31 desember 2005

Titill er kynhlaðið hugtak..

Ég veit ekki hvaðan þetta kemur og ég nenni hreinlega ekki að leita að því, en þetta segir bara ó svo margt:


Is E=mc2 a sexed equation?...Perhaps it is. Let us make the hypothesis that it is insofar as it privileges the speed of light over other speeds that are vitally necessary to us. What seems to me to indicate the possible sexed nature of the equation is not directly its uses by nuclear weapons, rather it is having privileged what goes the fastest...

-Luce Irigaray

Þetta er voða poppað. En ef þið sjáið ekkert athugavert við þessa pælingu þá hefur feminista/hómósexúalista-möndulveldið þegar náð tangarhaldi á ykkur, og ég treysti mér ekki nær.

,,Other Speeds that are vitally necessary to us.." Kommon!

-b.

ps. Æ jú annars.. Ég sá þessa tilvitnun í þessari grein (sem ber titilinn ,,The Death of Literary Theory" og er ansi skemmtileg), sem ég fann eftir að hafa lesið þessa ágætu grein eftir sama höfund, um Lolitu Nabokovs.

pps. Gó Róm.

28 desember 2005

Enn eitt ,,- dagsins"

Brútal dagsins: Eyðilagður keisari hálshöggvinn á egypskri strönd fyrir framan konu og börn.

27 desember 2005

,,Þetta er riffillinn í þessari setningu.."

Ég kyngdi af undrun þegar ég las umsögnina á þessari síðu um þessa metasúpu af texta, og birti hér orsök undrunar minnar í heild sinni:
If this is what the Mathematics Department of the University of Chicago spends its time doing, then somebody needs to pull a Columbine.


,,Pull a Columbine"?!

-b.

Whut?

Now quiet in the theater or it's gonna get tragic,
we're about to be taken to a dreamworld of magic!

Sofandi þreyttur

Leiðinlegustu draumar í heimi eru þegar mig dreymir að ég sé svo þreyttur að ég get ekki haldið augunum opnum. Datt útaf áðan yfir kastljósinu og mig dreymdi að ég væri að sofna í viðtali í einhverjum álíka spjallþætti. Tók einstaka sinnum á honum stóra mínum, glennti augnlokin í sundur og reyndi að opna pakka sem lá á borðinu handa mér. Stórt umslag sem innihélt frekar stóra tölu (sirka 20 sentimetrar í ummál) og ég hugsaði á hvaða satans jakkaföt passar þessi? Undir tölunni var farsími, en ég var ekki alltof spenntur því ég þóttist þegar hafa unnið tvo nýja farsíma í einhverri getraun..

Og ég var svekktur því konan sem sat mér á vinstri hönd fékk 75.000 króna inneign í bókabúð einhverri. Hún var rosa hrifin af tölunni, en vildi samt ekki skipta. Og svo hélt ég áfram að sofna. Náði ekki einusinni að grípa aðra gjöf af borðinu, en þær voru allmargar.

Djöfull er hrikalegt sjónvarpsefni í gangi núna.

-b.

25 desember 2005

Þrjú tonn af sandi..

Ég man hvað mér þótti það sniðugt þegar ég heyrði það fyrst (líkast til í X-Files), að NSA væri í raun skammstöfun á ,,No Such Agency". Spúkí, hm? Reyndar er rétta nafnið (,,National Security Agency") alveg jafn, ef ekki meira, spúkí. Orwellískt tú ðe max, á meðan það fyrrnefnda er meira svona para-pun*.

Það var rosa gaman í dag þarsem ég sendi út böns af jóla-smsum og fékk svar frá næstum því öllum um hæl. Þessa gagnvirkni fíla ég.. fremur lítil bið en þó hellings spenningur.
Og það má vel vera að jóla-sms séu takkí og allt það, en ég bara kom mér aldrei í það að búa til svona alvöru. Og ég sé það reyndar að fleiri voru á sama báti, því ég fékk bara tvö aktúal jólakort þetta árið. Annað var frá fjölskyldu frænku minnar útí Svíþjóð og hitt var frá Íslandsbanka.

Kæri gullvildarvinur...

Naumast að allir þessir þjónustuþættir opna margar dyr. Hinsvegar get ég ekki fengið síhringi-gullkort, en mér skilst að það sé ákveðinn oxymoron: síhringikort eru fyrir fólk sem bankinn treystir ekki (sú er ekki raunin með mig, en ég fékk það hinsvegar eftir mikið þref og vesen því ég treysti sjálfum mér ekki), en gullkort eru fyrir góða kúnna sem mega allt. Næstum því.

En allavega, gamla kortið mitt hefði runnið út klukkan tólf á miðnætti aðfararnótt fyrsta janúar næstkomandi (reyndar spurning hvort tölvur bankans hefðu farið eftir gmt breytingunni sem ég minntist á hér áður, en líklegast hefði ég ekki getað stílað inná það af neinu viti), en ég á að fá nýtt og gilt gullkort á milli jóla og nýárs.

-b.

*mín eigin stytting á 'paranoid pun'. Notist hvergi annarstaðar en í tengslum við þetta tiltekna pön.

24 desember 2005

Jólakveðja hér líka

Gleðileg jól, fólk.

-b.

pé ess

Ég horfi á ,,Rome" og velti fyrir mér ýmsu í tengslum við sjálfssögulegt gildi þáttanna, og hvort það sé til staðar yfir höfuð. Nenni ómögulega að fara að útlista það hér, en spáum í þessu: Þættir einsog ,,Rome", eða myndir einsog Hamlet Zeffirellis, versus Passion of the Christ. (Það að Mel Gibson skuli koma nálægt þeim tveimur síðarnefndu er bara tilviljun.)

Ennfremur: Er það bara ég sem er svona upptekinn af sjálfssögunni að ég sé hana allstaðar (og umfjöllun um hana einnig), eða eru allir að pæla í henni og ég þessvegna að sparka í deyjandi róna?

-b.

Frétt ársins:

Af mbl.is:
Nýja árinu frestað um eina sekúndu

Árinu 2006 hefur verið frestað, en þó ekki nema um eina sekúndu. Rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld að Greenwich-viðmiðunartíma, sem er sá sami og íslenskur tími, verður klukkum seinkað um eina sekúndu, og henni þannig bætt við árið - svonefndri hlaupasekúndu. Mælingastöð bandaríska flotans greindi frá þessu í dag.

Áramótin verða því einni sekúndu síðar en ella hefði orðið. Bæta þarf hlaupasekúndum við öðru hvoru vegna þess að nýjustu atómklukkur mæla tímann af mikilli nákvæmni, en snúningur jarðar er stundum misjafn. Hægt hefur á snúningnum undanfarið og með hlaupasekúndum er komið í veg fyrir að misræmi skapist með klukkum á jörðinni og jörðinni sjálfri.

Þetta verður í 23. sinn síðan 1972 sem hlaupasekúndu er bætt við, en þá var undirritað alþjóðlegt samkomulag um tímamælingu. Síðast var bætt við hlaupasekúndu fyrir sjö árum.

Þetta þýðir að sökum bandaríska flotans þarf ég að bíða einni sekúndu lengur eftir nýja árinu en ella. Draugatími. Það hafa verið skrifaðar hryllingssögur og vísindaskáldsagnabálkar um svona lagað. Mig hryllir við tilhugsuninni um hvað var að ske í lífi mínu fyrir sjö árum síðan, þegar þetta gerðist síðast en ég fékk sko ekki að vita af því í það skiptið!

Áramótin '98. Jú, mig minnir að það hafi verið einkar léleg áramót. Sem er ekki alveg það sama og, en samt ansi nálægt því að vera, ill áramót. Þakin illsku, einsog öxi er þakin blóði eða Tjörnin er þakin ís.

Að því ógleymdu að þau verða mun lengri en venjuleg áramót. Sem þýðir að við þurfum öll að drekka meira. Slökum á vöðvunum og deyfum heilann þannig að kalkaðar frumurnar í skelinni drepist ekki úr áramótasjokki. Bring it on.

-b.

23 desember 2005

Jólaþröskuldur

Ég verð reyndar að segja að þetta kukl sem ég fékk frá Davíð (og fleirum) er alveg ofboðslega leim. Andskotann ætli ég tengi eitthvað ákveðið bragð við manneskjur sem ég þekki mismikið? Fyrir nú utan það hversu hræðilega slappt minnið er hjá mér orðið.. ég man ekkert hvenær ég hitti fólk fyrst, og það eru rosa fáir sem ég hef einhverja sterka fyrstu minningu um. Allt feidar inn og út hjá mér.

Eða svona í flestum tilfellum.

Það eru helst fundir sem hafa átt sér stað núna í seinni tíð sem ég man eftir, en æskuvinir voru bara alltaf þarna einhvernvegin. Alveg einsog ég sjálfur.

Ég svaf langt framá dag í dag.. þetta hafa verið helvíti blaut próflok. Það var ekki beint meiningin, það bara fór þannig. En núna er ég salli, búinn að sitja við að græja nýju tölvuna hennar mömmu síðan áðan einhverntíman. Setja upp firefox, thunderbird, office, þráðlausa netið, eldvegginn osfrv. osfrv. Þetta er að verða komið núna held ég.

Spá í að fá mér eitthvað að éta.

Heyrðu já og þessir commentary-mp3 fælar sem ég benti á um daginn eru ekkert spes. Mér finnst það dálítið skrýtið, maður heyrir að fólkið er að horfa á þáttinn á meðan það spjallar, en það er bara ekkert að tala um þáttinn af neinu viti. Annars þykir mér þetta ennþá bráðsniðug hugmynd.. En það er kannske ekki 'við hæfi' að gefa sér að fólk sé að hala þessum þáttum niður á tölvuna sína.

Hjálp! Hjálp! Köngulærnar éta mig!

-b.

20 desember 2005

Lán í óláni í láni

Nei það er reyndar ekki rétt, ég er að snúa þessu uppí eitthvað vesen. Sem það er ekki.

En ég á semsagt að mæta með einhverja jólagjöf í kvöld, og ég veit ekki hvað það á að vera. Fékk símhringingu í dag frá Ægisíðunni og mér sagt að ég ætti jólagjöf hjá þeim sem ég gæti sótt þegar ég vildi. Ókei, helst vildi ég geta haft þetta einfalt og gefið það sem ég fengi frá Essó (svo lengi sem það væri ekki eitthvað rosa takkí einsog vekjaraklukka þarsem hendurnar á tígrisdýrinu segja til um tímann). En svo opna ég gaurinn og þá er það 10.000króna gjafakort í Smáralind.

!

Almennilegt. En ég tími eiginlega ekki að setja það í einhvern leynipakka. Heldur vil ég nota það til að kaupa massa af jólagjöfum, en ég hef víst enga afsökun til að gera það ekki þetta árið (ég hef verið svo helvíti blankur undanfarin jól). Þarf bara að redda mér niðrí Smáralind.

-b.

I'm off to the barn dance!

Now don't worry, I'm not a stabbin' hobo, I'm a singin' hobo:

,,Nothing beats the hobo life
stabbin' folks with my hobo knife."

Watsa matter? You get another weird sammitch?

I thought that my home was my castle
With no-one scrutinizing me
No pigs, no lyin' bitch, no hassle
Y'all are brutalizing me

Can't a man not drink his beer in silence?
Can't a man not crudely lie and scream?
Can't a man not control his bitch with violence?
Y'all are brutalizing me

Y'all are brutalizing meeee!

19 desember 2005

Kukl frá Davíð

Ég er undir beinum áhrifum (og í raun pressu) af Darbó þegar ég endurtek þessa afarkosti. Þó ég búist sosum ekki við að margir svari.. en ef þið kommentið lofa ég semsagt að:

# Skrifa eitthvað handahófskennt um ykkur.
## Viðurkenna hvaða lag/bók/mynd ég tengi við ykkur.
### Upplýsa hvaða bragð/lykt minnir mig á ykkur.
#### Rifja upp fyrstu skýru minninguna um ykkur.
##### Segja ykkur hvaða dýr þið minnið mig á.
###### Spyrja ykkur að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér.
####### Og ef þið setjið nöfn ykkar inn eruð þið skuldbundin til að setja þetta á bloggin ykkar.

Endir.

-b.

18 desember 2005

Þýddur og eldaður

Ég var að enda við að klára innganginn að ,,Actor, Space, Light, Painting", og er þar með búinn með það sem ég þarf að gera í skólanum fyrir jól. - Eða þannig.. ég býst við að fá yfirlestur á þessu áður en ég skila því inn á morgun, en það eru nú yfirleitt minniháttar breytingar sem þarf að gera eftir svoleiðis.

Þá man ég að ég hef ekki þýtt titilinn ennþá. Gerum það snöggvast. ,,Leikari, Rými, Ljós, Málverk". Rennur ekki alveg jafn vel á íslenskunni og enskunni, en hvað um það. Líklega virkar það enn betur á þýskunni. (Að því gefnu að hann hafi skrifað á þýsku en ekki frönsku eða hvað þeir vilja hafa þarna í Sviss. Fjögur opinber tungumál? Hvernig í ósköpunum kemst nokkuð í verk?)

Svo er ég að elda kjúlla. Tók hann út í gær (eða í fyrranótt), ætlaði að elda á sunnudagskvöldi, en fattaði bara ekki að bjóða einhverjum í mat. Það er jú rétt sem Már segir að þá er bara meira fyrir mig, en það er ekki jafn gaman. Ég hringi síðan alltaf í mömmu áður en ég býst til að elda svonalagað vegna þess að ég er alltaf búinn að gleyma hvað hún sagði við mig síðast.. Haukur í horni, vissulega.

Klárlega.

Kartöflur með kjúklingnum, hvílík hugmynd. Alveg frábær. Steiktar á pönnu uppúr allskonar. Það verður nú gott maður. Og smá salat. Ahh, sunnudagur.

Stikli stikl.

-b.

17 desember 2005

David Cross klippur

Vegna þess hversu annt mér er um ykkur lesendur mína (alla fjóra eða fimm) þá ætla ég að deila með ykkur þessum vídjóklippum sem eru aukaefni á Let America Laugh DVD-disknum.
 • Ainsley McTree
 • Deleted Scenes
 • DVD title 2
 • DVD title 8
  -b.
 • 16 desember 2005

  King Hung

  Ármann Jakobsson hálftók óyrtan brandarann úr kjafti mér. Eftir að hafa séð King Kong í gær vildi ég sagt hafa að Jackson hefði sannarlega eipsjittað á öllum hugsanlegum vígstöðvum. (Og pönnið til ætlað alveg lengst aftur í síðustu viku.)

  En hún var slöpp. Minnir mig að vissu leyti á Corpse Bride, sem ég gleymdi að setja á listann ,,Lélegt ársins" í gær. Báðar myndirnar eru flottar, vel gerðar og allt það (Kong er vissulega tilkomumikill), en handritið er í báðum tilfellum afspyrnu lélegt. Mér var nákvæmlega sama um allar persónurnar. Og ég stóðst ekki mátið og flissaði að frekar lélegum brandara um miðbik Kong þarsem Baxter segir ,,I'm an actor who's just lost his motive."

  Hvaða mótif? Sá eini sem hafði einhverja ástæðu fyrir því að gera það sem hann gerði var leikstjórinn, leikinn af Jack Black. (Fyrir utan lokalínuna hans, sem meikaði ekkert sens.) Og það voru ekki bara manneskjurnar. Þegar fólkið lendir á flótta undan ráneðlum sem eru að hlaupa uppi hjörð af grameðlum, þá halda þessi rándýr áfram að elta eina og eina manneskju á meðan það bíður fjall af dauðum risaeðluskrokkum eftir þeim nokkrum skrefum aftar. Án gríns, það hrynur hver risaeðlan á fætur öðrum á þessum hlaupum, ein svoleiðis væri nóg í allar ráneðlurnar í marga daga (og þær voru jú einmitt að veiða þær til að byrja með) og hvað gera þær? Stökkva yfir skrokkana og fara að eltast við myndatökumanninn þarsem hann prílar upp fjallshlíð.

  Kjaftæði.

  ..og nota bene þá er ég ekki að kvarta yfir einhverjum kvikmyndakraftaverkum einsog hvernig í andskotanum þeir komu górilluni fyrir á bátnum og héldu honum sofandi alla leiðina heim, og komu honum síðan inní leikhúsið. Skrifum það bara á Hollívúdd-galdra. En mer finnst það alveg lágmark að menn og dýr hagi sér einsog menn og dýr. Er ég að biðja um of mikið?

  Svo var hún alltof alltof löng. Þeir hefðu getað klippt burt a.m.k. korter með því að skera burtu helminginn af skotunum af hausnum á aðalleikonunni, þarsem hún starir útí tómið eða framaní Kong eða framaní rithöfundinn eða framaní skipstjórann..

  *spoiler*

  Það var ein góð sena. Svona virkilega góð, eitthvað sem fékk mig til að kalla ,,Ó já!" Eftir alveg rosalega langdreginn bardaga við 3-5 T-rexa stendur einn slíkur uppi á móti Kong (hann heldur áfram að berjast við tröllið yfir hálfum munnbita af mannakjöti þó svo að górillan hafi þegar drepið þrjár eða fjórar svoleiðis eðlur ein síns liðs.. *geisp*). Kongarinn tekur á móti honum, ræðst strax á kjammann, glennir hann í sundur og rífur úr honum tunguna með kjaftinum. Þá fer eðlan strax í vörn, berst um og reynir að komast í burtu en Kong hefur hann undir, kýlir hann í smettið nokkrum sinnum og heldur áfram að reyna að rífa af honum neðri kjálkann, þartil það tekst loksins með braki, og þá snýr hann fantinn úr hálsliðnum í leiðinni.

  Það sem er svo flott við þessa senu er að þarna var Kong einstaklega vel stýrt. Hann er ekki monster sem slengir eðlunum hvorum utaní aðra eða stendur í loftfimleikum á meðan hann reynir að koma höggum á þær um leið og hann djögglar kellingunni á milli lausra handa og fóta. Hann ætlar að slátra þessum fýr, miðar á ákveðinn stað og berst við að rífa helvítið í sundur einsog hann sé að reyna að rífa lokið af stífri krukku og líf hans liggi við. Hann lemur og slær, grípur og togar, og maður heyrir hann næstum muldra, drullupirraðan en ákveðinn ,,svona helvítið þitt, gefðu eftir." Síðan tekst það og þá er einsog hann viti ekki hvað hann eigi að gera. Spennufallið sem kemur yfir hann þegar skrímslið liggur dautt er beinlínis áþreifanlegt. Þarna var hann í essinu sínu.

  En svo tekst þeim að skemma þennan alfa-meil með ofur-gei skautaferð í Central Park.

  *spoiler endar. held ég*

  Ég veit samt ekki. Tek eiginlega í sama streng og Már: Þessi mynd var nákvæmlega það sem ég hélt að hún væri, en einhverstaðar innst inni vonaði ég að hún væri meira. Og það bara var ekki svo.

  -b.

  Listhlaupari

  Maður verður að búa til lista. Þessi gaur hérna er fylgjandi því, og ég er það eiginlega líka. Það er ýmislegt sem getur farið í taugarnar á manni við svoleiðislagað, einsog er hér til umfjöllunar. Brot:
  -- Make sure to include an album that just came out. This will lead people to believe that you got an advanced copy months ago and had plenty of time to get into it. But WARNING- BE CAREFUL- make sure it's not something that will become popular or produce a radio-friendly single in the next couple of months. Nothing will kill your indie cred than including the next Killers on your next Hip List.

  Ég hef gert lista yfir bækur, myndir og tónlist í kringum áramótin í einhvern tíma.. síðustu þrjú áramót kannske? Veit ekki.. en ég lendi alltaf í því sama: ég man aldrei hvað ég hef verið að gera undanfarið ár þegar komið er framí desember. Og lendi þá gjarnan í því að skrifa bara niður draslið sem er í hausnum þann daginn eða þá vikuna. Eða svona þvísemnæst.

  En ég ætla að setja hérna upp bráðabirgðalista. Sjáum svo hvernig það kemur út. Ef þið munið eftir einhverju sem ég er að gleyma þá látið mig vita.. einsog ég segi, ég man andskotann ekki neitt.

  Plötur:
  • iron & wine og calexico - in the reins
  • nick cave - abbatoir blues & the lyre of orpheus (afþví hún fór ekki á lista síðasta árs)
  • the arcade fire - funeral (sama hér)
  • queens of the stone age - lullabies to paralize
  • hjálmar - hjálmar
  • bloc party - silent alarm
  • explosions in the sky - how strange, innocence (plata sem var 'gefin út' áður, innan gæsalappa, en þó ekki að ráði. Var endurútgefin í almennilegu upplagi í ár.. ég var auðvitað búinn að heyra hana fyrir löngu síðan (hó hó), en set hana bara hérna. Hva.)
  • Á maður að segja Sigur Rós á þennan lista? Diskurinn er nú fínn..

  Meinið er að ég hef ekki verið duglegur við að hlusta á mússík. Ég er að miklu leyti með dót síðasta árs í minidiskaranum, nenni lítið að sækja nýja tónlist á netið, og það sem ég sæki kveikir voða lítið í mér.

  Myndir:
  • A History of Violence
  • Der Untergang
  • Diarios de Motocicleta
  • Batman Begins
  • Napoleon Dynamite
  • The Woodsman
  • Sin City
  • Broken Flowers
  • Primer (síðan 2004, en ég sá hana mjög nýlega og hún rúlar)

  Ég veit að ég er að gleyma einhverju.. mig minnir endilega einsog ég hafi séð einhverja snilldina á dvd sem ég bara man ekki eftir. Og svo videre. Life Aquatic?

  Bækur:
  • Sleeper
  • Queen and Country
  • Vímanarama
  • We3
  • Seaguy
  • Doom Patrol
  • The Crying of Lot 49 (Næstum. Satans, ég kláraði hana ekki í sumar, en hún fer nú samt þarna inn.)
  • Flex Mentallo: The Man of Muscle Mystery
  • Lone Wolf and Cub

  ..og eflaust eitthvað fleira. Las eitthvað af 100 Bullets og Stray Bullets. Powers. Ah já, og Daredevil-num hans Bendis. Ekta gott dót. Annars eru það eiginlega sjónvarpsþættirnir sem hafa átt hug minn allan uppá síðkastið. Arrested Development, Mr. Show, BrassEye, The Day Today, The Prisoner.. Jú og Battlestar Galactica. Deadwood og Entourage. Nóg af þessu dóti.

  Hei svo var ég að finna El Ten Eleven á soulseek. Mikið vona ég að þessi plata sé eins góð og mér heyrist hún vera við fyrstu.. heyrn.

  -b.

  15 desember 2005

  Næturbrölt

  Næst er það CSI: Nights.

  Grissom kemur heim af rannsóknardeildinni, nýbúinn að leysa ótal ráðgátur. Fer í sturtu og ný föt og heldur síðan útí nóttina til að.. uu.. leysa ráðgátur.
  En meira svona þessar af myrkari gerðinni. Eitthvað sem virkar voða yfirnáttúrulegt (en á sér vitaskuld náttúrulega og rökrétta útskýringu, þegar betur er að gáð).

  Ég bjó til mynd til að hafa sem banner. En hún er kannske heldur spiffí eitthvað. Eða textasvæðin plein. Spiffí versus plein. Það er málið hérna í netveröld.

  -b.

  14 desember 2005

  Family Guy: Podcasts Archives

  Mér sýnist að liðið á bakvið Family Guy sé að podcasta commentary-mp3 fælum hérna. Ég get ekki halað þessu niður núna, þarsem ég er á Prikinu, en það er nú þess virði að tékka á þessu. Og rosa fín hugmynd líka. Svona á að gera það, strákar.

  (Sko, ég notaði ,,niðurhal" í staðinn fyrir ,,dánlód".. en ég hef ekki hugmynd um ,,podcast" eða ,,commentary".)

  -b.

  Viðbót:

  Las þetta komment á slashdot.org: ,,Any person who has not created at least one new word in his/her lifetime lacks plachoritence, IMO."

  Ég hægrismellti á orðið og fletti því upp í tfd.com einsog flón. Meira flónið.

  Annars var ég að fá mér Session saver viðbótina fyrir Eldref. Snilld. Ég er alltaf að finna einhverjar síður, greinar eða bara eitthvað djók, sem ég hef ekki tíma til að klára eða skoða betur þá stundina. Hingaðtil hef ég smellt svoleiðis í búkkmarka og gleymt síðan að tékka á þeim þangaðtil miklu seinna og gleymt svo að hreinsa þá úr búkkmörkunum þegar ég er búinn að lesa draslið og ákveða að það er í rauninni bara blaður sem kemur mér ekkert við.. En núna?

  Núna get ég bara lokað eldrefnum. Bara svona: *klikk*. Next exit: Beerville. Og svo þegar ég kem aftur að tölvunni og kveiki á gaurnum þá koma upp allar síðurnar sem voru þar þegar ég slökkti. Hann heldur meira að segja staðsetningunni á síðunni sjálfri!

  Þetta á víst að vera til þess að bjarga drasli ef vera skyldi að Windows eða tölvarinn þinn krassar, þér að miklum óvörum. Sem er náttúrulega mjög fallega hugsað. En svona gaurar einsog ég, sem þjást af æ meiri leti þegar kemur að netinu (ég var að hugsa um það síðast núna áðan að ég þyrfti að fá takka, svipaðan proxy-button gaurnum (sem svissar proxy-stillingunum af/á með einu klikki (snilld)) til að slökkva/kveikja á adblock-viðbótinni) njóta þessa líka.

  Hei vá, ég prófaði að loka þessum glugga, og þegar ég opnaði gaurinn aftur þá var textinn ennþá til staðar. Fokking magnað.

  Það er reyndar ekki hægt að velja ,,undo close tab" og fá upp flipa sem maður lokaði áður en slökkt var á eldrefnum.. Og mér sýnist ennfremur að ef maður lokar, opnar aftur og lokar síðan strax þá komi draslið ekki aftur. Ætli maður verði ekki að sýsla eitthvað í gluggunum til að hann muni eftir þeim. Gæti verið.

  Æ jæja, þetta var ekki svo mikilvægt hvorteðer.

  -b.

  12 desember 2005

  Bush v. Gore f. fimm árum síðan

  What must underlie petitioners' entire federal assault on the Florida election procedures is an unstated lack of confidence in the impartiality and capacity of the state judges who would make the critical decisions if the vote count were to proceed. Otherwise, their position is wholly without merit. The endorsement of that position by the majority of this Court can only lend credence to the most cynical appraisal of the work of judges throughout the land. It is confidence in the men and women who administer the judicial system that is the true backbone of the rule of law. Time will one day heal the wound to that confidence that will be inflicted by today's decision. One thing, however, is certain. Although we may never know with complete certainty the identity of the winner of this year's Presidential election, the identity of the loser is perfectly clear. It is the Nation's confidence in the judge as an impartial guardian of the rule of law.

  Ikon: A

  Síminn minn er orðinn lélegur.

  Eða kannske er hann núna fyrst farinn að gera eitthvað af viti?

  Hann er nefnilega hættur að vara mig við áður en hann verður batteríslaus.. þetta venjulega bíb bíb sem leyfir manni að tilkynna rosahratt heyrðuégerbatteríslaus áður en það drepst á honum. Hinsvegar hef ég tekið eftir því að hann slekkur gjarnan á sér jafnóðum og viðmælandi minn gerir eitt af tvennu:
  • Kallar mig illum nöfnum (þó það sé í léttu gamni, einsog það er nú oftast); tildæmis Þú ert nú meira flónið eða Þú þarna drullusokkur.
  • Biður mig um greiða eða spyr hvort ég geti komið að vinna.
  Mig langar til að útskýra fyrir honum að hvortveggja sé í góðu lagi mín vegna, og að hann þurfi ekki að 'koma mér til bjargar' með því að binda skjótlegan enda á samtalið, en ég hef það bara ekki í mér.

  Þetta er einsog þegar kötturinn kemur heim með fugl í kjaftinum handa fjölskyldunni. Það er ekki alveg við hæfi, og eiginlega frekar óþægilegt, en hugsunin er valid og hjartað er greinilega á réttum stað. Getur maður nokkuð kvartað yfir því?

  -b.

  11 desember 2005

  Jón og Jón  Já, Jón og Jón.

  Klipparinn

  Þeir voru að sýna lokaþátt fyrstu seríu af Battlestar Galactica á Skjá einum áðan.. ég hafði nú tekið eftir þessu áður, en datt í hug að sýna hvernig þetta lítur út. Þessir þættir eru í widescreen, alveg einsog hellingur af öðru ágætis sjónvarpsefni (einsog tildæmis Sopranos, og það sama er uppá teningnum þar), en þegar þeir eru sýndir í íslensku sjónvarpi eru þeir klipptir niður. Hrikalega lélegt..

  Einsog reyndar alltaf þegar gott stöff er klippt í sundur. Man alltaf eftir því þegar ég sá Pulp Fiction í réttum hlutföllum í fyrsta skipti. Hún kom út niðurklippt á vídjóleigurnar hérna forðum. Slæmt dót. En allavega, hér eru myndirnar sem ég tók. (Ég tók bara svona snappsjott af bg þætti sem ég á á disk og klippti síðan af hliðunum til að setja það í 4:3.)

  -b.

  10 desember 2005

  Íslandsbanki: Forsíða

  Nýja Íslandsbankasíðan sem var opnuð fyrir nokkrum vikum fer mikið í taugarnar á mér vegna þess að þar er allt keyrt á samskonar myndum, og ég get ekki adblokkað auglýsingarnar án þess að þurrka líka út tenglana sem ég nota að staðaldri. Ég hef hingaðtil látið hafa það; þurrkað út allar myndirnar og lagt á minnið hvar ég smelli til að opna netbankann o.s.frv. En ég var að fikta í þessu áðan og opnaði fyrir myndirnar aftur, og sá þá þessa auglýsingu hérna:  ,,Ekki núna, ég er að kaupa hlut í Microsoft í Netbankanum."

  Já er það.

  Ekki núna hvað? Er verið að kalla á hana til að gera eitthvað, en hún kemst ekki í það vegna þess að hún er að standa í viðskiptum, athafnakonan sem hún er? Það að hún skuli vera í baði kemur því náttúrulega ekkert við að hún er vant við látin.
  En hún er auðvitað ekkert í baði: hárið er einsog nýgreitt beint úr kassanum, og hún er nógu þurr á puttunum til að leggja hendur á lyklaborð. Staðreyndin er sú að hún er ekki þarna til að þrífa sig eða til að slappa af í karinu, heldur fer hún ,,í bað" til þess að hanga á netinu: lesa tölvupóst, skoða blóksíður, dánlóda klámi og eiga í verðbréfaviðskiptum. Og hversvegna ætli hún geri það? Vegna þess að hún hefur séð annað fólk gera það í heimskulegum auglýsingum rétt einsog þessari.

  Hversvegna í ósköpunum er sífellt verið að reyna að sannfæra fólk um að það sé kúl að draga fartölvurnar með sér útí sveit og uppá fjöll eða á djammið eða á stefnumótið eða útí geim? Ég er kannske ekki sá sem ætti helst að rífa sig yfir þessu, þarsem ég tek tölvuna mína með mér hvert á land sem er, en þetta er bara orðið svo absúrd. Ég fer ekki með tölvuna mína í sturtu og ég get alveg skilið við hana rétt á meðan ég fer til tannlæknis eða í vínsmökkun*.

  Þessi kerling getur það líka. Hún er bara orðin of kúl til að geta opnað tölvuna sína við skrifborð eða uppí sófa. Greyið.

  -b.

  *Ég hef reyndar bara einusinni farið í vínsmökkun.. afhverju í ósköpunum er mér ekki boðið í fleiri vínsmakkanir? Ég væri góður í svoleiðis.

  Seint / snemma?

  Jæja ég er vaknaður.. Ég tórði þartil um sjö í gærkvöld, var farinn að dotta skuggalega mikið og ákvað bara að gefast upp. Var þá nýbúinn að tala við Hall, en hann var að spá í að koma í bæinn á morgun, sagðist varla nenna að taka föstudagskvöldið. Svo vakna ég núna áðan, um fjögurleytið, við það að Hallur hringir í mig og spyr hvort hann megi krassa á sófanum. Ekki málið. En ég sofnaði ekkert aftur.

  Nú þarf ég bara að koma mér að skrifum. Vann auðvitað ekkert yfir daginn í gær, hausinn ekki á sínum stað. Réðst á Frakka í Civ á Prikinu, náði nokkrum borgum. Fór í Ríkið og keypti mér tvær kippur af Malt jólabjór (hann virðist ætla að endast framí Desember þetta árið), keypti mér söbbara og hjólaði heim. Náði að éta áður en ég sofnaði, en núna er ég að verða svangur aftur.

  Þessi síða er að fara í taugarnar á mér. Það vantar eitthvað mynd-element held ég. Hún er drabb og litlaus. Má ómögulega fara að vinna í því núna. Skrifa, Bjössi, skrifa núna.

  Helst í gær.

  -b.

  09 desember 2005

  Góðan dag

  Hún er að renna í tíu. Þetta er að hafast. Ég skrifaði nú ekki eins mikið og ég hefði viljað, en þetta er allavega komið vel af stað.

  Þreyttur er ég.

  En núna er sund. Fæ mér einsog eina bananananasamloku og svo til Más. Syndarinn..

  -b.

  Þrjár rúmar

  Búðin hérna fyrir neðan opnar eftir smá. Ég hef nú reyndar verið á fylleríi nógu lengi til að koma þar við fyrir svefn, þannig að þetta ætti í raun ekki að vera erfitt, en ég er orðinn ansi þreyttur. Allavega í hausnum. Mér sýnist líkaminn ekki vera að gefa nein uppgjafarmerki, enda gengur mér þokkalega vel að vélrita þetta raus..

  Rúmir tveir tímar í sund. Maður hressist nú við það.

  -b.

  Ein og hálf af tólf

  Þetta mjakast. Næsta dós tssk. Glúgg glúgg glúgg.

  Úbb, ég gleymdi að snúa dósinni áður en ég opnaði. Helvíti. Rétt upp hönd sem man eftir þeim brandara.. mig minnir að Ýmir eigi hann. En hann veit hinsvegar ekki af þessari síðu, held ég.

  Og ég held reyndar að ég geti talið lesendur hennar á fingrum annarrar handar, þó svo einn vantaði.

  Áðan sá ég besta X-files þátt sem ég hef lengi séð. ,,Jose Chung's 'From Outer Space' " heitir hann. Gott stöff. Þaráður sigraði ég í Popppunkts-spilinu með því að svína á föðurnafn Eivarar. Hvað var hún, Pálsdóttir? Já.. Það var aðeins meiri spenna maður. Svakalegur lokaspretturinn.

  -ekki það, ég hafði auðvitað svarað slatta rétt áður en kom að því. Fékk Nirvana sem valflokk í eitt skiptið og fyrir tvö stig svaraði ég því að fyrsta breiðskífa sveitarinnar héti 'Bleach' og hefði komið út '89. Ég var smeykur við þriggja stiga spurninguna en ég hefði þó svarað henni rétt, einsog ég komst að þegar ég fékk að heyra hana. Hvað um ÞIG, lesandi góður? Af hverjum tók Kurt Cobain mynd á plötuumslagi breiðskífunnar Nevermind?

  (Ég man ekki hvort ég heyrði svarið frá Agli eða einhverju satans tónlistarblaði á borð við Q. Kannske báðum.)

  En já. Að verki.

  -b.

  ,,You breathe a word of this to anyone and you're a dead man."

  Vell.. Zaphod's just this guy, you know?

  Þetta ,,galdradót" er bara frekar vont á bragðið og virkar ekki neittz. Nema að núna tel ég mig knúinn til þess að bæta z fyrir aftan orð sem þarfnast hennar ekki. Zetunnar.

  They're crazy, mixed-up animals, you know..

  Þetta skal nú samt hafast.

  -b.

  Nótt í dag

  Hefst þá önnur tilraun mín / til þess að vaka einsog svín.

  Í gær ætlaði ég að snúa sólarhringnum við, vaka yfir nóttina og framá kvöldið í kvöld, en klukkan sjö í morgun gafst ég upp og fór að sofa. En núna skal það hafast, og ég ætla bara að lofa uppí ermina á mér þannig að ég neyðist til þess að gera það.

  Auk þess verður þetta dulítil tilraun í leiðinni. Ég keypti mér tvær Magic dollur sem ég kem til með að drekka á eftir. Ég hef ekki drukkið þennan drykk, eða nokkurn orkudrykk, í fleiri ár. Og ég hef ekki smakkað kaffi í rúmt ár. Það er spurning hvaða áhrif þetta hefur.. áður fyrr gat ég drukkið þetta einsog vatn, en það sama mátti segja um kaffi. Einu sinni.

  Já, klukkan er 04:38 og ég þyrfti að fara að skrifa. Fyrsta dollan opnuð núna.

  -b.

  08 desember 2005

  Tónlist vs. þögn

  Gæti verið að það sé of mikið af tónlist í gangi hérna í kringum mig? Ég hef ekki pælt í því á þeim nótum áður, en ég sit hérna á Prikinu fyrir neðan hátalara sem spilar Aerosmith lag frá því einhverntíman fyrir aldamót og fer að hugsa um hvernig það væri að taka sneiðmynd af tónlistarlandslagi nútímans (hver sem sá nútími er, hvort það er fyrsti apríl '95 eða dagurinn í gær) og reyna að rýna í það nokkru seinna.

  Þetta væri annað en það að taka saman hittara og setja á safnplötu, Pottþétt 3.1415926...* Vegna þess að það eru ekki bara hittarar sem maður heyrir í útvarpinu hvoru sinni eða úr hátölurum á kaffihúsi eða útúr bílum sem keyra framhjá, það er slatti af drasli sem heyrist nokkrum sinnum og svo ekki meir. Og þetta overlappar líka; það er ekki ákveðinn pakki í spilun eina vikuna og svo er skipt yfir í glænýjan pakka hvern einasta sunnudag.

  Kannske er ég að hugsa þetta of mikið útfrá útvarpinu. En samt, bíðum við. Þetta var ekki pælingin.

  Því það er rosalega mikið af tónlist allstaðar. Ég hef ekki spáð í þessu áður, held ég, en það er stöðugt áreiti af þessum toga allstaðar. Í hverri einustu búð, fjöldamörgum vinnustöðum, bílum og hverskonar samgöngutækjum (leigubílum, fólksflutningabifreiðum, skipum, flugvélum og svo framvegis). Ég labba heim á eftir með mínídiskinn í eyrunum og kem svo heim og smelli á pandóru. Um leið og dagskrá sjónvarpsins sleppir eru spiluð tónlistarmyndbönd á öllum stöðvum.

  Ég er ekkert viss um að þetta sé hollt.

  Á hinn bóginn þá gæti þetta bara átt við um mig. Ég er viss um að ég sæki í þetta meira en góðu hófi gegnir. Maður venur sig uppá að hafa alltaf eitthvað í eyrunum og þarmeð verður þögnin ónáttúruleg.

  Hvað um það. Þessi morðverkur sem ég var með í hálsinum/herðunum í gær skánaði eitthvað í nótt og ég er með svona tvíplús-hálsríg einsog er. Var alveg ónýtur í allan gærdag og kom bókstaflega engu í verk. Núna hafði ég það hinsvegar að hlunkast niðrí bæ og sækja hjólið hans Helga úr viðgerð. Nýjir bremsuklossar og yfirhalning á bremsunum yfirhöfuð, 3.400krónur takk fyrir. Þetta er ekki gefins. Gott að geta bremsað aftur, samt. Alger munur.

  -b.

  *Það er reyndar ekki svo slæm hugmynd heldur. Patent pending.

  07 desember 2005

  Index of /~mim/video

  Don't ask ,,can I?", ask ,,I can!"

  You can control your bladder when you're dead!

  No blood, no oil!

  There's no I in ,,WIN"!

  06 desember 2005

  Prikið aftur

  Ég sit annars á Prikinu í fyrsta skipti eftir að þeir opnuðu aftur. Það var lokað hérna í nokkra daga vegna viðhalds, og ég varð nokkuð smeykur um að þessu yrði drekkt í ryðfríu stáli og beinhvítum veggjum.. eða eitthvað þaðanaf verra.

  En góðu heilli þá virðist engu hafa verið beinlínis skipt út, heldur gamla dótið gert upp. Stólarnir og borðin pússuð og lökkuð uppá nýtt, ofnarnir lagfærðir, innstungurnar endurnýjaðar, ofnarnir bættir.. kannske skipt um eina og eina hurð sem var hætt að virka, en annars er allt einsog það var. Gólfið hefði nú alveg mátt við einhverjum viðgerðum, en þeim hefur vísast ekki fundist taka því.

  Þetta virkar allavega fyrir mig. Gó Prik.

  -b.

  Blókaðu þetta, Gramsci!

  Það ætlar að taka umtalsverðan tíma að venja blogthis-fídusinn minn í eldrefnum á að keyra upp glugga fyrir liðhlaupið í stað vitleysinga.. mig minnir einsog það hafi verið stilling fyrir þetta einhverstaðar en ég hef ekki fundið hana ennþá. Þannig að núna er þetta happa glappa bara á hvoru það lendir við hvert hægriklikk.

  Mig grunar reyndar að það hafi með síðurnar að gera.. þ.e.a.s. að það séu tengsl milli þess hvaða síður ég hægrismelli á og hvaða blók ég fæ upp í glugganum. Það er samt alltaf annaðhvort þessarra tveggja, en aldrei hin þrjú sem ég er með á skrá (en nota ekki neitt og ætti í raun að vera löngu búinn að henda).

  Hvað um það. Hafið hér skilgreiningu wikipedíu á ,,hegemony":
  Hegemony is the dominance of one group over other groups, with or without the threat of force, to the extent that, for instance, the dominant party can dictate the terms of trade to its advantage; more broadly, cultural perspectives become skewed to favor the dominant group. Hegemony controls the ways that ideas become "naturalized" in a process that informs notions of common sense.

  Ég er að spá hvort ég geti ekki leitt þetta inní kenningar Foucault um sannleika og þá blekkingu að kynlífsumræða sé eitthvað tabú í þjóðfélaginu. Marxisminn kemur til bjargar. Og Baudrillard líka. Þetta gengur upp í hausnum á mér, en ég þarf að renna í gegnum þetta og sjá svo hvort ég geti smíðað úr því ritgerð. Það gengur ekki alltaf upp, og síðasta ritgerð sem ég skrifaði með aðstoð Baudrillard er ekta dæmi um það.

  Heyrðu ég ætlaði annars ekkert að fara útí þessa sálma [það er hrikalegt hvað ég er farinn að nota bakkspeisið mikið. Á eftir speisinu sjálfu er hann líklegast sá lykill sem fær mest að puða á þessum bæ]. Það sem ég vildi sagt hafa er að My Point of View með Herbie Hancock er helvíti fín plata. Og það er Ten Eleven með El Ten Eleven líka. Og að segja ,,Tom Waits" hátt og snjallt áður en maður opnar Pandórukassann gefur manni fullt af eðalmússík í stað allra hörmunga mannkyns. Hvílíkur munur.

  -b.

  05 desember 2005

  RÚV hf.

  Sjá mbl.is

  Ég er búinn að fá meira en nóg af þessari kerlingu og þessum helvítis klúbbi sem hún telur sig til. Það sem ég ætla að gera er að senda harðort bréf og síðan ekki söguna meir. Hmp!

  Ja, ég er reyndar búinn að því. En hér er það.
  Sæl og blessuð Þorgerður.

  [ég] heiti ég og er nemi við Háskóla Íslands. Við þekkjumst ekki.

