02 október 2006

Karamazov og allskonar

Ég kláraði A Scanner Darkly á mettíma, held ég. Virkilega spes bók. Ég held ég hafi haft einhverja ákveðna hugmynd um hvernig saga þetta væri áður en ég byrjaði á henni, vegna þess að það eina sem ég vissi var að aðalpersónan væri í raun og veru tveir gaurar. En það var ekkert leyndarmál í bókinni sjálfri, ekkert drama í kringum það neitt. Tja.. allavega ekkert miðað við það sem maður myndi búast við eftir að hafa séð Fight Club.

Ég hafði líka gefið mér að þetta væri skæ-fæ, en það er í rauninni bara á yfirborðinu. Eitt og eitt fútúrískt tól og svona, en það sem skiptir mestu máli er það sem er í gangi inní hausnum á honum Bob. Böns af dópistum hanga saman og blaðra útí eitt, og svo kemur í ljós að ýmislegt af því sem þeim dettur í hug er ekki svo útí hött. Um leið og maður hlustar á þá rausa um eftirlit og aðrar njúrósir fylgist maður með fólkinu sem fylgist með þeim. Þetta er óður til vænisýki. Og prósinn rennur einsog smjör.

Handritið hans Kaufmanns er hreint ekkert spennandi. Hann klippir til samtöl og einræður sem ganga upp í kvikmynd, bætir við fjölskyldumyndum og einni hugsanablöðru, en þess utan er þetta bara bókin í niðursneyddri útgáfu. Confessions of a Dangerous Mind var mun betri aðlögun af hans hálfu. Að ekki sé minnst á Adaptation..

En það er allt annar handleggur.

Og þá vantaði mig nýja bók til að hlusta á. Ég sótti The Brothers Karamazov og byrjaði á henni. Lesarinn talar einsog lávarður í Merchant & Ivory mynd og virkar dálítið takmarkaður hvað varðar persónusköpun. En bókin er spennandi. Skríður áfram einsog fótbrotinn jökull en hvað vill maður sosum fá frá Rússunum? Bókin telur 900 blaðsíður, hljóðbókin sjálf er tæpir 37 klukkutímar að lengd.. Fyodor kallinn hefur bara misst sig. En það er auðvitað bara meira gaman.

Og hvað er málið með tvær 'sniðugar' myndlíkingar í einni og sömu efnisgreininni? Nú verð ég að hvíla mig í nokkra daga.

Hérna er annars mynd af punktunum hans Dostojevskís fyrir fyrstu 6 kaflana af Bræðrunum. Kreisí dót.



Þrumur og eldingar í gær. Rigning í dag. Fór ekki útúr húsi því ég nennti því ekki. Sat heima og las í skóóólabók. Með myrkrinu fór ég í sjónvarpið. The Wire gerir góða hluti. Marlo verður sífellt sterkari karakter þósvo það sé lítið að gerast í kringum hann, en það var ekki mikið aksjón þessa vikuna. Þó sit ég fyrir framan skjáinn einsog hundur með bein. Nema hvað beinið er í megabætum og ég er ekki að sleikja skjáinn... (Ég hefði ekki átt að fara þangað í þriðja skiptið.)

The Larry Sanders Show er skrýtið dót, voða mikill tíundi áratugur en einstaka lúmskt fyndin augnablik sem gera það vel þess virði að horfa. Jeffrey Tambor góður þarna líka. Sá fyrsta þáttinn af Sports Night, sem gengur hálfstigi þess að vera þokkalegur sjónvarpsþáttur og rugl sitkom-vitleysa á borð við Just Shoot Me. Og hláturinn! Hjálp. Bíð ennþá eftir Studio 60 og Extras.

Ég er að hlusta á podköstin þeirra í Penny-Arcade. Ég veit ekki alveg hversvegna.. en einhverstaðar inní hausnum á mér finnst mér gaman að hlusta á fólk blaðra. En þeir taka upp skrif-sessjónirnar sínar endrum og eins, þannig að maður getur fylgst með því hvernig þeir búa til tiltekna skrítlu. Og enn sem komið er hefur teiknarinn, 'Gabe', komið með allar hugmyndirnar. Kom mér á óvart.

En það er náttúrulega ekki svo einfalt. Væri það bara hann, einn og sér, þá myndi eflaust vanta eitthvað element. Þetta er einsog að henda bolta á milli, hugmyndin fram og tilbaka og aftur þangaðtil hún verður að annarri hugmynd sem kveikir í nýrri hugmynd o.s.frv.

Hvað segirðu, er ennþá kveikt á þessu lyklaborði?

-b.

Engin ummæli: