31 janúar 2006

Coetzee um þýðingar á verkum sínum

Hér. Hann hefur þetta að segja um hann Rúnar Helga, sem hefur þýtt nokkrar bækur eftir karlinn á íslensku:
My Icelandic translator copes perfectly well with European languages but needs help with South African terms like muti, snoek, Kaffraria.

Í rauninni ekkert í stærra samhengi.. bara smá athugasemd á milli annarra slíkra um kóreskan og hebreskan þýðanda.

-b.

Retrievr

Rakst á þetta tól, Retrievr um daginn. Maður leitar að myndum á flickr með því.. teikna myndir! Rosa sniðugt. Prófaði þetta samt ekki fyrren núna áðan. Helvíti nett. Virkar allavega ágætlega til að finna ákveðnar litasamsetningar. Prófið endilega.

Fann þessa mynd m.a. með því að leita að bláum og einhverskonar brúnum. Hver sem setti hana upp er aum tík og lokar fyrir urlið á henni, en satan. Það stoppar engann! Ónei! Og síst mig! Tryllingslegur hlátur, heilu rokurnar af honum!



Svalur tappi.

Öppdeit: Þessi gaur notar myndir af Flickr til að stafa það sem maður skrifar inn.. frekar tilgangslaust kannske, en samt gaman að þessu.



-b.

Trailer Trashin'

Í framhaldi af Shining og Troopers treilerunum kemur hérna Sleepless.. In Seattle (20mb HI-net .mov). Stór fæll en helvíti gott stöff.

-b.

Pítsan

Ég minntist nú á það um daginn, minnir mig, en hún mamma var hérna í heimsókn í síðustu viku og ég spurði hana hvort hún ætti ekki uppskrift af pítsubotni. Jú, segir hún: Þrír bollar hveiti, einn poki þurrger, salt og volgt vatn. Alltof einfalt í rauninni. Og þetta var svona sirka, þarsem hún slumpar náttúrulega alltaf.

Ég reyndi þetta. Fyrsta pítsan var frekar léleg, enda ætlaði ég að búa til hálfan pítsubotn en klúðraði helminguninni (þetta sem mamma gerir dugar í væna pítsu og dágott hvítlauksbrauð, og fer í heila fjölskyldu). Númer tvö var mun skárri, en sú þriðja var helvíti fín. Nú er ég að reyna aftur og vona að þessi takist a.m.k. eins vel og síðast, en helst betur.

Ég var að henda gaurnum inní ofn og þrífa eftir herlegheitin, þannig að nú hendi ég upp myndunum sem ég tók:

[Nei, á milli þess sem ég skrifaði þetta hér fyrir ofan og restina át ég og glápti á ,,X-Files" með gaurunum. En hérna kemur þetta..]

Hér er saxaða dótið: Ostur (rusti sem var ekki lengur hægt að skera í sneiðar með góðu móti), sveppir, púrrlaukur og rauðlaukur. Enginn laukur-laukur.


Nautahakkið sem ég var búinn að þurrsteikja, maísbaunir, pítsuostur og pepperóní. Sósan er ekki á mynd, en ég notaði Hunt's Italian Sausage pastasósu sem ég átti uppí skáp. Ein svoleiðis dugði á fjórar pítsur, og rúmlega það.


Deigið oní skál, búið að hefast í rúmlega hálftíma..


..og komið á borðið.


Flatt út með handafli, þar sem ég á hvorki kökukefli né grúví rauðvínsflösku.


Sósan. Ríflega af henni.


Draslið á..


..og restin öll. Krydduð með pítsakryddi og svörtum pipar.


Og nýkomin úr ofninum. Helvíti góð.


-b.

30 janúar 2006

Halarinn

Er það merki um firringu á hærri stigum að ég skuli vera orðinn þreyttur á 1gb hámarks-uploadi per dag hérna á HI-netinu? Nú er stöðugt talað um ótakmarkað niðurhal í auglýsingum fyrir nettengingar hist og her, en ekkert minnst á.. upphal?

Væntanlega er það nú líka 'ótakmarkað'. Eru menn annars að setja sér takmörk í þessum efnum?

Annars - Nýlokið: Absolute Power, Cracker 1 syrpa. Á leiðinni: Miracle Man, Cracker 2 og 3. Og líklega nýji Battlestarinn.. ætli hann sé ekki kominn upp ennþá?

-b.

Bútur úr grein eftir Klock

Greinin heitir ,,X-Men, Emerson, Gnosticism" og ég gæti hafa bent á hana áður.. ég man að ég rakst á hana fyrir löngu síðan, stuttu eftir að ég las How To Read..., en las hana aldrei í gegn (enda var ég þá ekki búinn að lesa X-Men lotuna hans Morrison). En hún er nokkuð skemmtileg. Mig langar eiginlega að tékka á X-Men dótinu hans Mark Millar, þósvo að ég hafi aldrei verið hrifinn af skrifum hans hingað til.

En allavega, Klock snertir hérna á vandamálinu sem háir endalausum myndasögum á borð við X-Men, nefnilega endaleysinu. Nú erum við öll (eða flest?) lesendur bóka og áhorfendur kvikmynda, og höfum þannig vanist því að hlutirnir endi ekki illa.. svona oftast nær. Það gæti verið dálítið bjöguð túlkun á 'bælingu vantrúarinnar'*, en ég held að hún geri manni mögulegt að vera á báðum áttum þegar kemur að því hvort hetjan sleppi lifandi útúr hinu eða þessu. Það sem gerir þessar tilteknu myndasögur frábrugðnar öðrum skáldskap að þessu leyti er að hlutirnir geta í raun og veru ekki endað vel heldur. Bæling vantrúarinnar virkar þannig á báða bóga: Maður er spenntur fyrir hönd aðalpersónanna, á einhverjum tímapunkti er ógnin hrakin í burtu og jafnvægi komið á veröldina aftur (sjúkk, þetta endaði þá ekki illa eftir allt saman), en í næsta tölublaði er jafnvæginu raskað á ný (sjúkk, þetta endaði þá ekki eftir allt saman).

Það að Morrison skuli rannsaka þetta í vægast sagt neikvæðu ljósi** er ekki nýtilkomið (sjá tildæmis Animal Man), og gnostisisminn var mjög áberandi til grundvallar The Invisibles, en að mati Klock rennur þetta tvennt saman í New X-Men:
This is the central problem: the Phoenix is a negative endpoint -- the dark idea that will eventually be produced by evolution's violent progress from Human to Post-Human and beyond -- not a progressive Post-Human utopia, but something completely alien and inhuman that will destroy us all. Visions of a Post-Human utopia are primarily confined to the rhetoric of Xavier and Magneto; when the book gives us a glimpse of the future it is always a version of Chris Claremont's seminal Days of Future Past (Uncanny X-Men 141-142, 1980), a nightmarish future Morrison connects to the activation of the Phoenix Force (since Gnosticism would locate this force outside time, and since it conceives of this world as irremediably fallen, this connection makes sense). As proper comic book superheroes, the X-Men always win, of course, but the real philosophical challenges voiced by the better villains are never really dealt with. The comic book format expresses this dark, subterranean logic perfectly: pessimistic Post-Humanism. The idea that, yes, Post-Humanism is our destiny, but in the end it will do little more than provide the means for our continued violence and ultimate annihilation. As Sabertooth puts it: "Super-people are supposed to be the next stage in human evolution, and all we do is fight each other." [39] This pessimism is an unintentional but undeniable part of the serial form of superhero comics. The X-Men have continued their fight to integrate humans and mutants for forty years. Marvel Comics needs a sustainable universe where the X-Men will always be needed (a Utopia, which can end a book or film, doesn't work in a continuously serial narrative because it generates no new stories worth telling, publishing, or selling). These aspects of the form combine to create a world where no one can win and a dark future always threatens. The X-Men continue their fight for justice, but no higher force than the Phoenix and its attendant nightmare future is offered. Post-Humanism is very often utopian and teleological; the comics form itself fights against both these things.

Nú dettur mér reyndar tvennt í hug.. Þegar komið er að farsælum endi í hverskonar skáldverki lýkur verkinu, ekki kannske vegna þess að það er ekkert fleira sem hægt er að greina frá, heldur vegna þess að það er ekkert merkilegt, ekki í frásögur færandi. Annars hefði bókin (eða kvikmyndin eða hvað það nú er) haldið áfram. Þegar sagan er búin taka við hversdagsleg leiðindi. Þannig mætti hugsa til Dante og segja að sögufléttan leiði lesandann/áhorfandann í gegnum helvíti krísunnar, hlaupi upp hreinsunareld lausnar og eftirmála, kíki innfyrir dyr himnaríkis hinna farsælu endaloka og slútti þá frásögninni með haganlega staðsettu ENDIR.

Vegna þess að um leið og þú ert kominn í himnaríki er ekkert aksjón í gangi lengur. Engar pyntingar, engar litríkar persónur.. ekkert stuð. Helvíti er einn stór raunveruleikaþáttur á meðan himnaríki er endalaus verslunarferð þarsem allar hillur eru fullar, ekkert kostar nokkuð og enginn ryðst framfyrir annan.

Þá eru X-mennirnir fastir í helvíti.***

Á hinn bóginn man maður það sem sagt hefur verið um Tolstoy, að hann hafi byrjað sögur sínar þarsem aðrir hefðu endað. Vegna þess að hamingjuríki endirinn er tálsýn: í tilbreytingarleysi hversdagsins býr annað og lúmskara helvíti, sem dregur að lokum alla til dauða. Á mis-sársaukafullan hátt. Þá eru X-mennirnir ennþá fastir í helvíti, en það er allt í lagi vegna þess að allir aðrir eru þar líka.

Jæja félagi.. þetta var nú aldeilis merkilegt. Klukkan að verða fimm og ég á ennþá eftir að klára greinina (ég stoppaði þarsem ég tók tilvitnunina núna fyrir örugglega hálftíma síðan.. fór svo að lesa í BA ritgerðinni eftir að ég leitaði uppi þessa þýðingu mína á 'suspension...').

.....

Og fyrst ég er að þessu þá get ég bent á aðra grein eftir gaurinn, en hún fjallar um fræði Harold Bloom og kvikmyndina Donnie Darko. Man ekki hvað hún heitir og nenni ekki að gá að því, en hún er í draslinu: hér. Í drasli má einnig finna þætti nr. 3 og 4 af ,,Absolute Power", en 5 og 6 koma bráðum.

-b.

*Þetta ó svo illþýðanlega 'suspension of disbelief'.
**Það er kannske ekki forsvaranlegt að kalla Animal Man svartsýna stúdíu á þessu fyrirbæri, en mér sýnist endaleysið þar koma fram sem leið nauðsyn frekar en annað..
***Og lesendurnir væntanlega fastir í þessu gnostíska fangelsi, svona þess utan, en við skulum láta það eiga sig. Sjúkk.

29 janúar 2006

Fyrir og eftir (eða öfugt)

Þarsem Davíð virtist ekki eiga orð til að lýsa eftirsjá sinni þegar hann rakaði af sér yfirvaraskeggið um daginn þóttist ég vita að það myndu a.m.k. líða nokkur ár þangaðtil honum dytti í hug að gera það aftur. Þannig að ég ákvað að taka mynd.

Svona leit hann Davíð út í September, þarsem hann stóð í dyragættinni hérna heima:



Og þetta er sami maðurinn núna áðan í sömu dyragættinni:



Þetta er svakalegt. Fær mig til að langa að spila 9-ball.

-b.

27 janúar 2006

Týnt, grafið, stolið, brennt..

Slatti af triviu um glötuð verk í tímans rás.. Brot:
Kelly includes in his list manuscripts that were deliberately destroyed by, say, Hopkins or Joyce or Byron's publisher, and, less famously, Mikhail Bakhtin's manuscript on Dostoyevsky, which, as an exile in Kazakhstan, he used for cigarette paper, having previously smoked a copy of the Bible.

Mig hálflangar í þessa bók. Minnir mig svolítið á This is Not a Novel.

-b.

Reap the twirlies

Þetta er nú meira helvítis kjaftæðið..

Ég datt niður á greinina sem afhjúpaði gaurinn einhverntíman um daginn, en hafði ekki heyrt um þessa bók fyrr, enda sýnist mér hún vera frekar óspennandi.. svona greyið ég-skræða með tvisti. Það sem mér þykir merkilegast er að gaurinn skuli láta einsog bjáni og koma með einhverjar afsakanir fyrir því að hafa logið.

,,Logið" í bók. Hah.

Það er kannske ekki við öðru að búast af manni sem á allt sitt að þakka Ópru Vinfrei. En nú þegar hann er búinn að selja þessa bók sína (eða bækur.. mig minnir að það hafi þegar komið út framhald) í milljónatali, afhverju segir hann þá ekki þessum grenjandi húsmæðrum að fara til helvítis? Heldur hann að hann sé að redda ,,ferli" sínum til framtíðar?

Kélling.

-b.

26 janúar 2006

,,Get ég fokking aðstoðað?"

Veitingahúsagagnrýnandi er þjónn í eina viku. Sæmileg lesning, en þessi lína fannst mér einstaklega góð. Nokkuð sem hann hefur eftir einum þjónanna á veitingastaðnum:
Some people are interested in having the experience of being disappointed.

Þetta er skarplega athugað. Og á sannarlega ekki bara við um ferðir á veitingahús.. þó þetta komi reyndar oft og sterklega fram þar, ef þetta viðhorf er til staðar á annað borð. Mér finnst það alltaf jafn skrýtið og blátt áfram pirrandi þegar fólk ákveður að maturinn sem það er með fyrir framan sig sé ógeðslegur, að staðurinn sé lélegur, þjónustan ömurleg o.s.frv., og heldur áfram að magna upp fyrirlitningu sína á öllu saman þó svo að það hafi í raun yfir voðalega litlu að kvarta.

Yfirleitt held ég að þetta fólk hafi aldrei komið nálægt þjónastörfum, og geri sér bara ekki grein fyrir því að það er ekki eitt í heiminum (eða veitingahúsinu).. og mér sýnist flestar sögurnar af kúnnum frá helvíti í þessari grein vera af slíku fólki. En hinn póllinn er líka til; fólk sem er í bransanum, hefur þjónað sínum skerf af hálfvitum og telur sig umkomið að krefjast óaðfinnanlegrar þjónustu frá hverjum sem þjónar því til borðs. Einhver blanda af elítisma og gremju sem er látin bitna á þeim sem eiga það síst skilið.

Ég er kannske að draga upp ýkta mynd af þessu, en oft virðist mér einsog fólk telji að þjónustuliðar skuldi því heiminn í háu glasi og ekki seinna en í gær. Fokking slappiði af og látið einsog húsum hæfar manneskjur. Amen!

men men en..

-b.

,,Who killed Nice Guy Eddie?"

Nau! Chris Penn dauður.

Væri nú varla að minnast á það hér nema fyrir þær sakir að einmitt í dag, á leiðinni í vinnuna, var ég að rifja upp atriðið í Reservoir Dogs þarsem Nice Guy Eddie dettur dauður niður án þess að nokkur hafi skotið hann. Melurinn kjaftaði síðan frá því í viðtölum að Tarantino hefði látið það standa í myndinni til þess að búa til smá mysteríu úr því.

En það dugar ansi skammt þegar menn blaðra því svo bara að þetta hafi verið feill í leikstjórn.

Allavega, hann er látinn núna karlinn. Þetta er bráðabirgðatengill sýnist mér, en ég finn ekkert um þetta á google ennþá..

[Uppfærari daginn eftir: tengillinn er þegar dauður, en hér er frétt um þetta á CNN..]

Júv got meil

Þegar ég kom heim úr vinnunni núna rétt í þessu biðu mín 42 ný bréf í hi-pósthólfinu mínu.. Allt sama bréfið, auglýsing frá Fortúnu um könnun á viðhorfi til matvöruverslana (held ég), en sent aftur og aftur og aftur með tveggja til sex mínútna millibili frá klukkan sex til hálfníu. Helvítis bilun.

En samt. 42 stykki. Auðvitað hlutu það að vera fjörutíu og tvö bréf. Þegar svona hárri tölu er náð á annað borð getur heildarfjöldinn aldrei lent á öðru en 42.. nema hann nái uppí hundrað, þá er hægt að finna fleiri góðar tölur.

En hvað um það. Spurning um að kíkja á fyrsta þáttinn af ,,Cracker"?

Já og ,,Absolute Power" eru helvíti fínir. (Sjónvarpsþættir með Stephen Fry, ekki kvikmynd með Clintaranum.) Mæli með þessum gaurum. Svona la-la fyrstu þættirnir, en þeir vinna snarlega á undir lokin.. en þeir eru sex allt í allt. (Fyrsta serían, þ.e.)

Búinn að setja fyrstu tvo upp á draslið: hérna

sjónvarp sjónvarp sjónvarp sjónvarp

-b.

25 janúar 2006

Svona næstum því kannske smá

The Dark Knight Returns ---> Comic Sans ?

Já og svo hef ég hér myndasögu sem Joe Sacco gerði um tvo fanga sem eru að höfða mál á hendur Rumsfeld fyrir illa meðferð sem þeir hlutu í fangabúðum bandaríkjahers.
Ég hef hvorki náð að klára Safe Area GorazdePalestine þótt ég hafi byrjað á báðum, en þessi er stutt og laggóð.

-b.

En ef maður er bæði?

Girl: The fuckin' R train is a motherfuckin' myth. I swear to god, it's the fuckin' unicorn: only fools and virgins can see it.

Ég ætlaði að lesa í kvöld, en var að samþykkja að fara í vinnuna klukkan sjö. Vúbbdídú. Get bara ekki sagt nei við sumt fólk.

Og hvar í fjandanum eru naglaklippurnar mínar?

Þessi pítsa sem ég bakaði í fyrradag hefur aldeilis skilað sínu maður. Hún heppnaðist ekkert sérstaklega vel.. var andskoti sveitt svona nýkomin úr ofninum, og deigið náði ekki að bakast í gegn. En hún er fín köld. Metti mig í gær og í dag og það er ennþá eftir dágóður biti sem ég ætla núna að setja á disk inní ísskáp svo hún geti satt hungur mitt á morgun líka. Fjögurra daga pítsa?!?! Fokking magnað.

?"?"?!?!?!?"?!?#?#?"?!

Náði í plötuna La Maison de Mon Reve með CocoRosie fyrir einhverju síðan, en hlustaði lítið á hana. Smellti henni á í gær og hún virkar bara mun betur í svona almennilegu sándi. Grúv. Það sama má segja um Wolf Parade. Jú og örugglega flest annað líka. Ég hef bara aldrei haft svona mikinn bassa til umráða. Það er frábært.

Posterití: Við erum held ég rúmlega hálfnaðir með fjórðu seríu af X-Files. Það er sko stuðari.

-b.

Hannes karlinn

Þetta er frábært. Sjáið hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið að sýsla á Wikipediu. Hann er ansi iðinn við kolann, karlpungurinn.

(Fundið hjá Arndísi.)

-b.

Sambland: dót og dótarí

Ég ætlaði að hitta Má í ræktinni klukkan tíu í morgun, en svaf svona rækilega yfir mig. Það var reyndar voða þægilegt. Mig dreymdi eitthvað bæði yfirnáttúrulegt og stressandi. Herbergi full af ekta-hlutum sem ég var að fela mig í og flýja til, milli þess að myrða minjona.

Já og það var nokkurskonar oval-laga hringur utanum BSÍ, breiður malarvegur sem var þéttsetinn herflugvélum og þessháttar. Varabyrgðir. En kanarnir voru í krísu og stóðu í ströngu við að tappa bensíninu af þessum skrímslum. Ég sagði einhverjum frá því og hann gapti. Þvínæst settist ég í sætið mitt, einn af sex flugmönnum í einhverri vélanna. Tveir framar, fjórir aftar. Sá hægri-fremri skipaði okkur að taka ofan hjálmana, en þeir voru jafnframt beltin okkar.

Eldur í kexkökum sem áttu að virka einsog eldspýtur en ég náði ekki glóð, bara snarki. Spriklandi skordýralappir málaðar á postulín. Ljónið átti að sofa í poka í herberginu á móti og ég beið eftir að það vaknaði þangað til að ég vaknaði.

.....

Í gær fórum við hinsvegar í ræktina klukkan hálfellefu, eftir að hafa labbað niðrí bæ að sækja póst og blóðþrýstingslyf. Þvínæst fékk ég bílinn lánaðan hjá mömmu, nýja Land Cruiserinn þeirra:

sko kallinn


..eða eitthvað í áttina.

Keyrði til Völla og tók græjurnar og stofuborðið sem ég hafði sett í pant hjá þeim í desember. Gaf Völla start, kvaddi karlinn og sá svo á eftir honum þarsem hann brunaði niðrá næstu bensínstöð með honum afa sínum. Sævarinn (Volvóinn) bæði rafmagns- og bensínlaus. Svei því. Hann lítur annars einhvernvegin svona út, nema bara kremlitaður:

sko kaaaallinn


Keyrði heim á Eggertsgötuna með sólina í bakið og henti draslinu inn. Var að endurraða pleisinu núna áðan og það virkar sæmilega. Vantar samt einhvern stakan stól hérna skáhallt á móti mér. Þá væri þetta strax betra.

.....

Bráðum verður kosið til nýrrar stjórnar í Torfhildi, og um leið reynt að finna einhvern til að taka við vefsíðunni góðu. Það hlýtur að hafast. Ég hélt, þegar ég bauð mig fram til þessa á fyrstu önninni minni, að fyrst enginn annar hefði gefið sig fram kynni einfaldlega enginn annar á svonalagað. En ég trúi því varla lengur. Líklegra þykir mér að þeir sem þekktu til verka hafi vitað hversu mikinn tíma þetta dótarí tekur alltsaman, og haldið sig til hlés.

Ekki veit ég hversu mörgum klukkutímum ég hef eytt í að breyta þessari vefsíðu, lagfæra, bæta við og stússa almennt.. að maður tali nú ekki um þessar endalausu póstsendingar.. en þær eru orðnar ansi margar.

En það er náttúrulega bara vitleysa. Ég hef gaman af þessu.

.....

Í gær spurði Völli mig í framhjáhlaupi hvort mig vantaði eldhúsborð. Ég sagði nei. Núna sé ég meira eftir því en ég get tjáð í tvívíðum orðum.

-b.

20 janúar 2006

Klock-kast

Nei, Strangers in Paradise er lélegt dót. Ekki gott dót.

Og hérna er eitthvað sem ég reyndi að henda upp í gær áður en eldrefurinn brotlenti..

.....

Ég hef ekki verið iðinn við að hlusta á podköst, en fann á heimasíðu Geoffs Klock tengla á nokkur slík sem hann hefur tekið þátt í. (Síðan smækkar gluggan sjálfkrafa og ég veit að það er pirrandi en hann meinar eflaust vel.) Ég tékkaði á einu þeirra og það eru sirka fjórir gaurar, sem hljóma hver öðrum myndasögunördalegri, og Klock er með í gegnum síma. Umræðuefnið er fyrsta TPB-in af Animal Man, eða blöð 1-9.

Flestum þessara gaura líst ekkert á bókina og einhverjum er beinlínis uppsigað við Morrison. Þetta er í raun mjög fyndið.. Klock hefur greinilega lesið söguna í þuklaðar ræmur og ryður úr sér miklum fróðleik og stúdíu á þessum fyrstu heftum, og svo kemur einhver gauranna inní og segir að hann hafi ekki séð neitt af þessum kristilegu táknum sem Klock vill lesa úr heftunum (og þá sérstaklega #5, 'The Coyote Gospel'), og þvertekur fyrir það að í síðasta ramma sjái maður Crafty á krossinum - þetta sé bara einhver skepna sem liggi dauð á veginum.

Klock segir að þetta sé jú það líka, en að í þessari sögu (einsog svo mörgum) sé hægt að finna marga fleti, marga merkingarauka á því sem liggur augljóst fyrir. Gaukurinn segir eitthvað um að hann sé forritari og að hann sjái bara það sem sé á blaðsíðunni, og svo held ég að það sé sami gaur sem kemur með þennan gullmola, sem er í raun eina ástæðan fyrir því að ég skrifa um þetta yfirhöfuð, það er hér:
I don't believe in reading between the lines.

Og ég gapi enn. Hann trúir ekki á þá iðju að lesa á milli línanna. Það er bara ekki hans tebolli. Einsog það sé hægt að lesa nokkuð sem skrifað hefur verið án þess að neyðast um leið til að lesa á milli línanna.

Nei ókei, ég stoppaði gaurinn bara strax af og fór að skrifa þetta upp, en ég á eftir að heyra hvernig hinir bregðast við. Látum sjá. Nei ókei, hann heldur áfram:
...I have a problem with that. If, if I'm a writer, I'm gonna write down what I'm talkin' about.

Og svo kemur það fram að einn af uppáhaldsrithöfundunum hans er Tom Clancy. Gúddí.

Nei ég get ekki pikkað inn fleiri línur uppúr þessum gaur.. það er alltof mikið af þeim. Þetta er lesandinn sem skemmir samvitund mannfólksins alls. Úff vá, og svo er þarna annar sem þykist hata heftið vegna þess að það sé svo fullt af kristilegum táknum. En hann hatar einmitt trúarbrögð svo heitt. Satan hvað svona týpur fara í taugarnar á mér.

Heyrðu ég hendi þessu bara uppá draslið. Einræðan hans Klock er alveg þess virði að tékka á þessu.. Klikki gaukur (41mb, HI-net).

.....

-b.

19 janúar 2006

Rutmmaks skramáh!

..og ef einhver ykkar (eða bara Davíð) fílaði 'Digital Sweatshop' greinina þá er þessi hérna frá sama gaur og fer aðeins lengra oní saumana á þessu MOORPG-dæmi, eða hvernig það er nú stafað. Fjallar þannig séð um fasteignaviðskipti á mörkum stafrænu og raunveru..

'The Unreal Estate Boom'

At a construction site in Indianapolis, Troy Stolle sits with a hard hat in his lap and a Big Mac in his hands. Outside, the air is thick with dust and the rumble of bulldozers. A hundred yards away, the outline of a future Costco megastore shimmers in the heat, slowly taking shape as workers set rebar and pour concrete. Stolle's job, as a form carpenter, is to build the wooden molds the concrete gets poured into. His arms and hands are flecked with cuts and bruises, and at the moment he's got a pounding headache from the early stages of dehydration. Or maybe from the two-by-four that smacked him in the head earlier this morning. He's not certain which.
There's one thing he's sure of. Asked how this job compares to the work of building a virtual tower in Britannia two years ago, he answers like it's obvious: "That was a lot more stressful."

Merkilegir hlutir þessir tölvuleikjaheimar. Í ritgerðinni minni vitnaði ég í fyrirlestur þarsem gaukur einn fjallaði um svokölluð ,,skáldskaparkerfi" eða ,,fiction systems". Hann sá svipað dæmi í gangi í DC-Comics myndasöguveröldinni* annarsvegar, og í leikjum einsog þessum hinsvegar. Held hann hafi skrifað bók um dæmið.. hálflangar nú að tékka á henni.

-b.

*..og innri veröldum annarra myndasöguútgáfufyrirtækja eflaust líka, en DC var dæmið sem hann notaði.

18 janúar 2006

Já klukkan er orðin margt

Ég man að ég var jú einhverntíman að spá í því hvernig BNA borguðu Rússum fyrir Alaska.. En með tékka? Nei kommon.

Gullstöngum!
Hlýjum úlpum!
Biblíum!
Eldabuskum!
Eplabökum!

Ekki tékka, maður.. Það er leim. Alltílagi að skrifa ávísun þegar maður er að kaupa íbúð eða hús eða jafnvel búgarð útí sveit. En ekki Alaska.

-b.

its ísí es ei bí sí

Requiem for the Bender?

Mér sýnist þessi síða vera orðinn meira svona digital málverk frekar en gagnvirkur miðill. Þetta hefur verið ansi titrað fyllerí þarna einhverntíman í desember.

-b.

Milljónarinn

Björninn: fyrstur með fréttirnar.

(Eða tengil á fréttirnar, ef þið viljið fara í einhverjar hártoganir.)

Annars er þetta ekki svo góð frétt hjá þeim.. Fyrir það fyrsta vann gaurinn sér inn rúmlega eina milljón dollara, þarsem hann seldi síðustu 1.000 pixlana (eða dílana.. sem er nú ekki svo slæmt orð reyndar) á eBay fyrir þónokkuð mikið meira en 1.000 dollara.

Og svo er sama villan í gangi þarna og var í sjónvarpsfréttini um daginn. Hann er ekki að selja milljón auglýsingar, sem hver er einn díll að stærð. Hann er að selja auglýsingapláss á milljón díla svæði (1.000 x 1.000 dílar), þar sem einn díll kostar einn dollara. Temmileg auglýsing sem tekur 20 x 50 díla kostar þarmeð 1.000 dollara. Og ef þetta lið hefði litið á síðuna áður en það fór að skrifa fréttir um hana hefði það séð að þessi lýsing þeirra passar engan veginn.

Það er samt frekar merkilegt að honum skuli hafa tekist þetta.. Mjög einföld hugmynd í rauninni. Hann fékk bara helling af ókeypis auglýsingu hjá blóksíðum merkurinnar. Ég man þegar þetta var nýbyrjað hjá honum. Getur það verið að það sé svo langt síðan að ég hafi verið á gömlu tölvunni minni? Mér datt allavega aldrei í hug að þetta myndi hafast..

-b.

2,5km í mílum

Ahaaaa, nett fyndið.

Klukkan hálffjögur

Í dag barst mér bréf frá manneskju sem ég veit ekki hver er, þarsem hún spyr mig hvort ég ætli að mæta á samkomu sem ég var að enda við að auglýsa fyrir Þjóðmenningarhúsið í dag. Mig grunar að hún hafi endursent þetta óvart á mig, þarsem ég sendi auglýsinguna í gegnum póstlista bókmenntafræðinema. En hvað ef hún er að reyna að komast að því hvort ég, auglýsandinn, sé í raun jafn spenntur fyrir hlutunum og ég læt af í auglýsingunum? Kannske á hún líka beittan hníf og skóflu með pússuðu skafti.

Í dag fékk ég að vita að ef mann vantar lyf þá þarf maður að hringja í þartilgerða línu í heilsugæslunni á Selfossi á milli klukkan átta og níu að morgni til. Cozaarið mitt kláraðist í gær og ég á ekki meir. En þegar ég lít í bankareikninginn minn á ég ekki peninga fyrir skammtinum. Ekki nema ég fari með krumlurnar í varasjóðinn minn. Ég gæti reyndar logið því að mér að hérna sé um líf og dauða að tefla.

Áhorfið: CSI þátturinn hans Tarantino var ágætur. 'Battlestar Galactica' byrjar aftur með látum. Ég held ég hafi verið búinn að minnast á Mysterious Skin.. Hellboy hélt varla athygli minni og ég gekk út eftir að Már sofnaði. 'X-Files' undir lok þriðju þáttaraðar og við byrjun þeirrar fjórðu er að gera góða hluti. Dodgeball er skemmtileg. Og ég náði í nýlegan 'Conan' þarsem hann tekur m.a. viðtal við Will Arnett. Setti það í draslið.

Já og Batman. Ég var búinn að gleyma megninu af henni, en mikið er það fín mynd. Ekta bíó. Og þessi tveggja diska útgáfa sýnist mér vera að gera sig.. Kommentaríið hans Burton er sæmilegt, en ég á eftir að skoða restina af draslinu betur.

Hei einhverntíman bráðum skulum við fara í leikinn þarsem eitt af þrennu er rétt og við skiptumst á að giska og drekka.

-b.

17 janúar 2006

,,The world's first digital sweatshop"

Early last year a small Southern California company called Black Snow Interactive made a business move you could almost call shrewd if it weren’t so surreal. They rented office space in Tijuana, equipped it with eight PCs and a T1 line, and hired three shifts of unskilled Mexican laborers to do what most employers would have fired them for: playing online computer games from punch-in to quitting time. The games they were required to play were Ultima Online and Dark Age of Camelot, two of the most popular massively multiplayer role-playing games online. As the workers sat mouse-clicking virtual trolls to death, their characters acquired skills and gold at a brisk, assembly-line pace. For this, Black Snow paid the Mexicans piecework wages -- then turned around and sold the high-level characters and make-believe money on eBay, where a grandmaster dragon-tamer account from Ultima can fetch $200 and a Dark Age gold piece trades for roughly what the Russian ruble does.

Er ekki búinn að lesa þetta alltsaman en virkar athyglisvert.

-b.

I guess that's why they call it..

Athyglisverð grein um bilað dót.

Vinna í dag, enn og aftur. Nú nenni ég ekki að essóast aftur í vikunni. Les yfirlýsingar og anthropomorphic noir. Á meðan ég bíð eftir 'Arrested' get ég farið að horfa á 'Battlestar Galactica' aftur. Datt það svona í hug í gær að þættirnir væru komnir í sýningar aftur og viti menn; tveir nýjir þættir. Blái froskurinn tosar þetta inn fyrir mig.

Stundum sýnist mér að fólkið í kastljósinu sé bara að kósta. Fleyta kerlingar á frösum og 'kjölfróðleik' í stað þess að segja eitthvað. Það er kannske einhver einn á staðnum sem hefur vit á því sem er til umræðu, en á móti mælir einhver útnefndur en vanfróður, og á milli situr óundirbúinn kastljósari.

Þetta ráðherrakerfi hefur mér sýnst vera beinlínis asnalegt. Einhver gaukur er sjávarútvegsráðherra í svona mörg ár, svo skiptir hann um stól við félaga sinn, gerist fjármálaráðherra, og þá er hann alltíeinu orðinn alvitur um fjármál ríkisins? Pull the other one, einsog þeir sögðu forðum.

,,Sumir segja" segir kerlan í Kastljósi. Nei nei nei. Þú segir. Þessi hérna segir. Við segjum. Sumir eru of óræðir til að geta sagt nokkuð.

Já, og meðan ég man, ,,höfundurinn hefur sjálf gengið í gegnum" eitthvað? Ekki heldur. Höfundurinn gerir hlutina sjálfur.

Hvað með það. Ég lít ekki í blað (eða á blað.. auglýsingar, veggspjöld, flugrit og þessháttar eru engu skárri) án þess að sjá stafsetningarvillur. Nú er n/nn vinsælt. Jafnvel i/y.

Djísús kræst. Bjössi, ef þú ert að lesa þetta, lestu þetta þá aftur yfir og sjáðu hvað þú ert að gera sjálfum þér.

-b.

16 janúar 2006

Slatti af ágætis vídjóum hérna..

Lindsay: This objectification of women has got to stop!
Michael: It's just mom and whores.


Hérna líka:
Will Arnett: The people who are not watching ,,Arrested Development" are missing the opportunity to fight terrorism. That's what our show does. And so if you're not watching our show that means that you hate America. Why would you hate a country?

Rúmur mánuður í restina af ,,Arrested"

Jei. Fox ætlar að sýna fjóra síðustu þættina í einni lotu á föstudaginn 10. febrúar. Frétt og frétt, meðal annars.

Hérna (spoilerar*) er minnst á að Judge Reinhold leiki sjálfan sig í einhverjum þessarra þátta, sem myndi útskýra hvað hann var að gera í ,,SOBs" (þessa hálfa sekúndu sem hann var á skjánum).. þeas. ef sá þáttur var upphaflega seinna í röðinni en einhverjir þeirra sem eftir eru. Kannske fannst þeim hætta á því að ,,SOBs" yrði síðasti þátturinn sem færi í loftið yfir höfuð.

Fjórar vikur og fimm dagar. Það verður bara að hafa það.

-b.

* Ég hætti sjálfur að lesa þetta þarsem mér sýndist vera farið einum of mikið í söguþráðinn. Skil ekki þessa áráttu að fá að vita hvað gerist í þættinum áður en maður sér hann. Þetta er Arrested fjandinn hafi það.. það hlýtur að vera gott stöff.

14 janúar 2006

Tófel eftir sjö tíma

Andskotann eru öll þessi helvítis bönd að bögga mig á MySpace?

Mæspeis: Fyrir einhverjar bölvaðar hljómsveitir og einstaka hræður sem ég þekki.

-b.

13 janúar 2006

..sá þrettándi

Umfjöllun um nokkrar bækur eftir bandaríska hermenn sem voru í Írak, með viðkomu í Jarhead, sem fjallar um Persaflóastríðið.

Mig langar nú að sjá myndina sem var gerð eftir henni.. ætli hún fari ekki að koma í bíó?

Í dag: Útópíur, ræktari, einn öl í gufunni, og svo ekki neitt. Hefði verið snillinn að kíkja í vísó og svo kannske í bjórfullt karaókí við Gullinbrú, en þess í stað ætla ég að taka tófel próf-prófið, elda einhvern mat og kíkja svo á vídjó. Rólegur föstudagur hjá karlinum bara..

-b.

12 janúar 2006

Drink! Arse! Fick! Girls!

Nýjasta tækni veldur mörgum Bretum streitu og leiðir til drykkju

(Ímyndið ykkur bara breska hreiminn)

,,Ohhh, Sony er að setja nýjan síma á markað.. Neii!" *glúgg, glúgg*

,,Macintosh með Intel örgjörva? Ææææ.." *skrúf skrúf, hell hell, glúgg glúgg*

Deja-blók

Dagurinn var ein löng deja-vu tilfinning með pásum.

Ég finn að það leggst yfir mig einhver lágdeyða. Mórósa. Melankólía? Kannske hálfur svoleiðis. Þetta kann að hafa eitthvað að gera með það að ég var að koma úr vinnunni núna áðan og ég veit að ég þarf að fara aftur þangað á morgun. Sömuleiðis veit ég að ég þarf að fara að sofa bráðum ef ég ætla að halda sólarhringnum á þessu góða róli sem hann hefur nýlega tjúnað sig uppí.

Ég veit ekki hvort ég hef lýst þessu fyrir netinu áður, en hér fer, vegna þess að ég veit ekki hvernig aðrir skoða netið og hefði í sjálfu sér gaman af því að vita það:

Ég er með bookmark-möppu fyrir neðan ,,back" takkann í eldrefnum. Hún heitir ,,blók". Það eru reyndar tvær síður þarna sem teljast kannske ekki til blóka, en þær eru báðar uppfærðar nógu reglulega til að ég nenni að skoða þær daglega. Ég opna semsé eldref, hægrismelli á ,,blók" og vel open in tabs. Þá opnast þessar síður:
Ðatts itt. Áhugaverða tengla opna ég í nýjum flipa, sem birtist aftan við það sem er þegar opið, svo röðin lengist gjarnan aðeins áður en hún fer að minnka. Maður brennir í gegnum helling af upplýsingum en man kannske ekki mikið til langtíma. Fari það og veri.

En núna finnst mér ég þurfa að henda dóti út. Fjallabaksleiðin er tiltölulega nýtilkomin.. mér sýndist vit í þessu fyrst en síðan hafa bara bæst við einhverjar bulllotur og núna hefur ekkert gerst í fleiri daga. Lélegt. Skjálgurinn hefur ekki sagt stakt orð í lengri tíma. Það sama á við um Ými og Kristínu.. Nú eru þessi tvö síðastnefndu (eða þrjú, eitt er í raun par) fólk sem ég þekki og væri til í að lesa meira frá. Og öll þrjú (eða tvö. æ hvað er ég að segja) eru einstaklingar en ekki tengla-óðir pseudo-blaðamenn einsog langflestir hinir. En það er svona.. ef síðan er dauð þá er hún ekkert spennandi.

Kannske ég gæti komið mér upp annarri möppu sem skoðast skyldi vikulega?
Ég skoða slatta af öðrum blókum svona endrum og eins.. einhverja bókmenntafræðinema, darbódettur, finntk og örfáa af þeim sem skráðir eru í blókarann á vitleysingum (hvaða lið er þetta eiginlega?) en það er ekki á reglulegum basís.

Annars er þessi rútína oft á tíðum tímafrek með endemum. Alls ekki leiðinleg, enda renn ég tiltölulega hratt yfir og staldra ekki á hlutum sem vekja ekki athygli.. en þetta er feitur tímaþjófur. Að maður tali nú ekki um stömblið. Brr.

Já líklega hef ég ekkert meira um þetta að segja. Hvernig er það annars, er ekki bara alltí lagi að fíla Editors?

-b.

10 janúar 2006

Hver, ég? Pirraður?

Það sem er næstmest pirrandi í heimi er þegar fólk er með stillt á sömu gemsahringingu og ég. Þetta kemur fast á hæla þess þegar fólk segir hluti afþví það er kominn tími á að þeir séu sagðir, en ekki vegna þess að það bætir einhverju við umræðurnar.

En þetta með gemsann hendir mun mun sjaldnar. Og mér þykir það reyndar frekar undarlegt, þarsem ég er með stillt á einhverja mjög beisikk Nokia-hringingu.. Væri ég með sérsniðinn gaur eftir eigin höfði eða nótnablöðum obskjúr píanókvinnu frá einhverju Eystrarsaltsríkinu þá.. hvað var ég að hugsa?

Jú, mér þætti það ennþá skrýtnara ef ég heyrði hringinguna mína úr ókunnri átt. En að sama skapi dulítið gaman. Einsog þetta stendur núna þá þykir mér þetta ekkert gaman. Bara böggandi, svei því.

Ég veit ekki hvert hlutfallið á milli kvenna og karla í bókmenntafræðinni er, en skráning í vísó er svo: tvær konur á móti hverjum karli. Magnað.

-b.

Narsikús

Hei, hver hefur ekki blaðað í gegnum antólógíuna hans Nortons?

Hermann Stefánsson segist vera hættur, farinn.

Og hann Alex Robinson hefði getað lært ýmislegt af henni þessari:
Lady: Excuse me, but I'm looking for a book.
Store chick: And?
Lady: I don't remember the title or author, but the cover is purple.
Store chick: Our purple books are downstairs.
Lady: They sent me up here.
Store chick: We're sold out of purple books. You want something in a yellow?

Og.. ,,BJÖRK: (Giggling.) Imagine if clouds were made of licorice!"

Frekar algeng mynd af Björk; að hún sé einhhver húrrandi einfeldningur.

En þetta voru punktarnir. Hef ég ekki sagt nóg? Við hlið mér situr Torfhildarfundur sem ég rambaði hálfur inná. Margt í burðarliðnum. Og te á borðinu, mm.

-b.

Geisparinn

"Patrick McGoohan Finally Gives In

Flyers girl: Hi, would you like to come to a party?
Guy: No, thanks.
Flyers girl: Why do people keep lying to me?
Guy: I'm not a person."

Í dag var annar dagur í post-bústaðarþynnku. Það er kannske bara ágætt að maður gerir þetta ekki oftar en einusinni á ári.

-b.

06 janúar 2006

Patent pending

Ég man eftir að hafa lesið um þessa vitleysu fyrir ekki svo löngu síðan, þó ég muni náttúrulega ekki hvar. Nú til dags er víst hægt að fá einkaleyfi á öllum andskotanum, og þá gildir bara að sækja það nóg hart á grundvelli lögfræðinnar. Mér finnst það bara lýsa svo mikilli óskammfeilni að ætla sér að eiga aðferð einsog þessa:
In May, Monteleone received a letter from Cereality's attorney warning him that he may be in violation of a patent application the company had filed for its "methods and system" of selling cereal. These included: "displaying and mixing competitively branded food products" and adding "a third portion of liquid. ... If these rules had applied for the last century, there conceivably could have been patents on everything from drive-thru fast food to overnight shipping."

Og þarna er líka tekið fram að til þess að brjóta ekki á einkaleyfi amazon.com á ,,one-click shopping" aðferðinni varð barnesandnoble.com að bæta við auka-smelli í pöntunarsystemið sitt. Hvílík bilun.

Stóreflis fyrirtæki og vinsælar verslunarsíður eru náttúrulega ekki þeir sem koma verst útúr þessu, en maður sér í hendi sér hversu illa þetta getur komið fyrir fólk sem gæti hugsanlega byggt á og bætt við aðferðir af þessu tagi.

Fyrir nú utan þá hrikalegu tilhugsun sem einnig er snert á þarna, og fjallað var ítarlegar um í The Corporation, að nú geta fyrirtæki faktískt séð fengið einkaleyfi á genasamsetningu einstakra lífvera.

Þetta finnst mér alveg tilvalið dæmi um það að fólk sem á að hafa þekkingu og vald til að stoppa þessa vitleysu af þegar hún fer útí öfgar veit hreinlega ekki hvað það er að gera. Og önnur lönd fylgja í kjölfarið vegna þess að fordæmið er til staðar í bandaríkjunum. Sjáið tildæmis Smáís. Það myndi engum detta í hug að þessir vitleysingar hefðu vald til að gera það sem þeir komast upp með nú til dags ef ekki væri fyrir samskonar hegðun í BNA, þarsem hún þykir eðlileg.. hagsmunahópar sem skipa lögreglunni fyrir (eða sleppa henni jafnvel alfarið og sjá um aðgerðirnar sjálfir) í valdi einkaleyfa, sem áttu upphaflega að vernda kúnnann, ekki fyrirtækið.

Dæmið sem greinin leggur upp með gekk ekki eftir einsog fautarnir hefðu helst viljað, en það er af nógu öðru að taka. Verst þykir mér, einsog ég hef minnst á áður, að Bandaríkin eru ekki bara að sigla sjálfum sér í kaf með þessu rugli, heldur fylgja allir aðrir (að því er virðist) í kjölfarið.

-b.

05 janúar 2006

Overheard in the Mansion..

Úff. Lína úr ,,Girls of the Playboy Mansion". Kærastan er að búa til einhverja novelty-legsteina fyrir vinkonur sínar og vantar texta á einn:
I thought of 'Gillian Grace, shot in the face', but then I thought that could be pornographic.

Ekki vottur af djóki.

Fokking brilljant.

-b.

The Invisible Library

Rakst á þessa síðu núna rétt áðan. Skrá yfir bækur sem eru bara til í öðrum bókum. Og viti menn, þarna fann ég strax Bestselling Romantic Spy Thriller I Used to Think About on the Bus that would Sell a Billion Copies and Mean I'd Never have to Work Again, The eftir óþekktan höfund.

Snöggir nú, í hvaða bók kemur þessi bók fram (gúgl-laust)?

-b.

Ókei, lesið þetta bara

Allar feitletranir eru frá mér komnar. Svona til áherslu, þið skiljið.

The human penis as a semen displacement device

The penis evolved as an internal fertilization device. There are, however, striking differences in penis morphology between different species (see Birkhead, 2000). In addition to the ostensible impact of female choice on the evolution of more elaborate male genitalia (Eberhard, 1996), there is reason to believe that sperm competition played a role in shaping the human penis. The human penis, with a relatively larger glans and more pronounced coronal ridge than is found in many other primates, may function to displace seminal fluid from rival males in the vagina by forcing it back over/under the glans. During intercourse the effect of repeated thrusting would be to draw out and displace foreign semen away from the cervix. As a consequence, if a female copulated with more than one male within a short period of time this would allow subsequent males to “scoop out” semen deposited by others before ejaculating (Baker and Bellis, 1995).

En pælið í þessu. Framhald:
To test this hypothesis, Gallup, Burch, Zappieri, Parvez, Stockwell, and Davis (2003) simulated sexual encounters using artificial models and measured the magnitude of artificial semen displacement as a function of phallus configuration, depth of thrusting, and semen viscosity.

Líffræðirannsóknir af þessum toga með einhverju plastdrasli? Leiiiiðinleeegt!

En vá heyrðu, ég get bara ekki verið að draga út allt það sem mig langar að benda á.. þetta er merkilegt. Jú, sjáið þetta:
Under conditions that raise the possibility of females engaging in extra-pair copulations (i.e., periods of separation from their partner, allegations of female infidelity), Gallup et al. (2003) also found that males appear to modify the use of their penis in ways that are consistent with the displacement hypothesis. Based on anonymous surveys of over 600 college students, many sexually active males and females reported deeper and more vigorous thrusting when in-pair sex occurred under conditions related to an increased likelihood of female infidelity.

Í huga mér sé ég mann, sem hefur nýverið tekið saman við gamla kærustu, munda lók sinn einsog skóflu og ráðast til atlögu. Djöfull eru þessir limir til margra hluta nytsamlegir.

-b.

Gemmér Hicks refrens

Guy #1: I'm not a very social person.
Guy #2: Join the club.

Það kom að því (og margt fleira)

Verandi gullvildarvinur Íslandsbanka, með nýtt gullkort og allthvaðeina, get ég ekki fengið debetkort með síhringingu. Man ekki hvort ég var þegar búinn að reifa þetta hér.. Þetta var útskýrt fyrir mér í bankanum um daginn sko. Síhringikort eru gefin kónum sem bankinn treystir ekki - fólki sem eyðir um efni fram og á síðan ekki pening til að borga skuldina sína.

Gullvildarfólk - einsog ég - eru hinsvegar góðvinir bankans, sem eiga ekki að geta stigið feilspor. Þannig að síhringi-gullkort er bara einhver ikkí oxímoron.

Jæja. Núna áðan gekk ég inná Prikið í fyrsta skipti á nýju ári og pantaði mér það venjulega. Fékk tvisvar höfnun á kortið, tékkaði á netbankanum og þá var ég kominn yfir heimild. Ekki lengi gert. Þá hafði VISA skuldfærslan komið inn í gær, mér að óvörum. Hefði ég vitað það í gær, að ég ætti bara þúsara á kortinu, þá hefði ég náttúrulega ekki keypt mér þessar bévuðu DVD myndir.

(Ó, kaldhæðni örlaganna! VISA skuldin var einmitt fyrir DVD myndum.)

En ég keypti mér semsagt hræódýrar myndir í Elkó í gær. Tveggja diska útgáfu af Unforgiven (þó ekki í svona pappakassa einsog eintakið hans Más), The Thin Red Line og einhverja spes útgáfu Batman, fyrstu myndinni. Tæpur tvöþúsund og áttahundruð kall. Textinn utaná kassanum er á norsku eða sænsku eða eitthvað, en það skiptir ekki öllu.

Mér þótti samt gaman að heyra samtal tveggja starfsmanna á staðnum, þarsem þeir stóðu við DVD rekkana að spá í hvað þeir ættu að kaupa inn. Annar var sko með allt á hreinu. Roxanne er, samkvæmt honum, besta myndin sem Steve Martin hefur gert. Ég hló inní mér. Sá titill hlýtur að veitast Cheaper by the Dozen 2 (bara af sýnishornum að dæma).

Það var nú samt gaman að sjá karlinn í Leno um daginn. Hann hefur greinilega húmor fyrir því sem hann verður að láta frá sér til að eiga salt í grautinn, bensín í lúxuskerrurnar og nýtt parket í villuna. Þó held ég að hann sé alveg að fíla sjálfan sig í Bleika pardusnum, þannig að hann er kannske ekki með þetta alveg á hreinu.

Já, ég segi það bara hérmeð. Þetta er léleg mynd. Hvenær svo sem hún kemur út.

.....

Hún mamma gaf mér skóhorn í gær. Takk mamma mín. Þarfaþing. Nú verða gestir mínir sko ánægðir, það get ég sagt ykkur.
Allavega einn þeirra.

En ég var ofsaþreyttur þegar ég kom loksins heim. Sofnaði stuttu eftir að ég fleygði inn þarsíðasta pósti, og vaknaði (glaðvaknaði, liggur mér við að segja) klukkan hálfþrjú í nótt. Ég er farinn að halda að dagurinn eigi bara ekkert við mig; að líkamann langi hreinlega til að vaka um næturnar og beiti ýmsum brögðum til þess. Hefði ég sofnað klukkan ellefu þá hefði ég sko sannarlega ekki vaknað klukkan sjö, eldhress og sprækur.

En þetta var allt í lagi. Ég dólaði og beið eftir því að fara í fyrsta tímann. Sem átti að vera klukkan korter yfir átta.

Auðvitað var enginn tími í dag. Ég veit ekki hvaða hundingi og flón hefur logið því að mér, en sá hefur nú gert mér lítinn óleik en um leið stærri góðleik. Skólinn hefst ekki fyrren eftir fjóra daga. Ég fékk bara ágætis gálgafrest fyrir hans tilstuðlan.
Tilbúinn frest, þannig séð jú. En einsog skáldið sagði: ,,Everybody makes their own fun. If you don't make it yourself it's not fun - it's entertainment."

Þannig að nú er bara gaman í rigningunni.

.....

Já eitt enn.

Þegar ég fékk einkunnina mína fyrir Foucault áfangann þá var það í tveimur pökkum. Annarsvegar fyrir málstofuna sjálfa og hinsvegar fyrir verkefni í málstofunni. Því þetta eru jú faktískt séð tveir aðskildir kúrsar. En þá stóð eftir í ókláruðu hjá mér námskeið sem hét ,,Rannsóknarverkefni í Málstofu A" (en þá hafði ég þegar fengið einkunn fyrir ,,Verkefni í Málstofu A").

Ég fór niðrí nemendaskrá í dag og fékk ráðið úr þessu. Þá er ,,verkefnið" sem ég fékk einkunn fyrir kúrs í BA náminu, en ,,rannsóknarverkefnið" sem sat eftir kúrs í MA náminu. Ég var skráður í það síðarnefnda, en einkunni mín haðfi verið færð í það fyrrnefnda, þó svo að ég hafi aldrei verið skráður í það..

En þetta skal lagað. Bara hvað og hvenær.

(Málið er sko að bæði masters- og BA nemar sátu þennan kúrs, en einkunnin er síðan metin útfrá því hversu langt viðkomandi er kominn í námi. Þ.e.a.s. það er búist við betri / ítarlegri / eitthvað svoleiðis verkefnum eða ritgerðum frá mastersnemum heldur en BA nemum.)

Bleargghh. Þetta er alltof mikið raus. En ég er að skjalfesta þetta sjáðu. Ef einhver las þetta í raun og veru þá má sá hinn sami / sú hin sama skilja eftir nafn í ,,Viðbragðs"-skúffunni og ég skal gefa viðkomandi hressileg verðlaun.

-b.

Hættulegar hugmyndir

Yfirdrifið nóg af spennandi stöffi hér.
The human population is still growing, but at nowhere near the rate that the population of memes is growing. There is competition for the limited space in human brains for memes, and something has to give. Thanks to our incessant and often technically brilliant efforts, and our apparently insatiable appetites for novelty, we have created an explosively growing flood of information, in all media, on all topics, in every genre. Now either (1) we will drown in this flood of information, or (2) we won't drown in it. Both alternatives are deeply disturbing. ...


Vaknaði klukkan að verða þrjú í nótt og er ennþá að bíða eftir deginum.

-b.

04 janúar 2006

Afrek

Á mánudaginn gerði ég ekkert. Bara bókstaflega ekki neitt nema að hanga. Fór rétt svo útúr húsi. Daginn eftir skoðaði ég stjörnuspá Moggans fyrir mánudaginn og þar var mér sagt að nú væri ýmislegt á seyði, en ráðlegast væri að fara ekki að vaða í alltsaman og hlaupa þannig hringi í kringum sjálfan mig. Og mér hreint út sagt skipað að setjast niður og slappa af.

Ég læt það alveg vera hvort ég sé í beinum tengslum við stjörnumerkið mitt (sem er sporðdrekinn, fyrir þá sem ekki vita. Rólegar stelpur, ein í einu!), en ég er allavega vel tengdur inná dálkinn minn í stjörnuspá Moggans..

En bíðum við, þetta eru ekki afrek. Þriðjudagurinn fór nefnilega allur í samskonar slugs (sunnudagurinn gerði það reyndar líka).. eða það sem ég sá af honum á annað borð. Ég ætlaði að snúa sólarhringnum við í fyrradag, en gafst upp klukkan rúmlega átta að þriðjudagsmorgni og vaknaði aftur um sexleytið sama kvöld. Er búinn að vera vakandi síðan.

Það gerði mér hinsvegar kleyft að mæta niðrí alþjóðaskrifstofu og spyrjast fyrir. Ég er búinn að ákveða að sækja um að komast í tvo skóla.. en þetta ISEP batterí má bara eiga sig held ég. Tvíhliðasamningarnir skulu vera málið fyrir Björninn*. TOEFL gögnin ættu öllu samkvæmt að vera komin (Már fékk sinn pakka í gær) en ef þau koma ekki með póstinum núna á eftir þá ætla ég að hringja eftir þeim. Prófið er eftir tíu daga og ég verð víst að hafa þetta á hreinu.

(Ég

((Ég man ekki hvað ég ætlaði að skrifa hér. Í þessum rituðu orðum kom hún móðir mín í heimsókn og hádegismatur með henni niðrí Smára endaði í heillangri búðarferð með henni, Óskari bróður og kærustunni hans. Ég var geispandi næstum því allan tímann og hef nú bráðum verið vakandi í 24 tíma. Þreytti gaurinn.))

-b.

*Sjá hér eitt af örfáum tilvikum þess sem ég vísa til sjálfs mín í þriðju persónu. Og geymið í huga ykkar.

Skál á miðnætti

Hérna er mynd sem mér fannst takast skemmtilega rétt um áramótin sjálf. Virkaði flottari á miklu minni skjá, en það er bara einsog það er. Sko:



Það eru einhverjar fleiri myndir af svipuðum toga hérna til hliðar.

-b.

Svartar umgjarðir

Núna áðan reif ég upp flestalla takkana á lyklaborðinu mínu og þreif undirlagið. Hellingur af drasli þarna. Verkfæri: fingurnir mínir, plokkari, naglaklippur og kennaratyggjó. En núna er sko gaman að vélrita. Vildi að ég hefði eitthvað til að vélrita af viti.

Það eru tveir tímar í að alþjóðaskrifstofan opni og ég verð að fá einhverja aðstoð við þetta dótarí. Kaupmannahafnarháskóli? Hellingur af drasli þar á ensku, en óvíst með masterinn.. Og vorönnin í þessum skóla hérna rétt hjá, Háskóla Íslands, gæti bara orðið fín. Módernisminn hjá honum Sveini Yngva, útópíur hjá Benedikt oooog eitthvað. Mig langar að tékka á þessari kvikmyndafræði, en ég veit ekki hvort ég get tekið þessa fræðilegu grunnkúrsa þarsem ég er þegar búinn með eitthvað svipað í bókmenntafræðinni.

Ekki að ég sé svooo búinn með þetta dót heldur bara að ég er ekki viss um að ég fái það metið (fyrir nú utan að fá það metið inní masterinn.. Djöfuls vesen alltaf).

Kvikmynd: Mysterious Skin. Helvíti fín.. Virkilega óþægileg á köflum en mjög falleg samt. Einhvernvegin. Einstaka hræðilegar línur, en mestallt vel skrifað og á heildina mjög vel leikið. Ég gæti nú hent henni uppá heimasvæðið mitt.. ég er annars mjög latur við að sækja bíómyndir og ennþá latari við að horfa á þær, en ég mæli með þessari.

Djöfulsins eilífa nótt er þarna úti. Ég er algerlega kominn með yfirdrifið nóg af þessu. Nei ókei, nóttin er góð í sjálfri sér. Ekkert að henni. En myrkrið er alveg að fara með mig. Gefðu mér frekar sumarnótt, þarsem það er þannig séð ennþá dagur en við vitum öll betur.
Ég hefði eiginlega ekki búist við því en minningin um Essósumarið hérna í Reykjavík er mjög þægileg. Vogar voru allt í lagi, en ef ég eima sumarið niður í nokkur augnablik þá er ég annaðhvort á leiðinni í vinnuna eða úr henni á hjólinu (jafnvel labbandi), léttklæddur í mismikilli sól en jöfnum hita.. eða staddur á Austurvelli með pilsner og myndavél. Kannske bók.

Sumrin í Gunnarsholti voru ágæt, en hver hafði sosum tíma til að njóta þeirra? Gemmér Reykjavík hvern dag. (Ókei næstum því hvern dag. Stundum var vinnan þar aðeins meira spennandi en bensínbransinn.) Og þaráður var ég á Klaustri, þarsem næturnar voru frábærar, en ég var alltaf vinnandi inní hótelinu á meðan þær liðu yfir sveitina fyrir utan. Bömmer.

-b.

03 janúar 2006

Snark

Nokkrar uppáhalds bækur. Ég hef lesið eina af bókunum sem Clinton telur upp, en það er Science as a Vocation eftir Weber. Nú er það gott og blessað að hafa lesið Mill eða Adams eða Marx (og gera það jafnvel upphátt í stúku á Alþingi), en sá stjórnmálamaður sem telur þessi skrif Webers með áhrifavöldum í starfi sínu hækkar átómatískt í áliti hjá mér.

Svo glær er ég.

Og til að bera þennan forseta saman við þann sem tók við af honum, þá er það deginum ljósara að Bush er ekki hálfvitinn sem hann læst vera. En þótt hann væri vel lesinn (sem þarf samt ekkert að vera) þá myndi hann aldrei viðurkenna það. Ímyndið ykkur að ætla að spurja manninn útí hegðun hans í stjórnmálum með því að vitna til Webers. Nei, þá er einfaldara að þykjast ekkert hafa lesið nema kannske útdrátt úr Biblíunni.

Þessi listi er samt dálítið fínt pússaður. Ég þekki ekki allar þessar bækur en þetta eru náttúrulega mjög seif titlar. Slatti af sögu, dulítil heimspeki, ein tvær ævisögur, smá ljóð og ein blökkukona. Og hann er af mestu leyti í stafrófsröð skv. eftirnafni höfunda. En sumir hugsa jú þannig.

Ú, leikur. Ef einhver getur giskað hvenær ég vaknaði í dag (í fyrstu tilraun mind you) þá fær sá hinn sami verðlaun. Af verri endanum, reyndar, en kommon.

-b.

Það var lagið!

..eða ,,fokk jess", einsog kaninn myndi segja.

Nú líður senn að endalokum ,,Arrested Development" hjá Fox, og óvíst með hvort þættirnir haldi áfram göngu hjá annarri sjónvarpsstöð. Eiginlega frekar ólíklegt.. En þegar ég heyrði fyrst af þessu sagði ég þetta hér:

,,Ég vona bara að fyrst þetta er ákveðið núþegar, þá hafi þetta góða fólk tækifæri til að móta síðustu þættina með þetta í huga og klára dæmið almennilega."

Nú var ég að enda við að horfa á 9. þáttinn í seríunni (þann 5. síðasta) og þeir eru svo sannarlega að snúa þessu sér í hag. Það er vonandi að þeir haldi svona góðum dampi þartil síðasti þátturinn fer í loftið, ég segi ekki annað. Ef svo fer þá var þessi kanselleríng e.t.v. bara af hinu góða. Það allra versta sem hefði getað gerst væri ef þátturinn færi að skríða fyrir áhorfendum í von um meira áhorf og nokkrar þáttaraðir í viðbót, bara til þess að halda áfram. Út með hvelli, skíðlogandi oní gröfina. Svona á að gera það.

Ég sinni samt skyldu minni sem áhorfandi og hvet ykkur til að horfa á þessa þætti og það oft og mikið. Þeir eru sannarlega gott stöff.

-b.

Byrjun janúar

Þá þarf maður að: Sækja um húsaleigubætur uppá nýtt, sækja um lín-yfirdrátt uppá nýtt, velja kúrsa uppá nýtt, og byrja í ræktinni uppá nýtt.

Ég fann umsókn fyrir húsaleigubæturnar hérna, sem þýðir að ég þarf ekki að senda einhvern til að ná í eyðublaðið fyrir mig. Framför og kúdós til Árborgar. Hinsvegar vantar mig launaseðil fyrir desembermánuð, en hann hefur ekki látið sjá sig.

Mundi ég að gefa þeim nýja heimilisfangið mitt? Kannske ekki.. Jæja.

Áður en ég get sótt um nýjan yfirdrátt þarf ég að greiða þann gamla niður, og til þess þarf hann Guðni að fara yfir það sem ég skilaði til hans og ákveða að gefa mér góða einkunn fyrir. Það gerist eflaust hvað og hvenær. Hinsvegar býst ég við að skulda bankanum lítið eitt á milli, þarsem ég fékk lán uppá 15 einingar en klára bara 10. Þarsem það munar einum kúrs þá er ég að vona að fá 75% frá LÍN, en það þarf ekkert endilega að fara svo.

Ég veit ekkert með þessa kúrsa.. það er doldið erfitt að gera mikil plön í þá áttina þegar ég veit ekki einusinni hvort ég kem til með að eiga efni á að vera í skólanum þessa önn.
Eða nei, það er ekkert það erfitt. Ég er bara latur einmitt núna.

Og á meðan þarf ég að undirbúa mig fyrir TOEFL prófið sem er 12. og finna mér skóla til að sækja um í.

Það verður samt gott að komast aftur í ræktina. Það er sko ekkert lítið sem ég er búinn að vera latur undanfarið. Hrikalegt helvíti.

Kevin Smith er að gera myndina Clerks II: The Passion of the Clerks, sem hljómar mjög illa. En það er samt stundum gaman af þessum vídjóum sem liðið fleygir uppá síðuna.

Og sagan af ,,anal fissure"-inu er líka nokkuð skondin.

Ég afrekaði ekkert í dag. Ég ætlaði að kópera Mr. Show fyrir Ými, áður en hann færi heim til Danmerkur, en ISO fælarnir sem ég bjó til með DVD Shrink gengu eitthvað illa í CDBurner XP Pro 3.. kannske þarf ég Nero?
Eníveis. Á morgun ætla ég að þrífa ísskápinn minn. Og fara í skrifstofu skiptinemanámseitthvað og spyrjast fyrir. Veit samt ekki hvort ég nenni að fara að sofa.

-b.

02 janúar 2006

Óstrobgsr

Hvaða helvítis veruleiki er þetta? Hvernig kemur hann mér við?

Mér líkar ekki við neina manneskju og enginn staður hentar mér. Ég hata alla hluti. Mér er illa við hverja einustu sekúndu sem líður.

Árið 2006 ætla ég að hverfa sporlaust. Einsog að ganga í sjóinn nema með tómi í staðinn fyrir sjó. Stiginn er festur í efri endann en svo danglar hann bara niður og það er skref fyrir skref fyrir skref.

-b.