Eitt: Ég á enn eftir að horfa á
Deadwood.
Tvö: Ég náði í svo mikið af myndasögum á safninu um daginn að bakið urraði á mig þarsem ég hjólaði með það heim.
Þrjú: Auk myndasagnanna tók ég
Argóarflísina, sem ég hef haft gaman af í vinnunni, og klára væntanlega á morgun eða í kvöld. Hún lætur tímann líða hraðar og kemur heilanum á flug. Frábært!
Fjögur: Ég á ekki frí um verslunarmannahelgina. Helvítis ódámurinn hann Þorvaldur á frí. Ekki ég. Ég fæ samt frí á mánudeginum (jei!). Þessum rómaða nákvæma frídegi verslunarmanna, sem ég er víst þessa dagana. Verslunarmaður.
Fimm:
Þetta myndband með Grant Morrison er eitthvað speisað, en ég nenni ekki að horfa á það allt núna svo ég set það hingað og horfi á það seinna. Hæ internet.
Sex: Mig langar enn að tala um
Lost.
Sjö: Núðlur eru gott náttfæði.
Átta: UngesBoligService.dk hefur enn ekki svarað fyrirspurn minni, og með hverri mínútunni eykst á njúrósir mínar. Mínar nýju (eða níu) rósir. Rós efans. Rapparinn cum bókmenntafræðingurinn á skemmtilega grein um
Nafn rósarinnar í Mogganum í dag.. þó held ég að þessi framhjáhlaupslína hans um að þýðingum sé spýtt út með vinstri hendi (nú umorða ég eftir minni) gæti vakið úlfúð á meðal félagsmanna íslenskra þýðenda.
Níu: Mogginn fer í taugarnar á mér. Hann gerði það aldrei áður, en áður sat ég ekki nógu lengi með hann til að lesa leiðarann. Og staksteinarnir versna stöðugt. Þessir bölvuðu afturhaldsfrekjuhundar vaða uppi með þvílíkt kjaftæði að mig verkjar í brisið, og langar helst að flýja land. Einn staksteinadálkur talaði háðslega um þá hræðilegu þróun innan íslenskra dagblaða að birta leiðara sína undir nafni ritstjóra, og þarmeð ,,hefðu dagblöðin enga skoðun." Þessi lína var margendurtekin á því litla plássi sem annars er rifið undir þessi spýjuskrif. Þetta þykir mér einmitt það ógeðfelldasta við leiðarana, Reykjavíkurbréfin og staksteinana, að þótt maður geti gefið sér að þar fari ritstjóri offorsi gagnvart pólitískum og mannlegum betrungum sínum, þá birtist ekkert þessa undir nafni. Morgunblaðið hefur ekki skoðun, Morgunblaðið er pappír. Þú þarna sem skrifar á þennan pappír auglýsir þar þínar skoðanir, og þú getur bara aulast til að kvitta undir þær, auminginn þinn.
Tíu:
Powers er ennþá gott stöff, en mig vantar
: Forever.
Ellefu: Nú hefur birst tengill hingað af blóksíðu
Geoff Klocks, sem mér þykir bæði fallegt af honum og frekar undarlegt. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur lesenda þeirrar síðu lesi Íslensku (leiðréttið ef svo er).. en þetta er e.t.v. spurning um kurteisi og netsiðun. Þú tengir, ég tengi.. Allt gott og blessað með það. Hæ internet.
Tólf: Ég á ennþá eftir að horfa á
Equilibrium, líka.
Þrettán: Ég tók smá lit yfir helgina. Djöfull er ég töff.
-b.
Fimmtán: Það er eitthvað mjög hræðilegt við það að vera fastur í aflokuðu rými með þremur konum. Tvær eru allt í lagi og fjórar eru orðnar nógu margar til að teljast hópur, en þrjár konur ummyndast strax í einhverskonar skrímsli sem talar um konuhluti og hættir því aldrei. Maður er sannarlega ekki þriðja hjólið, en maður er ekki fjórða hjólið heldur því hjólið er löngu farið á haugana og við erum ólétt í fimmta skiptið að færa eldhúsið uppá aðra hæð og steypa nýjan bílskúr, vaska blóðið af veggjunum og tala tala tala saman. Brr. Landflótti, aftur.