29 desember 2006

Heyr mína <bæn />,,For troubleshooting and advanced startup using Windows XP, press F8."

Þetta segir hún mér. Og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt, einhverskonar snertipunktur tvíundar já/nei virkar/virkar ekki við grátt svæði örlaga og heppni. Þúveist. ,,Press Fate." Bænakall til tölvuguðanna á lyklinum þarna fyrir ofan sjöuna, sem er bæði enigmatísk prímtala og snarhelg rún. Ýttu og treystu.

...

Er að bíða eftir Víði á Prikinu. Hann fer að klára vinnuna hvað og hvenær, þá förum við og kaupum mat og bjór og svo er það bústaður í Norð-Norð-Vestri.

Best ársins 2006

Hér er þá desemberlistinn minn, dót ársins 2006. Hann inniheldur dót sem ég uppgötvaði eða endur-uppgötvaði í ár, sama hvort tiltekin plata eða bíómynd eða sjónvarpsþáttur hafi komið út í ár. Það er ekki heimurinn í kring sem skiptir máli heldur ég ég ég.

Það er engin tiltekin röð á þessu. Ég miðaði við tíu atriði, en sumstaðar var bara ekki af nógu góðu efni að taka, og sumstaðar dugðu tíu pláss ekki til. Enn og aftur þá er það ekki formið sem skiptir máli heldur ég sjálfur ég sjálfur ég sjálfur.

Skáldsögur:

 • Foucault's Pendulum eftir Umberto Eco
 • The New York Trilogy eftir Paul Auster
 • Homicide: A Year on the Killing Streets eftir Paul Simon
 • Argóarflísin eftir Sjón
 • A Scanner Darkly eftir Philip K. Dick
 • A Confederacy of Dunces eftir John Kennedy Toole
 • ..og The Crying of Lot 49 eftir Thomas Pynchon, sem ég hafði loksins að klára.


myndasögur:

 • Seven Soldiers eftir Grant Morrison. Í heild sinni, jafnvel þótt Mister Miracle sé leiðinlegur, The Bulleteer óspennandi og lokaheftið frekar gallað. Hinir hermennirnir (sérstaklega Klarion the Witch-Boy og Frankenstein) bæta upp fyrir það sem vantar annarstaðar.
 • Why are you Doing This? eftir Jason
 • Casanova eftir Matt Friction
 • Tricked eftir Alex Robinson
 • NextWave eftir Warren Ellis
 • All Star Superman eftir Grant Morrison
 • Earthboy Jacobus eftir Doug TenNapel
 • Black Hole eftir Charles Burns
 • Bacchus eftir Eddie Campbell
 • ..og bækur sem héldu áfram að vera góðar: Sleeper eftir Brubaker, Blacksad eftir Canales, og Powers eftir Bendis.


músík:bíó:


..og besta mynd sem ég er enn ekki búinn að horfa á alla leið í gegn er Jesus Camp.

Sjónvarp.

 • Comedians of Comedy
 • The Wire
 • Arrested Development
 • Dexter
 • Rome
 • Deadwood
 • Firefly
 • Homicide: Life on the Streets (1. til 3. þáttaröð)
 • The West Wing (1. til 4. þáttaröð)
 • Spooks (1. til 3. þáttaröð)
 • Þættir sem misstu flugið: The Sopranos, Battlestar Galactica, Lost.
 • Besti breski þáttur um stjórnendur almannatengslafyrirtækis: Absolute Power


Ég hefði þannig séð getað gert lista yfir topp tíu þætti af The Wire eða The West Wing. Comedians of Comedy er fyndnasta sjónvarp og um leið besti 'raunveruleikaþáttur' ársins. Zach Galifianakis er snillingur og galdramaður og skáld og herra vísindamaður.

-b.

26 desember 2006

Orð kvöldsins

 • sjortara-vopnahlé
 • físukaðall
 • rúðusatan
 • rúmhugarleikfimi
 • lúkustatíf

Ég get að sjálfsögðu ekki verið viss, en ég ímynda mér að ,,físukaðall" sé ansi hrikalegur kynsjúkdómur.

-b.

25 desember 2006

Og þetta er það eina sem mér datt í hug

Klukkan tíu í gærmorgun fékk ég þennan tölvupóst:

þetta virkar?

(The following is an e-mail from the past, composed on Tuesday, December 13, 2005, and sent via FutureMe.org)

Hei ég.

Þetta virðist virka. Prófum það aftur.. www.futureme.org

-b.

Ég var búinn að steingleyma þessu. Enda varla neitt til að muna. Fullkomlega tilgangslaus jólagjöf til sjálfs mín. Aðrar jólagjafir: Trivial Pursuit, sokkapör og peningar. Ég er bara heví sáttur við það: þetta kemur allt að góðum notum.

-b.

24 desember 2006

Gleðileg jól

öllsömul!
Hæ hó
og jólabjöllurnar
þær hljóma allstaðar
og eru hljómbærar

Felís navídad

Örstutt hífun einsog vera ber á Þorláksmessu. Keypti eina jólagjöf í Kringlunni í morgun og spilaði ,,Ticket to Ride" í gær. Annars eru bara jól í gangi.

-b.

19 desember 2006

Sýklalyf maður

Ég fór til læknis í dag og hann skrifaði uppá þriggja daga skammt af Zitromax fyrir mig. Þetta á að vera einhver svaka sleggja.. hann sagði að pillurnar færu illa í maga, og ég finn nú fyrir því.

Vonandi að þetta virki.

-b.

,,Allright Dexter! Protecting our children!"

Ég er kominn með fyrri hlutann af Hogfather, sjónvarpskvikmynd í tveimur hlutum sem er gerð eftir Discworld sögu með sama nafni. Hef ekki lesið bókina, en þetta gæti verið stuð. Seinni hluti verður sýndur á morgun. Er þetta eitthvað til að koma augum mínum í jólastuð?

Dexter slúttaði kannske ekki með látum, en það var nóg um dýrðir. Síðasta senan við borðið er æðisleg.

Battlestar reif sig upp á rassgatinu í síðasta þætti fyrir hlé. Þeir eru kannske að teygja sig heldur langt til að gefa okkur kliffhanger, en það veltur allt á því hvernig málin leysast eftir áramót. Ég vil gefa þessum þætti alla þá sénsa sem ég á til. Jafnvel þótt mér finnist hann vera farinn að hiksta þá er þetta engu að síður besta vísinda(skáldsögu)sjónvarpið langt í allar áttir.

Og ég byrjaði að horfa á Nip/Tuck. Sem ég er ennþá efins um. Ég afskrifaði þennan þátt fyrir löngu síðan eftir að hafa séð hluta af honum.. einhverstaðar. En ég kíkti á fyrsta þáttinn og langaði að halda áfram. Góðir punktar útum allt, en ekkert virkilega djúsí. Og hálfneyðarlega illa skrifaðar samræður sumstaðar.

Renndi líka yfir 4. seríu af The Wire aftur. Þessir þættir eru alveg jafn góðir í annað og jafnvel þriðja skiptið. En ég skil ekki hvernig þeir hefðu stoppað sig af ef HBO hefði afþakkað fimmtu þáttaröðina. Jafnvel þótt langflestum sögunum sé lokað þá er stóra málið, sem lagt var upp með í allra fyrsta atriðinu í fyrsta þætti seríunnar, ennþá galopið. Kannske var það látið virka þannig einmitt vegna þess að það verður hægt að halda áfram með það, en fyrri þáttaraðir hafa meira og minna bundið endahnúta á svona lagað.

Eða kannske endaði þessi tiltekna þáttaröð bara svo á svo niðurdrepandi hátt að manni líður einsog eitthvað vanti. Það fór svo einstaklega illa fyrir svo mörgum þetta árið.

Fjórir dagar til jóla, svona þannig séð. Það er ekki alveg einsog í gamladaga, að manni finnist jólin vera lengi á leiðinni. En mér finnst samt ennþá einsog þau séu alltof fljót að líða.

-b.

18 desember 2006

Allir á mæspeis

Mæspeis síðan hjá gaurnum sem var handtekinn í tengslum við hórumorðin í Ipswitch. Dagblöðin þurfa væntanlega að greiða Newscorp fyrir birtingu á myndum af honum.

Ég á tíma hjá lækni á morgun.

Talladega Nights er nokkuð fyndin.

-b.

15 desember 2006

,,..nema þið látið mig fá hundrað billjón dollara."

Í Cat's Cradle segja fylgismenn Bokonons eftirfarandi áður en þeir fremja sjálfsmorð: ,,Now I will destroy the whole world." Þeir eiga semsagt til standard línu sem þykir við hæfi á slíkri stundu. Það er varla hægt að segja að sjálfsmorð sé svo mikið tabú á meðal þeirra sem eiga svona hversdagslegt ritúal í kringum það. Dálítið einsog að gera krossmark yfir kertisloga eða spyrja útlendinga hvernig þeim læks æsland.

Núna mætti ég á Prikið áðan og settist hjá Frikka á gamla staðnum. Hjá honum sat kona sem ég þekkti ekki, en sagðist kannast við mig. Hún sagðist heita Heiðrún. Jú, ég mundi eftir henni, hafði hitt hana einusinni eða tvisvar á Krúsinni í den, hún þekkti Hall. Nú sagðist hún vera í útileyfi af hælinu, þyrfti að fara klukkan fimm. Ókei, sagði ég. Og ég sagði voða lítið annað það sem eftir lifði þessari heimsókn hennar. Hún talaði hinsvegar nógu mikið fyrir okkur þrjú. Geymdi sígarettubox og kveikjara inná brjóstahaldaranum sínum og þreyttist ekki á því að benda okkur á það. Sagðist vera norn sem hræddist ekki eld, og myndi lifa af kjarnorkuvetur. Sagði lygasögur.

Þetta er tvíeggjað fyrirbæri, að hlusta á lygasögur. Annarsvegar er gaman að heyra fólk leggja grunninn að einhverju með fyrstu orðunum, brjóta hann síðan niður með næstu setningu og halda bara áfram að byggja.. það skorðar nýjan múrstein í lausu lofti og tekur annaðhvort ekki eftir því eða vill ekki taka eftir því að hann tollir ekki. Hinsvegar er þetta neyðarlegt og verður sífellt óþægilegra eftir því sem viðkomandi heldur áfram. Ætlastu í alvörunni til þess að ég trúi því sem þú segir? Hvað liggur að baki? Þetta versnar eftir því sem viðkomandi krefst þess frekar að maður gleypi þetta. Kaupi húsið sem liggur í hrúgu fyrir framan mann.

Kannske er það jafnvel skárra ef það er verið að reyna að selja manni eitthvað. Maður býst við því að sölumenn reyni að pretta mann og það er ekkert mál að segja ,,nei takk." En það er erfiðara þegar einhver er að reyna að selja manni sjálfan sig, einhverja skýjamynd af manneskju sem viðkomandi heldur að höfði til manns.

