30 apríl 2007

(Án titils)

,,Höfundur fæst við skriftir."

Dabo!

The Hitcher: Meh.
Deja Vu: Ugh.
Wordplay: Hei!
The Fountain: Nmjá?

Bilað veður um helgina. Sól og Kubb í Kongens have og svo drakk ég tonn af bjór.

Ívar hringdi í hádeginu og sagðist vera á Kastrup. Við röltum fram og aftur strikið, tókum nokkra bjóra, fórum túr í Tívolíinu og svo fór hann aftur til Óðinsvéa um sjöleytið. Fórum í gullna turninn, rauða rússíbanann og nýja hringekjuróluturninn. Svaka stuð.-b.

28 apríl 2007

David Blaine djókur

Sem mér finnst alltof fyndinn (nb. meikar sens að horfa á þann efri fyrst).

Og fyrst við erum að youtube-a, þetta er náttúrulega best í heimi:-b.

25 apríl 2007

Mið-tvennd

It comes wrapped in red foil and purple tissue, this intricate figurine molded in the form of a Japanese demon, with clawed feet, a mane of fire and a thick tongue jutting from a bloodthirsty smirk. Transparent, the size of a child's fist, it looks like a tiny ice carving or a statuette of glass. It is neither. In fact, it is 25 grams (a little less than one ounce) of nearly 100 percent pure crystallized methamphetamine hydrochloride, known on the streets of Asia as "Shabu." It was almost certainly manufactured in a clandestine laboratory in China, then shipped to the Philippines and on to Hawaii, and finally to Denver. Here it was purchased on the black market for $5,500 -- nearly five times the street value of an equivalent amount of cocaine and ten times that of low-grade, powdered crystal meth.

Shabu is so expensive because it is so pure -- and therefore so powerful. Most of the home-cooked speed in Denver is only 10 to 20 percent actual crystallized methamphetamine, adulterated with toxic by-products of the makeshift ingredients used in crude manufacturing processes. While any tweaker with a hot plate can whip together a batch of bathtub speed, Shabu requires a trained chemist working in a fully equipped laboratory with uncorrupted components. The result is pharmaceutical-grade meth -- 95-plus percent pure.

As much as the word can be applied to an illegal drug, Shabu is clean.

...

The rush of Shabu itself is freakishly powerful. A single minuscule hit -- about one-tenth of a gram, vaporized and inhaled -- is enough to keep a weekend warrior like Nick riding the lightning for twelve hours.

The statuette on Nick's coffee table, cut into tiny pieces and smoked, holds about 250 hits.

Like opium, Shabu is relatively exotic in the United States (except for Hawaii, where it rivals cocaine in popularity), but in Asia, it's cheap and prevalent. The Philippine Drug Enforcement Agency claimed earlier this year that 11 percent of the Philippine population uses Shabu. The drug is popular in Japan and Thailand and is so pervasive among the professional classes in Indonesia that the government of that country last year instituted mandatory Shabu-specific drug testing of all public officials.

..og í framhaldi er sagan af meth-partíinu.

Og svo er hér vídjó af samræðum Marshall McLuhan og Norman Mailer í sjónvarpssal árið 1968.

24 apríl 2007

Velkomin í.. ja, í 20. öldina, býst ég við

ASHBURN, Georgia (CNN) -- Students of Turner County High School started what they hope will become a new tradition: Black and white students attended the prom together for the first time on Saturday.

In previous years, parents had organized private, segregated dances for students of the school in rural Ashburn, Georgia, 160 miles south of Atlanta.

"Whites always come to this one and blacks always go to this one," said Lacey Adkinson, a 14-year-old freshman at the school of 455 students -- 55 percent black, 43 percent white. (Watch students arrive at dance Video)

"It's always been a tradition since my daddy was in school to have the segregated ones, and this year we're finally getting to try something new," she said. (Audio slide show: A town breaks with tradition)

Adkinson's sister, Mindy Bryan, attended a segregated prom in 2001.

"There was not anybody that I can remember that was black," she said. "The white people have theirs, and the black people have theirs. It's nothing racial at all."

Ég sé samt fyrir mér hvíta línu eða runu af umferðarkeilum yfir þvert dansgólfið.

-b.

23 apríl 2007

Fréttir! (og bónustrakk: skattleg heimilisfesti)

Það er þetta helst.

Hallur er að koma í heimsókn. Hann er búinn að kaupa miða og lendir hér eftir eina og hálfa viku. Sem er náttúrulega súper.. gaman að fá heimsókn hingað, maður þurfi ekki að drösla sér alla leið vestur til að sjá í andlitið á mönnum.

Ég þarf að fjárfesta í smá bjór áður en hann mætir. Ég hef trú á af því fáist mikill arður. Því við erum allir um arðinn, gæskan.

Ég er líka búinn að fá íbúð þessa þrjá aðalsumarmánuði. Helgi og Anní ætla að flytja á Selfoss í sumar og svo fer Helgi í skóla í Svíþjóð svo þau þurfa ekki að halda í íbúðina lengur. Ég get krassað þar. Sem er líka súper.

Þetta var dálítið fyndið, ég lá og var að lesa í bók (eins og ég á til að gera), en var annars hugar. Ég skal segja ykkur hvað tosaði huga minn frá stöfunum á síðunni: Það var sumarið. Hvar á ég að sofa? hugsaði ég. Og ef ég sef, hvert á ég að mæta þegar ég vakna í fyrramáli? hugsaði ég ennfremur. Og ég ákvað að spyrja Helga hvort hann vissi um eitthvað laust eða að losna. Og við duttum niður á þessa lausn.

En þetta er einmitt og akkúrat og nákvæmlega það sem ég hefði gert hefði ég vitað að Víðir hygðist flytja til Reykjavíkur núna í haust. Sett hann í íbúðina mína og komið svo að henni ylvolgri (og vaðandi í pítsakössum, smokkabréfum og linsuboxum) að sumri.

Þegar sumarið er úti verð ég svo vonandi kominn með eigin íbúð.

Ennfremur: Ég brotnaði í dag, bögglaðist niður af stressi yfir því að vera ekki kominn með vinnu. Hei, það er fokking apríl fjandinn hafi það. Við erum að tala um rúman mánuð í viðbót og svo er það hei mister Glitnir ég skulda þér á á áái ég veit ég skulda þér aaaahhhggg skulda þér pening, ég sé að þarna liggur hnéskelin mín á jörðinni, viltu ekki taka hana uppí á meðan ég finn til restina mister Glitnir?

En já. Ég hef semsagt vinnu þegar ég kem heim. Ég er ekki stoltur af því sem ég gerði, en ég gerði það.

Þegar sumarið er úti verð ég svo vonandi kominn með eigin vinnu.

...

Ennfremur ennfremur: Ég þarf dauðfokkingnauðsynlega að sækja um skattlega heimilisfesti hjá vini mínum Ríkisskattstjóra. Þetta er eitthvað sem ég átti að gera á skattframtalinu mínu núna í mars, en enginn benti mér á kassann þarsem ég tikka. Eða hefði betur tikkað sko. En mér heyrðist semsagt vera hægt að redda þessu. Þá þarf ég að skila inn skólavottorði og einhverju svoleiðis dúlli, og þá verður það bara abrakadamm einsog ég hafi verið í skóla heima allan tímann að safna upp persónuafslætti.

Persónuafsláttur er mjög mikilvægt fyrirbæri fyrir námsmann einsog mig. Hann getur brúað bilið á milli 'dauðasúpu í skel (ath. lepjist!)' annarsvegar, og 'bjórs á föstudegi með bita á leiðinni heim' hinsvegar. Og hann stendur líka alltaf á milli mín og mister Glitnis. Ég á honum ýmislegt að þakka.

En já. Þá gæti ég semsagt komið heim og byrjað að vinna, og átt einn eða tvo góða mánuði áður en skatturinn læsir í mig ísköldum klónum.

Óttalega er maður skrifandi eitthvað. Er það svona að vakna klukkan níu á morgnana?

-b.

Immortal Iron Fist #2 (stórar myndir)

Matt Fraction er kátur karl.

Á Kútter Haraldi? Nja. Þessir gaukar eru í það minnsta á dalli:

Aðallega eru það þessar línur á mörkum síðanna** tveggja:
I will cut out her tongue and listen to her gurgle for mercy.

Would that I could somehow rape her ancestors.

Þetta er bara.. vá. Ofsalega ofbeldisfullt. Eiginlega absúrd. Og þarna sér maður að hann er að horfa eitthvert langt í burtu, lætur augun reika um sjóndeildarhringinn á meðan hann hugleiðir hversu frábært það væri nú ef hann gæti, í alvörunni, nauðgað forfeðrum hennar. Þetta er illmenni.

En hann nær ekki að príla þann hugaþráð til enda því hún sallar þá niður. Jæja.

...

Tilviljun? Katrín kemur heim og alltíeinu dettur internetið hjá mér niður í skrið. Eða skreið? Það sem áður var spriklandi lax í þéttum straumi er nú skraufþurr steinbítur á teini. Hún er hljóðlátur fellibylur þessi kona. Stormur í vatnsglasi sem hringiðar til sín þráðlausum internettaugum og hendir þeim oní frystikistu.

Eða kannske eru Trekkarar annarstaðar í heiminum að fá sér lúr. Hvíla adsl rásirnar. Annars er ég kominn á seinni hlutann í annarri þáttaröð af DS9.

Ég var að hugsa um Deep Space Nine í sturtunni í morgun, lét hugann reika: Þetta er sjónvarpsþáttur þarsem við fylgjumst með allt að því óskeikulum leiðtoga. Hann kann allar reglurnar, er strangur en sanngjarn við starfsfólkið sitt, hefur yndi af hinu smálega í lífinu, hefur sterkan sjálfsaga, les góðar bækur, lifir sínu lífi eftir ákveðinni heimspeki en gerir sig vel skiljanlegan á mannamáli. Þessi leiðtogi er auðvitað of hæfur til að geta verið til í alvörunni, en þættirnir gerast í öðrum heimi.

Fólkið í kringum hann kann vel til verka, sem sést helst á því að þau virðast skilja hvort annað þegar þau velta útúr sér runum af sérfræðingatæknimáli einhverju, en það gerist oftar en einusinni og oftar en tvisvar í hverjum þætti. Það er smá drama hér og þar í kringum einhvern tittlingaskít, en annars eru allir vinir og allir leggjast á eitt því starfið skiptir öllu máli; þeim finnst þau í raun vera að bjarga heiminum.

Og það rann upp fyrir mér að þetta er The West Wing. Meira og minna. Bara útí geimnum. Magnað. Ekki nóg með það: DS9 var í loftinu frá '93 - '99, The West Wing hóf sýningar '99 og entist til 2006. West Wing skarst á við Voyager reyndar, í tvö ár '99 - '01, en það voru allt öðruvísi þættir. Fannst mér, að minnsta kosti.

Annars er allt að gerast bara. Svona í fréttum, á ég við.

-b.

**Nýmóðins orðabækur vilja væntanlega hafa það ,,síðnanna"? Nei takk.

Loki Laufeyjarson: Slóttugur djöfull eða ráðalaus innflytjandi?

How does someone become a lawless man in the society where he lives, dedicated to destruction?

The best example I have found so far is from the Poetic Edda, a popular source of “cultural inspiration” among the New Right fanatics of Northern Europe. The story of Loki is the story of a high ranking immigrant of Giant origin who has mixed blood with the prime minister of the Nordic gods himself, Odin. Loki has reached the pinnacle of social status for a foreigner in Scandinavia, and he serves as an envoy, a diplomat and a mediator between Ases and Giants. The Ases are, of course, fair haired and beautiful, while the Giants are rough, gloomy and primitive Barbarians. The supernatural weapons of the Scandinavian gods are advanced technology that secures a noble world order, while the magic of the Giants are threatening and subversive demonic powers.

In most interpretations of the Poetic Edda the commenters ignorantly spew phrases like “Loki is neither good nor absolutely evil. He is an enigma” or “There is no reasonable explanation for Loki’s behaviour. He is a trickster”. Most commenters, deeply saturated with Western thinking, are as unable to read between the lines or paint a picture that exceeds literary interpretation as a Bible school student writing an essay about The Sermon on the Mount. They may not believe in the mythology as a correct metaphysical explanation of the universe, but they automatically subscribe to the ethnocentrism, because it is as deeply rooted in the culture that raised them as it is in the mythological writings of Norse mythology.

The truth is that odds are stacked against Loki. He has assimilated to his new environment. He is married to Sigyn with whom he has two sons. One of the sons will later slay his brother, and the bowels of the dead son will be used in the most barbaric manner to tie Loki to a rock, where a venomous snake drips poison into his face. Loki is, in other words, subjected to indefinite detention and perpetual torture for instigating, not committing, the murder of Baldur. But at first he is brothers in arms with Thor, the self-righteous decimator of Giants. Every now and then the Ases feel threatened by the Giants and Thor leaves his mansion Valhalla to go Giant hunting. It is a routine, as much as the exchange of bombs and missiles in Israel and Palestine is. Loki stands by his side.

The stories about Loki hints to the real problem between him and the society he has made his own. Official interpretations often claim that Loki is accepted and respected in the community. A more careful look will reveal, however, that the portrayal of Loki fulfils all the stereotypes of a classical scapegoat. With his cunning he helps sort out troubles for the Norse gods, but it is always emphasized that he was initially the cause of the problems. We do not know if it is true. It is written this way, but naturally we only have the natives' version of how this invasive god whose name means “the deceitful” became a traitor to “his own”. Even the bizarre rumours that Loki is the father of Fenris and the mother of the Midgaard Worm, two huge monsters he allegedly bred with a Giantess named Angerbode, is taken for gospel.

Nokkuð frjó og skemmtileg túlkun, þótt mér þyki ansi hart ráðist að Ásum. Ég meina, þú mætir ekki óboðinn í partí, drepur þjónustufólkið, heimtar koll undan settum gestum, kallar alla druslur og homma og þaðan af verra, og segir öllum sem mæla gegn þér að halda kjafti. Sjá Lokasennu. Hann byrjar flest sín svör með því að skipa viðmælandanum að þegja, og ef hann þekkir ekki viðkomandi þá spyr hann fyrst að nafni, og segir honum þá að halda sér saman:
Byggvir:

Veiztu, ef ek öðli ættak
sem Ingunar-Freyr,
ok svá sælikt setr,
mergi smæra
mölða ek þá meinkráko
ok lemða alla í liðo.

Loki kvað:

Hvat er þat it litla
er ek þat löggra sék,
ok snapvíst snapir?
at eyrom Freys
mundu æ vera
ok und kvernom klaka.

Byggvir kvað:

Byggvir ek heiti,
en mik bráðan kveða
goð öll ok gumar;
því em ek hér hróðugr,
at drekka Hroptz megir
allir öl saman.

Loki kvað:

Þegi þú, Byggvir,
þú kunnir aldregi
deila með mönnum mat;
ok þik í fletz strá
finna ne máttu,
þá er vágo verar.

Nei, svona hagar maður sér ekki. Eina vitið að binda viðkomandi djúpt í jörð, helst með þörmum sonar hans.

Einnig er greinarhöfundur að teygja sig dálítið þegar hann segir að Loki hafi ,,að sögn" fætt af sér Miðgarðsorm og Fenrisúlf, og hafi ,,að sögn" haft ábyrgð á því að Baldur varð ekki heimtur úr Hel. Þ.e.a.s. að þessar staðhæfingar sagnanna séu eitthvað minna áreiðanlegri en aðrar. Væri þá ekki allteins hægt að segja að Þór hafi ,,að sögn" farið í Austurveg að berja tröll, eða að Týr hafi ,,að sögn" misst höndina í munn Fenrisúlfs?

Tisk.

Hitt er samt rétt að Loka virðist smurt á allt það sem illa fer, og stundum dálítið klunnalega.
Þá gengu æsirnir á tal og réðu ráðum sínum, og var það kaup gert við smiðinn að hann skyldi eignast það er hann mælti til ef hann fengi gert borgina á einum vetri. En hinn fyrsta sumars dag, ef nokkur hlutur væri ógjör að borginni, þá skyldi hann af kaupinu. Skyldi hann af engum manni lið þiggja til verksins. Og er þeir sögðu honum þessa kosti, þá beiddist hann að þeir skyldu lofa að hann hefði lið af hesti sínum er Svaðilfari hét. En því réð Loki er það var til lagt við hann.

En já. Skemmtileg nálgun.

-b.

Eini góði uppstökki galdramaðurinn..

..er dauði uppstökki galdramaðurinn!Windows movie maker gúddness.

-b.

22 apríl 2007

Enn meiri Vonnegut: því sem er sleppt

Það merkilegasta við það hvernig vitnað var í Vonnegut eftir að hann lést er hverju var sleppt. Ég hef þegar minnst á það í sambandi við ljóðið ,,Requiem" (eða ,,Sálumessu") hvernig fyrri hlutanum af því ljóði var hent fyrir róða á meðan seinni hlutinn fékk að standa í minningargreinum. (Og nú þýðir lítið að segja að það hafi ekki verið til pláss, því á netinu þurfa menn ekki að teygja á leðrinu: það er andskotans nóg pláss til.) Ef til vill var það krossfestingin á Jörðinni sem menn héldu að gæti farið fyrir brjóstið á fólki, eða þá hvernig hann staðhæfir að mannfólkið sé að eyðileggja Jörðina, og að það viti alveg hvað það sé að gera -- það er eitt að sýna Jörðina að segja bless uppúr Miklagljúfri og annað að sýna mannfólkið krossfesta hana með fullri meðvitund.

Og hversu viðeigandi er það að maðurinn sem gerði hvað hann gat til að fara í taugarnar á illvirkjum og hálfvitum sé nú ritskoðaður til þess að einmitt sá hópur fái ekki kast.

En nóg um það.

Hérna er nokkuð sem var líka birt í NY Times, og ef maður gúglar dálítið sér maður hvar fólk hefur étið þetta upp eftir blaðinu og endurprentað:
The firebombing of Dresden, which had no military significance, was a work of art. It was a tower of smoke and flame to commemorate the rage and heartbreak of so many who had had their lives warped or ruined by the indescribable greed and vanity and cruelty of Germany. The British and Americans who built the tower had been raised, like me, and in response to World War I, to be pacifists.

Hér er svo næsta efnisgrein:
Two more such towers would be built by Americans alone in Japan. When they were built and then blew away, leaving nothing but ashes and cinders, I was on a furlough in Indianapolis, my home. And even though I had seen on the ground these effects of a similar total conflagration, I myself regarded those twin towers as works of art. Beautiful!

That was how crazy I had become. That is how crazy we had all become.

That is how crazy we remain today. Attacking a civilian population from the air, with or without warning, with or without a decleration of war, has become for most of us simply one more symbol, like the Liberty Bell, of national pride.

..Twin towers of smoke and flame. Óheppileg tilviljun, vissulega. En þarna er hann að sýna hversu auðvelt það er að fjarlægja sjálfan sig svona hörmungum. Hann var á staðnum þegar Dresden var sprengd í tætlur og fann þessvegna fyrir því, en sprengjuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki fannst honum bara nokkuð svalar. Og hann skammar sjálfan sig fyrir að finnast það, og skammar restina af Ameríku fyrir að segja já og amen við loftárásum á fjarlæg lönd, og að stæra sig jafnvel af því.

Ég hef ekki lesið mikið meira í þessari bók, það getur vel verið að þar sé haugur af dóti sem sé alveg jafnviðeigandi, en alveg einsog með ljóðið þá eru þetta næstu efnisgreinar á eftir því sem þeir prenta í NY Times og annarstaðar.

Þegar hann dó þá hugsaði ég með mér að fréttaflutningurinn hlyti að vera af aðeins hærri kalíber en gengur og gerist með selebba-dauðsföll. Ég hugsaði með mér að þeir sem hefðu á annað borð lesið Vonnegut myndu hafa næga virðingu fyrir honum til að segja eitthvað af viti. En á meðan það er endalaust gaggað um einhverja stórbrjósta druslu vestur á ströndum sem gerði sér ekki annað til frægðar en að giftast dauðvona peningasekk, þá fara menn á hálfgerðu hundavaði yfir feril þessa magnaða rithöfundar, og þora ekki að velta því upp hvort maðurinn hafi mögulega haft nokkuð til síns máls, núna þegar þeir fá ekta tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um það sem hann skrifaði.

Djöfull fer þetta í taugarnar á mér.

Ég er búinn að skrifa sjálfan mig í vont skap.

-b.

ForsíðaÞetta er æ-ði-slegt kóver. Ég get ekki ímyndað mér að nein saga inní blaðinu sjálfu jafnist á við þetta magnaða augnablik.

Sjáið skreytingarnar á trénu, og hversu vel maðurinn er gyrtur. Geymir hann öxina inní setustofu? Og hvernig kom hann líkkistuni inn að trénu án þess að frúin tæki eftir? (Hann hafði meira að segja fyrir því að setja kort á hana!) Ég sé fyrir mér langa og allt að því fáránlega uppsetningu, sem endar á þessu augnabliki: Hún sér líkkistuna, hún verður umsvifalaust sturluð af ótta (afhverju dettur henni ekki í hug að þetta sé brandari? Hún hefur greinilega grunað eiginmann sinn um græsku í dálítinn tíma..) og karlinn notar hikið til þess að setja allt í sveifluna. Lárétta sveiflu: Hausinn skal af.

Fokking æðislegt.

Las sjöunda hefti af All-Star Superman um daginn. Vonbrigði. En það er framhald í næsta blaði, kannske loka þeir þessu betur. Fyrstu sex heftin hafa verið frábær.

-b.

21 apríl 2007

Ljúgðu að mér, gæskan

,,PIN number" og ,,ATM machine." Fólk er í raun og veru að segja ,,Personal Identification Number number" og ,,Automatic** Teller Machine machine." Á íslensku segir fólk líka ,,PIN númer." Þetta er það sem ég spái í þegar ég geng heim frá metróstöðinni.

En hérna eru myndir:

Þetta fólk var í lestinni með mér á leiðinni frá flugstöðinni þegar ég lenti hérna á föstudaginn þarsíðasta. Og það var líka með mér á flugstöðinni þegar ég var á leiðinni út. Eða heim, sko. Við fylgdumst að.Hér er W sem ég braut uppúr glasamottu á Vínstofu Hvíts. Hún minnti mig á Wu-Tang tvöfaltvaffið.Og hérna er lista- eða skemmdarverk sem ég sá í gær á aðaljárnbrautastöðinni:

Sól í dag en enginn hiti. Bömmer.

-b.

**Eða ,,Automated".

20 apríl 2007

Hann ætlar að berjast við fasistana

Góða ferð til útlandsins, Ingi Björn!

Einnig:Lost er ennþá góður, South Park var mjög fínn, Slaughterhouse-Five kvikmyndin kom mér á óvart.. Er að klára fyrstu DS9-þáttaröð og mér skilst hún batni eftir því sem lengra líður. Trekkarar kalla það víst að þættinum ,,vaxi skegg" þegar hann verður betri með tímanum, vísun í einhvern gaur í TNG sem lét sér vaxa alskegg um svipað leyti og þeir þættir sóttu á. Gaurinn sem leikur Sisko hlýtur að hafa tottað og/eða riðið sér leið inní þetta hlutverk.. hann er ofboðslega slæmur. Og ég sem hélt ég hefði byrjað svo seint að horfa á þessa þætti þegar þeir voru sýndir á RÚV.. en ég man eftir sjötta þætti nokkuð greinilega. Hvernig líst ykkur á þá eplakrás?

Fólkið sem ætlaði að hafa samband við mig fyrir þann tuttugasta hefur enn ekki haft samband. Satans.

-b.

19 apríl 2007

Goodman: Vice President Cheney is saying this war can be won.

Chomsky: There's an interesting study being done right now by a former Russian soldier in Afghanistan in the late 1980s. He's now a student in Toronto who's comparing the Russian press and the Russian political figures and military leaders, what they were saying about Afghanistan, comparing it with what Cheney, others and the press are saying about Iraq and not to your great surprise, change a few names and it comes out about the same.

They were also saying the war in Afghanistan could be won and they were right. If they had increased the level of violence sufficiently, they could have won the war in Iraq -- in Afghanistan. They're also pointing out -- of course they describe correctly the heroism of the Russian troops, the efforts to bring assistance to the poor people of Afghanistan, to protect them from U.S.-run Islamic fundamentalist terrorist forces, the dedication, the rights they have won for the people in Afghanistan, and the warning that if they pull out it will be total disaster, mayhem, they must stay and win.

Unfortunately, they were right about that too. When they did pull out, it was a total disaster. The U.S.-backed forces tore the place to shreds, so terrible that the people even welcomed the Taliban when they came in. So, yes, those arguments can always be given. The Germans could have argued if they had the force that they didn't, that they could have won the Second World War. I mean the question is not can you win. The question is should you be there.

Sunshine (ekkert skemm) og Shooter (dálítið skemm)

Við Ýmir, Kristín og annar Björn kíktum á Shinshine í gær. Mér fannst hún bara helvíti góð. Og alveg ekta mynd til að sjá í bíói held ég. Maður gæti sagt að þetta sé bara Alien + Event Horizon + The Core + Solaris, en það eitt og sér er frekar ófrumleg nálgun. Myndin veit alveg að hún er að einhverju leyti að ganga troðinn veg, einsog hún kemur inná í þessum orðaskiptum:
Mace: We should split up.
Cappa: I don't think that's such a good idea.
Mace: Why, 'cause then we're gonna get picked off one at a time by aliens?

Í þessum klassísku geimhryllingsmyndum þá er svarið auðvitað já. Um leið og þið skiptið liði koma geimverur og drepa ykkur. Áhorfendurnir vita þetta og þessvegna hlýtur sú hugmynd að skipta liði að vera sjálfsmorð. En þetta kaldhæðna svar segir okkur að þessir gaurar hafa líka séð Alien, og að það sé bjánalegt að vera hræddur við skrímsli því þau eru ekki til. Þannig ýtir myndin öllum þessum gömlu geimræmum til hliðar og stillir sér upp í okkar raunveruleika, þó svo að hún sér auðvitað jafn fantasísk og hver einasta geimskipamynd sem manni dettur í hug.

Sunshine minnti mig dálítið á The Others að því leyti að hún notar ljós á sama hátt og aðrar sambærilegar myndir nota myrkur. Enda er sólin hrikalegt fyrirbæri ef maður spáir í því, og hvað þá þegar maður er kominn jafn nálægt og Ikarus-geimskipið er í myndinni. Skelfilegir, óhugnalegir hlutir sem þarf að fela eru ekki huldir í myrkri heldur baðaðir í ljósi. Sálfræðingurinn um borð kemur inn á þetta í byrjun myndarinnar, þar sem hann ber þetta tvennt saman. Myrkrið er einhverskonar fjarvera, segir hann. Maður getur týnst í algeru myrkri, flotið í tóminu. En andstætt þessari fjarveru sé ljósið alger vera: Það umlykur þig og fyllir þig að innanverðu (ahemm).

Fyrir honum er það einskonar trúarleg reynsla að baða sig í geislum sólarinnar, en ,,sólin sem Guð" er þema sem liggur til grundvallar allri myndinni, og teygir sig náttúrulega langt aftur í aldir. Maður getur síðan velt því fyrir sér hvað það þýði að vilja ,,endurræsa" Guð með því að fleygja í hann atómsprengju.

Ég er að leggja mig fram við að skemma ekkert, en það má vera að fólk sé búið að sjá mun meira en þetta í treilernum. En gott og vel. Ég hafði þrælgaman af myndinni og mér finnst að fólk ætti að sjá hana í bíó. Basta.

[Viðbót:] Hérna er helvíti fínt viðtal á guardian.co.uk við Danny Boyle og Cillian Murphy. Fullt af spoilerum samt.

...

Svo horfði ég á Shooter þegar ég kom heim. Hún leit út fyrir að vera blanda af öllum flóttamannamyndum sem ég hef séð (og ekki séð), plús hermannaklám og Syriana-stæl svartsýni á bandarísk stjórnmál og efnahagslíf. Og það er bara nákvæmlega það sem hún er. Skotbardagarnir eru kannske fínir svona út af fyrir sig (og ég er pínu veikur fyrir leyniskyttu-byssuklámi), en þetta pólitíska maus sem liggur til grundvallar öllu saman er útí hött. Gaurinn er drepinn afþví hann ætlaði að segja sannleikann? Hvaða máli skiptir það fyrir þessa tappa? Bófarnir eru einhliða repúblikana-skítseiði sem eru greinilega svo illgjörn að þeim vantar bara börn til að éta og hvíta ketti til að klappa. Hérna er kvót frá einum þeirra, sem er í treilernum:
There's always one confused soul out there who thinks that one man can make a difference. And you have to kill him to convince him otherwise.

Og þetta er í raun og veru myndin í hnotskurn. Hún reynir bæði að vera pólitískt drama á gráa svæðinu og um leið svarthvít saga af einum manni sem breytir heiminum. Já, og hrikalega skrifuð. Hún rennur áfram á annarri brautinni lengi vel, þarsem Wahlberg eyðileggur sönnunargögn sem hefðu hugsanlega getað hjálpað honum ,,afþví heimurinn er of flókinn til að þetta geti komið illa við þá sem ráða" og er loks fangaður af yfirvöldunum ,,því einn maður getur ekki sett sig upp á móti heiminum".. og svo snýr hún sér á punktinum og fer í hina áttina, þar sem hetjan sannar sakleysi sitt með hjálp Guðs-úr-vélinni, og leysir loks vandann með byssunni sinni.

Þú getur ekki látið óþokkana vera BÆÐI þingmenn og fjölskyldufólk, sem gerir það sem því sýnist vera heiminum fyrir bestu OG morðóða ofurbófa sem traðka á kettlingum og snúa uppá yfirvaraskeggið sitt. Og þú getur ekki spýtt svarthvítu harðhausasiðgæði inní raunhæfa mynd af geopólitískum flækjum og kapítalisma á heimsgrundvelli. Að minnsta kosti ekki ef þú vilt láta taka þig alvarlega, en Shooter vill greinilega ekkert frekar.

Næst á dagskrá: The Fountain og meira Star Trek: DS9.

Og já, einhver skóli líka..

-b.
A readily accepted notion is that when faced with the decision to take one's own life -- and, in some cases, the lives of coworkers, pets, friends and familymembers, fellow researchers or passers-by -- any effort to distance oneself from one's own beliefs is considered useless. That the assurance of imminent death and a tautological view on morality and truth are inseperably connected. To wit: In the face of death one has no need for sarcasm.

This idea seems to be rooted in mysticism and pop-culture psychology, and also raises questions of whether murderous or suicidal intent is facilitated by the aformentioned state of mind or vice versa. Does one kill because the world seems simple or does the world seem simple because one intends to kill? It has been said that irony is the last resort of the coward, but if the very last resort seems to be an M16 semi-automatic assault rifle, where does that leave irony?

17 apríl 2007

Punktar og pínu meiri Vonnegut

Hei, gleðifréttir! Hallur ætlar að koma í heimsókn í næsta mánuði. Stuð.

Maður hlýtur nú að taka svona plönum með varúð, sérstaklega þarsem enginn hefur ennþá látið sjá sig þrátt fyrir falleg orð, en nú var karlinn að selja mynd og teikningar og allt að gerast. Bara laggó.

Í öðrum fréttum þá keypti ég rúmlega 30 prósent feitan sýrðan rjóma núna um daginn. Yfirleitt kaupi ég 18%, en fann hann ekki þegar ég fór í búðina. En þetta er alger bilun. Pastasósan er auðvitað mikið betri á bragðið, en mér finnst eiginlega einsog ég sé að borða rjómalagaða tólg..

Ég fór í gegnum slatta af minningargreinum um Vonnegut í von um að finna eitthvað skemmtilegt til að setja upp, en án árangurs. Það sem vakti hvað sterkust viðbrögð var dánartilkynningin á Fox sjónvarpsfréttastöðinni, en mér finnst hún frekar smekklaus og kem ekki nálægt henni frekar. Allt á youtube.

Og hér er reyndar tribjútmyndband af youtube, kannske pínu væmið en slatti af flottum myndum af karlinum:Og hér er mynd sem hann teiknaði skömmu áður en hann lést, og er eiginlega mjög vel við hæfi. Sérstaklega ef maður man eftir óskinni í Breakfast of Champions.. En hvað getur maður sagt.-b.

Fyrsta síðan úr handritinu að Doktor Sleepless

Ef Ellis gæti nú bara skrifað heilar bækur einsog hann kann að skrifa stakar síður..

PAGE ONE

Pic 1
We're looking at a tall mirror in a dark room. And we see a man's reflection in the mirror, not the man himself. The DOKTOR is looking at himself. Stripped to the waist. He is very thin. He has his goggles in his hand. Looks at himself. Dark circles around his eyes, like he hasn't slept in years. SIX-GRID – THREE ROWS OF TWO.

DOKTOR
TODAY I STOP BEING REAL.


Pic 2
He looks down at the goggles in his hand, smiling sadly.

DOKTOR
NO-ONE'S GOING TO LISTEN TO A BOY GENIUS. NO-ONE'S
GOING TO LISTEN TO A PHILOSOPHER OR A TRAVELLER.

DOKTOR
NO-ONE CARES ABOUT AN ORPHAN, OR A RICH MAN, OR
SOME GROWN-UP GRINDER KID FROM HEAVENSIDE.

DOKTOR
ALL THE THINGS I'VE BEEN: NO-ONE'S EVER BEEN INTERESTED.


Pic 3
He starts putting on the goggles, getting the strap around the back of his head.

DOKTOR
WEIRD LITTLE JOHNNY FROM THE BIG HOUSE
ON SCARTOP; WHO EVER REALLY GAVE A SHIT?

DOKTOR
PEOPLE LIKE LISTENING TO CHARACTERS. CHARACTERS
ARE SAFE, BECAUSE THEY'RE NOT REAL.

DOKTOR
SO TODAY I BECOME A CHARACTER.


Pic 4
He gets the goggles over his eyes, and looks at himself.

DOKTOR
JOHN REINHARDT AND ALL THE THINGS HE'S SEEN: HE'S A BIT
TOO REAL. THE THINGS HE WANTS TO DO ARE A BIT TOO OBVIOUS.

DOKTOR
BUT IF YOU COVER HIS EYES, YOU CAN'T SEE THAT HE HASN'T SLEPT FOR A YEAR.


Pic 5
Zoom in as he looks in the mirror and grins a big crazy grin.

DOKTOR
BUT DOKTOR SLEEPLESS. HE'S SOMETHING ELSE ENTIRELY.

DOKTOR
WHO'S AFRAID OF A CARTOON MAD SCIENTIST?


Pic 6
Zoom out, to get his figure in shot, standing with his back to us: and there's an immense green GRINDER TATTOO covering his back.

DOKTOR
WHO'S AFRAID OF DOKTOR SLEEPLESS?

16 apríl 2007

Sálumessa / Requiem (eða: The Grate Crossover Potential)

Sko á tregawöttunum.

Nú laust fyrir helgi lést bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut á heimili sínu í New York. Árið 2005 gaf hann frá sér bókina A Man Without a Country, og lét hann þau orð fylgja að hún yrði hans síðasta verk, eins og raunin varð. Ljóðið sem hér fer á eftir birtist á lokasíðum bókarinnar, en síðasta erindi þess hefur verið birt í minningargreinum stórblaðanna vestanhafs, með tilvísun í hve viðeigandi það er að höfundinum látnum. Hér birtist ljóðið hins vegar í heild sinni, og í íslenskri þýðingu.

...

Sálumessa

Krossfest Jörðin,
fengi hún rödd
og eyra fyrir kaldhæðni,
gæti hæglega sagt
um misnotkun okkar,
„Faðir, fyrirgef þeim,
Því þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“

Kaldhæðnin væri
að við vitum hvað
við erum að gera.

Þegar síðasta lifandi veran
hefur dáið af okkar völdum,
hve ljóðrænt það væri
ef Jörðin gæti sagt,
röddu sem flyti upp
ef til vill
neðan af botni
Miklagljúfurs,
„Því er lokið.“
Fólki líkaði ekki vistin hér.


Requiem

The crucified planet Earth,
should it find a voice
and a sense of irony,
might now well say
of our abuse of it,
"Forgive them, Father,
They know not what they do."

The irony would be
that we know what
we are doing.

When the last living thing
has died on account of us,
how poetical it would be
if Earth could say,
in a voice floating up
perhaps
from the floor
of the Grand Canyon,
“It is done.”
People did not like it here.

...

Djammsessjón okkar Inga Bjarnar. Gaman að gera eitthvað smotterí til heiðurs karlinum.

-b.

Getiði hver leikur Fu Manchu

Ég stóðst ekki mátið og sótti cam útgáfu af Grindhouse. Hún er.. spes. Vægast sagt. En ég held ég þurfi að fá að melta hana aðeins.

Á morgun: sól á mánudegi.

-b.

15 apríl 2007

Og hérna er raus úr flugvélinni (lesist ekki)

Hlutir sem ég fæ á heilann um leið og ég sest inní flugvél:

One of us is crying lagið sem stelpurnar sungu í x-factor um daginn. Nema abba að flytja, held ég. Heilinn minn býður ekki uppá neitt minna. Engu til sparað.

Og nafnið The Defenestrator - ofurhetja úr haus Garth Ennis. Ofurkraftar hans eru að geta fleygt fólki útum glugga, eða de-fenestreitað því. Rosa fyndið.

Ég geri heiðarlega tilraun til að hlusta á poddköst en heyrnartólin ná ekki að yfirgnæfa suðið í vélinni. Mússík virkar betur þarsem maður þarf ekki að heyra hvert einasta orð. But god, I like it. When the moon is round and full, gonna teach you tricks that'll blow your mind, real mind.

Úti er ekkert að sjá nema hvítt. Allt í kring. Við gætum allteins verið grafin í fönn.

,,We're howling forever."

Ég settist niður tiltölulega snemma, við gluggasæti í þriggja sæta röð. Sigtaði strax út auðar raðir í kringum mig þarsem ég gæti breitt úr mér, skyldu einhverjir ánar hlamma sér í sætin við hliðina á mér. Þessar raðir fylltust smátt og smátt, en það settist enginn hjá mér. Bónus. Afhverju er ég ekki sofandi?

Flugstjórinn í kallkerfinu: ,,We expect a small flight collision."??? Neii. Hann hefur verið að segja eitthvað annað. Nema hann sé berdreyminn fatalisti.

Við Davíð kíktum á Bingó í Kópavoginum í gær. Víðir bauð okkur á rennsli. ,,Rennsli" er eitthvað leikhúslingó. Mér sýnist það þýða generalprufa, nema ekki alveg. Reynum þetta: Rennsli er fyrir generalprufu það sem generalprufa er fyrir frumsýningu. Eða er þetta kannske bara íslenskun á annars leiðinlegri slettu? General hvað. Hershöfðingjapróf?

Og afhverju eru orðin colonel og lieutenant svona ofboðslega ólík á pappír því sem þau eru á tungu? Curnel og leftenant. Plíngsj.

En já, Víðir og hinir leikararnir standa sig með prýði. Handritið virkaði stundum undarlega á mig, en ég pirra mig alltaf á því þegar leikarar fara með orð eða línur sem venjulegt fólk myndi aldrei láta frá sér. Ég þekki engann sem myndi nota orðið ,,dulúðlegur" í daglegu tali. Annars eru gömlu standardarnir til staðar: Gauksegg og föðurmorð, framhjáhöld, ofbeldi, dauði og skattar. Reyndar engin nauðgun og engin sifjaspell. Höfundur fær prik fyrir það.. ég spurði sjálfan mig hvort ég væri örugglega ekki á Íslandi ennþá.

Og hér er eitt: Ég geng alltaf í nýja flugstöð, í hvert skipti sem ég flýg frá Íslandinu. Núna virðast þeir vera búnir að breyta. Bara eftir að stinga nokkrum skjám í samband. Verslanirnar mynda ramma utanum þyrpingu af borðum og sætum. Leifsstöð er orðin moll: Það er allt gert til að rugla mann í áttum. Þú kemur útúr einni búð og þú gætir allteins verið að koma útúr öllum hinum búðunum. Maður sér bara borð og stóla og verslanabaug frá hægri og vinstri og allan hringinn. En þeir eru með ókeypis þráðlaust internet, sem er virðingarvert útaf fyrir sig.

Og ég man eftir því þegar maður sér Toby í fyrsta skipti í The West Wing. Hann er að skrifa einhvern djöful, ræðuhöfundurinn sjálfur, og flugvélin hans er að búa sig undir flugtak. Hann dreifir pappírunum sínum yfir á næstu borð og segir flugfreyjunum að það sé útí hött að fartölvan hans geti mögulega truflað rafeindabúnað flugvélarinnar. Hann þekkir þessa týpu náttúrulega alveg í þaula. Eitthvað eitthvað L-1011. Svo fær hann skilaboð um það að forsetinn hafi lent í reiðhjólaslysi, og rýkur á dyr. Hvíta húsið þarfnast hans.

Hvert var hann að fara? Við fylgjumst með lífi Tobys í rúm sjö ár þar á eftir, og hann fer aldrei framar uppí flugvél, nema í Air Force One, í fylgdarliði forsetans. Hann hefur ekki þorað að láta sig vanta framar.

,,It's got an apartment and an operating room."

Á hauspúðunum stendur ,,66° North - www.66north.com." Á farangurshólfunum eru límmiðar sem á stendur ,,Network covering 98% [og eitthvað sem ég sé ekki] - Siminn." Borðin eru auglýsingaspjöld fyrir Bláa lónið, Epal hönnun í Lefisstöð og Optical Studio - gleraugnaverslun. Er þetta alltsaman að greiða niður flugið mitt?

Á öryggisleiðbeiningunum í sætisvösunum eru karlarnir í jakkafötum frá Dressmann og konurnar í Levi's gallabuxum. Krakkarnir eru með 'hlæjandi húfur' á hausnum, þær missa ekki brosið einusinni þegar börnin spenna greipar utanum þær og búa sig undir brotlendingu. Björgunarvestin eru í boði Leviathan - hvalaskoðunar í Reykjanesbæ. Súrefnisgrímurnar eru merktar tóbaksvarnarfélaginu. ,,Reyklaust Ísland árið 2100. Sko í alvörunni í þetta skipti." Hverju andar maður ekki að sér fyrir góðan málstað?

,,But d'you know, no matter where we are, we're always touching by underground wires."

Mikið vona ég að ég þurfi ekki að standa í svona flugi aftur í bráð. Fyrir utan það sem kemur mér heim náttúrulega. Ég er ekki gerður fyrir þetta. Samkvæmt kínverskri stjörnuspá er ég hundur.. ég get alveg gúdderað það.

[Síðan lagðist ég niður og sofnaði.]

-b.

,,Þúst"

Ég gapti þegar ég kom útúr flugstöðinni í fyrradag. Brjáluð sól og læti maður. Ekta veður. Kom hingað heim um eittleytið og fór stuttu seinna að hitta Ými og Kristínu í Kongens Have rétt hjá Nörreport. Þaðan fórum við í grill um kvöldið og svo á barinn. Fullt af liði. Sól og bjór og frisbí. Það gæti farið svo að maður taki út sumarið áður en maður fer heim í sumar.

Í gær buðu hjúin mér í lasagna og ædol, og svo var meiri bar.

Og núna sit ég og skrifa drasl á dvd diska. Bea flutti út í gær og gaf mér gluggatjöld sem hún bjóst ekki við að þurfa í nýju íbúðinni. Með fylgdu stillanlegar gluggatjaldastangir, og ég reyndi strax að stilla aðra þeirra með því að toga hana í sundur af öllu afli. Skemmdi hana. En hún sleppur blessunarlega úr gluggakarmi í vegg (í staðinn fyrir vegg í vegg). Fleira? Nei. Eða jú. Tesopi og ofursamstarf mitt og Inga Bjarnar, þýðing á litlu erindi. Það er svo frústrerandi að ég hef ákveðið að yrkja ljóð um það. Ég kalla það ,,Það er erfitt að þýða einföld ljóð." Og það hljóðar svona:

.....

Það er erfitt að þýða einföld ljóð

The abuse of irony
Og nokkrar passívar sagnir
Fokk jú fokk jú fokk jú
Ef þú vilt skrifa svona einfaldan texta
Afhverju ertu þá ekki úti
Að grafa skurð?

.....

Þetta verður fyrsta ljóðið í nýju ljóðabókinni minni, Ljóðskáld eru hálfvitar™.

12 apríl 2007

Farewell, hello, farewell

Kurt Vonnegut er inn. Það gengur svona. Nú er hann í himnaríki (ha ha ha).

Ég fékk skilaboð frá Halli í morgun. Ég sá þau þegar ég vaknaði laust fyrir hádegi: ,,Kurt Vonnegut er død." Það er gott að eiga vini sem hlusta á fréttirnar á meðan maður sjálfur sefur.

Karlinn var og er einn af mínum uppáhaldsrithöfundum. Ég hef ekki lesið allt það sem hann gaf frá sér, en það heyrði til undantekninga ef mér líkaði ekki það sem ég las. Og núna dettur mér ekkert gáfulegt í hug til að segja um hann, nema kannske að hann hafði margt gáfulegt að segja um heiminn í kringum sig, og það er langtum betra að lesa bækurnar hans heldur en útdrætti og tilvitnanir í minningagreinum.-b.

11 apríl 2007

Þrennt smálegt

Sjálfsali í Kringlunni sem var lokaður. Ég veit ekki hvað maður á að selja sjálfum sér úr þessum kassa, en ég var a.m.k. feginn að þurfa ekki á honum að halda þá stundina.Smáhundurinn þeirra Óskars bróður og kærustunnar hans. Tík sem heitir Gúddsí. Þ.e.a.s. hundurinn.Ég með hattinn sem Már færði mér að vestan.

Kisið mig

... Okkur dótið hætti að vera sniðugt fyrir margt löngu síðan, en Eineygði kötturinn Kisi og hnakkarnir finnst mér nokkuð góð. Það er náttúrulega tími kominn til að einhver geri grín að þessari endalausu hnakkainnreið og það hversu fyrirhafnarlítið metrósexúal-gaufið hefur lagst yfir landið. Skýringarmyndin af hnakkanum er kostuleg, og dæmigerð fyrir söguna í heild. Að benda með hneykslunartón á hárspreyið, træbal-tattúin og rándýru fötin sem hnakkarnir hlaða utaná sig er kannske viðeigandi í svona sögu, en ekkert sérstaklega fyndið. Að þeir skuli vera andlitslausir, og með hnakka báðum megin á kollinum í staðinn er hinsvegar frábær punktur. Húmorinn í þessari bók er voða stúpid, en einstaka sinnum jafn beittur og hann er bitur.

Og nokkrir aulabrandarar einsog ,,felum okkur bakvið egóið hans Bubba" eru síðan brotnir inní söguþráðinn þannig að bókin virkar einsog eitthvað aðeins meira en runa af bröndurum - þótt hún sé alltaf endalaust stúpid: Egóið hans Bubba er skrímsli sem stækkar að lokum svo rosalega að það vinnur sigur á dómsdagsvélmenninu FM957. En það er bara fjör.

Merkilegast finnst mér að hún skuli, þrátt fyrir alla vitleysuna, skjóta inn nokkrum gullfallegum römmum. Síðan þarsem Björn Jörundur flýgur til bjargar á töskugeimskipinu sínu og grípur kanínuna, þarsem hún fellur úr turni skemmtistaðarins, er til dæmis mjög sérstök. Hún minnir frekar á ofur-Evrópska ljóðmyndasögu um svefngengla og prinsessur og ferðir til tunglsins heldur en ógeðisstrípu um eineygðan kött og klósettpappírsskrímsli. Heil myndasaga í þessum tón væri eflaust hrikaleg.. En síðan svínvirkar samt í þessu samhengi, og sýnir fýlupokum einsog mér að Hugleikur er fær um annað en spýtukalla og grótesku.

-b.

10 apríl 2007

Páskar klárast líkaÉg benti Halli á þessa mynd í gær og spurði sjálfan mig um leið afhverju ég hefði aldrei hent henni upp á liðhlaupið. Því ef ég set það ekki á netið þá er það ekki til. En þetta eru hundrað þúsund dollarar, og það er ólöglegt að eiga þennan seðil. Spáum í því. Og hérna er ávísunin sem keypti Alaska:Mér finnst reyndar einsog ég hafi sýnt þessa mynd áður, en hvað um það.

Tóti bróðir var fermdur í gær. Athöfnin tók klukkutíma, en ég mætti seint því ég var að leita að jakkafötunum mínum, sem einn vitleysingur hérna á Heiðarveginum hafði tekið í misgripum fyrir sín. Fötin mín voru semsagt mætt í kirkjuna á undan mér. Og til að bæta gráu oná svart hefur þessi sami vitleysingur verið að nota spariskóna mína sem vinnuskó síðan eftir jól, þegar ég skildi þá eftir inní forstofu. Þetta er akkúrat það sem ég þoldi ekki við að eiga heima hérna í den: ef maður vill eiga eitthvað útaf fyrir sig þá þarf maður helst að læsa það ofaní kassa og grafa kassann djúpt í jörð.

Veislan var svo haldin í salnum á Hótel Selfossi, nóg pláss fyrir fólkið og kalt hlaðborð í miðjunni. En svo kláraðist maturinn af borðinu og það gekk eitthvað illa að finna til meira. Fólk kom að tómu borði og tók það sem til var, þannig að þegar einhver bar inn bakka af kjúklingi seint og um síðir þá voru allir búnir að klára síðustu metrana á frönskum og hrísgrjónum. Frekar lélegt. En mér skilst það hafi verið eintómir lúðar í eldhúsinu þennan daginn.

Helvítis netið hérna er alveg að fara með mig.

-b.

07 apríl 2007

..meiri skepnan

Við sitjum heima hjá Davíð og spilum Soul Calibur. Í hvert skipti sem einhver tekur sopa þá þurfa menn að taka sopa. Okkur vantar ekki fágaðri drykkjuleiki hérna í Miklubrautina.

Víðir er hérna. Hann biður að heilsa öllum stelpunum sem hann svaf hjá um árið sem leið, og vonar að þeim klæi ekki í físuna. Já og hann biður að heilsa mömmu sinni og pabba líka.

Ég kíkti í fermingarveisluna hans Baldurs í dag. Hann er orðinn jafnstór mér. Þegar ég sá hann síðast náði hann mér varla í háls. Djöfull stækka þeir. Hann ætlar að verða risi einsog hinir karlarnir í ættinni.

Helvíti er þetta leiðinlegt lyklaborð. Maður þarf að erfiða fyrir hverjum lykli. Skrifaðirðu i alvöru BA ritgerðina á þetta Davíð?

Annars er ekkert. Premium er góður. Páskabjórinn hjá Tuborg er það líka en hann er fyrir austan. Semper Ardens páskaölið er mjög ljúft, en dýrt. Og ég verð ekki alltof vel settur eftir þessa heimferð.

Tuggur.

Heyrðu höldum þessu bara áfram. Skál fyrir sálarsverðinu.

-b.

04 apríl 2007

Flug - fegurð - framtíð (- fiskur?)

Best að skrifa þetta bara á meðan það gerist.

Ég er tímanlega á ferðinni í morgun. Vakna klukkan níu, kominn útúr húsi að verða tíu, lestin rennur af stað tuttugu mínútur yfir. Labbið í næstu flugstöð gengur áfallalaust, taskan sem ég tékka inn er rétt yfir 14 kílóum og ég fjúkka í huganum. Lána fjölskyldunni á eftir mér penna, vitandi það að hann skrifar illa en það er a.m.k. betra en ekki neitt. Þar sem ég sit og skrifa þetta sitja þau tveimur borðum í burtu.Við setjumst inní vél klukkan eitt, flugmaðurinn skipar ,,arm the plane," og landgangurinn bakkar aftur á sinn stað. Við erum greinilega að fara að sprengja Ítalíu eða þýskaland. Flugfreyjurnar eru byrjaðar á öryggisdansinum sínum (við horfum öll á hendurnar á þeim) þegar flugstjórinn endurkallar fyrri skipun: ,,disarm the plane."

Ókei.

Það eru tíu mínútur í vélvirkjana, segir hann. Einhver rofi þarna framí er bilaður. Við bíðum. Fjórir vélvirkjar mæta uppað landgangnum, tveir og tveir saman, hvort parið á sínum bíl. Rauðum nissan hábak. Stuttu seinna segir flugmaðurinn okkur að þeir hafi fundið hvað er að, nú þurfi þeir bara að finna tólin til að laga það. Tíu mínútur, segir hann. Svo líður og bíður. Og ennþá eru það tíu mínútur. Stelpan í sætinu á ská fyrir framan mig talar bara sænsku en það gerir engin af flugvfreyjunum. Hún spyr sífellt hversu langt sé þangað til við leggjum af stað. Tíu mínútur, segja freyjurnar. Einhverntíman á þessum tíu mínútum fer hún að gráta. Svo spyr hún hvort hún megi kveikja á símanum sínum, jú hún má það. Sendir foreldrum sínum skilaboð, sem ætla að sækja hana á flugvöllinn.

Flugfreyjan gengur framhjá og stelpan spyr hversu langt sé í brottför. Flugfreyjan talar bara íslensku, en gerir það hægt. ,,Það Gætu Verið Tíu Mínútur.. Eða Einn Klukku Tími.. Ég Veit Það Ekki." Og hún yppir öxlum.

Ég er pirraður og þreyttur. Legg mig yfir tóma sætið við hliðina, jakkinn í vegginn og sofna.Kallkerfið vekur mig klukkan að verða þrjú og færir mér hálsríg. Það er flugmaðurinn. Hann segir að þeir hafi borið kennsl á vandamálið, en þurfi að bíða eftir varahlut. Hann kemur frá Osló eftir tvo tíma. (Heppilegt að vélin hans sé ekki biluð, hugsa ég.) Síðan taki tíu mínútur að gera við vélina. Áætluð brottför korter í sex. Vinsamlegast takið þessa afsláttarmiða uppá 75 danskar krónur og fáið ykkur að borða inní flugstöð, kannske eitthvað að drekka. Gerið svo vel að taka allan farangur með ykkur úr vélinn [ef skyldi vera að vélin lagist bara ekki og við þurfum að farga henni, fleygja hræinu oní ómerkta flugvélargröf og segja ykkur að koma aftur á morgun].Piff. Mig langar ekki í mat. Ég kom með samloku. Kaupi mér kippu af Carlsberg og dollu af hnetum. Á dollunni stendur m.a. að hún innihaldi ,,flavour enhancer (E621)" og ,,may contain traces of nuts." Ég skyldi nú vona það. Rusla því oní mig á meðan ég sit og skrifa um það hvernig ljóta flugfélagið fer með mig. Kaupi líka svona hipp lítinn tinbauk af Fisherman's Friend. Hef ekki séð þá áður. Þegar ég opna hann er poki af Fisherman's Friend inní. Seim óld seim óld.Batteríið á lappanum hrynur niðrí 72 prósent á meðan ég skrifa og það er bara kominn klukkutími. Ég verð að öllum líkindum ekki kominn í bæinn fyrren um níuleytið að staðartíma. En í millitíðinni á ég nokkra bjóra og slatta af hnetum. Og hálsríg.

...

Nú er ég kominn í vélina, það eru tæpir tveir tímar í lendingu. En sjáum nú til.

Klukkan korter í sex er okkur hleypt aftur inní vél. Okkur er bent á að fjölskyldur með ung börn hafi forgang, og ég undra mig á því að þau vilji láta þann hóp bíða inní flugvél lengur en okkur hin. En gott og vel. Allir setjast í sætin sín nema ég, en það er par af gömlum austanlandsbúum í tvíplássinu sem ég hafði áður útaf fyrir mig. Ég segist hafa þetta sæti en þau virðast ekki skilja hvað ég á við. Ég sest í aftari röð, en hef blessunarlega ennþá tvö sæti útaf fyrir mig. Allir eru sestir og vilja burt, en ekkert gerist. Ein af flugfreyjunum gengur framhjá og fær spurninguna: ,,Förum við ekki að fara í loftið?" Ekki strax, segir hún, ,,þeir eru að gera við." Ennþá. Og hún veit ekki hvað við skulum bíða lengi enn.Hálftíma eftir að við setjumst kemur flugmaðurinn í kallkerfið og útskýrir stöðuna. Varahluturinn er fastur í tollinum, eitthvað sem þeir áttu alls ekki von á. Fimm mínútur í að hann komist til okkar, og svo tíu til tuttugu mínútur í viðgerðir og svo fljúgum við, segir hann. Þetta með tollinn er annaðhvort sorgleg lygi eða ennþá sorglegri sannleikur - bölvað flugstöðvaskrifræðið er samt við sig.

Flugfreyja grípur í kallkerfið og endurtekur á íslensku það sem flugstjórinn sagði áður á ensku. Fimm mínútur, tuttugu mínútur. ,,Má ég fá mér sígarettu á meðan?" spyr ljóshærður móhíkanagaur, þrem röðum fyrir framan mig. Mér fannst það gott hjá honum. ,,Mín vegna." ,,Nei," segir flugfreyjan, ,,því miður." ,,Afhverju ekki?" ,,Því miður."

Einhverju síðar tek ég eftir því að rauði Nissaninn er kominn aftur. Og korter yfir sjö, réttum sex tímum eftir að við áttum að fara í loftið, fáum við skipunina aftur í pall: ,,Arm the flight." Einhverjir ánar afturí vél klappa þegar vélin sleppir loksins jörðinni en flestir eru drullupirraðir. Á þeim tíma sem við biðum eftir að þeir skiptu um varahlut hefðum við getað farið heim til Íslands og aftur tilbaka. Mér finnst það frekar fyndið. Og það hefur náttúrulega ekkert uppá sig að pirrast útí flugfreyjurnar. En mér þykir furðulegt að þessi bilun skuli ekki hafa komið upp fyrren við vorum að leggja af stað. ,,Hjá Iceland Express er öryggið ávallt í fyrirrúmi," byrjar textinn við öryggisdansinn. Maður má kannske vera feginn því að þeir skyldu grípa bilunina áður en vélin var komin í loftið, en mér þykir það lélegt öryggisviðmið að hafa ekki yfirfarið helvítis blikkdósina áður en fólk er sest inní hana.

Og hana.

Einn og hálfur tími í lendingu. Hlusta á Ratatat og á ennþá tvo bjóra eftir af kippunni sem ég nenni ekki að drekka.

Eru þetta Færeyjar? Greinilega. Hm. Ég hef ekki séð færeyjar áður. Þær rétt gjægast útundan skýjahulu sem nær síðan eins langt og ég greini, rennur saman við himininn í fyrst rauðum, svo gulum, svo bláum og þaðan uppí dekkri bláan með skýjum sem hanga ennþá ofar.

Það er ekki erfitt að ímynda sér að stíga niður í þessa hvítu breiðu, leggja vegi og skólprör og setjast að í kulda og blæstri og eilífri sól yfir Norður-Atlantshafi. Ja, ég myndi vitaskuld ekki gera það sjálfur.. ég myndi fá fólk í það. Ýta því síðan framaf þökunni þegar það vill fá greitt.

Og núna er ég bara að skrifa það sem mér dettur í hug því ég hef ekkert annað að gera. Gaukur í blá/hvít-teinóttri skyrtu gengur um gólf með ungabarn. Fólk situr og les og stendur í biðröð á klósettið. Vélin titrar pínulítið. Framundan sé ég hvar ægistór sprunga skiptir hafsbotninum í tvennt og gleypir sjóinn sem vellur yfir barmana, einsog Færeyjarnar hafi sest í kúfullt baðkar. Hvað verður um allan þennan sjó? Fyrir aftan mig stendur vængurinn útúr vélinni. Hann blikkar sprunguna með broddljósunum. Hún gleypir blikkin líka.

Batteríin í vélinni duga mér þartil við komum að ströndum Íslands. Kannske skemur. Þannig að ég kem ekki til með að geta lýst þjóðvegum í hrauni jafnóðum og ég sé þá. Sem er eina skemmtilega leiðin til að lýsa þjóðvegum. Og hrauni. Og nú sé ég að við erum með mótvind. Það hlaut að vera. Lítil stelpa í hvítum bol labbar framhjá mér. Í röðinni við hliðina stendur lítil ljóshærð stelpa og spjallar við sköllóttan mann. Ég sé sænsku stelpuna hvergi, en hún hlýtur að vera hérna einhverstaðar. Og ungabarnið sem röltir um gólfin. Og minnsti strákurinn, bróðir stelpunnar í hvíta bolnum. Fólk er að flýja land með börnin sín.

Bill Hicks vildi banna börn í flugvélum um leið og þeir bönnuðu reykingar. ,,Fyrst þið seinkið vélinni, má dóttir mín þá koma með okkur til Íslands?" ,,Nei, því miður." ,,Afhverju ekki?" ,,Því miður." Konan sem á ljóshærðu stelpuna minnir mig á Jónínu, systur hans Fúsa. Ég var svei mér ekki viss þegar hún gekk inní biðstofuna. En nei, Jónína hefði haft tvö börn á mjöðminni, ekki bara eitt. Það borgar sig að muna svona hluti.

Klukkutími í lendingu. Helvíti er að geta ekki sofið. Fyndið að sjá öldur svona útá rúmsjó.-b.

02 apríl 2007

Flugtak í nánd

Jæja, ég legg af stað eftir sirka fimmtán tíma. Þ.e.a.s. af flugvellinum. Már fór til Bandaríkjanna í morgun. Hallur fór í Gunnarsholt. Allir að fara austur vestur, ekkert annað í stöðunni. Ætli Már hafi tekið með sér páskaegg? Þeir eru með nokkur svoleiðis í Bilku, en enga strumpa eða páskaunga. Ég veit ekki hvað er inní þeim en ég efast um að maður finni töggur.

Ég keypti góða skinku í dag. Skinkan er stórt atriði. Skinka og ostur á bagettu er nestið í flugvélina. Ég man ennþá eftir samlokunum sem ég tók með mér í lestina frá Quimper um árið. Skinka, ostur og tómatar. Úff. Best í heimi.

Það er ekki beint þéttpakkað plan í gangi. Tóti bróðir er að fermast á mánudaginn, annan í páskum. Hér er mynd af honum:Ooog.. já, hér er víst einhverskonar prófíll. Hann segist fíla absynthe, lesbíur og My Chemical Romance. Hvern hefði grunað? Ég hef ekki prófað að gúgla bræður mína áður.

En já. Fyrir utan það geim verð ég að finna mér eitthvað dundur. Hina átta níu dagana. Sjáumst heima í kaldanum.

-b.