  Mér þótti samt sem áður rétt að heilsa upp á þig og vita hvort þú værir ekki til í að fara að hætta þessari vitleysu. Þú sækir það fastar en hamar í steðja að láta mig borga peninga fyrir það eitt að ganga í skólann minn, þú vilt endilega að litlu bræður mínir flýti sér sem mest þeir mega í gegnum framhaldsskólann svo þeir missi ekki af nýju samræmdu prófunum, og fyrir ekki svo löngu síðan brettuð þið upp ermarnar þarna í klúbbnum ykkar niðrí í Valhöll og selduð símann minn. Gott og vel, þér er greinilega slétt sama um að vera blótað í sand og ösku af þorra framhaldsskólanema landsins og hverjum einasta háskólanema sem er fluttur að heiman og þarf að borga sína reikninga sjálfur (sem útilokar allnokkra af þeim SUSurum sem þú kannast eflaust við og þykir þetta rosa fín hugmynd). En nú þegar ég bregð mér af bæ til að vinna fyrir salti í grautinn og pennum í brjóstvasann (námslánin hrökkva skammt, skal ég segja þér, en látum það eiga sig í bili) þá ætlar þú að vaða inn á skítugum skónum og selja sjónvarpið mitt.

  Það ALLRA síðasta sem vantar í kassann hjá mér er ein einkarekin sjónvarpsstöð í viðbót. Ég veit ekki með þig, en mér þykir gott að hugsa til þess að einhverstaðar sé verið að pæla í því hvaða efni _mig_ kynni að langa að horfa á í sjónvarpinu, frekar en hvaða þætti eða kvikmyndir einhver tiltekinn auglýsandi er til í að borga undir. Nú gæti ég lagst út í frekari samanburð á þessu öllu saman, en þú hefur unnið hjá RÚV og ættir að vita hvað ég er að tala um. Sem eykur reyndar frekar undrun mína á því að þér skuli detta það í hug að bera þetta fyrir þing.

  Hvað um það. Ætli þið fáið þetta ekki í gegn með fautaskapnum eins og allt annað. Mig langaði bara að láta þig vita að ég er vægast sagt ósáttur við það hvernig þú hefur hagað störfum þínum í þessu embætti fram til þessa, og ég vildi óska þess að þú færir nú að slappa af.. Enda sjálfsagt ekki mikið fleira sem þú getur reynt að skemma fyrir mér og mínum áður en það kemur að kosningum.

  Virðingarfyllst,

  [ég]
  Nú sjáum við hvar Magnús keypti miskunnina.

  -b.

  Hm?

  Don't call me gigolo, don't call me Casanova
  just call me on the phone and baby come on over
  when you need someone to
  when you need someone to...

  Make love like a man
  I'm a man
  that's what I am, yeah

  Þessvegna kinka ég ósjálfrátt kolli!

  Based on what you've told us so far, we're playing this track because it features hard rock roots, a subtle use of vocal harmony, mild rythmic syncopation, extensive vamping and a vocal-centric aesthetic.
  Þetta er samt frekar brothætt viðmið.. það kemur hellingur af drasli uppúr þessu. Ellis alltaf með púlsinn á puttanum.

  Hei, svo á hann Kandinsky kallinn afmæli í dag. Svei mér þá alla mína.

  -b.

  Klár

  Heimaprófið í Foucault svo til komið í sekkinn gráa. Sef á gaurnum og sendann á morgun.

  Fór í heimsókn til Völla og Körnu áðan. Ég kem vísast til með að hirða/kaupa eitthvað dót frá þeim þarsem þau eru að flytja til Nýja-Sjálands eftir nokkrar vikur og ætla að taka lítið sem ekkert með sér. Hvað það verður veit nú enginn...

  Afsakið, þarna datt ég inní einhverja jólavísuna. Þau eru víst yfirvofandi, jólin. Hm.

  -b.

  toefl könnun

  Til þess að stunda nám í BNA þarf maður víst að taka toefl-prófið svokallaða (test of english as a foreign language held ég alveg örugglega), og ég var að tékka á því núna rétt áðan, svona að sjá við hverju maður ætti að búast. En úff. Hér er sýnishorn:
  "On the recording, you will hear:
  (woman) I don't like this painting very much.
  (man) Neither do I.
  (narrator) What does the man mean?

  In your test book, you will read:

  A. He doesn't like the painting either.

  B. He doesn't know how to paint.

  C. He doesn't have any paintings.

  D. He doesn't know what to do.

  You learn from the conversation that neither the man nor the woman likes the painting. The best answer to the question, 'What does the man mean?' is A, 'He doesn't like the painting either.' Therefore, the correct choice is A."
  ..og ætli maður þurfi ekki að borga pening fyrir þetta líka. Því gæti ég trúað.

  *brr*

  -b.

  02 desember 2005

  Og refurinn kallaði ,,eldur"

  Góða hugmynd. Farðu á djammið með nýju klærnar þínar, sem skjótast framúr ermunum og eiga eftir að hafa augað úr einhverjum..

  Aðeins meira vesen á netinu hjá karlinum í dag. Helvítis proxy-serverinn hjá hi bara með kjaft. En núna er allt komið í lag aftur og ég get farið að grúva með nýja eldrefnum aftur. Já og nýju viðbótunum, sem eru náttúrulega ofursexí.

  Stumbleupon er eitthvað sem ég hékk í langt framá nótt í gær, og þar fann ég m.a. þetta dót hérna fyrir ofan.

  foXpose gerir manni kleyft að búa til litla thumbnaila úr flipunum sem eru opnir þannig að maður getur litið yfir þá og klikkað á einn til að opna.. Voða kúl, en kannske ekki rosa notadrjúgt. Veit ekki, það kemur í ljós.

  Fasterfox virkar svipað og önnur viðbót sem ég var með áður en henti.. eða það breytir stillingunum þannig að gaurinn verður mun hraðari, leyfir manni að nýta háhraða-nettenginguna mun betur. Rosa grúv, það.

  ..og svo halda adblock og tab clicking options auðvitað áfram að rokka katspað. Skemmtilegur fídus í Eldref 1.5 að það er hægt að færa flipana til og frá á ránni.. enn og aftur efast ég um notagildið, en hva. Gaman að þessu.

  Net net net.

  -b.

  Guess-the-google

  Er að grúva með nýju stumble viðbótinni við nýja 1.5 eldrefinn. Rosa stuð. Náði 278 stigum í þessum hérna leik. Í annarri tilraun. Geri aðrir betur.

  -b.