31 maí 2007

Hvað er í gangi?

Ég skal segja þér hvað er í gangi.

  • Ekkert meira DS9. Sjöunda og síðasta þáttaröðin byrjaði hræðilega, en skánaði eftir því sem á leið, og síðustu tíu þættirnir voru bara helvíti fínir. Takk fyrir mig.
  • Pale Fire eftir Nabokov. Ég rugla honum stundum saman við Joseph Conrad. Þessi bók byrjar helvíti skemmtilega.. afhverju hef ég ekki lesið meiri Nabokov?
  • Baldur's Gate II. Mmmm. Mér líst samt alltaf best á Kensai-klassann. Hefur einhver spilað þennan leik öðruvísi og haft gaman af því? Það er bara eitthvað við það að velja sér eitt sverð, nota enga brynju eða hanska eða hjálm, hitta alltaf (eða því sem næst) og gera sæmilegan skaða.
  • Sól úti. Þarsem veðrið er.


-b.

29 maí 2007

..pumpin' knowledge through the verse..

Það voru læti í veðrinu í gær. Ég vaknaði nokkrum sinnum við þrumuganginn hérna fyrir utan. Það var svipað og þegar Hallur kom í heimsókn um daginn og vakti mig snemma að morgni og ég gólaði og sparkaði útí loftið því ég er ekki beint vanur því að einhver komi inní herbergi og vekji mig. Þetta var svipað og þá.

En ég tók daginn fyrir rest.

Fór niðrá pósthús og fékk þar bréf. Það var sama bréfið og íbúðafyrirtækið sendi mér fyrir viku síðan.. þeir segja mér að fyrst náminu mínu lýkur í sumar þá skuli ég gjöra svo vel og flytja út ekki seinna en í endaðan september. Þarna veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera.

Prentaði út hundrað og fimmtíu síður af Ritgerðum útí skóla. Tvær Ritgerðir, þrjú eintök af hvorri ritgerð. Festi á þær staðalforsíðublað og skilaði inn. Vissi svo ekki lengur hvað ég átti af mér að gera. Keypti filmur fyrir Hall og svitnaði í sólinni, heyrði í Hafsteini og Halli, drakk þrjá bjóra í garðinum en vantaði eitthvað að lesa.

Tæpar tvær vikur eftir. Það er skrýtið að vera ekki með skiladag í höfðinu lengur. Þyrfti að redda mér einhverju að lesa, það er hvað.

Á morgun spáir hann tuttugu stigum og sól með köflum. Og rakinn! Þessi raki..

Kíkti á fyrstu myndina af sex í Lone Wolf and Cub seríunni, Kozure Ôkami: Kowokashi udekashi tsukamatsuru. Kanarnir kalla hana Sword of Vengeance. Nokkrar flottar senur en myndasagan verður seint toppuð. Hún getur bæði gefið sér rúm til að segja þéttari sögur og sýna fáránlegri (les. æðislegri) bardagaatriði. Ein afhausun í myndinni reyndar sem náðist helvíti vel.

Fjandinn, ef útí það er farið þá fannst mér Road to Perdition skemmtilegri aðlögun á sögunni, þótt hún sé strangt til tekið höfð uppúr annari myndasögu, sem er hræðileg.

Horfði á 88 Minutes og ég veit ekki hversvegna. Hún var mjög slöpp. Þegar Al Pacino segir ,,he hacked my little sister to pieces" og manni finnst það fyndið þá er eitthvað mikið að viðkomandi bíómynd. Og þúveist.. Pacino og slatti af sjónvarpsstjörnum? Blah.

Mig langar að spila Baldur's Gate.

-b.

Alan Moore skrifar um klám

Þetta er löööng grein. Ég er ekki búinn með hana. Ég ætla að fara að sofa. En hérna er bútur:
The literary mainstream of under-the-counter reading matter during the Victorian period varied widely in palatability, as is to be expected in an outcast and despised field without quality control of any kind. A Sadeian passion for deflowering or else for uncritically depicted rape intruded nastily into some narratives, possibly even into a majority, but it’s important that we do not overlook the socially benevolent material that found its only outlet in this much-loathed form. Sexual etiquette and even to a certain extent sexual politics could not be mentioned or discussed within the confines of Victorian propriety, which meant that only in a field already banished far beyond those confines could such subjects safely be brought up. It’s by no means unusual to find participants in some chapter-length orgy of the period suddenly declaring half-time during which they will discuss such issues as the gentleman’s responsibility to make sure that his female partner has been fully satisfied by their exchange, or the importance of always acceding to the female partner’s wishes even when deranged by passion. These were matters that could not be raised in Home Hints and were certainly not taught at school or by one’s parents. It would seem that the only sexual education being circulated in the 19th century was within publications that were by their very definition deemed obscene.

28 maí 2007

Oso:

Ritgerðirnar eru búnar. Held ég skili þeim inn á morgun barasta, heilum tveimur dögum fyrir síðasta skiladag. Hefur nokkuð þessu líkt gerst áður í heiminum?

Ég fór með Ými og Kristínu og foreldrum Kristínar til Svíþjóðar í gær. Smá stopp í Malmö og svo upp til Helsingborgar og þaðan með ferju (20 mínútur á leiðinni) til Helsingeyri. Eða Helsingjaeyri? Elsinore. Báturinn hét Hamlet.

Hann var furðulega snöggur af stað, miðað við nafna sinn.

Mér er dálítið illt í vinstri kjálkaliðnum. Hvað getur angrað mann þar?

Er ég svo bara kominn í frí?

-b.

27 maí 2007

Kjúklingur klukkan 04:06

Ég kaupi kjúkling útí búð á tvöhundruð og fimmtíu krónur íslenskar og ég elda hann í ofni. Það er æði. Á ég að segja ykkur hvernig ég elda hann? Ég krydda hann og set hann svo inní ofn og bíð í klukkutíma eða svo. Og ég sýð hrísgrjón til að hafa með.

Sjötta þáttaröð af DS9 endaði helvíti vel. Sú sjöunda byrjar hræææðilega illa. Það er allt gert vitlaust.

Lost endaði einsog þáttaraðir eiga að enda. Tveir snilldarþættir í röð og bláendirinn kom á óvart en meikaði algerlega sens. Og nú er bara að bíða.

Ég er á blaðsíðu 18 í Ritgerð. Síðurnar þrjár sem ég reiknaði með í Eco fóru uppí sex, en það eru góðar síður. Ég er ánægður með þær. Þarf bara að henda inn einhverju úr Flaubert's Parrot og punkta mig síðan út í niðurlagi. Pís of keik. Sjö níu þrettán.

Lína úr bókinni:
How submerged does a reference have to be before it drowns?

Hér er önnur:
But here is the difference. With a lover, a wife, when you find the worst – be it infidelity or lack of love, madness or the suicidal spark – you are almost relieved. Life is as I thought it was; shall we now celebrate this disappointment? With a writer you love, the instinct is to defend.

Meikar kannske ekki alltof mikið sens eitt og sér, en hei. Lesið bókina.

-b.

25 maí 2007

Tjah

My candidate for the worst movie-star director of all time has to be Clint Eastwood. Because he's still a big star and he stays on budget, Hollywood continues to indulge his directorial fantasies, yet in nearly 40 years of half-assed attempts at directing he has never developed a style of his own. Every directorial chop Eastwood displays was stolen from Don Siegel or Sergio Leone - real filmmakers who taught him what little he knows. Clint's only original theme, present from Play Misty for Me all the way to Million Dollar Baby, is that of a paternalistic white male who exercises the power of life or death over a woman: invariably, he chooses to kill her.

Skemmtileg pæling samt: Að stúdíóin gefi leikurum tækifæri til að leikstýra bara svo þeir haldi kjafti og læri að haga sér. Gaurinn gefur engin góð dæmi um leikara sem hefur leikstýrt kvikmynd svo sómi sé að, a.m.k. ekki mynd númer eitt. Minnist reyndar á Nil By Mouth en virðist lítt hrifinn af henni. Mér fannst hún nokkuð sólid.

Liev Schreiber gerði Everything is Illuminated. Hún er fín. Ég er að reyna að finna önnur dæmi en mér dettur ekkert í hug. Hugmyndir?

-b.

Hvernig fílarðu stílinn minn gæskan?

Apparatið og myndirnar

Ég vaknaði með lagið ,,Stay" (með Lisu Loeb) á heilanum. Svo furðaði ég mig á því að ég kynni textann við lagið ,,Stay" (með Lisu Loeb). Þetta er dótið sem maður man.

Um leið og ég furðaði mig á þessu þá furðaði ég mig á því að ég skyldi vera vaknaður klukkan hálfníu, eftir að hafa verið á barnum í gær að drekka kokteila.

Já ég drakk kokteila. Þrjú stykki. Er ég minni maður fyrir vikið? Ef til vill. En þeir voru ljúffengir.

Ýmir er með mynd af því á vitleysingum. Ég er með svipaða mynd hér, bara verri:



Og hér er hún Kristín í þann mund eða nýbúin að taka mynd af okkur



Og hérna er mynd af einhverju sem mér fannst greinilega að ég þyrfti að taka mynd af.. veit einhver hvað þetta þýðir?:

(Uppfært: Davíð segir okkur að þetta þýði ,,ég er heilbrigður!" Hverskonar maður (eða kona) finnur hjá sér þörf fyrir að lýsa yfir heilbrigði sínu á veggnum í lyftunni minni?)





Ég fíla framtíðina líka. Allavega svona til að heimsækja, ég myndi ekki vilja eiga heima þar..

-b.

23 maí 2007

Campbell og Júdas

Mér finnst Campbell fyndinn gaur.
It reminds me of my con-sketch anecdote. A guy asks for a sketch and I say 'Only if you're buying a book.' he says, 'Okay, what's the cheapest book you have?'.
"I'm selling the Bacchus Color Special at cover price, three bucks." 'Will you draw a sketch if I buy one of those?"
"yes." I sigh.
So he pulls out his pad. As I'm starting in, "Can you make it a drawing of me?"
So now he's making things difficult and I'm beginning to feel restless. But I start sketching the generality of his physiognomy. He butts in again: "Can you make it of me, but have me being stabbed to death by a London prostitute?"
Now I have to angle the thing so that he's falling over.
"And make the prostitute Marie Kelly."
I'm starting to feel pissed off now. I finish the job as quickly as I can.
At the last moment a thought occurs to me. I execute it.
As Marie Kelly murderously brings down that blade and the blood spurts, I give her a word balloon. In it she is saying: "Take that, you cheap bastard!" and I make sure it has the guy's name on it.
He seems pleased and thanks me.

Og svo er hér stutt hrifla um Júdasarguðspjallið:
When the National Geographic first heard that there was such a Gospel of Judas, several experts interpreted it the way we have basically always have interpreted Gnostic text. When we first heard about Gnostic texts, we were told that they were "weird"—"Gnostic", that meant they were the wrong kind of gospel, not like the "real" gospels.

But when (Harvard Professor) Karen King and I approach these texts, we treat each as another Christian gospel—another way that this powerful and strange and tangled story of betrayal was told by Jesus' followers in the decades after his death. We can't assume it tells us much about what happened between Jesus and Judas—it's probably guesswork, like all the other gospels—but it also offers a lot more than that: it places us right in the heart of the historical situation in the generations after his death.

-b.

22 maí 2007

Sjónvarps-stuttheit

24 er ekki mál heimsins þegar kemur að sjónvarpi, en þessi þáttaröð sem kláraðist í gær var alveg afspyrnu slöpp. Þeir náðu alveg nýjum hæðum í því að gera ekkert.

Nil By Mouth er spes. Kasúal heimilisofbeldisdrama? Full groddaleg. Ray Winstone alltaf góður.

Og talandi um groddaskap, The Sopranos spýtti í lófana í síðustu viku og mér fannst það frábært. Núna hætti mér næstum að lítast á blikuna. En það er ekki verra: Ef þeir geta ekki keyrt þessa stöðu uppí clusterfuck brjálæðis-endalok þá geta þeir ekkert. Ég er vongóður.

Ég er kominn inní sjöttu seríu af DS9 og núna erum við farin að tala um þætti sem ég sá aldrei í sjónvarpinu í den. Kreisí dót í gangi samt.

Never inquire how to be free / just stay on your knees

-b.

Beygja, kreppa, sundur, saman

Sjöhundruð tuttugu og tveir. Ég hef ekkert til að skrifa um en við skulum sjá hvort eitthvað hrekkur ekki úr loftinu ef við berjum í veggina. Mig vantar að komast af stað. Ég veit hvað ég ætla að segja á næstu blaðsíðum í Ritgerð en þetta er munurinn á því að skrifa fyrir sjálfan mig og að skrifa fyrir annað fólk: Hérna get ég skrifað það sem mér dettur í hug, af því það skiptir ekki máli. En ef ég ætla að skila þessum skrifum eitthvað og láta annað fólk lesa það, þá þarf það sem ég skrifa að mynda heild.

Hérna fyrir neðan er nýjung í gangi hjá blogger. Það er ,,save now" takki, blár við hliðina á appelsínugulum ,,publish post" takka. Ég get ýtt á þennan bláa og vistað það sem ég hef skrifað sem uppkast. Nemahvað, nú er blogger farinn að gera það sjálfkrafa.. á mínútu fresti eða svo? Þarna gerðist það. Þegar ég hvíldi mig á milli setninga. Punktur, slak, seiv. En núna verður sportið að halda áfram og áfram svo blái takkinn breytist aldrei í grátt ,,saved".

Og halda bara áfram að skrifa og skrifa þannig að ekkert geti gerst og ekkert breytist. Sem hljómar arrgghh. Hann seivaði. Ég vil ekkert seiv.

Nei þetta er erfitt sport. Maður þarf líklega að redda sér einhverjum lyfjum til að geta haldið sér við efnið. Eitt sem maður getur gert, ef maður þarf að hugsa næstu setningu í gang, er að skrifa staf og stroka hann út jafnóðum, því þá getur hann ekki vistað heldur. En foj. Hættum þessu rugli.

Authorial authority and authorial identity. Jæja. Þetta er í það minnsta ekki praktískt.

En Breakfast of Champions er allt öðruvísi núna heldur en þegar ég las hana í fjölbraut. Spáum í því. Ég held ég hafi verið ánægðari með hana þá, en kann kannske betur að meta hana núna? Meikar það sens? En það eru nokkur gullin augnablik í þessari bók. Kona stingur uppá því við manninn sinn að þau selji hlutabréfin sín og flytji til Maui. Næsta lína: ,,So they did."

Og maður heyrir ekki frá þeim aftur. Exeunt, stage left.

Sólin veit að ég sit inni og skrifa. Hún notar tækifærið til að hita steypuna á svölunum mínum. Þegar ég stíg út er það einsog að vefja sig teppi úr ljósi.

Ríkisútvarpið hérna í Danmark sendi mér bréf um daginn. Bíðum við.. Þetta byrjaði þegar þeir bönkuðu uppá hérna fyrir áramót og ráku augun í útvarpið mitt. Þetta skaltu borga fyrir, sögðu þeir. Og sendu mér reikning. Alltaf lendi ég í því að borga afnotagjöld. Nemahvað, svo senda þeir mér bréf um daginn og segja eitthvað á þessa leið:

Við vitum að þú ert með útvarp, en nú viljum við vita hvort þú sért líka með eitthvað annað, til að mynda tölvu með svona og svona hraða nettengingu, sem þýðir að þú getur horft á DR í gegnum netið, þjófótti bastarðurinn þinn.

Fyrir neðan það eru tveir kassar, og ég á að velja einn.

Fyrri kassinn: Já ég er með allskonar græjur til að stela sjónvarpsútsendingum, og ég þoli ekki að lifa í lyginni lengur, úr takti við menn og dýr. Vinsamlegast rukkið mig um rúmlega tíu þúsund krónur danskar á ári, því ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera við öll þessi námslán.

Seinni kassinn: Nei, ég sver og sárt við legg að ég á ekkert sem gæti mögulega sýnt mér danskt sjónvarp og þannig haft af ykkur mögulegar tekjur. Lof sé Danmörku, dýrð sé móður Jörð, Guð geymi drottninguna og Danir eru bestir í handbolta.

Ég setti x í seinni kassann, en ég ætla ekki að senda bréfið fyrren skömmu áður en ég flyt heim. Bastarðar.

Við Ýmir kíktum á Zodiac í gær, og það ættu allir að gera. Ég segi ekki meir.

-b.

21 maí 2007

Listi yfir það sem er eftir

  • Fá vottorð um skólavist handa skattstjóranum heima
  • Fá vottorð frá danska skattinum um tekjuleysi á árinu
  • Skrifa eina ritgerð
  • Skrifa aðra ritgerð
  • Skila inn ritgerðum
  • Láta danska ríkið vita að ég sé að flytja heim
  • Pakka, þrífa og rölta niður á flugvöll

Djöfull var heitt í dag.

-b.

20 maí 2007

,,Two come along at the same time."

Spurning útí etrið: Þegar maður segist vilja hengja einhvern af hæsta gálga, er þá tilgangurinn að sem flestir geti séð viðkomandi þarsem hann hangir, og sem lengst að.. eða að fallið sé það langt að smellurinn rífi af honum hausinn?

Eða henni?

(En maður hengir ekki konur, maður drekkir þeim.)

Ég er að klára fimmtu þáttaröð af Deep Space Nine. Allar seríurnar, fyrir utan þá fyrstu, innihalda 26 þætti. Mér fannst það alltaf skrýtið. Svo minnist einhver á að á Bajor sé sólarhringurinn 26 klukkustundir. Er það málið? Eða er það öfugt? TNG telur líka tuttugu og sex.. það er líklega öfugt. Mhm.

Sjö síður komnar í Ritgerð.

Keilir vill leigja mér íbúð á gamla varnarsvæðinu, með interneti og strætóferðum til Reykjavíkur inniföldum. Ekki versta hugmynd sem ég hef heyrt, þótt ég geti varla hugsað mér að yfirgefa 101.. Um að gera að nota þessar vistarverur til einhvers. Hvernig ætli svæðið líti út þessa dagana? Tumbleweed waúwaú?

Mér fannst þetta fyndið í dag:
The best thing about being over here, aside from the bidets I mean, is listening to all these languages. Someone needs to speak English for about thirty seconds before I even recognize it. I took a lot of French in High School, which is the same as taking no French ever - I used to be able to talk about Hair and Cheese or whatever, but the extent of my French ability these days is to declare that I am a frozen chicken. Before I came here, I think that I believed Italian and German and French were just other ways to speak English - like a dialect that they persisted in using because they were stubborn or proud. When you hear a person in Italy or whatever talking in some weird way, they aren't tring to be funny - it's a whole language. They talk like that all the time. They even think like that, if you can imagine it.

Italian is cool because it can warp space-time.

Let's say that someone is just saying "hi" to you. The Buon comes out okay, we're good so far. Even the G is good. But when we get to the iornooooooo, minutes can turn into hours. I was talking to a guy at this place and he was like "Buon" and I was like, "Yeah, great. Look, I need to be somewhere this week." German, it's basically like English. English, you know, spoken by a monster, underwater, into a walkie-talkie.

Eldgamalt náttúrulega, og kemur engu við, en hann er helvíti góður stundum.

Mig langar að gera þetta alltsaman í einu: Fara heim, vera lengur, byrja að vinna, fara á Hróarskeldu, kíkja í heimsókn til Svíþjóðar.. Þetta snýst allt um peninga. Bölv.

-b.

19 maí 2007

,,Fuck"

Heimildamynd um orðið ,,fuck" í heild sinni á google video. Sosum ekkert nýtt í gangi, fullt af fólki að tala í myndavélina og greinilegt með hverjum leikstjórinn stendur. En nokkrir fínir punktar. Einsog þessi hér:

,,Ford's economics are the worst thing that's happened to this country since pantyhose ruined finger-fucking."
Lyndon B. Johnson, fyrrum forseti Bandaríkjanna.

Það stendur reyndar ekki hvaðan þetta kemur, en bitinn er góður.

-b.

18 maí 2007

Þú getur setið heima hjá þér

Þessi bakmeiðsl voru sem betur fer ekki eins alvarleg og ég óttaðist. Fór á lappir í gær og reyndi að teygja á helvítinu, var orðinn góður seinnipartinn. Finn aðeins fyrir því að ég er ekki hundrað prósent, en þó vel starfhæfur. Ég þakka öndum forfeðra minna fyrir að þetta er ekki sama draslið og angraði mig fyrir tveimur árum síðan.

Í gegnum boingboing.. Fullt af myndum af stöðum þarsem fólk fær ekki að setjast niður. Allskonar brunahanar og syllur og grindverk og ég veit ekki hvað og hvað, skreytt með örvaoddum.



Þetta er einmitt eitthvað sem ég skil ekki, og fær mig til að hata mannfólkið. Á flugvellinum hérna, Kastrup gamla, liggur járnstöng meðfram öllum veggjum og súlum, í sirka 20-30cm hæð. Ég tók bara eftir þessu um daginn þegar ég beið eftir Halli. Það var einn bekkur á svæðinu, fullsetinn, kaffihúsastólar og Burger King básar, og svo lokað á alla aðra setu með því að girða veggina af. Hálfvitar.

Líka í gegnum bb: Ég er yfirleitt ekki hrifinn af ópraktískum úrum (eða úrum yfir höfuð, ég hef ekki átt úr í lengri tíma) en þetta finnst mér of svalt:



Ekki alveg nógu stúpid til að vera ónothæft, og mjög snassí.

Tæpur áttaþúsundkall, plús sending og tollur. Bíðum og sjáum.

-b.

17 maí 2007

16 maí 2007

Jess

ég er kominn af stað með ritgerðina. Hún var lengi að hrökkva í gang, sérstaklega þarsem ég hrökk úr sjálfum mér þarna í fyrradag. En nú er hún plottuð og byrjar ágætlega. Tvær vikur til stefnu. Þetta er ekkert mál.

-b.

15 maí 2007

Tinni: Trílógía um strák


Steven Spielberg and Peter Jackson are teaming to direct and produce three back-to-back features based on Georges Remi's beloved Belgian comic-strip hero Tintin for DreamWorks. Pics will be produced in full digital 3-D using WETA Digital’s groundbreaking performance capture technology.

The two filmmakers will each direct at least one of the movies; studio wouldn't say which director would helm the third. Kathleen Kennedy joins Spielberg and Jackson as a producer on the three films, which might be released through DreamWorks Animation.

...

"Herge's characters have been reborn as living beings, expressing emotion and a soul which goes far beyond anything we've seen to date with computer animated characters," Spielberg said.

"We want Tintin's adventures to have the reality of a live-action film, and yet Peter and I felt that shooting them in a traditional live-action format would simply not honor the distinctive look of the characters and world that Herge created," Spielberg continued.

...

Jackson said WETA will stay true to Remi's original designs in bringing the cast of Tintin to life, but that the characters won't look cartoonish.

"Instead," Jackson said, "we're making them look photorealistic; the fibers of their clothing, the pores of their skin and each individual hair. They look exactly like real people — but real Herge people!"

Þetta gæti orðið massívt pixlarúnk. Hvernig geturðu gert teiknimyndapersónur betri með því að gera þær fótórealískar? Spielberg er einsog hann er og Jackson.. ja, gerði King Kong. En á ennþá nokkuð inni eftir LoTR. Ég er skeptískur.

Og ég er ekkert viss um að stíllinn yfir teikningunum hans Hergé virki annarstaðar en í myndasögurammanum. Afhverju ekki að taka titilinn, og andann sem lifir í bókunum, og reyna að búa til góða kvikmynd? Einsog liðið sem gerði Ástríkur og Steinríkur hitta Kleópötru. Hún er leikin, það er ekki verið að smíða þrívíddarmódel af teiknimyndapersónum o.s.frv. en þetta er bara góð bíómynd. Mestaf. Ég hló mikið og oft.

En já. Enn önnur myndasagan á tjaldið. Ví. Hvað er langt í Sval og Val og tímavillta prófessorinn með Tim Roth, Tim Robbins og Ian McKellen?

(Hmm.. Það hljómar reyndar ekkert svo illa.)

-b.

Bakið sagði mér

,,þetta ætti að kenna þér að taka til á heimilinu án þess að spyrja mig leyfis," og henti sér fyrir lest. Fígúratíva lest. Ég get ekki gert neitt án þess að emja, sársaukinn sker einsog tenntur hamar. Ligg á maganum og reyni að lesa bók af tölvuskjá. Það gengur svona og svona.

En ég fór útí búð áðan og náði mér í mjólk og svona til að endast í nokkra daga. Mér skilst maður eigi að liggja fyrir til að byrja með.

Guðrún sagði mér að taka íbúfen ef ég ætti það til. Ókei sagði ég. En ég á bara 400mg pillur. Þær eru á stærð við sólgleraugu. Sker þær í tvennt og tek helming í einu, það hlýtur að vera nóg.

Tæpar fjórar vikur í heimför. Ísland græðir öll mein.

-b.

Fólkið á mbl.is

mbl.is greinir frá því að þrír átján og nítján ára strákar hafi verið sýknaðir af nauðgunarákæru. Stelpan þótti reikul í frásögn o.s.frv. á meðan strákarnir neituðu útí eitt. Maður hefur lesið um svona lagað áður. En nú getur maður haldið áfram og lesið um það sem öðru fólki finnst, því mbl.is tengir beint á blóksíður sem ræða þessa tilteknu frétt. Hann Þröstur segir sína meiningu:
Þetta dóm er ekki á réttum farvegi. Dómari mæti taka betur á þessu og dæma í vist , betrunavinnu og fræðslurnámskeið ofl.

Svona dóm eykur meira vanda og finnst mörgum það sé lagi ( sem er ekki lagi ) og halda komast upp með það. nú er mál að setja fleira dómsreglur og ákveðin dómsstigum svo það sé ekki mismuna öðrum dómsþolendum.

Hérna er engin setning í lagi. Og þetta er allt það sem hann hefur um málið að segja. Að svona dóm sé ekki á réttum farvegi og að það auki meiri vanda. Getur maður annað en hlegið að þessu?

Yfirleitt er samt tengill á aðra síðu, ef fleiri en einn hafa sýnt greininni áhuga (sem er yfirleitt málið). Hún Salvör fer aðra leið en hann Þröstur vinur okkar. Hún tengir líka á dóminn í heild sinni, tekur dæmi úr honum og ber saman hvernig sögur fórnarlambsins annarsvegar og ákærðu hinsvegar eru settar fram. Hvort um sig er greinilega umorðun, en það er samt feykilegur munur á. Stelpan: ,,Hún hefði samt ekki grátið eða neitt þannig og jafnvel verið hlæjandi..." Einn af strákunum: ,,...og viðhaft samfara­hreyfingar uns ákærði hefði fellt til hennar sæði." Hjá ákærðu verður frásögnin fagmannleg og allt að því klínísk, á meðan frásögn stelpunnar lítur út einsog gelgjuraus á pappír. Þetta er virkilega góður punktur hjá henni, og eitthvað sem fréttin sjálf kemur ekki nálægt.

..þó svo hún sé eflaust nokkuð hlutdræg sjálf, einsog titillinn á færslunni - ,,Nauðgun á barni" - bendir til.

Fólk hefur auðvitað rétt á því að skrifa það sem það vill, og Þröstur er án efa sáttur við sitt innlegg, en ég held að það sé nokkuð ljóst að almennilegur fréttamiðill tengir ekki á svona rugl. Ég leita sjaldan í þessar tengdu blókfærslur, en þegar maður gerir það á annað borð þá ætti maður sjálfur ekki að þurfa að vinsa út vitleysingana.

Með öðrum orðum: Skamm mbl.is. Ritstýrið þessum andskotum. Veljið og hafnið. Og svo framvegis.

(Mig minnir að Guðni Elísson hafi verið grein einhverstaðar (Lesbók?) um þetta mál.. en ég er latur og nenni ekki að leita hana uppi.)

-b.

14 maí 2007

Braaaiiins!

Hífa!

Var að taka til áðan og fékk einhvern helvítis sting í mjóbakið. Dálítið aumur. Vona að þetta verði ekki einsog þarna um árið, þegar ég var slæmur í bakinu í marga mánuði. Það var reyndar helvíti skrýtið, ég var búinn að vera helaumur lengi, ónýtur til allra verka, og svo ætlaði ég að fara að háþrýstiþvo planið niðrá Vogum. Dælan var erfið í gang, maður þurfti að toga hana í gang mjög snöggt og mjög fast. Ég tók loksins á henni af öllu afli, rykkti í helvítið, hún hrökk í gang og ég hneig niður af sársauka, einsog einhver hefði sparkað í mjóbakið á mér.

Daginn eftir vaknaði ég sem nýr maður.

En það er þó orðið hreint hérna. Tók til, sópaði og skúraði í bæði herberginu mínu og eldhúsinu. Smúlaði baðherbergið, þreif vaskinn. Þetta þarf ég allt að gera aftur áður en ég flyt út.

Sem verður að kvöldi mánudagsins ellefta júní á þessu ári. Keypti flugmiðann um daginn, þetta er svo gott sem meitlað í stein. Ég kem til með að lenda um ellefuleytið á flugvellinum, tek eina nótt í Reykjavík og reyni svo að byrja að ferja dót yfir í nýju millibilsíbúðina daginn eftir. Þarf vonandi ekki að byrja að vinna fyrren 18. júní, þá hef ég fjóra daga til að koma mér fyrir, einn enn til að fara í brúðkaup og annan til að fagna lýðveldinu okkar.. hvort sem það verður útá götu eða uppí rúmi.

-b.

13 maí 2007

Til hamingju Ísland

Af mbl.is:



Einsog ég sagði áður þá kaus ég ekki, þannig að ég hef ekkert leyfi til að rífa mig yfir þessu. En ef ég hefði kosið, og ef ég mætti það, þá myndi ég segja eitthvað á þessa leið:

Mér finnst það merkilegt út af fyrir sig að Vinstri grænir skuli bæta sig svona svakalega og ef Íslandshreyfingin er talin inní dæmið þá eru flokkar, sem setja náttúruvernd mjög ofarlega á stefnuskrá, að hækka sig um tæplega níu prósent. Hitt er svo annað að hefði Íslandshreyfingin haldið sig í brókunum þá hefðu þessi þrjú prósent þeirra getað talið betur annarstaðar. Ég hef enga trú á því að fólk, sem er á annað borð til í að styðja náttúruverndarframboð, hefði haldið sig á hægri vængnum hefði Ómar ekki komið til sögunnar, sama hvaða kannanir hann sýnir því til stuðnings.

Rasistar og geimskrímsli halda sínu, sirkabát. Að vísu hef ég ekki farið í gegnum þessi tilteknu ummæli sem leiddu til þess að Frjálslyndir voru stimplaðir rasistar, og ég efast um að nokkur þeirra hafi komið utanúr geimnum (þótt það sé skemmtileg tilhugsun í morgunsárið). Þannig að það er vel hugsanlegt að þeir séu hvorugt. En maður stenst samt ekki að sparka í þennan fáránlega flokk þeirra. Rasistar og geimskrímsli. Bah.

Þokkalegur haugur af b-fólki virðist hafa rankað við sér á árinu og hrópað upp yfir sig (eða hugsað með sér í hljóði, hvað veit maður) ,,Hei, við gætum allteins verið að kjósa sjálfstæðisflokkinn." Nokkrir þeirra gerðu það, en sem betur fer ekki allir.

Og Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi um þrjú prósent á landsvísu. Sem sýnir bara að synir feðra sinna og kærusturnar þeirra, kafbátasjómenn og stríðsbraskarar, og upplýst og heiðarlegt fólk með rangar skoðanir.. allt þetta fólk hafði sig á kjörstað og exaði í sitt lið á meðan ég sat heima í Kaupmannahöfn.

-b.

12 maí 2007

Kosningar

í dag. Maður getur gert tvennt í því.

Maður gert einsog Hallur, og brýnt hnífana sína:

Og við viljum minna fólk á að ef einhver ætlar að segja ykkur hvernig á að lifa, þá er best að skera viðkomandi á háls. Þetta lag heitir ,,Skornir menn."

Eða maður getur gert einsog Bangsi Bestaskinn og látið sig dreyma í kvöld:



..en hann var reyndar í endalausum útistöðum við grimman myrkrahöfðingja sem vildi leggja veröldina í eyði. Svo kannske myndi hann líka mæla með því að fólk brýndi hnífana sína, og leggði svo leið sína á kjörstað.

-b.

Það eina sem maður þarf er skrúfjárn (og ást)

Svona lítur Mister Guðjónsson út þegar lyklaborðið er ekki til staðar.

lyklabord02

Magnað.

Without a Clue, Sherlock Holmes myndin með Michael Caine og Ben Kingsley, er myndin sem mig minnti en samt alls ekki. Atriðið sem gerði mig svo spennan fyrir henni, eitt af fáum sem ég mundi almennilega, var allt öðruvísi en ég hélt. Ég mundi það semsagt ekki svo vel.

Myndin snýst semsagt útá það að Dr. Watson (Kingsley) er spæjarinn og hann skrifar sögurnar um spæjaraafrekin sín fyrir dagblaðið. Nema hvað, þegar hann byrjaði á því þá vildi hann ekki missa virðingu sína innan læknastéttarinnar, svo hann eignaði þessum tilbúna karakter, Sherlock Holmes, allan heiðurinn. Þegar fólk vildi síðan hitta þennan gaur fann Watson óþekktan leikara (Caine) til að leika Holmes. Þegar myndin byrjar er Watson orðinn langþreyttur á þessum lúser sem fær allan heiðurinn, og reynir að losa sig við hann.

Þetta er fínt settöpp. En í minningunni minni var það Watson sem skrifaði ævintýrin uppúr sjálfum sér, og svo gerðust þau jafnóðum. Sem þýddi að þegar hann ætlaði að losa sig við Holmes þá reyndi hann bara að skrifa karlinn út. Myndin var semsagt.. tadamm: metafiskjón.

En hún er það ekki. Þetta er bara svona sæmileg bresk gamanmynd. Örugglega stuð fyrir þá sem eru vel inní Holmes bókunum, en ég held hún hefði getað verið miklu betri hefðu þeir bara komist að því hvað mér þætti skemmtilegt og haft myndina svo þannig.

...

Þetta er annað tilfellið á tiltölulega stuttum tíma þarsem ég finn aftur myndir sem ég sá fyrir löngu síðan og upplifi þær allt öðruvísi. Síðast var það Flash Gordon, sem er æði. Þessi er ekki eins æði. En gaman að þessu samt.

Og ég hljóp líka á mig í Breakfast of Champions rausinu mínu í gær. Karabekian stendur á sólinni nokkrum blaðsíðum síðar. Maður ætti víst að klára textann áður en maður tjáir sig um hann að ráði. Best ég geri það snöggvast.

-b.

11 maí 2007

kvertí

Lost var þrælgóður. Einn eftir og svo tvöfaldur lokaþáttur. Djöfull er gaman að það skuli vera eitthvað gott í sjónvarpi.

