29 september 2006

Grjót

Grúví starfsmannavídjó fyrir Universal Studios, leikstýrt af Matt Stone og Trey Parker.

-b.

Meira sjónvarp

This last season of The Wire almost didn't get made because I was squeezed between a fanciful and well-done story about four beautiful women bored to shit on their suburban court and fucking their way through episodes and an American gladiator sport that's enjoyed to a national obsession.


Er að horfa á síðasta þáttinn í fyrstu þáttaröð af Oz. Ég get ekki sagt að þetta sé með lélegra sjónvarpi sem ég hef séð, en þetta er sannarlega það lélegasta HBO-stöff sem ég hef setið yfir. Þetta er svo illa skrifað á köflum að það er neyðarlegt.

- What's going on?
- Our worst nightmare.


Aaarrgghh. Rusl.

Ég held reyndar að þetta helvítis voice-over sé að fara með mig frekar en allt annað. Leikarinn er rétt slarkfær, framsetningin er sniðug, en prósinn hans er svo klunnalegur að það hálfa væri nóg. Rétt einsog hann gerist í öðrum þáttum sem nota nokkurnvegin nákvæmlega sama strúktúr, hvað varðar voice-over.. Áðurnefnd ,,Despó"-vitleysa, Dead Like Me og einhverjir fleiri (er ég viss um) sem líða svipað áfram um skjáinn. Joan of Arcadia.. gerði hún þetta ekki líka?

Hún er allavega nógu lélegt sjónvarp til þess.

-b.

Nothing but the ground left for you to fall to...

Viskustykki

It's difficult to figure out just where taxi drivers acquired a reputation for wisdom. As one who made his living as a hack for seven years (and that's not counting the time I drove a cab -- ka-boom), I can confidently attest that taxi drivers, as a class, rank extremely low on the Lao-Tse Scale. Somewhere there may exist a phalanx of Checker-driving louts aflame with priceless insights, but it ain't in this city, pally.

In fact, when I summon remembrance of hack conversations past, what comes to mind is not so much the biting aphorism as the bovine grunt. "Pretty slow out there tonight" just about exhausted the dialectical skills of most of my fellow drivers. And conversations that started (as they invariably did) with "The asshole stiffed me!" or "I met this incredible chick last night" rarely proved enlightening or, in the latter case, credible.

True, the job did provide occasional flashes of Zen-like insight. I recall one memorable hoodtop colloquy on the crucial epistemological question of "Have you ever been so stoned that you..." (to be printed in next month's Social Text) in which one driver said, "Have you ever been so stoned that you're driving around empty, and the dispatcher calls out an intersection right near you, and you don't check in because you THINK you have a fare?" -- a parable that illuminated the human condition in a blinding flash. But such transcendent moments were lamentably rare.


Ú og tékkið á þessu, Newsweek í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku versus Newsweek í Bandaríkjunum. Frábært.

-b.

26 september 2006

Nammi pseudo-lærður dópistaskáldskapur

Life ... is only heavy, and none else.
And there is only the one trip, all heavy.
Heavy that leads to the grave.
For everyone and everything.

Art Spiegelman onlæn

,,Though much of the artist's first period work was donated by his father to NY's Dep't of Sanitation Collection his historic first strips remain in private hands."

-b.

Á löppunum sagði ég

Studio 60 On the Sunset Strip er nýtt ylvolgt uppáhald.

Samkvæmt bestu upplýsingum var þriðju þáttur af The Wire sýndur í gær, en ég hef enn ekki fundið hann á.. ja, þessum hefðbundnu stöðum. Rétt einsog í síðustu viku. Þá skilaði hann sér á þriðjudegi, og ég vona að það sama verði uppi á teningnum á morgun.

Ég er búinn að vera hérna í Danmörku í mánuð og hef komist að því að lasagna og rauðvín er gott í matinn. Og líka að það er gaman að borða mismunandi bollur með allskonar áleggi á.

Annars er þetta bara svona. Maður vaknar með sólina oná löppunum, les í bók, tölvar, borðar, drekkur og er kátur. Svo fer maður að sofa. Sisona:

-b.

24 september 2006

alllooksame.com

Ég náði 5 réttum af 18 mögulegum í þessu prófi, þarsem maður á að giska hvort fólk er frá Kína, Japan eða Kóreu.. Meðaltalið er 6, en ég er samt ,,hopeless." Jæja. Er einhver ykkar klárari en ég?

-b.

Skrifstofugrín o.s.frv.

Helvíti fín grein um The Office í öllum sínum útgáfum.. Ég vissi af franska þættinum (og þeim bandaríska auðvitað) en ekki þeim þýska. Gaman að velta fyrir sér hvað hver versjón segir um heimalandið.

Watching all four versions back-to-back is not only a strangely unmooring experience—like seeing the film Groundhog Day over and over—it's a crash course in national identity. And if any conjecture could be made about the cultural differences that these subtly contrasting programs reveal, it might be this one: These days, Germans and Americans are doing much of their living in and around their offices, while the Brits and French continue to live outside of them. Here, in broad strokes, are the chief differences. In the British version, nobody is working, nobody has a happy relationship, everyone looks terrible, and everybody is depressed. In the French version, nobody is working but even the idiots look good, and everybody seems possessed of an intriguing private life. In the German version, actual work is visibly being done, most of the staff is coupled up, and the workers never stop eating and drinking—treating the office like a kitchen with desks. Stromberg continually calls his staff "Kinder," or "children," further blurring the line between Kinder, Computer, and Küche.

Og það að Rússarnir skuli kalla vinnualkahólisma það ,,að vinna einsog kani" er bara brilljant.

Í öðrum Slate-greinum er t.a.m. þessi hér: Zach Braff: Why is this guy the voice of my generation? Hún gæti allteins heitið Zach Braff er fúskari og vitleysingur sem hefur eyðilagt form kvikmyndarinnar fyrir mér. Eitthvað svoleiðis.

Hér er annars sól og blíða ennþá. Það var víst svaka partí hérna á efstu hæðinni í nótt, en það er allt svo vel einangrað hérna, ég sat við tölvuna lengi frameftir og heyrði ekki múkk. Ekki það, mig langaði allsekki í neitt djamm.. það bara hefði verið gaman að vita af því.

Kláraði The Sheild, fyrstu þáttaröð, í gær og ætla bara að mæla með þessu við alla sem vilja heyra. Þetta er einsog and-The Wire eða Homicide.. Ofurlöggur á old-timey lögreglustöð í LA, djobbið sjálft er lítið mál en mesti hasarinn er í spillingunni og öðrum hjáverkum. Og hetjan stendur öllum á sporði þegar yfir lýkur. En þetta er einhvernvegin sóðalegasti sjónvarpsþáttur sem ég hef lengi séð. Það sljákkar dálítið í honum eftir fyrsta þáttinn, en það hefði líka verið erfitt að fylgja honum eftir.. Ég vil eiginlega ekki taka nein dæmi úr söguþræðinum af ótta við að spilla honum.

Opnunartitlarnir í byrjun fyrsta þáttarins setja samt tóninn fyrir það sem kemur í kjölfarið. ,,The Shield" stendur með hvítum stöfum á svörtum grunni, og stafirnir titra einsog við séum að horfa á alvöru stafi á pappír, tekið á handheld-myndavél. Restin af titlunum; leikarar, pródúsentar og leikstjóri, koma fyrir á sama máta, hvítur texti á svörtum spjöldum sem eru klippt inní atburðarás opnunarsenunnar - sem er oftar en ekki frekar hektísk.

Aðalatriðið sýnist mér vera að það er aldrei beðið eftir einhverri pásu í atburðarásinni til að skella inn næsta titilspjaldi. Í fyrsta þættinum fylgja klippurnar taktinum í graðhestamússíkinni sem hljómar undir, og næstu þættir feta í sömu fótspor. Þannig myndast ákveðinn rythmi sem ákvarðast ekki af atburðarásinni heldur einhverju utanaðkomandi - tónlistinni, kreditlistanum.

Þetta endurpseglast í auglýsingahléunum, en þau virðast alltaf koma einsog skrattinn úr sauðaleggnum. Aksjónið er á góðu róli og þá verður allt svart alltíeinu. Það mætti kannske færa rök fyrir því að þættirnir séu byggðir upp á hefðbundinn bandarískan máta, þarsem þú miðar þáttaskiptinguna eftir auglýsingahléunum, en manni dytti það ekki í hug af því að horfa á þá. Hafi maður eitthvað horft á sjónvarp að ráði þá þekkir maður augnablikin sem leiða mann inní hléið: Það er annaðhvort smávegis andvarp eftir að eitthvað mikilvægt hefur gerst, eða cliffhanger þarsem við dokum við í smá stund og það er deginum ljósara að eitthvað mikilvægt er að fara að gerast. The Shield kemur ekki nálægt svoleiðis húmbúkki.

Það að þátturinn skuli vera settur fram á þennan þátt býr til ákveðna stemmingu sem segir manni að hérna sé ekkert verið að spá í einhverjum tittlingaskít einsog opnunartitlum eða auglýsingahléum, eða hvort maður sjái yfirhöfuð alltaf hvað er að gerast - myndavélaraugað hendist mikið um, súmmar stundum villt og galið og kemur sér fyrir á óþægilegum stöðum. Aðalatriðið er sagan sem við erum að segja, við nennum ekki að búa til eitthvað stórmál úr þessu þannig að hérna er draslið, og ef þú meikar það ekki þá geturðu bara farið í rassgat.

Sem er helvíti skemmtileg blekking. Auðvitað er legið yfir þessu öllusaman, rétt einsog í öðrum sjónvarpsþáttum, en þarna tekur form þáttarins á sig jafn ruddalega og gritty mynd og umfjöllunarefnið, og það svínvirkar.

Það eina sem brýtur á þessu eru örfáar endurlits-senur sem virka engan veginn í þessu samhengi. Flestar eru til að útskýra hlutina fyrir fólki sem hefur ekki verið að fylgjast með, en í a.m.k. einu tilfelli fáum við flashback til að útskýra afhverju hetjunni líður svona einkennilega þá stundina, en það eru einfaldlega léleg skrif. Enn vil ég ekki taka dæmið nánar því það eyðileggur fyrsta þáttinn.

...

Ég var líka að sækja Oz, fyrstu þáttaröð. Er kominn í gegnum fjóra þætti og er ekkert sérstaklega hrifinn.. Voða svipuð tilfinning fyrir þessu og þegar ég sá tvo þætti á stöð tvö einhverntíman í den. En maður heldur áfram.. þetta gæti enn skánað.

Ú og svo keypti ég mér svona rauðan bolta í gær. Loksins eru rauðir boltar orðnir hipp og kúl.

-b.

23 september 2006

Garðstóll hei-jei

Gæti verið djók, en samt það besta sem ég hef séð í dag:
TERRA by Nucleo. Grass armchair for outdoor use. Die cut cardboard pieces fit together to make the form of an armchair. Fill and cover with dirt, spinkle with grass seeds and water. Grass seeds not included. Assembly required. This item can not be gift wrapped.


-b.

Áhugaverðó

And many members repeated the saying often attributed to Voltaire: ‘I detest what you say, but I will defend to the death your right to say it.’ Actually, as John Durham Peters points out in Courting the Abyss, there is no evidence that Voltaire ever said any such thing. An English writer, Beatrice Hall, writing under a male pseudonym in 1906, suggested that Voltaire’s attitude to the burning of a book written by Helvétius might be summed up: ‘How abominably unjust to persecute a man for such an airy trifle as that! “I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it,” was his attitude now.’ It was her readers – and countless civil libertarians afterwards – who made the mistake of attributing the saying to Voltaire himself.

Whoever said it, Peters has written an interesting and provocative book, exploring what might lie behind that smug liberal proclamation. To begin with, the language attributed to Voltaire is bewildering. ‘Defend to the death your right to say it?’ Whose death? How would death be involved? I guess its most attractive meaning is something like: ‘I will fight and, if need be, lay down my life for a Bill of Rights that may have this implication.’ A more troubling reading, however, is that Nazi speech is worth protecting even if a consequence of that protection is that someone gets hurt or killed. ‘I will defend your right to say it, even if your saying it makes violence more likely against the people attacked in your pamphlets.’ Is that what is meant? Defenders of free speech squirm on this point. On the one hand, they want to say that we should be willing to brave death for the sake of this important individual right. On the other hand, they assure us dogmatically that there is no clear evidence of any causal connection between, say, racist posters and incidents of racial violence, between pamphlets that say ‘Hitler should have finished the job’ and anti-semitic attacks, or between pornography and violence against women. Indeed, they pretend to have no idea of what such a causal mechanism could possibly be: ‘We are defending only the Nazis’ speech. How on earth could there be any connection between what they say and the things that some violent individuals do?’

It’s a strange dichotomy because, in other contexts, American civil liberties scholars have no difficulty at all in seeing a connection between speech and the possibility of violence. They point to it all the time as a way of justifying restrictions on citizens’ interventions at political gatherings. If Donald Rumsfeld comes to give a speech and someone in the audience shouts out that he is a war criminal, the heckler is quickly and forcibly removed. When I came to America, I was amazed that nobody thought this was a violation of the First Amendment. (Shouting comments at public meetings was another of my favourite pastimes when I was young and irresponsible.) But I was told by my American colleagues that heckling presages disorder, and disorder threatens security. There is a time and place for heckling – usually several blocks away in a pen set up by the police to ‘accommodate’ legitimate protest, which no one except the police and the protestors themselves, certainly not Donald Rumsfeld, has any prospect of hearing. And that’s all the First Amendment requires. So there is an odd combination of tolerance for the most hateful speech imaginable, on the one hand, and obsequious deference, on the other, to the choreography which our rulers judge essential for their occasional public appearances. The Nazis can disrupt the streets of Skokie, but those who disrupt Rumsfeld’s message will be carried away with the hands of secret service agents clamped over their mouths. I have given up trying to make sense of any of this.


Sólin skín sem aldrei fyrr. Ég niðrí bæ.

-b.

20 september 2006

Lesefni dagsins | Tausekkur

In the literature of the Kabbalah the unity of God in His Sefirot and the appearance of plurality within the One are expressed through a great number of images which continually recur. They are compared to a candle flickering in the midst of ten mirrors set one within the other, each of a different color. The light is reflected differently in each, although it is the same single light. The daring image of the Sefirot as garments is extremely common. According to the Midrash (Pesikta de-Rav Kahana), at the creation of the world God clothed Himself in ten garments, and these are identified in the Kabbalah with the Sefirot, although in the latter text no distinction is made between the garment and the body -- "it is like the garment of the grasshopper whose clothing is part of itself," an image taken from the Midrash Genesis Rabbah. The garments enable man to look at the light, which without them would be blinding. By first growing used to looking at one garment man can look progressively further to the next and the next, and in this way the Sefirot serve as rungs on the ladder of ascent toward the perception of God (Asher b. David, Perush Shem ha-Meforash).

...þetta er það sem ég á að vera að lesa fyrir föstudaginn. Og þetta er alls ekki týpískur kafli, heldur eitthvað sem mér fannst athyglisvert alltíeinu. En þetta eru útlistanir á kenningum svokallaðra 'kabbalista', sem rífast fram og aftur um það hvernig skal skilgreina svona lagað. Hvernig má greina útgeislunina frá útgeislaranum (eða hinum útgeislandi)? Ef útgeislunin er verkfæri, er hún þá um leið kjarni? Vessel / essence. Og svo framvegis.

En kannske er það ekki þessar meiningar allar sem skipta máli heldur hvernig þeir reyna að setja fram kenningarnar. Þetta eru myndlíkingar á myndlíkingar ofan. Kerti innanum spegla eða kerti sem tendra hvert annað eða útgeislun sólarinnar eða vatn úr djúpum brunni eða.. erm.. tíu nýjar flíkur. Alveg stappað. Og þetta nær lengra innað tungunni. Ef eitt orð er dregið af öðru má maður vera viss um að hvað sem orðin tákna sé líka náskylt.

Þetta getur verið mjög rökrétt, en ég ímynda mér að þetta gæti líka verið villandi.. Ég hika við að taka einhver hálfdrættings-dæmi á íslensku, og ég þekki hebresku ekki neitt.

En þetta sýnir bara hversu mikið er lagt í merkingu orðanna. Orðið sem uppspretta heimsins, uppspretta merkingar. Bæði í því hvernig skilja má orðið sjálft, og hvernig þessi sami skilningur er útfærður - í orðum.

Reyndar athugavert líka að þessi gaur skuli tala um ,,images" en ekki ,,metaphores", þarsem ,,mynd" er allt annað en konstrúkt orða.

...

Í óskyldum fréttum setti ég í þvottavél um daginn (einsog ég minntist á hér neðar). Þartil hafði ég safnað óhreinu taui í bláan IKEA poka sem ég notaði á sínum tíma til að bera heim potta og pönnur og þesskonar frá Gentofte og hingað heim. Mér fannst þetta nokkuð góð lausn hjá mér: Hann tekur ekkert pláss samanbrotinn en tekur mikið og er með nokkuð góðum höldum. En það höfðu greinilega fleiri en ég séð ljósið í þessum sekk. Hvorki fleiri né færri en þrír aðrir, sem voru þarna á sama tíma og ég, báru þvottinn sinn um í svona sekk.

Kannske ekkert mjög klassí, en það svínvirkar.

-b.

19 september 2006

Best í heimi

Það var lagið! The Wire sparkar í bykkjuna. Fokkjess.

- So what did you say to him?

- I said ,,Mr. Mayor, that's a good strong dick you've got there and I see you know how to use it".. I didn't say shit!


Ég hálfskammast mín einhvernvegin fyrir að vera að skrifa eitthvað inn hérna án þess að hafa nokkuð að segja.. En svona er þetta bara þessa dagana. Helst hef ég áhyggjur af því að ég eigi ekki nóg af mjólk til að endast mér framá morgun. Og það eru náttúrulega engar áhyggjur.

Hvað blókar gaur sem er sáttur við tilveruna? Andskotann ekki neitt.

Eða ég gæti sosum sagt ykkur hvernig fahítur ég bjó til um daginn. Ég held það kallist fahítur.. Allavega svona vefjur. Tók vefjuna sko, smellti sýrðum rjóma og guacamole í miðjuna, maísbaunir þar oná, niðurskornar steiktar kjúklingabringur, eldheita taco sósu þar ofaná, rauðlauk, papriku og gúrkubita. Vafði og át. Það er líka eitthvað sem ég ætla að kalla best í heimi, og samloka þannig þessum hamingjuskrifum.

-b.

18 september 2006

Hversdagsgrúv

Í dag keypti ég í matinn, setti í þvottavél og þurrkara, tók til og ryksugaði og las í bók.

Það var frábært.

-b.

17 september 2006

Cocio er hamingjuþykkni

  • The Wire byrjar rólega einsog vant er. Mér fannst þessi fyrsti þáttur kannske dreifast heldur mikið.. nú erum við að fylgjast með öllu liðinu ennþá, og nokkrum nýjum piltum, en þræðirnir tengjast ekki nema að mjög litlu leyti. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þetta fléttast saman.
  • The Shield er einhver bilun. Fáum okkur aðeins veikari lögguþátt. Ég veit ekki ennþá hvort ég fílann en ég ætla svo sannarlega að horfa á meira. Ansi stórt stökk frá The Commish, svo mikið er víst..
  • Tónleikarnir með Hot Chip voru brilljant. Kærar þakkir til Ýmis fyrir að vekja mig þarna um daginn og bjóðast til að kaupa miða fyrir mig. Ég skemmti mér konunglega og keypti mér bol til að sanna það. Tók líka mynd:

  • Um daginn tók ég aðra mynd þegar ég var á leiðinni yfir götuna með bjórkassa og lagði hann frá mér til að hvíla hendurnar. Sko:



    Sólin skein og ég var að kaupa kjúkling í matinn. Bjó til fahítur. Rosa góðar líka.
  • Danir ganga oft hlið við hlið á gangstéttum og svoleiðis, og eru ekkert að víkja þegar aðrir koma á móti þeim. Mér finnst það dálítið asnalegt.
  • Í gær spiluðum við slatta af póker og fótbolta á þartilgerðu borði með plastköllum og handföngum. Þeir eru fáránlega góðir í þessu Danirnir. Gaurarnir sem ég spilaði við í gær voru líka talsvert góðir, en ég vann einn og einn leik. Sem var gaman.
  • Ég keypti mér inniskó um daginn. Allt annað líf.
  • Ég er með eina mynd í viðbót, hún er af skilti utaná hárgreiðslustofu (held ég alveg örugglega) sem er á hliðargötu af Strikinu. Ég man eftir næstum nákvæmlega eins mynd í auglýsingu fyrir Landsbankann utaná bakaríinu niðrá Grensás.



    Eitthvað svoleiðis allavega.. Man einhver annar eftir þessu?
  • Extras er ennþá mjög mjög fyndið dót. Fyrsti þáttur annarar seríu var sýndur um daginn og svínvirkar. Skil samt ekkert í dósahlátrinum í brotinu sem ég benti á á vitleysingum..
  • Studio 60 on the Sunset Strip gæti verið skemmtilegt. Fyrsti þátturinn er fínn. Man ekki hvort ég minntist á þetta á sínum tíma en ég las handritið að honum eftir að Ellis benti á það. Fannst það sniðugt. Þátturinn fínn. Jibb.
  • Mig langar að sjá Idoicracy. Hell jess.
  • Top 10: Beyond the Farthest Precinct. Ég minntist á hana hérna um daginn. Hún er hræðileg. Algert algert rusl. Það sem hún gerir er í rauninni bara að hún sýnir manni hversu góður Moore er. Það er bara svo auðvelt að taka þessar hugmyndir og keyra þær niður í svaðið. Það sem þessi aukvisi gerir reyndar of mikið af er að taka eitthvað sem Moore hefur sett fram í sínum Top 10 bókum og búa til úr því stutta frasa og neyðarlega auma brandara, í stað þess að byggja á því sem þegar er til staðar. Rusl.
  • Ég fór aftur í þessa búð, Fantasia, og keypti nýjasta heftið af Powers. Var ekki alveg að grípa mig, en slappur Powers er samt mun betri en ó svo margt annað.
  • Talandi um Bendis, mér sýndist Brubaker vera kominn í Daredevil. Spennó.
  • Allur maturinn minn er búinn. Hvað get ég gert?


-b.

16 september 2006

Is gúd

Ég er kominn með net í íbúðina!

Loksins get ég hætt að fara útúr húsi á daginn.

-b.

14 september 2006

Ég er löngu búinn með allar góðu titlahugmyndirnar mínar

Ég er lati gaurinn í útlandinu. Er ekki enn búinn að kaupa eftirfarandi:
  • Gluggatjöld
  • inniskó
  • lampa

Sem þýðir að þegar sólin sest get ég bara lesið inní eldhúsi, og það er eitthvað skrýtið við að sitja inní eldhúsi að lesa. Ég veit ekki.. En ég les á daginn og kveiki svo á tölvunni þegar dimma tekur. Það er ágætt.

Í gær hafði ég ekkert að gera við tölvið lengur og ákvað að tékka á einni af myndunum sem ég fékk frá Ými um daginn. United 93 (Spoilerar - en það breytir líklega ekki miklu..). Ég bjóst satt best að segja ekki við neinu, og var helst hræddur við að lenda í tveggja tíma fánaathöfn þarsem kanar klappa sér á bakið fyrir að vera besta þjóð í heimi.

En það var eitthvað að virka. Ég sat fastur yfir þessari mynd, hún var bara helvíti góð.. Það fer mikill tími í að sýna hversdagsleikann í lífi farþeganna, áhafnarinnar og flugumferðastjóranna, og þósvo maður sé um leið að fylgjast með hryðjuverkamönnunum nær þessi geispandi hversdagur svo góðum tökum á rammanum að flugránið sjálft slær mann í andlitið. Maður veit allan tímann að það er á leiðinni, en það nær samt að koma aftan að manni. Þetta skrifast algerlega á það hvernig myndin er tekin; stuttar og rólegar tökur með handheld myndavélum, svo maður er alltaf innanum fólkið þarsem það er að upplifa þennan morgun einsog hvern annan.

Mér fannst þessi meðferð kunnugleg einhvernvegin, en skildi ekki hversvegna fyrren í lokin þegar ég sá að Paul Greengrass leikstýrði og skrifaði. Þetta er meira og minna nákvæmlega eins og hann sýndi uppþotin í Bloody Sunday og sprengiárásina í Omagh.

Eins furðulega og það kann að hljóma þá fann ég einhvernvegin mest til með flugumferðastjórunum, sem lentu alltíeinu í því að flugvélarnar önsuðu þeim ekki, sveigðu af stefnunni og lentu loks í turnunum, og þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Að vera vanur því að geta stýrt þessum hlunkum í loftinu og sitja síðan með lókinn í lúkunum á meðan þeir sinna ekki kallinu og hrapa til jarðar.. Ráðaleysið og örvæntingin leyndi sér ekki. En það kom líka á daginn í kreditlistanum að nokkrir þeirra léku þarna sjálfa sig. Þetta er auðvitað eitthvað sem var ekki hægt í tilfelli farþeganna, en þar hefði samt nokkuð geta farið betur.

Ég gat tildæmis ekki varist þeirri tilhugsun að á hverri stundu gæti David Rasche dregið upp Gun og skotið þessa misindismenn í sundur með bros á vör. En kannske er það bara ég.

-b.

13 september 2006

Jú er það ekki

Jæja hvað segiði eru ekki allir spenntir fyrir Magna ha spenntir einsog fyrir kerru sem dregur kallinn áfram í úrslitunum ha alveg heim í hlað?

12 september 2006

Smáræði

In the early issues of Slott’s run, She-Hulk (similarly hued cousin to the Incredible you-know-who) is hired to work for the superhuman law branch of Goodman, Lieber, Kurtzberg & Holliway, a firm whose very name consists of three of the progenitors of the “Marvel Age” of comics in the sixties. The basement library contains “long boxes” full of Marvel Comics and the series allows that lawyers like She-Hulk can use fifty years of comics history as legal evidence. This convention opens up Marvel’s heritage to the judicial process.

Suddenly, Spider-Man has enough evidence to sue his defaming, newspaper publishing nemesis J. Jonah Jameson for libel. Now accidental plunges into vats of atomic hard water needn’t become origin stories; they become class action lawsuits.

Margir fínir punktar í þessari grein.. Þósvo ég hafi horft á meira Boston Legal en ég þori að viðurkenna tók ég bara eftir einu af þessum dæmum sem gaurinn tekur fram, þetta með ,,sweeps week", en setti það aldrei í stærra samhengi.

Ég hef áður tekið She-Hulk fyrir sem dæmi um metafiksjón í myndasögum, en það var 'Sensational'-lotan hans John Byrne frá níunda áratugnum. Þar var allt að gerast á blaðsíðunni sjálfri, en lítið minnst á continuity-dæmið sem þarna er komið í forgrunn. Ég greip meira að segja fyrsta safnið af þessum nýju heftum á bókasafninu um daginn, en komst ekki lengra en á fjórða hefti.. hreint úr sagt hörmuleg skrif, og teikningarnar lítt skárri. Kemur á óvart samt að þessi gaur skuli ekki minnast á eitís She-Hulk nema í framhjáhlaupi.

Og 'Retro-Cannon' vísar til orðsins 'Canon'; Kanónu eða hefðarveldis innan bókmenntagreina, sem er nátengt hugmyndinni um continuity (sem ég finn, fjandinn hafi það, ekki gott orð yfir).

Spurning hvernig hugmyndir Eliots um lífræna heild skáldskaparins flútta við þetta.. ?

En það hlustar sosum enginn á hann lengur.

Meira dót:

Conversely, some of the middle American real-life audiences that Baron Cohen and his film crew encountered while they were shooting the film became so incensed that they were being sent up, and figured it out so quickly, that Baron Cohen had to be hustled out of a couple of locations at high speed to spare himself a mob scene. In other words, it could be that his comedy is in fact hitting home with withering accuracy. Last year, there was one particularly hairy moment on location in Salem, Virginia, when Borat told the crowd at a rodeo that he fully supported George Bush's "war of terror". "I hope you kill every man, woman and child in Iraq," he said, "and may George W Bush drink their blood."

Borat then led the audience into a rendition of the national anthem, "The Star Spangled Banner", only to replace the line about "the home of the brave" with "your home is the grave". Immediately the crowd erupted in boos. A couple of people pulled out guns and started firing in the air. Baron Cohen, staying in character throughout, was hurried out of the venue before things grew any uglier. And it didn't end there. Several leading members of the production received death threats over the coming days, and an unnerved Todd Phillips, the director, decided to pull out of the project altogether. (He was quickly replaced by Larry Charles, a veteran of offbeat television comedy and longtime associate of Larry David's.)

Mín feitletrun. Og ekki að ástæðulausu.

En þessi texti er víst horfinn núna, nema maður vilji gerast áskrifandi o.s.frv.. Sorrí.

Var ég búinn að minnast á það hversu mjög ég hlakka til að sjá nýjustu þættina af The Wire? Mér þykir það alveg næg ástæða fyrir því að benda á þessa grein, sem fjallar held ég um mússíkina í kringum dæmið. Ég veit það ekki því ég er ekki búinn að lesa hana en ætla að geyma á tölvinu þartil ég kem heim því nú þarf ég að fara að koma mér í metróið niðrá Íslandsbryggju og í tíma.

Blesó.

-b.

11 september 2006

Það er sól úti!

Alveg satt. Sjáiði bara:



Og hér er mynd af húsinu sem ég á heima í. Þið sjáið ekki í íbúðina mína því hún er í hinum endanum, en ég er á efstu hæð.



Bæjó.

-b.

05 september 2006

There's a world going on...

Let us drink, then, to the Irish. No finer race of men have ever... peeled a potato.


Sá þessa mynd um daginn og hún er helvíti fín. Er líka að hlusta á Notes From the Underground eftir Dostoyevskí á simba. Náði í hana á librivox.org, sem heldur úti hljóðbókum sem eru í almannaeign. Fín hugmynd, en þeir sem lesa eru mjög mistækir. Sá sem les síðasta kaflann í fyrsta hluta af Notes drekkir t.a.m. húmornum í gersamlega óþolandi leikrænum 'tilþrifum' og ljóðrænum pásum. En það er nóg af gulli í þessari bók, sjáið bara hér:

Consciousness, for instance, is infinitely superior to twice two makes four. Once you have mathematical certainty there is nothing left to do or to understand. There will be nothing left but to bottle up your five senses and plunge into contemplation. While if you stick to consciousness, even though the same result is attained, you can at least flog yourself at times, and that will, at any rate, liven you up. Reactionary as it is, corporal punishment is better than nothing.


Ég hef annars ekki horft á sjónvarp síðan ég kom út. Sakna þess sosum ekkert. En það væri gott að geta náð í sitt eigið efni, svona einsog heima. Hef þegar rennt í gegnum The Wire seríur 1-3 aftur og haft alveg merkilega gaman af.. ég hefði ekki haldið að þessir þættir væru jafn góðir í annað skiptið. Og nú sé ég að næsta þáttaröð byrjar næstu helgi! Helvítans.

Verð bara að fá net í íbúðina. Það er ekkert sem heitir.

Í gær var ég að rölta eftir Larsbjörnsstæde þegar ég heyrði KRASS fyrir aftan mig, leit við og þá hafði blómapottur lent á götunni tæpum meter fyrir aftan mig. Munaði einu skrefi að ég hefði fengið hann í hausinn. Leit upp og þar voru gluggahlerar að skella til og frá. Fólk í grenndinni starði en ég hélt áfram. Einhver kom út, tíndi upp brotin og grey plöntuna.

En ég var á leiðinni í myndasögubúðina Fantasy, þarsem ég keypti fyrsta hefti af Testament (einhver á geoffklock mælti með þessu, minnir mig, svo ég ákvað að tékka á því), DMZ fyrstu bók, og Top 10: Beyond the Farthest Precinct. Það var ekki fyrren ég kom heim að ég sá að sú síðastnefnda er ekki eftir Moore heldur einhvern helvítis vitleysing.. Venjulega hefði ég litið í bókina áður en ég keypti, en Top 10 hefur verið svo stöðugt gott stöff að ég sá nýja bók og greip.

DMZ segir frá einhverskonar blaðamennskunema sem festist á Manhattan eyju í Bandaríkjum sem eiga í borgarastríði. Í vestur eru uppreisnarmennirnir, í austur gömlu góðu Bandaríkin, en Manhattan er einskis manns land. Svaka vesen. Flott bók, en það sem fer í taugarnar á mér eru unglingarnir. Þessi strákur á að fylgja alvöru fréttamanni, en sá er drepinn á fimmtu síðu (eða eitthvað í grenndinni). Hann stendur einn eftir, og hittir (nema hvað) unglingsstelpu, læknanema sem á heima þarna á Manhattan. Hvað er að því að skrifa sögur um fullorðið fólk? Hversvegna þurfa allar uppreisnargjarnar myndasöguhetjur að vera á aldrinum 18-22 ára?

Það sama er reyndar uppi á teningnum í Testament, en það er sett í samhengi við söguna af Abraham og Ísak: Að eldri kynslóðin fórni þeirri yngri fyrir einhvern æðri málstað. Þar má líka finna sympatískar persónur yfir 25 ára aldri, annað en í DMZ.

Ég er kominn mjög stutt inní Top 10 bókina en mér sýnist í fljótu bragði að þar sé einhver skríbent á ferðinni sem hefur gersamlega enga tilfinningu fyrir bókinni, og reynir bara að endurvinna það sem Moore hefur þegar gert við persónurnar. Fari hún í fúlan pytt.

Þetta er annars þokkaleg verslun. Haugur af bókum þarna.. reyndar alveg ofboðslega mikið af rusli, en slatti af góðu stöffi líka. Ég ætlaði aðallega að finna nýja All Star Superman heftið, en það var ekki til.. reyni að sækja það á torrent um leið og ég kemst í net sem samþykkir svoleiðis.

Skóli: Ég eyddi klukkutíma í að leita að skrifstofu enskudeildarinnar, var loks bent á einhverja korktöflu þarsem maður getur séð hver er í hvaða kúrsum. Ég komst í þá kúrsa sem ég vildi. Vúhú. Tveir svoleiðis á þessari önn, hvor um sig 15 ects-ur. 'From Mysticism to Postmodernism' og 'Images of Photography in Literature'. Fyrsti tíminn núna á föstudaginn. Spennó.

-b.

02 september 2006

Ég er hér enn, la la la..

Það er 'penthouseparty' í blokkinni í kvöld. Ég hitti þau sem ég held að standi fyrir þessu í fyrradag og þau voru mjög almennileg. Alltsaman danir.

Svo er ég búinn að hitta sambýlingana mína. Tommy er norskur sálfræðinemi, tíu árum eldri en ég. Kærastan hans býr þarna hjá honum um sinn. Í næsta herbergi er.. einhver stelpa sem ég man ekki hvað heitir. Hún er sænsk og talar ekki ensku en virðist mjög almennileg. Kærastinn hennar býr hjá henni, hann talar ensku en segist ekki vera fyrir skóla. Næs gaur. Beatrice minnir mig að sá þriðji heiti. Hún kom í gær með fullt af drasli, eldhúsborð og ég veit ekki hvað og hvað. Það var allt kreisí.

Allt þetta fólk er með miklu miklu meira drasl en ég og rembist við að raða því í alltof fáar hillur. Þarsem ég mætti fyrstur var ég búinn að raða hnífapörunum mínum (3 skeiðar, 3 gafflar, 1 hnífur, 1 stór hnífur og einn spaði) í hnífaparaskúffuna og þá vill enginn nota hana með mér. Leirtauið mitt (einn diskur, ein skál og tvö glös) fá líka sína eigin hillu, alveg útaf fyrir sig.

Það sama er uppá teningnum þegar litið er inní herbergin, en þetta lið hefur orkað að búa til kósí íbúðir á núll einni á meðan einu mubblurnar sem ég hef eru tvær ferðatöskur og kassi af Tuborg. Ég minni sjálfan mig á Ríkharð, sem ég leigði með þarna um árið. Hann var með rúm, lampa og nokkra pappakassa, og endalausar birgðir (af því er virtist) af Dominos pítsum.

Ég vildi að ég ætti endalausar birgðir af pítsum.

Keypti skinku og ost en hvorutveggja er ógeðslegra á bragðið en ég hélt að væri mögulegt fyrir skinku og ost. Spægipylsan stendur fyrir sínu, og úrvalið af pylsum er fáránlegt. Elda pakkapasta þarsem ég hef ekki nennt að draga heim allskonar til eldunar. Þetta kemur.

Og nú vona ég að skráningin sem ég sendi á allra síðustu stundu til enskudeildarinnar á netinu þann tíunda ágúst hafi tekist, því þar eru einu kúrsarnir sem mig langar að taka. Bókstaflega ekkert af viti að gerast í hinum greinunum, en ef ég fæ inn í þessa tvo þá er ég vel settur um sinn.

Rosa þægilegt að vera svona nálægt stórmarkaðnum. Maður labbar til að kaupa í matinn og það kostar ekki svo mikið. Ég reyndar veit ekki hvort þessi verslun er neitt sérlega ódýr, en mér sýnist þetta vera í lagi. Heildsölufílíngur í mörgu þarna, svipað og maður fær í Bónus.

Á mörgum stöðum raða þeir vörum upp á veggina í tíu metra hæð, liggur við. Sýna, ekki selja. Fyndið.

Og nú sé ég að ég verð að líta við á Larsbjørns Stræde. Best að drífa í því, ei?

-b.