31 desember 2009

Áramótabréf

Ég svaf í svona þrjú korter áðan með Cryptonomicon í eyrunum og dósahláturinn í Friends barst dauflega gegnum svefnherbergisdyrnar. Ég er með smá verk í mjóbakinu eftir ræktina, bara svona eitthvað sem fylgir þessum ógurlegu harðsperrum, úr herðum niðrá bak og oní hásinar. Ég fékk mér te, bollinn er hérna við hliðina á mér, hann er blár og teið er á litinn einsog dauft kaffi. Hugsa að ég fái mér kaffibolla til hátíðarbrigða, en það verður á eftir.

Í dag fann ég treo í apóteki, og nýárshatt handa Nönnu. Við eigum afmæli á morgun en ég veit ekki hvað við gerum þarsem það verður allt lokað og líklega einhver þynnka í gangi. Auðvitað væri hentugast að halda uppá þetta í nótt.. kannske gerir maður það í huganum og heldur svo rólega áfram í fyrramálið. Eða eftirmiðdaginn. Allt eftir því hvernig Bakkus brosir.

Hérna inná gangi er Logi, labradorhundurinn af hæðinni fyrir ofan, að skoða kettlingana, Bjart og Glúm. Glúmur er nefndur eftir Glúmi Óleifssyni, öðrum eiginmanni Hallgerðar langbrókar. Ég er að vísu ekki viss um að þeir hefðu haft skap saman.. en jú jæja, Glúmur hugsa ég að gæti slegið einhvern í bræði og iðrast þess en haft grimm örlög af.

Bjartur er ekki nefndur í höfuðið á neinum, hann er bara alhvítur, hvergi dökkur blettur á honum þannig að þetta liggur mjög beint við. Hann á ekki heima í Sumarhúsum og hann er ekki á leið í Vetrarhús. Hálf-enskuþýðingarnar Bright og Gloomy eru tilviljun. Þeir eru ekki andstæður.

Nú rétt í þessu datt mér í hug að fletta nöfnunum upp í Snöru. Bjartur segir sig sjálft, en Glúmur er gamalt bjarnarheiti. Eða einhver með skuggalegt augnaráð.

Stefnan er semsagt tekin á efri hæðina í kvöld, þar er matur klukkan sjö, eftir svona fimmtíu mínútur. Við skálum á miðnætti hér í Breiðholtinu og svo er það partí á Vesturgötunni.

Þetta hefur verið viðburðaríkt ár. Ég fékk semsagt svona ektakærustu og var meira og minna fluttur inná hana áður en við fluttum í nýja íbúð saman. Þar (hér) er lágt til lofts og dálítið dimmt stundum en nóg pláss og leigan drepur mann ekki. Breiðholtið er næs og sambúðin góð. Ég er erfiður í umgengni en þetta gengur furðulega vel, enda er Nanna góð kona.

Ég fór aldrei í megrun en skar aðeins niður í þessu feita, hætti næstum að borða pasta og minnkaði brauðið. Og nú á ég nammidag á laugardögum og jólum. Ég hélt mig við ræktina þrisvar í viku og tók svo á sprett í sumar, alla virka daga í mánuð. Það kom mér dálítið á óvart að ég skyldi endast í því og halda svo áfram þegar sumarfríinu lauk en það var eiginlega ekki annað hægt þarsem ég var farinn að finna góðan mun á mér sjálfur. Ég er sterkari en ég var, hef meira þol, kann ýmislegt í salnum fyrir utan það að x-a við prógramm og svo hef ég misst 17 kíló síðan á jólunum '08.

Ég hef staðið mig að því, sérstaklega þegar ég er kominn í glas, að tala ekki um annað en ræktina hitt og þetta. Sem er hættulegt. Það sama á við um kettlingana, við Nanna stoppuðum okkur nokkur nokkrum sinnum af síðasta spilakvöld.

-------

Nei nú fór ég upp að borða, kíkti niður til að ná í trefil, klukkan er að fara að slá. Gleðilegt nýtt ár!

-b.

22 desember 2009

Ofninn er að hitna, ég er búinn að hræra pönnukökudeigið, pítsubotnsdeigið er að hefast, hvítlaukssmjörið að hlýna, pakkarnir komnir í viðeigandi pappír og á leiðinni austur með mömmu. Ég er búinn að fá mér tvo bjóra í kvöld, ætli meiningin sé ekki að halda sér slökum. Nanna skrapp til systur sinnar að sækja búr undir kettlingana fyrir svona einum og hálfum tíma síðan. En ég er orðinn svangur.

Kettlingana já, við ætlum að fá okkur kettlinga. Tvo högna. Það er komið búr fyrir þá undir stiganum. Við ætlum að sækja þá í Borgarnes á morgun. Kannske dálítið löng leið að fara eftir köttum en svona er þetta nú bara.

Ég kemst svo að segja ekki í jólaskap fyrren ég fatta að ég er orðinn seinn með jólakortin og hespa einhverju af síðustu dagana fyrir jól. Þetta er búið á áætlun núna en eftir að það var allt komið í umslög þá fékk ég fína hugmynd að kortum, sem ég hefði getað framkvæmt í gær, en ekki í dag. Vertu á sömu akrein og ég, heimur. Eða ekki, vertu frekar á hinni akreininni við hliðina á mér þannig að við getum benst á og lesið af vörum hvors annars.

Það eru fjórir dómar eftir mig komnir á bókmenntavefinn, það eru: Vormenn Íslands eftir Mikael Torfason, Himinninn yfir Þingvöllum eftir Steinar Braga, Síðustu dagar móður minnar eftir Sölva Björn Sigurðsson og svo Íslensk dægurlög og Alhæft um þjóðir eftir Hugleik Dagsson og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur (í þeirri sömu röð).
Ég er nokkuð sáttur við þetta. Var pínu súr yfir að hafa ekki gripið líkindin við A Confederacy of Dunces í Síðustu dögum en það er ekkert nei nei nei, bara svona.. Uss, Bjöss. Best? Alhæft um þjóðir. En ef maður les ekki myndasögur? Himinninn yfir Þingvöllum hugsa ég. Annars er rugl að skipa í einhverja röð. Ég myndi ekki mæla með sömu bók við alla sem ég þekki.

Ætli ofninn sé orðinn heitur?

...

Jamm hann var það. Hvítlauksbrauðið fínt, Nanna komin heim, pítsan er í ofninum. Klukkan er korter yfir tíu, Þorláksmessa á morgun.

-b.

15 desember 2009

Fyrir alla þá sem lásu Harry Potter, mig þarmeðtalinn

Og jú, við gætum kannske sett myndasögur inní þetta skema líka. Ekki bara fyrir krakka (lengur)!


Adults Go Wild Over Latest In Children's Picture Book Series

,,Sounds like it gets a little darker.."

-b.

01 desember 2009

Vísa um mann og orð

Af gefnu tilefni (þ.e.a.s. að hægt er að skrifa um það) birti ég hér vísu sem ég orti á feisbúkksíðu Helga Bárðarsonar. Hún er að nokkru sannsöguleg, tilvitnunin er aktúal en aðstæðurnar sem ég dreg upp eru aðeins færðar í stílinn.

_____

Orð aldanna

Þjóðarskáld, um skuld og kvaðir,
skeleggur (en þvingaður)
sagði Guði og gumum ,,Það er
gott að vera elskaður."

_____

Mér finnst ekki við hæfi að merkja þetta ,,vinir mínir eru hálfvitar" einsog næsta ljóðabók á að heita, þannig að ég merki þetta titli gömlu bókarinnar. Það dugar.

-b.

Það kemur mér mjög á óvart að sumir skuli fá meiri peninga en aðrir

Nánast hílaríus: Feisbúkk hóparnir Verjum sjómannaafsláttinn og Burt með sjómannaafsláttinn. Í þeim fyrri eru sjómenn og meðhjálparar sem segja ,,Hefur þú verið á sjó? Þú ættir að prófa að fara á sjó og koma síðan aftur og bla bla bla." og ,,Alþingismenn eru með dagpeninga."

Ég bíð eftir Alþingismanninnum sem barmar sér og segir ,,Hefur þú setið á Alþingi? Þú ættir að prófa að sitja á Alþingi og koma síðan aftur og bla bla bla."

Ég veit ekki betur en að það sé bitist um bæði þessi störf. Spurningin hvort þeirra býður uppá stærri bónusa eða afslætti er langt, langt útaf korti. Ef við gætum nú öll bent á Alþingismenn til að sýna framá að við verðskuldum líka sérmeðferð eða meiri péning, og ætlast til þess að einhver taki mark á okkur..

Og seinni hópurinn. Mig langar að spyrja hvort sá tappi hafi ekkert betra að gera, en það er kannske ekki hægt að krítísera fólk fyrir það þessa dagana.. Þá bara fyrir þetta innlegg frá manni sem mér skilst að sé sjómaður:

,,Hefur þú verið á sjó drengur,ef ekki ættir þú að prófa það og sjá svo til hvað þú myndir segja,það ætti að hækka sjómannafslátinn,við sjómenn vinnum erfiðustu vinnu sem finnst á íslandi,auk þess erum við lengi frá konum okkar og börnum og á sjó í öllum veðrum og aldrei með sléttan flöt undir fót,þið ættuð að skammast ykkur fyrir að segja svona..."

Að kalla mann, sem er litlu yngri en þú sjálfur, ,,dreng" og segja honum að skammast sín vegna þess að þú ert ósammála því sem hann segir.. Það gerist bara litlu betra en það.

Jú jú jú, það er þessi bakkafulli lækur og ég er að bera feisbúkk athugasemdir í hann. Só vott. Þetta er minn lækur.

-b.

19 nóvember 2009

Ályktun stjórnar Lögreglufélags Vestfjarða 28. okt. sl.

Fundurinn harmar þá ákvörðun sem Ríkislögreglustjóri hefur tekið varðandi rafbyssur sem valdbeitingartæki, þ.e. að eingöngu að heimila sérsveitinni notkun á því. Fundurinn óskar eftir útskýringum á því hvers vegna það er lagt til að þrautþjálfaðir og vel vopnum búnir lögreglumenn sérsveitar RLS verði búnir rafbyssu valdbeitingartækjum á meðan illa tækjum búnir lögreglumenn á landsbyggðinni, sem starfa einir, fjarri allri aðstoð, og þurfa oft á tímum að leysa samskonar verkefni og sérsveit RLS verði án þessara tækja.

Gah.

Í fyrsta lagi: Ef ,,illa tækjum búnir lögreglumenn á landsbyggðinni, sem starfa einir, fjarri allri aðstoð" sinna oft samskonar verkefnum og Sérsveitin (og tekst það væntanlega bærilega, maður heyrir a.m.k. engar fréttir af ófremdarástandi, lögleysu og ringulreið frá Vestfjörðum), hvaða þörf er þá á Sérsveitinni?

Í öðru lagi: Ég gef mér að við þurfum á Sérsveit að halda, án þess að hafa neitt fyrir því í sjálfu sér. Og ég get ímyndað mér aðstæður þar sem illa tækjum búnir lögreglumenn á landsbyggðinni duga hreinlega ekki, en það er ekki síst vegna þess að eðli málsins samkvæmt þá eiga Sérsveitarmenn að hafa hlotið mun meiri þjálfun en óbreyttur lögregluþjónn, og eiga því að kunna að fara með vopn. Þótt við getum sammælst um það að einhverstaðar oní skúffu megi vera til þrautþjálfaður smáher með alvæpni, þá er ekki þar með sagt að hvaða löggupilla sem er megi búast sömu vopnum.

Í þriðja lagi: Hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug að svarið við fámenni sé að hlaða á sig hættulegri vopnum? Að fólk með einbeittan brotavilja vopnbúist ekki á móti? Og ef þið haldið því fram að rafbyssurnar séu hættulausar, eða hættuminni en kylfurnar, hvernig koma þær þá til með að nýtast ykkur?

Sérsveitin er ill nauðsyn og það á eitthvað að skilja á milli hennar og ógrímuklæddra lögregluþjóna.

Í fjórða lagi: Ályktunin er illa skrifuð og klunnalega orðuð. Ég legg til að þið ráðið skrifandi einstakling í hlutverk fundarritara. En ég hef á tilfinningunni að þið mynduð frekar vilja kaupa ykkur beittari kúlupenna..?

-b.

Þeir eru heldur ekki númer

Yngvi frændi benti mér á þetta lag, sem er hugsanlega betri ,,aðlögun" en það sem ég reyndi að horfa á í gærkvöld. The Prisoner með Iron Maiden:



Það besta besta er að lagið er akkúrat 6 mínútur að lengd (skv. lagalistanum á plötunni).

-b.

12 nóvember 2009

11 nóvember 2009

Ég hlakka svo til

Jóla hvað? Hér er síða úr viðbótinni í omníbússinu The Years Have Pants:



Tekið úr viðtali við Campbell á cbr.

-b.

28 október 2009

Ein skýr skilaboð

Þetta finnst mér æðislegt. Tekið af sfgate.com: Ríkisstjórinn Arnold neitar að skrifa undir einhvern hlut og sendir þetta skeyti tilbaka:



...

-b.

21 október 2009

Fín stutt grein um Vonnegut

Among many other things, "Slaughterhouse-Five" is a book about the difficulties of trying to write "Slaughterhouse-Five." Vonnegut, being Vonnegut, was determined to make the result as easy as eating ice cream. He was always on the reader's side, a stance that, as his career went along through many books, some excellent ("Breakfast of Champions," "Galapagos"), others fractured and not-so-good ("Deadeye Dick," "Timequake"), made him easy meat for critics while being admired and adopted by the many practicing writers who have proclaimed his influence, among them Irving, Jonathan Safran-Foer and Haruki Murakami.

Kján



Af einhverjum myndakorki á Cracked.

13 október 2009

Props

___________

Mr. Ward Cleaver
485 Mapleton Drive
Mayfield, State

My Dear Mr. Cleaver:

This paragraph has absolutely nothing to do with anything.
It is here merely to fill up space. Still, it is words,
rather than repeated letters, since the latter might not
give the proper appearance, namely, that of an actual note.

For that matter, all of this is nonsense, and the only
part of this that is to be read is the last paragraph,
which part is the inspired creation of the producers of
this very fine series.

Another paragraph of stuff. Now is the time for all good
men to come to the aid of their party. The quick brown
fox jumps over the lazy dog. My typing is lousy, but the
typewriter isn’t so hot either. After all, why should I
take the blame for these mechanical imperfections, with
which all of us must contend. Lew Burdette just hit a
home run and Milwaukee leads seven to one in the series.
This is the last line of the filler material of the note.
No, my mistake, that was only the next to last. This is last.

I hope you can find a suitable explanation for Theodore’s
unusual conduct.

Yours truly,

(Signed)

Cornelia Rayburn


_________________

Tekið héðan, bloggið Letters of Note.

-b.

08 október 2009

Aðeins úr sink vídjó dagsins



Ég held ég hafi aldrei heyrt síðasta lagið á disknum fyrren fyrst núna um daginn. Journey! Nemahvað?

-b.

Haninn og hneggið

Ritstjóri Morgunblaðsins gerir grín að bloggurum, sem rífast og skammast yfir engu en hafa sem betur fer engin alvöru áhrif á almenna umræðu eða lífið í landinu. Það er semsé fyrri helmingur pistilsins. Seinni helmingurinn er þessi klisjuhlaðna grein um skemmtikrafta sem öllum er sama um, sem er svo banal og bitlaus að hún gæti eins hafa runnið úr máðu lyklaborði Stefáns Friðriks Stefánssonar, erkimyndar hins skoðanalausa bloggara. Sjá:

Spaugstofumenn sjónvarpsins eru snillingsmenni sem létta mönnum lund vikulega á vetrum, þegar þörfin er mest, líka þeim sem helst verða fyrir barðinu á þeim. Ómar Ragnarsson er sem skemmtikraftur óborganlegur og úthaldið, þrekið og „nefið“ fyrir hinu spaugilega engu líkt. Laddi á sjötugsaldri er afburðaeintak og það er rétt hjá „Magnúsi“ að það er náttúrlega bilun að hann skuli ekki fyrir löngu orðinn heimsfrægur. Söngfuglinn Ragnar Bjarnason er nýorðinn 75 ára og hefur í meira en hálfa öld átt hvert það bein þjóðarlíkamans, sem getur dillað sér. Það er ótrúlegt hverju sá maður kemur í verk með hangandi hendi. Þessir menn eru eingöngu valdir af handahófi úr hópi gleðigjafanna góðu. En síðastur skal nefndur maður, sem Morgunblaðið sagði frá á dögunum að væri að koma heim aftur með nýtt hjarta, Jóhannes eftirherma Kristjánsson. Öll sætin á sagaklass hefðu ekki dugað fyrir þær persónur sem sá maður getur brugðið sér í. Við þökkum gleðigjöfunum, nefndum og ónefndum, og teljum við hæfi að segja að við fögnum hjartanlega heimkomu Jóhannesar Kristjánssonar og allra hans fjölmörgu fylginauta.

- Leiðari Moggans, sunnudaginn 4. október sl.

Það er líklega ekkert öruggara fyrir gamlan og þreyttan álitsgjafa en að mæla með grínistum, sem eru sjálfir orðnir svo gamlir og þreyttir að enginn nennir að mæla gegn þeim lengur. En það er eitthvað pínu sorglegt við að sjá þennan sama gamla mann farinn að herma eftir páfagaukunum sínum, inná milli þess sem hann æpir og skammast yfir því hvað þeir hafa hátt.

-b.

The sharp Mitchum ear..



Surprised that Robert Mitchum sings Calypso? It would be stranger if he couldn't. Fact is, he was learning the fascinating language of Calypso long before it became the rage in the U.S.A. And he was learning it in its true home, Trinidad.

Deep down, Robert Mitchum is a wanderer, and he probably would have got to Trinidad anyway, but actually it was Hollywood that sent him there, "on location" for two feature films... to Port of Spain, a colorful and sunlit place where people have come from many corners of the earth, mingling accents and spilling out their hearts in a unique musical idiom called Calypso.

In Trinidad, the sharp Mitchum ear was quick to hear the subtle coloration of word and melody that gives this native song its special sound. And, expert mimic that he is, he was quick to give it voice, in every characteristic detail.

For ten months of the kind he likes best, Mitchum followed his Calypso trail, listening acutely to local champions like Lord Melody and Mighty Sparrow, memorizing newer and more intricate lyrics in some small native bistro, absorbing the rhythmic excitement of such festivities as the great annual Jump Up Carnival.

Returning to the States, he was happy enough merely to spread the gospel of the Calypso style among the entertainment fraternity. But show-wise listeners soon recognized the quality of the Mitchum demonstrations, and insisted Bob record the songs himself.

The result: this album.

Not all the songs he sings here are absolutely as he first heard them (the censor wouldn't stand for it). A couple of the tunes are already well known; a couple are even newly written for the occasion. But every one has the authentic flavor, the beat and the vitality of the real Caribbean thing. All are products of great talent and great enthusiasm. Calypso, Robert Mitchum says with considerable authority, is like so...

10 september 2009

Um þjóð Abrahams og Sódómara vía Prúst:

[Proust] warns that the descendants of those who lied to escape from Sodom now populate the world and 'form in every country a colony at once Oriental, cultivated, musical and slanderous, which has charming virtues and unbearable defects.' Proust is concerned that these 'inverts' might organize themselves and for that reason he 'wanted provisionally to forestall the fatal error that would consist, just as a Zionist movement has been encouraged, in creating a sodomist movement and in rebuilding Sodom.'

I disagree.

The year 2008 marked the sixtieth birthday of the state of Israel, an entity that brazenly justifies its existence and territorial expansion by citing the political geography of the first magical-realist text, also known as the Old Testament - a view uncritically accepted by the governing elites of the Western world, whose Christian forbears regarded Jews primarily as Crist-killers. Is it not therefore time now for other tribes whose tribulations have also been recorded in the same five books to claim what is rightfully theirs? Why should the sauce for the Zionist gander be denied to the Sodomist goose? The Old Testament is seen by some as the family history of the Jewish tribes (for challenging this view in the seventeenth century and claiming that the stories were fairy tales, Baruch Spinoza was excommunicated by the Amsterdam Synagogue), but for the citizens of Sodom and Gomorrah it is nothing more or less than slander, an elder version of what we could describe as the Protocols of the Elders of Sodom: a false account of the destruction of tribal groups that resisted Abrahamic hegemony.

08 september 2009

Af vísi (eða: Hvað er málið með þessar löggur, þrítugasti og áttundi hluti)

Tveir útlendingar, sem búsettir eru hér á landi, klifruðu í nótt upp vinnupallana á Hallgrímskirkju í Reykjavík og fóru inn í klukknaportið. Þar fóru þeir að hringja kirkjuklukkunum með því að slá í þær með verkfærum, sem þar eru á vegum verktakans, sem vinnur að viðgerð á turninum. Lögreglu var tilkynnt um málið laust upp úr klukkan tvö og þar sem mennirnir vildu ekki koma niður, þurftu lögregluþjónar að klifra upp vinnupallana, við hættulegar aðstæður, og sækja mennina. Þeim var sleppt, enda liggja ekki sektir við svona athæfi.

Athæfið er ekki sakhæft, en lögregluþjónarnir þurftu samt að klifra uppá vinnupallana viðhættulegar aðstæður?

Maður spyr sig hvort þetta orðalag komi frá lögreglunni eða fréttaritara Vísis. Það er náttúrulega gaman að fíla sig sem hetju í háska, jafnvel þótt engin sé ástæða til, og þá er um að gera að fólk viti af hættunni, hugrekkinu, nauðinni.

...

Eða hvað, er það hluti af þjónustu við borgarbúa að draga drukkna Pólverja niður af klukkuturni þarsem þeir halda vöku fyrir Þingholtunum? Eflaust væri ég á þeirri skoðun, ætti ég heima þar. Og ég ímynda mér að fréttin gefi litlausa, kornótta, einvíða mynd af útkallinu einsog það birtist í nótt.. Hversvegna er samt það fyrsta sem mér dettur í hug, þegar ég les svona fréttir, að löggan sé á villigötum?

Er ég gamli maðurinn sem var eltur af hundi sem barn, og heldur nú á lofti öllu illu um hunda, sönnu eða lognu?

Þetta er ekki beint krísa. En maður verður að hugsa útí það afhverju maður hugsar það sem maður hugsar.

Annars veit maður ekki fyrren maður er farinn að sparka í hunda og rausa um allsherjarreglu í sjónvarpi.

-b.

07 september 2009

Já ég er kannske ennþá að koma mér fyrir en samt ekki beint að flytja lengur

Ég var að hengja l'Ours myndina mína uppá vegg. Þýðir það að ég sé alfluttur hingað inn? Kannske er það ekki flóknara. Þá segjum við það.

Hinsvegar eigum við ennþá eftir að sækja rúmið sem við ætlum okkur að fá, ef allt gengur vel. Og gengur upp. Gerist það ekki bara á morgun? Jú, nú fékk ég símtal, það gerist á morgun.

Næsta helgi er önnur afmælisveisla, helgin þar á eftir kannske Cthulhu?

Einsog mitt tuttugu og tveggja ára sjálf hefði sagt: Je.

-b.

02 september 2009

Frábært:

Nóttin var dimm og það var myrkur í henni. Dökkt var allt í kring vegna myrkursins sem var þarna útaf dimmri nóttinni. Rökkrið var mjög mikið vegna næturinnar, sem var koldimm, því það var komin nótt. Klukkan var þrjú eftir miðnætti og þá var komið myrkur afþví klukkan var orðin svo margt. (Þrjú) Það var stormur úti og vindurinn gnauðaði í glugganum því það var svo hvasst. Hvassviðrið var svo mikið að allt fauk í rokinu, sem var þarna af því það var svo hvasst. Og mikið rok og vindur, margir, margir metrar. Á sekúndu. Regnið lamdi gluggana og droparnir fuku á þá í rokinu sem var þarna af því að það var svo hvasst. Og dimmt. ? Og þá var allt blautt í rigningunni og rokinu. Klukkan var rosalega margt og komin nótt og rok og rigning.

Rigningin og rokið settu svip sinn á þessa dimmu dimmu nótt.

11 ágúst 2009

Karlmennskaður

Nokkrir gaurar sendu inn myndir af sjálfum sér einsog þeim fannst þeir vera hvað mest karlmenni, og útskýrðu karlmennsku sína. Besta myndin hér (sem ég set samt ekki upp, nú þarf að smella):

I am masculine because I abandon women after taking their love. Because when you study Freud, you don’t let him study you. Because I study philosophy, not literature.

-b.

08 ágúst 2009

02 ágúst 2009

Úr Grenjaðarstöðum

En nú sit ég reyndar á tröppunum í Fagranesi með einn Kóróna..

23 júlí 2009

Úr The System of the World

The first thing Princess Caroline saw every day, when she opened her eyes, parted her bed-curtains, and glanced toward her window to check the weather, was two intersecting stone walls of window-grid, marching off in an infinite logarithmic progression.

Merely seeing it would put Leibniz into a funk. What was only boring to Caroline was troubling to him, because he felt partly responsible. The Doctor had grown up in the aftermath of the Thirty Years' War when many towns did not have buildings at all - only ruins and shanties! The structures that survived were round-shouldered half-timbered things, as same and yet as various as a basket of apples. But the buildings of today were informed by geometry; which meant that each one betrayed the particular Idea of geometry that its architect had drilled on in school. A hundred years ago this might have meant parabolas, ellipses, surfaces of revolution, involutes and evolutes, and parallel curves. Now it meant Cartesian rectilinear coordinates - the cruel gridiron to which all of those soaring arcs had been lashed fast by the toiling algebraists. A plaything for hares had fallen among the tortoises. The non-helpless minority of Christendom - those who could read, who could travel, who were not starving - had (Leibniz brooded) got only the most superficial notion of what had been happening in Natural Philosophy and, rather than going to the trouble of actually understanding it, had fastened on to the Cartesian grid as a relic or fetish of enlightenment. A result was grid-buildings. Leibniz could not bear to look at them because more than anyone else he was responsible for Cartesian coordinates. He who had launched his career with an epiphany in a rose-garden! So he and Caroline tended to meet, not in the waffle iron of the Leine Schloß but out beyond the ramparts along the gently curving banks of the Leine, or at Sophie's garden.

- Neal Stephenson, The System of the World, bls. 320.

Svipað viðhorf kom fram í Cryptonomicon, og þá til póstmódernistanna sem fyrrum kærasta Randy og vinir hennar tilheyrðu. Það er fátt auðvirðilegra í bókum Stephensons en sá, sem skilur ekki eitthvað en lætur sem hann geri það.

-b.

Zaphod er svona gaur, skilurðu?

Ég er kominn aftur úr Laugavegsgöngu og síðan eru liðnir nokkrir dagar. Gangan var góð, gekk fínt. Ég er alltaf á leiðinni að setja inn myndir eða eitthvað en ég bara hef ekki tíma. Og mér finnst kjánalegt að skrifa það niður að ég skuli ekki hafa tíma. En þannig er þetta.

Ég er enn að lesa Barrokk sveiginn, búinn með sex bækur af átta. Fór á Harry Potter og Blendingsprinsinn í bíó og ákvað að tékka á þessu Potter dóti í framhaldi af því.. Eru það mistök? Hef ég nóg að lesa núþegar? Þetta eru spurningar sem alþjóð heyrir. En hljóðbækurnar sem Stephen Fry les geta nú ekki verið slæmar.

Alltof mikið að gera í vinnunni skal ég segja þér.

-b.

01 júlí 2009

Úr The Confusion

The next day they left the field pimpled with smoking twists of blackened iron and marched south to Dublin. James Stuart had already run off to France. Protestants were running wild, looting Catholic homes. Bob ventured into a certain quarter where Protestants were more apt to behave themselves, if indeed they went there at all. He found Teague Partry sitting on a stoop smoking a clay pipe and gravely observing the bums of passing milk-maids, as if nothing much had happened recently. But the right side of his face was flushed red, as if sunburnt, and pocked with recent wounds that all appeared to have radiated from a common center.

Teague bought him a mug of beer (it being Teague's turn to do this) and explained to him that James's foreign cavalry regiments had panicked first and, finding their escape route blocked by the Irish infantry, had opened fire on them to clear the way. He put it to Bob that Irishmen had it in them to fight effectively when they were not being massacred by Continental cavaliers who were supposed to be on their side, and (pointing significantly to his face) when they were provided with guns that projected musket-balls instead of blowing up in their faces. Bob agreed that it was so.

- Neal Stephenson, _The Confusion_ bls. 313.

26 júní 2009

Hann stendur ekkjá mér

Muniði eftir senunni í Invisibles þegar þau eru á dænernum þarna útí sveit, á leiðinni að sækja eyðnis-bólusetningalyfið, og einhver (Mason?) er að tala um að tíminn hafi verið að hraða á sér undanfarin ár? Þetta tengdist því að heimsendir var ákveðinn árið 2012 og maður sá fyrir sér línu sem sveigðist ögn niðurávið (eða uppávið?) þegar kom að endalokunum, einsog lopi sem liggur útfrá hnykli og byrjar að hringa sig utanum hnykilinn áður en hann snertir massann sjálfan. Þannig hraði tíminn á sér áður en hann hverfur í gegnum eyðu í 3. víddinni.. eða eitthvað.

Já þannig eru semsagt vinnuvikurnar. Stundum. Eða alltaf, þegar þær eru búnar.

Viðkvæðið í Skaftahlíðinni var það að nú væri strax kominn þriðjudagur. Þarmeð var vikan svo gott sem búin, bara formsatriði að ljúka henni af.

Var vísindaskáldskapur æsku minnar endurvarp hversdagsvinnuviku höfundarins? Þess sem gleypti dóp og talaði um geimverur og skrifaði sig inní skáldskapinn til að lækna fallið lunga og giftast draumadísinni?

Og svarið kemur: En ekki hvað?

Einsog anarikismi sem gengur of langt í þá áttina og kemur síðan tilbaka úr hinni, og þá í jakkafötum eða samfestingi Hitlersöldrunar (einsog King Mob aftur) þá er ekkert fantasískara, ekkert brjálaðra og gersamlega útí hött einsog hversdagurinn sé hann grannt skoðaður. Patrick Swayze vaknar í svitakófi í lok Donnie Darko: dreymdi hann það sem við héldum fyrst - að einhver hefði flett ofan af honum á meðan hann svaf í framtíðinni - eða var það tilhugsunin sem lagðist yfir hann þegar heimurinn datt aftur í liðinn, að veröldin væri ekki lína, að hún væri ekki einusinni lína sem bítur í skottið á sér (eða baugur, til að giftast útúr vökunóttum), og ekki heldur kúla (einsog Invisibles aftur) heldur ský í fjórðu víddinni. Ekki einsog við sjáum það heldur einsog það hugsar um sjálft sig.

Þá er hringurinn misskilningur. Línan endar ekki einsog á borðbrún og hún bítur ekki í skottið á sér, hún er ljóseind á lengd og hún brennir í gegnum sjálfa sig í takt við skýið sem dregur andann. Gufan dregst saman þegar kólnar, haustið í líkamanum, mér verður stundum kalt á höndunum orðið.

Setjum sviga utanum þetta í bili.

Ég er að flytja í enn eina íbúðina í haust, bráðum get ég farið að setja bækur í kassa. Ég fer í sumarfrí fyrsta ágúst og get farið að færa á milli í rólegheitunum. Nú held ég að sumir kassarnir haldist lokaðir, ég komi þeim fyrir þarsem lítið ber á, velji frekar í hillurnar það sem ég vil hafa uppi við vegg. Er þetta annað sem gerist? Einsog maður taki ákvörðunina ekki sjálfur heldur að hún birtist manni alltíeinu þegar maður kemur fyrir hornið.