Og Bruce Willis blaðrandi á aint it cool news spjallþráðum? Jahérna. Og.. Hm? Þetta er eitthvað sem maður á ekki að koma nálægt.

Óáreiðanlegar heimildir herma að næsta BSG þáttaröð verði sú síðasta. Það þætti mér sigur. En það er ekki staðfest. Og ég hef ekkert að segja um það.

Halló heimur.

Og andskotarnir sem auglýsa á msn-inu mínu eru framsóknarmenn. Kind púnktur is. Fokkjú, einsog krakkarnir segja. Eða hvað, þeir mega kannske eiga það að þeir dæla nægum peningum í auglýsingageirann á tveggja ára fresti. Gefa fólkinu bjór. Taka í nefið. Þarf vel upplýst þjóðfélag ekki á lúserum að halda?

Hallur! Ég man ég var að reyna að finna dæmi um oxymoron þarna í lestinni. Þetta er einmitt mín uppáhaldsþverstæða: ,,Ungir framsóknarmenn." Á þessari síðu þeirra má finna stefnuskrá, hún er uppfull af drasli sem ungu fólki líst vel á og þeir koma aldrei til með að kýla í gegn. Hækkaðar húsaleigubætur, afnumin stimpilgjöld, hluti námsgjalda í formi styrks.. Gott og blessað, en hvaða máli skiptir það að ég komist í skólann ef skólinn hefur ekki efni á að hafa mig þar?

Æ rugl. Ég hef mig ekki í þetta.

Og ég kaus ekki, svo ég ætti kannske bara að halda kjafti?

-b.

Úr Breakfast of Champions

Það er farið að síga á seinni hlutann í Breakfast of Champions þegar þetta póstmódern manifestó stingur alltíeinu upp kollinum. Sögumaður, sem á víst að vera Vonnegut sjálfur, situr á kokteilbar og fylgist með persónunum sem hann skrifar. Meðal þeirra eru Rabo Karabekian, listmálari, og Beatrice Keedsler, rithöfundur:
I had no respect whatsoever for the creative works of either the painter or the novelist. I thought Karabekian with his meaningless pictures had entered into a conspiracy with millionaires to make poor people feel stupid. I thought Beatrice Keedsler had joined hands with other old-fashioned storytellers to make people believe that life had leading characters, minor characters, significant details, insignificant details, that it had lessons to be learned, tests to be passed, and a beginning, a middle, and an end.

As i approached my fiftieth birthday, I had become more and more enraged and mystified by the idiot decisions made by my countrymen. And then I had come suddenly to pity them, for I understood how innocent and natural it was for them to behave so abominably, and with such abominable results: They were doing their best to live like people invented in story books. This was the reason Americans shot each other so often: It was a convenient literary device for ending short stories and books.

Why were so many Americans treated by their government as though their lives were as disposable as paper facial tissues? Because that was the way authors customarily treated bit-part players in their made up tales.

And so on.

Once I understood what was making America such a dangerous, unhappy nation of people who had nothing to do with real life, I resolved to shun storytelling. I would write about life. Every person would be exactly as important as any other. All facts would also be given equal weightiness. Nothing would be left out. Let others bring order to chaos. I would bring chaos to order, instead, which I think I have done.

If all writers would do that, then perhaps citizens not in the literary trades will understand that there is no order in the life around us, that we must adapt ourselves to the requirements of chaos instead.

It is hard to adapt to chaos, but it can be done. I am living proof of that: It can be done.

Maður á erfitt með að trúa því að honum sé alvara. Enginn getur sagt allt og skilið ekkert undan. Sama hversu miklum upplýsingum þú reynir að hrúga á blaðsíðurnar þá hlýturðu alltaf að skilja eitthvað, og einhvern, eftir. Hvað með gaurinn sem var nýbyrjaður að vinna á mótelinu, þegar Dwayne gistir þar á 'Veteran's day', hvað heitir hann? Og afhverju ætti nafnið að skipta meira máli en nokkuð annað, ef útí það er farið?

Þessi pæling um að fólk hegði sér einsog aðal- eða aukapersónur í skáldverkum er skemmtileg, og flúttar vel við þessa metafiksjón-þætti í sögunni. En er ekki líklegra að þarna sé Vonnegut að gera skil á milli sín og sögumanns? Að búa til klofning af sjálfum sér, einhvern sem hefur tekið þessu 'Creator of the Universe'-hlutverki sínu innan sagnanna sinna heldur alvarlega? Eða er hann bara að verða geðveikur, einsog hann veltir sjálfur fyrir sér nokkrum síðum framar?

Fjórtán árum síðar gefur Vonnegut frá sér Blubeard, þarsem Karabekian, þessi bölvaði svindlari og fúskari, er í aðalhlutverki, og sýndur í mun betra ljósi. Höfundurinn Vonnegut finnur sig knúinn til að rannsaka persónur einsog Karabekian; sögumaðurinn Vonnegut getur látið fólk kaupa verkin hans dýrum dómum, og sætt sig við að vera illa við hann.

Þetta er annars bókin þarsem Vonnegut er hvað fyrirferðarmestur, held ég. Enda fór hann eitthvað útí leikhússkrif og þessháttar eftir að Sláturhús Fimm kom út, og sagði síðar að honum þætti það gaman en það vantaði alltaf eitt í leikhúsuppfærslur og kvikmyndir: höfundinn. Það er vissulega nóg af honum hér.

Eða ekki.

Eftir því hvernig maður lítur á það. (Og eftir því hver tesan í ritgerðinni er, ha-ha.)

-b.

billg og löggudjók

Back when I was tomev at Microsoft (1992-1994), billg managed to a large degree by bullying. Even in conversation, btw, people at Microsoft were known by their email names. I didn’t report directly to billg; but, during much of the time I was there, I worked for mikemap (Mike Maples), who reported to billg, had responsibility for all the products, and was part of the boop. Boop stood for billg plus the office of the president (real presidents didn’t last very long there). The oop consisted of steveb (Steve Ballmer) and mikemap. Major decisions were sometimes made by the boop.

Nokkuð athyglisvert að lesa um fundarhöld í gamla Microsoft. (Eða unga Microsoft? Microsoft í gamla daga.) En mér fannst sérstaklega gaman að sjá þetta nafn = ímeil addressa. Bill Gates = billg, Mike Maples = mikemap. Og þetta er það sem þeir eru kallaðir. Er þetta kannske algengt í tölvugeiranum? Ýmir (ymirs) sagði mér að það væri eitthvað um þetta í verkfræðinni heima.

Ég hef náttúrulega aldrei umgengist hóp af fólki sem ég ímeila reglulega. Ja, fyrir utan póstlistaskreytin sem ég senti á bókmenntafræðinemana þegar ég var í því djobbi. Og þá var ég stundum að hitta nýnema sem þekktu mig sem ,,Björninn", afþví það var nafnið sem ég var með skráð í póstforritinu. Það kitlar dálítið. En það er samt annar handleggur.

...

Hot Fuzz er það besta í heimi síðan Shaun of the Dead. Hún notar sama módel, nokkurnvegin. Shaun er gamanmynd um uppvakningahrylling, en hún er líka nett skerí og ógeðsleg zombíamynd. Hot Fuzz er löggumyndaparódía og spæjaramorðgáta og byssuhasar. Æði.

Það eina sem ég gat sagt var ,,Ég vildi að ég hefði séð þetta dót í bíó." Og ég myndi segja það aftur. Ef einhver væri að hlusta. Getur verið að myndin hafi verið í sýningum á Íslandi þegar ég var þar yfir páskana? Hún verður ekki frumsýnd hér fyrren seint í Júlí.

Þessir Danir.

-b.

,,Safety tips from Anubis"

10 maí 2007

Gamli góði

Að skrifa díalóg, regla nr. 843:
Það notar enginn orðið ,,intertwined" í setningu, nema hann sé hálfviti.

Ég horfði á Old Boy og óskaði þess að ég hefði séð hana fyrir löngu síðan. Hún er hressilega klikkuð, þessi mynd. Ég spáði í því, þarsem ég lá og horfði á kreditlistann, hvað það væri nákvæmlega við hana sem ég fílaði. Og datt helst í hug þetta: Ég sé stundum bíómyndir sem eru fínar, en mér finnst samt vanta eitthvað, þetta úmpf. Old Boy er tómt úmpf, útí gegn.

Ég man að ég fílaði báðar hinar myndirnar í þessari hefndartrílógíu, og ég myndi segja að Old Boy sé betri en Lady Vengeance.. en fjandinn ég man bara ekki nógu vel eftir Sympathy.. Kannske mál að sjá hana aftur?



Meira bíó: Sótti Without a Clue, Sherlock Holmes-paródíu frá '88. Ég man eftir að hafa séð hana í sjónvarpinu þarna í dentíð, en vissi aldrei hvað hún hét. Kannaðist ekki einusinni við leikarana þá. En rakst svo á titilinn fyrir algera tilviljun á demonoid. Sem er fjör. Á eftir að horfa á hana samt.

Hot Fuzz á ég líka eftir að horfa á, en ef hún er eitthvað í líkingu við Shaun of the Dead þá verð ég sáttur.

Og svo er það Breach og Silent Running. Já og Infernal Affairs. Eða Mou gaan dou, fyrir púristana. Og ég á líka eftir að horfa á Lost síðan í gær.

En Deep Space Nine er bara að rokka katspað maður. Ég slít mig ekki frá því, þegar ég byrja á annað borð. ,,Our Man Bashir" er sá besti í fjórðu seríu, enn sem komið er. Hann inniheldur fáránlegar myndlíkingar, geislunaróhapp, sýndarsvítu-ævintýri, geimstöðvavísinda-sullumrugl (þarsem þau gætu allteins verið að segja ,,plott plott plottiplott" - og þau vita það alveg) og snassí hlutverkaskipti.. og þessu er öllu vafið saman í James Bond stælingu!

(Stæling? Pastiche? Íslenska?)

Já og svo var uppáhalds-Kardassinn minn með í leiknum, hann Garak. Góður maður, hann Garak.

Og skyldi engan undra: gaurinn sem skrifaði þáttinn er Ronald D. Moore, annar af heilunum á bakvið Battlestar.



-b.

09 maí 2007

Heimferð

Ég er að skoða hvað það kostar að komast heim. Icelandexpress: 13.000kall. Flugleiðir: 82.000krónur.

...

Já. Einhverjir halda því fram að það sé engin bein samkeppni í gangi þarna lengur, en mér finnst samt fínt að geta valið á milli.

Down there in the Reeperbahn.

Og Lejerbo svaraði mér póstleiðis í dag. Já, við gefum þér leyfi til að flytja úr einni af íbúðunum okkar, segja þeir. Þú mátt fara þann ellefta, en ef við finnum engan til að taka við af þér strax þá skaltu borga út júnímánuð. Og svo bulla þeir eitthvað á dönsku.

En þeir eru allavega með á nótunum. Ég skal út og þetta er nýja heimilisfangið mitt. Gott gott.

Þá fer að fækka í verkefnahrúgunni hjá mér. Fá skólavottorð og skattskýrsluafrit, skila ritgerð. Taka til og pakka. Fljúga. Það var ekki lengur að líða en þetta.

Og hérna er mynd af Halli á Bobi. Hæ Hallur.



-b.

Intelligent things to say about a massacre

Ritgerðin er klár, réttum þremur vikum fyrir skil. Spáum í því. Og núna get ég farið að punkta niður þá næstu..

-b

08 maí 2007

Neyslusker (700)

Skrifaði sjö síður í dag en kláraði ekki dæmið. Ég myndi segja að það séu svona tvær eftir. Og þá er það sú seinni..

Er kominn inní fjórðu seríu af DS9. Hver er það sem finnur uppá þessum fáránlegu myndlíkingum alltaf? Er þetta gangandi brandari hjá skríbentunum, hver getur skellt furðulegasta draslinu sem meikar ekkert sens aftaná ,,like a" eða ,,than a"? Ekki misskilja mig, mér finnst þetta frábært. Hei þú ert latari en [nafn á plánetu]ísk [nafn á kvikindi]! Úff, þessar rásir eru flæktar einsog [nafn á stjörnukerfi]askar [nafn á kvikindi]!

Ætli það sé til nafn yfir þetta? Það kæmi ekki á óvart.

Ég horfði á Eitrin fimm áðan. Ég veit hreinlega ekki hvort ég hef horft á heila kung fu mynd áður. Gaman að þessu, en ég er viss um að það er skemmtilegra hópgláp.

Lost rúllar áfram á góðu nótunum. Þarna dó einhver og engum datt í hug að tékka á því hvort hann væri í alvörunni dauður. Aftur. En það er hellingur að gerast. Og núna segja þeir að það séu þrjár þáttaraðir eftir, hvor um sig sextán þættir og engin hlé innan þáttaraða. Glæsilegt, segi ég. Sextán þættir eru andskotans nóg fyrir þáttaröð.

Entourage hefur ennþá ekki náð sér á strik. Ég hef gaman af þessu en það vantar þetta eitthvað sem fékk mig til að glápa til að byrja með.

The Sopranos kýldu það í gegn núna síðast. Þeir eru búnir að vera helvíti lengi að koma sér að efninu, en ef það er eitthvað að marka þennan síðasta þátt þá verða endalokin þess virði.

24 verður heimskulegri með hverjum þættinum. Það virkar í alvörunni einsog þeir séu að skrifa þetta jafnóðum og þættirnir eru sýndir og hafi gersamlega ekkert planað framí tímann. Stökkva bara úr einu í annað og fylla uppí eyðurnar með hliðarplottum sem gætu ekki verið ómerkilegri.

The Tudors.. Showtime sendi þrjá fyrstu þættina til gagnrýnenda, og þeir láku á netið. Þar var allt fullt af kynlífi og ofbeldi. Hvað kom svo fyrir eiginlega? Þessir þættir eru temmilegir, en þeir eru ekki að gera neinar gloríur hvað varðar skriftir og leik. Því mætti öllu redda með meira.. þiðvitið.. kynlífi og ofbeldi.

-b.

07 maí 2007

,,Veðrið er úti"

Hallur fór heim núna áðan og tók góða veðrið með sér. Það á að rigna í dag og á morgun. Þetta var þrusuhelgi og nóg að gerast: Sól, bjór, kjúklingur, polaroid, kínversk nútímamyndlist, starað á sjóinn, meiri bjór, Kamerún-ískur leigubílstjóri sem vildi kynnast fólki algerlega á tíu mínútum, kalkúnn og sveppir, stelpur í sólinni, kubb, frisbí, Bobi, Sahil, Íslendingar í tröppunum, enn meiri bjór og enn meiri sól, fjórir metrópassar og súrmjólk í hádeginu..

og ekkert lært.

Og í gær var mér orðið illt í lifrinni. Hún leit á mig með tárin í augunum og spurði hvort ég væri ekki til í að glápa bara á vídjó í kvöld. Og mér leist vel á það. Og ég fékk mér mjólkurglas.

...

Ingi Björn lét mig vita um daginn að ,,On the Vikings" verður birt í NoD Magazine, hvar og hvenær sem það verður. Helvíti gaman af því.

...

Ég var búinn að gleyma því að Oliver Stone leikstýrði World Trade Center. En það breytti sosum engu, þetta var nákvæmlega það sem ég hélt: Hrikalega léleg kvikmynd. Ég hefði ekki nennt að staðfesta þennan grun minn nema fyrir þær sakir að ég minnist á hana í ritgerðinni minni, og vildi vera viss um að ég færi með rétt mál.

Og segið svo að ég gróðursetji aldrei neitt.

Cha-cha-chaiin.

-b.

03 maí 2007

Brot

Sem ég var að skrifa í ritgerðinni. Nokkurskonar tesa, ein af nokkrum. Er að klára niður blaðsíðu sautján og á ennþá helling eftir.. Hvern hefði grunað?
The event being described is not so much the physical crash of airplanes into towers and towers onto earth, but the experience of seeing it on the news, and then watching it again and again. This is both true to the novel's theme of communication and messages, as well as the unspoken agreement not to make light fiction of heavy disaster.

Fáránlegast er náttúrulega þessi kvóti sem maður þarf að uppfylla. Með tilliti til þess sem ég er þegar búinn að draga fram þá þarf ég ekki á þriðju bókinni að halda, en til að fylla uppí 1200 lesnar síður af bókmennt þá þarf hún að koma við sögu. Rugl.

Hallur lendir eftir rétt rúma tvo tíma. Sjúbídú.

-b.

,,Náttúran lokar engan úti."

Ég rakst á þetta á mæspeis-síðunni hans Inga Bjarnar, en það er Frikki sem skrifar, og hefur eftir tveimur öðrum gaurum. Sko:
Ég sit hér í botninum á gullpotti og stelst til að taka upp á quicktime samtal tveggja drykkjumanna.
Ég á ekki orð yfir þeim, Þetta eru Jón Hundur og Sveinn Drykkjumaður.

"Þegar fólk talar saman verður til samtal."
"Ekki grípa fram í fyrir mér, Jónsi!" sagði Sveinn við Jónsa sem sagði ekki neitt og horfði spurnaraugum á Svein.
Sveinn hallaði sér afturábak og hrækti út um gluggan.

"Þetta hefur allt með tímaskyn manna að gera... veistu, að þegar Freud kom með kenninguna um tíman....að hann væri afstæður, þá var það líka rangt. Vegna þess að tímaskyn manna fer ekki eftir "dímóteunni", sólinni, heldur fer það eftir tunglinu og allir geta breytt tímanum. É gæti til dæmis breytt öllum klukkum á íslandi samtímis.

"Egóið er bráðnauðsynlegt. Án Egós væri ekkert líf. Horfðu í augun á þessum manni! Maður notar rosalega mikla Egóorku við það að horfa í augun á manni og það er það sem er kallað Egóflakk."

"Ég veit hvernig náttúran virkar. Náttúran lokar engan úti. En hvað er náttúran að gera á Íslandi? Hún lokar úti 200 manns á götunni?
Þetta er ekki náttúra...

Ég ætla ekki að segja að maður geti ekki skáldað upp svona samræður, en það er alls ekki á allra færi. Svakalegt.

-b.

01 maí 2007

Svona skrifa ég ritgerð

og það er mjög asnaleg leið til að gera það, en ég geri það samt afþví ég kann ekki að haga mér öðruvísi.

Fyrst les ég það sem ég ætla að skrifa um. Yfirleitt veit ég ekki fyrirfram að ég komi til með að skrifa um það fyrren mun seinna, þannig að ég punkta ekki nógu mikið hjá mér á meðan ég les.

Stundum punkta ég eitthvað hjá mér í litla bók sem ég á, og stundum inní bækurnar sjálfar. Yfirleitt les ég þessa punkta aldrei aftur nema ég sé að leita að sérstöku blaðsíðutali - og ég finn það sjaldnast því ég hafði ekki fyrir því að punkta það niður á sínum tíma.. það virkaði ekki svo merkilegt þá.

Áður en ég get farið að skrifa af alvöru opna ég notepad og hugstorma. Fullt af punktum. Á einhverjum tímapunkti byrja ég að skrifa inngangsorð, og þegar ég er kominn dálítið inní þau þá kopí-peista ég þau inní wordpad og reyni að halda áfram. Ég skrifa jafnóðum punkta um framhaldið í svæðið fyrir neðan það sem ég er að skrifa. og svo ýti ég því lengra og lengra niður eftir því sem ég skrifa meira.

Fæstir af þessum punktum verða meira en punktar. Textaskjalið geymi ég einhverstaðar, en ég næ einhvernvegin aldrei að slíta mig frá þræðinum sem ég er að elta til að fara útí afmarkaðar umræður sem miðast af punktunum. Ég á erfitt með að byggja efnisgreinar eftir uppdrætti, þarsem eitt ákveðið atriði er klofið til mergjar, svo maður eigi að geta snúið sér að öðru (en þó á einhvern hátt tengdu) í þeirri næstu. Þetta er allt sama setningin einhvernvegin. Eitt leiðir óhjákvæmilega af öðru, og punktarnir eru bara eitthvað sem maður hoppar yfir, rétt einsog greinaskilin.

Einhverntíman inní þessu reipitogi sé ég að ég er kominn á blaðsíðu 18 af 20-25 umbeðnum síðum, og fer að róast niður. (Fyrir ekki svo löngu síðan átti ég í stökustu vandræðum með að fylla uppí sjö, átta síður.. en þeir dagar eru liðnir, sem betur fer.) Þá bakkar maður aðeins, þreifar eftir þræðinum sem leiddi mann inní þessa vitleysu, og rekur hann aftur tilbaka. Það erfiðasta er síðan að loka öllusaman og halda andlitinu um leið, að reyna að sannfæra lesandann um að þetta hafi allt tengst á einn eða annan hátt, og leiði svo allt að, tada, þessu hér. Og um leið að forðast klisjur, á velli þarsem allskonar sniðugur klisjuflótti er líka löngu orðinn klisja, og afneitun á honum er líka klisja. Og svo framvegis.

Bæ ðe bæ, þessi texti er ekki dæmi um það hvernig ég skrifa ritgerð. Hér eru til að mynda engir punktar sem ég notaðist ekki við.

-b.