Þeir Davíð og Egill eru í Kaupmannahöfn. Ég hringdi áðan og sagðist myndi lifa í gegnum þá næstu vikuna, í stöðugu símasambandi. Davíð hélt að ég væri að grínast.
Maður á víst ekki að naga sig í handarbakið ef maður er enn á því að ákvörðunin hafi verið rétt. Að minnsta kosti ekki að kalla það það. Eða hvað? Ég naga mig þá í olnbogann. Á Strikinu um hálftvö að renna sér í fyrsta bjór dagsins? Það er sumarfrí sem ég hefði ekkert á móti. Ég hefði átt að segja þeim að kíkja á Bobi. Fá sér einn humla.
Humleuh.
Ég var annars nýkominn í vinnuna þegar ég var gripinn og sendur uppí Þjóðmenningarhús, þar hitti ég fimm konur og átti að sitja fyrir myndum með tveimur þeirra. Sú þriðja var ljósmyndari og hinar tvær að vinna í Gegni, en myndirnar á að nota í nýjan bækling um vefinn og a.ö.l. vefinn sjálfan. Það var semsé verið að uppfæra hann um daginn, nýtt útlit o.s.frv.
Ein mynd hér þarsem við erum að skoða bækur í hillum, önnur þarna þar sem ég held á gamalli bók fyrir framan opinn bókaskáp. Ég er með hvítan hanska til að káma ekki kápuna, en hann sést ekki á mynd. Og svona. Fyrir þetta fékk ég nokkrar krónur í úttekt í Kringlunni. Rosa fjör.
Svona er vinnan akkúrat núna: Ég er með tvo flipa opna í IE (því síðurnar virka ekki í Firefox, hvað sem veldur), í öðrum er ,,200 daga afritið", það sem var tekið í október, í hinum er ,,100 daga afritið", sem er síðan í apríl. Ég fer í gegnum hverja síðu í báðum afritunum, og ef einhverju hefur verið breytt eða bætt við á þessu 100 daga tímabili þá færi ég breytingarnar yfir í grunninn, þ.e.a.s. 200 daga afritið.
En í 100 daga afritinu eru ,,?" orðin að ,,_" í öllum tenglum, og tenglar í bækur sem voru færðar inn á þessum 100 daga tímabili virka ekki og koma ekki til með að virka þegar bækurnar sjálfar eru færðar inn, því þá stemma númerin ekki lengur.
Og allskonar svona.
Og ég þarf náttúrulega að fara að koma mér í þetta. Gengur hægt en vel. Einn tveir og
-b.
30 júní 2008
29 júní 2008
Fylgist með: lýsing á símtali leiðir í raus um kúnna og skattfé
Núna rétt áðan hringdi kona hingað í vinnuna til mín og vildi fá að vita hvaða plagg þetta væri sem Kristján níundi heldur á þarna fyrir framan Stjórnarráðið. Ég gúglaði þetta snöggvast og sagði henni að plaggið ætti að tákna stjórnarskrána frá 1874, síðasti kóngurinn yfir Íslandi væri þarna að rétta fráfarandi þegnum sínum pappírana.
Þá komu náttúrulega fleiri spurningar: Var Hannes Hafsteinn fyrsti ráðherrann, skrifuðu Danir þessa stjórnarskrá, var Kristján örugglega síðasti konungurinn.. og hún síendurtók að hún væri fæddur og uppalinn Íslendingur og henni finndist svo skammarlegt að vita þetta ekki -- var þetta sneið til mín, þarsem ég er sjálfur Íslendingur og ég veit þetta ekki heldur? Kannske var það ekki meiningin.
En er þetta ekki til í einhverjum bókum þarna hjá ykkur, heldurðu að þú gætir ekki skoðað þetta fyrir mig?
Þetta er ekki alltaf að gerast, en endrum og eins. Fólk vill í alvörunni bíða í símanum á meðan ég leita að heimildum, les mér til um efnið og sit síðan fyrir svörum. Ég hef nú aldrei sagt fólki beint út að það geti komið hingað niður á safnið og ég geti þá bent því í áttina að sagnfræðibókunum, ég gef samband áfram og læt þau í fræðadeildinni um það. En mér þykir þetta merkileg beiðni. Er þetta tilætlunarsemi eða heldur sumt fólk í einlægni að bókasafnið virki svona?
Og maður heyrir draugasögur. Ein sagði frá því þegar háskólanemi -- önnum kafin kona á fertugsaldri -- kom á safnið í leit að heimildum. Hún sagðist vera að fara að skrifa ritgerð um þetta og þetta, spurði hvort bókavörðurinn gæti ekki fundið þetta til fyrir sig, hún gæti svo komið og sótt heimildirnar eftir tvo þrjá tíma?
Bókasafnið sem bifreiðaverkstæði eða barnaheimili.
Fyrir stuttu síðan las ég pælingu um það að ef strætó væri ókeypis þá myndu farþegarnir missa kvörtunarréttinn. Fyrst þeir væru ekki að borga fyrir ferðina þá hefðu þeir ekkert með að klaga vagnstjóra eða kalla eftir breytingum á leiðarkerfi eða slíkt. Sem er náttúrulega fráleitt: ef strætisvagnarnir væru reknir á kostnað ríkisins þá værum við öll að borga fyrir ferðirnar, og værum skyldug til að láta í okkur heyra ef skattfénu væri illa varið. Hvernig svo sem ríkinu áskotnast peningarnir til að byrja með.
Ég skil samt hvaðan þetta viðhorf kemur, og má e.t.v. súmma það upp með þessari endalaust röngu og margþvældu tuggu ,,viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér." Þetta hefur þau áhrif að lygilega margt fólk telur sig eiga þig með húð og hári um leið og það hefur rétt þér debetkortið sitt. Þegar ég vann á bensínstöðinni horfði ég uppá það að fólki var skipað að biðja slefandi dóna og hálfvita afsökunar, þegar það neitaði að veita þjónustu sem hefði brotið gegn reglum fyrirtækisins, vegna þess að þjónustudeildin þorði ekki að styggja núverandi og tilvonandi viðskiptavini.
Finnst mér sagan um heimildaleitina meira sjokkerandi vegna þess að safngesturinn rétti ekki fram debetkortið um leið og hún sagðist skyldi koma aftur eftir hádegi? Hefði bónin verið á einhvern hátt réttmætari? Sagan er náttúrulega draugasaga vegna þess að hún er undantekningin frá reglunni, ég held að flestir geri sér grein fyrir því hvaða þjónustu bókasafnið veitir, og að þeir hafi rétt til að kvarta ef þeim finnst illa farið með sig. Kannske þykir viðkvæmum sálum erfiðara að ganga aftur í barndóm með grenji og heimtufrekju ef þær þurfa ekki að borga fyrir viðvikið á staðnum.
Og ganga jafnvel svo langt að leggjast gegn aukinni og ódýrari almenningsþjónustu vegna þess að það gæti þurft að haga sér einsog fullorðið fólk.
En liðið sem hringir inn og vill láta lesa í sig sögu Íslands frá heimastjórn til fullveldis.. Það er náttúrulega bara kreisí.
-b.
Þá komu náttúrulega fleiri spurningar: Var Hannes Hafsteinn fyrsti ráðherrann, skrifuðu Danir þessa stjórnarskrá, var Kristján örugglega síðasti konungurinn.. og hún síendurtók að hún væri fæddur og uppalinn Íslendingur og henni finndist svo skammarlegt að vita þetta ekki -- var þetta sneið til mín, þarsem ég er sjálfur Íslendingur og ég veit þetta ekki heldur? Kannske var það ekki meiningin.
En er þetta ekki til í einhverjum bókum þarna hjá ykkur, heldurðu að þú gætir ekki skoðað þetta fyrir mig?
Þetta er ekki alltaf að gerast, en endrum og eins. Fólk vill í alvörunni bíða í símanum á meðan ég leita að heimildum, les mér til um efnið og sit síðan fyrir svörum. Ég hef nú aldrei sagt fólki beint út að það geti komið hingað niður á safnið og ég geti þá bent því í áttina að sagnfræðibókunum, ég gef samband áfram og læt þau í fræðadeildinni um það. En mér þykir þetta merkileg beiðni. Er þetta tilætlunarsemi eða heldur sumt fólk í einlægni að bókasafnið virki svona?
Og maður heyrir draugasögur. Ein sagði frá því þegar háskólanemi -- önnum kafin kona á fertugsaldri -- kom á safnið í leit að heimildum. Hún sagðist vera að fara að skrifa ritgerð um þetta og þetta, spurði hvort bókavörðurinn gæti ekki fundið þetta til fyrir sig, hún gæti svo komið og sótt heimildirnar eftir tvo þrjá tíma?
Bókasafnið sem bifreiðaverkstæði eða barnaheimili.
Fyrir stuttu síðan las ég pælingu um það að ef strætó væri ókeypis þá myndu farþegarnir missa kvörtunarréttinn. Fyrst þeir væru ekki að borga fyrir ferðina þá hefðu þeir ekkert með að klaga vagnstjóra eða kalla eftir breytingum á leiðarkerfi eða slíkt. Sem er náttúrulega fráleitt: ef strætisvagnarnir væru reknir á kostnað ríkisins þá værum við öll að borga fyrir ferðirnar, og værum skyldug til að láta í okkur heyra ef skattfénu væri illa varið. Hvernig svo sem ríkinu áskotnast peningarnir til að byrja með.
Ég skil samt hvaðan þetta viðhorf kemur, og má e.t.v. súmma það upp með þessari endalaust röngu og margþvældu tuggu ,,viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér." Þetta hefur þau áhrif að lygilega margt fólk telur sig eiga þig með húð og hári um leið og það hefur rétt þér debetkortið sitt. Þegar ég vann á bensínstöðinni horfði ég uppá það að fólki var skipað að biðja slefandi dóna og hálfvita afsökunar, þegar það neitaði að veita þjónustu sem hefði brotið gegn reglum fyrirtækisins, vegna þess að þjónustudeildin þorði ekki að styggja núverandi og tilvonandi viðskiptavini.
Finnst mér sagan um heimildaleitina meira sjokkerandi vegna þess að safngesturinn rétti ekki fram debetkortið um leið og hún sagðist skyldi koma aftur eftir hádegi? Hefði bónin verið á einhvern hátt réttmætari? Sagan er náttúrulega draugasaga vegna þess að hún er undantekningin frá reglunni, ég held að flestir geri sér grein fyrir því hvaða þjónustu bókasafnið veitir, og að þeir hafi rétt til að kvarta ef þeim finnst illa farið með sig. Kannske þykir viðkvæmum sálum erfiðara að ganga aftur í barndóm með grenji og heimtufrekju ef þær þurfa ekki að borga fyrir viðvikið á staðnum.
Og ganga jafnvel svo langt að leggjast gegn aukinni og ódýrari almenningsþjónustu vegna þess að það gæti þurft að haga sér einsog fullorðið fólk.
En liðið sem hringir inn og vill láta lesa í sig sögu Íslands frá heimastjórn til fullveldis.. Það er náttúrulega bara kreisí.
-b.
28 júní 2008
Ég þurrkaði teljarann út
og nú er hjarta mitt kramið.
Á hinn bóginn er ég kominn í stólinn góða í vinnunni. Það opnar eftir þrjár mínútur. Ég er með internet og myndasögur.
Á hinn bóginn er að byrja grill og fjör annaðhvort heima eða hjá Darbó. En ég er byrjaður að vinna og þetta er mín helgi.
Á hinn bóginn er þetta stuttur dagur, ég hitti strákana eitthvað uppúr fimm ef þeir eru ennþá á fótum.
Á hinn bóginn eru tónleikar að byrja í Laugardal klukkan fimm, kannske fara allir þangað? Ég veit svei mér ekki hvort ég meika það.
Á hinn bóginn gæti ég verið búinn með bógana mína. Hvað fær maður marga í senn?
-b.
Á hinn bóginn er ég kominn í stólinn góða í vinnunni. Það opnar eftir þrjár mínútur. Ég er með internet og myndasögur.
Á hinn bóginn er að byrja grill og fjör annaðhvort heima eða hjá Darbó. En ég er byrjaður að vinna og þetta er mín helgi.
Á hinn bóginn er þetta stuttur dagur, ég hitti strákana eitthvað uppúr fimm ef þeir eru ennþá á fótum.
Á hinn bóginn eru tónleikar að byrja í Laugardal klukkan fimm, kannske fara allir þangað? Ég veit svei mér ekki hvort ég meika það.
Á hinn bóginn gæti ég verið búinn með bógana mína. Hvað fær maður marga í senn?
-b.
27 júní 2008
Einhvernvegin enginn föstudagur í manni
Fyrstu tvær vikurnar í Veikindunum miklu og nýafstöðnu voru gerðar þolanlegar með Treo. Tvær töflur í vatnsglas og mér leið einsog næstum því heilum manni. Á þriðju viku, þegar ég fékk að vita hvað var að mér, leit ég á wikipediu og fletti einkirnissóttinni upp. Einhverstaðar rak ég augun í að það væri mælt gegn notkun aspríns á meðan sóttin gengur yfir, þar sem það gæti leitt til Reyes heilkennis. En Treo er náttúrulega bara asprín plús koffein. Ég ætla að líma hérna lýsinguna á ferli þess sjúkdóms, hún er ekki falleg:
* Stage I
o Persistent, heavy vomiting that is not relieved by eating
o Generalized lethargy
o General mental symptoms, e.g. confusion
o Nightmares
* Stage II
o Stupor caused by minor brain inflammation
o Hyperventilation
o Fatty liver (found by biopsy)
o Hyperactive reflexes
* Stage III
o Continuation of Stage I and II symptoms
o Possible coma
o Possible cerebral edema
o Rarely, respiratory arrest
* Stage IV
o Deepening coma
o Large pupils with minimal response to light
o Minimal but still present hepatic dysfunction
* Stage V
o Very rapid onset following stage IV
o Deep coma
o Seizures
o Respiratory failure
o Flaccidity
o Extremely high blood ammonia (above 300mg per 100mL of blood)
o Death
Mér leist sannarlega ekki á blikuna, en hugsaði með mér að fyrst ég ætti ekki við óstöðvandi uppköst að stríða þá hefði ég að öllum líkindum sloppið með skrekkinn.
Núna áðan, þegar ég var að leita að wikipedia-færslunum, sá ég að ég hafði misskilið tengslin lítið eitt -- mér hlýtur að fyrirgefast það, ég var ekki alveg með sjálfum mér -- en Reyes heilkennið hefur víst verið tengt við notkun barna á aspríni við vírussýkingum yfirleitt. Og ég er ekki barn. Þannig. Svo ég var víst ekki í hættu.
Kæra Treo, ég hefði ekki átt að efast þig. Þú kraftaverkalyf.
Ég vil láta jarða mig í stórum Treo-stauk, ég verð látinn síga oní hann og svo verður tappanum smellt á. Mokið hálfum meter af Treo oná staukinn áður en fyrsta skóflan af vígðri mold er látin falla. (Treoið má alveg vera vígt líka, það skaðar varla.) Efst á grafsteininum skal vera hálfslíters glas úr grófum granít, sem safnar regnvatni allan ársins hring, og gestir geta þá skilið eftir blóm og/eða dembt tveimur Treo töflum oní glasið, til að styðja við mig í gegnum þynnkuna miklu.
-b.
* Stage I
o Persistent, heavy vomiting that is not relieved by eating
o Generalized lethargy
o General mental symptoms, e.g. confusion
o Nightmares
* Stage II
o Stupor caused by minor brain inflammation
o Hyperventilation
o Fatty liver (found by biopsy)
o Hyperactive reflexes
* Stage III
o Continuation of Stage I and II symptoms
o Possible coma
o Possible cerebral edema
o Rarely, respiratory arrest
* Stage IV
o Deepening coma
o Large pupils with minimal response to light
o Minimal but still present hepatic dysfunction
* Stage V
o Very rapid onset following stage IV
o Deep coma
o Seizures
o Respiratory failure
o Flaccidity
o Extremely high blood ammonia (above 300mg per 100mL of blood)
o Death
Mér leist sannarlega ekki á blikuna, en hugsaði með mér að fyrst ég ætti ekki við óstöðvandi uppköst að stríða þá hefði ég að öllum líkindum sloppið með skrekkinn.
Núna áðan, þegar ég var að leita að wikipedia-færslunum, sá ég að ég hafði misskilið tengslin lítið eitt -- mér hlýtur að fyrirgefast það, ég var ekki alveg með sjálfum mér -- en Reyes heilkennið hefur víst verið tengt við notkun barna á aspríni við vírussýkingum yfirleitt. Og ég er ekki barn. Þannig. Svo ég var víst ekki í hættu.
Kæra Treo, ég hefði ekki átt að efast þig. Þú kraftaverkalyf.
Ég vil láta jarða mig í stórum Treo-stauk, ég verð látinn síga oní hann og svo verður tappanum smellt á. Mokið hálfum meter af Treo oná staukinn áður en fyrsta skóflan af vígðri mold er látin falla. (Treoið má alveg vera vígt líka, það skaðar varla.) Efst á grafsteininum skal vera hálfslíters glas úr grófum granít, sem safnar regnvatni allan ársins hring, og gestir geta þá skilið eftir blóm og/eða dembt tveimur Treo töflum oní glasið, til að styðja við mig í gegnum þynnkuna miklu.
-b.
25 júní 2008
Þegar ég lít tilbaka leitar hugur minn til
Hér er eitt.
Árið '93 var ég ellefu ára gamall. Líklega var ég þá að hjóla um bæinn og tína flöskur, selja þær fyrir klink og kaupa síðan nammi fyrir þetta sama klink, labba svo yfir götuna á bókasafnið og lesa myndasögur. Við Fúsi gerðum þetta gjarnan. Á einhverjum tímapunkti fórum við að eyða peningnum í að leigja spólur, en ég man ekki hvenær nákvæmlega. Hvenær kom Demolition Man út?
Árið '95-6 spilaði ég Magic: The Gathering, ég byrjaði um svipað leyti og Homelands kom út, og spurði sjálfan mig hvað ég hefði verið að gera eiginlega, fyrir tveimur þremur árum þegar Beta settið kom út, með öllum sínum ofursjaldgæfu og rándýru spilum (einsog ég hefði einhvernvegin getað nálgast það, jafnvel þótt ég hefði vitað hvað það var).
Nú er ég að fara í gegnum Invisibles blöðin sem ég keypti um daginn, ég les ekki alla söguna í gegn vegna þess að mér finnst ég ekki hafa tíma til þess -- en það væri klárlega ekki vitlaust af mér að lesa Arcadia-þráðinn aftur.. ég man samasem ekkert eftir honum en það er samt svo margt þarna sem ég veit að kallast á við seinni hluta bókarinnar. En já. Þessi blöð voru að koma út '95-6. Voru þau til sölu á hillunni góðu, nýskorin og ilmandi af prenti, þegar ég kom í Nexus og keypti mér Homelands boostera?
Hvaða framhjálitni hlutur verður nostalgíukastið 2013?
Ég sé sannarlega ekki eftir að hafa keypt þessi Invisibles blöð. Lesendabréfin eru oft skondin en skemmtilegast er að sjá hversu vel Morrison sér söguna fyrir sér, a.m.k. þarna í byrjun bókarinnar. Hann virðist hafa planað fyrsta hlutann þokkalega vel áður en fyrsta tölublaðið kom út. Þetta er e.t.v. eitthvað sem ætti ekki að koma manni á óvart, en bókin hefur alltaf virst svo kaótísk.. Líklega er það einmitt helst að þakka góðri skipulagningu.
Og nefnið betra Invisibles hefti en Best Man Fall. Þrettánda tölublað, ein af aðalpersónum bókarinnar kemur fyrir á einni tveimur síðum og síðan ekki söguna meir, og tengingin við stóru söguna kemur ekki í ljós fyrr en maður hefur lesið allra seinasta heftið, sem kemur út nokkrum árum síðar. Þetta er Coyote Gospel-heftið í Invisibles. Það væri í raun ekki vitlaust að bera þau nánar saman..
-b
Árið '93 var ég ellefu ára gamall. Líklega var ég þá að hjóla um bæinn og tína flöskur, selja þær fyrir klink og kaupa síðan nammi fyrir þetta sama klink, labba svo yfir götuna á bókasafnið og lesa myndasögur. Við Fúsi gerðum þetta gjarnan. Á einhverjum tímapunkti fórum við að eyða peningnum í að leigja spólur, en ég man ekki hvenær nákvæmlega. Hvenær kom Demolition Man út?
Árið '95-6 spilaði ég Magic: The Gathering, ég byrjaði um svipað leyti og Homelands kom út, og spurði sjálfan mig hvað ég hefði verið að gera eiginlega, fyrir tveimur þremur árum þegar Beta settið kom út, með öllum sínum ofursjaldgæfu og rándýru spilum (einsog ég hefði einhvernvegin getað nálgast það, jafnvel þótt ég hefði vitað hvað það var).
Nú er ég að fara í gegnum Invisibles blöðin sem ég keypti um daginn, ég les ekki alla söguna í gegn vegna þess að mér finnst ég ekki hafa tíma til þess -- en það væri klárlega ekki vitlaust af mér að lesa Arcadia-þráðinn aftur.. ég man samasem ekkert eftir honum en það er samt svo margt þarna sem ég veit að kallast á við seinni hluta bókarinnar. En já. Þessi blöð voru að koma út '95-6. Voru þau til sölu á hillunni góðu, nýskorin og ilmandi af prenti, þegar ég kom í Nexus og keypti mér Homelands boostera?
Hvaða framhjálitni hlutur verður nostalgíukastið 2013?
Ég sé sannarlega ekki eftir að hafa keypt þessi Invisibles blöð. Lesendabréfin eru oft skondin en skemmtilegast er að sjá hversu vel Morrison sér söguna fyrir sér, a.m.k. þarna í byrjun bókarinnar. Hann virðist hafa planað fyrsta hlutann þokkalega vel áður en fyrsta tölublaðið kom út. Þetta er e.t.v. eitthvað sem ætti ekki að koma manni á óvart, en bókin hefur alltaf virst svo kaótísk.. Líklega er það einmitt helst að þakka góðri skipulagningu.
Og nefnið betra Invisibles hefti en Best Man Fall. Þrettánda tölublað, ein af aðalpersónum bókarinnar kemur fyrir á einni tveimur síðum og síðan ekki söguna meir, og tengingin við stóru söguna kemur ekki í ljós fyrr en maður hefur lesið allra seinasta heftið, sem kemur út nokkrum árum síðar. Þetta er Coyote Gospel-heftið í Invisibles. Það væri í raun ekki vitlaust að bera þau nánar saman..
-b
23 júní 2008
Tilkynning
(Ég sendi þessa tilkynningu áðan á mæspeis. Það sakar kannske ekki að henda henni upp hér líka..)
Miði á kelduna, 20.000kall á borðið.
Ég er veikur og kemst ekki, sem er mjög súrt, og fasistarnir á midi. is vilja ekki endurgreiða miðann. Akkúrat núna kostar hann tæpan 29.000kall hér á landi og í Danmörku 1.650 danskar plús miðagjald -- sem gerir rúmar 29þúsund.
Ég á líka flugmiða sem ég get látið fara á 35.000, og þá er meðtalið gjaldið sem þeir taka fyrir að breyta nafninu á miðanum. Það er icelandexpress, út kl. 15:30 sunnudaginn næsta (29. júní), heim 13:00 þriðjudaginn 8. júlí.
Ég get fengið flugmiðann endurgreiddann en ég er ekki búinn að því ennþá, og flugin eru náttúrulega orðin mun dýrari síðan ég pantaði.. Þannig að pakkinn væri á 55.000.
Sendið póst á skepnan@gmail.com eða hringið í 847-3370.
-b
Miði á kelduna, 20.000kall á borðið.
Ég er veikur og kemst ekki, sem er mjög súrt, og fasistarnir á midi. is vilja ekki endurgreiða miðann. Akkúrat núna kostar hann tæpan 29.000kall hér á landi og í Danmörku 1.650 danskar plús miðagjald -- sem gerir rúmar 29þúsund.
Ég á líka flugmiða sem ég get látið fara á 35.000, og þá er meðtalið gjaldið sem þeir taka fyrir að breyta nafninu á miðanum. Það er icelandexpress, út kl. 15:30 sunnudaginn næsta (29. júní), heim 13:00 þriðjudaginn 8. júlí.
Ég get fengið flugmiðann endurgreiddann en ég er ekki búinn að því ennþá, og flugin eru náttúrulega orðin mun dýrari síðan ég pantaði.. Þannig að pakkinn væri á 55.000.
Sendið póst á skepnan@gmail.com eða hringið í 847-3370.
-b
Fíl gúdd samastað
Það er eitthvað bannsett suð í viftunni á tölvunni minni og það er að gera mig brjálaðan. En hún er enn í ábyrgð, ég ætla að skutla henni inná Nýherja á morgun.
Ég pantaði áskrift af tímaritinu The Believer. Loksins get ég farið að trúa á allskonar, leggja traust mitt á eitthvað sem ég get ekki lamið með kaðli, séð hvað það er við þessi nýju net sem fólk fílar svo mjög.
Á morgun er Jónsmessa. Mér finnst alveg nógu bjart á næturna. Kannske þarf ég bara nýjar gardínur, þetta er fjandanum skárra en að hjóla heim úr vinnunni í svarta myrkri.
Og mig vantar nýja íbúð!
Veit einhver um íbúð fyrir mig?
Ég bið ekki um mikið, bara að hún sé á höfuðborgarsvæðinu og kosti ekki hönd og fót. Fimmtán ferimetra herbergi fyrir fimmtíuþúsund á mánuði? Nei takk. Eitthvað aðeins minna kreisí. Leigan hér hefur hækkað um rúman sautjánþúsundkall síðan við tókum við íbúðinni, en hún er samt sanngjarnari en það sem ég er að sjá auglýst á netinu.
Víðir og Sævar fara í lok samningsins, við út í lok ágúst. Hjálp.
-b.
Ég pantaði áskrift af tímaritinu The Believer. Loksins get ég farið að trúa á allskonar, leggja traust mitt á eitthvað sem ég get ekki lamið með kaðli, séð hvað það er við þessi nýju net sem fólk fílar svo mjög.
Á morgun er Jónsmessa. Mér finnst alveg nógu bjart á næturna. Kannske þarf ég bara nýjar gardínur, þetta er fjandanum skárra en að hjóla heim úr vinnunni í svarta myrkri.
Og mig vantar nýja íbúð!
Veit einhver um íbúð fyrir mig?
Ég bið ekki um mikið, bara að hún sé á höfuðborgarsvæðinu og kosti ekki hönd og fót. Fimmtán ferimetra herbergi fyrir fimmtíuþúsund á mánuði? Nei takk. Eitthvað aðeins minna kreisí. Leigan hér hefur hækkað um rúman sautjánþúsundkall síðan við tókum við íbúðinni, en hún er samt sanngjarnari en það sem ég er að sjá auglýst á netinu.
Víðir og Sævar fara í lok samningsins, við út í lok ágúst. Hjálp.
-b.
22 júní 2008
Úr neðanjörðum
Life on Mars voru fínir þættir, a.m.k. fyrri þáttaröðin. Nú sá ég bandaríska aðlögun um daginn, prufuþátt sem gerist í Los Angeles. Sagan er sú sama en í staðinn fyrir duldið renglulegan besservisser er kominn þjakaður alfa-male í ætt við Jack Bauer, sem þýðir að sambandið milli Sam Tyler og Gene Hunt er harðhaus í harðhaus, og hvað er skemmtilegt við það? Ekki neitt.
Þátturinn eyðir líka alltof miklum tíma í að setja upp ,,nútíðina", sem kemur niður á smáatriðum og persónusköpun í lögreglustöð fortíðarinnar. Frekar tilþrifalítil þýðing, en já.. samt ekki eins slæm og maður hefði haldið. Þeir fá prik fyrir að nota stef úr Donnie Darko á réttu augnabliki. Og svo las ég eitthvað um það að fólki hefði ekki líkað dæmið, nú á að flytja sögusviðið til New York og skipta um alla leikarana.. nema alfa-meilið. Jæja.
Þvínæst kíkti ég á Ashes to Ashes, sem er sjálfstætt framhald af bresku þáttunum. Gellan úr gömlu Spooks leikur löggu sem fer aftur til ársins '81 og hittir sömu löggurnar og Tyler vann með. Ég nennti ekki að klára fyrsta þáttinn. Kannske er ég ekki að gefa þessu séns, en mikið afskaplega var þetta óspennandi.
Sá Ocean's Thirteen aftur í gær. Hún er betri en mig minnti.
Fótboltaliðin hafa ekki verið að haga sér sem skildi.. það skorar enginn lengur. Fara bara í framlengingu og eitthvað vesen.
Ég kíkti útá rúntinn í dag, eftirá leið mér einsog ég væri nýkominn úr ræktinni. Skrýtið að verða svona þreyttur einsog uppúr þurru. Hvað er það í líkamanum sem framkallar þessi viðbrögð?
Mig klæjar enn að komast á Hróarskeldu. Mér líður ágætlega, svona mest. Og mig langar ennþá að sjá öll böndin sem mig langaði að sjá áður en ég fékk þessa pest. En þorir maður því? Ég veit ekki hvort ég get skilað miðanum á hátíðina, ég efast um það. Og ég get fengið flugið endurgreitt, en ekki skattinn, ekki breytingargjöldin..
Það er einsog svo margt annað, tímasetningin er hræðileg.
Ég er að hugsa um að kaupa mér áskrift af tímariti. Finna eitthvað sniðugt tímarit og skrá mig á það.
-b.
Þátturinn eyðir líka alltof miklum tíma í að setja upp ,,nútíðina", sem kemur niður á smáatriðum og persónusköpun í lögreglustöð fortíðarinnar. Frekar tilþrifalítil þýðing, en já.. samt ekki eins slæm og maður hefði haldið. Þeir fá prik fyrir að nota stef úr Donnie Darko á réttu augnabliki. Og svo las ég eitthvað um það að fólki hefði ekki líkað dæmið, nú á að flytja sögusviðið til New York og skipta um alla leikarana.. nema alfa-meilið. Jæja.
Þvínæst kíkti ég á Ashes to Ashes, sem er sjálfstætt framhald af bresku þáttunum. Gellan úr gömlu Spooks leikur löggu sem fer aftur til ársins '81 og hittir sömu löggurnar og Tyler vann með. Ég nennti ekki að klára fyrsta þáttinn. Kannske er ég ekki að gefa þessu séns, en mikið afskaplega var þetta óspennandi.
Sá Ocean's Thirteen aftur í gær. Hún er betri en mig minnti.
Fótboltaliðin hafa ekki verið að haga sér sem skildi.. það skorar enginn lengur. Fara bara í framlengingu og eitthvað vesen.
Ég kíkti útá rúntinn í dag, eftirá leið mér einsog ég væri nýkominn úr ræktinni. Skrýtið að verða svona þreyttur einsog uppúr þurru. Hvað er það í líkamanum sem framkallar þessi viðbrögð?
Mig klæjar enn að komast á Hróarskeldu. Mér líður ágætlega, svona mest. Og mig langar ennþá að sjá öll böndin sem mig langaði að sjá áður en ég fékk þessa pest. En þorir maður því? Ég veit ekki hvort ég get skilað miðanum á hátíðina, ég efast um það. Og ég get fengið flugið endurgreitt, en ekki skattinn, ekki breytingargjöldin..
Það er einsog svo margt annað, tímasetningin er hræðileg.
Ég er að hugsa um að kaupa mér áskrift af tímariti. Finna eitthvað sniðugt tímarit og skrá mig á það.
-b.
20 júní 2008
Je. Minn.
Hei, hvern hefur ekki dreymt þennan draum?
..nei, ekki mig heldur.
Þegar maður er fljúgandi í geimskipi sem er samt ekki geimskip heldur smokkur, og vetrarbrautin er ekki þúveist plánetur og svoleiðis heldur klasar af brjóstum og munnum og rössum og píkum? Mig hefur aldrei dreymt það. Það er bara of kreisí. Og þetta er auglýsing til að minna unga fólkið á alnæmi, þann skaðvald.
Frönsk auglýsing sem minnir á alnæmi.. Já ókei. Og hún fékk víst viðurkenningu á Cannes núna síðast.
Eða þær, réttara sagt, hér er sú fyrir stelpurnar:
Ég veit að hingað kíkja bókmenntafræðingar og annað myndlæst fólk. Leggur einhver í að greina þetta?
-b.
..nei, ekki mig heldur.
Þegar maður er fljúgandi í geimskipi sem er samt ekki geimskip heldur smokkur, og vetrarbrautin er ekki þúveist plánetur og svoleiðis heldur klasar af brjóstum og munnum og rössum og píkum? Mig hefur aldrei dreymt það. Það er bara of kreisí. Og þetta er auglýsing til að minna unga fólkið á alnæmi, þann skaðvald.
Frönsk auglýsing sem minnir á alnæmi.. Já ókei. Og hún fékk víst viðurkenningu á Cannes núna síðast.
Eða þær, réttara sagt, hér er sú fyrir stelpurnar:
Ég veit að hingað kíkja bókmenntafræðingar og annað myndlæst fólk. Leggur einhver í að greina þetta?
-b.
18 júní 2008
17 júní 2008
16 júní 2008
Lungnamynd í dag
Ég fór til læknisins í morgun og hún (læknirinn) skildi ekki hversvegna ég var með útbrot. Mér leist náttúrulega ekkert á það. Afhverju gat þetta ekki bara verið að klárast? Ég vaknaði hitalaust í morgun..
Hún skoðaði þetta eitthvað frekar, tók fleiri blóðprufur og sendi mig síðan í lungnamyndatöku niðrí Domus Medica.
Þegar ég kom þangað, kynnti mig og tilkynnti erindi mitt, horfði afgreiðslustúlkan á mig með mjúkum augum og spurði með vonartón í röddinni hvort ég væri með afsláttarkort. Nei sagði ég. Ljósið í augum hennar slokknaði. Hún leit niður á skjáinn sinn. Það gera fjórtánþúsund og eitthundrað, sagði hún svo. Áts. Við myndum aldrei líta hvort annað sömu augum.
Ég fór úr skónum og settist uppá bekk með beygð hné og hendur fyrir ofan haus. Röntgendaman stakk nál í hægri handlegginn minn og festi einhverskonar pumpu við hann, þetta er skuggaefnið sagði hún. Ég læt þig vita áður en ég dæli því inn. Hún sagði að þetta væri joð og eitthvað svoleiðis, með því kæmu lungun til með að myndast betur. Ég beið spenntur.
Ég rann fram og aftur á þessum bekk í gegnum stóran hring, sem tók væntanlega myndir. Það var e.t.v. eitthvað kynferðislegt við hreyfinguna, en mér datt það ekki í hug fyrren ég leit tilbaka. Þarna var ég bara að draga andann, halda honum inni, bíða og hlusta. Svo sagði hún mér að núna færi dælan í gang.
Það hljómaði einsog einhver hefði skrúfað frá krana, ég fann hita inní handlegginn, uppí brjóstið, höfuðið og niðrí fætur og pung. Mjög skrýtin tilfinning. Og svo dró ég djúpt andann, hélt honum inni, beið.
Á leiðinni út verslaði ég ofnæmislyf, sem áttu að losa mig við kláðann í útbrotunum. Sem þau og gerðu. En fokk, þetta var dýr dagur.
Læknirinn hringdi seinnipartinn, búinn að fá niðurstöður úr myndatökunni. Hún sagði að ég væri með bólgið milta og lifur, þetta væri væntanlega einkirnissótt. Mónó, kossaveiki. Blóðprufurnar koma til með að staðfesta það hundrað prósent, og það kemur í gegn á miðvikudaginn, en nú göngum við útfrá þessu. Ég á ekki að vera í neinum íþróttum næstu þrjá mánuði og ekki að hjóla næstu vikur, af hættu við að rífa lifrina eða eitthvað.. Og taka því ofsa rólega og alls ekki að fara of snemma af stað, svo ég fái ekki einhverskonar síþreytu-sindróm.
Grábölvað andskotans andskotans helvítis andskotans..
Og hún vill ekki að ég fari á Hróarskeldu.
En ég ætla nú að sjá til með það, ég get ekki bara strikað það út einn tveir og þrír.
Mér líður allavega betur en í síðustu viku. Hausverkurinn og augnaverkurinn, þeir eru farnir, sjö níu þrettán. Það kom mér satt best að segja á óvart þegar þyngslin í höfðinu hurfu, ég var hættur að gera mér grein fyrir því hvað það var orðið óþægilegt að haga höfðinu eðlilega.
Svona stendur þetta. Skipunin er sú sama, liggja í leti, drekka vatn. Wikipedia mælir með sólböðun? Jæja. Ég reyni allt tvisvar.
-b.
Hún skoðaði þetta eitthvað frekar, tók fleiri blóðprufur og sendi mig síðan í lungnamyndatöku niðrí Domus Medica.
Þegar ég kom þangað, kynnti mig og tilkynnti erindi mitt, horfði afgreiðslustúlkan á mig með mjúkum augum og spurði með vonartón í röddinni hvort ég væri með afsláttarkort. Nei sagði ég. Ljósið í augum hennar slokknaði. Hún leit niður á skjáinn sinn. Það gera fjórtánþúsund og eitthundrað, sagði hún svo. Áts. Við myndum aldrei líta hvort annað sömu augum.
Ég fór úr skónum og settist uppá bekk með beygð hné og hendur fyrir ofan haus. Röntgendaman stakk nál í hægri handlegginn minn og festi einhverskonar pumpu við hann, þetta er skuggaefnið sagði hún. Ég læt þig vita áður en ég dæli því inn. Hún sagði að þetta væri joð og eitthvað svoleiðis, með því kæmu lungun til með að myndast betur. Ég beið spenntur.
Ég rann fram og aftur á þessum bekk í gegnum stóran hring, sem tók væntanlega myndir. Það var e.t.v. eitthvað kynferðislegt við hreyfinguna, en mér datt það ekki í hug fyrren ég leit tilbaka. Þarna var ég bara að draga andann, halda honum inni, bíða og hlusta. Svo sagði hún mér að núna færi dælan í gang.
Það hljómaði einsog einhver hefði skrúfað frá krana, ég fann hita inní handlegginn, uppí brjóstið, höfuðið og niðrí fætur og pung. Mjög skrýtin tilfinning. Og svo dró ég djúpt andann, hélt honum inni, beið.
Á leiðinni út verslaði ég ofnæmislyf, sem áttu að losa mig við kláðann í útbrotunum. Sem þau og gerðu. En fokk, þetta var dýr dagur.
Læknirinn hringdi seinnipartinn, búinn að fá niðurstöður úr myndatökunni. Hún sagði að ég væri með bólgið milta og lifur, þetta væri væntanlega einkirnissótt. Mónó, kossaveiki. Blóðprufurnar koma til með að staðfesta það hundrað prósent, og það kemur í gegn á miðvikudaginn, en nú göngum við útfrá þessu. Ég á ekki að vera í neinum íþróttum næstu þrjá mánuði og ekki að hjóla næstu vikur, af hættu við að rífa lifrina eða eitthvað.. Og taka því ofsa rólega og alls ekki að fara of snemma af stað, svo ég fái ekki einhverskonar síþreytu-sindróm.
Grábölvað andskotans andskotans helvítis andskotans..
Og hún vill ekki að ég fari á Hróarskeldu.
En ég ætla nú að sjá til með það, ég get ekki bara strikað það út einn tveir og þrír.
Mér líður allavega betur en í síðustu viku. Hausverkurinn og augnaverkurinn, þeir eru farnir, sjö níu þrettán. Það kom mér satt best að segja á óvart þegar þyngslin í höfðinu hurfu, ég var hættur að gera mér grein fyrir því hvað það var orðið óþægilegt að haga höfðinu eðlilega.
Svona stendur þetta. Skipunin er sú sama, liggja í leti, drekka vatn. Wikipedia mælir með sólböðun? Jæja. Ég reyni allt tvisvar.
-b.
15 júní 2008
Ný einkenni, jei
Á morgun verður þessi blessaði vírus orðinn tveggja vikna gamall, inní mér að minnsta kosti. Í tilefni af því (?) vaknaði ég með útbrot í morgun, ég er rauðflekkóttur á höndum og fótum, með roða og bólgu í andlitinu. Mig klæjar. Eru þetta ekki dauðaslitrurnar? ..hjá vírusnum sko, ekki mér sem þetta skrifar. Fjandinn.
Tvær vikur.
Ég á ekki orð yfir þetta.
Til dundurs hef ég spilað GTA San Andreas í meira og minna allan dag. Áður komst ég aldrei yfir flugþjálfunina, en ég gerði það í gær og viti menn, það er hellingur eftir af leiknum.. Ég væri samt meira til í þetta hér:
Fara í vinnuna, kíkja út í sólina í hádeginu, kannske kaffitímanum. Hætta á slaginu fimm, hjóla á Austurvöll og drekka pilsner í grasinu. Þetta skal nú gerast fyrr eða síðar, en fyrst þarf ég að vísu að láta gera við bremsurnar á hjólinu mínu, og fá sól í himininn.
Þetta er það sem er á dagskrá í næstu viku, ef þessu fer nú að ljúka.
Bæði Víðir og Auður eru á fylleríi. Kannske Sævar líka, en hann er á Akureyri. Ég er nú mátulega sáttur við að vera það ekki sjálfur. Ráðið er líklega að taka því rólega þessar tvær vikur áður en við fljúgum til Köben.
-b.
Tvær vikur.
Ég á ekki orð yfir þetta.
Til dundurs hef ég spilað GTA San Andreas í meira og minna allan dag. Áður komst ég aldrei yfir flugþjálfunina, en ég gerði það í gær og viti menn, það er hellingur eftir af leiknum.. Ég væri samt meira til í þetta hér:
Fara í vinnuna, kíkja út í sólina í hádeginu, kannske kaffitímanum. Hætta á slaginu fimm, hjóla á Austurvöll og drekka pilsner í grasinu. Þetta skal nú gerast fyrr eða síðar, en fyrst þarf ég að vísu að láta gera við bremsurnar á hjólinu mínu, og fá sól í himininn.
Þetta er það sem er á dagskrá í næstu viku, ef þessu fer nú að ljúka.
Bæði Víðir og Auður eru á fylleríi. Kannske Sævar líka, en hann er á Akureyri. Ég er nú mátulega sáttur við að vera það ekki sjálfur. Ráðið er líklega að taka því rólega þessar tvær vikur áður en við fljúgum til Köben.
-b.
13 júní 2008
Volvō viginti!
Þessi átján hundruð ára gamli tuttugu hliða teningur er til sölu og kostar aðeins eina og hálfa milljón. Hann er búinn til úr gleri og er rétt rúmir fimm sentímetrar í þvermál.
Svona ef einhver er að leita að afmælisgjöfinni minni næstu. Ég á náttúrulega tuttugu hliða tening núþegar, en þessi myndi vera svona spari.
-b.
12 júní 2008
Gengur svona
Davíð stingur uppá breyttri ritstjórnarstefnu hér á liðhlaupi, að í stað poppkúltúrs, fimmaurabrandara og sólipsískrar þvælu þá einbeiti ég mér að því að skrifa um veikindi. Mín eigin veikindi, þ.e.a.s. Þar meðtelur væntanlega einkenni, lyfjagjöf, læknaheimsóknir, apóteks-safarí, og almennt raus um greyið sjálfan mig. Æ æ hvaða mat get ég ekki borðað þessa dagana, ó nei mér kom ekki dúr á auga í nótt, eða þegar mér tókst að sofna þá dreymdi mig blóðsúthellingar, napalmsprengjur og Harmageddón.
Á vissan hátt er það ennþá sólipsísk þvæla, en gefum fólkinu það sem það vill. Myndu sumir segja.
Nú bregður svo við að mér finnst ég vera að skána. Í morgun gat ég hreyft augun til beggja hliða með nokkrum óþægindum, ekki stingandi sársauka. Ég tókst næstum á loft af gleði. Hitinn virðist lækka hægt og rólega (en er þó talsvert meiri seinnipart dags heldur en á morgnana. Og læknirinn minn hringdi núna áðan með frekari niðustöður.
Ég fór semsagt í vinnuna á mánudaginn og var rekinn heim aftur á innan við hálftíma. Farðu og leggðu þig og síðan aftur til læknis. Ég gerði það daginn eftir. Læknirinn virtist ekki fatta hvað var að mér, en giskaði á veirusýkingu, fyrst pensilínið hafði ekki meikað að draga úr hitanum. Tók blóðprufu. Í gær hringdi hún (læknirinn) og sagði mér að niðurstöður blóðprufunnar væru lítils virði, ekkert óvenjulegt. Hinsvegar fengi hún að ráða í ,,blóðmyndirnar" (held ég að hún hafi kallað það) síðar, og myndi hringja í mig daginn eftir (í dag). Sem hún og gerði.
Þá sýna þessar blóðmyndir hvernig blóðkornin.. líta út? Eitthvað svoleiðis. Og í mínu tilfelli er víst augljóst að um er að ræða veirusýkingu. Hún veit ekki hvaða veira það er, e.t.v. komumst við aldrei að því. Og það virðist ekki skipta öllu máli, ég á bara að liggja kyrr og drekka vatn. Áfram. Endalaust.
Ég leyfi mér varkára bjartsýni, þar sem dagurinn byrjar ágætlega. Hinsvegar þarf ég að fara í búð í dag, og ég hlakka ekki til þess. Einsog ég hef verið orkulítill undanfarið þá eru búðarferðir einsog fimmtánhundruð metra spretthlaup í gufuklefa.
Takk fyrir batnaðaróskir þeirra sem lesa og þeirra sem ekki lesa, ef það er eitthvað sem virkar einsog skyldi í alheiminum þá verður þessi næsta helgi lokahnykkurinn. Vegna þess að svona að öllu gamni slepptu þá langar mig alls ekki að skipta yfir í veikindaannál, sama hversu mikil bölvaður almúginn fílar það.
-b.
Á vissan hátt er það ennþá sólipsísk þvæla, en gefum fólkinu það sem það vill. Myndu sumir segja.
Nú bregður svo við að mér finnst ég vera að skána. Í morgun gat ég hreyft augun til beggja hliða með nokkrum óþægindum, ekki stingandi sársauka. Ég tókst næstum á loft af gleði. Hitinn virðist lækka hægt og rólega (en er þó talsvert meiri seinnipart dags heldur en á morgnana. Og læknirinn minn hringdi núna áðan með frekari niðustöður.
Ég fór semsagt í vinnuna á mánudaginn og var rekinn heim aftur á innan við hálftíma. Farðu og leggðu þig og síðan aftur til læknis. Ég gerði það daginn eftir. Læknirinn virtist ekki fatta hvað var að mér, en giskaði á veirusýkingu, fyrst pensilínið hafði ekki meikað að draga úr hitanum. Tók blóðprufu. Í gær hringdi hún (læknirinn) og sagði mér að niðurstöður blóðprufunnar væru lítils virði, ekkert óvenjulegt. Hinsvegar fengi hún að ráða í ,,blóðmyndirnar" (held ég að hún hafi kallað það) síðar, og myndi hringja í mig daginn eftir (í dag). Sem hún og gerði.
Þá sýna þessar blóðmyndir hvernig blóðkornin.. líta út? Eitthvað svoleiðis. Og í mínu tilfelli er víst augljóst að um er að ræða veirusýkingu. Hún veit ekki hvaða veira það er, e.t.v. komumst við aldrei að því. Og það virðist ekki skipta öllu máli, ég á bara að liggja kyrr og drekka vatn. Áfram. Endalaust.
Ég leyfi mér varkára bjartsýni, þar sem dagurinn byrjar ágætlega. Hinsvegar þarf ég að fara í búð í dag, og ég hlakka ekki til þess. Einsog ég hef verið orkulítill undanfarið þá eru búðarferðir einsog fimmtánhundruð metra spretthlaup í gufuklefa.
Takk fyrir batnaðaróskir þeirra sem lesa og þeirra sem ekki lesa, ef það er eitthvað sem virkar einsog skyldi í alheiminum þá verður þessi næsta helgi lokahnykkurinn. Vegna þess að svona að öllu gamni slepptu þá langar mig alls ekki að skipta yfir í veikindaannál, sama hversu mikil bölvaður almúginn fílar það.
-b.
10 júní 2008
Mynd segir meira..
Einn einasti rammi úr Action Philosophers-heftinu um Thomas Jefferson. Mér fannst hann rosa fyndinn núna rétt áðan.
Og þetta er sirka væbið sem ég hef verið að fá að ofan síðustu vikuna eða svo.
-b.
08 júní 2008
Árvissa?
Mér datt í hug að sjá hvað ég var að gera á svipuðum tíma síðustu ár, þegar ég var frískur ungur maður. Fyrir ári síðan var ég með óræð veikindi og kvartaði yfir því að svitna. Fyrir tveimur árum síðan var ég að drepast í hálsinum. Í byrjun júní árið 2004 tognaði ég á ökklanum.. Jú og árið 2002 líka. Kannske telst það ekki með.
Ég, Björn Unnar, sem elska sólina og geislana hennar og vil ekkert frekar en að sleikja þá með vænni golu í grasbala, er með ofnæmi fyrir sumrinu.
-b.
Ég, Björn Unnar, sem elska sólina og geislana hennar og vil ekkert frekar en að sleikja þá með vænni golu í grasbala, er með ofnæmi fyrir sumrinu.
-b.
07 júní 2008
Kjökrandi rödd uppúr volgri gröf:
verð að skrifa.. um.. sjónvarpsþátt..
Hvernig tekst þessum andskotum að klúðra Jekyll svona rosalega? Fyrsti þátturinn var fínn framanaf, en varð algert drasl í endann. Og svo hefur hver einasti þáttur síðan bætt einhverju við heildarmyndina og teygt á stóru sögunni, oft fínar hugmyndir í gangi, sem eru síðan dregnar niður af klisjum og stælum. Ég sem fílaði Murphy's Law, núna sé ég ekkert nema Jim Carrey-eftirhermu í Nesbitt.
Þetta er svekkjandi vegna þess að maður sér að það eru ræmur af góðum sjónvarpsþætti þarna inná milli, en sú rödd er hrópuð niður af annarri sem vill sýna mér nýjustu brellurnar, kenna mér sniðuga frasa og segja mér sömu söguna og ég hef heyrt þúsund sinnum áður. Og þó eru allir þættirnir skrifaðir af einum og sama manninum, Steven Moffat. Það mætti halda að hann væri.. Að hann sé.. Klofinn rithöfundapersónuleiki?
Bamm bamm baaamm.
Skrýtið: Midnight Man, aðrir nýlegir breskir þættir með Nesbitt, eru svipaðir, nema hvað að þar hallar enn frekar á slæmu hliðina. Hvar er metnaðurinn strákar?
Að lokum: Ég er hættur að svitna einsog kjáni. Er það vegna þess að ég er byrjaður að drekka einsog asni? Meikar það sens? Nú er það hausverkurinn. Skrúfstykki á hnakkanum og augun rífa í tóftirnar þegar ég hreyfi þau.
-b.
Hvernig tekst þessum andskotum að klúðra Jekyll svona rosalega? Fyrsti þátturinn var fínn framanaf, en varð algert drasl í endann. Og svo hefur hver einasti þáttur síðan bætt einhverju við heildarmyndina og teygt á stóru sögunni, oft fínar hugmyndir í gangi, sem eru síðan dregnar niður af klisjum og stælum. Ég sem fílaði Murphy's Law, núna sé ég ekkert nema Jim Carrey-eftirhermu í Nesbitt.
Þetta er svekkjandi vegna þess að maður sér að það eru ræmur af góðum sjónvarpsþætti þarna inná milli, en sú rödd er hrópuð niður af annarri sem vill sýna mér nýjustu brellurnar, kenna mér sniðuga frasa og segja mér sömu söguna og ég hef heyrt þúsund sinnum áður. Og þó eru allir þættirnir skrifaðir af einum og sama manninum, Steven Moffat. Það mætti halda að hann væri.. Að hann sé.. Klofinn rithöfundapersónuleiki?
Bamm bamm baaamm.
Skrýtið: Midnight Man, aðrir nýlegir breskir þættir með Nesbitt, eru svipaðir, nema hvað að þar hallar enn frekar á slæmu hliðina. Hvar er metnaðurinn strákar?
Að lokum: Ég er hættur að svitna einsog kjáni. Er það vegna þess að ég er byrjaður að drekka einsog asni? Meikar það sens? Nú er það hausverkurinn. Skrúfstykki á hnakkanum og augun rífa í tóftirnar þegar ég hreyfi þau.
-b.
Bara þetta hér
Ég er ennþá veikur. Ennþá. Hitinn var síast þrjátíu og átta og hálf og hausverkurinn í dag sá allra versti. Frá tvö til að verða níu í kvöld var ég logandi hrúga af skjálfta með hníf í augunum. Parkódín má rúnka sér, andskotans sulldrasl.
Þetta er farið að verða kjánalegt. Ó að geta bara lagst uppí og sofnað og sofið heila nótt einsog ég gerði svo oft hér áður fyrr.
Missti semsé af tíundubekkjar-endurfundunum í dag. Jæja.
-b.
Þetta er farið að verða kjánalegt. Ó að geta bara lagst uppí og sofnað og sofið heila nótt einsog ég gerði svo oft hér áður fyrr.
Missti semsé af tíundubekkjar-endurfundunum í dag. Jæja.
-b.
02 júní 2008
Silver Bullitt 2008
..nefnt svo vegna þess að farartækið var silfruð byssukúla og sannlega ég Steve McQueen að stýra okkur inní óbyggðirnar.
Og nú ligg ég veikur heima eftir þessa ferð, sem taldi næstum megameter. (Eða hvað kallar maður þúsund kílómetra?)
-b.
Og nú ligg ég veikur heima eftir þessa ferð, sem taldi næstum megameter. (Eða hvað kallar maður þúsund kílómetra?)
-b.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)