29 apríl 2008

Myndir og ráðleggingar fjöldamorðingja

Ég fékk myndasögupakkann minn í dag, jei. Böns af blöðum. Þar á meðal The Invisibles númer 16, þarsem Morrison sendir lesendum þessi skilaboð:



Það má vera að þetta sé til uppskrifað á netinu, eða jafnvel í mynd, en ég var með skannann við höndina..

Og svo rakst ég á enska þýðingu á Gauragangi núna áðan. Kápan er undarleg:



en ég held að hún hafi ekki komið út á ensku áður.

Svo fann ég hérna myndir af persónum úr The Wire, teiknaðar einsog þær séu í The Simpsons. The.. Wiresons? Nei. Æ. En hérna er ein:



Og smellið á myndina fyrir fleiri dæmi.

OG OG og, þetta er það besta síðan eitthvað í síðustu eða þarsíðustu viku:

Gaur skrifar bréf til fjöldamorðingja og annarra, þarsem hann þykist vera tíu ára gutti, og spyr þá ráða: Á hann að hætta í skólanum? Hvernig getur hann safnað sér fyrir seglskútu? Sá fyrsti heitir Richard Ramirez og er víst kallaður ,,The Nightstalker". Hann svarar stráksa á sérhannað bréfsefni með THE NIGHTSTALKER í hausnum. Mig langar að finnst það svalt en líklega er það bara óskaplega truflandi og hræðilegt og skuggalegt.

Það er svona upp og ofan hvað þeir hafa til málanna að leggja, morðingjarnir, en þótt þið nennið varla að lesa svonalagað þá er algert lágmark að sjá bréfið hans Charles Mansons. Sjúklegt. Og sjúklega fyndið.

-b.

25 apríl 2008

Ó já, ó já já.



Ég er/var geðveikt góður í Bionic Commando. Gaur með byssu og vél-arm, sem getur ekki hoppað? Æðislegt.

Davíð sýndi mér þetta vídjó í gær og við spiluðum Street Fighter, harmandi það að við gátum ekki spilað Mortal Kombat II.

-b.

ps. Ég sat í bílnum um daginn og fattaði alltíeinu hvað ,,entitilitis" er. Skrýtið. En það er í raun ,,entitleitis", tilætlunarsýki.

24 apríl 2008

Í tilefni gærdagsins

(eða: Af öskrunum skulið þið þekkja þá -- fæðingarhálfvitana.)

Ef ,,Gas, gas, gaaas!" er ekki frasi ársins** þá þarf eitthvað mjög merkilegt að gerast á næstu mánuðum.

-b.

** Þar sem frasi ársins þarf ekki að vera neitt hnyttið eða sniðugt eða skemmtilegt, heldur bara eitthvað sem grefst í minni.

Í tilefni dagsins

(Sungið við lagið ,,Nú er sumar".)

Nú er sumar
gleðjumst sumar
gaman er í sumar
nú er komið sumar
sumarið er sumar
sumar sumar sum
ar sumar sumar.

23 apríl 2008

Enn um CCA-dótarí

Í tengslum við greinina um Wertham og réttarhöldin yfir myndasögunum - Eddie Campbell las sama dót og bendir á hluta úr samtali Frank Miller og Will Eisner:

...

(Frank) MILLER: Didn't they also just happen to write the Code sentence by sentence to shut down Bill Gaines?
(Will) EISNER: No.
MILLER: But they even prohibited the names of his books! Nothing with "crime" or "horror" in the title.
EISNER: I don't know. I wasn't present at the writing of this thing.
MILLER: It seems to me it was a pretty shitty job, putting the best publisher out of business.
EISNER: Well, I don't know if he was the best publisher at the time. You call him the best publisher? I don't know if historians will agree with you.
MILLER: He had the best line out there at the time.
EISNER: I don't know why you'd call him the best publisher. Is that because he was publishing some of the best stuff?
MILLER: Because EC represented as high a quality standard as I've seen in commercial comics.
EISNER: Well, he had good people.
MILLER: Well, what else makes a good publisher?
EISNER: All right, I don't know.
MILLER: He published really good work.
EISNER: Oh, no, no. I just challenged why you selected him as the best publisher. Also, I don't know where you get your evidence for--
MILLER: I read the Code.
EISNER: But I don't think they sat down and designed it to put him out of business.
MILLER: It listed the titles of his books and said, "You can't use these titles, you can't use these genres!" Everything he did is listed there as being forbidden, and that's about all that's forbidden.
EISNER: They listed his books in the Code?
MILLER: They don't say, "No Crime SuspenseStories." They say, "There will be no comics with the word 'crime' in their title, or 'terror,' or 'horror.' There will be no living dead. There will be no stories that disrespect authority." It's pretty much a laundry list -- that is, without outright saying, "There will be no EC Comics," that's pretty much what it says.
EISNER: To me that's different. It's Charlie Biro (editor at Lev Gleason Pubs) who was using the word "crime," so it was aimed at him too, wasn't it? I challenge why you conclude that it was designed to put EC out of business; I'm not saying I know differently, I'm just challenging your assumption. I don't know whether it's true or ot. I don't think it was written to put Gaines out of business.
MILLER: That's my understanding at least.
EISNER: I think it's written to defend publishers against what they expected would be an avalanche of litigation that would put the comic book business out of business. The Carlino proposal, legislation in New York that I was debating against, was a law that governor Dewey vetoed; it would have forbidden the sale of comic books on newsstands.

...

..og hann vill meina að Miller hefði betur hlustað á gamla manninn en að þröngva skoðun sinni uppá hann, þar Miller var ófæddur þegar réttarhöldin svokölluðu áttu sér stað. Já. Ég gluggaði einhverntíman í þessa samtalsbók en nennti ómögulega að lesa hana, þarsem ég hef aldrei haft neinn áhuga á Eisner og lítið meiri á Miller. Hinsvegar er áhugavert að lesa þetta í ljósi þess hvernig Wertham er fram settur í The Dark Knight Returns.

Þaðan bendir hann á umfjöllun um bókina The Ten Cent Plague, sem virðist mikið í mun að dramatísera réttarhöldin og halda Wertham í hlutverki skúrksins, þess sem æpir lygar og æsir móðursjúkan lýðinn í að kremja grey minnimáttar myndasöguútgefendurna - svipað og Miller.

Hinsvegar kem ég alltaf aftur að þessari túlkun Beatys að Wertham hafi einungis verið að biðja um aldurstakmark á sumar bækur, enga ritskoðun eða slíkt. Þess í stað var The Comics Code Authority stofnað af forsvarsmönnum sambands útgefenda. Uppúr Wikipedíu:

The CCA code was based upon the largely unenforced code drafted by the Association of Comics Magazine Publishers in 1948, which in turn was modeled loosely after the 1930 Hollywood Production Code. The CCA, however, imposed many more restrictions than its predecessor.


Hollywood Production kóðinn var lagður af árið 1968 og í staðinn tók við flokkunarkerfi MPAA-stofnunarinnar (G, PGA, R, X osfrv.). CCA-kóðinn missti vægi sitt hægt og rólega á áttunda og níunda áratugnum og nú eru DC og Archie Comics einu fyrirtækin sem hirða um hann. Marvel notar sitt eigið kerfi. Og svo framvegis.

En það er þessi samsteypu-ritskoðun, andspænis ríkisrekinni ritskoðun, sem mér finnst athyglisverð. Það hefur jú verið tíundað hér og hvar hvernig MPAA-kerfið er meingallað, og þessi CCA-kóði var handónýtur. Nú er hinsvegar svo komið að kvikmyndir eiga mjög erfitt með að fá dreifingu hafi þeim ekki verið rennt í gegnum MPAA-ferlið, en myndasögusjoppur selja hvað sem selst.. Sölukerfið er líka allt öðruvísi þeim megin. Og ég nenni í sjálfu sér ekki að tíunda það. Kannske var þetta ekki svo áhugavert eftir allt saman.

Reading Comics er skemmtileg á köflum og oft mjög áhugaverð. En þar eru Eisner og Miller einmitt teknir til umfjöllunar í sama kaflanum. Fyrri helmingurinn er að miklu leyti nokkurskonar primer fyrir þá sem vita lítið sem ekkert um myndasögugeirann bandaríska, söguna og menninguna. Síðari helmingurinn samanstendur af stuttum greinum um hina og þessa höfunda. Mér sýnist ekki vera nein stór thesa í gangi, síðari hlutinn er samtíningur og fyrri hlutinn er laaaangur inngangur einsog til að láta bókina líta út fyrir að vera eitthvað annað en greinasafn.

En Wolk er skýr gaur, hann hefur eitthvað áhugavert að segja um hvern og einn, sem er jákvætt í sjálfu sér. Ég hafði hugsað mér að fara á hundavaði yfir fyrri hlutann og lesa síðan um þá kappa sem ég hef þegar lesið, en mér sýnist ég nú ætla að lesa þetta allt, eða að megninu til. Vitræn umfjöllun um myndasögur sem ég hef haft gaman af eða gæti hugsað mér að lesa? Já takk.

Blókið hans Wolks er hér en ég hef ekki skoðað það ennþá. Kannske er það rusl.

Það sem fer kannske helst í taugarnar á mér við hann er það að hann skuli alltaf finna eitthvað til að kvarta yfir í verkum höfundanna sem um ræðir. Þetta er einsog einhver fræðikennda-varnagli: ,,ég er rosa hrifinn af myndasögum og þessir höfundar eru æði, en þetta og þetta og þetta hér er allsekki nógu gott og ég veit það og skil það vegna þess að ég er fræðingur, ekki fanboj." Hjá Alan Moore er hrynjandinn í tali persónanna vandamálið. Stundum. Ekki alltaf, bara í einstökum tilvikum, en það er nóg til að metta fræði-egóið býst ég við.

En það má vera að það eigi rétt á sér.

Hei og Steve Ditko er snar.

-b.

21 apríl 2008

ÞÍNA AUGLÝSINGU HÉR - NÁÐU TIL FJÖLDANS - AUGL@SKRIFRIT.IS

Eins og glöggur lesandi benti á núna um helgina þá hefur liðhlaupið tekið umtalsverðum stakkaskiptum síðustu daga. Þetta er ekki bara eitthvað eitthvað útí bláinn heldur hef ég ákveðið að gerast þáttakandi í vaxandi iðnaði blókskrifa og seldi því síðuna til SkrifRita hf. Þannig er ég ekki lengur bara einhver slúbbert útí bæ sem nöldrar utaní fólki sem hann hittir aldrei, heldur er ég kominn á launaskrá og fæ því borgað fyrir alltsaman.

Ég hef að vísu ekki fengið á hreint ennþá hver launin eru eða hvað ég þarf að gera nákvæmlega til að fá þau greidd.. hugsanlega þarf ég að breyta stefnu skrifanna enn frekar og fá eitthvert spons inní dæmið. Mér skilst að sum fyrirtæki borgi fólki pening fyrir að pranga vörum inná vini sína, þar séu vinaleg samskipti einsog spjall og netskrif orðin að auglýsingum.

Ég las allavega um eitthvað á þá leið þarsem ég stóð í Hagkaup og blaðaði í Vikunni, beið í röð til að geta borgað vörurnar mínar. Í körfunni var eftirfarandi: Hálfur grillaður Hagkaups-kjúklingur (á tilboði á þriðjudögum, æðislegt!), hrásalat frá Kjarnafæði (ómissandi meðlæti með kjúklingi, já eða bara hverju sem er), Brazza-appelsínusafi (C-vítamínið er gott fyrir tennurnar, sjónina, litarhaftið, skynsemina og þolinmæðina) og eins mikið og ég gat borið af Gerber barnamat (: nú ekki bara fyrir ungabörn, stórar krukkur fyrir vandláta piparsveina, holl næring í handhægum umbúðum!). Já og allskonar exótískt grænmeti og indverskar sósur, því úrvalið í Hagkaupum er alveg hreint makalaust.

Ég veit að þið óskið mér öll velfarnaðar á þessari nýju braut og ég þakka heillakveðjur fyrirfram.

-b. (drekkur Sprite©)

18 apríl 2008

It's insane, this guy's taint / The world shiiiines

Ég fékk heilan haug í pósti í dag. Og síðan fór ég í vinnuna. Mamma kallaði á mig í hádegismat, við hittumst á Ruby Tuesday og það var helvíti gott. Mér líður samt einsog ég sé að fara á bakvið heitstað minn, Grillhúsið. En maður getur ekki hitt allt fólk á sama staðnum.

Alveg einsog maður hittir ekki alla klæddur í sömu fötin. Gerir maður það nokkuð?

Samband manns við staðinn sem hann finnur sig í hefur áhrif á hegðun hans og útgeislun. Samt myndi maður ekki vilja taka á móti hverjum sem er á þeim stað sem manni líður hvað best á. Kannske vill ég halda í þessar ólíku hliðar framkomu minnar, mér finnst ágætt að þurfa ekki að vera sami maðurinn allstaðar.

Síðan tók við rólegur rólegur föstudagur. Sem betur fer er vinnunni að ljúka, svo fer ég heim og set í ofninn.

Á morgun stendur til að kíkja á leikritið sem Víðir er í akkúrat núna. Við Hallur ætlum allavega að skella okkur. Ég hugsa að ég hafi ekki farið í leikhús síðan við Davíð og.. Hlynur? fórum á rennsli í síðasta leikritinu hans Víðis. Það var áður en ég fór til Danmerkur, minnir mig.

Já og skatturinn í Dk var að senda mér bréf. Ég skulda þeim víst engan pening. Það var ágætt, ég hafði ekkert hugsað til þeirra síðan ég flaug heim. Má ég kannske vera sáttur við að þeir hafi ekki áætlað á mig? Varla.. Auk þess heldur enskudeildin í KU áfram að senda mér tölvupóst. Allir elska svala Björn.

-b.

17 apríl 2008

Tveir fjórir sex átta þjóðvegur



Jay-Z verður þarna samkvæmt nýju plani. Muniði gaurinn sem rappar nokkur kynnisorð áður en Rihanna syngur um regnhlífina sína í samnefndu myndbandi?

Annars þyrfti maður að gera einhvern skurk í því að tékka á böndum. Ég þekki kannske svona fimm bönd á þessum lista.

-b.

16 apríl 2008

I'll tell you about punk rock, punk rock is a word used by

Hérna er það sem ég hugsa um næstuna:

Ég ætla að fá mér skyndilegan mat í kvöld. Ég ætla að koma heim og taka uppúr töskunni minni og þá verður hann þarna alltíeinu, eða: skyndilega.

Nú er ég kominn inní fjórar bækur sem ég hef gaman af: Running Dog, Sjónhverfingar, Invisible Forms og Reading Comics. Mér finnst ég verði að klára Running Dog (mikið er gaman að lesa margar bækur eftir sama höfundinn), en hinar get ég blessunarlega skautað yfir á köflum. Hugsa ég.

X-Files er orðið neyðarlega lélegt í lok áttundu þáttaraðar. Það kemur mér samt á óvart að Dogget skuli vera hættur að fara í taugarnar á mér. Hann er enginn Mulder, en hann á heldur ekki að vera það.. og ég hugsa að Robert Patrick skili sínu ágætlega þrátt fyrir að handritshöfundarnir séu gersamlega komnir í þrot.

Ég á einn þátt eftir af áttundu, og svo er það sú níunda og síðasta. Ég skal klára þetta, jafnvel þótt það gerist kvöð frekar en kær skemmtun.

Við erum farnir að iðka píluvúdú í Skaftahlíðinni. Núna á næstu dögum má búast við því að nokkrir þjóðþekktir (og heimsþekktir!) einstaklingar fái bólur og jafnvel blæðandi sár í andlit og axlir. Svona eru galdrarnir: það fá allir að vera með.

Og í Hringadróttins-hljóðbókinni minni eru Gandálfur og Fróði og félagar á leiðinni heim. Þeir hittu Sarúman rétt í þessu. Stígur er orðinn kóngur, rosa gaman. Það er samt hellingur eftir af bókinni, og svo allir viðaukarnir. Ég leik mér samt við þá hugmynd að fara að horfa á myndirnar aftur.. ég byrjaði á þeirri fyrstu eftir að ég kláraði Föruneytið en.. ég var truflaður? Ég man það ekki nákvæmlega.

Ég ætla að reyna að kaupa þessar ákveðnu tilteknu myndasögur á ebay og svo ætla ég að eyða reikningnum mínum og grafa hann í jörð. Og strá salti yfir. Þetta er stórhættulegt.. sáuði hvað kom fyrir stelpuna í framhaldsskólanum sem fékk sér VISA kort? Svona getur þetta gerst, í dag er ég að kaupa örfáar myndasögur erlendis frá og svo áður en maður veit af er ég farinn að selja msn-webcam samtöl við mig þarsem ég klæðist hnéháum leðurstígvélum og serði geit.

Hvaðan kemur þessi geit Björn?

Éééég veit það ekki, ég hélt hún væri með þér. Kannske skildi Sævar hana eftir.

Sævar er með ofnæmi fyrir geitum.

Hvernig veist þú hvaða ofnæmi hann er með?

(GEIMVERURNAR LENDA)

Aaa geimverurnar taka okkur!

Geimverurnar, þær eru komnar!

-b. (takk Radíus)

ps. Sævar hvað gerðiru við þvottaefnið? Ekki segja að geitin hafi tekið það, þú veist þú átt enga geit.

14 apríl 2008

Bjössi og Júlli bræða gellurnar

Frændur í fríi

Þarna erum við frændurnir, sá elsti og sá yngsti.

-b.

Ort á gemsann föstudagskvöld á Krús

Björn í glasi
bjór í bauk
vær í fasi
viskístauk
settist að
og súpti það
sem uppúr fauk
einsog dögg
af dælu grasi
Björn í glasi
bjór í bauk

11 apríl 2008

Hver man ekki eftir...

Break frostpinnar!

...að vera með sítt að aftan og borða frostpinna?

Þessi drengur hefur samt ekki snert á sínum. Ekki furða, hann virðist vera skíthræddur við þá greyið.

-b.

Ég er kjöt, en samt frekar merkilegt kjöt

Ég er að hugsa um að kíkja austur á Selfoss núna í kvöld. Allir þeir sem vilja koma auga á mig þarsem ég sit undir stýri og ek bifreið minni eftir báruðum veginum mega stilla sér upp við Ártúnsbrekkuna eða Sandskeið, eða á milli Kambanna og hringtorgsins við Hveragerði. Þess á milli vil ég fá frið til að keyra.

Takk fyrir.

-b.

10 apríl 2008

Ógó vær blundur

Ég fékk mér lúr núna áðan, í sófanum uppi á kaffistofu. Þetta var einn af þessum lúrum maður. Hann var alveg snar. Ef ég gæti fengið alla mína hvíld í svona smálúrum á kaffistofum og þessháttar, þarsem fólk á næsta borði kjaftar og drekkur, þá myndi ég íhuga það vandlega.

Er óhugsandi að það starfi norn á N1-stöðinni á hringbraut? Hvort sem hún veit af því eður ei? Ég kom við á leiðinni í vinnuna, hálfsofandi og leiðinlegur, greip mér skyr.is drykk úr hillunni og missti hann í gólfið á meðan ég skoðaði samlokur. Nemahvað: dollan sprakk og bleik mjólkin vall útá gólfið og undir samlokuskápinn. Ég hóaði í afgreiðslumann sem hóaði í pólska skúringakonu.** Ég gekk að borðinu með annan skyrdall og sagði ,,ég skulda víst tvo svona, ég missti einn í gólfið.." og benti. ,,Þetta er víst einn af þessum dögum" sagði hún. ,,Já ætli það ekki" sagði ég, án þess að gera mér almennilega grein fyrir því hvað við vorum að tala um.

Hafði allt gengið á afturfótunum á vaktinni hennar þangað til? Ég var ekki á ferðinni þarna fyrren uppúr átta, þetta fólk mætir í vinnuna um sjöleytið, jafnvel fyrr. Eða var hún bara að gera lítið úr þessu óhappi og sagði það fyrsta sem henni datt í hug, eitthvað sem við þekkjum úr sjónvarpi - ,,einn af þessum dögum". Þetta er varla íslenska.

Eða sá hún færi á svartagaldri og ýtti mér, ringluðum af svefni og neyð, yfir í hugarástand vonleysis? Þarna stendur hún og hefur áhrif á hugsanagang fólks daginn út og inn. Er þetta þrautæfð íþrótt eða óviljaverk? Er þetta tiltekna viðskiptarými iðandi svarthol drepsýni og dugleysis, sem gleypir kjark og þrek? Orð hennar grófu sig innúr óvarðri hlustinni og settust að í botni meðvitundarinnar. Galdrar eru orð, hvílík ómennska að sauma þeim inná mann þegar maður er varla með rænu til að slá þau frá sér.

Þannig að fyrir atbeina þessarar afgreiðslustúlku, og sökum þess að ég gleypti galdurinn hráan, var ég korteri á eftir sjálfum mér frameftir degi. Það var ekki fyrren ég rumskaði af þessum snargeðveika blundi núna áðan að mér fannst ég hafa vaknað í réttu rúmi. Þetta var áreynslulaus hvíld, draumsvefn undir mjúkum augnlokum þarsem ímyndunin heldur manni við efnið en gerist ekki svo ágeng að maður sjái eftir draumnum þegar hann hverfur útí etrið.

Ég hef oft lýst ofboðslega góðum bíómyndum og rosalega góðum bókum þannig að ég vildi óska þess að ég gæti lesið/séð þær aftur í fyrsta sinn. Á hinn bóginn vill maður ekki gleyma því sem maður hefur unun af, og frekari neysla krefst einhverrar meðvitundar um það sem á undan hefur komið, eitt verk byggir á eða útfrá öðru o.s.frv. En draumar eru algerlega útfrá manni sjálfum og þurfa enga helvítis kanónu til þess að halda manni við efnið. Og svo akkúrat þetta: maður gleymir þeim gjarnan jafnóðum, svo þeir verða aldrei gömul saga.

Hversu oft ætli mig hafi dreymt sama drauminn og alltaf fílað hann jafn vel?

**Lýsa þessi skrif mín þeirri afstöðu að pólskar skúringakonur séu neðarlega í virðingarstiga vormorgnanna? Það vill svo til að ég þekki þessa konu, eða svona einsog maður annars kynnist þeim sem mæta á vinnustaðinn manns og þrífa. Hún var alltaf mjög indæl og skemmtileg, mun almennilegri en margar aðrar sem ég hafði fengið á mína stöð.

Mikki var það reyndar líka, einhver sá þægilegasti samstarfsmaður sem ég hef haft. Þau töluðu saman á pólsku og hann keypti prins póló handa henni endrum og eins, sjarmörinn a tarna. (En ég held reyndar að hann hafi vitað til þess að hún var harðgift.) Hérna vinna engir Pólverjar. Er það miður?

-b.

Hugmyndahellir

Kanye West er með spes síðu á blókinu sínu fyrir myndir af fólki með það sem hann kallar ,,stronger gleraugu". Er ekki til einhver mynd af Má eða öðrum með þessi riffluðu gleraugu hans? Helst þarsem viðkomandi heldur á dagblaði dagsins (fortíðarinnar) til að sýna hversu hipp og kúl hann var fyrir alla tíð.

Öryggishliðið í vinnunni er að gera mig vitlausan. (Nú myndu sumir skrifa ,,gera mig gráhærðan" en ég held það sé eitthvað annað og meira sem sér til þess.)

Það eru sjötíu og níu dagar í brottför. Paff. Það er bara sjötíu og níu sinnum einn svona dagur einsog ég sópaði burt í gær. Ekkert mál. Og ég er strax byrjaður að safna frítímum aftur, einsog ég gerði fyrir Svíþjóðarferðina.. jafnvel þótt ég hafi ekki byrjað fyrren í október þá ætti ég að geta tekið mér dulítið sumarfrí.

Sólin er farin að skína aðeins, en vorið nær bara útað glugganum, veðrið fyrir utan dyrnar er ennþá kalt. Og úti.

Ég fór að kíkja í Sjónhverfingar eftir Hermann Stefáns um daginn. Mig minnir að ég hafi keypt hana á einhverri útsölunni og lagt hana uppí hillu. En hún er helvíti skemmtileg. Það kemur sosum ekki á óvart þegar Hermann er annars vegar en Ósýnilegir glæpir var svo einstaklega litlaus og dofin. Þá hugsar maður ,,hver kýs að þýða svona bækur?" en það er sosum allur gangur á því hvað fólk þýðir. Mig langar ennþá að eignast Skuggaleiki.

Ég gerði mér einhverjar grillur um það að geta fundið hana á spænsku á Kanaríeyjum.. eða, mig langaði að kaupa einhverja bók á meðan ég var þarna úti og sú eina spænska sem mér datt í hug var Skuggaleikir. En það eina sem þessir andskotar áttu til voru landakort og þýðingar á Dan Brown.

Það var eitthvað svipað uppá teningnum í Tranemo í Svíþjóð. Eða, ekki svo mikið af óspennandi þýðingum, bara slatti af óspennandi Sænsku dótaríi. Og landakortum.

Á Kanarí fann ég reyndar spænska þýðingu á Daredevil blaði eftir Bendis. Svo það var ekki alveg ónýtt.

Ég bauð verulega summu í ákveðna myndasögu á ebay núna í gær en var toppaður. Andskotans andskotar að vilja lesa sömu góðu myndasögurnar og ég.

Farinn í mat farinn í mat.

-b.

09 apríl 2008

Sakleysið uppmálað/táldregið

Áhugaverð grein um réttarhöldin yfir myndasögunum á sjötta áratugnum, Fredric Wertham og bókina hans The Seduction of the Innocent:

We’re likely to think, in fact, that Wertham and Kefauver were primitive, “hot” exponents of the powers of cultural reaction, and to find their outrage and alarm over comic books psychologically simplistic and politically opportunistic. But this is winner’s bias. Other people’s culture wars always look ridiculous. That’s partly because we frame cultural controversies as battles between the old and the new, and, given that the old is someone else’s status quo and we have no stake in it, we naturally favor the new. So one way to look at the comic-book inquisition is to see it as an effort to repress an edgy, provocative, satirical popular form and to dictate to people what books they should and should not read. In this view, a big, powerful, established social entity (consisting of psychiatrists and government officials) is squashing a bunch of little, powerless entities (consisting of individual comic-book artists and readers).

“Seduction of the Innocent” is a monomaniacal book, and its claims about the causal relation between comic books and juvenile delinquency are only notionally scientific. But it struck a chord, and not just with opportunistic politicians. “All parents should be grateful to Dr. Fredric Wertham for having written ‘Seduction of the Innocent,’ ” began the review in the Times. And it concluded, “Dr. Wertham’s cases, his careful observations and his sober reflections about the American child in a world of comic violence and unfunny filth, testify to a most commendable use of the professional mind in the service of the public.” The reviewer was the sociologist C. Wright Mills, no apologist for the Cold War status quo.

Shortly after the hearings, in June, 1954, Robert Warshow, whose essays on popular culture were unusual in the period for their nuance and appreciation, wrote a famous essay for Commentary on horror comics (it’s odd that Hajdu doesn’t mention it), in which he worries about their effect on his eleven-year-old son, Paul, a member of the EC Fan-Addict Club. Warshow did not much admire Wertham’s book, but he accepted its verdict. “I myself would not like to live surrounded by the kind of culture Dr. Wertham could thoroughly approve of,” he wrote, “and what I would not like for myself I would hardly desire for Paul. The children must take their chances like the rest of us. But when Dr. Wertham is dealing with the worst of the comic books he is on strong ground; some kind of regulation seems necessary.”

And that is all Wertham recommended. He was against the code. He did not want to censor comic books, only to restrict their sale so that kids could not buy them without a parent present. He wanted to give them the equivalent of an R rating. Bart Beaty’s “Fredric Wertham and the Critique of Mass Culture” ($22, paper; University Press of Mississippi) makes a strong case for the revisionist position. As Beaty points out, Wertham was not a philistine; he was a progressive intellectual. His Harlem clinic was named for Paul Lafargue, Marx’s son-in-law. He collected modern art, helped produce an anthology of modernist writers, and opposed censorship. He believed that people’s behavior was partly determined by their environment, in this respect dissenting from orthodox Freudianism, and some of his work, on the psychological effects of segregation on African-Americans, was used in the Supreme Court case of Brown v. Board of Education.

Wertham thought that representations make a difference—that how people see themselves and others reflected in the media affects the way they think and behave. As Beaty says, racist (particularly concerning Asians) and sexist images and remarks can be found on almost every page of crime and horror comics. What especially strikes a reader today is the fantastic proliferation of images of violence against women, almost always depicted in highly sexualized forms. If one believes that pervasive negative images of black people are harmful, why would one not believe the same thing about images of men beating, torturing, and killing women?

Líklega hefur ekkert mótað mína sýn á þennan Wertham frekar en The Dark Knight Returns, þar sem hann er paróderaður sem æsingamaður og tækifærissinni. Vitaskuld hefur maður aldrei lesið bókina hans. Hvað þarf maður að vita annað en að hann vildi banna myndasögur? En svo kemur uppúr dúrnum að það var kannske ekki heila málið.

Auðvitað hefur þetta með sjónvarpið verið reifað áður, og í öðru samhengi. Er ekki talað um það að Tómas Jónsson: Metsölubók hafi verið síðasta íslenska skáldsagan sem fólk reifst almennilega um? Síðan þá hafi enginn nennt að lesa. En það er auðvitað enn ein sagan sem ég hef einhverstaðar einhverstaðar frá.

-b.

Ævintýri þriðjudagskvöldsins

Vegna mikillar eftirspurnar hef ég ákveðið að lyfta hulunni ofan af gærkvöldinu og gera grein fyrir ævintýrum okkar Sævars í íbúðinni í gær, á meðan Víðir var á æfingu.

Þannig er mál með vexti að í hvert skipti sem Víðir bregður sér af bæ, og við þykjumst vita að hann snúi ekki aftur í bráð, þá drögum við Sævar upp kortin okkar, setjum upp hattana og göngum á vit ævintýranna. Ég dreg kistilinn gamla undan rúminu mínu og gríp þaðan sverðið mitt Grúsnaut. Ég klæðist kóralbrynju forfeðra minna úr hafinu gleymda og dreg fangamark hins almáttuga á brjóst mitt - þríhyrnda stjörnu Kvalars, hámandi drottnara undirdjúpanna. Í hvert skipti hníg ég til jarðar undan ofboðslegum krafti meistara míns, sem dynur á mér einsog flóðbylgja, en stíg umsvifalaust á fætur aftur léttari en áður: um æðar mínar rennur ekki lengur syfjað blóð heldur blár og beinspýttur sjór, kaldur einsog dauðinn og saltur einsog ennþá meiri dauði.

Þegar ég geng fullbúinn inn í stofuna er Sævar, eða Síra Leotariids, einsog hann kýs að kalla sig í ævintýraham, gjarnan mættur í fullum skrúða. Hann klæðist síldartunnu sem hann hengir á axlirnar með akkeriskeðju, og oddmjóum hatti sem á stendur ,,Sævvvar".

Þarna stóðum við í gær, tilbúnir í allt, þegar rafmagnið fór af íbúðinni. ,,Satans!" hugsaði ég, ,,ég sem var ekki með batteríið í fartölvunni minni." Sævar Síra Leotariids brást eldsnöggur við og kveikti ljós við rafmagnstöfluna. Lekaliðinn var úti! Nú voru góð ráð dýr. Við ákváðum að smella honum aftur upp. Og sjá, ljósin kviknuðu!. En ein ljós/tenglabraut vildi ekki lifna við.

Eftir hetjulega viðureign við fjöltengi og innstungur dró Sævar þá ályktun að ein af tölvunum í forstofuskápnum væri með vesen. Við létum hana ótengda og lýstum yfir sigri: Rafmagnsdjöflarnir frá allskonar helvítum og svoleiðis höfðu verið reknir á brott! Nú upphófust mikil fagnaðarlæti, söngvar voru sungnir og tölvur endurræstar, fagrar meyjar fóru úr fötunum og skvettu vatni hvor á aðra; hitinn frá hinum nýtendruðu ljósum var óbærilegur hinu fullklædda veikara kyni. Gullbrúnir þrælar fengu að göfuga verkefni að dreifa rósablöðum fyrir fætur reiðskjóta okkar, þar sem við riðum aftur inn í stofuna, og í gleði sinni gleymdu þeir um stund að þeir væru hnepptir í ánauð. Gleðin var hamslaus og brann einsog sólin og dvaldi í hjörtum okkar, konunga Skaftahlíðarinnar, og hinna vitgrönnu þegna okkar, að eilífu.

...

Já og bæ ðe bæ, Víðir fékk inngöngu í breskan leiklistarskóla sem hann sótti um í núna fyrir skemmstu. Til hamingju með það Víðir.

-b.

08 apríl 2008

World of Darts

Píluspjald02

Nokkrar fleiri myndir, þar á meðal ég að kasta pílu í spjaldið, eins og til var ætlast:



-b.

07 apríl 2008

,,Glöggir lesendur hafa eflaust..."

En í mínu tilfelli er það tvítekning, óþurftur. Einsog að segja ,,fjórfættur hestur" eða ,,blautur bjór". Eftir því sem ég best veit þekki ég alla sem hingað koma og þetta er allt glöggt og myndarlegt fólk.

Við breyttum brottförinni á kelduna. Nú er planið að fljúga á sunnudeginum fyrir hátíðina.

Nemahvað, verðið hækkaði á meðan ég var að breyta fluginu. Ég hef aldrei séð svoleiðis gerast. En þarna gerðist það. Og það er einsog Davíð varð á orði, maður vælir ekki yfir því.. ég var að gefa sjálfum mér þrjá aukadaga í Karlsberg, Sjálandssól og tjaldlegu með þremur karlmönnum. Svoleiðis verður ekki metið til fjár.

Talandi um bjór og svona, helgin var ansi strembin. Ef ég ætti að segja frá henni þá myndi það hreint ekki hljóma svo kræsilega, en takið mig trúanlegan: Þú hefðir þurft að vera þar. Eða einhverstaðar annarstaðar að hugsa um hvernig það væri að vera þar á þeirri sömu stundu. Ég er ekkert lokaður fyrir exósæsmísku djammi. Svo fór ég í vinnuna og þaðan í tvær upptökureisur.

Samstarfskonurnar brostu: Stefnumót við rithöfunda yrði titill ævisögu minnar. Mig grunar reyndar að eitthvað fleira hafi búið þar að baki.

En það er ekki svo galið. Hver einasti hittingur hefur verið spes. Ég er hinsvegar enginn rithöfundur, og það dugar víst skammt að segja ,,þú hefðir bara þurft að vera þar" eða ,,það var sko hvernig hann sagði það" ef maður ætlar að kalla það frásögn.

Ég keypti myndasögublað á ebay um daginn. Það mun vera í fyrsta skipti sem ég kaupi eitthvað í gegnum þá síðu. Ég er að reyna að finna Flex Mentallo blöð á uppboði, og það virðist vera hægt að fá þau endrum og eins. Það er bara svívirðilegt hvað þessir andskotar vilja fá fyrir þau oftast nær.. Mér er sléttsama hvort þetta er ,,near mint" eða "fine/very fine" ástand, mig langar bara að eiga blaðið til að geta lesið það.

Melir.

Blessað píluspjaldið hefur fengið að kenna á því. Ég ætti að reyna að setja upp mynd af því.

-b.

04 apríl 2008

Heimsókn

Ég: Afhverju ertu svona fullur Hallur?

Hallur: En.. ég.. Ég borðaði bara lauk!

Þetta er það rétta í stöðunni

Ég er að hugsa um að fara að tala meira við sjálfan mig. Ég sé enga ástæðu til þess að hafna slíkri uppástungu: hún kemur frá manni sem ég treysti, meira eða minna.

-b.

02 apríl 2008

Heimkominn úr Svíabríaría

Þá er ég kominn heim og sit á stólnum mínum í vinnunni.

Gærdagurinn fór svo að segja allur í ferðina heim. Ég vaknaði að verða ellefu, við vorum lögð af stað klukkan tólf og keyrðum til Malmö í einum rykk. Þar borðuðum við nautasteik á trébretti sem var ljúffeng og keyrðum síðan smá krókaleið á Kastrup flugvöll. Það hefði alveg mátt tæpara standa, en við skráðum okkur inn og flugum heim án nokkurra vandkvæða. Eftir að hafa keyrt rúmlega þrjúhunduð kílómetra niðrá flugvöll eftirlét ég henni ömmu að keyra heim frá flugvellinum. Ég sofnaði skömmu eftir að ég hafði tekið úr töskunum og hent nammi í strákana.

Þetta var mikil verslunarferð, fyrir mig, manninn sem verslar sjaldan og lítið. Eða mann sem telur sjálfan sig versla sjaldan og lítið. Ég keypti eftirfarandi, magn eða fjöldi ótilgreindur:

Buxur
Boxera
Sokka
Boli
Skyrtur
Bindi
Peysu
Skó
Inniskó
Kúluspil
Píluspjald
Pílur
Bók
Bjór
Viskí
Geisladisk
Glas
Fána
Sígarettur
Heyrartól
Sælgæti

Þannig að núna á ég slatta af fötum, þar á meðal buxur sem þarf að stytta (ha ha) og inniskó í vinnuna, loksins. Píluspjaldið var keypt í íbúðina, það hefur verið sameiginlegur draumur þar á bæ síðan seguldúkurinn var festur upp skömmu eftir flutningana. Sígaretturnar eru fyrir bróður minn, og svo eru einhverjar litlar gjafir þarna inná milli.

Ég gerðist líka svo frægur að versla í sænska ríkinu, sem var nú ekki jafn forræðishyggjustofnanalegt og mér hafði verið lofað. Það var þarna eitthvað sem var afgreitt yfir borðið, en það var allt frá líkjörum uppí sterkt. Hinsvegar voru sambærilegar tegundir fáanlegar útá gólfi. Bjórinn var ögn ódýrari þarna en ekki svo mjög. Gestgjafarnir vildu meina að fólk færi helst til Þýskalands til að kaupa bjór. Þetta gera Danirnir líka, en ég hefði haldið að það hætti að borga sig þegar maður væri kominn svona langt norður í land..

Það er væntanlega spurning um magn. Og hvort maður á leið.

Í ferðinni las ég Bjagaða ensku Lúdmílu, Falling Man, Doom Patrol: Planet Love og The Last Musketeer. Ég er hreint ekki viss um Bjagaða ensku ennþá. Falling Man fannst mér leiðinleg til að byrja með en hún batnar til muna eftir að komið er inní hana hálfa, og það eru nokkrir góðir ekta DeLillo sprettir.. Pókerkvöldin reglulegu fyrir árásirnar eru t.a.m. algert hunang.

(Ég á reyndar ennþá tíu síður eftir, ég náði ekki alveg að klára hana í flugvélinni heim. En bráðum, bráðum.)

Planet Love var þokkaleg. Ég hugsa að það sé of langt síðan ég las bókina þar á undan, eða kannske las ég hana þunnur? Endalokin virkuðu frekar losaraleg. The Last Musketeer er ekki besta bókin hans Jasons, en hún er þrælgóð. Sumt virkar og sumt ekki, en það er nóg af góðum góðum Jason á þessum síðum.

Það er eitthvað við þessar mannlegu dýrafígúrur sem leyfir honum að snúa uppá lesandann öðruvísi en hann gæti annars.

Akkúrat núna er viðurkenningarafhending uppi á sjöttu hæð. Vigdís Finnbogadóttir er þar á fremsta bekk. Ég sá hana líka í fríhöfninni í gær. Hún var líklega í sömu flugvél og ég. Ég vann einusinni fyrir stofnunina hennar, á málþingi. Kannske verð ég forseti einhvern daginn. En fyrst ætla ég á þing.

Mig á þing!

Ég lofa að spillast ekki fyrren ég hef uppfyllt megnið af loforðunum mínum.

Annars fær þetta lið að éta eitthvert gotterí þegar móttakan er búin. Ég hugsa að ég skoði borðið, kannske er eitthvað þarna sem mannfólk getur borðað. Ísskápurinn minn er nánast tómur! Hjálp! Ég á kókómjólk og fjórtán prósent gáda!!! Væntanlegt hungur lamar mig í líkamanum!!!!!

-b.