31 desember 2007

Síðasti dagur ársins

og alls alls alls ekki besta nóttin til að liggja andvaka. Ég svaf frá hálftólf til hálffjögur og glaðvaknaði svo við eitthvað. Kannske það að ég hafði gleymt að loka glugganum fyrir ofan rúmið? Ég gat í það minnsta ekki sofnað aftur.

Þannig að núna, þegar ég er mættur í vinnuna, fer ég að verða syfjaður. Og ég vinn til hálfþrjú og þarf að fara að koma mér austur því það er áramótakvöldverður í kvöld. En ég skil einhvernvegin ekki að ég endist lengi framyfir miðnætti.

Það er enginn mættur ennþá. Ég var kominn klukkan hálfníu, einsog á venjulegum mánudegi. En allt hitt liðið virðist ekki ætla að mæta fyrren rétt fyrir tíu, kannske var það málið. Ég finn samt fyrir því að það er gott að mæta í vinnuna, ég kvíði því ekki að hitta fólkið sem ég hitti, eða að gera það sem liggur fyrir.

En mér er bæði kalt og heitt og ég var hóstandi í nótt. Ætli ég byrji árið á kvefi?

-b.

30 desember 2007

in the reins

nunca pensé que jamás
tendria la oportunidad
de reencontrar el camino de nuevo
y formar un mundo mejor
Hérna eru tvö lokaatriði úr sjónvarpsþáttum. Fyrst er önnur serían úr West Wing:



Þetta er geðveik sena, en þú fattar hana ekkert án þess að hafa séð þáttinn allt þar á undan, og helst alla þáttaröðina. Ég set hana hérna samt helst vegna þess að ég heyrði þetta lag, ,,Brothers in Arms" m. Dire Straits, heima hjá Stebba fyrr í kvöld.

Ég hef sett einhverja klippu úr West Wing hérna áður, en ég er sannfærður um að þetta er eitthvað sem færir standardinn fyrir sjónvarpsefni skör hærra. Ég lánaði Danna West Wing safnið mitt í gær og ég vona bara að hann meiki það í gegnum fyrstu þættina til að húkkast. Það er góð tilfinning.

Annað lag sem hljómar einsog höggvið útúr sama klettinum er ,,Don't Stop Believing", sem var notað í loka-lokasenuna í Sopranos: (skemmiskemm skemm fyrir þá sem hafa ekki séð lokaþáttinn:)



Hérna er lestur fyrir þá sem vilja spá í þessu frekar. Það er hellingur til að spá í þarna, en helst fannst mér hvernig fókusinn helst á syninum jafnvel þótt gaurinn sé alltaf í rammanum. Mjög vel gert. Og að hafa hreðjarar í að skrifa og taka upp og senda út svona endi á þætti sem hefur gengið í fleiri ár, það er í einu orði geðveikt. Þetta getur ekki hver sem er.

Og það er sannarlega ekki tilviljun að lagið sem hljómar undir er af plötunni Any Way You Want It.

Fjandinn. Tveir þættir sem eru búnir og farnir, Sopranos enduðu eins og best var á kosið og West Wing sló sig út með Massive Attack lagi.. en ég sé það ekki á youtube einsog er.

(Ég pantaði mér X-Files sett í dag. Hm. Ó já gæskan.)

-b.

26 desember 2007

Annarlegur jólabjórari

Afsakið skriftina, ég er aðframkominn af ráðaleysi. Nú sitjum við Hallur heima hjá honum og ráðum ráðum okkar, en ráðin eru fá og höfuðin lítil, við berjum þeim í steininn en það rennur ekkert út nema blóð. Hvar eigum við að vera? Hvar er sá staður þarsem menn geta hitt aðra menn? Bölvuð krúsin er lokuð, allstaðar eru fjölskyldur og vesen.

Ýmir ætlar að kíkja hingað en þaðan er leiðin óskýr. Meiri bjór, eflaust.

Drall, drall, ball i aften, sögðu þær. Við ætlum í Hvíta húsið að sjá SSSól, eða í Hvíta húsið að sjá barþjón og þjónhnepptar gæskur, drekka lager, segja hæ við fólk sem þekkir mann.

Hallur spilar á gítar, mikið er hann snjall. Ég kann að spila N, ekki kalla þeir mig sNilling.

-b.

23 desember 2007

Þorláksmessa á safninu

er óóskaplega róleg. Ég er kominn nokkuð langt með krossgátuna, sunnudagsgátuna. Ég hef aldrei klárað hana en komist vel inní nokkrar. Núna á ég bara 9 orð eftir en mér sýnist ég ekki komast lengra.

Jæja.

Jólabækurnar eru The Black Diamond Detective Agency eftir Campbell og Dermaphoria eftir Clevenger. Og svo hef ég Darkly Dreaming Dexter í eyrunum.

Ég hlustaði á Engla Dauðans eftir Þráinn núna síðustu daga. Hún byrjaði ágætlega en hann hefur ó svo margt að segja um eiturlyfjavandann og villimennina sem eitra fyrir börnunum okkar o.s.frv. o.s.frv. að hann gleymir að gera söguna spennandi. Og óspennandi krimmi er eiginlega hvorki fugl né fiskur. Mann langar kannske að vita hverjir þessir ónafngreindu einstaklingar eru, sem bókin byrjar á, en þegar það kemur í ljós þá finnst manni það varla lestrarins virði. Eða áheyrnarinnar virði.. Þetta er reiðilestur yfir eiturlyfjasölum sem Þráinn reynir að snúa uppí hugleiðingu um réttlæti, glæp og refsingu, en það leikur aldrei neinn vafi á því hver hefur rétt fyrir sér og hvers það er að dæma.

Mér finnst það eiginlega frekar leitt, því ég hef yfirleitt gaman af því sem hann skrifar í blöðin og þessháttar. En það er eitt og þetta er annað.

Svo var ég að klára Loftskeytamanninn núna áðan. Þar þýðir Jón Kalman Knut Hamsun og það virkar svona helvíti vel. Stutt saga um sterkar persónur sem maður les undir Guinness á hlýju kaffihúsi.

Rútan heim núna um sjöleytið, svo veit ég ekki meir.

-b.

22 desember 2007

Hitt skemmtiatriði kvöldsins

(Það fyrra var náttúrulega ísskápur auðmannsins.)

Arnaldur kom fyrstur,
frægur eins og tré.
Hann ritaði um glæpi
og rakaði inn fé.

Eyvindur var annar,
með Ósögð orðin fín
Hann skreið ofan af Pala-hnjúk
og sýndi gullin sín.

Þórunn hét sú þriðja,
þá Erlu-Valdimars.
Hún krækti sér í Njálu
og steikti krimmafars.

Sá fjórði, Einar Kára,
var fjarskalega brók.
En fæstir voru sáttir
við Endurfundabók.

Sá fimmti, Óttar Norðfjörð,
var nauðalíkur Brown.
Með auglýsingafári
og helgigriparán.

Sú sjötta, Kristín Marja,
hét ekki Karítas.
En stöðugt verri titla
úr striganum las.

Sjöundi var Hugleikur,
sá var ósköp klúr.
Hann flissaði í rökkrinu,
og fékk sér vænan lúr.

Bloggþórinn, sá áttundi,
í Hliðarsporum söng.
Hann þrælaði við smásögu
sem var þrisvar of löng.

Níundi var Kalman, Jón,
frá kaupstaðarhysk-i
hann hentist út í bláan sjó
og blaðraði um fisk-i.

Tíundi var Gyrðir Elíss,
grályndur mann.
Úr són og taði málara
Sandána vann.

Ellefti var Bertelsson,
bölvaði í erg og gríð.
Og reiðilestri dældi
yfir dóp- og krimmalýð

Einar Már, sá tólfti,
tefldi kóng í hrók.
Sögu sína ársins leigði
læstri fangablók.

Þrettánda var Yrsa Sig,
úr Öskunni reis köld.
Hún Eyjamenni stráfelldi
á Aðfangadagskvöld.

Fljótlega í hillum
verður fennt í þeirra slóð.
En klisjurnar, þær fúnkera
í fylleríisljóð.

-b.

Hallur starir inní ísskáp auðmannsins

hallurogisskapur

21 desember 2007

Lie back and think of Earth

Fyrir okkur ísköldu kettina þá er ég hérna með tengil á texta- og myndskýringar fyrir LoEG: Black Dossier: http://www.shsu.edu/~lib_jjn/dossier.html

Þetta er voða mikið moð, en endrum og eins dettur maður niður á eitthvað sniðugt. Ég vissi t.a.m. ekki að forngríska orðið ,,bion" stæði bæði fyrir orðin ,,bogi" og ,,líf" - eftir því hvorum megin áherslan er.

Og nú verð ég að lesa bókatíðindi.

-b.

20 desember 2007

Þetta sem gaurinn sagði í símann þegar hann labbaði útúr safninu nú rétt í þessu

... já, þúveist, það má ekkert semja um ást án þess að tala um Megas? Ég meina, þeir sem hlusta á Bubba, þeir líkja honum við..."

...

Einn ég sit og þýði, inní litlu skoti, enginn kemur að sjá mig, nema hellingur af fólki, hættessu rugli og þýddu Óttar Norðfjörð, bentu í austur, brátt koma jólin, kauptu jólagjöf og éttu jólafisk.

18 desember 2007

Skeinur

Ég var að færa veitingavagn með marmaraplötu á milli hæða í gær. Hann stímdi á þröskuld og langatöng hægri handar varð á milli plötunnar og járngrindarinnar svo það blæddi inná hana. Löngutöngina. Svo brenndi ég sama fingur, en hinumegin, fyrir ofan nöglina, þegar ég var að taka kjúkling útúr ofninum í gærkvöld. Ég get ekki sýnt neinum þessi meiðsl án þess að vera dónalegur við fólkið í kringum mig.

Nýr skrifstofustóll og jólagjöf handa ömmu í gær. Ég er eitthvað þreyttur og leiðinlegur í dag. Ég virðist ekki ætla að ná að hespa þessum Hugleiks-dómi af.

-b.

14 desember 2007

THIS WARN YOU!

Ég kom við í Nexus á leiðinni heim í gær til að sjá hvort þeir ættu til Black Dossier. Þeir áttu nokkrar, halelúja. Sölumaðurinn óskaði mér gleðilegra jóla og þegar ég steig út var kominn þessi líka svakalegi jólasnjór í loftið. Hvert korn á stærð við hnefa, og þau siluðust niður til jarðar einsog laufblöð.

Alan Moore færði mér jólin?

Ég var að byrja að glugga í hana núna. Inní bókinni er bók sem kallast The Black Dossier, og maður skal gjöra svo vel og lesa það alltsaman til að geta haldið áfram með myndasöguna. Sem er spark fyrir fól einsog mig sem hafa aldrei haft sig útí að lesa textana í lok fyrri bókanna tveggja.

Allavega. Sagan gerist árið 1948, árið sem George Orwell skrifaði 1984. Bókin tekur nokkuð mið af því, og þessi svarta mappa byrjar á Orwellískri aðvörun:
THIS WARN YOU

Docs after in oldspeak. Untruth, make-ups only. Make-ups make THOUGHTCRIME. Careful. Supervisor rank or not to read. This warn you. THOUGHTCRIME in docs after. SEXCRIME in docs after. Careful. If self excited, report. If other excited, report. Everything report. Withhold accurate report is INFOCRIME. This warn you. Are you authorised, if no stop read now! Make report! We know. Careful. Any resemblance, living or dead, is ungood. Make report. If fail make report, is INFOCRIME. Make report. If report made on failing to make report, this paradox. Paradox is LOGICRIME. Do not do anything. Do not fail to do anything. This warn you. Why you nervous? Was it you? We know. IMPORTANT: Do not read next sentence. This sentence for official inspect only. Now look. Now don't. Now look. Now don't. Careful. Everything not banned compulsory. Everything not compulsory banned. Views expressed within not necessarily those of publishers, editors, writers, characters. You did it. We know. This warn you.

Disskleimer í newspeak. Jebb, Moore kemur með jólin.

-b.

13 desember 2007

Björn Tvískinnungur Valsson

Ég skal hneykslast og bölvast útí fólk sem nennir að horfa á íþróttir í sjónvarpinu þegar það gæti verið að gera eitthvað annað, en gemmér snóker eða 9ball mót og þá kemur nýtt hljóð í strokkinn.

Nema náttúrulega ef snóker og 9ball eru ekki íþróttir. Þá er allt þetta lið ennþá vangefið.

-b.

11 desember 2007

Killer idea, man

Greinaskrifum er lokið. Nú hefjast dómaskrif.

(En vitaskuld eru öll skrif í greinum og flest innihalda þau einhverskonar dóm. Blah.)

Ég fékk hugmynd í gær og ég ætla að segja frá henni án þess að framkvæma hana, því það er eiginlega það sem ég geri. Hvílík hugmynd, það.

Hugmyndin er semsagt að fyrst þessi skrif lenda á netinu, en á allt öðrum stað en þessum, þá gæti ég notað þessa rás fyrir aukaefni - útstrokaðar málsgreinar, misheppnaðar setningar, undirbúningsvinnu, beinagrindur, hástöfuð stikkorð.. Unnendur kjarngóðra bókmenntaskrifa minna gætu leitað hingað til að sjá hvernig pylsan er hökkuð og hnýtt.

En þetta er hræðileg hugmynd. Það væru endalausir dálkar af svona löguðu:

_______

fólk ,,hrapar að ályktunum“, líta á hluti... „líttu á það eins og búið og gert“ „leitt okkur einu skrefi nær þeim leyndardómi“ „höldum þessu áfram niðri á stöð“ „þá vantar mig hjálp þína“ „við höfum okkar ástæður“ „ég hef ekki beint auglýst bakgrunn minn síðan 11. september“ „honum leið eins og bjána. eins og trúði. eins og aðhlátursefni annarra.“ ,,brosti dularfullt“ „ég tek mína áhættu“ „enda var þetta litla atvik í hrópandi mótsögn við alvöru dagsins“ „heldurðu að trúarbrögðin geti nokkurn tíma lifað í friði ...?“ „bókin grefur undan sjálfri undirstöðu minni, fatíma.“ „ég hugsa ekki lengur í stökum mannslífum, ég er kominn yfir það.“ „ef 20. öldin kenndi okkur eitthvað, þá er það mikilvægi þess að móta kringumstæður áður en hætta steðjar að.“ „hvenær munum við eiginlega læra að lifa í friði?“
„,,Já, fyrirgefðu.“ Donnelly ræskti sig. „Hún er eitthvað á þessa leið.“ Hann dró andann djúpt áður en hann flutti hina leyndardómsfullu vísu.“
skúrkarnir nota í alvöru orðið útópía til að réttlæta gjörðir sínar
fólk glottir lymskulega og brosir leyndardómsfullt eða dularfullt eða andstyggilega eða vingjarnlega eða breitt,

__________

Ein leið væri að standa í endalausri vinnu við að útbúa efnið úr hráefni einsog þessu, umraða, pússa og slípa, stafsetja osfrv., vitandi það að enginn nennir að lesa svoleiðis dót hvorteðer.

Liðið sem stendur í svoleiðis djobbi fyrir dvd diska ætti að fá meiri pening, eldra viskí, yngri konur og steiktari kjúkling.

-b.

10 desember 2007

Rúsínuvin í eyðimerkurpylsu:

Ég fékk mér blund í kaffistofunni áðan. Ég er allt annar maður.

-b.

08 desember 2007

Svarið er bæði rétt og fyndið

Hvaða spendýr býr sér til stærsta hreiðrið?

Steypireiður!

Steypireiður steypir sér steypihreiður, verður svo reiður og steypir því.

Þetta var rosa fyndið í trivjal um daginn.

-b.

07 desember 2007

Föstudagur í desember

Það vekur mér ugg hversu oft ég lít á klukkuna og hún sýnir 13:37.

Ég skilaði inn megninu af yfirlitsgreininni og hún gekk vel í þá sem öllu ráða. Mér var mjög létt. Þegar þessi vinna er búin, klukkan hálfátta, hjóla ég niðrá stöð og vinn þar til tólf. En ég ætla að reyna að lesa þar og skrifa, ef ég get, þarsem þetta er þjálfun á nýjum starfsmanni, ekki komplet vakt.

Davíð stakk uppá því að við færum í bústað um helgina, en þá var ég þegar búinn að lofa mig í fyrrgreinda vinnu, og Víðir verður í einhverju húllumhæi á laugardaginn. Sem er leitt því ég var eiginlega farinn að hlakka til að komast burt. Kannske ég kíki austur í staðinn. Setjist á krús og fái mér krús, eða skrifi nokkur orð. Mikið verður gott að klára þessa grein alveg alveg.

Og afhverju er ég hættur að fara í jólafrí? Liði okkur ekki öllum betur ef við værum í fríi frá byrjun desember til byrjun janúar?

Hei já. Ég rakst á Dermaphoria hérna um daginn, hún var barasta uppí hillu. Verð að lesa hana við tækifæri.

-b.

05 desember 2007

Lesist ekki

En sko ég sit hérna og það er falleg stelpa hérna fyrir framan mig, ég sit með tjaldið í bakið og hún situr á því sem ég hef alltaf talið vera borðið mitt en það er allt í lagi hún má eiga það akkúrat núna því hún er með brúnt hár sem nær í sveig niður að augum og hún er með eitthvað nisti í langri keðju sem hangir milli brjóstanna og hún er þrýstin og mjúk og klædd í eitthvað sem maður gæti kallað síða peysu? Hún nær frá hálsi (með hettu), niður fyrir úlfliði og niður fyrir rass, hún er bæði með mjaðmir og læri, ég veit það því hún stóð upp áðan. Hún er með tómt vatnsglas fyrir framan sig, sem hún hefur troðið fullt aftur af mandarínuberki, hún er jólastelpa jólastelpa, með lítið nef sem vísar beint áfram, hún er ekki með lokka í eyrunum en samt örugglega með göt, hárið hárið það er tekið aftur í teygju en alls ekki í tagl því það vill ekki vera teglt. Við hliðina á glasinu er hún með fölappelsínugult pennaveski þarsem hún geymir allskonar allskonar eitthvað sem ég veit ekki hvað er en ef ég gæti smellt lásnum í sundur, þá myndi hún opnast fyrir mér, tölvan situr opin á borðinu og hún horfir oní hana, apple-merkið aftaná skjánum segir mér að ef hún væri í bíómynd þá myndi hún bjarga deginum, þessi hérna hún myndi sko ekki vera svikarinn eða morðinginn eða leigusalinn, hún snertir skjáinn einsog til að halda við hann, hún heldur utan um tölvuna sína, er gefandi og traustvekjandi, svo þrýstin með tvo hringi á fingrunum hún er hrúga af kjöti og beinum og fitu og silfri en það sem skiptir mestu máli er að þessi hrúga tekur pláss og maður getur fundið fyrir henni taka pláss, jafnvel þótt maður snerti hana ekki, maður finnur fyrir henni með augunum, án þess væri svæðið tómt, einsog glasið áður en hún fékk sér mandarínur með puttunum sínum með hringunum á og bar þá uppað munninum sem er rauður og mjúkur og kemur saman í krókum beggja vegna, samsíða línunni sem maður dregur í plássið með augunum þegar maður lítur á milli augnanna, frá hægri til vinstri og svo tilbaka og aftur tilbaka. Hún er með pilluglas við hliðina á vatnsglasinu og sprittkerti við hliðina á því, ég held að pillurnar séu mintur, eitthvað sem hún setur í munninn líka, þegar hún teygir höndina eftir því kippist nistið til og óróar í smá stund og hún færir til vaselíndolluna sem er við hliðina á tölvunni, hún er með vaselíndollu hún er með dollu af veselíni við hliðina á tölvunni og rólegur rólegur, þetta er eitthvað eitt í viðbót sem hún tekur með höndinni og ber uppað vörunum, það er ekki uppúr þurru og köldu og bítandi sem yfirborðið er svona borðleggjandi ég vil leggja hana á borð og skoða kjötið með fingrunum og hringjunum og brosinu undir augunum og nú dregur hún upp símann sinn því hún á síma einsog allir hinir sekkirnir en hennar er hvítur og opnast einsog ljósabekkur, og hún klípur eitthvað úr höfðinu á sér og setur það inní símann með höndunum og snýr sér svo aftur að tölvunni, hún fer höndum um tölvuna aftur og það er einsog að horfa á Maríu kjöt sitja í kofa og snerta kinnina á Guði kjöt, tveir pokar af próteini og nöglum að skiptast á heilagleik, þau eru tengd í gegnum hausinn og það er taska á stólnum við hliðina á henni því hún er að fara með vínflösku og brauðhleif uppí Þingholt, hún ætlar að henda því í rúmið þarsem kjötið liggur hún ætlar að kalla það einhverju sætu nafni með munninum og fingurnir sleppa flöskunni og hún sest í stólinn við rúmið og fæturnir fara uppúr skónum og hún setur þá uppá rúmgaflinn.

Þangað vill féð sem það er fyrir

Hæ. Ég kom hingað til að segja tvennt, en ég gleymdi öðru. Hitt er þetta.

Ég þurfti að kaupa bolla af pillum í sumar, þegar ég var nýkominn til landsins. Ég rakti þetta örugglega alltsaman þá.. en málið er að vegna þessa átti ég inni peninga hjá Tryggingastofnun. Einhverja þúsundkalla. Ég fór með pappírana uppá skrifstofu til þeirra undir lok júnímánaðar, í veikri von um að fá einhverja aura til að eyða áður en mánaðarmótin skyllu á.

Ég minnist bara á þetta núna aftur vegna þess að þeir voru að leggja inná mig í dag.

Það gerir rúmlega fimm mánaða bið.

Ég hef ekkert meira um það að segja að svö stöddu.

-b.

03 desember 2007

Ein pæling

Fólk sem ég þekki sem hefur eignast börn:

Frikki, Silja, Fúsi, Jóna, Hafsteinn, Bjarki. Þau áttu öll stelpur.

Núna nýlega eignaðist Ívar son. Hann er undantekningin. Annars eru allir að gefa út konur.

-b.

02 desember 2007

Guinness hækur

Ég hef óbilandi trú á Treo. Tvær töflur í vatnsglas breyta þynnkudegi í þægilegheit.

Ég hitti frænda minn á barnum í gær. Það gerist ekki oft.

En í fyrradag drukkum við Guinness og skrifuðum hækur um það. Nú skrái ég þær niður, svo höfuðstaður okkar það kvöldið hverfi aldrei:

Guinnessinn er tær
einsog blýfjall á svörtum
illviðrisdegi.

Froðuleifarnar
í höfði glassins míns og
blekið í tánum.

Stelpur með brjóst og
allskonar fá mig til að
gera allskonar.

Guinnessinn, ó já
ofinn úr gleði og þrá
ég sit einn á krá.

Gefðu mínum draft
úr geirvötrum guðanna
núna fanturinn.

Magni hættessu
melurinn þinn ég ætlað
drekkennan Guinness
sóló, þúveist einsog þú
slærð á tambúrínuna.

Mmm Mmm Mmm Mmm Mmm
Nammi nammi nammi namm
Brún leðja, svo góð.

Tígurinn sýgur
sálu úr gaurnum
á bar einum í miðbæ.

Olía lífsins
gefur mér ástæðu til að
ég drep ég er full.

Bjórinn er dauður
situr flatur og tómur
Guinnessinn drap hann.

Næsta Guinness krús
er vagina dentata:
beitt en bjóðandi.

...

Ég skrifaði hana ekki en ,,ég sit einn á krá" er besta ljóðlína síðan einhverntíman.

-b.

Einsog að lesa í spegil

YOUNGSTOWN, OH—Jason Baumer, a fancy little gent who is apparently too good to enjoy a regular cup of coffee, drank a cup of tea Sunday.

The fancy man rests a placemat beneath the precious tea to protect his beautiful table from any errant drips.

The 29-year-old web designer prepared and consumed his precious tea, which is imported from some la-di-da foreign country, at about 10:30 a.m with the loving attention of a brittle, shawl-wearing spinster.

"I normally have some Earl Grey in the morning," said Baumer, referring to a kind of tea named after a guy who used to run around England in a powdered wig and fruity tights. "Sometimes I have toast [and jam] too. Or just a bowl of cereal when I'm in a rush."

Instead of simply heating a mug of water in the microwave, Baumer used a hoity-toity copper-bottomed tea kettle, which His Lordship reportedly purchased at Pier One Imports in 2003 for the express purpose of tea-making.