05 október 2006

Ég kvóta bara alltsaman...

Candidate's plea: Don't vote for me!

October 4, 2006


BLAINE, Minn. --Vote for my opponent. Please. Paul Herold entered the primary for a City Council seat in this Minneapolis-St. Paul suburb, but then he landed a new job that he says wouldn't leave him enough time to do a decent job for his constituents.
Article Tools

He missed the deadline for removing his name from the ballot, so he wrote a letter to a local paper pleading for nonsupport. He even offered to drive friends and neighbors to the polls to vote for anyone but him.

'I tried my best not to get any votes,' he said.

It didn't work. He came in second in the three-way race, advancing to the November ballot against incumbent Katherine Kolb.

Now he's urging people to vote for Kolb.

'Here are the only ways I can get off the ballot: A. I'd have to die; B. I'd have to move out of the district,' he said.

If he were to win, he could refuse to serve. But that would force a special election that would cost the city $30,000 or more, and Herold said he doesn't want to do that.

'Unfortunately, once he's on the ballot, there's nothing we can do,' said City Clerk Jane Cross.

Heimskt heimskt heimskt.

Ég hef ekki tíma til að telja upp allt það sem mér finnst heimskt við þetta einmitt núna því ég þarf að fara í skólann. En vá. Það er svo margt rangt við þetta..

Seinna: Ókei. Hérna er þetta. Ástæður fyrir því að þetta er heimskt.
  • Gaurinn býður sig fram til borgarráðs, fær svo alltíeinu nýja og betri vinnu, og vill ekki lengur bjóða sig fram. Þetta segir manni að hann hafi haft eitthvað allt annað en hugsjónir að leiðarljósi þegar hann skráði sig í slaginn. Einsog hvað? Tjah, það gæti verið.. um.. ég veit ekki, kannske.. peninga? Hauga af peningaseðlum? Og nú þegar hann sér að hann kemst í nóg af peningum annarstaðar nennir hann ekki lengur að 'þjóna kjósendum sínum'? Gæti verið.
  • Aularnir sem sjá um þessar hlægilegu kosningar segjast ekki geta kippt tappanum út því hann náði ekki að draga sig út fyrir ákveðinn tíma. Ég gæti skilið það ef gaurinn væri að sækja um að vera bætt inná listann - það er bara vesen. En ef hann vill ekki sinna þessu djobbi, hvaða ástæðu sem hann hefur sosum fyrir því, þá ætti ekki að vera of flókið að útiloka hann. Það þarf ekki endilega að krossa nafnið hans útaf kosningaseðlunum, það væri nóg að gera fólki ljóst að x við nafnið hans jafngilti ógildingu.
  • En það gæti reyndar verið snúið, því kjósendurnir virðast vera slefandi hálfvitar sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þegar komið er inní kjörklefann. Hann er búinn að útskýra fyrir þeim að hann vilji ekki taka við starfinu. Hann hefur sýnt framá það að hann sé að leita að peningum en ekki umbótum. (Eða girðingum eða verslunarmiðstöðvum eða hvað það er sem þeim vantar þarna vestra.) Og þeir kjósa hann samt!


Þetta síðasta atriði segir meira en mörg önnur orð um það hvernig í ósköpunum GB yngri náði kjöri í annað skiptið. Það virðist vera sama hvað frambjóðandinn gerir - hann gæti hafa sýnt sig óhæfan til starfsins - hann gæti jafnvel hafa sent út auglýsingu og SAGT FÓLKI AÐ KJÓSA HANN EKKI - það skiptir engu máli. Ef þessi himpigimpi hafa séð hann í sjónvarpinu og þeim líst vel á það hvernig fæturnir á honum ná alla leið niðrá kirkjugólfið, þá er það líklega það eina sem þau muna þegar kjörseðillinn liggur fyrir framan þau.

Og ég veit að þetta skiptir engu máli og hvern andskotann er ég að pirra mig á þessu en ég bara ræð ekki við mig. Hálfvitar. Pólitíkusarnir eru framapotarar og þeir brosa til kjósenda sem eiga þá skilið. Fokking hálfvitar.

-b.

Engin ummæli: