29 desember 2008

Ég ætla ekki að segja upphátt að þar hafi komið vel á vondan

Þá vitum við hvaða lungu þú varst að sleikja Víðir..

-b.

Does compute?

Ég er búinn að vera einsog draugur í allan morgun. Var að koma úr hádegismat og er fyrst að skríða saman núna. Ég kvitta víst ekki undir það að kjúklingadúrúm lækni öll mein, en það hlýtur að lækna nokkur mein?

Svo er síðasta Testament bókin komin í plast niðrí aðfanga. Ég hlýt að renna mér í þann gaur.

Halló heimur!

-b.

Jólin í baksýn

Ég gat bara ekki sofnað í gær og vakti og vakti og núna er ég að vinna framá kvöld.

Ljósir punktar þessi jólin voru maturinn, góðar og praktískar jólagjafir handa mér og það að gjöfum frá mér var vel tekið. Svo tókum við strákarnir aðeins í spil, sem var gaman, og ég spilaði slatta af Magic við Óskar bróður.. í fyrsta sinn í langan tíma.

Hryllingurinn var hinsvegar sá að tölvan mín var fjarri góðu gamni og ég gat þessvegna ekki sónað mig útúr röflinu og rausinu og látunum á Heiðarveginum einsog venjulega.

Daginn fyrir Þorláksmessu sat ég við tölvuna og spjallaði við Helga tvíbura á msn, hann sendi mér tengil á eitthvað jólalag og ég var nýbyrjaður að spila það þegar ég teygði mig í vatnsflöskuna og sullaði vatni yfir lyklaborðið. Ég tók tölvuna úr sambandi, þurrkaði eins og ég gat og setti hana á hvolf. Daginn eftir kom ég heim úr vinnunni og kveikti á henni, hún virkaði fínt einsog vanter nema að lyklaborðið svaraði illa eða ekki neitt. Klukkan var orðin fjögur en ég keyrði undireins niður í Nýherja. Gæti ég fengið að prófa nýtt lyklaborð - ég gæti þessvegna skipt um það sjálfur á staðnum - og keypt það ef lyklaborðið væri eina vandamálið? Nei, ég þyrfti víst að kaupa það fyrst. Og líklega væri ráð að leyfa þeim að tékka á því hvort einhver bleyta hefði komist inní tölvuna sjálfa, bara til að vera viss.

Mér finnst kjánalegt að hugsa til þess en samt mjög rökrétt miðað við það hversu mikið ég nota gripinn: Að dauðsfalli eða alvarlegum slysum frátöldum þá var þetta það versta sem hefði getað gerst á Þorláksmessu. Fyrir mig. En gott og vel. Hún er semsé í viðgerð.

Þegar ég kom á Heiðarveginn greip ég í gömlu Thinkpad tölvuna hennar mömmu, sem hafði ekki verið notuð í einhvern tíma. Það var víst ekkert inná henni sem átti að halda uppá þannig að ég byrjaði að strauja hana - aðallega til að geta notað hana sjálfur þessa örfáu daga. En batteríið var hálfónýtt, og þegar uppsetningin á Windows var rétt að klárast hætti tölvan að taka inn rafmagn frá hleðslutækinu, batteríið tæmdist snarlega og tölvan slökkti á sér. Ég byrjaði uppá nýtt en það var sama sagan. Það virtist ekki vera hægt að setja upp Windows ef batteríið virkaði ekki í tíu mínútur eða svo.

Þannig að tölvan sem var ekki í notkun, en samt í lagi þannig séð, er nú ónothæf.

Og hin tölvan á heimilinu var full af einhverjum sora og gat ekki tengst netinu. Og var með DVD-drifið stillt á Reg.2.

Þegar ég kom heim í Mávahlíðina fékk ég hinsvegar aðeins að nota tölvuna hennar Ingibjargar, sem var óskup fallegt af henni.

Af þessu leiðir að ég er búinn að horfa á aðeins minna TNG og Deadwood en ella.

Ég las hinvegar hálft Algleymi og Nextwave: I Kick Your Face. Sú fyrrnefnda er helvíti spennandi og skemmtileg. Og Nextwave er eina bókin sem Ellis ætti að skrifa nokkurntíman, a.m.k. núna þegar hann er hættur að skrifa Planetary og Transmetropolitan. Rosagottstöff.

Í gær ætluðum við Ingibjörg að horfa á A History of Violence sem ég keypti í Kolaportinu um daginn, en diskurinn hökti einsog ég veit ekki hvað. Sást samt varla rispa á honum. Helvítis. Við horfðum á Drabet í staðinn sem var góð, dálítið langdregin undir lokin en reddaðist alveg í bláendann. Vel smíðuð. Smeið. Smeidd.

Bla.

-b.

19 desember 2008

Úr viðtali við Jason

Art is such a meaningless term. It's only when it comes to things that don't really have anything to do with the actual comics that it's a concern. Yes, comics are art, so that the state can give grants to cartoonists. Yes, it's art, so that libraries will put comics on their shelves. Yes, it's art, so that comics will be reviewed in newspapers. But when you're sitting with a comic in your hands, reading, is it art or not? Who cares?

18 desember 2008

Tíhí

BATAVIA, IL—In October, Fermilab scientists joined a growing number of physicists around the world in warning that the Very Large Earth Collider—a $117 billion electromagnetic particle accelerator built to study astronomical phenomena by colliding Earth into various heavenly bodies—could potentially destroy Earth when it sends the planet careening headlong into Mars, Jupiter, or even the sun.

Ég sem er allstaðar

Ég kom fyrir í mýflugumynd í innlit/útlit, þætti sem var sýndur einhverntíman um daginn. Þeim sjöunda í níundu þáttaröð. Sjáið hér, ég á rammann frá 4:16-21.

Á 'ann.

-b.

16 desember 2008

Myndugheit gærkvöldsins

Þegar maður bakar piparkökur þá tekur bakarinn fyrst fram steikarpottinn og 2x500gr af smjörlíki.

Svo sér hann að það er hvorki til hjartarsalt né hvítur pipar í húsinu, verður vonsvikinn í smástund en ákveður þá að baka engiferkökur í staðinn. En þá er ekki heldur til vog, og uppskriftin kallar á 500gr af hveiti og sama af púðursykri. Bakarinn fer á netið og gáir hvort hægt sé að umreikna þetta yfir í desilítra. Jú, það er hægt, en reiknilíkönin eru undarleg: Það er til dæmis ekki sama um hvað er rætt þegar breyta á úr bollum í desilítra, jafnvel þótt hvortveggja sé spurning um rúmmál. Hann fer því á hæðina fyrir neðan og fær lánaða vog.

Hann tekur allskonar hráefni og setur í skál, en þegar eggin og smjörlíkið eru komin útí þá er óskup lítið pláss eftir í skálinni, svo hann hellir öllu draslinu á eldhúsborðið og hnoðar. Hún Ingibjörg hleypur til og færir allskonar drasl af borðinu því hann er deigugur á höndunum. Bakarinn kann henni miklar þakkir fyrir.

Þetta hnoðast og hnoðast og verður að lokum hlunkur af deigi. Bakarinn hafði hugsað sér að geyma degið í ísskápnum eina eða tvær nætur og baka seinna, en þetta lítur allt svo vel út, hann ákveður að baka allavega smá núna strax. Hann kveikir á ofninum og fer að búa til kúlur.

Hann breiðir þetta deig semsé ekki út á fjöl.

Það komast 25 smákökur á hverja plötu, hann bakar minnir mig tæpar fimm plötur. Megnið fer oní kökukrús, smá affall í plastpoka á eldhúsborðið, og smá platti fer niður með voginni aftur þegar henni er skilað. Af því þannig gera bakarar.

Svo er heldur ekki úr vegi að sýna myndir af öllu saman:

Hér er uppskriftin, ég tók mynd af henni þegar ég skrapp heim á Selfoss um helgina. Án hennar hefði þetta aldrei getað gerst.Hér er deigið komið á borðið. Hlúnkur og svona.Kúlurnar á borðinu, ég týndi þær síðan á plöturnar..Og þegar plöturnar komu útúr ofninum þá litu þær svona út!Nærmynd af deigkúlu. Ekki ósvipuð deigkúlunni hér ofar, bara minni.Næsta plata tilbúin inní ofn, og bakaðar kökur í baksýn.-b.

Jafnt er sem þér sýnist, af er fóturinn

Við [Samfylkingin] orsökuðum ekki það hrun sem yfir okkur kom. [...] Stærsta orsökin liggur í þeirri ofsafrjálshyggju sem að hér réði ríkjum um langan tíma, ekki síst á síðasta kjörtímabili,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Þetta er sniðugt. Ég verð að prófa þetta sjálfur.

Hei Björn, fjölskyldan mín er dáin og þú segist vera morðingi. Berð þú ábyrgð á þessu?

Nei nei kæri vinur. Þetta er ofsamorðingjunum að kenna. Þessi venjulegu, gamaldags morð, sem ég stunda, þau eru óskup saklaus í samanburði.

...

Mér finnst Ingibjörg ekki koma neitt sérstaklega vel útúr þessu öllu saman, sama þótt hún sé auðvitað ekki nándar nærri jafn mikil skepna og Davíð og co.

-b.

12 desember 2008

Úbbs

Fyrir rúmum mánuði átti þessi síða þriggja ára afmæli.

Jei jei húrra.

-b.

11 desember 2008

Now You're Talkin' My Language

Skeddjúl

Þetta er það sem við erum að tala um gæskan:

Ræktin, sækja nagladekkin, þrífa herbergið mitt og baðherbergið, baka kryddbrauð, glápa á star trek.

Er þetta listi yfir hluti sem ég þarf að gera í nánustu framtíð? Ónei, þetta er það sem ég gerði eftir vinnu í dag, og er enn að.

Jésús Pétur á himnum með rósir um hálsinn.

Hei já, svo er eitt. ,,Bolli" af hinu og þessu er fáránlegasta mælieining sem ég veit um. Það eru til allskonar bollar í eldhúsum merkurinnar, afhverju notiði ekki metrakerfið andskotar?

En nei, þá er einn bolli samasem 2,36desilítrar.

Mér fallast hendur.

-b.

Fréttirnar gera mig hryggan, fjórtándi hluti

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir ný fjárlög verða blóðug samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar en þær séu dapurlegasta sending sem Alþingi hafi fengið í langan tíma. Forystumenn ríkisstjórnarinnar leggja á það áherslu að reynt hafi verið að verja þá sem lakast séu settir.

Ráðherrarnir sögðu að gerð væri þriggja prósenta krafa um niðurskurð á heilbrigðisstofnunum og menntastofnunum en fimm prósent krafa um niðurskurð á stjórnsýslustofnunum. Þrátt fyrir niðurskurðinn yrðu framkvæmdir þessa og næsta árs einhverjar þær mestu í sögu ríkisins til að verja atvinnustigið.

Fram kom að skattar hækka um eitt og hálft prósent, þar af fá sveitarfélögin hálft prósent. Persónuafsláttur hækkar um 2000 krónur.

Steingrímur segir merkilegt að ekkert í tillögunum geri ráð fyrir hátekjuskatti og hann sakar ríkisstjórnina um að ráðast á almannatryggingakerfið en gert er ráð fyrir að lágmarks framfærslutrygging hækki um tuttugu prósent en bætur þar fyrir ofan um tæp tíu prósent. Steingrímur segir þarna um kjaraskerðingu að ræða fyrir stóran hóp lífeyrisþega en gert sé ráð fyrir fjórtán prósenta verðbólgu.

Ráðherrarnir segja hinsvegar að kjör lægst settu lífeyrisþega hafi aldrei verið betri samanborið við lægstu laun.


Ergó: Besta leiðin til að bæta stöðu lífeyrisþega er að halda lágmarkslaunum eins lágum og hægt er.

Hálfvitar.

Og ekki minnst á hátekjuskatt?

Hálfvitar.

-b.

09 desember 2008

Ég veit enn ekki hvað hún á að heita

en þetta fer náttúrulega í þarnæstu ljóðabók, sem mun innihalda þýðingar héðan og hvaðan.

Ég heyrði semsé þetta lag um daginn og á leiðinni heim datt mér í hug að snara því yfir á Íslensku.

____

Til vinstri
til vinstri
allt sem þú átt er í kassanum þér á vinstri hönd

en ekki fara í skápinn,
þar er mitt drasl
ég keypti það sjálfur, vertu svo væn að láta það í friði.

Stendurðu í hlaðinu
og segir að ég sé flón?
Að ég finni aldrei aðra einsog þig
en þar hefurðu ruglast í ríminu.

Þú þekkir mig bersýnilega ekki nógu vel
það er auðséð að þú þekkir mig ekki nógu vel
ég gæti náð í aðra eins og þig á augabragði
já veistu hvað, hún kemur hér að vörmu spori.

Það er að segja þínu spori.

Þú þekkir mig greinilega ekki nógu vel
nei það er nokkuð ljóst að þú þekkir mig ekki eins vel og þú heldur
ég gæti fengið aðra eins og þig strax í fyrramálið
þannig að þú skalt aldrei halda að þér verði ekki
skipt út.

Til vinstri
til vinstri
allt sem þú átt er í kassanum þér á vinstri hönd
og þú skalt aldrei halda að þér verði ekki
skipt út.

Lag og texti: Bandarískt þjóðlag
Íslensk þýðing: Ég sjálfur.

_____

Hérna má sjá innfædda dömu syngja lagið við góðar undirtektir.-b.

Pakkinn þann þriðjudaginn

Hálf sólarsagan, dómur er uppi.

Ég var alltof lengi að skila honum af mér, einsog hinum.

Núna rétt áðan kom hann Yngvi askvaðandi með trek handa mér. Þessi gaur er á borðinu mínu núna:..pakkinn fær reyndar ekki góða dóma á amazon? Hvur fjárinn. Ég verð að komast í þetta sem fyrst.

Og það var ákveðið núna rétt í þessu að ég fengi frí föstudaginn 2. janúar, þannig að langa langa áramótahelgin er in effect. Einsog enskir frændur okkar vilja hafaða.

Snow Crash er að verða búin. Hún slappaðist aðeins niður þarna á skipinu en ég treysti því að hann klári með stæl. Ef hann gerir það þá þarf ég að tékka á Anathem.

Hei vá og svo kom kassi með myndasögum frá Nexus áðan. Eitthvað til að lesa: Doctor Sleepless og Scalped númer þrjú.

Og!

JCVD.

-b.

Alnæmislyfjahakk

Sáuði þáttinn hans Stephen Fry um alnæmisvandann í gær?

Anti-retroviral drugs used to treat HIV/Aids are being bought and smoked by teenagers in South Africa to get high.

Reports suggest that the drugs are being sold by patients and even healthcare staff for money.

Schoolchildren have been spotted smoking the drugs, which are ground into powder and sometimes mixed with painkillers or marijuana.

Aids patients themselves have been found smoking the drugs instead of taking them as prescribed.

Anti-retrovirals are used to boost the immune system of people with HIV and to suppress the virus in the blood.

"I couldn't believe it. I was shocked at first, these were school boys in their school uniforms," documentary-maker Tooli Nhlapo told the BBC World Service's Outlook programme.

"They take a pill and grind it, until it is a powder. Some also mix it with painkillers and others mix it with marijuana," said Ms Nhlapo. "They showed me how they roll it and smoke it."

When the South African Broadcasting Corporation documentary-maker first investigated the story, she was told to wait until school finished, so she could actually see how young some of the users were.

"I thought I was going to go to a tavern and see older drug addicts doing this, but I was shocked when I saw school children," she said.

"One who spoke to me very frankly was only 15 and the oldest person I spoke to was 21, but it's mainly youngsters, teenagers."

Smoking the pills has a hallucinogenic and relaxing effect.

08 desember 2008

The Librarian!

,,A nerdish bookworm is called upon to save the world after a powerful holy relic falls into the wrong hands..."

Saga lífs míns.

Nema hvað að Noah Wyle leikur bókaorminn. Í sjónvarpsmyndaröðinni The Librarian á TNT. Honum er sparkað úr skólanum sínum af því hann er kominn með fleiri háskólagráður en Sam Beckett (tímaflakkarinn, ekki leikskáldið) og lendir í ævintýrum?

Ég efast um að ég sjái þetta dót. En myndirnar eru skemmtilegar:

05 desember 2008

Atlas of the True Names

Þetta er náttúrulega best í heimi:Hér er búið að finna orðsifjar staðarheita og skella þeim inn í staðinn fyrir óskiljanlegt rugl á allskonar tungumálum sem enginn skilur og enginn man.

Sjáið meira hér,

og aðeins meira um kortin sjálf hér.

-b.

02 desember 2008

Kökukrúsarleikur

Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, vísar á bug kröfum um að hann segi af sér í viðtali við AP- fréttastofuna í dag en þar er greint frá því að mótmælasamkoma fari nú fram í Reykjavík áttundu helgina í röð.

Í viðtalinu vísar Geir því á bug að kenna megi yfirvöldum um hrun bankanna og það ástand sem af því hafi leitt. “Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan,” segir hann. “Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna."

Þá segir hann rannsókn vera í undirbúningi sem miða muni að því að kanna hvort glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. „Hafi fólk brotið lög verður það að sjálfsögðu sótt til saka,” segir hann.

Geir er ekki ábyrgur, ríkisstjórnin er ekki ábyrg, bankarnir eru ábyrgir. Verða ráðamenn bankanna dregnir til ábyrgðar? Tja, ef þeir gerðust sekir um glæp þá verða þeir það. En ef þeir brutu engin lög?

Þá bera þeir ábyrgðina sem sköpuðu og viðhéldu þessháttar lagaumhverfi. Það gefur auga leið. Ef það er ekki refsivert athæfi að setja þjóðina á hausinn þá bera ráðamenn þjóðarinnar ábyrgð á því sem úr verður.

Rétt einsog í Bandaríkjunum þá lítur út fyrir að eftirlitsstofnanir hér á landi hafi verið tólf til fjórtán skrefum á eftir þeim sem þær áttu að hafa auga með.

-b.