28 mars 2009

Á blaðið skaltu skrifa

Þetta twitter dæmi er náttúrulega bara rúnk.

Hugsaði ég, áður en ég skrifaði það niður. Og ég skrifaði það hérna afþví að ég var að skrifa eitthvað temmilega niðrandi um twitter, og vildi ekki gera það þar. Afhverju? Ja.

Það hefði verið annaðhvort ofsalega sniðugt eða bara lélegt. Líklega bæði í einu.

En þetta er málið í hnotskurn: Hugmyndin er aldrei nema þrjátíu til fimmtíu prósent.. Ég byrja ekki að hugsa í alvöru fyrren ég byrja að skrifa. Hvað þýðir þetta sem ég var að skrifa, get ég sagt það betur, get ég útskýrt það betur, tapast eitthvað ef ég útskýri það betur, líklega já, en ég get leitt útfrá því, í þessa og þessa átt. Helst bæði.

Á hinn bóginn: Þessi þrjátíu til fimmtíu prósent eru e.t.v. góðu prósentin. Hitt uppfylling fyrir sjálfan mig.

En það er ekki satt heldur. Ég veit það af eigin raun.

Öll þessi skrif eru náttúrulega bara rúnk. Maður er bara sneggri að ljúka því af með twitter, hvort sem það er til góðs eða ills.

...

Ég tek eftir því að stafsetningarfasistinn í firefox strikar ekki undir twitter, en strikar undir firefox. Undarlegt.

Það er ekki það að mér finnist ég hafa minna og minna að segja, heldur það að ég segi minna og minna. Þetta er ekki frá a til b og svo enter.

Ég gleymdi Cryptonomicon á safninu og bölva því.

Kvef og vesen. Lýsi, sterímar, einn brjóssiggur eftir og ab-mjólk. Te með hunangi í. Vatn. Rúm.

...

Við Davíð kíktum í spil til Egils og Önnu í gærkvöld. Spiluðum eitthvað þýskt galdrakallaspil sem var eiginlega bara kani með nokkrum aukaspilum. Nokkuð gott. Væri í raun hægt að búa það til með spilastokk og átta spilum í viðbót.

...

Er Stjórnmála-Davíð búinn að skemma línuna 'tíminn líður hratt á gervihnattaöld' eða hefur hún nú öðlast aukið vægi? Skiptir það máli fyrir skoðun þína hvort þú ert til hægri eða vinstri í stjórnmálum? Skiptir það nokkurntíman ekki máli?

Hvötin til að setja eitthvað niður á þessa auðu síðu, það er annað. Skrif verða til þess að búa til skrif.

A-ha, þessir nýju þættir, Castle, eru Californication í New York og það er morðingi í spilinu.

Mig langar að tala við einhvern um Battlestar sem kláraðist um daginn en það er enginn búinn að horfa á hann..

Ég hélt að Lost væri að klárast í vor en það er ein heil þáttaröð eftir. Þegar ég uppgötvaði það varð ég bæði leiður ( :( ) og hamingjusamur ( :) ) um leið.

Leggur ekkert inn / tekur bara út.

Ég las fyrstu Southland Tales forsögu-myndasöguna um daginn, hún var allt í lagi. Góð á köflum. Nei í rauninni bara góð, hún var stutt. En hefði allsekki virkað ein og sér, enda var það ekki ætlunin. Alltannar tónn en í myndinni samt. Merkilegt stykki, þessi mynd.

...

Ég sótti myndir úr framköllun um daginn, þær eru allar frá London. Nema tvær af flugvellinum. Stór hluti af þeim er við að sitja á bar og drekka bjór. Sem gefur raunsanna mynd af veru okkar í London.

Ég ætlaði austur í dag en ég er efins með þetta kvef. Var samt búinn að lofa.

Var ég búinn að segja ykkur hvað ég keypti í London?

Myndasögur: American Flagg, v.1; The Amazing Remarkable Monsieur Leotard (með límmiða á saursíðunni sem er áritaður af Campbell); Watchmench; og Watching the Watchmen -- sem er ekki myndasaga en ansi góður klumpur af allskonar efni frá Dave Gibbons um tilurð myndasögunnar.

DVD: Spaced, komplet pakki; Garth Marenghi's Darkplace; báðar Nolan Batman myndirnar; og svo Friends handa Nönnu. Maður á að gefa gjafir þegar maður kemur heim, þetta lærir maður af illri reynslu.

Og svo bara lestarmiðar, fæða, nasl og bjór. Jú og snassí hattur.

Ég á eftir að skrifa ferðasögu, ætli ég nenni því þegar ég er búinn að horfa á Lost, sjáum til.

-b.

23 mars 2009

Four guys, one Sidcup: lokið.

Jæja ég er kominn heim. Og er svona að skríða saman. Aðalverkið í vinnunni í dag verður held ég að fara í gegnum allan tölvupóstinn sem safnaðist upp í ,,fríinu", sem var faktískt ekki meira en tveir dagar plús normal helgi. Ósköp.

Fyrir hollvini liðhlaupsins og aðra kasúal lesendur þá er bjórin á myndinni hérna fyrir neðan í alvöru grænn, þetta er ekki einhverskonar ljósbrotsskynvilla. Og veitingastaðurinn við hliðina á Dominos heitir Sophie's Choice, og er í Sidcup. Hugsanlega furðulegasta nafn á veitingastað sem ég hef nokkurntíman séð.

Ég hugsa að ég setji saman ferðasögu á næstunni, ég er ekki alveg búinn að raða sjálfum mér saman aftur ennþá. En það hefst.

-b.

18 mars 2009

Smukke unge Punisher

Ég hef ekki lesið bókina, en hvort er kjánalegra.
1) Að á Punisher: Girls in White Dresses bókinni sé blurb frá Garth Ennis sem hljómar svo: ,,That's the Punisher all right. That's how it's done." Eða
2) Að ég taki eiginlega meira mark á því en öðru sem þeir hefðu hugsanlega getað prentað á þessa bölvuðu bók.

Ahemm. Ég þarf alltíeinu að gera slatta af dóti í dag?

-b.

16 mars 2009

You're my number one guy



Ég fattaði ekki að þessi lína væri tilvitnun í Batman hans Burtons fyrren ég sá gaurinn syngja hana í Jóker-búningi. Þetta þurfti til. Annars er það varla nema von, línan stendur ein og sér bæði í laginu og í myndinni.. það er einmitt það sem er svo flott við þá senu: Nicholson er einn með sínum helsta aðstoðarmanni, og apar þessa línu eftir Palance, sem sagði hana við Nicholson þegar þeir voru tveir einir. Þannig að enginn fattar brandarann nema Nicholson, ekki einusinni þessi eini gaur sem fær að sjá eftirhermuna. Jókerinn hans Nicholsons fær alveg nokkur prik fyrir þetta, hann er með furðulegan húmor og hefur líklega mest gaman af honum sjálfur.



Svo er lagið líka gott. Þetta eru flottir strákar.

-b.

15 mars 2009

Af gefnu tilefni:

Eru startkaplar hættulegir?

Spurt: Í handbók með bílnum mínum eru leiðbeiningar um notkun startkapla við gangsetningu. Þar er sagt að tengja skuli kaplana í ákveðinni röð; fyrst á milli plúspóla geymana og síðast mínuskapalinn í stellið á bílnum með tóma geyminn en ekki í mínuspólinn á rafgeyminum sjálfum. Ég hef verið að spyrja ýmsa mér fróðari menn hvers vegna ekki sé sama í hvaða röð startkaplar séu tengdir en hef ekki fengið nein "skynsamleg" svör - því spyr ég þig.

Svar: Þegar rafgeymir afhleðst myndast vetni; litlaust, lyktarlaust gas sem myndar sprengihættu. Því skyldi alltaf gera ráð fyrir hættu af sprengingu nálægt rafgeymi sem hefur tæmst, t.d. yfir nótt. Hlaupi neisti nálægt tómum rafgeymi getur orðið af sprenging. Sama gildir um reykingar. Sprenging getur tætt rafgeymi sundur og af hlotist alvarleg slys, ekki síst ef brennisteinsýra slettist á fólk en hún getur m.a. valdið alvarlegum augnskaða. Sprengihætta er einnig til staðar sé geymissýran frosin í tæmdum rafgeymi. Reglurnar um tengingu startkapla í ákveðinni röð eru því mikilvægar. Með þeim er reynt að tryggja að viðkomandi sé sem fjærst rafgeymi, þegar tveir rafgeymar tengjast endanlega, en þannig minnkar hætta á að neisti geti valdið sprengingu. Fólk ætti því að kynna sér upplýsingar í handbók bíls.

Af vefsíðu Leós.

Hvað er maður að gera semsagt?

Á fimmtudaginn fór ég í ræktina og setti svo fötin mín í þvott. Þau eru þar ennþá held ég.. Ég var eitthvað annað að gera um kvöldið, fór svo beint austur eftir vinnu daginn eftir. Gleymdi þeim í gær þangaðtil ég var kominn í vinnuna og var svo í heimsókn þangaðtil ég sofnaði. Ég er ekki enn búinn að fara heim í dag. Þessar vinnuhelgar.

Það hefur annaðhvort verið á miðvikudaginn eða fimmtudaginn sem ég fór í bakinu, þessi andskotans mjóbaksverkur sem ég hef fengið endrum og eins. Þannig að ég var slæmur á fimmtudagskvöld, verri á föstudagsmorgun og alveg þangaðtil ég náði að smella því út. Taktíkin er þessi hér: Ég stend uppvið vegg og teygi mig niður til jarðar með beinar lappir, þegar ég er kominn með lófa í gólf eða þvínæst þá vagga ég frá hægri til vinstri þartil ég finn eitthvað gerast.

Ég hafði reynt það nokkrum sinnum en ekkert gerðist, svo hafði ég það milli tíu og ellefu á föstudagsmorgun. Gleðin var kannske ekki ólýsanleg, en afskaplega mikil. Ekki bara það að líða alltíeinu betur, heldur að vita það (án þess að vera viss, það er nú meinið) að nú líða ekki vikur eða mánuðir þarsem ég get ekki setið í stól eða beygt mig niður í gólf án þess að fá hníf í bakið.

Merkilegir þessir krónísku verkir, maður kann betur að meta það að líða ekki-illa, frekar en að leitast endilega eftir því að líða vel.

Eða kannske frekar: skilgreiningin á því að líða vel breytist aðeins. Ég er þakklátur fyrir að geta notað bakið yfirhöfuð.

En nóg um það.

Ég fékk frí síðustu tvo tímana í vinnunni á föstudaginn til að kíkja á málstofu á hugvísindaþinginu. Ég valdi málstofu um Njálu afþví ég fíla Njálu. Már Jónsson talaði um mismunandi orðalag í hinum ýmsu handritum Njálu, Helga Kress sagði bardaga og veislur í Njálu vera karnival. Og svo framvegis. Það var fullt útúr dyrum.

Svo sótti ég Hall og við keyrðum útúr bænum. Þegar við komum að Rauðavatni skall á með stórhríð, á Sandskeiðinu hægðum við niður í fjörutíu og sáum ekki svo mikið í kringum okkur. Þar var einn farinn útaf. Mér leist stundum ekki á blikuna því það voru 14 metrar og gleerhált, guðslifandi feginn að vera á nöglum, og ekki í fyrsta sinn í vetur.

Þannig að við rausuðum og spjölluðum og vorum rúman einn og hálfan tíma á leiðinni á Selfoss. Mér leist aldrei á bílinn fyrir framan okkur, hann var alltaf að læðast útaf veginum. Við tókum vídjó þegar við vorum að koma að Kögunarhól, ég hugsa ég setji það á Facebook einsog maður gerir. En já, við lötruðum loks inná Selfoss og yfir brúna og ég stoppaði fyrir bíl sem ætlaði að beygja en gaf ekki stefnuljós og svo beygði hann útaf og ég var að gefa í þegar jeppinn fyrir aftan klessti á bílinn minn.

Hlerinn aftaná er í rúst, annars allt í lagi. Ég á eftir að fá að vita hvað þetta kostar og hvernig það leysist. En hef litlar áhyggjur af því sosum.

Náði mynd af jeppanum samt. Hallur sagði að þetta væri Ford 350 held ég.

...

Ég fór á Selfoss til að halda upp á 25 ára afmæli Óskars bróður með honum og fjölskyldunni. En konan hans var að vinna til sjö svo hann komst ekki af stað fyrren tveimur tímum á eftir mér, þá var víst alveg blint. Hann þurfti að snúa við áður en hann komst á heiðina. Nema hvað, lærin voru í ofninum og sósan tilbúin og svona, við borðuðum afmælismatinn og gátum ekki annað.

Daginn eftir var heiðin auð, þetta hafði bara verið eitthvað spes fyrir föstudaginn þrettánda. Ég taldi fimm bíla útaf í Ölfusinu, einn í kömbunum, einn í Skíðaskálabrekkunni og loks einn á Sandskeiði.

Hallur gaf mér Watchmen-barmmerki sem ég er með núna, það er frá Þýskalandi.

Ég hlakka til útlandsins.

...

Ég er enn að lesa Cryptonomicon, er eiginlega í pásu núna því það var að koma myndasögusending á safnið. Las Secret Invasion og hét því aftur að hætta að vesenast í þessum ,,viðburðum" hjá könunum. Las Fables: War and Pieces, sem er víst ekki endir heldur miðbik eða bara einhverskonar klímax sem slúttar þó ekki sögunni. Fínt sem slíkt. Er að lesa Young Liars eftir David Stray Bullets Lapham.

(Ég var að enda við að skamma mann sem er helmingi eldri en ég fyrir að reyna að labba í burtu þegar hliðið vældi á hann. Tónninn í sjálfum mér kom mér á óvart. Fólk lætur stundum einsog smákrakkar.)

En já. Lapham. Þetta eru kunnuglegar slóðir fyrir kauða: Strákar sem eru lúserar og rosalega töff og ofbeldisfullar stelpur sem þeir eru skotnir í en hafa engan séns.

Og svo las ég slatta í The Extraordinary Works of Alan Moore sem er sýnist mér bara heillangt viðtal við karlinn. Alltí lagi.

Það er ekki bara blautt og súrt tau sem bíður eftir mér heima heldur líka næstsíðasti Battlestar þátturinn. Hann skal í strax eftir vinnu.

-b.

11 mars 2009

Gamall Kalvin



Eða kannske frekar Kalvin á rítalíni? Mér finnst þetta vel heppnað (annar ramminn er mjög passlegur) og aðeins of sorglegt.. Kalvin á ekki að hætta að tala við Hobbes.

Meira hérna.

Og þetta hér af því að ég veit ekki hvaðan það kemur og ég veit ekki hvað ég á að halda en.. já. Sko.



-b.

05 mars 2009

Enginn Stephenson í þetta skiptið

Nú kíki ég aftur í Alec bækurnar hans Campbells. Einhver óræð hugmynd um að skrifa lærða ritgerð.

Fór í laugar í gær og gerði útaf við lappirnar á mér, ætla aftur strax eftir vinnu. Við Davíð erum búnir að vera í þessu harki í sex mánuði.

Já talandi um hark. Er það alveg horfið eða hvað? Ég mætti alveg við því að græða tíkall eða svo.

-b.

03 mars 2009

Continue at own peril sirs

Mér finnst þetta dásamlegt. Ég ætla að henda þessu öllu hérna inn og ef þú vilt ekki lesa það þá er mér alveg sama.

Epiphyte Corp.'s business plan is about an inch thick, neither fat nor
skinny as these things go. The interior pages are slickly and groovily
desktop-published out of Avi's laptop. The covers are rugged hand-laid
paper of rice chaff, bamboo tailings, free-range hemp, and crystalline
glacial meltwater made by wizened artisans operating out of a
mist-shrouded temple hewn from living volcanic rock on some island known
only to aerobically gifted, Spandex-sheathed Left Coast travel bores.
An impressionistic map of the South China Sea has been dashed across
these covers by molecularly reconstructed Ming Dynasty calligraphers
using brushes of combed unicorn mane dipped into ink made by grinding
down charcoal slabs fashioned by blind stylite monks from hand-charred
fragments of the the True Cross.

The actual contents of the business plan hews to a logical structure
straight out of the Principia Mathematica. Lesser entrepreneurs
purchase business-plan-writing software: packages of boilerplate text
and spreadsheets, craftily linked together so that you need only go
through and fill in a few blanks. Avi and Beryl have written enough
business plans between the two of them that they can smash them out from
brute memory. Avi's business plans tend to go something like this:

MISSION: At [name of company], it is our conviction that [to do the
stuff we want to do] and to increase shareholder value are not merely
complementary activities -- they are inextricably linked.

PURPOSE: To increase shareholder value by [doing stuff].

EXTREMELY SERIOUS WARNING (printed out on a separate page, in red
letters on a yellow background): Unless you are as smart as Johann Karl
Friedrich Gauss, savvy as a half-blind Calcutta bootblack, tough as
General William Tecumseh Sherman, rich as the Queen of England,
emotionally resilient as a Red Sox fan, and as generally able to take
care of yourself as the average nuclear submarine commander, you should
never have been allowed near this document. Please dispose of it as you
would any piece of high-level radioactive waste and then arrange with a
qualified surgeon to amputate your arms at the elbows and gouge your
eyes from their sockets. This warning is necessary because once, a
hundred years ago, a little old lady in Kentucky put a hundred dollars
into a dry goods company that went belly-up and returned her only
ninety-nine dollars. Ever since, the government has been on our asses.
If you ignore this warning, read on at your peril -- you are dead
certain to lose everything you've got and live out your final decades
beating back waves of termites in a Mississippi Delta leper colony.

Still reading? Great. Now that we've scared off the lightweights,
let's get down to business.

EXECUTIVE SUMMARY: We will raise [some money], then [do some stuff] and
increase shareholder value. Want details? Read on.

INTRODUCTION: [This trend], which everyone knows about, and [that
trend], which is so incredibly arcane that you probably didn't know
about it until just now, and [this other trend over here] which might
seem, at first blush, to be completely unrelated, when all taken
together, lead us to the (proprietary, secret, heavily patented,
trademarked, and NDAed) insight that we could increase shareholder value
by [doing stuff]. We will need $ [a large number] and after [not too
long] we will be able to realize an increase in value to $ [an even
larger number], unless [hell freezes over in midsummer].

DETAILS:

Phase 1: After taking vows of celibacy and abstinence and foregoing all
of our material possessions for homespun robes, we (viz. appended
resumes) will move into a modest complex of scavenged refrigerator boxes
in the central Gobi Desert, where real estate is so cheap that we are
actually being paid to occupy it, thereby enhancing shareholder value
even before we have actually done anything. On a daily ration
consisting of a handful of uncooked rice and a ladleful of water, we
will [begin to do stuff].

Phase 2, 3, 4, . . . , n - 1: We will [do more stuff, steadily
enhancing shareholder value in the process] unless [the earth is struck
by an asteroid a thousand miles in diameter, in which case certain
assumptions will have to be readjusted; refer to Spreadsheets 397-413 ].

Phase n: Before the ink on our Nobel Prize certificates is dry, we will
confiscate the property of our competitors, including anyone foolish
enough to have invested in their pathetic companies. We will sell all
of these people into slavery. All proceeds will be redistributed among
our shareholders, who will hardly notice, since Spreadsheet 265
demonstrates that, by this time, the company will be larger than the
British Empire at its zenith.

SPREADSHEETS: [Pages and pages of numbers in tiny print, conveniently
summarized by graphs that all seem to be exponential curves screaming
heavenward, albeit with enough pseudo-random noise in them to lend
plausibility.]

RESUMES: Just recall the opening reel of "The Magnificent Seven", and
you won't have to bother with this part; you should crawl to us on hands
and knees, and beg us for the privilege of paying our salaries.

02 mars 2009

Vinnan í frostinu svo puttarnir kali ekki

Shaftoe didn't believe a word of it at first. He pegged it as some kind of British humor thing, some kind of practical joke/hazing ritual. In general he doesn't know what to make of the Brits because they appear (in his personal observation) to be the only other people on the face of the earth, besides Americans, who possess a sense of humor. He has heard rumors that some Eastern Europeans can do it, but he hasn't met any of them, and they don't have much to yuk it up about at the moment. In any case, he can never quite make out when these Brits are joking.

Any thought of that this was just a joke evaporated when he saw the quantity of armaments they were being issued. Shaftoe has found that, for an organization devoted to shooting and blowing up people on a large scale, the military is infuriatingly reticent about passing out weapons. And most of the weapons they do pass out are for shit. It is for this reason that Marines have long found it necessary to buy their own tommy guns from home: the Corps wants them to kill people, but they just won't give them the stuff they need!

But this Detachment 2702 thing is a whole different outfit. Even the grunts are carrying trench brooms! And if that didn't get their attention, the cyanide capsules sure did. And the lecture from Chattan on the correct way to blow your own head off ("you would be astonished at how many otherwise competent chaps botch this apparently simple procedure").


Nú sit ég vaktina niðri á fyrstu hæð vegna þess að Finnur er veikur. Við funduðum með BHM manni áðan sem þóttist viss um að næsta stig í hagræðingu innan borgarinnar væru uppsagnir meðal þeirra sem vinna við grunnþjónustu, sem kallast þó ekki lífsnauðsynleg. Það deyr víst enginn (líkamlega) þótt bókasafnið loki eða skerði þjónustuna um helming (guð forði oss og geymi oss).

Væri hægt að líkja eftir Björnsbjarna-módelinu sem tekið var upp á löggæslusviði, að fækka bókavörðum en gefa þeim sem eftir standa lífshættulegri amboð? Já og stórefla einhverskonar ríkisbókavarðasveit, sem eyddi tíma sínum í þrotlausar æfingar í Hvalfirði og mætti svo galvösk til leiks þegar erlendir gestir vildu túra bókasöfnin.

Ég skil ekki alveg hversvegna ég leyfi fyrrverandi dómsmálaráðherra að fara svona í taugarnar á mér, kannske hef ég á tilfinningunni að hann sé síst hættulegri einstaklingur nú þegar hann er kominn úr embætti -- og úr stjórnmálum yfirhöfuð ef það stenst.

...

Og ég á alveg eins von á því að manneskjurnar í kringum mig kjósi Sjálfstæðisflokkinn enn á ný. Líklega þarf fólk að vera komið endanlega og óafturkræft oní ræsið áður en það hættir að setja hag milljónamæringa fyrir sinn eiginn.

...

Ég kíkti austur fyrir fjall um helgina og heimsótti mömmu og ömmu. Ég heimsótti engan annan því allir voru uppteknir, eitthvað að huga að sinni fjölskyldu og sínu heimili. En ég sat í sófa og spjallaði við ömmu og sagði henni að það væri gaur hérna niðri á safni sem væri að vestan, frá Suðureyri. Hún spurði hvað hann héti og ég sagði að nafn hans væri Sveinbjörn Yngvi eitthvað. Gestsson, sagði hún. Þið eruð náskyldir.

Þá er hann sonur Gests Yngva, sem var bróðir Gísla eitthvað, sem er pabbi hennar mömmu. Þannig að þau mamma og Yngvi eru systkinabörn.

Ég sagði honum frá þessu í gær, honum þótti það skemmtilegt. Það eru víst ekki mikil tengsl í föðurættina á hans bæ, eitthvað svipað og hjá henni mömmu. Og mér, ef útí það er farið.

...

Óskaplega góður dagur í ræktinni í gær, tókum í rauninni gamla prógrammið og maður fann vel fyrir því, það munar að breyta svona aðeins til.

Svo hafði Þórunn eldað voða fínan fisk þegar heim var komið. Og svo taldi ég fram.

...

Eiki lögga er fluttur úr risinu og ungt par komið í staðinn. Þá erum við næstelstu íbúarnir í þessum stigagangi, þau í kjallaranum fluttu laust eftir áramót.

...

BSG og Lost eru góðir. Bara þrír þættir eftir af Battlestar og ég treysti því að þeir skilji vel við okkur. Það er eitthvað trend hjá þeim sem skrifa um þættina á netinu að taka Sopranos sem dæmi um léleg endalok og vona að BSG fari ekki þá leið. Líklega vegna þess að aðalpródúsentinn á BSG fór mörgum fögrum orðum um þau endalok. Ég gerði það reyndar líka. Ég veit samt ekki hvernig það myndi ganga upp í Battlestar-heimum, hugsanlega er það þessvegna sem ég er bókavörður en ekki þarna úti að skrifa gott sjónvarp.

Það væri ekkert minna en þrekvirki að klúðra endalokunum þegar allir þættirnir í seinni helming fjórðu þáttaraðar hafa verið frábærir.

Lost var pínu lengi að komast af stað en lokaspretturinn hófst með næstsíðasta þætti og sá síðasti var gott gott Lost. Dálítið sama sagan þar, það er erfitt að klúðra Locke-þætti.

Ég veit ekki hvort ég þarf nokkuð að segja eitthvað um Cryptonomicon. Helst það að sagan er nú að gerast á tveimur ímynduðum eyjum eða eyjaklösum.. Það versus það síðan að láta Anathem gerast á ímyndaðri plánetu. Leiðarspurningar:

Hvaða merkingu hefur það að bæta skálduðum landsvæðum með skáldaða sögu og tengsl við heiminn í kring inn í annars sögulega skáldsögu? Er hægt að leggja það að jöfnu við að búa til skáldaðar persónur og skeyta þeim inní sögulega atburðarás?

Skálduðu landsvæðin eiga sér fyrirmyndir í raunveruleikanum, en í Anathem verður fyrirmyndunin að umhugsunarefni í sjálfri sér, flæðið á milli mögulegra heima eða sögusviða. Ekki kominn svo langt í Crypto en plánetan Jörð virkar sem þrengri stakkur en alheimur alheima til að skoða flæði milli veruleika og veruleika og veruleika inní skáldskap.

...

?

...

Hádegi.

-b.