31 janúar 2007

..og ég var ekki einusinni fæddur '67.

Ég er að tosa niður fyrstu þáttaröð af 24, svona til að sjá hvað allir eru að tala um. Þá fatta ég að tuttugu og fjórir eru fjörutíu og tveir öfugt, markatalan sem kramdi hjarta mitt og vonir til mannkyns (les. 'draumóra um yfirburði íslensku þjóðarinnar') í gær. Til að bæta gráu á svart sé ég að hlutfallið milli seedera og leechera er 14 - 2. Danmörk yfirbugar mig allstaðar.

-b.

Þetta er sport á fylleríum





Sá þetta á mánudaginn þegar ég fór útí búð. Það voru meiri fylleríislæti en venjulega í blokkinni um helgina, og einhverjir hressir einstaklingar hljóta að hafa séð hag sinn og frama í því að rúlla þessari.. rúllu.. útí sýki. Hún er þarna ennþá.

-b.

Tunglið og Auster

Of course, the project's goal was achieved with Apollo 11. What do you see as the practical outcome of the whole Apollo project? Did it live up to its promise?

I'm not sure. It lived up to its promise in the sense that it got the Americans to the moon, and that's what they were promised. In a very basic sense, the American people were not really expecting much more, which is evidenced by the fact that after Apollo 11 they very quickly lost interest in it. And so in the sense of being an exciting adventure, yes, it lived up to that promise. In the sense of being something more than that, something scientifically important or something which brought benefit back on Earth ... Neil Armstrong said it was a small step for man and a giant leap for mankind. It's difficult to see the giant leap, and even Armstrong said that a year afterwards, when he was asked in what ways was it a giant leap, and he said, "I really don't know."

Ég hef einhvernvegin alltaf reiknað með því að þeir hafi haft með sér eitthvað frá tunglinu sem hægt væri að rannsaka, en ef til vill var það ekki svo merkilegt. Og það hefði örugglega verið hægt að eyða peningunum í annað, einsog þessi gaur vill meina. Eða kannske hefðu þeir farið í stríðsrekstur.. Væri samt ekki dálítið aumt að hafa ekki farið til tunglsins, vitandi það að tæknin sé fyrir hendi?

Það er þetta með að teygja sig í eitthvað sem gæti eða gæti ekki verið innan seilingar, án þess að ég missi mig í rómantískum landkönnuðamyndlíkingum. Ef manni sýnist þessi trjágrein eða þessi ljósakróna vera aðeins of hátt uppi til að maður geti slegið í hana, þá hlýtur maður að stökkva. Bara til að gá.

Og svo er hérna grein um Paul Auster, mestmegnis skítkast í Travels in the Scriptorium, en nokkrir áhugaverðir punktar..
[P]erhaps Auster is one of the last true highbrows, part of the final generation that could approach genre fiction and other manifestations of popular culture in this way without seeming reactionary. Certainly, younger writers adopt a different stance. Auster's attitude regarding popular culture as embodied in genre fiction contrasts with, say, fellow Brooklynite Jonathan Lethem's relation to comic books, which is one of immersion and conspicuous, detailed connoisseurship. Auster's admiration for detective novels is surely genuine but, when it comes to particulars, awfully vague. None of his critical writings gathered in Collected Prose: Autobiographical Writings, True Stories, Critical Essays, Prefaces, and Collaborations with Artists (2003) takes up the merits of a specific genre writer, and in Hand to Mouth, when recalling the period in which he steeped himself in detective fiction as "good medicine, a balm against stress and chronic anxiety," he writes: "I had been reading a lot of detective novels that year, mostly of the hard-boiled American school, and ... I had developed an admiration for some of the practitioners of the genre. The best ones were humble, no-nonsense writers who not only had more to say about American life than most so-called serious writers, but often seemed to write smarter, crisper sentences as well." If such figures were indeed so insightful about American life, one might ask, then who exactly were they? Dashiell Hammett (whose Maltese Falcon contains an episode that plays a role in Oracle Night [2003])? Raymond Chandler? Jim Thompson? Auster doesn't bother to identify these "humble, no-nonsense writers" (the phrase is condescending, especially since Auster's repeated considerations of the writing life, extending even to its careerist minutiae, suggest that for him there is nothing humble about being a writer). One suspects if they were neglected modernists or French poets, he would have called them out by name.

-b.

30 janúar 2007

42 - 41

Ég hrópaði meira að segja áfram Ísland þónokkrum sinnum. Það gerði lítið gagn. Hvað geri ég nú þegar fólk spyr mig hvaðan ég sé?

-b.

Uppistandsúrklippa

I am getting really sick of people saying that Bush is stupid, that Bush is an idiot, that fucking drives me crazy. George Bush is not stupid. He's evil. Okay? There's a huge difference between stupid and evil. 'Cause like.. all my, all my friends are always like 'he can't even complete a fucking sentence.' And I'm like 'Hang on.' George Bush can speak perfectly well. Just not when he's talking about being caring, or compassionate, or concerned about human beings. That's when he stutters and says shit like 'It's hard to put food on your family.' D'you know why he said that? 'Cause he could give a fuck how hard it is for you to put food on the table, for your family.

But do you know when he gets downright poetic and articulate and focused? It's when he's talking about war and death and murder and retribution, and all the sudden he's Dylan Thomas. 'Cause here's the thing: if you gave, if you gave Darth Vader a big basket of puppies, he'd look like a fucking imbicile.

'Hey Darth, how d'you like those puppies?'
'Ahh, well, they're round.. furry, to pet.. ah, here I don't really like puppies, here, take these.'

'What're you going to do to Alderan?'
'WE WILL DESTROY YOUR PLANET! YOU WILL BE DUST BENEATH THE HEELS OF OUR BOOTS!'

That's George Bush! I know a supervillain when I see one.

27 janúar 2007

J. M. Coetzee um Norman Mailer um Adolf Hitler:
All in all, the adventures of Adolf Hitler in the realm of ideas provide a cautionary tale against letting an impressionable young person loose to pursue his or her education in a state of total freedom. For seven years Hitler lived in a great European city in a time of ferment from which emerged some of the most exciting, most revolutionary thought of the new century. With an unerring eye he picked out not the best but the worst of the ideas around him. Because he was never a student, with lectures to attend and reading lists to follow and fellow students to argue with and assignments to complete and examinations to sit, the half-baked ideas he made his own were never properly challenged. The people he associated with were as ill-educated, volatile, and undisciplined as himself. No one in his circle had the intellectual command to put his chosen authorities in their place as what they were: disreputable and even comical mountebanks.

Normally a society can tolerate, even look benignly upon, a layer of autodidacts and cranks on the fringes of its intellectual institutions. What is singular about the career of Hitler is that through a confluence of events in which luck played some part, he was able not only to spread his nonsensical philosophy among his German countrymen but to put it into practice across Europe, with consequences known to all.

Besti sinnar tegundar

Ég var líta yfir útskýringar á hinum og þessum frösum á phrases.org.uk (þarna fékk ég að vita hvað ,,sacre bleu" þýðir, fyrir rest), og rakst á þessa tilvitnun. Það er náttúrulega verið að útskýra merkingu ,,Catch-22", en það ættu allir að lesa bókina, hún er æði.

Yossarian looked at him soberly and tried another approach. "Is Orr crazy?"
"He sure is," Doc Daneeka said.
"Can you ground him?"
"I sure can. But first he has to ask me to. That's part of the rule."
"Then why doesn't he ask you to?"
"Because he's crazy," Doc Daneeka said. "He has to be crazy to keep flying combat missions after all the close calls he's had. Sure, I can ground Orr. But first he has to ask me to."
"That's all he has to do to be grounded?"
"That's all. Let him ask me."
"And then you can ground him?" Yossarian asked.
"No. Then I can't ground him."
"You mean there's a catch?"
"Sure there's a catch," Doc Daneeka replied. "Catch-22. Anyone who wants to get out of combat duty isn't really crazy."
There was only one catch and that was Catch-22, which specified that a concern for one's safety in the face of dangers that were real and immediate was the process of a rational mind. Orr was crazy and could be grounded. All he had to do was ask; and as soon as he did, he would no longer be crazy and would have to fly more missions. Orr would be crazy to fly more missions and sane if he didn't, but if he was sane he had to fly them. If he flew them he was crazy and didn't have to; but if he didn't want to he was sane and had to. Yossarian was moved very deeply by the absolute simplicity of this clause of Catch-22 and let out a respectful whistle.
"That's some catch, that Catch-22," he observed.
"It's the best there is," Doc Daneeka agreed.
Ég var að renna yfir kvikmyndatorrenta á piratebay.. er það fyndið að sjá Déjà Vu koma fyrir þrisvar, fjórum sinnum á fyrstu síðunum?

..nei, það er kannske ekki svo fyndið.

-b.

Auglýsendur og aspartam

Þegar ég hitti Inga og Steinar á Þjóðminjasafninu um daginn sagði sá síðarnefndi mér að kíkja á heimildarmynd að nafni The Persuaders. Sagði að hún fjallaði um auglýsingataktík og væri helvíti áhugaverð. Ég fann hana á demonoid stuttu seinna, og ætlaði að fara að hala henni niður þegar ég sá að þetta var ekki heimildarmynd heldur fjórir þættir úr breskri spæjaraseríu frá áttunda áratugnum, með Roger Moore í aðalhlutverki.

Nú hef ég verið kallaður sjónvarpssjúklingur, en ég er ekki alveg kominn þangað ennþá, held ég.

En ég fann þessa mynd núna áðan. Maður getur séð hana á pbs.com, sem mér finnst frábært. Henda þessu bara á netið, fjandinn hafi það.

Ef maður hefur eitthvað fylgst með umræðunni um auglýsingaiðnaðinn, séð The Corporation o.s.frv., þá kemur fyrri hluti myndarinnar ekki svo mjög á óvart. En þegar þeir fara að fjalla um franska geðlækninn sem hannar kóða, sem fyrirtæki fara síðan eftir í sköpun vörumerkja og auglýsingagerð, þá er farið að hitna í kolunum. Kauði vann mikið með einhverfum börnum þegar hann var yngri, og þurfti af eigin sögn að finna leiðir til að koma á tjáskiptum án þess að notast við orð. Sú reynsla hefur síðar malað honum gull í auglýsingageiranum, þarsem hann fílósóferar um allan fjandann.. og það virkar!

Að því er virðist, að minnsta kosti.

Ég gæti talið upp dæmi, en kíkið bara á þessa mynd. Þessi franski gaur er í fjórða hluta.

Síðustu tveir hlutarnir finnast mér síðan einstaklega áhugaverðir, þarsem ég er nýbúinn að klára sjöundu seríu af The West Wing, en sú fjallar að mestum hluta um forsetakosningar í BNA. Þarna er rætt við Frank Luntz, sem hefur m.a. unnið við framboðsherferðir Rudy Giulianis og Silvio Berlusconis; og ber ábyrgð á nokkrum frægum nafnaskiptum repúblikana.. ,,death tax" í stað ,,estate tax". ,,climate change" í stað ,,global warming". Það er minnst á ,,war on terror" í stað ,,war on Iraq", en ég náði nú ekki hvort hann er skrifaður fyrir því.

En fjandinn, þarna er gaur að vinna með texta og áhrif þess á manneskjur, með það fyrir augum að selja fólki frambjóðendur. Ekki með því að höfða til þeirra á grundvelli sambærilegra hagsmuna eða sjónarmiða, heldur með því að komast að því hvaða orð virka á hvaða fólk, og selja því hagsmuni og sjónarmið frambjóðandans (eða flokksins) með því að nota þessi orð.

Ég get eiginlega ekki farið útí West Wing-tenginguna því hún er breið og mikil. En í þessari síðustu þáttaröð er verið að sýna hvernig þetta er gert, meira og minna. Þeir gera grín að því hversu margar ræður þarf að semja fyrir kosninganóttina, allt eftir hvort sigur fæst eða ekki, hvar hann fæst, meðal hverra o.s.frv. Í upphafinu þarf grey maðurinn að ,,narrowcast"-a sér meðal fólksins á endurvinnslustöðunum. Það er sífellt verið að vinna með orðræðuna, finna upp ný slagorð og prófuð svör við erfiðum spurningum. En auðvitað er maður að halda með aðalpersónunni, og hann þarf ekki nema að halda eina óskrifaða ræðu til að maður taki allt braskið í sátt.

Manni sýnist það samt frekar ólíklegt að þannig horfi það við í raun og veru.

...

Önnur mynd sem ég sá í kvöld heitir Sweet Misery: A Poisoned World. Það fóru greinilega ekki miklir peningar í framleiðsluna, og það er ekki verið að skoða ,,báðar hliðar málsins," en upplýsingarnar eru nokkuð sláandi. Hún fjallar um aspartam, sem ég hef oft og lengi heyrt fleygt að sé bölvað eitur, en það má finna í öllum andskotanum, aðallega sykurskertum eða -lausum drykkjarvörum. Þetta er sætuefni sem var, að því þarna er haldið fram, sett á markaðinn án þess að hafa staðist nokkurskonar próf til að skera úr um hvort það væri skaðlegt mannfólki eður ei. Í rannsóknum sem voru framkvæmdar, en ekki nýttar í reglusetningum um efnið, mynduðust æxli í rottum og apar fengu flog. Fólk sem hefur innbyrt þetta í stórum skömmtum (sex til tíu diet coke dósir á dag í lengri tíma, til dæmis) hefur fengið heilaæxli, flogaköst og skerta hreyfigetu.

Og svo dregst Donald Rumsfeld inní þetta, af öllum mönnum, en hann var víst forstjóri þess fyrirtækis sem hratt því í gegn að koma aspartam á markaðinn, í trássi við tilmæli sérfræðinga innan Bandarísku matvælastofnunarinnar, á áttunda áratugnum.

Ég myndi ekki mæla með þessari mynd, þarsem hún er ekkert sérlega skemmtileg, en ég er nú sannfærðari en áður um að aspartam sé bölvað eitur.

Svo mörg voru þau orð.

-b.

26 janúar 2007

Betra seint en hvenær?

Í gær fékk ég skilaboð þess efnis að frakkinn minn væri fundinn. Ég renndi niðrá Sólbjarg í dag og sótti gaurinn. Narfi hafði verið að tala við fólk uppá bar núna nýlega og minnst á að ég hefði týnt frakkanum mínum þar. Þá man einhver eftir því að hafa séð svartan frakka uppá hillu eihverstaðar bakvið, og þar var flíkin.

Ég fór þarna upp í haust og leitaði, en fann ekkert. Frakkinn var jólagjöf frá henni mömmu, og ég minntist ekki einusinni á þetta við hana þegar ég kom heim, að ég hefði gloprað honum frá mér á fylleríi. Núna get ég sleppt því alveg.

Takk Narfi, þú ert höfðingi.

Svo kom ég heim og drakk afgangsjólaglögg með Tommy.

Metróinn er í tómu veseni, og fólk bíður á gangstéttinni eftir metróbússen. Ég sagði foj við því og hentist niðrá gömlu teinana þarsem resjónaltógið var að leggja af stað uppeftir. Tók sömu leið tilbaka og alltíeinu var það í lagi að eiga heima í Örestað. Því ef maður getur ekki klárað snattið á innan við klukkutíma kostar það tvöfalt meira. Og ég er aurasál.

Á morgun kemur Ýmir heim. Mig grunar að það verði bjór í spilinu fyrr eða síðar.

Og Hallur flaug heim til Íslands í dag. Velkominn þangað aftur maður.

-b.

25 janúar 2007

Og ég gleymi því aldrei (kannske)

Það eina sem ég man úr landafræðitímunum í samfélagsfræðinni í gamladaga er að það eru ár í Kína. Jú og sýslur á Íslandi.

Kína = ár,
Ísland = sýslur.

-b.

23 janúar 2007

Flýtipikk

Eftir að ég uppfærði BIOS-ið á tölvunni minni (einsog frægt er orðið) kom upp nýr valgluggi í start-hnappinum mínum, og þar var fídus til að prógrammera músina á tölvunni. Eða mýsnar, öllu heldur. Ég er með tvær sko. Svona rauðan hnapp annarsvegar og snertiflöt hinsvegar (sem eru vinsælli, en ég nota hnappinn mun fremur).

Allavega, þar tók ég eftir valmöguleika sem ég hef ekki rekist á áður. Ég gat valið um allskonar aðgerðir sem skyldu framkvæmdar með því að smella í eitt af fjórum hornum snertiflatarins. Sjáið myndir:





Flest af þessu er frekar leim. Ég veit reyndar ekki hverju ég myndi koma fyrir þarna ef ég gæti, en það eina sem ég fann nokkur not fyrir var ,,Go to a web page in your default browser." Ég skráði inn sýsli-síðuna mína á blogger.com, þannig að ef ég pikka létt í efra vinstra horn flatarins opnast firefox á þeirri síðu. Eða, ef ég er með firefoxinn opinn, opnast nýr flipi á þeirri síðu. Sem gerir blókskrif pínulítið fyrirhafnarminni. Og það er gott því ég er upptekinn maður, alltaf að gera hluti. Fullt af hlutum.

En allavega, ég vissi ekki af þessum fídus fyrren núna, þannig að ef þið eruð að keyra á svona snertiflatarmús þá er kannske hægt að stilla á eitthvað svipað hjá ykkur. Og mér finnst þetta líka bara sniðugt, svona í sjálfu sér. Eitthvað í ætt við 'mouse gestures' eða flýtihnappa á lyklaborði, en mun einfaldara.

Prógramm!

-b.

Prófsteinn

One of the most beautiful passages of Rousseau is that in the sixth book of the Confessions, where he describes the awakening in him of the literary sense. An undefinable taint of death had clung always about him, and now in early manhood he believed himself smitten by mortal disease. He asked himself how he might make as much as possible of the interval that remained; and he was not biassed by anything in his previous life when he decided that it must be by intellectual excitement, which he found just then in the clear, fresh writings of Voltaire. Well! we are all condamnes (condemned) as Victor Hugo says: we are all under sentence of death but with a sort of indefinite reprieve--les hommes sont tous condamnes a mort avec des sursis infefinis: we have an interval, and then our place knows us no more. Some spend this interval in listlessness, some in high passions, the wisest, at least among "the children of this world" in art and song. For our one chance lies in expanding that interval, in getting as many pulsations as possible into the given time. Great passions may give us this quickened sense of life, ecstasy and sorrow of love, the various forms of enthusiastic activity, disinterested or otherwise, which come naturally to many of us. Only be sure it is passion--that it does yield you the fruit of a quickened, multiplied consciousness. Of such wisdom, the poetic passion, the desire of beauty, the love of art for its own sake, has most. For art comes to you posing frankly to give nothing but the highest quality to your moments as they pass, and simply for those moments' sake.

Ef þið komust yfir ,,taint of death" án þess að hlæja einsog flón þá eruði eflaust betri manneskjur en ég. Í það minnsta alvarlegri.

-b.

Nafn Rósarinnar

,,... Tvennt er brýnast hvernig sem því er varið. Komast að því hvernig á að fara að því að komast inn í bókasafnið að nóttu, og útvega sér lampa. Þú skalt sjá um lampann. Ráfaðu inn í eldhúsið á matartíma, taktu einn.."
,,Stela honum?"
,,Fá hann að láni svo Guðs dýrð megi af vaxa."

Tíhí.

Ég hef heyrt því fleygt að Eco hafi skrifað fyrstu hundrað blaðsíðurnar eða svo með það fyrir augunum að hrekja burt lélega lesendur. Að þær séu óþarflega tyrfnar, fullar af smáatriðum og forsögu, og að það sé viljandi gert af hans hálfu. (Stutt gúglun leiddi í ljós að aðrir kannast við þessa mýtu, en enginn gefur upp frumheimild, svo þið hafið þetta bara frá mér.) En mér hefur ekki fundist þetta svo slæmt. Kannske er íslenska þýðingin skýrari en frumtextinn.. þósvo manni hefði ekki dottið það í hug vitandi að Thor Vilhjálmsson þýddi gaurinn.

Mér finnst reyndar dulítið merkilegt að það skuli ekki koma fram á kápunni. Það er ekki fyrren á titilsíðunni að nafn hans er tekið fram. Og þarsem þessar kiljur eru vanalegast pakkaðar í plast hefur kaupandinn ekki hugmynd fyrren hann hefur þegar keypt bókina (og sest inní flugvél, ef hann verslar á flugvellinum einsog ég.. en ég vissi þetta náttúrulega, einsog allt annað).

-b.

,,Welcome home, Mr. President."

Battlestar átti eitt ofursvalt augnablik í gær sem reddaði þættinum. Þeir eru hinsvegar búnir að stroka út flestallar breytingarnar sem urðu í kjölfar Pegasusar, og eru um leið komnir í leiðinlega rás hvað varðar mystík og 'stærri sögu'. Þar sem áður voru skemmtilegar pælingar um eingyðis- versus fjölgyðistrú er núna eintala öðrum megin og fleirtala hinum megin, en hvortveggja miðast útfrá júdeo-kristnum gildum og siðum. Endrum og eins hrópar einhver ,,gods damnit", einsog til að minna mann á að þetta fólk trúir á fleiri en einn guð, en það stendur ekkert að baki. Í staðinn fyrir að ákalla einn guð er kallað á einhvern óræðan hóp, en löngu hætt að minnast á einstaka guði með nafni** og ekkert sem bendir til þess að trúarsannfæring þessara einstaklinga hvetji þá til að haga sér öðruvísi en kristnir Kanar.

Höfundarnir virðast hafa meiri áhuga á því hver er skotinn í hverjum, og þannig verða einstakir þættir sífellt meira óspennandi, og stóra sagan missir dampinn. Helst hefur verið gaman að fylgjast með vélmennunum núna uppá síðkastið, en það er óvíst hvernig það verður í framhaldi af síðasta þætti.

Ekki það að ég sé hættur að horfa. Þetta er skæfæið mitt.

Og The Dresden Files er Charmed mínus gellurnar plús voice-over.

-b.

**Nema þegar nöfnin sjálf eru notuð, svona uppá kúlið, einsog Aþena í kallmerki Sharonar, eða Jupiter í stjörnu-leiðarstikunni núna síðast. En einsog annarstaðar þýða þessar vísanir ekki neitt, þær eru bara þarna afþví við þekkjum þær úr grískri/rómverskri goðafræði.

22 janúar 2007

Að berja dauðan hest: DaVinci Lykillinn

The ultimate Da Vinci Code experience, for my money, is neither the book nor the film, but the audiobook. The actor they hired to narrate, Paul Michael, is a very competent person, and I mean no real disrespect to him. But he is male, and this hopeless job forces him to do the female dialog in an sort of falsetto Inspector Clouseau French accent that makes hottie archaeologist Sophie Neveu, supposedly a descendant of Jesus Christ, sound like a breathless tranny. "My grandfather, my grandfather..." Oh my, Sophie, tell me more!

Bara nokkrir góðir punktar um bókina, og vitleysuna í kringum lögfræðideiluna sem nú stendur yfir.. en ég hlustaði einmitt á hljóðbókina og finnst gaman að sjá að öðrum skuli líka finnast þessar kvenraddir hans hlægilegar. Nunnan í frönsku kirkjunni er jafnvel verri en Sófí.

Gagnrýnin sem kvikmyndin fær á New Yorker, og sem þessi gaur bendir einmitt á, er líka nokkuð skondin:
The task of the Bishop and his hit man is to thwart the unveiling of what Teabing modestly calls “the greatest secret in modern history,” so powerful that, “if revealed, it would devastate the very foundations of Christianity.” Later, realizing that this sounds a little meek and mild, he stretches it to “the greatest coverup in human history.” As a rule, you should beware of any movie in which characters utter lines of dialogue whose proper place is on the advertising poster. (Just imagine Sigourney Weaver, halfway through “Alien,” turning to John Hurt and explaining, “In space, no one can hear you scream.”)


...

Á mánudögum er sjónvarpsuppskera. Rome, Battlestar, Studio 60.. og ég ætla að tékka á The Dresden Files, eitthvað nýtt dót sem hljómar hrikalega, en ég er til í að láta koma mér á óvart.

-b.

21 janúar 2007

Heroes, fyrsti þáttur:

,,Volume one of their epic tale begins here"

,,I keep having these amazing dreams"

,,You're like a son to him"

,,We may never know what really happened"

,,My thesis is based on his research"
,,Yes, you always wanted his approval"

,,I need to know why he died, I need to know it wasn't all for nothing.. and then I need to finish what he started."

,,Because you're my brother!"

,,I have my reasons."

,,Why, because I'm not popular?"

,,My life, as I know it, is over, okay?"

,,I just wanted to feel alive again."

,,It's biological and I can't help it, we're connected."

,,Only took half my political capital to do it."

,,They were married for forty-one years"

,,Makes one appreciate how small our planet really is. And we're all quite small, aren't we?"

,,Do you ever get the feeling you were meant to do something extraordinary?"

,,Lift up your shirt, baby."

,,I need to stop living for other people.. my whole life I've had no idea what i'm supposed to do, what i'm supposed to be. I mean, don't I have a destiny of my own?"

,,There's something I need to say. Something I never talked about because i thought it would upset you and dad."

,,I'm just saying it's impossible, okay? Nobody can predict the future."

Núna fyrst?

Satellite channel UKTV Style is to stream a new reality show called Watching Paint Dry on the internet.

The show, which the television channel says could bring about the end of reality TV, will be available 24-hours a day on the web.

Viewers will be able to watch a different kind of paint dry on an empty wall each day. They'll also be able to vote for their favourite paint.


Hvað sagði skáldið? ,,It sucks / and that's no lie / it's about as much fun as watching paint dry / lowers my / IQ one notch / and that's the reason why / I can't watch."

Hvaða liti ætli þeir verði með samt?

-b.

Myndir af vélkvendi

Battlestar Galactica hlýðir sömu reglum og aðrir hefðbundnir sjónvarpsþættir í BNA.. sýnir samasem ekkert blót og enga nekt til að tala um. Maður tekur helst eftir þessu í sambandi við Six, sem virðist alltaf hálfnakin en samt aldrei þannig að maður sjái nokkurn þróaðan hlut.

Og það væri hægt að halda því fram að ímyndunaraflið fylli inní eyðurnar og að þetta sé í raun og veru meira sexí og bla bla bla. En fjandinn. Ef hún ætlar svo að sitja fyrir í Playboy, þá ætla ég að finna myndirnar og síðan að sýna öðrum þær. Smelli smell.



-b.

Varúð: draumfarir

Mig dreymdi undarlegt sambland í nótt. Ég var ninjan úr n, að vinna fyrir forseta Bandaríkjanna, sem var Slavoj Zizek. Ég er eiginlega hálf hissa að Brick blandaðist ekki inní þetta á einhvern hátt, en það var vissulega gaman að upplifa n í þrívídd..

Er einhver annar að spila þennan leik? Ég hef enn ekki náð að klára neinn dálk, en ég er kominn í níunda lið í tveimur fyrstu. Alveg satt.

-b.

Fleirtalan af ,,aði" er þá ,,öð"?

Ef vatn með sítrónum útí er kallað límonaði (og ef við látum það liggja á milli hluta að það ætti auðvitað að kallast sítrónaði), ætti þá vatn með appelsínum útí að kallast appelsaði eða pelsínaði eða sínomaði?

Mig langar auðvitað að kalla það símonaði, en ég get einhvernvegin ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér.

Allavega, ég vaknaði núna rétt áðan og blandaði mér könnu af pelsínaði. Vatnið hérna er svo vont á bragðið að ég hálfkúgast við að drekka það dræ, enda sýnist mér enginn gera það. Það er samt í lagi, því ég á haug af appelsínum. Gulrótum líka, ef útí það er farið, en ég ætla ekki að ráðast í framkvæmdir á gulrótaði alveg strax.

-b.

20 janúar 2007

,,I've got knives in my eyes"

Jæja ég horfði loksins á hana. Brick er besta kvikmynd sem ég hef séð í langan, langan tíma. Þetta er Möltufálkinn í bandarískum hæskúl. Æðisleg.

Þarmeð er klukkan orðin níu á laugardagskveldi og ég hef ekkert annað að gera en að laga kvöldmat og kíkja á The West Wing.

-b.

Nesti og nýir skór

Smá breyting á plássinu. Þetta er enn eitt skref í sívaxandi hrifningu minni á auðu svæði, hvítu síðunni. Bráðum verður ekkert annað sjáanlegt, þetta verður tóm auðn, vanmáttugt andvarp inná milli frammíkalla internetsins í heild.

C.S.A. er nokkuð skemmtileg, en alls ekki nógu vel unnin. Til að mynda er hugmyndin með auglýsingunum inná milli nokkuð góð, en hrikaleg framleiðslugildi gera það að verkum að auglýsingarnar sjálfar eru engan vegin trúverðugar. Ekki vegna þess að vörurnar eru útí hött - sem er meiningin - heldur myndu tóbaks-, sjónvarps- og tryggingafyrirtæki aldrei senda frá sér auglýsingar sem líta út einsog Jói frændi með kameruna hefði hent þeim saman einn laugardaginn. Þær virka einsog sketsar, og ganga einfaldlega ekki upp jafnhliða plat-heimildamynd einsog þessari, sem reynir einsog hún getur að líta út einsog ekta.

Og burtséð frá öllum vangaveltum um hvort þetta hefði í alvörunni farið svona, hefði suðrið unnið stríðið, þá fannst mér þeir aldrei ganga alveg nógu langt. Fauntroy fjölskyldan er kynnt til sögunnar sem ,,aristókratar Ameríku", og manni sýnist augljóst að þar sé komin stæling á Kennedy fjölskyldunni: Hefði þrælahald verið löglegt í Bandaríkjunum framí tuttugustu öld, þá hefðu þau nýtt sér það einsog hvað annað. En stuttu seinna kemur JFK fram sem forsetaframbjóðandi, og vill gefa þrælum frelsi. Hvar hafði Kennedy-fjölskyldan verið framað því? Það er einsog það sé lagt upp með að sparka í helgar kýr, en síðan bakkað þegar kemur að þessum allra heilugustu.

Hún hefði getað verið miklu betri held ég, þessi mynd.

Kom mér samt á óvart að sjá hverjar af auglýstu vörunum voru ekta. Coon Chicken vissi ég um, af því að hafa horft á Ghost World, en Niggerhair tóbak? Það er rosa.

Tékkaði líka á Babel. Ekkert sérstakt þar á seyði. Hann gerði þetta betur bæði í Amores Perros og 21 Grams.

Þetta er samt í annað skiptið á stuttum tíma sem ég sé kvikmynd þarsem mexíkósk fiesta endar með ósköpum á bakaleiðinni yfir landamærin, en sú fyrri var Harsh Times. Hún er allsvakaleg. Ég hef alltaf haft gaman af Bale hingaðtil, en þarna kom hann mér nokkuð á óvart. Mikill Training Day fílíngur, en öllu meira brútal. Hún er að koma á dvd í þessum mánuði minnir mig, tékkið á þessum gaur.

-b.

18 janúar 2007

Spielberg og 'merica

Dálítið löng grein um kvikmyndir og bandaríska heimssýn, aðallega myndirnar hans Spielbergs:
Soon after attaining the presidency, George W. Bush, not previously known for his interest in movies (or, indeed, any form of culture), cited Saving Private Ryan as his favorite motion picture—as well he might. One of the key Hollywood movies of 1990s, notable for reviving the defunct genre of the “serious” combat film and proposing the army as a source of moral value, Saving Private Ryan expressed a potent new retro patriotism. Would American history have been changed if Saving Private Ryan had opened during the summer of 1996, with a genuine World War II hero running for president? (Perhaps it would only have been film history: Senator Dole had to be retired from politics—and pitching Viagra on tv—before the fantasy could fully be enjoyed.)

More than a tribute to the Greatest Generation, Saving Private Ryan was also a Hollywood movie’s most ambitious attempt to wrest control of the national memory since Oliver Stone’s JFK. With the Cold War over, Spielberg proposed a new raison d’etre for American foreign policy. Not the liberation of Europe but rather saving a single enlisted man was, as one character put it, “the one decent thing we were able to pull out of this whole stinking mess” to “earn the right to go home.” The movie thus articulated a tautology that Vietnam introduced into American political discourse—the purpose of the war is to support those troops that are already there.

Nú hef ég ekki séð slatta af þeim myndum sem fjallað er um.. Close Encounters, The Termial, Munich, War of the Worlds.. en ég var einmitt að tala við Hall um daginn um það hversu illa Saving Private Ryan hefur elst, amk. í samanburði við hina WW2 myndina sem kom út það árið, The Thin Red Line. Maður gæti velt því upp að þessi bandaríska stríðsrómantík gangi ekki lengur (ef hún gerði það nokkurntíman), á meðan einsöguaðferðin sem Malick notar gefi raunsannari mynd af jákvæðni-andspænis-stríðshörmung. Þeir sem eru kátir undir lok Red Line eru þeir sem komast burt af eyjunni - aðrir eru annaðhvort dauðir eða deyjandi. Við fáum ekki lokasenu þarsem litið er til baka í sorg, heldur eru ,,allir hlutir skínandi" á meðan stríðið, og allir sem taka þátt í því, hverfur í sjóinn.

Og talandi um bíó, ég var að sækja Harsh Times og er að ná í Babel. Kláraði Jesus Camp um daginn, og Hard Candy, sem er allsvakaleg. Vantar ennþá að kíkja á Children of Men.. hún er á listanum mínum.

-b.

Græddur er geymdur

Í dag fór ég og hellti klinkbauknum mínum í teljara í bankanum.

Síðasta haust henti ég alltaf klinkinu, sem ég kom með heim í vösunum, oní tóma pringles dollu (nákvæmlega einsog þessa til hægri). Nennti hreinlega ekki að bera það á mér og fara að telja túkalla og fimmeyringa oní hendina á afgreiðslufólki, og svo er þetta drasl líka níþungt. Ég hélt eftir þessum stóru, tíu og tuttugu króna peningunum, en allt litla ruslið fór í baukinn. Og í dag leysti ég það út í seðlum. Það fór í 430 krónur tæpar. Fjögurhundruð krónur er einmitt það sem ég átti eftir á debetreikningnum mínum út mánuðinn, og þarna var sú upphæð dobbluð. Mér finnst það frábært.

En við erum samt að tala um núðlur og hrökkbrauð í matinn oftar en ella.

..sem mér finnst reyndar ekkert svo slæmt heldur. Ég man ekki hvort ég hef tekið það fram opinberlega, en núðlur og hrökkbrauð með osti er með því besta sem ég fæ. Allavega hér, þarsem ég er einmitt núna. Einir og sér eru þessir hlutir ekkert spes, en þegar þeir koma saman er það einsog kartöflur og smjer. Og maður er fáránlega snöggur að rusla því saman. Ég efast samt um næringargildið, þannig að ég keypti líka appelsínur og vínber (fín).

Og hérna er sko ekkert að snjóa. Gefið mér snævi lagðar götur, almenningssamgöngur í molum og stilltan himinn frekar en rigningu og myrkur í steinsteypu. Hann rignir einsog hann hafi ekkert annað að gera, og blæs af gömlum vana. Maður stendur hokinn og gapir yfir andleysinu.

...

Skilaði tveimur bókum á söfnin í dag, einni í hvort. Ég hélt þeir myndu taka af mér eistun og skírteinin kannske líka, en þurfti ekki að borga meira en fimmtíukall allt í allt. Löngu kominn yfir frestinn, og einhver að bíða eftir annarri þeirra.. Bókasöfn eru æði.

-b.

17 janúar 2007

dúbbí dú líllídúbbúdú

Ég gekk innum dyrnar hjá mér á hádegi. Ferðin gekk bara vonum framar.. Ég keypti Nafn rósarinnar á vellinum og las inní hana með flugtakinu, og sofnaði síðan. Mér að algerum óvörum. Svaf þangaðtil við lentum, tölti gömlu leiðina að töskunni minni og inní lestina sem beið. Síðustu metrarnir neðanaf brautarstöðinni voru einsog ég hefði aldrei farið neitt. Verslaði brauð og mjólk og hef verið að slóra síðan.

Það eru allir heima.

-b.

16 janúar 2007

,,Farþegar á leiðinni til Kaupmannahafnar.."

Ég sit á Leifsstöð og það eru þrjú korter í brottför og ég skil ekki hversvegna ég fatta aldrei að smyrja mér nesti í svona ferðalög. Samlokan kostar fimmhundruð og áttatíu krónur. Ég er aurasál.

Kauptaði ópalpakka handa meðleigjendunum. Íslenskt gotterí, svona fáið ykkur, kem ég til með að segja einhverntíman í nánustu framtíð. En þó veit ég ekki einusinni hvort það er nokkur heima. Eru þær ennþá dreifðar um Skandinavíu þessar elskur? Ég er með lyklana að íbúðinni í vasanum, sem verður strax að teljast stór breyting til batnaðar frá því ég fór sömu leið í haust. Flug á Kastrúp, lest þaðan til Örestað og síðustu metrarnir á tveimur jafnfljótum. Hreint ekki slæmt, ef maður spáir í því.

En samt. Helvítis flug helvítis flug.

Það er þriðji hver maður með lappa. Ég er enn á meðal Íslendinga. Og mig vantar tímarit að lesa eða einhvern andskotann.. Man hreinlega ekki hvort ég hef nokkurntíman áður stigið uppí flugvél án þess að hafa bók að lesa. Villimennskan spælir mig.

Bless Ísland.

-b.

15 janúar 2007

Þú segir nokkuð

Slavoj Žižek, sitjandi á klósettskál sem ældi blóði fyrir Gene Hackman in The Conversation:
When we spectators are sitting in a movie theater, looking at the screen - you remember at the very beginning, before the picture is on, it's a black, dark screen and then: light thrown on - are we basically not staring into a toilet bowl, and waiting for things to reappear out of the toilet? And are.. is the entire magic of spectacle, shown on the screen, not a kind of deceptive lure, trying to conceal the fact that we are basically watching shit, as it were?

..og það hljómar kannske fáránlega, en þetta meikar sens í réttu samhengi. Manni hefur reyndar oft fundist maður vera að horfa á bölvaðan óþverra, en án þess þó að tengja það heimspekilegum vangaveltum. Þetta er semsagt úr myndinni The Pervert's Guide to Cinema, þarsem þessi snarbilaði spekingur greinir kvikmyndir, sitjandi á settinu þarsem myndirnar voru teknar. Helvíti skemmtilegt dót.

Þakkir til Inga Bjarnar fyrir að láta mig fá hana.

Og hérna er pistill eftir gaurinn, einnig fenginn frá Inga, þarsem hann talar um 24. Ég hef verið að spá í að redda mér þeim þáttum og renna í gegn, svona til að geta verið með. Ég bíð með að lesa þetta sjálfur þangaðtil þá, en hérna er linkurinn fyrir mig og aðra..

-b.

12 janúar 2007

Hún heitir ,,Hide and seek"

Ég kláraði ritgerðina núna áðan. Þar fóru sjöþúsund orð um óttalega lítið fannst mér. Jæja. Á morgun get ég síðan prentað þetta út og sett í póst, ef allt gengur vel.

Og þá verð ég kominn í jólafrí.

Já og Hallur flýgur til Parísar í fyrramálið. Góða ferð þú rauðhærði artíste.

See you in the funny papers.

-b.

11 janúar 2007

Skeiðar lífsins o.s.frv.

Sorkinismar:
  • ,,Not for nothing.."
  • ,,No earthly reason.."
  • ,,Obfuscate."
  • ,,Okay."
  • ,,That's not the point."


Ég horfði á Zizek! áðan. Hún var helvíti skemmtileg. Karlinn er snar, en þó skýr. Ég ætla að kíkja á hana aftur á morgun, kannske hinn.

Kláraði Foucault's Pendulum-hlutann í ritgerðinni. Blaðsíðutalið er farið að nálgast ,,gott stöff" þannig að ég get látið mér nægja að taka fyrir höfundinn í The New York Trilogy. Það fer pínulítið í mig að allur þessi lestur fari í ritgerð sem er ekki meiri en þetta. En svona er það.

Mér finnst gaman að læra, en ég nenni ekki ritgerðum. Hver skrifar tuttugu síðna ritgerðir nú til dags?

Og talandi um skrif, ég ritskrifaði (eða skrifritaði) annan kafla í Áræði í fyrradag. Rúmlega einu og hálfu ári eftir að ég rumpaði þeim fyrsta af. Kaflinn heitir ,,(að ríða)" og mér fannst það fyndið þá og næstum því jafn fyndið núna.

[Áræði er verkefni í vinnslu þarsem gaur eftir gaur hefur tekið í gegn kafla í bókinni Á bláþræði, strikað yfir óþarfa skrif og skilið eftir gljáfægðan ofurprósa. Fyrri kaflinn minn heitir ,,Um víkingana". Bókin er sirka hálfnuð.]

Svei mér þá, húsið er að vakna. Kannske best maður fari að halla sér. Ég þarf að skrifa fimm síður á morgun og helst að prenta helvítið út. Svo borga ég póstinum átta milljón krónur fyrir að flýta sér með umslagið yfir pollinn og inn til enskuráðunautsins í KU. Vonandi.

Ég vil ekki fljúga ég vil ekki fljúga. Ég hata flug. En það er samt eitthvað þarna sem mér finnst ég vera að snúa aftur til. Sem er skemmtileg tilfinning.

-b.

08 janúar 2007

Ampersand

Þetta var nú meiri dagurinn.

Og djöfuls rosalegi munur er að komast á alvöru internet. Ég sit á bókhlöðunni og hala niður sem aldrei fyrr.

Bíómyndir sem eru.. á döfinni:

Inside Man, æðisleg
Master and Commander: The Far Side of the World, kom mér virkilega á óvart. Hafði bara þrusugaman af henni, og ímyndin af Russel Crowe með Tugger ,,Fightin' Round the World" poppaði sjaldan sem aldrei upp
Pan's Labyrinth, mjög fín. Hefði viljað sjá hana í betri gæðum, en virkilega skemmtilegt stöff í gangi
Idiocracy, helvíti slöpp
Hard Candy, bíður
The Illusionist, bíður
Brick, bíður
A Cock and Bull Story, bíður
Zizek!, næst í röðinni
C.S.A.: Confederate States of America, næst á eftir henni
Children of Men, í bíó
Stranger Than Fiction, í bíó
The Fountain, já hvar er hún eiginlega?

-b.

07 janúar 2007

..en samt ekki, þiðvitið

Ég settist inní skúr með honum Halli um daginn og fylgdist með honum strekkja striga uppá blindramma. Ég sat með tölvuna í kjöltunni og reyndi að berja setningar inní hana um leið og ég kannaði vinnubrögðin hjá listamanninum.

Afi hans leit inn og þeir spjölluðu um hinar fögru listir. Ég sat og reyndi að pikka. ,,Og þú ert að skrifa," sagði hann. ,,Já, maður reynir að skrifa þessa ritgerð," sagði ég.

,,Hamast sá að skrifa, sem illa er við alla þá sem lifa."

Sagði hann. Mér fannst þetta frábært, og ég skrifaði það undireins í nótpad. Skriftir gera mannhatara úr oss öllum. Og ef þið viljið segja að það séu ekki allir, það sé bara ég, þá er mér alveg sama því ég hata ykkur öll.

-b.

Tröppurnar

Þegar ég skrifaði um daginn að ég héldi að þeir væru svei mér þá byrjaðir á tröppunum, þá voru þeir byrjaðir á tröppunum. Næst þegar ég leit niður var þar flatt fall niður á forstofugólfið. Við tóku hræðilegir tímar, þarsem tvennskonar stigar voru notaðir til að komast á milli hæða. Sem var einstaklega einstaklega óþægilegt því allir nema einn búa á efri hæðinni, en eina klósettið er á neðri hæðinni. Já og sjónvarpið og eldhúsið og tölvan.

En núna kom ég heim áðan úr heimsókn og þá var búið að setja tröppurnar upp aftur. Það er reyndar búið að rífa slatta niður og steypa gólfið í millitíðinni, þannig að þetta lítur fráleitt eins út og áður. Og núna eru þær allar skakkar og skældar. Ég hefði áður getað farið þessar tröppur blindandi, haugfullur og sofandi, en núna virka þær ekki eins. Ég miða á þrep sem eru ekki lengur til staðar, en það munar samt svo litlu. Ekki alveg einsog draugfótur, en kannske draugtá.

Mér finnst þetta eiginlega verra en að missa þær svona alltíeinu, einsog mér sýndist hafa gerst um daginn. Núna verður einhverskonar lokastig til í minningunni, þarsem eitthvað var bara ekki einsog það átti að vera. Einsog þegar Snati fær slag og fer að bíta fólk áður en hann er loks svæfður.

Því undirmeðvitund mín er mjög upptekin af tröppum. Ég fór ekkert að spá í þessu af nokkurri alvöru fyrren fyrir mjög stuttu síðan, en ef ég er að sveima eitthvað í huganum, að hugsa um ekki neitt, þá sé ég mig gjarnan fyrir mér að fara niður tröppur sem ég hef rekist á á lífsleiðinni. Aftur og aftur. Þeir ganga gjarnan lengra niður en mig minnir að þeir hafi gert.. sem er kannske soldið spúkí. Það gæti verið að ég hafi haft gaman af því að leika mér í tröppum þegar ég var lítill. Ég man eftir tröppunum í Fagrahvammi, hvítu steintröppunum í Rauðagerðinu, svarta hringstiganum efst í Garðyrkjuskólanum.. jú og litlu tröppunum sem lágu uppí eldhúsið þar, báðum megin. Brakið í tröppunum uppá efstu hæð í Njarðargötunni. Sikk-sakk tröppunum vestan megin í grunnskólanum í Hveragerði, heimagerða stiganum sem lá uppí herbergiskytruna mína í Merkilandinu. Og svo framvegis.

En þessar tröppur skiptu mig semsagt talsverðu máli, svona þegar ég fer að pæla í því. Ég á eflaust eftir að muna þær betur en margt annað, sem ætti annars athygli mína og heilapláss betur skilið.

Það gekk lítið í ritgerðinni í dag. Hvernig endar þetta eiginlega?

Og hér eru undarleg kort.

-b.

ps. Blogger þurfti eitthvað að melda þetta og hleypti færslunni ekki í gegn fyrren í fimmtu tilraun eða svo. Þannig að ég var ekkert að koma úr heimsókn áðan neitt, ég sit á kaffihúsi í Reykjavík akkúrat núna. En þarna er þetta.
test

05 janúar 2007

Upplýsingar um upplýsingar um Enron

Ég veit samasem ekkert um Enron-málið. Sá ekki einusinni heimildarmyndina. En hérna er nokkuð athyglisverð grein, þarsem Malcolm Gladwell heldur því fram að sökin liggi jafnt hjá þeim sem framkvæmdu sem og þeim sem hefðu átt að vera að fylgjast með:
With the collapse of the Eastern bloc, Treverton and others have argued that the situation facing the intelligence community has turned upside down. Now most of the world is open, not closed. Intelligence officers aren’t dependent on scraps from spies. They are inundated with information. Solving puzzles remains critical: we still want to know precisely where Osama bin Laden is hiding, where North Korea’s nuclear-weapons facilities are situated. But mysteries increasingly take center stage. The stable and predictable divisions of East and West have been shattered. Now the task of the intelligence analyst is to help policymakers navigate the disorder. Several years ago, Admiral Bobby R. Inman was asked by a congressional commission what changes he thought would strengthen America’s intelligence system. Inman used to head the National Security Agency, the nation’s premier puzzle-solving authority, and was once the deputy director of the C.I.A. He was the embodiment of the Cold War intelligence structure. His answer: revive the State Department, the one part of the U.S. foreign-policy establishment that isn’t considered to be in the intelligence business at all. In a post-Cold War world of “openly available information,” Inman said, “what you need are observers with language ability, with understanding of the religions, cultures of the countries they’re observing.” Inman thought we needed fewer spies and more slightly batty geniuses.

Enron revealed that the financial community needs to make the same transition. “In order for an economy to have an adequate system of financial reporting, it is not enough that companies make disclosures of financial information,” the Yale law professor Jonathan Macey wrote in a landmark law-review article that encouraged many to rethink the Enron case. “In addition, it is vital that there be a set of financial intermediaries, who are at least as competent and sophisticated at receiving, processing, and interpreting financial information . . . as the companies are at delivering it.” Puzzles are “transmitter-dependent”; they turn on what we are told. Mysteries are “receiver dependent”; they turn on the skills of the listener, and Macey argues that, as Enron’s business practices grew more com-plicated, it was Wall Street’s responsibility to keep pace.

Victor Fleischer, who teaches at the University of Colorado Law School, points out that one of the critical clues about Enron’s condition lay in the fact that it paid no income tax in four of its last five years. Enron’s use of mark-to-market accounting and S.P.E.s was an accounting game that made the company look as though it were earning far more money than it was. But the I.R.S. doesn’t accept mark-to-market accounting; you pay tax on income when you actually receive that income. And, from the I.R.S.’s perspective, all of Enron’s fantastically complex maneuvering around its S.P.E.s was, as Fleischer puts it, “a non-event”: until the partnership actually sells the asset—and makes either a profit or a loss—an S.P.E. is just an accounting fiction. Enron wasn’t paying any taxes because, in the eyes of the I.R.S., Enron wasn’t making any money.

If you looked at Enron from the perspective of the tax code, that is, you would have seen a very different picture of the company than if you had looked through the more traditional lens of the accounting profession. But in order to do that you would have to be trained in the tax code and be familiar with its particular conventions and intricacies, and know what questions to ask. “The fact of the gap between [Enron’s] accounting income and taxable income was easily observed,” Fleischer notes, but not the source of the gap. “The tax code requires special training.”

Samkvæmt hans heimildum lágu allar upplýsingarnar fyrir - það eina sem vantaði var fólk til að lesa úr þeim. Og varla það, því þónokkrir höfðu einmitt gert það og birt niðurstöður sínar löngu áður en Enron lýsti yfir gjaldþroti.. en þá er einmitt spurning um upplýsingamagnið aftur. Hvað les maður og hvað ekki, og hvað leggur maður trú á og hvað ekki.

Gladwell les úr þessu muninn á þraut og ráðgátu (e. ,,puzzle" og ,,mystery", og ég er ekki alveg sjúr á þýðingunni en látum það liggja á milli hluta). Til að leysa þrautina þarftu að finna nýjar upplýsingar, og hver nýr hluti færir þig nær svarinu. En í ráðgátunni liggja þær allar fyrir, og vandinn er að leysa úr flækjunni. Hafi ætlunin verið að fela vísbendingar um glæpsamlegt athæfi í pappírsflóði annars tilgangslausra upplýsinga væri það nokkurnvegin það sama og að halda vísbendingunum leyndum. En samkvæmt Gladwell er ekkert sem bendir til þess að Enron-liðar hafi skapað heysátur upplýsinga til að fela nálirnar sínar. Viðskipti af þessu tagi séu afskaplega flókin og þeim fylgi óheyrilegt pappírsmagn. Maður hlýtur að ætla að svonalagað fyrirfinnist í öðrum fyrirtækjum af sömu stærðargráðu. Og hver er að fylgjast með þeim?

Sjá bara þessa vitleysu:
Enron’s S.P.E.s were, by any measure, evidence of extraordinary recklessness and incompetence. But you can’t blame Enron for covering up the existence of its side deals. It didn’t; it disclosed them. The argument against the company, then, is more accurately that it didn’t tell its investors enough about its S.P.E.s. But what is enough? Enron had some three thousand S.P.E.s, and the paperwork for each one probably ran in excess of a thousand pages. It scarcely would have helped investors if Enron had made all three million pages public. What about an edited version of each deal? Steven Schwarcz, a professor at Duke Law School, recently examined a random sample of twenty S.P.E. disclosure statements from various corporations—that is, summaries of the deals put together for interested parties—and found that on average they ran to forty single-spaced pages. So a summary of Enron’s S.P.E.s would have come to a hundred and twenty thousand single-spaced pages. What about a summary of all those summaries? That’s what the bankruptcy examiner in the Enron case put together, and it took up a thousand pages. Well, then, what about a summary of the summary of the summaries? That’s what the Powers Committee put together. The committee looked only at the “substance of the most significant transactions,” and its accounting still ran to two hundred numbingly complicated pages and, as Schwarcz points out, that was “with the benefit of hindsight and with the assistance of some of the finest legal talent in the nation.”

Samantekt á samantekt á samantektum yfir allar S.P.E. blokkirnar (hvað sem það myndi kallast á ástkæra ylhýra) telur um 200 síður. Bilun.

Annars dregur karlinn fleira skemmtilegt inní þetta; einsog leynivopn Nasista undir lok síðari heimsstyrjaldar, blöðruhálskrabbamein og Watergate-hneykslið. Tékk itt.

-b.

02 janúar 2007

Brjótum allt sem brotnar

Ég vaknaði núna áðan við það að karlarnir á heimilinu réðust á stigann sem gengur á milli hæðanna í húsinu. Ég hef enn ekki litið niður til að sjá hvernig gengur, en ég heyri hamarshögg og viðarplötur rifnar í sundur. Þarna hljóp Þorri upp með kúbein í höndunum sem er litlu minna en hann sjálfur. Það er spurning hversu lengi ég verð fastur hérna uppi.

Nei jæja, það var víst bara veggurinn á milli stigans og gömlu forstofunnar, og svo loftið á forstofunni, sem voru rifin út. Tröppurnar eru í heilu lagi ennþá, en það eru miklar framkvæmdir í burðarliðnum. Búið að fylla upp í djúpið sem var í þvottahúsinu, brjóta þar niður veggi og svo stendur til að rífa tröppurnar út og setja inn nýjar. Snúa þessu öllu á haus og færa eldhúsið og ég veit ekki hvað og hvað. Það verður gaman að sjá hvernig þetta lítur út í vor.

Í dag er víst vörutalningardagur og því jafnvel minna um að vera í Selfossbænum en venjulega. Svei mér þá ef þeir eru ekki byrjaðir á tröppunum þarna niðri.

-b.

Nýja árið

Um leið og nýja árið byrjaði lauk þriggja daga fylleríi með látum. Ég lét Reykjavíkina eiga sig þessi áramót, og fann undir eins að það var góð ákvörðun. Matur í Þingborg, flugeldar í Grashaganum, nokkrir slagir í kana, bjór bjór bjór, pakkhúsið var stappað, í eftirpartíinu spilaði einhver á gítar og ég fór í þumlastríð. Ég vaknaði með orðið ,,postillur" á heilanum og fannst einsog húsfólkið ætlaði að lesa upphátt úr biblíunni með mér. Úti voru bílarnir þaktir ísnálum, að skafa rúðurnar var heilmikið verk. Ég sofnaði aftur og vaknaði ennþá þreyttari, handónýtur af völdum uppsafnaðrar þynnku, meikaði ekki að fara í bíó hvað þá annað.

Þetta hafði ég á heilanum þegar ég vaknaði í seinna skiptið:

..og fagrar vonir tengir líf mitt við

Bara þessi eina lína. Og þetta er meira að segja bara hálf lína, svona þannig séð, fyrri hlutinn er þessi: ,,Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,". Þig hvað? Það er ekki fyrren í næstu línu sem það kemur í ljós: ,,Hugur minn þráir, hjartað ákaft saknar."

En ég mundi ekkert af þessu, það var bara þessi eina lína. Sjö orð aftur og aftur í sama rythmanum. Hvaðan kemur þetta?

-b.