08 október 2006

Ummerki hersetunnar

Samanburður á svæðinu í kringum höllina hans Saddams fyrir og eftir innrás Bandaríkjamanna. Trjágróðri skipt út fyrir bílastæði, o.s.frv. Fleira gaman hér.

Síminn minn hringdi rétt rúmlega sjö í morgun. Nú er mér illt í mjóbakinu, en þynnkan sem barði grjóti í hausinn á mér í gær er farin að bögga einhvern annan. Vekjaraklukkan mín er stopp á sautján mínútum og tuttugu og átta sekúndum yfir ellefu. Það er einhver að steikja beikon (og ef það er ekki satt þá er ég að fá slag). Ég var að spá í að steikja beikon seinna í dag. Internetið er sofandi ennþá..

-b.

Engin ummæli: