29 desember 2006

Heyr mína <bæn />



,,For troubleshooting and advanced startup using Windows XP, press F8."

Þetta segir hún mér. Og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt, einhverskonar snertipunktur tvíundar já/nei virkar/virkar ekki við grátt svæði örlaga og heppni. Þúveist. ,,Press Fate." Bænakall til tölvuguðanna á lyklinum þarna fyrir ofan sjöuna, sem er bæði enigmatísk prímtala og snarhelg rún. Ýttu og treystu.

...

Er að bíða eftir Víði á Prikinu. Hann fer að klára vinnuna hvað og hvenær, þá förum við og kaupum mat og bjór og svo er það bústaður í Norð-Norð-Vestri.

Best ársins 2006

Hér er þá desemberlistinn minn, dót ársins 2006. Hann inniheldur dót sem ég uppgötvaði eða endur-uppgötvaði í ár, sama hvort tiltekin plata eða bíómynd eða sjónvarpsþáttur hafi komið út í ár. Það er ekki heimurinn í kring sem skiptir máli heldur ég ég ég.

Það er engin tiltekin röð á þessu. Ég miðaði við tíu atriði, en sumstaðar var bara ekki af nógu góðu efni að taka, og sumstaðar dugðu tíu pláss ekki til. Enn og aftur þá er það ekki formið sem skiptir máli heldur ég sjálfur ég sjálfur ég sjálfur.

Skáldsögur:

  • Foucault's Pendulum eftir Umberto Eco
  • The New York Trilogy eftir Paul Auster
  • Homicide: A Year on the Killing Streets eftir Paul Simon
  • Argóarflísin eftir Sjón
  • A Scanner Darkly eftir Philip K. Dick
  • A Confederacy of Dunces eftir John Kennedy Toole
  • ..og The Crying of Lot 49 eftir Thomas Pynchon, sem ég hafði loksins að klára.


myndasögur:

  • Seven Soldiers eftir Grant Morrison. Í heild sinni, jafnvel þótt Mister Miracle sé leiðinlegur, The Bulleteer óspennandi og lokaheftið frekar gallað. Hinir hermennirnir (sérstaklega Klarion the Witch-Boy og Frankenstein) bæta upp fyrir það sem vantar annarstaðar.
  • Why are you Doing This? eftir Jason
  • Casanova eftir Matt Friction
  • Tricked eftir Alex Robinson
  • NextWave eftir Warren Ellis
  • All Star Superman eftir Grant Morrison
  • Earthboy Jacobus eftir Doug TenNapel
  • Black Hole eftir Charles Burns
  • Bacchus eftir Eddie Campbell
  • ..og bækur sem héldu áfram að vera góðar: Sleeper eftir Brubaker, Blacksad eftir Canales, og Powers eftir Bendis.


músík:



bíó:


..og besta mynd sem ég er enn ekki búinn að horfa á alla leið í gegn er Jesus Camp.

Sjónvarp.

  • Comedians of Comedy
  • The Wire
  • Arrested Development
  • Dexter
  • Rome
  • Deadwood
  • Firefly
  • Homicide: Life on the Streets (1. til 3. þáttaröð)
  • The West Wing (1. til 4. þáttaröð)
  • Spooks (1. til 3. þáttaröð)
  • Þættir sem misstu flugið: The Sopranos, Battlestar Galactica, Lost.
  • Besti breski þáttur um stjórnendur almannatengslafyrirtækis: Absolute Power


Ég hefði þannig séð getað gert lista yfir topp tíu þætti af The Wire eða The West Wing. Comedians of Comedy er fyndnasta sjónvarp og um leið besti 'raunveruleikaþáttur' ársins. Zach Galifianakis er snillingur og galdramaður og skáld og herra vísindamaður.

-b.

26 desember 2006

Orð kvöldsins

  • sjortara-vopnahlé
  • físukaðall
  • rúðusatan
  • rúmhugarleikfimi
  • lúkustatíf

Ég get að sjálfsögðu ekki verið viss, en ég ímynda mér að ,,físukaðall" sé ansi hrikalegur kynsjúkdómur.

-b.

25 desember 2006

Og þetta er það eina sem mér datt í hug

Klukkan tíu í gærmorgun fékk ég þennan tölvupóst:

þetta virkar?

(The following is an e-mail from the past, composed on Tuesday, December 13, 2005, and sent via FutureMe.org)

Hei ég.

Þetta virðist virka. Prófum það aftur.. www.futureme.org

-b.

Ég var búinn að steingleyma þessu. Enda varla neitt til að muna. Fullkomlega tilgangslaus jólagjöf til sjálfs mín. Aðrar jólagjafir: Trivial Pursuit, sokkapör og peningar. Ég er bara heví sáttur við það: þetta kemur allt að góðum notum.

-b.

24 desember 2006

Gleðileg jól

öllsömul!
Hæ hó
og jólabjöllurnar
þær hljóma allstaðar
og eru hljómbærar

Felís navídad

Örstutt hífun einsog vera ber á Þorláksmessu. Keypti eina jólagjöf í Kringlunni í morgun og spilaði ,,Ticket to Ride" í gær. Annars eru bara jól í gangi.

-b.

19 desember 2006

Sýklalyf maður

Ég fór til læknis í dag og hann skrifaði uppá þriggja daga skammt af Zitromax fyrir mig. Þetta á að vera einhver svaka sleggja.. hann sagði að pillurnar færu illa í maga, og ég finn nú fyrir því.

Vonandi að þetta virki.

-b.

,,Allright Dexter! Protecting our children!"

Ég er kominn með fyrri hlutann af Hogfather, sjónvarpskvikmynd í tveimur hlutum sem er gerð eftir Discworld sögu með sama nafni. Hef ekki lesið bókina, en þetta gæti verið stuð. Seinni hluti verður sýndur á morgun. Er þetta eitthvað til að koma augum mínum í jólastuð?

Dexter slúttaði kannske ekki með látum, en það var nóg um dýrðir. Síðasta senan við borðið er æðisleg.

Battlestar reif sig upp á rassgatinu í síðasta þætti fyrir hlé. Þeir eru kannske að teygja sig heldur langt til að gefa okkur kliffhanger, en það veltur allt á því hvernig málin leysast eftir áramót. Ég vil gefa þessum þætti alla þá sénsa sem ég á til. Jafnvel þótt mér finnist hann vera farinn að hiksta þá er þetta engu að síður besta vísinda(skáldsögu)sjónvarpið langt í allar áttir.

Og ég byrjaði að horfa á Nip/Tuck. Sem ég er ennþá efins um. Ég afskrifaði þennan þátt fyrir löngu síðan eftir að hafa séð hluta af honum.. einhverstaðar. En ég kíkti á fyrsta þáttinn og langaði að halda áfram. Góðir punktar útum allt, en ekkert virkilega djúsí. Og hálfneyðarlega illa skrifaðar samræður sumstaðar.

Renndi líka yfir 4. seríu af The Wire aftur. Þessir þættir eru alveg jafn góðir í annað og jafnvel þriðja skiptið. En ég skil ekki hvernig þeir hefðu stoppað sig af ef HBO hefði afþakkað fimmtu þáttaröðina. Jafnvel þótt langflestum sögunum sé lokað þá er stóra málið, sem lagt var upp með í allra fyrsta atriðinu í fyrsta þætti seríunnar, ennþá galopið. Kannske var það látið virka þannig einmitt vegna þess að það verður hægt að halda áfram með það, en fyrri þáttaraðir hafa meira og minna bundið endahnúta á svona lagað.

Eða kannske endaði þessi tiltekna þáttaröð bara svo á svo niðurdrepandi hátt að manni líður einsog eitthvað vanti. Það fór svo einstaklega illa fyrir svo mörgum þetta árið.

Fjórir dagar til jóla, svona þannig séð. Það er ekki alveg einsog í gamladaga, að manni finnist jólin vera lengi á leiðinni. En mér finnst samt ennþá einsog þau séu alltof fljót að líða.

-b.

18 desember 2006

Allir á mæspeis

Mæspeis síðan hjá gaurnum sem var handtekinn í tengslum við hórumorðin í Ipswitch. Dagblöðin þurfa væntanlega að greiða Newscorp fyrir birtingu á myndum af honum.

Ég á tíma hjá lækni á morgun.

Talladega Nights er nokkuð fyndin.

-b.

15 desember 2006

,,..nema þið látið mig fá hundrað billjón dollara."

Í Cat's Cradle segja fylgismenn Bokonons eftirfarandi áður en þeir fremja sjálfsmorð: ,,Now I will destroy the whole world." Þeir eiga semsagt til standard línu sem þykir við hæfi á slíkri stundu. Það er varla hægt að segja að sjálfsmorð sé svo mikið tabú á meðal þeirra sem eiga svona hversdagslegt ritúal í kringum það. Dálítið einsog að gera krossmark yfir kertisloga eða spyrja útlendinga hvernig þeim læks æsland.

Núna mætti ég á Prikið áðan og settist hjá Frikka á gamla staðnum. Hjá honum sat kona sem ég þekkti ekki, en sagðist kannast við mig. Hún sagðist heita Heiðrún. Jú, ég mundi eftir henni, hafði hitt hana einusinni eða tvisvar á Krúsinni í den, hún þekkti Hall. Nú sagðist hún vera í útileyfi af hælinu, þyrfti að fara klukkan fimm. Ókei, sagði ég. Og ég sagði voða lítið annað það sem eftir lifði þessari heimsókn hennar. Hún talaði hinsvegar nógu mikið fyrir okkur þrjú. Geymdi sígarettubox og kveikjara inná brjóstahaldaranum sínum og þreyttist ekki á því að benda okkur á það. Sagðist vera norn sem hræddist ekki eld, og myndi lifa af kjarnorkuvetur. Sagði lygasögur.

Þetta er tvíeggjað fyrirbæri, að hlusta á lygasögur. Annarsvegar er gaman að heyra fólk leggja grunninn að einhverju með fyrstu orðunum, brjóta hann síðan niður með næstu setningu og halda bara áfram að byggja.. það skorðar nýjan múrstein í lausu lofti og tekur annaðhvort ekki eftir því eða vill ekki taka eftir því að hann tollir ekki. Hinsvegar er þetta neyðarlegt og verður sífellt óþægilegra eftir því sem viðkomandi heldur áfram. Ætlastu í alvörunni til þess að ég trúi því sem þú segir? Hvað liggur að baki? Þetta versnar eftir því sem viðkomandi krefst þess frekar að maður gleypi þetta. Kaupi húsið sem liggur í hrúgu fyrir framan mann.

Kannske er það jafnvel skárra ef það er verið að reyna að selja manni eitthvað. Maður býst við því að sölumenn reyni að pretta mann og það er ekkert mál að segja ,,nei takk." En það er erfiðara þegar einhver er að reyna að selja manni sjálfan sig, einhverja skýjamynd af manneskju sem viðkomandi heldur að höfði til manns.

Merkilegast finnst mér að í þessu tilfelli runnu sögurnar saman við annað og langtum verra fyrirbæri, þarsem einhver hefur komist að Sannleikanum, fundið útá hvað málið snýst í alvörunni, og er að útskýra fyrir manni. Þá er ekki verið að reyna að selja manni neitt, að fá mann til að trúa, heldur er sá upplýsti að fleygja viskuumolum neðan af fjalli þekkingar sinnar. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða votta Jehóva, AA-gúrúa eða heiðingja með verndarrúnir og tarotspil.

Fjandinn, ég er bara að hugsa upphátt. Engin niðurstaða hér. Og ég er ekki að fella neinn dóm yfir þessari stelpu, hún er bara að leita sér að vinum.

Hei jú bíddu við. Það var eitt sem sló mig, og þessvegna byrjaði ég nú á þessari tilvitnun í Vonnegut. Þessi sessunautur okkar sagðist nefnilega hafa krafta til að lækna fólk, gæti hreinsað það af veirum og þessháttar, en tæki þá um leið allt inná sig. Nema hún mætti ekki leyfa sér að deyja, því þá færist veröldin. Þetta er auðvitað bilaður sólipsismi: ,,ég er svo merkileg manneskja að ef ég kveð þennan táradal þá fellur hann um sjálfan sig."

Þessi Bokonon-lína lýsir hinsvegar annarskonar viðhorfi. Að veröldin sé bara það sem við skynjum, hvert fyrir sig, og að með því að fyrirfara þér sértu að binda enda á þessa tilteknu veröld. En heimar annarra halda áfram að vera til. Þetta gengur það tvístigi að vega mannslífið, heimssýn og skynjun hverrar manneskju, ofar öllu, og um leið að draga tennurnar úr þessu tabúi sem sjálfsmorðið er. Og kannske dauðinn yfir höfuð. Heimurinn er allra, og ef þeir vilja binda enda á hann þá hljóta þeir að ráða því. Hvað sem manni sjálfum kann að finnast um þá ákvörðun.

Fylgjendur Bokonons halda þessu a.m.k. ekki yfir höfði hvors annars, að þeir gætu nú bara stútað sér hvað og hvenær, og tekið heiminn með sér. Það þykir mér frekar heilbrigt.

Annars eru þessi Bokonon fræði sem Vonnegut setur fram stórmerkileg í sjálfu sér. Cat's Cradle er æði, og inniheldur einmitt frekar kasúal heimsenda.

-b.

Af Prikinu

Ég man eftir að hafa lesið um það einhverstaðar að Michael Jurassic Park Crichton hefði ekki mikið álit á kenningum um gróðurhúsaáhrifin og hækkandi hitastig jarðar með tilheyrandi hörmungum. Gott ef hann skrifaði ekki bók um málið. Ég nenni satt best að segja ekki að fletta því upp. En þetta þótti mér.. undarlegt.

Í mars á þessu ári skrifaði gaukur að nafni Michael Crowley grein sem mælir gegn skrifum Crichtons um þetta dæmi (greinin er aðeins aðgengileg áskrifendum að þessari tilteknu síðu, en hún er þarna samt). Crichton svaraði ekki greininni en skrifaði hinsvegar Crowley inní nýju bókina sína, Next. Þar er Mick Crowley barnaníðingur með lítið typpi:
Alex Burnet was in the middle of the most difficult trial of her career, a rape case involving the sexual assault of a two-year-old boy in Malibu. The defendant, thirty-year-old Mick Crowley, was a Washington-based political columnist who was visiting his sister-in-law when he experienced an overwhelming urge to have anal sex with her young son, still in diapers. Crowley was a wealthy, spoiled Yale graduate and heir to a pharmaceutical fortune. ...

It turned out Crowley's taste in love objects was well known in Washington, but [his lawyer]--as was his custom--tried the case vigorously in the press months before the trial, repeatedly characterizing Alex and the child's mother as "fantasizing feminist fundamentalists" who had made up the whole thing from "their sick, twisted imaginations." This, despite a well-documented hospital examination of the child. (Crowley's penis was small, but he had still caused significant tears to the toddler's rectum.)

Hér má lesa hluta af svari Crowleys, en það er í heild sinni bakvið lás og slá á síðunni sem ég benti á hérna fyrir ofan.

.....

Bónus: ekta skítkast af götum Nýju-Jórvíkur.
Father carrying plastic pitchfork: Fuck that. Fuck that, bitch! Fuck that!
Mother in disheveled wildcat costume to crying son: It's okay, baby. You're not in trouble. Daddy and I are just arguing.
Father: Yeah, fuck you, Mommy. Yo, fuck that. Yo, Daddy is leavin'. Daddy is gone, boy.
Mother: It's okay, baby.
Father to son: Shut the fuck up, faggot bitch! [Turns to mother] Don't turn my son against me, bitch!

..og hér er lógóið fyrir Гла́вное Разве́дывательное Управле́ние, rússneska leyniþjónustu einhverskonar:

(Fundið hér, í gegnum boingboing.)

Kommar lesa líka myndasögur.

-b.

13 desember 2006

MSN-ið hans Þorra bróður

Þetta rakst ég á þegar ég kom að tölvunni áðan. Heimilistölvunni sko, ekki þeirri sem ég held læstri uppá herbergi. Hér hafa strákarnir hver sinn notanda, sínar tónlistarmöppur og msn-addressur:


Mér finnst þetta æði. Ég er náttúrulega að níðast á friðhelgi einkalífs bróður míns, en hann hefði átt að hafa rænu á að logga sig út áður en hann fór útúr húsi. Hm?

Flaður.

-b.

Þetta hefst

Betan virðist vera farin að róast. Ég er búinn að hanga í þessu í dálítinn tíma, fikta í templatinu og hnýta tögg aftan í síðustu hundrað færslur. Svona uppá djókið. Ég efast um að ég nenni að fara aftar en það í bráð, en ég er flokkunarphíll inni við beinið. Sortering af þessu tagi heldur mér uppteknum líkt og ný myndasaga eða glas af köldum Guinness.

Verst að mér sýnist ég ekki geta fiktað með textann sem birtir þessi tögg. Lélegt að hafa bara ,,Labels:"

Ég var að fara yfir ýmisskonar lista í dag, yfir flott bíómyndaplaggöt og eitthvað. Mér finnst þetta æði:

Mér finnst líka skrýtið að ég skuli ekki hafa heyrt af henni áður. Ekki heldur Brick eða The Illusionist. En nú er ég kominn með lítinn nettan lista af myndum sem ég þarf að komast í þegar tækifæri gefst.

Og nú ætti maður náttúrulega að fara að dunda sér við lista. Árslista. Verst að ég man aldrei lengra en þrjá fjóra mánuði aftur í tímann, allt eldra molnar saman í 'gamla daga'. Ég held ég geti fullyrt að 2006 hefur verið sjónvarpsár fyrir undirritaðan.. maður ætti að geta tínt eitthvað útúr því öllusaman.

-b.

12 desember 2006

Auster á 69ndu

Ég var að klára Travels in the Scriptorium núna áðan. Ég hafði gaman af henni, en veit ekki hvort hún virkar jafn vel ef maður hefur ekki lesið neitt annað eftir hann, sérstaklega The New York Trilogy. En hér er tilviljunin, þegar ég byrjaði að lesa bókina sagði ég Halli (sem lánaði mér hana) frá því hvernig Marshall McLuhan byrjaði að lesa bækur: Hann las víst blaðsíðu númer 69, og ef honum leist vel á hana þá las hann bókina í heild, annars ekki.

(Sögunni fylgir reyndar líka að hann hafi aðeins lesið vinstri hluta vinstri blaðsíðanna í bókinni, og sparað þannig tíma. Og, í áframhaldi, að hann hafi ekki sofið einsog almennilegt fólk, heldur lagt sig í fimm mínútur endrum og eins, annars haldið dampi. Ég dreg þetta í efa. En 69-aðferðin er sniðug.)

Nú var ég að gúgla bókinni til að sjá hvort einhver glúrinn Auster aðdáandi hefði ekki fleygt upp punktum um þessa skræðu. Fann þennan gaur, sem er aðallega að skrifa um 69-prófið, en minnist á Travels.. í sambandi við komment sem hann fær. Í framhaldi kemur hann með þessa lýsingu á bókinni: ,,Well, this one is very short, and if you like his other's [sic] it's very fun -- almost like a bonus track to the New York Trilogy. If you're not a fan, worth skipping."

Þetta fannst mér vel orðað.

Á guardian.co.uk fann ég kómíska endursögn á bókinni (spojlerar):
Is this a prison? Is it a house? The old man has no memory. But perhaps he isn't even old? So let's drop the epithet old and refer to the person as Mr Blank. For this should tell both you and him everything you need to know; that you are trapped inside some meaningless pretentious crap that is passing itself off as cutting-edge post-modern metaphysicality.

Og svo framvegis. Þetta á vissan rétt á sér, en ég kýs nú að líta þetta jákvæðari augum.

Þessa bók las ég í heild sinni á nýja Kaffi Krús. Það er barasta hægt að sitja þarna og drekka og lesa í rólegheitunum, síðan það var skipt um eigendur. Magnað.

-b.

x-í-ennta-asta tilraun

Fínt viðtal við South Park-liða:
Reason: When it looked like Comedy Central wasn’t going to rerun the Mary episode, people were still able to download it illegally online. Did you see that as a victory for free speech, or did you think, “My God, these people are stealing our intellectual property”?
Stone: We’re always in favor of people downloading. Always.

Reason: Why?

Stone: It’s how a lot of people see the show. And it’s never hurt us. We’ve done nothing but been successful with the show. How could you ever get mad about somebody who wants to see your stuff?

Parker: We worked really hard making that show, and the reason you do it is because you want people to see it.

Reason: How did other people in the creative community respond to your recent controversies?

Parker: When we did the Muhammad episode, we got flowers from the Simpsons people because we ripped on Family Guy. Then we got calls from the King of the Hill people saying, “You’re doing God’s work ripping on Family Guy.” Even though it was this big political thing about Muhammad and whatever, everyone was just, “Thank you for you ripping on Family Guy.”


STRATFORD, N.J. - In an age of multimillion-dollar high-tech weapons systems, sometimes it's the simplest ideas that can save lives. Which is why a New Jersey mother is organizing a drive to send cans of Silly String to
Iraq.

American troops use the stuff to detect trip wires around bombs, as Marcelle Shriver learned from her son, a soldier in Iraq.

Before entering a building, troops squirt the plastic goo, which can shoot strands about 10 to 12 feet, across the room. If it falls to the ground, no trip wires. If it hangs in the air, they know they have a problem. The wires are otherwise nearly invisible.

Now, 1,000 cans of the neon-colored plastic goop are packed into Shriver's one-car garage in this town outside Philadelphia, ready to be shipped to the Middle East thanks to two churches and a pilot who heard about the drive.

[...]

The military is reluctant to talk about the use of Silly String, saying that discussing specific tactics will tip off insurgents.

But Lt. Col. Christopher Garver, a U.S. military spokesman in Baghdad, said Army soldiers and Marines are not forbidden to come up with new ways to do their jobs, especially in Iraq's ever-evolving battlefield. And he said commanders are given money to buy nonstandard supplies as needed.

In other cases of battlefield improvisation in Iraq, U.S. soldiers have bolted scrap metal to Humvees in what has come to be known as "Hillybilly Armor." Medics use tampons to plug bullet holes in the wounded until they can be patched up.

Also, soldiers put condoms and rubber bands around their rifle muzzles to keep out sand. And troops have welded old bulletproof windshields to the tops of Humvees to give gunners extra protection. They have dubbed it "Pope's glass" — a reference to the barriers that protect the pontiff.

Ef það er eitthvað sem kanarnir kunna þá er það að búa til sniðug gælunöfn fyrir allan andskotann. Hillbilly armor og pope's glass. Það er frábært.

Cocaine--a stimulating alkaloid crushed out of the leaves of the coca plant--has been reported to increase euphoria and energy as well as to trigger a mind-killing addiction in humans. The appeal is not limited to our species; rats and other animals given access to the drug will pursue it with a vigor normally reserved for procreation. This vigorous drive for the drug derives from its ability to stimulate the brain's reward pathways, altering the chemical dance of neurotransmitters that tells us what is good to do--again and again and again.

Þarna er verið að tala um það hvernig kókaín virkar, en þessi lína er bara svo æðisleg. ,,... pursue it with a vigour normally reserved for procreation." Þetta er eitthvað sem manni dauðlangar til að stela.

.....

Ég lenti á undan áætlun í gær og var ekki tekinn í leit í tollinum. Sem kom mér á óvart. Davíð, Már og Víðir (í stafrófsröð, sjáiði) komu og tóku á móti mér. Það var mikið um dýrðir. Við fengum okkur hambó í Keflavík og héldum svo áfram til Reykjavíkur. Ég sótti tvær bækur á bókhlöðunna og hitti þar Inga Björn. Ég lét hann fá munntóbak frá Kaupmannahöfn. Og síðan keyrði Víðir mig heim. Takk fyrir það Víðir.

Ég var orðinn helvíti ónýtur þegar ég lenti á Heiðarveginum. Svaf sama sem ekki neitt nóttina fyrir flugið, sofnaði þegar vélin var komin í loftið en vaknaði klukkutíma síðar, stirður í herðunum og með svakalegan hausverk. Lagðist í rúmið og sofnaði, svaf einsog hrúga af grjóti. Djöfull var það gott maður. Sofisofari.

Núna rétt bráðum leggjum við í hann held ég. Jarðarförin er í Hraungerðiskirkju (ég held ég muni nafnið rétt). Eftir það verður farið í Þingborg.

Og svo er það Reykjavíkin á morgun. Svei já!

Ég tók myndir af okkur á leiðinni heim frá flugvellinum. Getiði hver er hver:






-b.

Doom Lucida Scriptorium

Ókei.

Ég náði að skrá mig inn. Nú ætla ég að skrifa eitthvað útí loftið og sjá hvort það birtast ekki skilaboð um sambandsleysi hérna fyrir neðan. Ef ekki þá prófa ég bara að ýta á 'publish'. Fjandinn.

Ég skil ekki hvað er að þessum texta sem ég hef verið að reyna að kópera hérna inn.. prufan sem ég náði í gegn í gær inniheldur allt sem hann gerir. Kannske er það titillinn? Setjum einn á þetta hér..

Og birtum.

-b.

lkjf??lkfje

éþ-öæðáí

lkjk


-b.

06 desember 2006

Meira að lesa

Eitthvað sem ég kippti með mér til að lesa í fluginu og svona.. nokkrir góðir punktar en soldið kreisí:
The discrepancies are numerous, but subtle. Being as the settling of accounts are portrayed somewhat of an aftertought (which, in itself, goes against the spirit of the cheerleaders' stated objective), and - to the knowledge of the viewer - no books are kept, the amount paid to each individual cheerleader for each individual task cannot be determined. It seems clear, however, that each and every customer pays simply whatever money they have on them at the time, which we can assume is roughly the amount agreed upon for the completion of the proposed service (i.e. washing a car or mopping a floor), long before the instigation of the service proper (i.e. the sexual intercourse). The contention seems to be that these tasks are interchangable in the free market of nubile servitude, which is a notion so implausible as to the point of being fantastical.

-b.

I Danmark, annar hluti

Þetta verður hundrað og þrítugasta færslan síðan ég lenti í Danmörku. Ég veit það vegna þess að ég var svo forsjáll að númera þá fyrstu sem ég skrifaði. Fínt að rúna þetta aðeins af áður en maður flýgur aftur. Þá er hér topp fimm listi yfir hversvegna það ætti að vera gott að koma aftur til Íslands:
  • Fólk skilur hvað ég er að segja.
  • Ég skil hvað fólk er að segja.
  • Það er ekki jafn mikið af fólki úti á gangstéttunum að þvælast fyrir mér.
  • Malt jólabjór
  • Vatnið úr krananum

..fyrir utan það náttúrulega að á Íslandinu er fullt af fólki sem mig langar að hitta. Þetta er meira svona á yfirborðinu. En vatnið maður. Sjís. Það verður súper.

-b.

,,I'm leaving, on a jetplane.."

Síðasti bjórinn í dalnum:



Þarna má einnig sjá vekjaraklukkuna mína, nýju moleskine skrifbókina, stólinn sem ég stal úr eldhúsinu, úlpuna sem ég hengdi á bakið á honum, og handklæðið sem ég setti í sætið svo það væri þægilegra að setja fæturnar uppá það. Ég er að fara að kaupa allskonar á vellinum. Smá viskí handa sjálfum mér.. Er það sturlun að vilja kaupa tíu þúsund króna viskíflösku? Algerlega. En fjandinn, mig langar allavega að smakka það. Læt mér nægja að versla eitthvað aðeins hversdagslegra.

Meira breskt spæjó. Í fjórðu þáttaröð er Spooks orðið skopstæling á sjálfu sér. Hátæknikjaftæði komið upp úr öllu valdi og trúverðugleikinn um leið farinn niður fyrir núllið. Búið að skipta öllum gömlu jöxlunum út og þessir nýju búnir að lesa bókina Hvernig vera skal góði gaurinn í sjónvarpsþætti átta sinnum, sirka. Á milli sex og tíu sinnum allavega. Fyrsti staðgengillinn kom til sögunnar einsog skrattinn úr sauðaleggnum, næstu tveir voru neyðarlegir, og núna síðast eru þeir bókstaflega farnir að ráða fólk utanaf götunni. ,,Hei, þú ert ljóshærð og yngri en tuttugu og þriggja, viltu koma að vinna fyrir leyniþjónustuna?"

Og klisjurnar. Guð minn góður, klisjurnar.

En á einhverju rölti rakst ég á Tinker, Tailor, Soldier, Spy, sem er bresk sex þátta mínísería frá '79. Það er að silast inn núna.

Ég var næstum búinn að gleyma fartölvubatteríinu inní skáp. Helvítis klúður hefði það verið.

Listi yfir tíu myndasögur:

. Seaguy
. The Invisibles
. The Filth
. Stray Bullets
. Cerebus (Allt framað Latter Days, og ég hef ekki lesið Guys)
. Queen and Country
. Powers
. Nextwave
. Casanova
. Watchmen

Þarna eru þrjár af tíu svarthvítar. Og ég minnist ekki einusinni á Torso eða From Hell. Andskotann ætli mann vanti liti til að gera myndasögu?

-b.

05 desember 2006

Rússíbanalt

Ég fór að sofa klukkan tvö eftir miðnætt í gær. Lá í tvo tíma. Las. Sofnaði einhverntíman eftir klukkan sex. Svaf svo náttúrulega yfir mig; Ýmir hringdi klukkan fimm mínútur yfir níu, ég hafði ætlað að hitta hann á Nordhavn klukkan tíu mínútur yfir.. En það var í góðu. Hitti á þá Magga á sendiferðabílnum og við hlóðum búslóðinni þeirra Ýmis og Kristínar útúr kollegíi á Holte og inní kollegí á Nörrebro. Ég borgaði leiguna, setti í tvær vélar, og núna er ég að sofna. Það er góð tilfinning.

Pakka á morgun. Flug á hádegi fimmtudags. Bá tsjiggi tsjiggi bá tsjiggi báwá.

-b.

04 desember 2006

Meira Wire dótarí

David Simon, talandi um fimmtu seríu af The Wire, sem kemur til með að fjalla um fjölmiðla:
One thing I've always hated about TV portrayal of media is that it's always unfeeling assholes throwing microphones in the face of someone as he comes down City Hall steps.

I'll tell you a story. We had a press conference the first season. We staged it as a press conference really would be: a small room, some empty chairs. TV reporters are looking at print reporters to see what they ask; there is a pile of dope on the table; there is no sense of urgency. That is the way it always was. This was one of the only [production] notes we got [from HBO] the first season: What's up with that press conference? It looked so fake. At the time, I didn't have enough credibility with HBO to argue with the note, but I said Carolyn [Strauss, president of entertainment at HBO], you're raised on too much TV press.

The low end of journalism is not what concerns me. It's not that sensational stuff I'm worried about. It's that there may be no high end anymore, that the kind of thing journalists once aspired to, especially in the Washington Post-Watergate era, may no longer exist.

Viðtölin við þessa kalla, hann og Ed Burns, eru voða keimlík öllsömul. En það kemur ekki svo að sök; það er nóg af góðu dóti á skjánum. Þættirnir tala sínu máli.

Og tékkið á þessu hér. Skammlausu melir maður..

-b.

Viti menn

Kúklingapastað mitt var ekki bara ljúffengt heldur líka undursamlega gott á bragðið.

-b.

Té mínus þrír dagar - Homicide og Seven Soldiers

Það var síðasta vetur sem ég rakst á Homicide: Life on the Street þætti á piratebay. Ég man hreint ekki hvort ég var að leita að þeim sérstaklega, eða bara að krúsa, en ég sótti fyrstu seríuna og var alveg gáttaður á því hvað þetta var gott sjónvarp. Fór á amazon og þeir áttu þættina til á dvd, en þeir kostuðu hönd og fót. Þeir gera það reyndar ennþá, en nýverið kom út ofurpakki, allar þáttaraðirnar, sjö talsins, og sjónvarpsmyndin sem lokaði draslinu fyrir rest (en hún hefur ekki verið fáanleg á dvd áður, að því mér skilst). Og hann kostar hundrað og fimmtíu dollara, tæpum þrjátíu dollurum ódýrari en fyrra pakkatilboð á 1. til 4. þáttaröð, sem er á hundrað og áttatíu.

Ég var að spá í að skella mér á þetta, en hætti við. Vegna þess að eftir þriðju seríu þá fara þessir þættir snarversnandi. Fjórða var la-la og allt eftir það hrikalegt (a.m.k. miðað við það sem fór á undan). Maður getur semsagt tekið góðu bitana fyrir sirka níutíu dali, og eytt restinni í annað gott sjónvarp. Einsog Deadwood, til dæmis. Eða The Wire, sem ég hefði vísast ekki litið við, hefði ég ekki sótt Homicide og lesið bókina hans David Simons í áframhaldi.

..Þessar efnisgreinar voru mjög tilgangslausar. ,,Ég sá eitthvað á amazon og ákvað að kaupa það ekki."? Jæja. Það er nóg pláss á netinu.

Stutt klippa af Simon að tala um Homicide.

Ég renndi í gegnum fyrstu tvær seríurnar af Six Feet Under og þær eru aaansi gei.

Og Spooks missti taktinn eftir aðra þáttaröð. Helvíti leitt.

Ég kem heim á fimmtudaginn, og tek með mér danskan jólabjór og slatta af Russian Earl Grey fyrir mömmu. Búinn að gera allt sem ég þarf að gera nema að borga leiguna og pakka. Á morgun er Ýmir að flytja suður í siðmenninguna og ég ætla að ljá hjálparhönd. Einsog maður gerir. Í kvöldmatinn er kjúklingapasta. Annars er ekkert.

Jú ég kláraði Seven Soldiers. Nennti ekki að bíða eftir bókinni og sótti restina á netið. Ég held ég þurfi samt að fá bókina í hendurnar áður en ég tjái mig eitthvað frekar um söguna. Frekar undarlegur endir á henni.. einsog maður mátti búast við, náttúrulega. En mér skilst á nokkrum gagnrýnendum að Morrison hafi þurft að skera upphaflegt handrit sitt að lokakaflanum niður um helming. Og það sést. En samt spurning hvort það sé fatli í sjálfu sér. Miniseríurnar voru á heildina góðar, en Mister Miracle fannst mér hreint út sagt leiðinlegur. Óspennandi saga og stirðar teikningar, og greinilega verið að byggja á einhverri forsögu um ,,The New Gods", sem ég kannast sama sem ekkert við. Zatanna var fín, Klarion æðislegur og Frankenstein nokkuð glúrinn. Kom mér á óvart.

En ekki orð um það meir. Ég vil sjá þetta á pappír. Ef þið viljið lesa gagnrýnisgreinar um bókina, sem eru uppfullar af spojlerum, þá eru þær hérna, hérna, hérna og hérna, og svo er hér viðtal við Morrison um dæmið.

-b.

03 desember 2006

Meiri vitleysa að vestan

WASHINGTON (Reuters)- When radio host Jerry Klein suggested that all Muslims in the United States should be identified with a crescent-shape tattoo or a distinctive arm band, the phone lines jammed instantly.

The first caller to the station in Washington said that Klein must be "off his rocker." The second congratulated him and added: "Not only do you tattoo them in the middle of their forehead but you ship them out of this country ... they are here to kill us."

Another said that tattoos, armbands and other identifying markers such as crescent marks on driver's licenses, passports and birth certificates did not go far enough. "What good is identifying them?" he asked. "You have to set up encampments like during World War Two with the Japanese and Germans."

At the end of the one-hour show, rich with arguments on why visual identification of "the threat in our midst" would alleviate the public's fears, Klein revealed that he had staged a hoax. It drew out reactions that are not uncommon in post-9/11 America.


..og auðvitað leysist þetta upp í rifrildi um það hvort það megi yfirhöfuð líkja BNA við Þýskaland fjórða áratugarins. Bla bla bla. Ágætis grein um það mál hér reyndar, en það er varla maður nenni að spá í þessu orðið.

-b.

Bústaðartanka

Kjöt á teini og
soðið vatn í pottinum
og korter af bjór
og myrkur og timbur og
testosterón-öskur og

02 desember 2006

Hobo: Booga-wooga-wooga!
Little boy: You are a crazy man!
Hobo: Shish-ka-bobba-bobba!
Little boy: Cockadoodledoo!
Hobo: You are a crazy boy.

--Union Square

Þetta helvítis kvef ætlar ekki að sleppa takinu alveg strax. Það er kalt úti og ég get ekki haft hurðina lokaða allan tímann, loftið þyngist bara og þyngist.

Don't go into that barn, yeah!

-b.

01 desember 2006

Ættjarðartanka handa Inga Birni (og íslensku þjóðinni)

Blessuð Drífa mín!
Jónas biður að heilsa.
Áttu til kaffi?
Nú, jæja þá. Djöfull er
ég þreyttur í höndunum.

-b.

..sagði hann og saup á teinu.

Það myndi kosta mig sirka átján þúsund milljón krónur að flýta fluginu mínu heim. Sem sýgur talsvert. En mig er eiginlega farið að langa til þess.

Klockarinn skrifar um það að hann nenni ekki lengur að lesa bækur. Sjónvarpsþættir, myndasögur, ljóð og tónlist geri sitt fyrir hann. Ég lái honum það í sjálfu sér ekki, og ég skil nokkurnvegin hvað hann er að fara. Í athugasemdunum segir einhver gaur að hann nenni sjaldan að horfa á heila bíómynd í einni lotu, en geti hinsvegar horft á marga sjónvarpsþætti í röð, sem taki jafnvel lengri tíma. Sama hér. Nokkurnvegin. Ég er búinn að vera að reyna að komast í gegnum The Prisoner í talsvert langan tíma, er rétt nýlega hálfnaður, en það virðist bara svo mikið verk - miðað við að horfa á eitthvað styttra.

En lengdin sjálf er kannske ekki stóra vandamálið. Þættir einsog The Prisoner eru ekki gerðir lengur. Eða öllu heldur; sjónvarpsþættir eru ekki lengur uppbyggðir einsog The Prisoner. Að fylgjast með einum gaur gera einhvern einn hlut í klukkutíma? Aldrei. Í hverjum einasta sjónvarpsþætti sem þú sérð í kassanum í dag eru fleiri en ein saga í gangi á sama tíma. Helst fleiri en tvær. Lost er alveg ekta dæmi, þarsem hver einasti þáttur skiptist meira og minna í tvennt: atburðir sem gerast fyrir slysið og atburðir sem gerast eftir það. Atburðir sögunnar sem gerist fyrir slysið hafa gjarnan áhrif á það hvernig við skiljum það sem gerist eftir slysið.. það er nokkurnvegin það sem þátturinn byggist á; áhorfendurnir skilja hvern einasta strandaglóp betur en fólkið í kringum þá. Hluti af því sem gerir ,,Hina" svo ógnvænlega er að þeir vita greinilega svo mikið meira en við.

Bestu þættirnir eru líka þeir þarsem atburðirnir eftir slysið gefa okkur aukna sýn inní atburði sem gerðust fyrir slysið. Fyrstu þættirnir þeirra Lockes og Hurleys eru gott dæmi um það. Til hliðar við þessa tví-eind erum við að fylgjast með hinum strandaglópunum um leið, og allt þetta rekur áfram stóra plottið, ,,mýtólógíuna" einsog þeir vilja kalla það orðið. Leyndarmálið á bakvið alltsaman.

Einhverstaðar í haust er til langur póstur um metafiksjón í Lost, sem ég skrifaði aldrei. En þar eru greinilega nokkrir þræðir sem hægt er að tosa í.

Já. En að því leyti er Day Break skemmtilegur sessuvermir fyrir Lost, þarsem það er bara ein stór saga í gangi. Þannig séð. Aðalpersónan kemur nálægt næstum því hverju einasta atriði sögunnar, en ekki öllum í einu. Day Break minnir meira á tölvuleik en margt annað, og það eru nokkur atriði í fyrstu tveimur þáttunum sem styðja undir það, held ég. Atriðið í grjótnámunni, endurtekið á nákvæmlega sama hátt, er ekta ,,dauða-klippa" - eitthvað sem maður sér á skjánum þegar öll lífin eru búin og maður getur ekkert gert lengur. ,,Þú gafst upp og svona fóru þeir með þig. Endir. Viltu reyna aftur?"
Og maður byrjar aftur á sama stað.

Munurinn hér er sá að hann læknast ekki á því að rístarta leiknum, þannig að ef hann deyr þá er ballið búið. Sem meikar sens: hversu spennandi væri þátturinn eiginlega ef dauði aðalpersónunnar hefði engar afleiðingar? Maður lendir fyrst í vanda ef maður ætlar að útskýra hvernig í ósköpunum þetta getur átt sér stað, en svo lengi sem þeir sleppa því bara þá er gaman af þessu. Um leið og þú, sem handritshöfundur, ákveður að hetjan þín upplifi sama daginn aftur og aftur þá geturðu allteins farið alla leið.. ef fólk er á annað borð að horfa þá er það varla að bíða eftir rökréttri útskýringu.

Það held ég að sé einmitt það sem Lost-liðið er að detta útí smátt og smátt. Að gefa ,,trúlegar" útskýringar á hinu og þessu og skilja annað eftir, í staðinn fyrir að hlaða upp meiri mystík.

Ég skil hvað Klock á við þegar hann segist ekki tíma því að lesa skáldsögur. Ég er ofboðslega hissa á sjálfum mér að hafa komist í gegnum Foucault's Pendulum. En það tók mig líka þrjá mánuði. Og ég var rosalega spenntur fyrir henni allan tímann. Ég veit ekki hversu mikið sjónvarp ég glápti á á sama tíma, en það var fór pottþétt mun meiri tími í það en að lesa bókina. Það sem ég tengi ekki við eru ljóðin og lögin. Þar eru miðlar sem reyna gjarnan allt hvað þeir geta að segja sem mest í fáum orðum, en sjónvarp og myndasögur leyfa sér ennþá að breiða sögurnar út. Skáldsagan er þá á hinum enda þessarar línu, og gerir ýmislegt sem hinir miðlarnir geta ekki. Ég á erfitt með að byrja á því að lesa skáldsögu, en ég held ég hafi meira gaman af því en öðru þegar ég er loksins kominn af stað.

Og þessi skilgreining á skáldsögunni finnst mér frábær. ,,Langur prósi sem eitthvað er að." En mér finnst hún ekki verri fyrir vikið.

En já. Mér dettur ekki í hug neinn dags-í-dag sjónvarpsþáttur sem brýtur ekki upp narratívið til að halda fólki við efnið. Og ég mana ykkur til að nefna einn slíkan. Í alvöru.

-b.

Ég er veikur

Frekar veikur

Mér er illt í hálsinum og ég hósta og mér líður ekki vel.

Til hamingju með daginn öllsömul.

-b.

30 nóvember 2006

Við áttum sama afmælisdag

Hann Þórarinn á Litlu-Reykjum dó núna á aðfararnótt miðvikudags. Áttatíu og fjögurra ára gamall. Hann var búinn að vera veikur lengi, karlinn. Ég þekkti hann í sjálfu sér ekki neitt, en hann var alltaf voða almennilegur. Vildi ekki láta kalla sig Tóta, ef ég man rétt.

Það gengur svona.

Bless Þórarinn.

-b.

29 nóvember 2006

Með djöfulinn í hjartanu (sem og annarstaðar)

Pólskur skiptinemi var í hálft ár hjá kristnum bókstafstrúarvitleysingum í Norður-Karólínu:
When I got out of the plane in Greensboro in the US state of North Carolina, I would never have expected my host family to welcome me at the airport, wielding a Bible, and saying, 'Child, our Lord sent you half-way around the world to bring you to us.' At that moment I just wanted to turn round and run back to the plane.

Things began to go wrong as soon as I arrived in my new home in Winston-Salem, where I was to spend my year abroad. For example, every Monday my host family would gather around the kitchen table to talk about sex. My host parents hadn't had sex for the last 17 years because -- so they told me -- they were devoting their lives to God. They also wanted to know whether I drank alcohol. I admitted that I liked beer and wine. They told me I had the devil in my heart.

My host parents treated me like a five-year-old. They gave me lollipops. They woke me every Sunday morning at 6:15 a.m., saying 'Michael, it's time to go to church.' I hated that sentence. When I didn't want to go to church one morning, because I had hardly slept, they didn't allow me to have any coffee.
Þau gefa honum sleikipinna, en hann má drekka kaffi svo lengi sem hann mætir til kirkju? Æðislegt. Og svo kemur náttúrulega í ljós að eina ástæðan fyrir því að þau buðu honum að vera hjá sér var sú að þeim vantar aðstoð við að stofna Baptista-útibú í Krakow. Mig skortir orð. Er ekkert tékkað á fólki sem skráir sig í svona prógrömm?

...

Ég tók eftir því fyrir nokkru síðan að last.fm (eða audioscrobblerinn, einsog hann hét hérna í dentíð) var hættur að virka. Uppfærðist ekkert. Mér datt helst í hug að það hefði eitthvað dottið milli þilja þegar ég flutti út. En þá eru gömlu winamp- og itunes viðbæturnar hættar að virka, og maður verður að sækja spes forrit til að keyra þetta, takk fyrir. En það er reyndar ekki svo slæmt. Ég keyrði þetta allt inn þegar ég henti winampinum mínum og færði músíkina yfir í itunes. Það voru tímamót maður. Húff. En nú get ég aftur séð hvað ég hef verið að hlusta á. Á netinu. Dagar rósa og tilgangsleysis, félagar. Og rússnesks earl grey með innfluttu hunangi. Skál.

-b.

Ég hefði átt að skíra þetta Sjónvarp og Myndasögur punktur blogspot punktur komm

Einhver flón ætla að koma Preacher á HBO. Flón segi ég, vegna þess að allt sem þetta fólk hefur gert hingað til er tómt drasl. Daredevil? Fyrsti þátturinn af Melrose Place? Grumpier Old Men?? Djís. Og ég býst ekki við neinum rósum frá Ghost Rider. Tisk.

Samt sem áður finnst mér þetta vera góðar fréttir. Ég hafði gaman af Preacher á sínum tíma, en varð að endingu fyrir miklum vonbrigðum, þannig að þetta er bók sem mér þætti gaman að sjá möndlað uppá sjónvarpsskjá en er jafnframt slétt sama um hvernig tekst til. Ef það verður gaman af þessum þáttum þá er það fínt. Og ef þeir klúðra þessu algerlega.. ja, hverjum er ekki sama? Þetta er bara Preacher. Það er ekki verið að slátra neinum helgum beljum fyrir mér, einsog From Hell eða League of Extraordinary Gentlemen. Aftur.

Ennfremur, ef svo ólíklega vill til að þeir gera eitthvað af viti OG þættirnir verða vinsælir, þá gæti skapast grundvöllur fyrir samskonar aðlaganir á öðrum (e.t.v. betri) myndasögum. Sem væri náttúrulega besta mál. The Invisibles? The Filth? Torso eða Powers? Þá værum við farnir að tala saman. Á ljúfu nótunum. Félagi.

Æ fjandinn, mig langar nú til að renna í gegnum fyrstu tvær bækurnar aftur.

Annars hlaut að koma að því. Ég er orðinn veikur. Hósti, þykkildi í höfðinu. Og helvítis sjoppurnar hérna við hliðina vilja ekki kannast við nýju Tom Waits plötuna. Mánaðarmótin að renna upp og ég er búinn að vera alltof latur við lestur. Minnumst ekki á skriftir.

Þá er gaman að spila Catan. Á MSN Games má finna prufu-útgáfu af leiknum, og svo er ég með textaskrá á heimasvæðinu mínu þarsem finna má netfang og reg-kóða sem maður slær inn til að geta spilað þessa prufu-útgáfu.. tja, endalaust. Býst ég við. Maður getur ekki spilað við alvöru fólk í gegnum netið einsog í java-útgáfunni sem við spiluðum um árið, en þessi lúkkar mun betur. Og maður þarf ekki að vera tengdur við netið.

-b.

Um Borat

Ágætis punktar:
Dear Ken:

Got your note, deeply honored. Being new to the company, really appreciate opportunity to outline some ideas for “Borat” DVD. As Josh mentioned, we do indeed have a wealth of footage that could be put to good use as DVD extras. In other cases, have taken liberty of suggesting some reshoots:

[...]

RODEO NATIONAL ANTHEM SECTION: Would be great if we had a series of shots where we see hundreds of people in the rodeo audience driving home, in their “pickups” or whatever, troubled at the thought that hundreds of other people in the audience continued to cheer even after the “Bush drinking blood” line. We could focus on one particular couple who have had complicated feelings about the war in Iraq from the beginning, even though they (1) live in the South and (2) enjoy rodeo. (Although too unbelievable?) A nice touch might be: This family sees Borat hitchhiking, picks him up, he sits in back seat of car with kids, takes shit in back seat, then pretends to be humping the family dog, and we see, from their reaction, that they really are rednecks after all.

[...]

LOOKING TO THE FUTURE: Finally, if I may be so bold, sir? Possible idea for “Borat II”: In selected redneck Midwestern location (Chicago?), as audience leaves theatre having just seen “Borat” we film them as they are sprayed with a stinging toxic foam, which drives them into paroxysms of itching, which causes them to strip naked; then we release seventy or eighty “attack dogs,” at which time we approach, asking for donations for AIDS relief in Africa. This could be classic! People would finally see, once and for all, when audience responds by swearing, etc., what hypocrites Americans really are.

Anxious to hear your thoughts.

Your intern,

Glen

-b.

28 nóvember 2006

Myndasyrpa!

Ég ráfaði um að leita að apóteki niðrí miðbæ um daginn. Í yfirgefnu húsasundi rakst ég á þessar dyr, og þótti nafnið kústugt:

Hérna er dönsk wikipediu-grein um húsið. Þeir vilja meina að orðið ,,panoptikon" geti staðið fyrir einhverskonar safn.. vaxmyndir tildæmis og.. málverk, býst ég við? Ég, verandi betur skólaður í vænisýki en safnafræðum, tengdi þetta við fangelsið hans Benthams og yfirhöfuð hugmyndina um algert, en ógreinanlegt, eftirlit.

Þetta hefði getað verið einhverskonar ríkisstofnun, innandyra allt fullt af skjám og upptökutækjum, ljósleiðarar víðsvegar að úr borginni að koma saman í stórum upplýsingahnút niðrí kjallara. Og þeir skrifa nafnið skýrt og greinilega á útidyrahurðina (sem er úr gleri, eins og vera ber): ,,Okkur er sama þótt þið vitið hvar við erum - þið sjáið ekki myndavélarnar, þær eru allstaðar og við hættum ekki að fylgjast með þótt þið berjið á hurðina."

Djöfull er það kalt.

En þetta er borgin, maður. Þú beygir inní yfirgefið húsasund og þú getur fundið hvað sem er. Svo lengi sem þú ert að villast. Þetta er einsog með viskusteininn, eða hvað þeir kalla hann: Ef þú leitar að réttu hurðinni þá finnurðu hana aldrei.**

Við Ýmir fórum með nágrönnum hans á tónleika með Megasi og Súkkati um daginn í grænlenska sendiráðinu (ef ég man rétt). Megasukk. Súkkat stóðu sig helvíti vel. Megas muldraði, gleymdi textunum sínum og.. æ það var bara frekar sorglegt að horfa uppá hann. Hann tók sirka fimm lög, fór síðan í pásu, og ég hálf vorkenndi Súkkat-strákunum þegar þeir stigu síðan á svið með honum eftir það. Megas er góður á geisla, en ég held maður ætti alveg að sleppa því að sjá hann læf. Gaurinn stendur varla í lappirnar af neyslu.

Að því leytinu til hittu auglýsingarnar fyrir þetta gigg naglann á höfuðið. ,,Hinn íslenski Bob Dylan," stóð þar. Dylan á heelling af góðum lögum, plöturnar hans eru ekta, en að sjá hann á sviði er bara fyrir hörðustu aðdáendurna, sem geta litið framhjá því að hann sé svo greinilega ekki að meika það lengur.

Allavega, hérna er metróinn á leiðinni frá Kongens Nytorv til Christianshavn. Eða.. allir hinir kálfarnir í vagninum voru á þeirri leið, okkar virtist ekki vilja vera memm:

Eitthvað drama í gangi. En við komumst alla leið.

Og ég tók hérna eina mynd af köppunum saman á sviðinu. Nokkrar góðar augngotur á milli Súkkat-liða, sem voru greinilega mun betur með á nótunum, en þurftu samt að fylgja gamla eftir, því hann er jú alfa-svallskáldið. Ekkert slíkt náðist á filmu: þið verðið bara að trúa mér. Það er svo miklu skemmtilegra þannig.

Við vorum reyndar í helvíti fínum sætum, sem var plús. Vorum svona til hliðar en alveg við sviðið. Á fremstu röðinni, klukkan sirka ellefu, var kona í brjóstarhaldara sem var líklega svona tveimur skálastærðum og lítill. Hún sullaðist öll um sjálfa sig einsog jell-o hlaup. Og stuttu eftir að þremenningarnir stigu á svið gekk fullur Íslendingur uppað sviði, hnippti í áttina að Megasi og sagði ,,Megas.. Megas! Lommér að tala við þig aðeins." Gamli veifaði honum í burtu og gaurinn rölti hinn rólegasti til baka. Okkur fannst það helvíti fyndið.

Og það var það eina sem gerðist. Voða dannað alltsaman. Þau seldu danskan, færeyskan og íslenskan bjór, Draum-súkkulaðistykki og bingókúlur. Barinn var staffaður ungum íslenskum meyjum, og mér fannst ég kannast við aðra þeirra.. svona einsog maður býst við í rauninni. Maður þekkir alltaf einhvern.

-b.

**Nema þú munir heimilisfangið og spyrjist fyrir í hverfinu næst þegar þú átt leið um. Eða skoðir götukort. Já eða flettir pleisinu upp í símaskránni, það eru varla mörg panoptikon í miðborg Kaupmannahafnar.

27 nóvember 2006

Hálfar sjálfsvísanir á HBO

Ég náði í nokkra þætti af Six Feet Under. Heil fjölskylda sem ríður hingað og þangað, fær ofskynjanir og reykir gras einsog það sé að fara úr tísku. Mjög vel heppnað í sjálfu sér, góðir punktar hér og þar, en ekkert sérstaklega spennandi.

Kannske vantar allar njósnir og metafiksjón í þetta fyrir mig?

Í byrjuninni á einum þætti sitja tveir gaurar og horfa á Oz. Það minnti mig á þátt í fjórðu seríu af The Wire, þarsem gaur situr á sjúkrabeði og horfir á Deadwood. Í báðum tilvikum eru þetta HBO þættir að sverja sig úr tengslum við þann ímyndaða heim sem birtist á þessari sömu rás. Meiningin sem liggur að baki er væntanlega sú að það sem við séum að horfa á núna sé raunverulegra en það sem var á dagskrá í gær. Því varla getur Fisher fjölskyldan í Six Feet Under átt von á því að sjá sjálfa sig á skjánum?

Auðvitað horfir fólk í kvikmyndum á aðrar kvikmyndir, og í bókum er minnst á aðrar bækur. Og svo framvegis. En um leið og tengslin fara að verða svona náin hýtur maður að velta því fyrir sér hver meiningin sé á bakvið þetta. Afhverju þetta frekar en eitthvað annað? Í öðrum þætti horfir heimasætan á þátt af Mr. Magoo, en það er ákveðið tímaleysi við svoleiðis lagað. Það er hlutlaust sjónvarp.. og sérstaklega afþví að þar er lifandi fólk að horfa á teiknimyndir.

Í The Wire sjáum við Al Swearengen kalla einhvern ,,cocksucker" á skjánum, og gaur í spítalarúmi hlær. Endurtekur orðið, ,,cocksucker." Honum finnst þetta mjög fyndið. Að öðrum þræði er semsagt verið að gera grín að Deadwood: Það er ekki séns að kasúal áhorfandi sjái hvaða tiltekna þátt er verið að sýna, því Swearengen segir orðið ,,cocksucker" nánast í hverri einustu senu í hverjum einasta þætti. Og það virðist heldur ekki skipta máli: Fólkið sem horfir er greinilega ekki að hlusta á það sem maðurinn segir á milli fúkyrðana, því finnst bara fyndið að heyra hann segja ,,cocksucker."

Við þekkjum ekki gaurinn sem er að horfa á Deadwood. Við þekkjum hinsvegar þann sem liggur á rúminu við hliðina, en hann fær ekki að horfa á HBO því hann hefur ekki nógu góða sjúkratryggingu. Í fyrsta lagi er skotið á bandaríska heilbrigðiskerfið og reglugerðir sem gefa hverjum sjúklingi sitt eigið sjónvarp, þannig að hægt sé að mismuna fólki í sem smæstum einingum. Í öðru lagi, og nátengt þessu auðvitað, er sú staðreynd að vænn hluti af fólkinu sem fjallað er um í The Wire gæti væntanlega ekki fylgst með sjálfu sér þótt það væri á skjánum, vegna þess að það hefur ekki efni á því að leyfa sér áskrift að kapalsjónvarpsrásum.

Tengingin á milli Oz og Six Feet Under er óljósari, en báðir þættirnir innihalda slatta af nöktum karlmönnum. Það mætti kannske segja að Six hafi haldið því elementi í gangi á HBO þegar Oz lognaðist útaf? Ég veit ekki..

Það virðist að minnsta kosti augljóst að fyrir Six og The Wire eru Oz og Deadwood skáldskapur og allt í plati, andspænis raunveruleikanum sem þeir fyrrnefndu eigna sér um leið.
Þetta er sérstaklega skemmtilegt þar sem The Wire á í hlut. Þættirnir gefa sig út fyrir að sýna lífið á götum og í skólum og í lögreglustöðum Baltimoreborgar á raunsannan hátt, en um leið eru mjög dramatískar breytingar gerðar á borgarskipulagi og stjórnsýslu. Að vísu mætti segja að það sé helst til að sýna fram á máttleysi slíkra tilrauna í núverandi umhverf efnahags- og stjórnmála.

Ég man eftir öðru samskonar dæmi, sem mér fannst einstaklega fyndið á sínum tíma. Í einhverju tölublaðinu af The Last Man fær einhver að sjá Zippo-kveikjarann hans Yoricks. ,,Fuck communism? What are you, a cossack?" Hann útskýrir að þetta sé úr myndasögu, honum hafi bara þótt þetta sniðugt. The Last Man er gefin út af Vertigo; og hver sem kannast við merkið þekkir til Preacher, þaðan sem þessi hugmynd kemur. Þá dettur mér reyndar í hug að í öllum þessum tilfellum er verið að vísa til verka sem hafa runnið sitt skeið. The Wire og Deadwood voru í gangi á sama tíma, en við sjáum ekki Swearengen á skjám Wire-Baltimorebúa fyrren þættirnir eru úti (ef við teljum fyrirhugaðar sjónvarpsmyndir ekki með, og ég ætla að ganga þá leiðina fyrst ég er kominn hingað).

Það er auðvitað hentugt að geta gert nett grín að þessum fyrri verkum, vitandi það að þau geta ekki slegið frá sér. En ef til vill má sjá einhverskonar kveðju í þessu. ,,Þú áttir góða spretti, en nú er þér lokið og þú átt heima í poppkúltúr-tilvísunum og wikipediu; þessi saga er ennþá í mótun."

,,Okkar er raunveruleikinn!"

,,Sjáið mig!"

,,Klukkan er að ganga".. Eee.. Klukkan er að ganga fimm. Ég get svo svarið það, þetta átti bara að vera þrjár línur um Six Feet Under.. Góðanótt.

-b.

25 nóvember 2006

Vappandi útí víðihlíð

Return to Cookie Mountain fær mig til að sjá eftir því að hafa týnt ipoddinum mínum.

Megasukk núna á eftir. Ég ætla að fara í sokka fyrst. Hægri, svo vinstri, afþví maður verður að forgangsraða.

None of them want to fight me..

-b.

Púls borgarinnar er tekinn á teinunum

Sjáið gang lesta í Kaupmannahöfn. Ég veit ekki hversu akkúrat þetta er, en það lúkkar vel.

Ég þyrfti að fara að sofa.

-b.

24 nóvember 2006

,,The One That Got Away"

Ein í viðbót:
AMSTERDAM (Reuters) - A plan to roll and smoke the world's largest joint was cancelled at short notice in Amsterdam when the organizers realized they could be breaking the law.

"We have now read the small print and realize there could be problems," Thijs Verheij, one of the organizers, was quoted as saying by ANP news agency after consulting Dutch drugs laws.

The group had wanted to roll a five-foot-long pure-weed joint, stuffed with more than a pound of marijuana and containing no tobacco, and smoke it in a bar.

It had initially thought the attempt would be legal if 100 people each brought along the five grams of the drug tolerated by Dutch authorities for personal use.

"Unfortunately it looks like this will not be possible," Verheij said. The attempt had been planned for Wednesday.

A police spokesman said: "We would definitely have investigated this. If you make a single joint with half a kilo of cannabis in it, it would cross the line."

Verheij said the group had hoped to beat a record set with a joint containing 100 grams of marijuana.

Yfir strikið já.. Þeir mega semsagt vara sig þegar jónurnar fara að telja í pundum. Þú ert kreisí, Holland. Heyrirðu það? Ekta snar.

-b.

Að taka gamanið alvarlega

Þeir halda áfram að skrifa um það ,,afhverju s60 virkar ekki." Þetta er ágætis punktur, reyndar:
What [Studio 60] has not taken seriously, however, is comedy itself. Doctors on “ER” are serious about saving lives. Cops on “Hill Street Blues” were serious about enforcing the law. Attorneys on “Law and Order” are serious about winning cases. At least part of the time, the comedy professionals on “Studio 60” should be serious about comedy. They should discuss it as comedy itself. Not as a contribution to red-state/blue-state politics, not as part of the greater struggle against corporate thugs, not as an attempt to elevate the culture, and not as an attempt to stand up to oppression. They should discuss it and take it seriously as comedy. We should be hearing talk about mechanics here — timing, structure, and well-known rules — just as we hear about surgeries and illnesses on a medical drama. It just isn’t happening.

This is the problem. These people have a passion that consumes their lives, and it is nowhere to be found on the show being written about them. The problem isn't the characters on “Studio 60” care too much about comedy; it's that they work on a comedy show and rarely even discuss comedy except in political contexts.

The show has been criticized for pretending the stakes could really be as high on an “SNL”-style show as they are in the White House, which is clearly nonsense. The stakes are enormously high for creative people, who drink, cut their own ears off, and go mad because they want so badly to be brilliant.

What "Studio 60" needs in order to be successful is a working vocabulary and understanding of the kind of workplace in which it is set. Without that, it cannot work. It's not that viewers aren't willing to care about comedy, but because no one in the audience can care if it isn't even compelling to the characters.

-b.

23 nóvember 2006

Menn bjarga sér nú í sveitinni

In practice, though, even the Pilgrims did not typically enforce death for sex. In fact, only one person was put to death for a sex crime in the colony, poor Thomas Graunger, a teenage farm boy who, perhaps flush with the surge of hormones, turned to those he knew best. His story could make you look at the Thanksgiving turkey in a whole new way.

Governor William Bradford recounted the tale:

“He was this year detected of buggery, and indicted for the same, with a mare, a cow, two goats, five sheep, two calves and a turkey … He was first discovered by one that accidentally saw his lewd practice towards the mare. (I forbear particulars.) Being upon it examined and committed, in the end he not only confessed the fact with that beast at that time, but sundry times before and at several times with all the rest of the forenamed in his indictment.”

As punishment, he was forced to watch all the animals killed. At first, the court had a problem figuring out which sheep Thomas favored — sheep looking pretty much alike — but Thomas helpfully pointed out his sex partners. After being killed, they were buried in a pit, and then Thomas himself was hanged. If you wonder what the animals did to deserve it, Leviticus was cited by the court: “If a man lie with a beast, he shall surely be put to death; and ye shall slay the beast.”

Þetta er svakaleg upptalning. Mig vantaði bara ,,..and a partridge on a pear-tree" þarna í lokin. Var markmiðið komast yfir hvert einasta húsdýr á heimilinu, eða var hann að leta að hinu eina rétta? Og hann þurfti að gera svo vel og horfa uppá slátrunina. Áður en hann var drepinn sjálfur. Hvílíkt og annað eins.

Ég ímynda mér ennfremur að búfénaður hafi ekki beinlínis vaxið á trjánum þarna fyrir vestan þá, frekar en núna. Kálfakjöt og heilsteiktur kalkúnn, slatti af ull í peysur og vettlinga.. Það hefur verið súper þakkargjörð það árið.

-b.

Ísland úber alles

Iceland was granted autonomy from Denmark in 1874 and sovereignty in 1918. The Allies retook it from the Nazis in 1940 and 25,000 British troops were stationed there. The country was a Cold War ally of the West but developed economic links with Russia after the collapse of the Berlin Wall.

Bara smá bútur úr grein þarsem fjallað er um útrás íslenskra fjárfesta, listamanna og Magnúsar Skevíng til Bretlands. Ég veit ekki, ég var náttúrulega ekki til staðar á fjórða áratugnum. Hvað veit þessi gaur sem ég veit ekki? Og sem sögukennurum hefur láðst að nefna við mig öll þessi ár?

-b.

22 nóvember 2006

Hjálp, köngulærnar klöngra um köngla!

Mig er farið að langa að lesa Cerebus aftur. Svei mér þá.

Og gærdagurinn var nýtt met. Aldrei fleiri gestir á síðunni. Átján manns, góðir hálsar.

Ég veit ekki einusinni hvort ég þekki átján manns.. (Hæ, átján manns.)

En við skulum samt skála. Hei-jó!

-b.

Sim og Cer

Viðtal við Dave Sim á poddkastinu ,,Indie Spinner Rack". Sim er spurður um það hvort hann hafi fundið til með söguhetjunni sinni þar sem hann deyr í lok síðasta heftisins af Cerebus. Onei:
Gaur að taka viðtal: As far as the end of Cerebus, did you have any feelings of sadness for the character as he was in such a bad state near the end, as he was dying, did you..

Sim: [hlær] No no!

Gaur að taka viðtal: He got what he deserved?

Sim: Man, you know, it's like you can take all the black crate paper down from the studio, you know, there's no mourning, no unhappiness, it's like thank god the little gray bastard is dead. It's over and done with. No.. no sentimental attachment. You know, it's.. it's been a blast but don't let the door hit you in the ass on the way out.

Fyndið að heyra gaurinn tala, þarsem maður hefur áður bara lesið það sem hann skrifar. Og hann hljómar alls ekki eins grimmur og dán einsog í viðtölunum sem voru tekin við hann þegar hann kláraði bókina. Já og nú veit ég að hann, einsog allir aðrir, ber nafnið fram ,,Serebus." Sem mér finnst hræðilegt. Og rangt.

Ég las einhverstaðar fyrir ekki svo löngu síðan að þeir Gerhard eru báðir dánir verði Cerebus, einsog hann leggur sig, settur í almannaeign. Sem meikar sens, þarsem Sim rekur sjálfur útgáfufyrirtækið og á ekki fjölskyldu (að því er best ég veit). Maður spyr sig hvað myndi gerast ef þeir dæju báðir frá þessu án þess að gera neinar ráðstafanir.. líklega einhverskonar erfðardeilur á milli fjarskyldra ættingja. En þetta finnst mér góð hugmynd. Hver sem er getur notað filmurnar, eða einhverskonar stafræn arkív, til að prenta sínar eigin Cerebus bækur, rétt einsog staðan er með Robinson Crusoe eða Laxdælu. Ennfremur getur hver sem er notað persónur bókarinnar í hvað sem þeim dettur í hug. Sjá:
Sim: That's going to make for a.. you know, interesting levels of hypocricy. You know, people are going to be saying ,,we're pretty sure that Dave Sim would have approved this animated Cerebus cartoon. We think Dave would have loved this. Fortunately he's dead and won't be able to say 'No, I never wanted there to be a Cerebus movie'."

En þeir ætla samt að láta vaða. Og mér finnst það svalt.

...

Ég fann loksins apótek til að skipta út þessum bannsetta lyfseðli. Fyrir rest. Takk Ýmir fyrir að gefa mér ekta leiðbeiningar. Fyndið: Það kostaði mig ekki krónu að fara til læknis hérna, en lyfin er miklu dýrari!

Nei annars, það er ekkert fyndið. Það er grátlegt. Og ég hata peningana sem ég þurfti að rétta yfir borðið. Afhverju fóru þeir frá mér? Ég hefði getað notað þá til að kaupa mat, glingur og kerlingar.

-b.

Gott fyrir sprettuna segja þeir

Fór í síðustu-mínútu bókasafnstúr í dag og reddaði nokkrum titlum og blaðsíðutölum fyrir pensúmið, sem ég skilaði síðan inn áður en hurðinni var skellt. Svo mætti ég í tíma, jafnvel þótt augun og allskonar bein mótmæltu harðlega, að ekki sé minnst á fæturna undir löppunum á mér, sem voru blautir og kaldir eftir ark í gegnum nóvemberpolla í strigaskóm. En tíminn var þrususkemmtilegur. Þarsem ég á það til að gleyma nöfnum mjög auðveldlega, þá get ég ímyndað mér að einhverntíman í framtíðinni eigi ég bara eftir að muna þennan tiltekna kennara sem 'áhugasama gyðinginn frá New York'.

Égmeina, ég gleymdi hvað hann heitir tvisvar í dag, og þetta er eitt af þessum örfáu skiptum þarsem ég þurfti að muna það.

Ég fæ mömmu til að koma með geislaspilarann minn yfir sjóinn og hvað gerist næstum því undir eins? Helvítis gaurar frá danska ríkissjónvarpinu banka uppá og spyrja hvort ég sé með sjónvarp eða útvarp. Jú, ég er með útvarp. Ég hef reyndar ekki prófað það ennþá, en það er þarna. Mér skilst þeir ætli að rukka mig fyrir það. Og á næsta ári fara þeir að rukka fyrir tölvueign. Melir.

...

Önnur þáttaröð af Spooks sveiflast á milli þess að vera alger sprengja ('I Spy Apocalypse') og væmin vitleysa ('Spiders' og 'Briefcase'). Þeir ættu að halda sig frá því að skrifa unglinga. Og ég tók ekki eftir því fyrren ég las það einhverstaðar, að maður sér aldrei neinn kreditlista.. það er tíser, svo kemur titlasenan þarsem þemalagið spilar undir og við sjáum allskonar skot af aðalpersónunum, en það er enginn texti. Ekkert nema ,,[ spooks ]" í blálokin. Svo heldur þátturinn áfram, hann klárast og endar á því að síðasti ramminn frýs, leiftrar og verður svarthvítur. Og þarmeð er það búið.

Og mér skilst að nöfnin á þáttunum hafi verið búin til fyrir bandaríska dreifingu, en hvað Bretana varðar er það bara Þáttur 1, Þáttur 2 o.s.frv. Svipað í gangi með The State Within núna sýnist mér.. hef ekkert heiti séð ennþá.

Ég hafði þrusugaman af Day Break, sem er að fylla í skarðið fyrir Lost einsog er. Þættinum er lýst sem blöndu af 24 og Groundhog Day. Ég þekki ekki tuttuguogfjóra, en mér finnst þetta alveg mátulega klikkað. Löggumaður vaknar einn daginn og er kærður fyrir morð. Hann gerir hvað hann getur að útskýra mál sitt, en allt kemur fyrir ekki. Undir kvöldið er hann kominn í fangelsi, og honum sagt að kærastan hans sé dauð, og ef hann játi ekki á sig verknaðinn verði systir hans og dóttir hennar drepnar líka.

Síðan vaknar hann aftur sama daginn og reynir að leiðrétta það sem hann gerði vitlaust í fyrra skiptið. Og hér er það sem skilur þessa lúppu frá Groundhog Day: hann heldur öllum þeim meiðslum sem hann verður fyrir. Gaurinn er skotinn í síðuna, þraukar út daginn og vaknar aftur sama dag í blóðpolli. Sem er algert rugl en fjandinn. Ég skal kaupa það. Hvað segirðu, vill svo til að kærastan, sem liggur við hliðina á honum, er hjúkka á bráðamóttöku? Já, hva, afhverju ekki. Haltu bara áfram.

Það er óvíst hvort þeim tekst að halda dampi þegar sagan er svona kreisí, en þessir fyrstu tveir þættir þótti mér temmilega mikil vitleysa í kringum þéttan hasar. Bara gaman af því..

Talandi um vitleysu og hasar, hvaða helvítis töf er á fjórðu Seven Soldiers bókinni?

-b.

21 nóvember 2006

Zirma

Ég er alltaf að skrifa Imaginary Cities í staðinn fyrir Invisible Cities sem er réttur og mun mun betri titill. En hér er ein frábær:
Travelers return from the city of Zirma with distinct memories: a blind black man shouting in the crowd, a lunatic teetering on a scyscraper's cornice, a girl walking with a puma on a leash. Actually many of the blind men who tap their canes on Zirma's cobblestones are black; in every scyscraper there is someone going mad; all lunatics spend hours on cornices; there is no puma that some girl does not raise, as a whim. The city is redundant: it repeats itself so that something will stick in the mind.

I too am returning from Zirma: my memory includes dirigibles flying in all directions, at a window level; streets of shops where tattoos are drawn on sailors' skin; underground trains crammed with obese women suffering from the humidity. My traveling companions, on the other hand, swear they saw only one dirigible hovering among the city's spires, only one tattoo artist arranging needles and inks and pierced patterns on his bench, only one fat woman fanning herself on a train's platform. Memory is redundant: it repeats signs so that the city can begin to exist.

Það sem ég fíla helst við þessa lýsingu eru ýkjurnar. Shouting, crowd, teetering,crammed, obese, suffering. Villidýrið er hamið af stelpuskjátu; flugskipin svífa í allar áttir og strjúka gangstéttina; heilu göturnar eru undirlagðar tattústofum, og hver einasta hefur kúnna í stólnum; lestirnar ganga neðanjarðar og hitinn þar er óbærilegur.

Lýsingin dregur athygli lesandans að endurtekningunni og hvernig hún skapar umhverfið sem við teljum okkur skynja. Í borgarumhverfi kemur saman mikill fjöldi af fólki en þeir einu sem þú manst eftir eru þeir sem öskra útí myrkrið, eða þeir sem hanga framanaf skýjakljúfum, eða stelpur með lífshættuleg gæludýr. Borgin inniheldur aragrúa af fólki sem fellur hvergi inní þetta skema, en það er ekki til þess fallið að skapa minningar, og minningar eru lífsnauðsynlegar borginni - einsog Calvino kemur oftar en einusinni að í bókinni.

En minnið kemur líka á móti borginni og ýkir þær myndir sem virka ekki nógu spennandi. Minningin um konuna með blævænginn á lofti á lestarstöðinni verður að sögu um svælandi hitabylgju sem lamar lestarsamgöngur neðanjarðar og múgur af feitum og sveittum kerlingum verður vitstola og ... svo framvegis. Fyrri myndin, sú rólega og saklausa, gæti verið hvaðan sem er. En sú síðari getur einungis átt sér stað innan borgarinnar. Og það er þannig sem maðurinn vill geta sagt söguna: hversu brjálað þetta sé allt í borginni, með öskrandi betlurum og villidýrum og sjóurum með blóðug húðflúr.

Mér finnst þetta skemmtileg pæling vegna þess að lygar fara alveg einstaklega mikið í taugarnar á mér. En ég þekki fólk sem gerir mjög mikið af því að ljúga, og það angrar mig að geta ekki notið þess almennilega að heyra það fara með sögur eða þessháttar, þarsem ég veit að það er að öllum líkindum ekki að segja mér satt. Það er samt tvennt í þessu: Í fyrsta lagi er þetta fólk jafnframt það sem segir gjarnan bestu sögurnar. Sem er leitt, en frekar rökrétt ef maður spáir í því. Í annan stað hef ég lent í því oftar en einusinni að einhver segir frá atburðum þarsem ég var til staðar, kem jafnvel við sögu, og segir rangt frá. Maður hlýtur að spyrja hvort þetta sama fólk geri sér grein fyrir því að það sé að fara með rangt mál. Er minnið sjálft að tína út og ýkja upp atriði sem gera söguna athyglisverðari, meira spennandi? Og ef svo er, hvað liggur þá að baki?

Og það sem ég velti helst fyrir mér er hvort allir aðrir geri sér grein fyrir þessu kerfi, og láti sér fátt um finnast. Getur verið að ég sé eini maðurinn sem er bara ekki að gúddera gangverkið?

Lýsingin á Zirmu segir mér að það gæti bara vel verið. Ég er einsog ferðafélaginn sem leiðréttir sögumanninn og rænir mongólska höfðingjann sögunni sinni.

-b.

20 nóvember 2006

Zzz

Ég settist í þægilegan stól á bókasafninu rétt fyrir hádegi í dag og byrjaði að lesa í On Photograpy. Á móti mér settist stelpa að lesa eitthvað á rússnesku, og með rússnesk-danska orðabók við höndina. Hún setti lappirnar á borðið, sem ég vissi ekki að væri leyfilegt, svo ég apaði það eftir henni. Eftir smástund var ég sofnaður. Ég rankaði við mér endrum og eins, fann að ég var með opinn munninn, lokaði honum og sofnaði aftur.

Kannske dreymdi mig að ég væri hákarl að glefsa í sel.



-b.

Wowsers

Varðandi sköpun South Park þáttarins ,,Make Love, Not Warcraft":
Q: What kinds of problems did you run into during the WOW filming? Do you have any funny stories of quirks or goofing off or things gone wrong or just not working?

JJ: Oh there were several little glitches we ran into. Everything from lag, to having random players walk into the area we were shooting in (we shot on the Burning Crusade alpha server...), the all-too-frequent stuttering frame in the captured footage, to even tripping breakers because we had too many computers on one power strip.

Það er eitthvað sem kitlar við tilhugsunina um að labba óvart inná 'svið' þarsem verið er að skjóta South Park þátt.. Einsog beint uppúr kredit-senu í Pixar mynd. Ætli þeir hafi verið með rönnera á vegunum að vísa fólki í burtu, einsog Batman uppá Vatnajökli? Skilti kannske eða vegatálma?

-b.

19 nóvember 2006

D

Matt Stone og Trey Parker tjá veröld ást sína á Battlestar Galactica.

Áttundi þátturinn af BG situr á c-drifinu mínu.

Þetta er fimmhundruðasta færslan á liðhlaupinu.

Í kvöld fór ég í sæmilegt jólahlaðborð í Tívolíinu með slatta af fjölskyldu. Í fyrramálið fara þau öll aftur til síns heima.

Mér finnst Imaginary Cities æðisleg. Ég ætla að segja ykkur hver uppáhalds síðan mín er á morgun.

-b.

18 nóvember 2006

Pölpið

What if you could trace the French New Wave, Sam Peckinpah, cyberpunk, "Pulp Fiction," "Mulholland Drive," and "Sin City" back to one business gamble taken by a third-tier publisher in 1949? In fact, you can, and without being guilty of too much overstatement. A little, sure, but not that much.

The publisher was Roscoe Kent Fawcett of Fawcett Publications, and his gamble was to try something no one else had tried before. He decided to publish original novels in paperback. In 1950, his new line of paperback originals was launched. It was called Gold Medal Books, and it became not just a tremendous commercial success but a culture-shaping one too.

[...] it may also not be an overstatement to assert that Gold Medal had a greater impact on the content and form of American fiction-writing than any other postwar book publisher. Gold Medal novels were intended as reliable, disposable entertainments: fast, short, and full of action. Noir-ish intrigue, westerns, and adventure tales were the general rule; sensationalism and sleaze were encouraged. Despite that, though, writers -- in TV and movies as well as on-the-page fiction -- as well as audiences are still looking to these books for inspiration.

Gold Medal was emphatically a business, and anything but a high-minded one -- reserving, for example, the right to do with the books' covers what it pleased, which included not just choosing the art but also the title. Still, the writers generally liked the work. Gold Medal dealt with them fair and square, relatively speaking. Editing was quick and to-the-point. Snobbery was nonexistent. If Gold Medal retitled your book, well, what the hell, and on to the next one.

The writers did OK financially too. They were tickled that they didn't have to split their royalties with a hardcover house, and that they were paid instead on the actual number of copies sold. Was it a coincidence that Richard Carroll, the best-known of Gold Medal's editors, wasn't a longterm publishing guy? Instead, he had previously worked as a Hollywood story editor.

And get a gander at some of the writers Gold Medal put into print: Elmore Leonard, Peter Rabe, Kurt Vonnegut, Day Keene, Jim Thompson, William Goldman, John D. MacDonald, Louis L'Amour, David Goodis, Richard Matheson, Charles Williams, and John Faulkner (William's brother).

Ég held reyndar að Vonnegut hafi, í seinni verkum, sýnt fram á það hversu ósáttur hann var við útgefendur af þessu tagi. Uppskáldaði vísindaskáldsöguhöfundurinn hans, Kilgore Trout, gerir ekki annað en að kvarta yfir því að hinir og þessir útgefendur hafi breytt titlunum hans og sett myndir af fáklæddum geimverugellum á kápurnar til að selja sem flest eintök. Og hann hefur endrum og eins kallað Trout alter-egóið sitt. Hinsvegar fær maður það á tilfinninguna að þósvo Trout hefði verið gefinn út í innbundnu leðri hefði hann fundið eitthvað til að kvarta yfir, og að hann sé hreint ekki svo góður rithöfundur, svona þegar öllu er á botninn hvolft. Þannig að sökin liggur ekki öll hjá sensasjónalista-kapítalistunum.

Athyglisverð grein.

Það er hálfgert ættarmót í gangi einmitt núna. Mamma og amma eru á landinu, og Una frænka og hennar familía lenti hérna líka í gær. Þau eru öll á farfuglaheimili hérna rétt fyrir norðan, og ég ætti í raun að vera búinn að hafa samband við liðið.. við ætlum að kíkja í Tívolí og eitthvað dótarí seinnipartinn.

Þetta er reyndar ekki besti tíminn, þarsem ég á að vera að finna bækur fyrir þetta helvítis pensum (og ég nenni ekki að fjölyrða um fáránleika þessa auma prófakerfis einmitt núna), en það verður að hafa það. Maður svínar þessu saman á mánudeginum, einhvernvegin í helvíti.

-b.

17 nóvember 2006

Eða eitthvað

Hannes Hólmsteinn grætur sig í svefn þessa dagana. Ég heyri kjökrin í hvert skipti sem ríkið niðurgreiðir læknisheimsóknir og lyfjakostnað fyrir mig, og ekkasogin bergmála í eyrum mínum þegar ég borga tekjuskatt.

-b.

16 nóvember 2006

Sláðu taktinn, Lísa

The poetry of Donald Rumsfeld:
The Unknown
As we know,
There are known knowns.
There are things we know we know.
We also know
There are known unknowns.
That is to say
We know there are some things
We do not know.
But there are also unknown unknowns,
The ones we don't know
We don't know.

—Feb. 12, 2002, Department of Defense news briefing

Einnig: The philosophy of Donald Rumsfeld:
On NATO
You may think it's something
I ought to know,
But I happen not to.
That's life.
(July 9, 2003)

On Reporters
If you do something,
Somebody's not going
To agree with it.
That's life.
(Feb. 19, 2003)

Metalína

Helvíti skemmtileg lesning: A Timeline of Timelines. Sjá þennan sæta mola:
1658
Three years after La Peyrère's Praeadamitae, the Jesuit missionary Martino Martini published the first Chinese chronology in the West: Historiae sinicae decas prima. Father Martini based his work on the traditional Chinese chronologies and came to the shocking conclusion that authentic Chinese history goes back to the year 2952 B.C., i.e., 600 years prior to the year fixed by the Hebrew Bible for the Great Flood. This meant that China had to be inhabited long before the flood. Martini did not try to reconcile Biblical with Chinese chronology, but many of his successors did: Martini's work had demonstrated the importance of the use of Chinese historical records, and such records and their interpretation henceforth became a crucial ingredient of world chronologies.[Thanks to Professor Urs App for this entry]

..en þessi tímalína snýst vitaskuld að miiiklu leyti um kristin hindurvitni einsog nákvæma dagsetningu sköpunar Jarðarinnar. Og svoleiðis.

Og þetta hér:
2000
Throughout the late 20th century, professional semioticians struggle with the problem of constructing an iconographic language capable of communicating radiation dangers long after the death of current languages. Several of these symbolic systems are prepared for nuclear facilities, including the US government nuclear waste storage facility at Yucca Mountain, Nevada.

Hvernig ætlarðu að búa til tákn sem merkir ,,geislun"? Kannske er það hérna einhverstaðar, ég veit ekki..



Örvarnar gera okkur það nokkuð ljóst að við eigum að fara rangsælis kringum krossinn (jafnvel þótt hárið komi aldrei til með að vaxa aftur), en hvaða litlu hringir eru þetta?

-b.

15 nóvember 2006

zefrank.com/theshow

Á hinn bóginn hef ég hvorki lesið hann né Chandler

Úr stuttu viðtali við James Ellroy, gaurinn sem skrifaði m.a. L.A. Confidential. Hann nær að vera einstaklega hrokafullur án þess að gera mikið mál úr því. Sem er virðingarvert, út af fyrir sig.
What about more contemporary forms of expediency, like the anti-terrorism measures practiced by the Bush administration?

I do not follow contemporary politics. I live in a vacuum. I don’t read books. I don’t read newspapers. I do not own a TV set or a cellphone or a computer. I spend my evenings alone, usually lying in the dark talking to women who aren’t in the room with me.

You mean they’re on the phone?

No. They’re metaphysical. I brood. I brood about former women in my life. Potential future women in my life. I ignore the culture. I don’t want it to impede, impair, interdict, suppress or subsume my imagination with extraneous influences.

Is this an act? Are you trying to pass yourself off as the sort of isolated sociopath who is a stock character in crime fiction?

No. I am not acting. There are times when I think it isn’t quite kosher to be lying in the dark talking to women who aren’t in the room with me. And it turns into a certain kind of hauntedness and loneliness. But by and large, I dig it.

Do you think of yourself as a novelist or as a crime writer?

I am a master of fiction. I am also the greatest crime writer who ever lived. I am to the crime novel in specific what Tolstoy is to the Russian novel and what Beethoven is to music.

How do you know since you say you don’t read other books?

I just know. There is a line from a wonderful Thomas Lux poem: “You’re alone and you know a few things.” I just know that I am that good.

What about Raymond Chandler, who wrote so evocatively about Los Angeles lowlifes before you?

He is egregiously overrated.


-b.

14 nóvember 2006

Rottugengið

Ég var að horfa á The Departed og datt í hug annar titill á myndina, eitthvað sem væri dálítið meira lýsandi. Hann er þessi:

The Rat and the Cellphone: How to Be a Rat With a Cellphone and Rat Out Other Cellphone-Carrying Rats With Your Cellphone, Like the Rat You Are, Ya Rat!.

En hún var samt fín. Góðasta löggu-bófamynd. Held ég hefði svei mér þá haft gaman af því að sjá hana í bíó. Voða slikk, góður leikur í alla staði og bara.. já. Mjög vel afgreitt alltsaman. Voða lítið meira um það að segja án þess að spilla endinum, enn og aftur.

...

Og talandi um skepnur, ég sá hrafnaþing eða krákuráð eða.. eitthvað. Svoleiðis. Á leiðinni heim úr skólanum í dag. Kom uppúr jörðinni á milli Íslandsbryggju og DR Byen og það var glás af krákum á grasinu austan megin við metrólínuna. Heill haugur. Vildi að ég hefði getað staldrað við, en því var ekki að heilsa.

Við sem lesum Gaiman vitum sosum hvernig þetta endar hvorteðer.

-b.

Fyndin stuttsaga

Hef ekki tékkað á Clevenger í dálítinn tíma, og á eftir að lesa Dermaphoria.. en þetta fannst mér helvíti gott.
I know a bloke who knows a bloke who knows a bloke. Now I know this bloke. This is a bloke I know. First hand actually, not thrice removed but I just love that line from Sexy Beast. Bloke stops into a hospital walk-in clinic last week, to check out some nagging ear pain. The examination proceeds and includes several dark and suspect hmms from the doctor.

Bloke says, I don’t think I could live without my hearing.

Doctor leaves the room, saying he’ll return shortly with a diagnosis.

Doctor does not return. Instead, two of San Francisco’s finest enter, knowing jack about a diagnosis. What they do know is how to enforce a Code 5150, which includes a) how to use handcuffs and b) the directions to the hospital’s psych wing and a vacant padded room therein. The Men in Blue demonstrate both to Bloke, who is placed under suicide watch for six hours after they confiscate his keys, shoelaces and well, pretty much everything.

You read that right. A six hour suicide watch in a padded room because of a sarcastic remark made under his breath.

The punchline: Bloke came prepared to wait, in or out of a padded cell, for his turn on the tissue paper. So he’d brought something to read and, in spite of doctor’s overreaction, the powers that be let him hang onto his book while they assessed his mental condition. The book? Yeah… The Contortionist’s Handbook.

My buddy is detained in the psych wing of a hospital for a suicide watch while reading a book about a guy detained in the psych wing of a hospital for a suicide watch.

I can’t make this stuff up.


-b.
NJ mom on cell with son #1: Anthony! Anthony, It's Mamma. Stop crying right now. It's okay, honey. It's going to stop hurting in two minutes. Jesus, with the sobbing already! Put your brother on.

NJ mom on cell with son #2: I want you to stop doing that thing to your brother. If you make him cry again I'm going to make you cry. Do you hear me? Don't play stupid with me. I get enough of that from it your father. What? Put him on... Stop laughing... Put Daddy on the phone or so help me Jesus...

NJ mom on phone with the father: Jerkoff, what the fuck is going on over there? I leave the house for five goddamm minutes and you are all flicking each other's balls again... Stop fucking laughing. You are going to make them retarded or gay or something!

Cup-Oh-Tea?

Spooks er það besta sem ég hef séð lengi vel. Ég var að klára að horfa á fyrstu þáttaröðina og mig klæjar í puttana að komast í næstu. Skrýtnast við þetta finnst mér að allra fyrsti þátturinn er eiginlega frekar lélegur. Voða lítið í gangi. En 2 til 6 eru hver öðrum betri. Fyrir utan spæjaradjobbið sjálft þá er einstaklega skemmtileg vinnustaðapólitík í gangi, sem vegur mjög þungt en virkar samt einsog daglegt brauð fyrir fólkið í MI5. Tveir samstarfsmenn leigja t.a.m. íbúð saman, og stunda það að 'sweep'-a herbergi hvors annars eða stela hlutum án þess að hinn aðilinn taki eftir því.

Ranghalar skrifræðisins eru líka áberandi eftir því sem við kynnumst stofnuninni betur. Goggunarröðin virðist ekki skipta jafn miklu máli og hversu vel hver og einn heldur á spilunum, og hversu langt maður er tilbúinn að ganga til að ná sínu fram. Engum er treystandi, allra síst fólkinu sem þú átt að kalla kollega þína, og allir hafa mismunandi hugmyndir um það eftir hvaða reglum er spilað. England er líka svo óttalega smávaxið stórveldi að óvinirnir eru allt um kring og bræðraveldin þurfa fyrst og fremst að hugsa um sig sjálf. Og svo eru spæjararnir sjálfir upp til hópa meingallaðir einstaklingar.

Hugh Laurie er æðislegur sem stórkarl hjá MI6 og Peter Firth er kaldur líkkistunagli í hlutverki yfirmannsins á svæðinu.

Að vissu leyti minnir þetta á Queen and Country (sem allir ættu að lesa og njóta), sérstaklega í því hversu ódýrt og laust við allan glamúr líf spæjarans virðist vera, en einsog þau minnast á oftar en einusinni í þættinum þá hafa fjárveitingar til stofnuninnar stóraukist eftir WTC-árásirnar í BNA 2001, og fjársveltið sem einkennir stjórnsýsluna í Q&C er því einfaldlega ekki til staðar. Q&C er ennfremur meira og minna byggt á breskum sjónvarpsþáttum að nafni Sandbaggers, sem ég hef hvergi fundið á netinu allt frá því ég las um þá fyrst. Helvítis.

Það er líka bara hressandi að horfa á ,,lögguþátt" þarsem vondu kallarnir eru virkilega slæmir tappar. Ég tel mig ekki beint grænan í þessu glápi en oftar en einusinni trúði ég varla hvað skúrkarnir komast upp með. Nú sem áður er það hættan við að skemma hlutina fyrir þeim sem hafa ekki séð draslið sem hindrar nánari athugun. Mussju Klock á ágætis punkt um spojlera, þarsem hann segir að við getum horft á myndir einsog Psycho og Citizen Kane og haft gaman af, jafnvel þótt við vitum 'leyndarmálið' áður en myndirnar upplýsa það. - En maður skyldi ekki dirfast að spilla Lost fyrir grey manninum sem á eftir að sjá síðasta þátt.

En fyrir mér er þetta allt jafn mikilvægt. Ég efast ekki um að ég hefði meira gaman af því að sjá Citizen Kane (á það eftir) ef ég vissi ekki útá hvað málið snerist. Ég hef óvart eyðilagt sjónvarpsþætti fyrir sjálfum mér með því að sjá á netinu einhverstaðar að ákveðinn aðalleikari hafi bara verið í spilinu fyrstu þáttaröðina. Ef ég er að klára skáldsögu þarf ég að passa mig sérstaklega vel á því að lesa ekki síðustu orðin á blaðsíðunni óvart.

Og svo framvegis.

En það er semsagt breskt bjúrókrata-löggudrama í gangi núna. Spooks, The State Within og Edge of Darkness. Allt einstaklega gott stöff.

-b.