09 október 2006

Morris, sjónbart, Flex

Það eru engar nýjar fréttir að það er allur andskotinn til á youtube. Ég minntist á Chris Morris um daginn og það er slatti af honum þarna, t.a.m. þetta þáttarbrot um The Day Today og BrassEye og þessi klippa hér, þarsem hann fer undir fölsku flaggi í einhvern leim umræðuþátt og bullar tóma steypu:



Þetta minnir mig á ,,Lifeboat"-sketsið í Mr. Show (sem sjá má hérna, á youtube nemahvað), eða sögu tengda því öllu heldur. Þar segir áhorfandinn þessi ódauðlegu orð:
You need to respect the baby, cause life is precious, and God and the Bible.

Einhverju seinna fékk ónefndur gaur hljóðnemann í Jerry Springer þætti og sagði þessi sömu orð í gersamlega engu samhengi við það sem var í gangi. Þá klippu fann ég reyndar ekki á youtube, og hef bara orð Brian Posehns fyrir því. Góð saga samt. Þótt hún sé stutt.

Gláp: The Corner, The Wire, Battlestar Galactica, Lost, Dexter, The Larry Sanders Show, Studio 60 on the Sunset Strip, Extras og South Park. Í engri sérstakri röð. Doom Patrol er kreisí dót, og ég skil ekki hversvegna þeir dæla ekki restinni út undireins.. það eru enn eftir 12 tölublöð af Morrison-lotunni, og þau safna bara ryki.

Eins er skrýtið að DC skuli ekki veigra sér við að gefa þessi blöð út í safnbók, þarsem Flex er ansi fyrirferðamikill á köflum, en neitar hinsvegar að safna Flex Mentallo miniseríunni í bók af ótta við Charles Atlas klíkuna. Nú hef ég lesið söguna á skjánum mínum, en mig langar í pappírinn. Það er bara betra þannig.

Strychnine Lives er enn óopnuð. En hún veit að það kemur að henni. Ah, þessi furðulega nautn sem fæst úr því að bíða með að lesa myndasögu þegar maður hefur hana innan seilingar.

-b.

Engin ummæli: