31 júlí 2007

Þetta kemur ekki oft fyrir

Eiginlega bara aldrei. Á kvöldvakt um daginn kom kona að kaupa bensín og spurði mig um leið hvort ég væri að lesa eitthvað skemmtilegt. Það vildi svo til að ég var að renna í síðustu metrana af The Prestige, svo ég sagði já. Þeir hefðu gert bíómynd uppúr þessari bók þarna um árið, tveir galdramenn að battla. Hún sagðist ekki hafa séð hana en bað um að fá að lesa aftan á kápuna. Ég sagði að bókin væri fín, talsvert frábrugðin myndinni, en mér hefði líka þótt hún fín.

Lengra var samtalið ekki. En það er gaman að fá einstaka sinnum inn fólk sem maður getur gert sér í hugarlund að geri eitthvað annað en að keyra og kaupa bensín til að geta keyrt. Lesið bækur. Horft á bíómyndir - eða ekki, í þessu tilfelli.

Ég var að lesa Ástrík um daginn, man ekki hvaða bók nákvæmlega. Ég legg hana frá mér oná afgreiðsluborðið þegar næsti kúnni labbar innum dyrnar. Þetta er stór og mikill gaur sem kemur þarna soldið, en segir ósköp fátt. Honum virtist samt lítast vel á það að ég skyldi lesa Ástrík. ,,Hann lemur aldrei neinn að óþörfu" sagði hann. Ég jánkaði því, sagðist finnast þetta stórskemmtilegar bækur. Eftir því sem ég las fleiri fór ég samt að spyrja sjálfan mig hvort hann hefði verið að lesa sömu bækur og ég. Ástríkur ræðst oft á fólk að óþörfu. Hann er ekki jafn slæmur og Steinríkur, en þegar Rómverjar eða Sjóræningjar eiga í hlut þá þarf hann enga átyllu til að berja þá í spað.

Fólk er samt áhugasamara ef maður er að lesa skáldskap, að því mér sýnist. Myndasögur eru eitthvað sjíbídjúbú. 'Bensínafgreiðslumaður að lesa fagurbókmenntir'.. kannske finnst fólki sú hugmynd skemmtilegri en 'Búðarlokan með súpermannblaðið'.

En maður er ekkert að ýta þessu að fólki. Kannske ég ætti að gera það samt. Það væri óneitanlega meira spennandi samtal en

,,Jæja, segirðu ekki allt gott?"
,,Ég, jú ég segi alltaf allt gott."
,,Já, það er heldur ekki hægt annað.."
,,Nei einmitt"
,,..þegar veðrið er svona fínt."
,,Já, þetta er ágætt svona."
,,Já smá væta, fyrir gróðurinn."
,,Já það er alveg nauðsynlegt."

sem er einmitt það sem gerist þegar útimaðurinn minn þekkir, kannast við, eða telur sér trú um að hann þekki einhvern sem kemur að borðinu hjá okkur. Já eða bara ef það er temmilega föngulegur kvenmaður.** Þá þarf nauðsynlega að eiga sér stað einhverskonar samtal. Ég held ég sé ekkert sérstaklega andfélagslegur að eðlisfari, mér finnst bara óþarfi að búa til eitthvað plat-samband á milli kúnna og afgreiðslumanns, einsog þessi stutta stund sem líður á milli okkar skipti einhverju máli. Að mínu mati er nóg að vera kurteis og snarpur, og hjálpa fólki að finna það sem það leitar að. Punktur.

Það gildir svo annað með fólk sem kemur oft og reglulega, kannske daglega, og er greinilega að sækjast eftir því að tala við okkur. Hefur jafnvel eitthvað að segja (!).

En það er kannske það sem er að fara svona í mig frekar en annað, að fólk rembist við að tala um eitthvað þegar það hefur andskotann ekkert að segja. Ég tuða nú og rausa um ekkert utaní fólki sem ég þekki, en mér finnst ekki við hæfi að gera það við fólk sem ég þekki ekki neitt.

Dæmi: Það kemur kona á bíl og vill láta fyll'ann. Hún er flugfreyja - maður sér það á gallanum sem hún er í. Hann er merktur flugfélaginu vinstra megin á brjóstinu, einsog ég er merktur stöðinni. Bíllinn er fylltur, hún borgar, þakkar fyrir sig og keyrir í burtu. Útimaðurinn snýr sér að mér og segir: ,,Hún er að vinna hjá Flugfélaginu, þessi."

Hvað á ég að segja við því? Erum við að fara að tala um flugfreyjur almennt, flugsamgöngur, einkennisbúninga? Nei, þarna þurfti bara einhver að segja einhverjum öðrum það sem allir viðkomandi sáu hjálparlaust tíu sekúndum áður. ,,Já." Segi ég. Flugfreyjan berst ekki aftur í tal, þessi bensíndrekkandi starfsmaður Flugfélagsins.

Tuttugu sinnum á dag skal maður heyra greint frá einhverju sem var í fréttunum kvöldið áður, eða þá um morguninn. Teitur rekinn frá KR. Hlustið nú öll, hér er frétt sem auðvelt er að endurtaka og enginn þarf beint að hugsa um. Hafið eftir mér: ,,Já já, þeir eru bara búnir að reka hann. Já svona er þetta."

Og línan danglar í hausnum á manni, úr Clerks: ,,This job would be great if it weren't for the fucking customers," en hún er bara hálfrétt. Og þarmeð höfum við komist að því hvernig ég vil hafa veröldina í kringum mig: Galtóma, kurteisa og góðan daginn við sjálfan mig. Blarg.

-b.

**Það skiptir voða litlu á hvaða aldri viðkomandi kvenmaður er. Þegar það er farið að detta niðrum 15 árin þá hættir manni reyndar að lítast á blikuna.

Ég heyrði þetta lag í útvarpinu í morgunOg ég hef eiginlega engu við það að bæta. Nema þessu kannske:Þegar þú ert orðinn persóna í teiknimyndaseríu, sem fjallar eingöngu um það hversu frægur og vinsæll þú ert og hvernig stelpurnar skvampa á eftir þér einsog spánskar flugur, þá veistu að þér er farið að ganga nokkuð bærilega í sjóbiss.

-b.

30 júlí 2007

Bækur í heilann

Ég gerði reyfarakaup á útsölunni í Bóksölu stúdenta áðan. This is Not a Novel, Oleanna og Speak, Memory á rétt rúman þúsundkall! Rugl. Þeir eru að fara að slútta þessu, allar útsölubækur á sjötíu prósent afslætti.

Og svo fékk ég heeelling af fínu stöffi í bókasafninu. Þetta er svakalegt.

En ég þarf að sofa smá.

-b.

28 júlí 2007

Heimilislausi maðurinn

Hæ. Hér er það sem er ekki að ganga upp þessa stundina.

Ég þarf að losa íbúðina mína helgina fyrir þann tuttugasta og þriðja ágúst, sem er þá helgin 18. til 19. þess mánaðar. Helgi Bárðarson, þessi indæli maður sem reddaði íbúð handa mér þegar ég kom innúr dönskum kuldanum, er að fljúga til Svíþjóðar og þarf að skila íbúðinni af sér áður en það gerist. Nemahvað. Ég er ekki alveg kominn í aðra íbúð ennþá.

Ég fór uppí stúdentagarðaskrifstofu í dag og spurði hana Björk útí þetta. Það er búið að úthluta íbúðinni sem ég er í akkúrat núna, svo þar fór besta hugsanlega útkoman útum gluggann. Ennfremur: Ég er 27. á lista en það er búið að úthluta öllum nema þremur íbúðum í byggingunni, a.m.k. fyrir mánaðarmótin ágúst-september. Tvær af þessum íbúðum eru fráteknar fyrir nýnema.

En hérna er málið. Af þessum 27 sem eru á undan mér eru bara 5 sem hafa ekki sagt nei við íbúðartilboði enn sem komið er. Þannig að EF þessir fimm einstaklingar fá símhringingu og ENGINN þeirra vill taka íbúðinni sem um ræðir, þá er ég næstur í röðinni.

Samt sem áður kæmi ég ekki til með að fá samastað fyrren í byrjun september. Og væntanlega verður það ekki fyrren síðar.

Þetta er allt frekar leim. Þetta er það sem ég hugsa með mér: Ef ég hefði skráð mig á lista hjá þeim hálfum mánuði fyrr... -En það þýðir lítið.

Sjáið annars þessa fínu mynd:Fannana á mæspeisinu hans Danna.

-b.

26 júlí 2007

Eitt og tvennt í viðbót

Já og ég fór í mat til Inga Bjarnar og Gríms áðan. Fiskur og hrísgrjón og brauð og smér. Og svo horfðum við á fjörutíu og þriggja kílóa japanska stúlku éta þyngd sína (skyldi maður halda) í núðlum á YouTube. Takk fyrir mig.

Og hei. Tékk itt át.


Fokk jess.

-b.

Existentialist funk

Uppáhaldsblóksíðan mín þessa dagana:
It's the cardinal rule.
You don't get the important thing out to show off to show off to the assembled luminaries, when you're in a bar, jetlagged, and into your third beer.
The important thing in this case is the mock-up of my The Amazing Remarkable Monsieur Leotard. It took me and Anne four hours to photocopy in colour and wee Cal spent most of a day sticking on the word balloons.
And the problem with three beers is that they are apt to undermine your grasp of the cardinal rule.

It was around three o'clock the next day when I realized it was missing.
First place I went to of course was the bar. One day I intend to write a book about things left in bars. During the short spell I worked in one in Blackpool, while I was polishing glasses on a Sunday morning, an attractive girl came in and mumbled something with her hand half over her mouth. I cocked my ear. She mumbled again. She had lost her false teeth the previous night and was retracing her steps.

Þetta er einsog beint uppúr einni af bókunum hans. Og það gæti vel farið svo að þetta endi í einum af bókunum hans. Maður hefur lesið hrakfarasögurnar sem maðurinn skrifar um sjálfan sig, svo tilkynnir hann að hann sé að fara í langferð og við hverju á maður að búast? Auðvitað gleymir hann vegabréfinu sínu heima og þarf að brenna eftir því og ná í vélina á seinustu sekúndunni. Og auðvitað fer hann á barinn og týnir því eina sem ferðin snýst um.

Kannske verður maður að hafa lesið karlinn. En hafi maður ekki lesið karlinn þá ætti það auðvitað að vera manns næsta verk. Hip hip.

Ein tilvitnun í viðbót, þessi er úr Vodafone auglýsingu aftan á Fréttablaðinu í dag:
Nokia 6085 - Vodafone live!
Þægilegur og vandaður sími, einfaldur í notkun. Fyrir þá sem vilja traustan talsíma, án mikils aukabúnaðar. VGA myndavél, tölvupóstur og útvarp.

..og ég skal alveg lofa ykkur því að í þessum síma má finna SMS, dagatal, fimm mismunandi leiki, VIT, WAP, raddstýrða hringingu, billjón hringitóna og örbylgjuofn.

Ég er tiltölulega sáttur við minn síma.. hann gæti verið verri býst ég við. En þetta er það sem mér finnst asnalegt: Ég get tengst tölvu og öðrum farsímum á þrjá mismunandi vegu: Gegnum snúru, innrautt tengi og bluetooth. En myndavélin er algert drasl og geymsluplássið er undir 2mb. Þetta þýðir að ég get tekið lélegar myndir, og lítið af þeim, en ég get valið ýmsar leiðir til að færa þær á önnur tæki, og það hratt!

Já æ. Grey ég með öll tækin mín.

Helvíti eru mótmælendurnir annars duglegir þessa dagana. Gott hjá þeim.

-b.

Harður deyr

(Er hugsanlegt að tölurnar einar hafi fengið manninn til að taka þetta að sér, og skrifa það sem hann ætti ekki að vera að skrifa? Svipað og að ríða í takt við stillimyndina á RÚV og bíða með titrandi tárin í kverkunum eftir endursýndu Helgarsporti. Einn tveir og. A S D F. A D og E. Da rara ra Ra.)

Ég var að hugsa um þetta í bílnum á leiðinni heim, því ég var að reyna að koma þessu í frambærileg orð við Hall fyrr um kvöldið. Die Hard 4 fór ekki síst í taugarnar á mér vegna þess að hún reynir að skapa einhverskonar spennu á milli þess gamla og þess nýja (eða yngra), en það sem kemur úr krafsinu er þessi þreytta mýta um taugaveiklaða pabbann sem veit ekki, og skilur ekki, hvað krakkarnir hans eru að gera.

John McClaine njósnar um dóttur sína að næturlagi svo hún fari sér ekki að voða. Hún segist ekki þurfa á honum að halda og hann skilur ekki hvað gengur að henni. Þegar henni er rænt getur hún ekkert annað gert en að kalla á pabba gamla og hann kemur og bjargar henni. Niðurstaða: Litla stelpan hans þarfnast hans ennþá, jafnvel þótt hún haldi öðru fram.

John McClaine skilur ekki þennan svokallaða internet-terrorisma, m.ö.o. hvað þessir krakkar eru að pikka á tölvurnar sínar, en þegar allt kemur til alls þá þarf hann bara að keyra bíla utaní hluti, berja fólk og skjóta fólk og hreinn og klár þjösnaskapur hefur sigurinn þegar yfir lýkur. Niðurstaða: Sama hversu mikið er keyrt á tölvum nútildags þá er ennþá nóg pláss fyrir gamla, góða (og sköllótta) yfirvaldið.

Fjandinn, þrátt fyrir að hakkaranördið, sem býr hjá mömmu sinni, sé svo vel víraður að hann geti tengst netinu á meðan restin af veröldinni getur það ekki, þá er það gammeldags radíóið sem gerir honum kleyft að hjálpa hetjunni þegar sú stund rennur upp.

John McClaine skilur ekki hvað þessi herþota er að abbast utan í hann, en með því að grípa í hálsinn á henni og skrúfa hana niður í jörðina þá getur hann haldið áfram að elda vondu gaurana. Ef hann hefði ekki verið að flýta sér svona mikið þá hefði hann örugglega látið það eftir sér að sveifla hattinum í fallinu og tjóðra svo þotuandskotann utaní staur. Harkan sex blívar alltaf.

En það þyrfti í sjálfu sér ekki að vera svo slæmt ef þetta nýja illskiljanlega internet-jamadahababbl væri sett fram á raunhæfa vegu. En það sem þeir sýna í myndinni er því miður ekki svo frábrugðið því sem kemur fram í þessari strípu:


Myndin sem er dregin upp af ,,internetkrökkunum" (og þar eru meðtaldir terroristarnir og tölvusérfræðingar ríkisins) endurspeglar ekki raunverulega þekkingu eða getu heldur blautar martraðir þessa steríótýpíska miðaldra karlmanns. Við eigum ekki að gera kröfu til þess að tæknidjargonið meiki sens vegna þess að John McClaine á ekki að skilja það. Þetta er bara eitthvað abrakadabra sem á víst að vera framkvæmanlegt með lyklaborði og ósýnilegu netsambandi, en það skiptir ekki máli lengur þegar maður er kominn með byssu og stóran trukk.

Frásögnin er þannig einradda: Ef McClaine lendir upp á móti einhverju sem hann skilur ekki þá skyldi engan undra því við gætum aldrei skilið það heldur - þannig er það skrifað. Og ef það er eitthvað sem hann kann ekki eða hefur ekki tök á, þá kemur í ljós að það skiptir engu máli þegar allt kemur til alls. Vonda konan kann bardagalistir svo hann keyrir hana niður á trukknum sínum. Hann kann ekki að fljúga þyrlu en þeir þurfa að komast á milli staða svo það hefst í fyrstu tilraun.

Svona rekur hvert atriðið á fætur öðru og alltaf enda þau nákvæmlega einsog maður hefði búist við. Nú er talað um að handritagerð snúist um það að smíða árekstra. Ef einn hlutur er ekki að rekast utaní annan þá hefurðu ekkert drama til að moða úr. Í þessari fjórðu Die Hard mynd eru árekstrarnir einsog á milli snjókorna og beltagröfu, þarsem ekkert stendur raunverulega í vegi fyrir hetjunni. Tilhæfulaus ótti hennar við krakkana og tölvurnar er hrakinn æ ofaní æ og það sem dugar alltaf alltaf er að ýta bara fastar. Mér finnst, svona eftir á að líta, ekkert skrýtið að á ákveðnum tímapunkti hafi mér einfaldlega farið að standa á sama um hvað gerðist næst. Fínt fínt, haltu bara áfram að hetjast eins fast og þú getur svo við getum klárað þetta og ég geti gengið burt frá þessum andskota.

Ef þið skiljið hvað ég er að meina.

Hei ég fór annars á Selfoss í dag. Og þaðan í Gunnarsholt og þaðan á Hvolsvöll. Svo aftur tilbaka. Ég fór með Halli í hambó á gallerí pítsa. Og Helgi, eða mamma hans öllu heldur, gaf mér helling af myndasögum sem átti að fleygja í tiltekt. Góður dagur semsé.

25 júlí 2007

Ég var að elda og

Afsakið á meðan ég gapi yfir því hvað þessi kjúklingur er góður. Ég ætla að búa til kjúklingasamlokur fyrir ferðina austur á morgun.

-b.

24 júlí 2007

lesiglápiles

Ókei þannig að helgin var bara fín. Ég kíkti í alls tvö partí, nokkrar heimsóknir, sirka sextán bjórdósir, ópalflösku og viskípela (þó ekki einn) og grillhúsið. Það var gott að komast út. Í kvöld vann ég sex tíma og ég geri það sama á morgun, frá klukkan sex til tólf. Svo byrja ég aftur á vöktunum mínum á föstudaginn.

Rætt í vinnunni í dag. ,,Á stöðinni": Nýr íslenskur sjónvarpsþáttur þarsem ég og útimaðurinn minn erum annaðhvort með spjallþátt að hætti Bandaríkjamanna (ég sit í stólnum mínum og segi brandara við kúnna á meðan útimaðurinn spilar á hörpu útí glugga) EÐA gamanþáttur þarsem fólk er drepið á hrottafenginn hátt hægri vinstri, ekki afþví það er fyndið heldur afþví það er ekki lengur fyndið að vera fyndinn.

Myndasögur:

Ég er ennþá að reyna að komast í meira Daredevil dót. Næsta Frank Miller safnið er í töskunni, nokkrar sögur þar sem ég man vel eftir. Ég gáði í möppuna sem ég keypti í Perlunni um daginn en þar er enginn Djöfsi, bara Kóngulóarmaðurinn og Leynistríðið og smávegis.. Frábær Fjögur (?). Og núna sæki ég blöðin sem Brubaker hefur skrifað, en hann tók við af Bendis þarna um árið.

Las fimmtu Punisher bókina hans Ennis, í röðinni sem hann hefur gefið út í MAX-línunni hjá Marvel. Hún kom mér á óvart. Las þá fyrstu líka og nú langar mig að lesa restina. Það að Dillon skuli vera fjarri góðu gamni er náttúrulega stór plús, en ég hugsa að Refsarinn njóti sín einfaldlega betur þegar hann er bannaður innan sextán. Hvað sem veldur þá þykir mér það góð tilbreyting að geta lesið Ennis og haft gaman af því.

Nú hef ég lesið allar Ástríks-bækurnar sem safnið hefur í hillunum. Þetta er mikil klassík lengst af, en það er hálfneyðarlegt að horfa uppá Uderzo reyna að skrifa einsog Goscinny þegar sá síðari er fallinn frá. Sérstaklega þarsem hann kann hreinlega ekki að smíða heilstætt plott. Asterix and the Actress, Asterix and Obelix All at Sea og Asterix and the Flying Carpet eru allar hræðilegar. En Goscinny var greinilega með á nótunum allt þangað til hann dó: Næstseinasta Ástríks-bókin sem hann skrifaði, Obelix and Co., er klárlega með þeim bestu.

Lélegt samt hvað bókasafnið á lítið til af þessum bókum á íslensku.

Gerði aðra tilraun til að lesa Kid Eternity, því maður kallar sig jú aðdáanda Morrisons. En ég bara get þetta ekki. Teikningarnar virka ofhlaðnar og útí bláinn og ekkert á þessum fyrstu síðum fær mig til að vilja halda áfram að lesa. Það er einsog einhver hafi pantað frá Morrison bók sem leit út einsog Arkham Asylum og Morrison hafi verið þreyttur og blankur þann mánuðinn. Og hatað myndasögur, og fólkið sem les myndasögur.

En maður reynir aftur seinna. Skrýtið hvað hann á til að misstíga sig illa þegar hann misstígur sig á annað borð. Flestallt fíla ég en þessi bók, Kill Your Boyfriend og St. Swithin's Day eru ekki bara slæmar heldur virkilega slæmar.

Og hvað meir. Tvær bækur eftir Jason, Tell Me Something og The Left Bank Gang, sú fyrri frá '04 og sú síðari kom út á síðasta ári. Báðar fínar, The Left Bank Gang e.t.v. skemmtilegri því hugmyndin er svo léttrugluð: Hemingway, Pound, Fitzgerald og Joyce eru allir myndasöguhöfundar í París og þeir ákveða að fremja bankarán. Hvorug nær samt í skottið á Why Are You Doing This?, en maður getur sosum ekki ætlast til þess.

Sú heitir á frummálinu Jag vill visa dig något. Skrýtið.

Sjónvarp:

John From Cincinnati er furðulegasta dót í sjónvarpinu akkúrat núna. Síðasti þáttur sprengdi huga minn. Ég gapti ráðvilltum augum á skjáinn og sagði ,,ha" aftur og aftur, og það er ein af þessum góðu tilfinningum þiðvitið. Ég þurfti að horfa á fyrsta þáttinn þrisvar sinnum áður en ég náði öllu því sem var að gerast og hann var frekar einfaldur miðað við það sem kom í kjölfarið. En svo lengi sem manni er skemmt í annað eða þriðja eða fjórða skiptið sem maður horfir á sjónvarpsþátt þá er ekkert að því nema síður sé. Gó Milch.

Og Entourage sparkar boltanum í góða netið - ekki vonda netið - hverja vikuna á fætur annarri. Mishart, að vísu. Nú er svo komið að ég man ekki lengur hvernig fyrstu þættirnir voru nákvæmlega.. mig grunar að þetta sé ekki alveg sama partíið, en þetta virkar.

Og hvað haldiði að maður hafi ekki fengið fyrstu tvo þættina af Dexter, annarri þáttaröð. Þeir verða svo ekki sýndir í sjónvarpi fyrren í október eða einhvern andskotann. Fyrsti þátturinn grúvar. Sei sei já.

Annars er sumar. Maður horfir mest lítið á sjónvarp.

Ég kippti með mér bókinni The Prestige, þeirri sem myndin er gerð eftir. Mig langar að vita hvort uppljóstrunin sem var í raun og veru engin uppljóstrun í myndinni sé jafn mikil uppljóstrun í bókinni. Mér fannst hún persónulega vera of augljós og nógu óviðkomandi stóra plottinu til að vera uppljóstrun, og fannst þannig ekkert svo lélegt að maður skyldi fatta hvað var á seyði. En kannske er farið öðrum höndum um þetta í bókinni.

Helvíti er leiðinlegt að skrifa um hluti án þess að skrifa um þá. Ég ætti náttúrulega ekki að víla því fyrir mér þarsem lesendahópurinn minn er ég og þú og einn sameiginlegur vinur okkar. Bah.

Og hvað. Nei ég er ekki ennþá búinn að hlusta á nýja Interpolinn. En ég er búinn að fá síðustu einkunnina mína og það var tía. Nú bíð ég eftir peningunum mínum.

(Já og tvennt sem mig dreymdi nýlega: Ég var að lesa nýju Eddie Campbell bókina, sem ég man ekki hvað átti að heita, og mér fannst hún það besta sem hann hafði gert nokkurntíman. Vonandi rætist það að einhverju leyti.. Og ég hafði dánlódað gagnvirkri kvikmynd eftir Woody Allen sem var mjög óþægileg og breyttist í hvert skipti sem maður horfði á hana. Afhverju var hún óþægileg? Ég man það ekki. Helts draumar.)

-b.

21 júlí 2007

Fimmta ljóðið

Beygðu upp hjá sundlaug Reykjavíkur, númer fimmtán A,
Komdu með Faxe bjór úr partíi handa mér, kommon mamma.

20 júlí 2007

Uppgjörsógeð

Halló íbúð. Ég er seinn í kvöld, ég veit.

Það var hringt í mig klukkan átta og ég ræstur í vinnuna. Enginn mættur ennþá, sagði röddin í símanum. Þegar ég mæti á staðinn er stöðin opin, vaktstjórinn löngu mættur. En ég ætlaði að mæta tveimur tímum síðar hvorteðer svo ég varð bara áfram. Mínútu fyrir lokun mætir svo drukkin (?) og slefandi stúpid kerling á bíl og vill láta fyll'ann. Það boðaði ekki gott.

Málið er sko: Í þessu nýja (nokkurra mánaða gamla) kassakerfi, þá mega ekki of margir reyna að gera upp á sama tíma því þá frýs alltsaman og hrynur oní djúpa gjá. Norður í öræfum. Og maður verður að hringja í bakvaktina hjá EJS og bíða eftir því að komast að (það er gjarnan á tali því það eru allir að lenda í sama veseninu) og fá einhvern gaur til að laga draslið svo maður geti haldið áfram. Þetta er víst einhver villa sem ,,er verið að vinna í". (Sem þýðir ,,þetta virkar ágætlega þegar það virkar, látum þessi fífl bara halda áfram að hjakka í því.")

Málið við það er sko: Það gera allir upp á sama tíma, alltaf. Ef kerfið virkar ekki undir álagi þá virkar það ekki, punktur. EJS eru hálfvitar.

En allavega. Ég lenti í þessu. Og ég beið á meðan bakvaktin var á tali. Og svo náði ég í gegn. Óskar svaraði. Ég sagði honum hvað væri að, hann endurtók vandamálið og svo heyrði ég hann anda í símann í sjö mínútur. Ég tók tímann. Í bakgrunninum heyrði ég í Leno að taka viðtal við.. einhvern. Svo segir Óskar að hann sjái uppgjörið hjá sér og þar sé allt í lagi. Ég skoða aftur, segi nei, þetta er ekki allt í lagi. Hvaða stöð var þetta aftur, segir Óskar. Ægisíðan, segi ég. Já, ókei ég er í vitlausri búð, segir Óskar.

Meiri Leno. Eftir ellefu mínútur komst hann að rót vandans (býst ég við) og leysti málið. Ég kvaddi og hélt áfram að gera upp. Þá virkaði Concordinn ekki. Ég hringdi í bakvaktina þeim megin. Engin svör. Fokkitt ég er farinn heim.

Og svo kom ég hingað. Hæ íbúð.

-b.

19 júlí 2007

Vinnuógleði

Ég hata heiminn. Og aumingjapíkur sem nota orðasambönd einsog ,,auglýstur lokunartími" hafa aldrei unnið í tólf, fjórtán tíma á dag tíu daga í röð við það að segja góðan dag og viltu kvittun. Hálfvitar.

En ókei ég hata hann ekki lengur. Tommy var að senda mér tölvupóst með myndum. Þær eru allar af síðasta fylleríinu okkar í Köben, þegar Ástralinn kom í heimsókn. Ég ætla ekki að sýna neina þeirra, þær eru af mjög fullum mönnum.

Ýmir lendir á morgun og verður framá miðvikudag. Annað mjög stutt stopp hjá honum. Ég hitti Hlyn í dag, hann kom á stöðina til að tékka á loftinu í börðunum sínum. En hann er að fara vestur eða norður á morgun, eftir því hvernig viðrar. Egill býður í innflutningsteiti, sem þýðir að ég þarf að finna vísakortið mitt. Bíðum við, var það uppí skáp?

Þarna var það. Hm. Ókei, þá er ég í bjór á laugardaginn.

Röddin í símanum sagði mér að það gæti tekið þrjár fjórar vikur að fá endurgreitt frá tryggingastofnun. Hata ég heiminn aftur?

-b.

16 júlí 2007

,,Gagnverkandi átak og þrívíddar-vöðvaæfing"

Ég kom úr vinnunni klukkan rúmlega tólf, mæti aftur klukkan tíu og verð til tólf tólfið eftir. Og svona áfram út vikuna.

Eitt: Hvaða auladjobb er það að sigta út slefandi tilvitnanir í fanboj-gutta á kvikmyndir.is og setja þær í bíóauglýsingarnar?

Annað: Hvaða drasl er þetta í sjónvarpinu mínu? Út, hjómrusl! Hneppum því uppí höku og setjum andlitið svo djúpt í jörð.

Þriðja: Sápukúlur eru æði. Meiri sápukúlur í heiminn.

Fjórða: Það er auðveldara að vinna þegar maður veit hvar hlutirnir eru og hvað maður á að vera að gera. En um leið fær maður tilfinningu fyrir því að maður ætti að vera annarstaðar.

Fimmta: Ég á tvöhundruðkall. En ég á líka íbúð út mánuðinn, skóla í vetur og týnt vísakort.

Sjötta: Mér líður betur á meðan ég sé að Law & Order er í gangi í sjónvarpinu. Veröldin er þá að einhverju leyti einsog hún hefur verið hingaðtil.

Áttunda: Ég kláraði White Noise í gær og byrjaði á Libra í dag. Sú síðari er um Lee Harvey Oswald og ég er rétt kominn inní fyrsta kafla. Sú fyrri er stórskemmtileg. Hún er um dauðann. En hún er líka um Hitler versus Elvis, stórmarkaði fyrir lífið, njósnir og heimspólitík, sálarlíffræði, ofbeldi, bollaleggningar, hversdagslegar hörmungar og háalvarlegar björgunaræfingar. Poppkúltúr-menningarfræðin sem sumir þessir karakterar láta útúr sér er óborganleg, metingurinn í nostalgíu og bandarískum venjuleika gersamlega útí hött.. en alltsaman drepfyndið.

Gaurinn sem les hana er líka helvíti fær. Ég náði í Fight Club uppá djókið en komst ekki framúr fyrsta kaflanum, það var eitthvað hádramatískt tól að lesa hana. Eða kannske finnst mér Edward Norton hafa gert þetta uppá tíu þarna um árið.

Níunda: Gaurinn í vörutorgi þarf að redda sér yfirlesara.

-b.

13 júlí 2007

Úbbs

Ég hlaut að gleyma einhverju. Ég strokaði út öll msn-samtölin sem ég hef átt á þessari tölvu hingaðtil. Púff. Ég hefði getað sótt alla músíkina og öll vídjóin aftur, þetta er eitthvað sem ég sé ekki aftur.

En þetta er líklega eitthvað sem ég hefði hent fyrr eða síðar hvorteðer.

-b.

12 júlí 2007

Strauj, lokið

Svona með hléum og allt það. Vinna og svefn. En ég kláraði þetta núna áðan, búinn að setja allt upp einsog ég hafði það áður, sækja allar uppfærslur o.s.frv.

Mér finnst skrýtið hvað ég er lengi að muna hvernig ég á að haga mér hérna. Mig vantar alltaf eitthvað smotterí sem ég var orðinn vanur áður. Æ fjandinn.

Peningar peningar peningar.

-b.

10 júlí 2007

Strauj!

einn tveir og

EinkunnirÞessi fyrri er fyrir kúrs sem ég tók um haustið, þessi seinni var að koma inn núna í dag. Ég veit ekki fyrir hvorn kúrsinn hún er. En þetta er að minnsta kosti að hafast. Nú þarf bara hinn kúrsinn og svo að skrifstofan sendi niðurstöðurnar hingað, að HÍ gúdderi það og sendi niðurstöður til LÍN, og að LÍN víri hendi peningum í bankann minn.

Ég er í fríi í dag og svo vinn ég í tvær vikur. Eða svo.

Hérna er mynd af Agli útí sjó á Ólafsvík:-b.

04 júlí 2007

Hér er minn dómur, aha

Die Hard 4 er blanda af 24 og The Temple of Doom.

Útileiga á föstudaginn, fokkjess.

Þangað til er ég á morgunvakt. Hei nei, bara seinasta á morgun og svo frí yfir helgi. Gó ég. Og ég hef ekkert að segja því ég geri ekkert lengur.

-b.

02 júlí 2007

nine interesting years

Ég læt hæpið gleypa mig. Fjandinn, við Danni fórum á Die Hard 3 í Bíóhöllinni þegar við vorum strákar og það var gaman. Hvern langar að kíkja á 4.0 á morgun?

(Jafnvel þótt að "4.0" sé leim.)

Annars er ég að fara að vinna eftir rúma sex tíma. Engin helgi hjá Bjössanum fyrren um næstu helgi. Útileiguhelgi.

-b.