15 október 2006

Nýjasta gamalt frá Tom Waits

Þegar mig langar að skrifa eitthvað sniðugt og skemmtilegt um Tom Waits þá endar það oftar en ekki í klappstýrurímum á borð við ,,Tom Waits er bestur, lang lang bestur!" En sleppum því í þetta skiptið.

Hann er bara uppáhalds. Plöturnar hans eru endalaust góðar, og eru þær einu sem ég tók með mér hingað til Danmerkur, vitandi það að ég væri ekki með geislaspilara..

Og hann er að fara að gefa út nýja plötu. Eða plötur. Þegar Alice og Blood Money komu út á sínum tíma var það nóg til að endast mér í marga mánuði. Fyrst keypti ég Blood Money og hlustaði hana niðrá klöpp, síðan keypti ég Alice og heyrði hana í tætlur. Það var frábært.

Og núna: Orphans: Brawlers, Bawlers and Bastards. Þriggja diska pakki með 56 lögum, en þar af er sirka helmingur nýtt efni, á móti lögum sem hafa komið út hér og þar áður.

Bend Down the Branches kom út á plötu með lögum fyrir börn árið 2002, Fall of Troy var á Dead Man Walking-sándtrakkinu, World Keeps Turning minnir mig að hafi verið í myndinni Pollock, Buzz Fledderjohn var frítt dánlód á amazon.com á sínum tíma, og The Return of Jackie and Judy er æðislegt Ramones kóverlag sem kom út á Ramones tribute plötu um árið. Og þetta er bara það sem ég kannast við.

Ekkert (All I've Got is) Empty Pockets samt.. Sem er leitt. En fjandinn, af nóg öðru að taka.

Já þarna er líka Puttin' on the Dog, sem mig minnir að Hlynur hafi sent mér á MSN fyrir löngu síðan. Ég veit ekki hvar það kom fyrir upphaflega.

Gathering all this material together was like rounding up chickens at the beach. It’s not like you go into vault and check out what you need. Most of it was lost or buried under the house. Some of the tapes I had to pay ransom for to a plumber in Russia. You fall into the vat. We started to write just to climb out of the vat. Then you start listening and sorting and start writing in response to what you hear. And more recording. And then you get bit by a spider, go down the gopher hole, and make a whole different record. That was the process pretty much the last three years.

Sýnishorn: eitt af nýju lögunum, The Bottom of the World (aðeins meiri Waits-titill) er laust til niðurhals hérna, af anti.com.

Platan kemur út 21. nóvember. Og ég hlakka til. Sjáiði bara þetta fokking kóver! (Smelli smell) Brilljant.

-b.

Engin ummæli: