins til vinstri eru góðar líkur á því að heilum annarra þyki skemmtilegra að færa sig til hægri. Ekki til að jafna út hallann heldur til að mótmæla. Ekki þegar við erum að tala um neitt sem skiptir máli, samt.

Þetta er 1980. Ég nálgast fæðingarárið mitt. Endurómar 101 Reykjavík, bergmál úr innbundnum blaðsíðum. DA-dara DA-dara DA-dara. Tölum saman einsog við séum bara til á prenti.

Vitleysingar hafa verið hljóðir síðan í febrúar. Enginn minnist á bjórafmælið þetta árið. Er það slæmt? Fjögur og hálft ár er kreisí. Og hvar eru allir eiginlega?

Ég hélt óafvitandi uppá bjórdaginn með því að smakka allskonar bjór. Ég á eftir að borga fyrir hann því ég átti engan pening. Síðan fékk ég pening og fór þá að drekka með norskum sálfræðistúdentum hérna einhverstaðar fyrir norðan. Ég hefði betur sleppt því.

It's a nice day for a fight wedding

Ég á mandarínur, en ekkert hrökkbrauð.

Á morgun ætla ég að kaupa bók. Eða bækur.

Ennþá furðulegra því þegar ég loksins læt undan og halla mér á koddann finnst mér þægilegt að sofna. En ég vil ekki taka lokaákvörðun um málið, ég þarf að bíða þangaðtil ég læt undan og lognast útaf.

Og þetta er allt eitthvað sem mér finnst ég vera að endurtaka. 1980. Tuttugu í viðbót. Ég er rúmlega 24 ára gamall. Í gamla daga væri ég líklegast dauður. Það var Flash Gordon og hún kom út sama ár og ég. Það er álitamál hvort okkar hefur elst betur.

Djöfulinn geri ég í sumar?

(Fyrir utan það að fara á Hróarskeldu. Þangað langar mig. Koma ekki allir með?)

-b.

04 mars 2007

,,None of our secrets are physical"

Hipster #1 with thick-framed glasses: Yeah, he could do the robot [does crappy robot dance].
Hipster #2: You are so lame.
Hipster #1: No, it's funny.
Hipster #2: It's not realistic.
Hipster #1: It's supposed to be how a robot would dance. What's not realistic about it?
Hipster #2: Yeah, so a robot programmed well enough to have a dance function would do what you just did...
Hipster #1: Probably.
Hipster #2: If they were to program a robot human enough to have a dance function it would have to be incredibly advanced and I don't think an incredibly advanced life-like robot would be programed with such stiff moves. They would almost certainly give him at least slightly groovier moves.
Hipster #1: I think you're thinking of a super advanced robot. I mean, we're just talking about, like, a robot that appears in the next decade.

--Hipster dance bar

Ég skil samt hvað hann er að fara.

Tommy eldaði kvöldmat núna áðan. Við erum að tala um að ég borðaði kvöldmat rétt að verða hálffimm. Sem er kreisí án takmarka. Eða annmarka. Það var samt helvíti gott.. Ein og hálf pylsa, sletta af pottrétti, laukur og sveppir, haugur af heimalagaðri kartöflumús og smásteik. Með bernes.

Ég er að klára 4. þáttaröð af 24. Jack er dulítill McGyver í sér þegar kemur að pyntingum.

Hei sunnudagur.

-b.

Sussuduss

James Joyce skrifaði nokkur sóðaleg bréf:
My love for you allows me to pray to the spirit of eternal beauty and tenderness mirrored in your eyes or fling you down under me on that softy belly of yours and fuck you up behind, like a hog riding a sow, glorying in the very stink and sweat that rises from your arse, glorying in the open shape of your upturned dress and white girlish drawers and in the confusion of your flushed cheeks and tangled hair. It allows me to burst into tears of pity and love at some slight word, to tremble with love for you at the sounding of some chord or cadence of music or to lie heads and tails with you feeling your fingers fondling and tickling my ballocks or stuck up in me behind and your hot lips sucking off my cock while my head is wedged in between your fat thighs, my hands clutching the round cushions of your bum and my tongue licking ravenously up your rank red cunt. I have taught you almost to swoon at the hearing of my voice singing or murmuring to your soul the passion and sorrow and mystery of life and at the same time have taught you to make filthy signs to me with your lips and tongue, to provoke me by obscene touches and noises, and even to do in my presence the most shameful and filthy act of the body. You remember the day you pulled up your clothes and let me lie under you looking up at you while you did it? Then you were ashamed even to meet my eyes.

You are mine, darling, mine! I love you. All I have written above is only a moment or two of brutal madness. The last drop of seed has hardly been squirted up your cunt before it is over and my true love for you, the love of my verses, the love of my eyes for your strange luring eyes, comes blowing over my soul like a wind of spices. My prick is still hot and stiff and quivering from the last brutal drive it has given you when a faint hymn is heard rising in tender pitiful worship of you from the dim cloisters of my heart.

Nora, my faithful darling, my seet-eyed blackguard schoolgirl, be my whore, my mistress, as much as you like (my little frigging mistress! My little fucking whore!) you are always my beautiful wild flower of the hedges, my dark-blue rain-drenched flower.

02 mars 2007

Einbarnið Karamazov finnst mér góð hugmynd

Two leading publishers have hit on the idea of boiling down classic novels for modern audiences who are too busy/stupid to read the real thing. Orion was first off the blocks with its Compact Classics, which will appear in May - Anna Karenina, Vanity Fair, Moby-Dick, The Mill on the Floss, David Copperfield and Wives and Daughters, all reduced to not more than 400 pages for "less confident readers". Soon after come Bleak House, North and South, Middlemarch, Jane Eyre, The Count of Monte Cristo and The Portrait of a Lady, similarly straitjacketed.

Without falling into the trap of condemning all abridgement - it happens on radio without a squeak of protest - at least half these titles should not be on the list. The fact that Moby-Dick is a digressive, unboildownable whale of a book is the whole point; The Portrait of a Lady, Vanity Fair and Middlemarch are straightforward reads - page turners, even for less confident readers, though in the case of Middlemarch there are admittedly a lot of pages to turn. The rambling David Copperfield is ripe for cutting, but Bleak House, in which Dickens was consciously widening his scope as an artist, is not. A great novel is more than its plot; it is an ecosystem, a world. Tamper at your peril.

Meanwhile, HarperCollins is reducing War and Peace from almost 1,500 pages to 900. It says it will give us less war. Perhaps it has hit on the answer. Why not The Only Child Karamazov, Le Misérable, A Tale of Two Medium-Sized Towns, Limited Expectations and A Couple of Days in the Country? That should do the trick.

01 mars 2007

Sjáið hvar ég sit

Ég var að klára að ryksuga herbergið mitt þegar Bea sagði mér að það væri enginn poki í vélinni. Mér datt einhvernvegin ekki í hug að tékka á því áður en ég byrjaði. Svona lagað á bara að vera í lagi. Ég hreinsaði úr innviðunum og stakk henni aftur inní skáp, kom að tölvunni aftur og hún var þakin ryki. Þannig að í staðinn fyrir að ryksuga var ég í raun að þyrla gólfinu yfir skrifborðið og rúmið mitt.

Var ég búinn að minnast á það að ég væri kominn með skrifborð? Tommy fékk eitthvað nýtt sett frá vini sínum, og lét mig hafa gamla dótið. Ég var allavega ekki búinn að sýna mynd af því:



..Tópasinn er þarna afþví ég hef ekki fundið betri stað fyrir hann síðan ég kom með hann heim um daginn. Og ég er með handklæði á gólfinu svo hjólin á stólnum rispi ekki gólfið. Ég gæti eflaust keypt mér mottu en ég hef ekki rekist á neina ennþá.

Craig Clevenger bendir á poddkast þarsem hann les fyrstu tvo kaflana úr Dermaphoria. Þetta er ekki maður sem ég myndi vilja hlusta á til lengdar.. en bókin gæti samt sem áður verið fín. Stendur ennþá til að tékka á henni.

-b.

Generation Kill heitir það víst

David Simon og Ed Burns ætla að dýfa sér í Íraksstríðið. Frábært. Það er spurning hvort þetta skarist á við síðustu þáttaröðina af The Wire eða komi í kjölfar hennar.. En það er allavega gott að vita að þeir séu með eitthvað spennandi í burðarliðnum.

Ég á ellefu lotur eftir í n. Af hundrað.

Formattaði tölvuna hennar Ásu í dag. Það er alltaf jafn góð tilfinning að ræsa næstum tóma tölvu og byrja uppá nýtt. Einsog að stíga í nýfallinn snjó eða hlaða keðjum og barmmerkjum utaná brjóstmylking. Mig hálflangar orðið að strauja mína..

-b.