12 október 2006

Tölv

Ég hef verið að fletta í gegnum þennan lista af '100 bestu NES leikjunum', og það er bara nokkuð gaman. Það eitt að skjá skjámyndir af þessum elskum vekur með mér ótal minningar af því að hanga inni í góða veðrinu og spila tölvuleiki. Eitt af mínum uppáhöldum, Bionic Commando, er í 30. sæti. Ég hef náttúrulega ekki spilað nema brot af þessu öllusaman, en eitthvað þó.

Og ég fæ svona ,,alveg rétt..." tilfinningu þegar ég les dót einsog þetta, um Zelda II (25. sæti):

Lastly, if you take nothing else from this game, remember to always break into strange homes and talk to the women, because they may be keeping an old man in their basement. And he can, um, teach you things.

Vá man ég eftir þessu. Kláraði samt aldrei þennan leik. Man að hann var gulllitaður..

Og svo er hér erkisvalt lyklaborð.. úr grjóti!:



-b.

Engin ummæli: