31 ágúst 2010

Óþarflega langt svar við FB athugasemd um b-ið í USB

Þetta er skammstöfun á Universal Serial Bus.

Síðasta orðið ersemsagt dregið af orðinu 'busbar', sem er stöng ('bar') úr áli eða kopar, sem leiðir rafstraum í fleiri en einn.. hlut? Busbar er svo stytting á 'omnibus bar'. Omnibus merkir: ,,Including or covering many things or classes" og þannig er vísað til fjöltengingarinnar.

Fyndið: Þegar fjölsæta hestvagnar koma til sögunnar á 19. öld eru þeir kallaðir 'omnibus voiture' eða bara omnibus. Seinna varð lenska að skeyta orðinu omnibus framanvið nafn hluta til að merkja að þeir innihéldu fjöldan allan af mismunandi þáttum: omnibus box, eða omnibus train. Þannig verður til omnibus bar. Það verður að busbar og loks bus. Um leið verður omnibus hestvagninn líka að bus.

(Hér er stutt grein um þetta: http://www.worldwidewords.org/articles/omnibus.htm)

Nú bölva ég því að kunna ekki latínu, en að því er ég best veit þýðir 'omni' 'allir'. -bus eða -ibus er þá væntanlega eitthvað viðskeyti, en þá eru báðar þessar styttingar, þ.e.a.s. orðið 'bus', ekkert annað en viðskeytið við 'omni', en 'allt'-ið vantar.

Mér finnst þetta alltsaman mjög skemmtilegt en ég er hálfhryggur yfir því að B-ið í USB skyldi ekki vera önnur skammstöfun, þ.e. B.U.S. .. Binary Unifying System?

USBUS!

10 maí 2010

NN um (nemahvað) Stephenson

If you like Neal Stephenson's works, you'll probably like the novels written by his grandfather (Len A. Stephenson) even better. They were marked TOP SECRET by the OSS and have only just recently been declassified.

Although in my opinion, the novels of Stephenson pere et fils are all derivative of the fantastickal opium dreams committed to vellum by Duke Lane Stephenson, a 17th-century nobleman who was (by an astonishing coincidence) their distant ancestor.

Now, if you'll excuse me, I have to go visit a strange alternate world where I am a person of considerable importance in spite of my nerdy tendencies, there to have emotionally distant but phenomenally skilled sex with a woman much younger than myself.

26 apríl 2010

Apríl er óþekkastur mánaða

Jæjarinn. Heyrðu. Ég sit þá í vinnunni og það er ýmislegt sem ég þarf að gera þar, svo eru hérna ritgerðir í poka sem ég á eftir að fara yfir. En eitthvað sem ég ætla ekki að útlista hér leiðir til þess að ég logga mig inn á þessa síðu, og þá getur maður sosum sagt nokkur orð.

Ég fór austur um helgina og á sunnudeginum rann upp fyrir mér ljós varðandi hexadecimal kerfið, sem ég komst svo að raun um núna áðan að var rangt. Það er að segja, ljósið var rangt, það var ekki ljós. Heldur eitthvað annað, býst ég við? Kannske spor. Það sem ég hélt að væri ljós var í raun spor. Gengur það?

Ég fór allavega austur á Selfoss um helgina, borðaði með fjölskyldunni á Heiðarveginum og fékk svo skutl alla leið til hans Daníels í Sóltúninu, þarsem við tveir, Hallur, Víðir og Rúnar spiluðum Battlestar Galactica framá nótt. Þetta var gott spil, það komu upp hinar og þessar aðstæður sem við höfum ekki lent í áður.. Pegasus viðbótin er dálítið farin að kitla mig. Leitt að það virðist sem flugmennirnir geti einhvernvegin aldrei skilað sínu, þeir eru nýkomnir út á vélunum sínum og eru þá annaðhvort skotnir niður eða fleygt inná BSG aftur þegar skipið stekkur.

Kannske er það ekkert svo ólíkt öðrum klössum, það eru allir fatlaðir á einhvern máta.

Ég fór að skoða þessa viðbót á netinu, svona einsog ég mátti, og allskonar dót sem fólk útí bæ hefur verið að búa til. það eru held ég 7 nýjar persónur sem bætast við í Pegasus, en Gaeta er ekki þar á meðal, þannig að það eru allir að búa til Gaeta..

En nóg um það.

Síðan spiluðum við Heilaspuna, sem var fínn. Alveg spil til að eiga í hillu, ekki svo langt og svona.

Hann Yngvi frændi er í fríi þessa dagana svo við Finnur skiptum kvöldvöktunum á milli okkar. Ég leyfði mér að mæta á hádegi í dag þarsem ég verð til hálfátta. Ég verð líka til hálfátta á morgun. Ekkert alltof mikill tími til að gera eitthvað annað.

Og svo er alveg komið veður til að hjóla í vinnuna. Þarf að prófa það sem fyrst. Sem fyrst, sem fyrst.

By Night in Chile sýnist mér vera fín bók. Er sirka hálfnaður með hana, las upphátt slatta í gær, sem var mjög viðeigandi fannst mér, þarsem hún er skrifuð einsog raus úr rekkju. Ég hef verið að hlusta á Shutter Island á hljóðbók en mér hálfleiðist hún. Enda búinn að sjá myndina og veit þessvegna hvernig hún endar. Það er málið með þessa þrillera.. Ég var hinsvegar að komast í fínasta lestur á Moby Dick og ég held það sé næst á dagskrá. Um að gera að renna yfir þessa helvítis doðranta.

Bakið er svona og svona. Ég fer til sjúkraþjálfarans aftur á miðvikudaginn. Blarg.

Kettirnir voru geldir á föstudaginn. Þeir voru vankaðir, svo vöknuðu þeir aftur, mér sýnist þeir ekkert hafa kippt sér upp við þetta.. Það kom mér á óvart að þeir á spítalanum gerðu tvo skurði á hvorn sekk, einn fyrir hvort eista (býst ég við). Hefði ekki verið nær að spara hnífinn og toga þau bæði í gegnum einn og sama skurðinn? Eru pungsekkir katta búnir skilrúmum?

Við Nanna höfum verið að horfa á síðustu seríu af X-Files og það er með ólíkindum hvað þessum andskotum tókst að rústa þessa fínu fínu þætti. Áttunda þáttaröð var nú léleg en sú níunda er hrikaleg. ,,Aðalpersónurnar" eru óspennandi, Scully hefur ekkert að gera, og er orðin 'taugaveikluð móðir'-fígúra, og þættirnir velta sér uppúr vísúal hryllingi frekar en að reyna að ná fram einhverskonar stemningu. Þetta er bara illa skrifað drasl.

En við horfum á það samt vegna þess að ég vil vita hvað gerist.

Chris Carter vildi víst klára geimveru-innrásar-plottið í bíómynd, sem myndi koma út skömmu eftir að þættirnir kláruðust. En svo var eitthvað vesen með peninga þannig að myndinni seinkaði, og þá hættu þeir við að klára geimverurnar, gerðu bara þátt um stofnfrumuhysteríu í staðinn. Það var X-Files: I Want to Believe myndin. Og svo vilja þeir gera enn eina mynd, og binda þá endahnút á fyrrgreint plott, en þá eru náttúrulega ekki til neinir peningar vegna þess að X-Files: I Want to Believe var ömurleg og það vildi enginn sjá hana.

Þetta eru asnar, Guðjón.

-b.

31 mars 2010

Herramenn og sauðféGeoff Klock benti á þetta vídjó í umfjöllun um þarsíðasta Lost þátt, sjá hana hér. En tengingin við Lost er tæp og skiptir engu máli þannig séð.. Þetta er bara flott teiknimynd. Mjög róleg, húmorinn er ósköp settlegur, en lokaumskiptin, svona næstum í blálokin, eru óborganleg. Tékkitt. Bara sex mínútur.

-b.

25 mars 2010

Mars 2010

Já og jamm. Heyriði. Fréttir eða eitthvað?

Ég er á kvöldvakt, nýbyrjaður, það eru nokkrir tímar eftir. Ég vildi eiginlega frekar vera í bjór útí sólinni, en sumarið er ekki byrjað. Það hlýtur að gefast tími í þessháttar í apríl maí júní. Víðir kom við og skildi tölvuna sína eftir hjá mér, ég er að föndra við að koma 4gb fæl inná flakkarann minn. Hann vill ekki taka við honum þegar ég reyni að kópera hann beint af tölvuni hans Víðis, þannig að ég er núna að smíða .rar fæl úr stóra fælnum í staðinn, beint inná flakkarann. Maður leggur hitt og þetta á sig fyrir Oblivion.

Annars hef ég ekkert getað spilað uppá síðkastið, ég gat eiginlega ekkert setið við skrifborð eftir að ég meiddi mig í bakinu. Var ég eitthvað búinn að röfla um það?

Ég var semsagt í hnébeygju laugardaginn 30. janúar, að lyfta þungu með fáum endurtekningum. Ég var ekki í lyftu þegar eitthvað small í mjóbakinu á mér, dálítið kunnugleg tilfinning. Vildi samt ekki viðurkenna það að ég hefði farið í bakinu enn eina ferðina þannig að ég reyndi að halda áfram, ekki í hnébeygjunum en ég fór í bekkinn og hljóp aðeins, en gafst upp. Fór svo austur að spila með Víði og Halli og Danna. Ég tók eina íbúfen áður en ég lagði af stað en þegar við vorum rétt byrjaðir leið mér alltof illa til að halda áfram. Tók meira dóp, hvíldi mig aðeins og við kláruðum spilið. Keyrði heim, svo var ég náttúrulega snöggtum verri daginn eftir. En ókei, þetta hafði gerst áður. Ég hugsaði mér að ég myndi bara taka því rólega í þrjá fjóra kannske fimm daga og svo færi að losna um þetta.

En viku seinna var ég litlu skárri svo ég fór til læknis. Hann gaf mér sterkara dóp og sagði mér að fara í vinnuna. Viku seinna var ég orðinn nokkuð góður og fór að kíkja í sund, mánudag og þriðjudag, og hætti að taka íbúfen. Á miðvikudag fannst mér ég vera að stífna upp aftur, um leið fékk ég einhverja pest og lagðist í rúmið, tók meira dóp. (Ég lá nú ekki í rúminu allan daginn, ég stóð upp og gerði einhverjar teygjur og svona með reglulegu millibili, en þetta var ekkert svona daglegt líf neitt.)

Var þannig frá föstudegi til fimmtudags, en þá var einsog losnaði um eitthvað. Ég fór að geta hreyft mig aftur. Það var ennþá sárt, en það var einsog það hefði legið misdjúpt á verkjunum og að dýpsta lagið hefði gufað upp. Nota bene þá var ég ennþá á verkjalyfjum. Reyndi að fara í göngutúra og svona, en þarna var einmitt nýskollið á með haug af snjó. Helgin var sæmileg. Á mánudegi mætti ég í vinnuna en gat ekkert beitt mér, gat varla setið, varð þreyttur af engu. Hætti snemma og fór á læknavaktina, sá skrifaði upp á beiðni fyrir sjúkraþjálfara, mig minnir að ég hafi fengið tíma strax daginn eftir.

Sjúkraþjálfaranum fannst þetta greinilega ekkert merkilegt, sem mér fannst ósjálfrátt pínulítið svekkjandi en um leið mikill léttir. Hann sagði að ég væri skakkur, að næstneðsti hryggjarliðurinn væri fastur og restin af bakinu væri öll í drasli af því að styðja við hann. Tveir til þrír tímar til að losa þetta. Það fór reyndar í fimm held ég, frekar en sex, en sá síðasti var núna í gær.

Það fáránlega við þetta er það að eftir næstsíðasta tímann, sem var fyrir viku síðan, þá var ég ennþá pínu slæmur en vaknaði svo allur annar daginn eftir. Helgin var alveg súper. Svo á þriðjudaginn fór ég niðrí háskóla að skila af mér verkefnum og hjálpa Hjalta að gera þau klár, var á leiðinni upp tröppurnar í Nýja garði og hrasaði, féll kylliflatur. Mér leið eitthvað skringilega á eftir. Það er náttúrulega ömurlegt að hugsa til þess að maður sé svo brothættur að það megi ekki einusinni hrasa í stiganum.. en líklega er það ekki málið. Líklega líður mér svipað og mér leið þarna á föstudaginn, en þá hafði mér liðið svo miklu verr áður. Sársaukaleysið þá er sama og seyðingurinn núna, en núna er ég svo nálægt því að vera hundrað prósent, mér finnst einsog þetta sé alveg ægilegt.

Allavega, síðasti tíminn var í gær. Sjúkraþjálfarinn fann ekki að neitt hefði versnað, liðurinn er reyndar helvíti tregur en hann náði honum í 90prósent hreyfanleika og svo þarf líkaminn að sjá um restina sjálfur. Þá þarf ég að fara að hreyfa mig, koma kerfinu af stað. Ég hef náttúrulega ekkert gert af neinu ráði síðan þarna 30. janúar, eru ekki að verða átta vikur síðan?

Nú geri ég teygjuæfingar fyrir bakið og lappirnar einu sinni, tvisvar á dag. Á morgun ætla ég að fara á brettið, sjá hvað draslið segir. Verst að ég verð strax þreyttur í bakinu, sama hvað ég er að gera. Það er eitthvað sem jafnar sig með tíma, segir þjálfarinn..

Ég er náttúrulega bara nojaður vegna þess að ég hef áður verið með svona stingandi en samt óræðan verk í mjóbakinu í fleiri mánuði án þess að liði úr mér.

...

Heyrðu þessi aðferð sem ég reyndi, hún virkaði ekki. Foj. En ég reyndi sitthvað annað og Víðir kom aftur og svo prófaði ég að búa til 7 .rar fæla, að hámarki 700mb hver, og færa það yfir í harða diskinn minn. Það kom uppúr dúrnum að skráarkerfið sem hann notar heitir.. FS32 eða eitthvað, en maður þarf NTFS til að höndla skrár sem eru 4gb eða stærri. Og þó það nú væri.

Þannig að ég ætla í Oblivion í kvöld. Nanna var að hringja, hún ætlar í bíó. Og ég þarf að loka safninu núna. Þetta voru meiri fréttirnar eða hitt þó heldur.

-b. And beyond.

04 febrúar 2010

Úr grein um D&D í The Believer, sept. 2006

Hallur benti mér á þessa grein, hún er góð lesning. Þessi efnisgrein kveikti allavega ljós hjá mér:
Here I am tempted to advance a wild argument. It goes like this: in a society that conditions people to compete, and rewards those who compete successfully, Dungeons & Dragons is countercultural; its project, when you think about it in these terms, is almost utopian.[22] Show people how to have a good time, a mind-blowing, life-changing, all-night-long good time,[23] by cooperating with each other! And perhaps D&D is socially unacceptable because it encourages its players to drop out of the world of competition, in which the popular people win, and to tune in to another world, where things work differently, and everyone wins (or dies) together. You will object that a group of teenage boys slaughtering orcs and raping women doesn’t sound like utopia. Granted. But among teenage boys whose opportunities for social interaction were otherwise not great, D&D was like a door opening. Forget for a moment that behind the door there were mostly monsters and darkness. For us, for the people who played, what waited behind that door was a world, and the world belonged to us. We could live in it as we really were; we could argue about its rules; we could learn how, by working together, to get the better of it. For some of us it was a lesson: the real world could, on occasion, and by similar means, be bested. For others of us, who never really left the game: at least we had a world.

Ég held að málið sé ekki það, að samfélagið byggist upp á samkeppni eingöngu, og að leikurinn sé mótvægi gegn því. Samfélagið byggir svo mun meira á samvinnu heldur en leikirnir okkar gefa til kynna, og það er spennandi að geta kúplað sig útúr stóra heiminum og inní einhvern einka-heim, einsog gaurinn talar um, án þess að allt þurfi að miða að absolút endapunkti, þarsem einhver ,,sigrar".

-b.

25 janúar 2010

Best ársins 2009

Í lok desember skrifaði ég uppkast að ,,Best ársins" lista og svo gleymdi ég því. Jæja. Setjum það hér.

Myndasögur:

The Fate of the Artist eftir Eddie Campbell
Gus and his Gang eftir Chris Blain
Scalped eftir Jason Aaron og R.M. Guéra
American Born Chinese eftir Gene Luen Yang
I Never Liked You og The Playboy eftir Chester Brown
Slaves of Mickey Eye eftir Grant Morrison og Cameron Stewart
Incognegro eftir Mat Johnson og Warren Pleece
Spent eftir Joe Matt
The Arrival eftir Shaun Tan
Exit Wounds eftir Rutu Modan


Bíó:

Rec
Inglourious Basterds
The Hurt Locker
The Informant!
Moon
Taken
Heat
Hunger
Zombieland
The Hangover

Skammarverðlaun ársins: The Butterfly Effect


Tónlist:

Oracular Spectacular með MGMT
The Resistance með Muse
Made in the Dark með Hot Chip (ennþá)
Master of Puppets með Metallicu
Surfing on a Rocket með Air
Across 110th Street með Bobby Womack
My Weakness is Strong með Patton Oswalt


Þættir:

Between Two Ferns
In Treatment
Lost (áfram)
Bored to Death
Star Trek TNG (áfram)
The Sandbaggers (áfram)

Vonbrigði ársins: Battlestar Galactica.
Bestu þættir sem ég horfði á aftur, frá upphafi til enda, á árinu: The Wire


Bækur ársins:

Sjónhverfingar eftir Hermann Stefánsson
Anathem,
Cryptonomicon,
og Barrokk-sveigurinn (Quicksilver, The Confusion og The System of the World) eftir Neal Stephenson.
Allur Harry Potter á hljóðbók. Þær skilja kannske ekki mikið eftir sig en ég hafði gaman af þeim á meðan ég hlustaði, og Stephen Fry er einn góður upplesari.
Fyrir utan sjónhverfingar þá eru þetta allt fremur stórar og þykkar bækur. 2009 var ár hnullunganna. Og Cryptonomicon hlustaði ég líka á í hljóðbókarformi í lok ársins, kláraði um miðjan jan. Myndi nú samt frekar mæla með pappírnum, fyrir þá tilteknu bók.


Vinna ársins:

Hingað kom maður sem bað mig um að rannsaka dauða bróður síns með því að fletta upp í Öldinni okkar 1960-70.
Stelpan sem spurði hvort önnur hæð væri næsta hæð.
Stelpan sem var að leita að bókinni með brúnu kápunni.

Það er eitthvað af drasli sem er ekki hér og ég hefði alveg mátt muna eftir, en það er svona.

21 janúar 2010

Lína úr The Glass Bead Game, cf. Stephenson?

"You mathematicians and Glass Bead Game players ... have distilled a kind of world history to suit your own tatstes. It consists of nothing but the history of ideas and of art. Your history is bloodless and lacking in reality. You know all about the decay of Latin syntax in the second or third centuries and don't know a thing about Alexander or Caesar or Jesus Christ. You treat world history as a mathematician does mathematics, in which nothing but laws and formulas exist, no reality, no good and evil, no time, no yesterday, no tomorrow, nothing but an eternal, shallow mathematical present."

19 janúar 2010

Fín stutt grein um sæfæ

This is one of the things some people complain about as “too much hard work” and which I think is a high form of fun. SF is like a mystery where the world and the history of the world is what’s mysterious, and putting that all together in your mind is as interesting as the characters and the plot, if not more interesting. We talk about worldbuilding as something the writer does, but it’s also something the reader does, building the world from the clues. When you read that the clocks were striking thirteen, you think at first that something is terribly wrong before you work out that this is a world with twenty-four hour time—and something terribly wrong. Orwell economically sends a double signal with that.

Ég verð að viðurkenna að þetta sem öllum þykir rosa töff hjá Orwell, að klukkan slái þrettán í fyrstu línunni í 1984, er eitthvað sem ég tók ekki eftir þegar ég las hana. Já já, klukkan slær, og hvað, inn um annað augað og útum hitt. Svona er (var?) ég latur lesir.

En þetta er skemmtileg líking, að vísindaskáldskapurinn sé ráðgáta þarsem heimurinn er morðið. Og rímar ó svo skemmtilega við.. McHale? Sem segir að ráðgátan sé hið ekta-móderníska skáldsagnaform og að vísindaskáldsagan sé hið ekta-póstmóderníska form. Þarsem ráðgátan spyrji hvernig hægt sé að skilja heiminn sem við lifum í, en vísindaskáldsagan spyrji hver allra mögulegra heima þetta sé.

