03 október 2006

Eiturlyf

Einu skiptin sem ég verð var við dópneyslu hér um slóðir er þegar ég er staddur á lestarstöð eða við strætóstoppistöð. Það virðist vera eitthvað við almenningssamgöngur sem fær fólk til að vilja henda í hausinn á sér.

Í algerlega óskyldum fréttum þá keypti ég tvær bækur í dag. Önnur heitir Historisk Teknik og er handa honum Gunnari. Hin heitir Imaginary Cities og er handa sjálfum mér.

Bækur af þessu tagi eru reyndar þykkur höfuðlogi sem maður getur notið í lestum jafnt sem strætóum.. en ég get hætt að lesa hvenær sem ég vil!

-b.

Engin ummæli: