19 nóvember 2009

Ályktun stjórnar Lögreglufélags Vestfjarða 28. okt. sl.

Fundurinn harmar þá ákvörðun sem Ríkislögreglustjóri hefur tekið varðandi rafbyssur sem valdbeitingartæki, þ.e. að eingöngu að heimila sérsveitinni notkun á því. Fundurinn óskar eftir útskýringum á því hvers vegna það er lagt til að þrautþjálfaðir og vel vopnum búnir lögreglumenn sérsveitar RLS verði búnir rafbyssu valdbeitingartækjum á meðan illa tækjum búnir lögreglumenn á landsbyggðinni, sem starfa einir, fjarri allri aðstoð, og þurfa oft á tímum að leysa samskonar verkefni og sérsveit RLS verði án þessara tækja.

Gah.

Í fyrsta lagi: Ef ,,illa tækjum búnir lögreglumenn á landsbyggðinni, sem starfa einir, fjarri allri aðstoð" sinna oft samskonar verkefnum og Sérsveitin (og tekst það væntanlega bærilega, maður heyrir a.m.k. engar fréttir af ófremdarástandi, lögleysu og ringulreið frá Vestfjörðum), hvaða þörf er þá á Sérsveitinni?

Í öðru lagi: Ég gef mér að við þurfum á Sérsveit að halda, án þess að hafa neitt fyrir því í sjálfu sér. Og ég get ímyndað mér aðstæður þar sem illa tækjum búnir lögreglumenn á landsbyggðinni duga hreinlega ekki, en það er ekki síst vegna þess að eðli málsins samkvæmt þá eiga Sérsveitarmenn að hafa hlotið mun meiri þjálfun en óbreyttur lögregluþjónn, og eiga því að kunna að fara með vopn. Þótt við getum sammælst um það að einhverstaðar oní skúffu megi vera til þrautþjálfaður smáher með alvæpni, þá er ekki þar með sagt að hvaða löggupilla sem er megi búast sömu vopnum.

Í þriðja lagi: Hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug að svarið við fámenni sé að hlaða á sig hættulegri vopnum? Að fólk með einbeittan brotavilja vopnbúist ekki á móti? Og ef þið haldið því fram að rafbyssurnar séu hættulausar, eða hættuminni en kylfurnar, hvernig koma þær þá til með að nýtast ykkur?

Sérsveitin er ill nauðsyn og það á eitthvað að skilja á milli hennar og ógrímuklæddra lögregluþjóna.

Í fjórða lagi: Ályktunin er illa skrifuð og klunnalega orðuð. Ég legg til að þið ráðið skrifandi einstakling í hlutverk fundarritara. En ég hef á tilfinningunni að þið mynduð frekar vilja kaupa ykkur beittari kúlupenna..?

-b.

Þeir eru heldur ekki númer

Yngvi frændi benti mér á þetta lag, sem er hugsanlega betri ,,aðlögun" en það sem ég reyndi að horfa á í gærkvöld. The Prisoner með Iron Maiden:



Það besta besta er að lagið er akkúrat 6 mínútur að lengd (skv. lagalistanum á plötunni).

-b.

12 nóvember 2009

11 nóvember 2009

Ég hlakka svo til

Jóla hvað? Hér er síða úr viðbótinni í omníbússinu The Years Have Pants:



Tekið úr viðtali við Campbell á cbr.

-b.