Merkilegast finnst mér að í þessu tilfelli runnu sögurnar saman við annað og langtum verra fyrirbæri, þarsem einhver hefur komist að Sannleikanum, fundið útá hvað málið snýst í alvörunni, og er að útskýra fyrir manni. Þá er ekki verið að reyna að selja manni neitt, að fá mann til að trúa, heldur er sá upplýsti að fleygja viskuumolum neðan af fjalli þekkingar sinnar. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða votta Jehóva, AA-gúrúa eða heiðingja með verndarrúnir og tarotspil.

Fjandinn, ég er bara að hugsa upphátt. Engin niðurstaða hér. Og ég er ekki að fella neinn dóm yfir þessari stelpu, hún er bara að leita sér að vinum.

Hei jú bíddu við. Það var eitt sem sló mig, og þessvegna byrjaði ég nú á þessari tilvitnun í Vonnegut. Þessi sessunautur okkar sagðist nefnilega hafa krafta til að lækna fólk, gæti hreinsað það af veirum og þessháttar, en tæki þá um leið allt inná sig. Nema hún mætti ekki leyfa sér að deyja, því þá færist veröldin. Þetta er auðvitað bilaður sólipsismi: ,,ég er svo merkileg manneskja að ef ég kveð þennan táradal þá fellur hann um sjálfan sig."

Þessi Bokonon-lína lýsir hinsvegar annarskonar viðhorfi. Að veröldin sé bara það sem við skynjum, hvert fyrir sig, og að með því að fyrirfara þér sértu að binda enda á þessa tilteknu veröld. En heimar annarra halda áfram að vera til. Þetta gengur það tvístigi að vega mannslífið, heimssýn og skynjun hverrar manneskju, ofar öllu, og um leið að draga tennurnar úr þessu tabúi sem sjálfsmorðið er. Og kannske dauðinn yfir höfuð. Heimurinn er allra, og ef þeir vilja binda enda á hann þá hljóta þeir að ráða því. Hvað sem manni sjálfum kann að finnast um þá ákvörðun.

Fylgjendur Bokonons halda þessu a.m.k. ekki yfir höfði hvors annars, að þeir gætu nú bara stútað sér hvað og hvenær, og tekið heiminn með sér. Það þykir mér frekar heilbrigt.

Annars eru þessi Bokonon fræði sem Vonnegut setur fram stórmerkileg í sjálfu sér. Cat's Cradle er æði, og inniheldur einmitt frekar kasúal heimsenda.

-b.

Af Prikinu

Ég man eftir að hafa lesið um það einhverstaðar að Michael Jurassic Park Crichton hefði ekki mikið álit á kenningum um gróðurhúsaáhrifin og hækkandi hitastig jarðar með tilheyrandi hörmungum. Gott ef hann skrifaði ekki bók um málið. Ég nenni satt best að segja ekki að fletta því upp. En þetta þótti mér.. undarlegt.

Í mars á þessu ári skrifaði gaukur að nafni Michael Crowley grein sem mælir gegn skrifum Crichtons um þetta dæmi (greinin er aðeins aðgengileg áskrifendum að þessari tilteknu síðu, en hún er þarna samt). Crichton svaraði ekki greininni en skrifaði hinsvegar Crowley inní nýju bókina sína, Next. Þar er Mick Crowley barnaníðingur með lítið typpi:
Alex Burnet was in the middle of the most difficult trial of her career, a rape case involving the sexual assault of a two-year-old boy in Malibu. The defendant, thirty-year-old Mick Crowley, was a Washington-based political columnist who was visiting his sister-in-law when he experienced an overwhelming urge to have anal sex with her young son, still in diapers. Crowley was a wealthy, spoiled Yale graduate and heir to a pharmaceutical fortune. ...

It turned out Crowley's taste in love objects was well known in Washington, but [his lawyer]--as was his custom--tried the case vigorously in the press months before the trial, repeatedly characterizing Alex and the child's mother as "fantasizing feminist fundamentalists" who had made up the whole thing from "their sick, twisted imaginations." This, despite a well-documented hospital examination of the child. (Crowley's penis was small, but he had still caused significant tears to the toddler's rectum.)

Hér má lesa hluta af svari Crowleys, en það er í heild sinni bakvið lás og slá á síðunni sem ég benti á hérna fyrir ofan.

.....

Bónus: ekta skítkast af götum Nýju-Jórvíkur.
Father carrying plastic pitchfork: Fuck that. Fuck that, bitch! Fuck that!
Mother in disheveled wildcat costume to crying son: It's okay, baby. You're not in trouble. Daddy and I are just arguing.
Father: Yeah, fuck you, Mommy. Yo, fuck that. Yo, Daddy is leavin'. Daddy is gone, boy.
Mother: It's okay, baby.
Father to son: Shut the fuck up, faggot bitch! [Turns to mother] Don't turn my son against me, bitch!

..og hér er lógóið fyrir Гла́вное Разве́дывательное Управле́ние, rússneska leyniþjónustu einhverskonar:

(Fundið hér, í gegnum boingboing.)

Kommar lesa líka myndasögur.

-b.

13 desember 2006

MSN-ið hans Þorra bróður

Þetta rakst ég á þegar ég kom að tölvunni áðan. Heimilistölvunni sko, ekki þeirri sem ég held læstri uppá herbergi. Hér hafa strákarnir hver sinn notanda, sínar tónlistarmöppur og msn-addressur:


Mér finnst þetta æði. Ég er náttúrulega að níðast á friðhelgi einkalífs bróður míns, en hann hefði átt að hafa rænu á að logga sig út áður en hann fór útúr húsi. Hm?

Flaður.

-b.

Þetta hefst

Betan virðist vera farin að róast. Ég er búinn að hanga í þessu í dálítinn tíma, fikta í templatinu og hnýta tögg aftan í síðustu hundrað færslur. Svona uppá djókið. Ég efast um að ég nenni að fara aftar en það í bráð, en ég er flokkunarphíll inni við beinið. Sortering af þessu tagi heldur mér uppteknum líkt og ný myndasaga eða glas af köldum Guinness.

Verst að mér sýnist ég ekki geta fiktað með textann sem birtir þessi tögg. Lélegt að hafa bara ,,Labels:"

Ég var að fara yfir ýmisskonar lista í dag, yfir flott bíómyndaplaggöt og eitthvað. Mér finnst þetta æði:

Mér finnst líka skrýtið að ég skuli ekki hafa heyrt af henni áður. Ekki heldur Brick eða The Illusionist. En nú er ég kominn með lítinn nettan lista af myndum sem ég þarf að komast í þegar tækifæri gefst.

Og nú ætti maður náttúrulega að fara að dunda sér við lista. Árslista. Verst að ég man aldrei lengra en þrjá fjóra mánuði aftur í tímann, allt eldra molnar saman í 'gamla daga'. Ég held ég geti fullyrt að 2006 hefur verið sjónvarpsár fyrir undirritaðan.. maður ætti að geta tínt eitthvað útúr því öllusaman.

-b.

12 desember 2006

Auster á 69ndu

Ég var að klára Travels in the Scriptorium núna áðan. Ég hafði gaman af henni, en veit ekki hvort hún virkar jafn vel ef maður hefur ekki lesið neitt annað eftir hann, sérstaklega The New York Trilogy. En hér er tilviljunin, þegar ég byrjaði að lesa bókina sagði ég Halli (sem lánaði mér hana) frá því hvernig Marshall McLuhan byrjaði að lesa bækur: Hann las víst blaðsíðu númer 69, og ef honum leist vel á hana þá las hann bókina í heild, annars ekki.

(Sögunni fylgir reyndar líka að hann hafi aðeins lesið vinstri hluta vinstri blaðsíðanna í bókinni, og sparað þannig tíma. Og, í áframhaldi, að hann hafi ekki sofið einsog almennilegt fólk, heldur lagt sig í fimm mínútur endrum og eins, annars haldið dampi. Ég dreg þetta í efa. En 69-aðferðin er sniðug.)

Nú var ég að gúgla bókinni til að sjá hvort einhver glúrinn Auster aðdáandi hefði ekki fleygt upp punktum um þessa skræðu. Fann þennan gaur, sem er aðallega að skrifa um 69-prófið, en minnist á Travels.. í sambandi við komment sem hann fær. Í framhaldi kemur hann með þessa lýsingu á bókinni: ,,Well, this one is very short, and if you like his other's [sic] it's very fun -- almost like a bonus track to the New York Trilogy. If you're not a fan, worth skipping."

Þetta fannst mér vel orðað.

Á guardian.co.uk fann ég kómíska endursögn á bókinni (spojlerar):
Is this a prison? Is it a house? The old man has no memory. But perhaps he isn't even old? So let's drop the epithet old and refer to the person as Mr Blank. For this should tell both you and him everything you need to know; that you are trapped inside some meaningless pretentious crap that is passing itself off as cutting-edge post-modern metaphysicality.

Og svo framvegis. Þetta á vissan rétt á sér, en ég kýs nú að líta þetta jákvæðari augum.

Þessa bók las ég í heild sinni á nýja Kaffi Krús. Það er barasta hægt að sitja þarna og drekka og lesa í rólegheitunum, síðan það var skipt um eigendur. Magnað.

-b.

x-í-ennta-asta tilraun

Fínt viðtal við South Park-liða:
Reason: When it looked like Comedy Central wasn’t going to rerun the Mary episode, people were still able to download it illegally online. Did you see that as a victory for free speech, or did you think, “My God, these people are stealing our intellectual property”?
Stone: We’re always in favor of people downloading. Always.

Reason: Why?

Stone: It’s how a lot of people see the show. And it’s never hurt us. We’ve done nothing but been successful with the show. How could you ever get mad about somebody who wants to see your stuff?

Parker: We worked really hard making that show, and the reason you do it is because you want people to see it.

Reason: How did other people in the creative community respond to your recent controversies?

Parker: When we did the Muhammad episode, we got flowers from the Simpsons people because we ripped on Family Guy. Then we got calls from the King of the Hill people saying, “You’re doing God’s work ripping on Family Guy.” Even though it was this big political thing about Muhammad and whatever, everyone was just, “Thank you for you ripping on Family Guy.”


STRATFORD, N.J. - In an age of multimillion-dollar high-tech weapons systems, sometimes it's the simplest ideas that can save lives. Which is why a New Jersey mother is organizing a drive to send cans of Silly String to
Iraq.

American troops use the stuff to detect trip wires around bombs, as Marcelle Shriver learned from her son, a soldier in Iraq.

Before entering a building, troops squirt the plastic goo, which can shoot strands about 10 to 12 feet, across the room. If it falls to the ground, no trip wires. If it hangs in the air, they know they have a problem. The wires are otherwise nearly invisible.

Now, 1,000 cans of the neon-colored plastic goop are packed into Shriver's one-car garage in this town outside Philadelphia, ready to be shipped to the Middle East thanks to two churches and a pilot who heard about the drive.

[...]

The military is reluctant to talk about the use of Silly String, saying that discussing specific tactics will tip off insurgents.

But Lt. Col. Christopher Garver, a U.S. military spokesman in Baghdad, said Army soldiers and Marines are not forbidden to come up with new ways to do their jobs, especially in Iraq's ever-evolving battlefield. And he said commanders are given money to buy nonstandard supplies as needed.

In other cases of battlefield improvisation in Iraq, U.S. soldiers have bolted scrap metal to Humvees in what has come to be known as "Hillybilly Armor." Medics use tampons to plug bullet holes in the wounded until they can be patched up.

Also, soldiers put condoms and rubber bands around their rifle muzzles to keep out sand. And troops have welded old bulletproof windshields to the tops of Humvees to give gunners extra protection. They have dubbed it "Pope's glass" — a reference to the barriers that protect the pontiff.

Ef það er eitthvað sem kanarnir kunna þá er það að búa til sniðug gælunöfn fyrir allan andskotann. Hillbilly armor og pope's glass. Það er frábært.

Cocaine--a stimulating alkaloid crushed out of the leaves of the coca plant--has been reported to increase euphoria and energy as well as to trigger a mind-killing addiction in humans. The appeal is not limited to our species; rats and other animals given access to the drug will pursue it with a vigor normally reserved for procreation. This vigorous drive for the drug derives from its ability to stimulate the brain's reward pathways, altering the chemical dance of neurotransmitters that tells us what is good to do--again and again and again.

Þarna er verið að tala um það hvernig kókaín virkar, en þessi lína er bara svo æðisleg. ,,... pursue it with a vigour normally reserved for procreation." Þetta er eitthvað sem manni dauðlangar til að stela.

.....

Ég lenti á undan áætlun í gær og var ekki tekinn í leit í tollinum. Sem kom mér á óvart. Davíð, Már og Víðir (í stafrófsröð, sjáiði) komu og tóku á móti mér. Það var mikið um dýrðir. Við fengum okkur hambó í Keflavík og héldum svo áfram til Reykjavíkur. Ég sótti tvær bækur á bókhlöðunna og hitti þar Inga Björn. Ég lét hann fá munntóbak frá Kaupmannahöfn. Og síðan keyrði Víðir mig heim. Takk fyrir það Víðir.

Ég var orðinn helvíti ónýtur þegar ég lenti á Heiðarveginum. Svaf sama sem ekki neitt nóttina fyrir flugið, sofnaði þegar vélin var komin í loftið en vaknaði klukkutíma síðar, stirður í herðunum og með svakalegan hausverk. Lagðist í rúmið og sofnaði, svaf einsog hrúga af grjóti. Djöfull var það gott maður. Sofisofari.

Núna rétt bráðum leggjum við í hann held ég. Jarðarförin er í Hraungerðiskirkju (ég held ég muni nafnið rétt). Eftir það verður farið í Þingborg.

Og svo er það Reykjavíkin á morgun. Svei já!

Ég tók myndir af okkur á leiðinni heim frá flugvellinum. Getiði hver er hver:


-b.

Doom Lucida Scriptorium

Ókei.

Ég náði að skrá mig inn. Nú ætla ég að skrifa eitthvað útí loftið og sjá hvort það birtast ekki skilaboð um sambandsleysi hérna fyrir neðan. Ef ekki þá prófa ég bara að ýta á 'publish'. Fjandinn.

Ég skil ekki hvað er að þessum texta sem ég hef verið að reyna að kópera hérna inn.. prufan sem ég náði í gegn í gær inniheldur allt sem hann gerir. Kannske er það titillinn? Setjum einn á þetta hér..

Og birtum.

-b.

lkjf??lkfje

éþ-öæðáí

lkjk


-b.

06 desember 2006

Meira að lesa

Eitthvað sem ég kippti með mér til að lesa í fluginu og svona.. nokkrir góðir punktar en soldið kreisí:
The discrepancies are numerous, but subtle. Being as the settling of accounts are portrayed somewhat of an aftertought (which, in itself, goes against the spirit of the cheerleaders' stated objective), and - to the knowledge of the viewer - no books are kept, the amount paid to each individual cheerleader for each individual task cannot be determined. It seems clear, however, that each and every customer pays simply whatever money they have on them at the time, which we can assume is roughly the amount agreed upon for the completion of the proposed service (i.e. washing a car or mopping a floor), long before the instigation of the service proper (i.e. the sexual intercourse). The contention seems to be that these tasks are interchangable in the free market of nubile servitude, which is a notion so implausible as to the point of being fantastical.

-b.

I Danmark, annar hluti

Þetta verður hundrað og þrítugasta færslan síðan ég lenti í Danmörku. Ég veit það vegna þess að ég var svo forsjáll að númera þá fyrstu sem ég skrifaði. Fínt að rúna þetta aðeins af áður en maður flýgur aftur. Þá er hér topp fimm listi yfir hversvegna það ætti að vera gott að koma aftur til Íslands:
 • Fólk skilur hvað ég er að segja.
 • Ég skil hvað fólk er að segja.
 • Það er ekki jafn mikið af fólki úti á gangstéttunum að þvælast fyrir mér.
 • Malt jólabjór
 • Vatnið úr krananum

..fyrir utan það náttúrulega að á Íslandinu er fullt af fólki sem mig langar að hitta. Þetta er meira svona á yfirborðinu. En vatnið maður. Sjís. Það verður súper.

-b.

,,I'm leaving, on a jetplane.."

Síðasti bjórinn í dalnum:Þarna má einnig sjá vekjaraklukkuna mína, nýju moleskine skrifbókina, stólinn sem ég stal úr eldhúsinu, úlpuna sem ég hengdi á bakið á honum, og handklæðið sem ég setti í sætið svo það væri þægilegra að setja fæturnar uppá það. Ég er að fara að kaupa allskonar á vellinum. Smá viskí handa sjálfum mér.. Er það sturlun að vilja kaupa tíu þúsund króna viskíflösku? Algerlega. En fjandinn, mig langar allavega að smakka það. Læt mér nægja að versla eitthvað aðeins hversdagslegra.

Meira breskt spæjó. Í fjórðu þáttaröð er Spooks orðið skopstæling á sjálfu sér. Hátæknikjaftæði komið upp úr öllu valdi og trúverðugleikinn um leið farinn niður fyrir núllið. Búið að skipta öllum gömlu jöxlunum út og þessir nýju búnir að lesa bókina Hvernig vera skal góði gaurinn í sjónvarpsþætti átta sinnum, sirka. Á milli sex og tíu sinnum allavega. Fyrsti staðgengillinn kom til sögunnar einsog skrattinn úr sauðaleggnum, næstu tveir voru neyðarlegir, og núna síðast eru þeir bókstaflega farnir að ráða fólk utanaf götunni. ,,Hei, þú ert ljóshærð og yngri en tuttugu og þriggja, viltu koma að vinna fyrir leyniþjónustuna?"

Og klisjurnar. Guð minn góður, klisjurnar.

En á einhverju rölti rakst ég á Tinker, Tailor, Soldier, Spy, sem er bresk sex þátta mínísería frá '79. Það er að silast inn núna.

Ég var næstum búinn að gleyma fartölvubatteríinu inní skáp. Helvítis klúður hefði það verið.

Listi yfir tíu myndasögur:

. Seaguy
. The Invisibles
. The Filth
. Stray Bullets
. Cerebus (Allt framað Latter Days, og ég hef ekki lesið Guys)
. Queen and Country
. Powers
. Nextwave
. Casanova
. Watchmen

Þarna eru þrjár af tíu svarthvítar. Og ég minnist ekki einusinni á Torso eða From Hell. Andskotann ætli mann vanti liti til að gera myndasögu?

-b.

05 desember 2006

Rússíbanalt

Ég fór að sofa klukkan tvö eftir miðnætt í gær. Lá í tvo tíma. Las. Sofnaði einhverntíman eftir klukkan sex. Svaf svo náttúrulega yfir mig; Ýmir hringdi klukkan fimm mínútur yfir níu, ég hafði ætlað að hitta hann á Nordhavn klukkan tíu mínútur yfir.. En það var í góðu. Hitti á þá Magga á sendiferðabílnum og við hlóðum búslóðinni þeirra Ýmis og Kristínar útúr kollegíi á Holte og inní kollegí á Nörrebro. Ég borgaði leiguna, setti í tvær vélar, og núna er ég að sofna. Það er góð tilfinning.

Pakka á morgun. Flug á hádegi fimmtudags. Bá tsjiggi tsjiggi bá tsjiggi báwá.

-b.

04 desember 2006

Meira Wire dótarí

David Simon, talandi um fimmtu seríu af The Wire, sem kemur til með að fjalla um fjölmiðla:
One thing I've always hated about TV portrayal of media is that it's always unfeeling assholes throwing microphones in the face of someone as he comes down City Hall steps.

I'll tell you a story. We had a press conference the first season. We staged it as a press conference really would be: a small room, some empty chairs. TV reporters are looking at print reporters to see what they ask; there is a pile of dope on the table; there is no sense of urgency. That is the way it always was. This was one of the only [production] notes we got [from HBO] the first season: What's up with that press conference? It looked so fake. At the time, I didn't have enough credibility with HBO to argue with the note, but I said Carolyn [Strauss, president of entertainment at HBO], you're raised on too much TV press.

The low end of journalism is not what concerns me. It's not that sensational stuff I'm worried about. It's that there may be no high end anymore, that the kind of thing journalists once aspired to, especially in the Washington Post-Watergate era, may no longer exist.

Viðtölin við þessa kalla, hann og Ed Burns, eru voða keimlík öllsömul. En það kemur ekki svo að sök; það er nóg af góðu dóti á skjánum. Þættirnir tala sínu máli.

Og tékkið á þessu hér. Skammlausu melir maður..

-b.

Viti menn

Kúklingapastað mitt var ekki bara ljúffengt heldur líka undursamlega gott á bragðið.

-b.

Té mínus þrír dagar - Homicide og Seven Soldiers

Það var síðasta vetur sem ég rakst á Homicide: Life on the Street þætti á piratebay. Ég man hreint ekki hvort ég var að leita að þeim sérstaklega, eða bara að krúsa, en ég sótti fyrstu seríuna og var alveg gáttaður á því hvað þetta var gott sjónvarp. Fór á amazon og þeir áttu þættina til á dvd, en þeir kostuðu hönd og fót. Þeir gera það reyndar ennþá, en nýverið kom út ofurpakki, allar þáttaraðirnar, sjö talsins, og sjónvarpsmyndin sem lokaði draslinu fyrir rest (en hún hefur ekki verið fáanleg á dvd áður, að því mér skilst). Og hann kostar hundrað og fimmtíu dollara, tæpum þrjátíu dollurum ódýrari en fyrra pakkatilboð á 1. til 4. þáttaröð, sem er á hundrað og áttatíu.

Ég var að spá í að skella mér á þetta, en hætti við. Vegna þess að eftir þriðju seríu þá fara þessir þættir snarversnandi. Fjórða var la-la og allt eftir það hrikalegt (a.m.k. miðað við það sem fór á undan). Maður getur semsagt tekið góðu bitana fyrir sirka níutíu dali, og eytt restinni í annað gott sjónvarp. Einsog Deadwood, til dæmis. Eða The Wire, sem ég hefði vísast ekki litið við, hefði ég ekki sótt Homicide og lesið bókina hans David Simons í áframhaldi.

..Þessar efnisgreinar voru mjög tilgangslausar. ,,Ég sá eitthvað á amazon og ákvað að kaupa það ekki."? Jæja. Það er nóg pláss á netinu.

Stutt klippa af Simon að tala um Homicide.

Ég renndi í gegnum fyrstu tvær seríurnar af Six Feet Under og þær eru aaansi gei.

Og Spooks missti taktinn eftir aðra þáttaröð. Helvíti leitt.

Ég kem heim á fimmtudaginn, og tek með mér danskan jólabjór og slatta af Russian Earl Grey fyrir mömmu. Búinn að gera allt sem ég þarf að gera nema að borga leiguna og pakka. Á morgun er Ýmir að flytja suður í siðmenninguna og ég ætla að ljá hjálparhönd. Einsog maður gerir. Í kvöldmatinn er kjúklingapasta. Annars er ekkert.

Jú ég kláraði Seven Soldiers. Nennti ekki að bíða eftir bókinni og sótti restina á netið. Ég held ég þurfi samt að fá bókina í hendurnar áður en ég tjái mig eitthvað frekar um söguna. Frekar undarlegur endir á henni.. einsog maður mátti búast við, náttúrulega. En mér skilst á nokkrum gagnrýnendum að Morrison hafi þurft að skera upphaflegt handrit sitt að lokakaflanum niður um helming. Og það sést. En samt spurning hvort það sé fatli í sjálfu sér. Miniseríurnar voru á heildina góðar, en Mister Miracle fannst mér hreint út sagt leiðinlegur. Óspennandi saga og stirðar teikningar, og greinilega verið að byggja á einhverri forsögu um ,,The New Gods", sem ég kannast sama sem ekkert við. Zatanna var fín, Klarion æðislegur og Frankenstein nokkuð glúrinn. Kom mér á óvart.

En ekki orð um það meir. Ég vil sjá þetta á pappír. Ef þið viljið lesa gagnrýnisgreinar um bókina, sem eru uppfullar af spojlerum, þá eru þær hérna, hérna, hérna og hérna, og svo er hér viðtal við Morrison um dæmið.

-b.

03 desember 2006

Meiri vitleysa að vestan

WASHINGTON (Reuters)- When radio host Jerry Klein suggested that all Muslims in the United States should be identified with a crescent-shape tattoo or a distinctive arm band, the phone lines jammed instantly.

The first caller to the station in Washington said that Klein must be "off his rocker." The second congratulated him and added: "Not only do you tattoo them in the middle of their forehead but you ship them out of this country ... they are here to kill us."

Another said that tattoos, armbands and other identifying markers such as crescent marks on driver's licenses, passports and birth certificates did not go far enough. "What good is identifying them?" he asked. "You have to set up encampments like during World War Two with the Japanese and Germans."

At the end of the one-hour show, rich with arguments on why visual identification of "the threat in our midst" would alleviate the public's fears, Klein revealed that he had staged a hoax. It drew out reactions that are not uncommon in post-9/11 America.


..og auðvitað leysist þetta upp í rifrildi um það hvort það megi yfirhöfuð líkja BNA við Þýskaland fjórða áratugarins. Bla bla bla. Ágætis grein um það mál hér reyndar, en það er varla maður nenni að spá í þessu orðið.

-b.

Bústaðartanka

Kjöt á teini og
soðið vatn í pottinum
og korter af bjór
og myrkur og timbur og
testosterón-öskur og

02 desember 2006

Hobo: Booga-wooga-wooga!
Little boy: You are a crazy man!
Hobo: Shish-ka-bobba-bobba!
Little boy: Cockadoodledoo!
Hobo: You are a crazy boy.

--Union Square

Þetta helvítis kvef ætlar ekki að sleppa takinu alveg strax. Það er kalt úti og ég get ekki haft hurðina lokaða allan tímann, loftið þyngist bara og þyngist.

Don't go into that barn, yeah!

-b.

01 desember 2006

Ættjarðartanka handa Inga Birni (og íslensku þjóðinni)

Blessuð Drífa mín!
Jónas biður að heilsa.
Áttu til kaffi?
Nú, jæja þá. Djöfull er
ég þreyttur í höndunum.

-b.

..sagði hann og saup á teinu.

Það myndi kosta mig sirka átján þúsund milljón krónur að flýta fluginu mínu heim. Sem sýgur talsvert. En mig er eiginlega farið að langa til þess.

Klockarinn skrifar um það að hann nenni ekki lengur að lesa bækur. Sjónvarpsþættir, myndasögur, ljóð og tónlist geri sitt fyrir hann. Ég lái honum það í sjálfu sér ekki, og ég skil nokkurnvegin hvað hann er að fara. Í athugasemdunum segir einhver gaur að hann nenni sjaldan að horfa á heila bíómynd í einni lotu, en geti hinsvegar horft á marga sjónvarpsþætti í röð, sem taki jafnvel lengri tíma. Sama hér. Nokkurnvegin. Ég er búinn að vera að reyna að komast í gegnum The Prisoner í talsvert langan tíma, er rétt nýlega hálfnaður, en það virðist bara svo mikið verk - miðað við að horfa á eitthvað styttra.

En lengdin sjálf er kannske ekki stóra vandamálið. Þættir einsog The Prisoner eru ekki gerðir lengur. Eða öllu heldur; sjónvarpsþættir eru ekki lengur uppbyggðir einsog The Prisoner. Að fylgjast með einum gaur gera einhvern einn hlut í klukkutíma? Aldrei. Í hverjum einasta sjónvarpsþætti sem þú sérð í kassanum í dag eru fleiri en ein saga í gangi á sama tíma. Helst fleiri en tvær. Lost er alveg ekta dæmi, þarsem hver einasti þáttur skiptist meira og minna í tvennt: atburðir sem gerast fyrir slysið og atburðir sem gerast eftir það. Atburðir sögunnar sem gerist fyrir slysið hafa gjarnan áhrif á það hvernig við skiljum það sem gerist eftir slysið.. það er nokkurnvegin það sem þátturinn byggist á; áhorfendurnir skilja hvern einasta strandaglóp betur en fólkið í kringum þá. Hluti af því sem gerir ,,Hina" svo ógnvænlega er að þeir vita greinilega svo mikið meira en við.

Bestu þættirnir eru líka þeir þarsem atburðirnir eftir slysið gefa okkur aukna sýn inní atburði sem gerðust fyrir slysið. Fyrstu þættirnir þeirra Lockes og Hurleys eru gott dæmi um það. Til hliðar við þessa tví-eind erum við að fylgjast með hinum strandaglópunum um leið, og allt þetta rekur áfram stóra plottið, ,,mýtólógíuna" einsog þeir vilja kalla það orðið. Leyndarmálið á bakvið alltsaman.

Einhverstaðar í haust er til langur póstur um metafiksjón í Lost, sem ég skrifaði aldrei. En þar eru greinilega nokkrir þræðir sem hægt er að tosa í.

Já. En að því leyti er Day Break skemmtilegur sessuvermir fyrir Lost, þarsem það er bara ein stór saga í gangi. Þannig séð. Aðalpersónan kemur nálægt næstum því hverju einasta atriði sögunnar, en ekki öllum í einu. Day Break minnir meira á tölvuleik en margt annað, og það eru nokkur atriði í fyrstu tveimur þáttunum sem styðja undir það, held ég. Atriðið í grjótnámunni, endurtekið á nákvæmlega sama hátt, er ekta ,,dauða-klippa" - eitthvað sem maður sér á skjánum þegar öll lífin eru búin og maður getur ekkert gert lengur. ,,Þú gafst upp og svona fóru þeir með þig. Endir. Viltu reyna aftur?"
Og maður byrjar aftur á sama stað.

Munurinn hér er sá að hann læknast ekki á því að rístarta leiknum, þannig að ef hann deyr þá er ballið búið. Sem meikar sens: hversu spennandi væri þátturinn eiginlega ef dauði aðalpersónunnar hefði engar afleiðingar? Maður lendir fyrst í vanda ef maður ætlar að útskýra hvernig í ósköpunum þetta getur átt sér stað, en svo lengi sem þeir sleppa því bara þá er gaman af þessu. Um leið og þú, sem handritshöfundur, ákveður að hetjan þín upplifi sama daginn aftur og aftur þá geturðu allteins farið alla leið.. ef fólk er á annað borð að horfa þá er það varla að bíða eftir rökréttri útskýringu.

Það held ég að sé einmitt það sem Lost-liðið er að detta útí smátt og smátt. Að gefa ,,trúlegar" útskýringar á hinu og þessu og skilja annað eftir, í staðinn fyrir að hlaða upp meiri mystík.

Ég skil hvað Klock á við þegar hann segist ekki tíma því að lesa skáldsögur. Ég er ofboðslega hissa á sjálfum mér að hafa komist í gegnum Foucault's Pendulum. En það tók mig líka þrjá mánuði. Og ég var rosalega spenntur fyrir henni allan tímann. Ég veit ekki hversu mikið sjónvarp ég glápti á á sama tíma, en það var fór pottþétt mun meiri tími í það en að lesa bókina. Það sem ég tengi ekki við eru ljóðin og lögin. Þar eru miðlar sem reyna gjarnan allt hvað þeir geta að segja sem mest í fáum orðum, en sjónvarp og myndasögur leyfa sér ennþá að breiða sögurnar út. Skáldsagan er þá á hinum enda þessarar línu, og gerir ýmislegt sem hinir miðlarnir geta ekki. Ég á erfitt með að byrja á því að lesa skáldsögu, en ég held ég hafi meira gaman af því en öðru þegar ég er loksins kominn af stað.

Og þessi skilgreining á skáldsögunni finnst mér frábær. ,,Langur prósi sem eitthvað er að." En mér finnst hún ekki verri fyrir vikið.

En já. Mér dettur ekki í hug neinn dags-í-dag sjónvarpsþáttur sem brýtur ekki upp narratívið til að halda fólki við efnið. Og ég mana ykkur til að nefna einn slíkan. Í alvöru.

-b.

Ég er veikur

Frekar veikur

Mér er illt í hálsinum og ég hósta og mér líður ekki vel.

Til hamingju með daginn öllsömul.

-b.