Ég er ekki viss um að þetta hjálpi manni að skilgreina Cryptonomicon eða Barrokk þríleikinn, en skilin á milli þeirra og td. Snow Crash eða The Diamond Age eru mjög skörp og liggja einmitt á þessari línu. The Diamond Age vísar reyndar í 1984, með því að taka fram klukkuhringingar í fyrstu línu. Hvernig var það.. ,,The bells of St. Mark's were ringing changes up on the mountain when Bud skated over to the mod parlor to upgrade his skull gun." Andstætt Orwell þá öskrar Stephenson ÞETTA ER SÆFÆ. Hverjum er ekki sama hversu oft klukkurnar slá, þessi töffari á hjólabrettinu er að láta græða byssu í höfuðkúpuna á sér. Þetta óverdræf er eitthvað sem hann sneið svo að segja alveg af sér í Barrokkinu, það var sosum af nógu öðru að taka en þar tapaðist einhver sjarmi.

Annað við þessa byrjun hans er það að Bud, þessi gaur í byrjun bókarinnar, deyr í þriðja kafla eða eitthvað álíka. Það er einhver Philip K. Dick í því finnst mér, eða er það rugl? Stephenson gerði þetta líka í Snow Crash, að kynna einhvern til sögunnar og segja frá lífi hans þá stundina eða dagana í smæstu atriðum, og slátra honum síðan þegar aðalpersónurnar (eða aðal-aukapersónurnar) létu loks sjá sig. En að byrja á dúkku virkar skringilega.

-b.

17 janúar 2010

,,TO TEDY"

Einn af fastagestum safnsins fer dálítið í taugarnar á mér. Hann er uppskrúfaður froðusnakkur, dóni og vitleysingur. Hann var að ljósrita eitthvað hér í dag og gleymdi blaði í vélinni. Blaðið er ljósrit af ljóðrænni kveðju sem skrifuð er á rúðustrikað blað.

Ég held að ef ég birti efnið þá brjóti gegn trúnaði sem við eigum að halda við safngesti. Hugsanlega líka ef ég segi hvað hann heitir? En smáatriðin skipta ekki svo miklu máli, hitt er að þessar línur eru væmnasta klisjuslumma sem ég hef lesið síðan allavega fyrir jól. Svo tilgerðarlegt að maður tæki ekki einusinni viljann fyrir verkið, væri þessu beint til manns.

Þetta hefur óneitanlega áhrif á það hvernig maður upplifir þennan einstakling. En svonalagað er náttúrulega síst til bóta.

...

Við spiluðum D&D í gær til að ganga 5. Svo keyrðum við Víðir heim á svona 40-50 yfir heiðina, það snjóaði og snjóaði. Ég fékk svona fimm tíma svefn og mætti svo í vinnuna, og ég fúnkera ekki eins vel og venjulega. En það er lamb í kvöldmat og ég tek mér frí á morgun..

Er nokkuð vit í því að fara að segja fréttir, ég veit ekki hvar ég ætti að byrja. Jafnvel þótt ekkert gerist. Við festum upp myndir síðustu helgi. Svo færðum við skáp. Mér þykir tilhugsunin góð, að eiga heima á sama staðnum í meira en ár. Kettirnir stækka, vinnan gæti stækkað líka á næstunni. Ritgerðin alltaf á byrjunarreit eða þarumbil.

Eitthvað kvef í gangi núna, í fyrsta sinn síðan í sumar, held ég.. kannske fyrr.

Hálftími í lokun.

-b.

08 janúar 2010

Úr Two Gentlemen of Lebowski

[The bowling green. Enter THE KNAVE, WALTER and DONALD, to play at ninepins]

WALTER
In sooth, then, faithful friend, this was a rug of value? Thou wouldst call it not a rug among ordinary rugs, but a rug of purpose? A star in a firmament, in step with the fashion alike to the Whitsun morris-dance? A worthy rug, a rug of consequence, sir?

THE KNAVE
It was of consequence, I should think; verily, it tied the room together, gather’d its qualities as the sweet lovers’ spring grass doth the morning dew or the rough scythe the first of autumn harvests. It sat between the four sides of the room, making substance of a square, respecting each wall in equal harmony, in geometer’s cap; a great reckoning in a little room. Verily, it transform’d the room from the space between four walls presented, to the harbour of a man’s monarchy.

WALTER
Indeed, a rug of value; an estimable rug, an honour’d rug; O unhappy rug, that should live to cover such days!


Þetta er náttúrulega snilld. Lesið restina hér.

-b.