15 janúar 2016
07 janúar 2016
06 janúar 2016
Efins um þessa nálgun. Það er alltaf frekar hæpið að stilla Listamanninum upp sér til hliðar við "hina"; "almenningur" er orð sem á bara að nota í pólitík; listamaðurinn ætti að læra að tjá sig annarsstaðar en akkúrat á safninu; og engum finnst spennandi að "læra að mynda tengsl". Þetta hljómar einsog lífsleikninámskeið í þrjúhundruð þúsund manna bekk, undir handleiðslu elítista sem er að læra á gjallarhorn. Það er líka eitthvað sovíeskt við framsetninguna, klausan er of löng og flókin til að hafa framan á byggingu.. Nú þegar ég segi það þá virkar þetta einsog hluti af sýningu frekar en einlæg skilaboð um hlutverk safnsins. Hvað er í gangi?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)