Ekki eitthvað ákveðið horn, sem búið er að vara mann við og setja upp skilti og þessháttar. Bara eitt af þessum götuhornum sem maður tekur ekki eftir fyrren maður gengur á einhvern og man það uppfrá því.

Engin línulegheit, ekkert drama. Eða er það mín skynjun, rosa móðins? Er það annað sem gerist?

Við erum að fara að grilla hjá Hlyni á eftir, það er búið að vera sól með köflum í dag sýnist mér, veðurspáin fyrir kvöldið segir heiðskírt og 15 stig.

Ég er enn að lesa The Confusion, fæ hugmyndir fyrir ritgerðina af og til en er ekki byrjaður að lesa neitt af viti, við Nanna vorum að byrja á 2. þáttaröð af The Wire. Ég kem til með að skrópa í ræktinni í dag og þyrfti þessvegna að gera eitthvað um helgina í staðinn. En ég er að vinna?

Vinnuvikan er semsagt ekki alveg búin, hún verður eina viku í viðbót.

-b.

18 júní 2009

Daniel Waterhouse er sjanghæaður í nýrnasteinsuppskurð

"In truth you are still alive and will be for many years - more years than I have remaining. There are some who die of shock, it is true, and perhaps that is why all of your friends wished to come and pass time with you before I started. But, as I recollect, you were shot with a blunderbuss once, and got up and walked away from it. So I am not afraid on that 'count. The bright lights you see are sticks of burning phosphorus. And I am Robert Hooke, than whom no man was ever better suited to perform this work."

"No, Robert."

Hooke took advantage of Daniel's plea to jam a leather strap into his mouth. "You may bite down on that if you wish, or you may spit it out and scream all you like - this is Bedlam, and no one will object. Neither will anyone take heed, or show mercy. Least of all Robert Hooke. For as you know, Daniel, I am utterly lacking in the quality of mercy. Which is well, as it would render me perfectly incompetent to carry out this operation. I told you a year ago, in the Tower, that I would one day repay your friendship by giving you something - a pearl of great price. Now the time has come for me to make good on that promise. The only question left to answer is how much will that pearl weigh, when I have washed your blood off it and let it clatter onto the pan of yonder scale. I am sorry you woke up. I shall not insult you by suggesting that you relax. Please do not go insane. I will see you on the other side of the Styx."

Whe he and Hooke and Wilkins had cut open live dogs during the Plague Year, Daniel had looked into their straining brown eyes and tried to fathom what was going on in their minds. He'd decided, in the end, that nothing was, that dogs had no conscious minds, no thought of past or future, living purely in the moment, and that this made it worse for them. Because they could neither look forward to the end of the pain, nor remember times when they had chased rabbits across the meadows.

Hooke took up his blade and reached for Daniel.

-- Neal Stephenson, Quicksilver bls. 916.

Takk fyrir Halldór,

það sem ég vildi sagt hafa:



-b.

12 júní 2009

Föshtudahgskvehldt!

Bless Mávahlíð

Hei muniði eftir íbúðinni sem ég bý í. Með stelpunum tveimur, Ingibjörgu og Þórunni? Já einmitt. Þeirri íbúð. Ég var að segja henni upp.

Og þá er eins gott að allt blessist með næstu íbúð. Því annars verður ekkert ,,næst".

-b.

11 júní 2009

Hooke langt leiddur í Quicksilver

Roger Comstock was peering down the stem of his clay pipe like a drunken astronomer drawing a bead on something. In this case the target was Robert Hooke, Fellow of the Royal Society, visible only barely (because of gloom and smoke) and sporadically (because of table-flitting patrons). Hooke had barricaded himself behind a miniature apothecary shop of bottles, purses, and flasks, and was mixing up his dinner: a compound of mercury, iron fillings, flowers of sulfur, purgative waters from diverse springs, many of which were Lethal to Waterfowl; and extracts of several plants, including the rhubarb and the opium poppy. "He is still alive, I see," Roger mused. "If Hooke spent any more time lingering at Death's door, Satan himself would have the man ejected for vagrancy. Yet just as I am wondering whether I can make time for his funeral, I learn from Sources that he is campaigning like a French regiment through every whorehouse in Whitechapel."

Daniel could think of nothing to add.

-- Neal Stephenson, _Quicksilver_, bls. 659-60.

Sjáið kort

Springer Cartographics heitir fyrirtæki sem bjó til kortin í Barrokk-þríleiknum hans Stephensons. Einhver þeirra eru til sýnis þarna á síðunni þeirra. Þar á meðal þetta hér, úr The Confusion:



-b.

Sumarkvöld á vakt

Ég hringdi í Ársafn og pantaði The Confusion, ég gerði það. Á að vísu tæpar 250 síður eftir í Odalisque en hva. Þá fæ ég hinn hnullunginn í hendurnar og það rekur mig í að klára þennan.

Er fólk búið að lesa Garðarshólma, annan hluta? Fínt stöff.

Horfði líka á slatta af Seinfeld í bakveikilegunni. Skoðun mín breytist lítið: þetta eru fínir þættir en engin snilld. Eða hvað, fara þeir í gírinn í 3. eða 4. þáttaröð? Ron Moore segist horfa á einn tvo þætti á dag.. Segir það okkur eitthvað?

Ef lífið er eldhús og verkefnin matreiðsla þá er MA ritgerðin á þessu stigi: Ég stilli öftustu helluna á vægan hita, læt vatn renna í temmilegan pott og fleygi hinu og þessu oní til að malla, fer svo að gera annað. Í kvöld, þegar törnin er búin, verður kominn vísir að soði. Vonandi.

Hættum að tala um hugsanlegt verkefni. Eða gerum það endilega. Valkvíði lífs míns. Lífs míns kvöl.

En ég segi eitt: Ég er hálffeginn því að þetta var tognun en ekki mjóbaksstingurinn gamli. Hann hefði allteins getað hangið í lengri tíma.. og nú fór ég á spítala og talaði við doktor, sem sagði að á meðan þetta leiddi ekki niður í lappir þá væri ég ekki með brjósklos. Það sama á við um stinginn. Hjúkk?

scribble, scribble, scribble, eh mr. Gibbon?

-b.

Reis stirður upp á fjórða degi

Jæja ég er kominn afur í vinnuna. Mætti reyndar ekki fyrren á hádegi, en ég er jú á kvöldvakt. Ég var rúmfastur á mánudeginum, snarskánaði á þriðjudagskvöldi og var farinn að teygja á bakinu og ganga um nokkuð eðlilega seinnipartinn í gær. Bless íbúfen.

Ég leitaði að færslunum hér á liðhlaupinu frá því þegar svipað dæmi kom fyrir útí Köben, þá var ég einmitt orðinn temmilegur á fjórða degi. Þar þurfti ég reyndar ekki að fara neitt eða mæta neinstaðar nema mig langaði til þess, svoleiðis að það skipti ekki eins miklu máli.

Ég er búinn að lesa slatta, horfa á smá star trek og leysa krossgátur. Ef þetta voru maí-júní veikindin árlegu þá hef ég sloppið nokkuð vel, sjö níu þrettán. Nanna er að vísu komin með einhverja pest, hita og læti.. ég finn ekki fyrir neinu. Ennþá.

Fríhelgi sem ég veit ekki hvað ég á að gera við.

Fara kannske niður á bókhlöðu og tékka á ritgerðum?

Og mig vantar Seaguy!

-b.

08 júní 2009

Tognaði

í bakinu í gær. Þetta er kunnuglegt. Ligg á Víðimelnum núna og les í bók.

En gleðilegan mánudag öll sömul.

-b.

05 júní 2009

Ahh, lu franz

Óvíst er með framhald raunveruleikaþátta í Frakklandi eftir að Hæstiréttur þar í landi dæmdi þremur keppendum í Eyju freistinganna (e. Temptation Island) í hag. Keppendurnir kröfðust bóta þar sem ekki voru gerðir við þá launþegasamningar og á kröfuna féllst rétturinn.

Hverjum keppanda voru dæmdar ellefu þúsund evrur í bætur, eða um tvær milljónir króna, fyrir vinnuframlag sitt í þágu þáttarins. Var þar um að ræða laun samkvæmt kjarasamningum, yfirvinnu, orlof og bætur fyrir að vera sagt ólöglega upp, þ.e. brottrekstur úr þættinum.


Það að vera sparkað úr raunveruleikaþætti fyrir lélega frammistöðu eða hvað sem stjórnendunum dettur í hug yfirleitt, er ólögleg uppsögn. Það er hreint út sagt æðisleg túlkun. Bravó Frakkland.

-b.

03 júní 2009

Í næsta kafla

"I'm worried something'll happen to 'em before we can turn 'em into real money."
"What is 'real' money, Jack? Answer me that."
"You know, pieces of eight, or, how d'you say it, dollars--"
"Th -- it starts with a T but it's got a breathy sould behind it -- 'thalers.'"
"D-d-d-dollars."
"That's a silly name for money, Jack -- no one'll ever take you seriously, talking that way."
"Well, they shortened 'Joachimsthaler' to 'thaler,' so why not reform the word even further?"

Neal Stephenson, Quicksilver bls. 414.

Þetta er svo þungt! Afhverju ertu að lemja mig með þessari þungu kylfu þinni, Stephenson? Ertu hræddur um að ég nái þessu ekki?

Það sama var uppi á teningnum með nafnbreytinguna New Amsterdam - New York. Ha ha, það kemur aldrei neinn til með að kalla hana New York, það er fáránlegt. Áts. Hættu þessum barningum Stephenson! Þeir eru þungir veistuekkihvað.

Mér finnst upplýsingarnar sjálfar athyglisverðar. Ég vissi ekki að orðið ,,dollar" væri komið af ,,Joachimsthaler". En það eru til settlegri leiðar en þessi margþvælda fortíðar-írónía, þarsem það fáránlega í augum sautjándu aldar fólks er það sem við teljum sjálfsagt. Að gefa í skyn að aðalpersónan sé á undan sinni samtíð eða þvíumlíkt vegna þess að hún dettur niður á orðin sem við notum í dag. Blarg.

Þetta eru smávægilegir annmarkar á annars þrælfínni bók. En það var ekkert þessu líkt í Cryptonomicon og ég tók einmitt eftir því þegar ég var að lesa þá bók, þar voru næg tækifæri til þess. Mér fannst það klassi. En hérna dettur Stephenson í gryfjuna oftar en einusinni.

Æja.

-b.

Fyrsta kynlífssenan í Quicksilver

“All right, let’s rehearse it again. ‘Jack, show the gentleman that bolt of the yellow watered silk.’ Go on—that’s your cue”
“Yes, milady”
“Jack, carry me across yonder mud-puddle.”
“With pleasure, milady.”
“Don’t say ‘with pleasure’—sounds naughty.”
“As you wish, milady.”
“Jack, that is very good-there’s been a marked improvement.”
“Don’t suppose it has anything to do with that you’ve your fist lodged in my arse-hole.”
Eliza laughed gaily. “Fist? Jack, this is but two fingers. A fist would be more like—this!”
Jack felt his body being turned outside in—there was some thrashing and screaming that was cut short when his head accidentally submerged in the sulphurous water. Eliza got a grip on his hair and hauled his head back up into the cold air with her other hand.
“You’re sure this is how they do it in India?”
“Would you like to register… a complaint?”
“Aaugh! Never.”
“Remember, Jack: whenever serious and competent people need to get things done in the real world, all considerations of tradition and protocol fly out the window.”
There followed a long, long, mysterious procedure—tedious and yet somehow not.
“What’re you groping about for?” Jack muttered faintly. “My gall-bladder is just to the left.”
“I’m trying to locate a certain chakra—should be somewhere around here—“
What’s a chakra?”
“You’ll know when I find it.”
Some time later, she did, and then the procedure took on greater intensity, to say the least. Suspended between Eliza’s two hands, like a scale in a market-place, Jack could feel his balance-point shifting as quantities of fluids were pumped between internal reservoirs, all in preparation for some Event. Finally, the crisis— Jack’s legs thrashed in the hot water as if his body were trying to flee, but he was staked, impaled. A bubble of numinous light, as if the sun were mistakenly attempting to rise inside his head. Some kind of Hindoo apocalypse played out. He died, went to Hell, ascended into Heaven, was reincarnated as various braying, screeching, and howling beasts, and repeated this cycle many times over. In the end he was reincarnated, just barely, as a Man. Not a very alert one.
“Did you get what you wanted?” she inquired. Very close to him.
Jack laughed or wept soundlessly for a while.
“In some of these strange Gothickal German towns,” he at last said, “they have ancient clocks that are as big as houses, all sealed up most of the time, with a little door where a cuckoo pops out upon the hour to sing. But once a day, it does something special, involving more doors, and once a week, something even specialer, and for all I know, at the year, decade and century marks, rows of great doors, all sealed shut by dust and age, creak open, driven by sudden descent of ancient weights on rusted chains, and the whole inner working of the thing unfold through those openings. Hitherto unseen machines grind into action, strange and surprising things fly out—flags wave, mechanical birds sing—old pigeon-shit and cobwebs raining down on spectators’ heads—Death comes out and does a fandago—Angels blow trumpets—Jesus writhes on the cross and expires—a mock naval battle plays out with repeated discharge of cannons—and would please take your arm out of my asshole now?”
“I did a long time ago—you nearly broke it!” Peeling off the knitted length of sheep-gut like an elegant lady removing a silken glove.
“So this is a permanent condition?”
“Stop whining. A few moments ago, Jack, unless my eyes deceived me, I observed a startlingly large amount of yellow bile departing your body, and floating away downstream.”
“What are you talking about? I didn’t barf.”
“Think harder, Jack.”
“Oh—that kind. I should not call it yellow but a pearly off white. Thought it has been years since I saw any. Perhaps it has yellowed over time, like cheese. Very well! Let’s say ‘twas yellow.”
"Do you know what yellow bile is the humour of, Jack?"
"What am I, a physician?"
"It is the humour of anger and ill-temper. You were carrying a lot of it around."

Neal Stephenson, Quicksilver bls. 411-12. Þessi gaur hafði skrifað þetta upp fyrir mig.

02 júní 2009

Um helgina

gerði ég ekkert. Og það var allt það sem ég hélt það yrði. Takk herra Livingston.

Nei ég læt það vera, ég gerði ýmislegt. Föstudaginn gekk ég langleiðina uppá Esju. Ekki á topp, það var leiðindaveður og við ákváðum að snúa aftur og fara lengra - ætlum á morgun. Nú er það vikuleg ganga fram að Laugavegi, að ganga til bæði skóna mína og sjálfan mig.

Á laugardaginn fór ég í Kolaportið og keypti DVD myndir: The Hunt for Red October, JCVD og A Few Good Men. Og Syrpu handa Þorra bróður. Svo hjólaði ég í Loftkastalann og keypti afmælisgjöf handa mömmu. Hún fékk tvo miða á Grease og brúsa af dísel. Kvöldinu eyddi ég með sjálfum mér (Davíð og Ingibjörg litu við til að sækja lykla) að glápa á HFRO og Gomorra. Sem var alveg fín. Og las í Quicksilver, er kominn inní aðra bók, King of the Vagabonds.

Ég keyrði austur á sunnudaginn, fékk mér borgara á Krúsinni, heimsókn til ömmu og mömmu. Við keyrðum austur í Versali og skoðuðum vikugamalt folald. Það var í sjálfu sér fínt en mér leiðist að ganga um tún. Svo las ég meira.

Í gær svaf ég og las. Ósköp notalegt. Svo skoðuðum við íbúð sem við stefnum á að flytja í.. Maður þarf víst að flytja í Breiðholtið einusinni á ævinni, það hafa margir reynt. Borðuðum lamb.

Ég hamstraði bjór á laugardeginum. Svona þannig. Ætli ég hafi ekki sparað svona fimmtánhundruð kall miðað við hver hækkunin verður. Lífið er saltfiskur.

-b.

25 maí 2009

Veðrið er úti

Mitt síðasta verk fimmtudaginn síðastliðna var að skila inn þessum pistli fyrir vef Borgarbókasafnsins. Hann er ekki merkilegur, ég segi fátt af viti en þarna er hann.

Ég tók þessar bækur, blaðaði í þeim og skrifaði sirka sjötíu orð um það sem mér sýndist þær vera um. Þarna var ég gaurinn sem skrifar tóma þvælu aftaná DVD-myndir, sem lýsir þeim ekki neitt en hann má ekki vera að því að (eða nennir ekki eða vill ekki) horfa á þær. Starf er starf er starf.

Á hjólinu er ég ellefu-tólf mínútur á leiðinni í ræktina, og sama tilbaka. Þetta er planið í sumar.

Ég tek mér að öllum líkindum sumarfrí frá 10. júlí til 10. eða 11. ágúst.

Við fórum í bústað um helgina og það var helvíti fínt.. Grill og pottur og bjór og svona, kærusturnar með í þetta skiptið. Við Nanna kíktum á Landnámssetrið í Borgarnesi á laugardeginum og fórum í landnámsleiðsögn og Eglu-leiðsögn, gengum göng með ipod í eyrunum. Þegar við ætluðum að leggja af stað heim sirka hálftólf á laugardagskvöld þá var sprungið á bílnum, en við skiptum um dekk á nótæm og keyrðum af stað.

Satt best að segja kom það mér á óvart hvað það gekk vel hjá okkur. Ég hef aldrei skipt um dekk með jafnlitlu veseni.

Stórfréttir.

Jæja hún hlýtur nú að fara að renna í hlað. Ég ætla út í sólina.

-b.

20 maí 2009

Geirlaugur Magnússon í þýðingu Franz Gíslasonar og Wolfgang Schiffer

sozialwesen

am tag nachdem papa gestorben war stand ich im mittelpunkt
der großen pause als hätte ich ein neues spielzeug aus amerika erhalten
oder wäre nach akureyri mit dem flugzeug gereist
ich genoß die aufmerksamkeit auch wenn ich mich schämte im
inneren dort wo die einsamkeit wohnt deshalb spürte ich auch eine plötzliche
freude als der papa meines freundes im westen
bei einem autounfall ums leben kam

16 maí 2009

Willingham og Ísreal

Við Davíð vorum á Grillhúsinu um daginn og spjallið barst að Fables, og þar með beinu blátt áfram líkingunni við Ísrael og félaga í 9. bók. Ég hafði lesið viðtalið við Willingham í Comics Journal en mundi ekki nákvæmlega hvað hann sagði, bara að hann hefði tekið það fram að líkindin á milli Fables/Empire og Ísrael/Palestínu hefðu verið til grundvallar. En á netinu var vísað til einhvers viðtals þarsem þessu hefði verið snúið við, að Fables-liðið væri Palestína og Empire-gaurarnir Ísrael.

Það virðist samt ekki vera.. Úr CJ viðtalinu:
DEPPEY: In an interview that you did for a website called Pop Culture Shock, you equated the basic concept behind Fables to the Jewish Diaspora; you've got characters who originally lived in the Land of Fable and then a great adversary rose up and drove them out, and now they kind of live in little ghettos in pockets around our world. I'm wondering if that was an intentional building block from the beginning, or did the metaphor rise up over time as you developed the concept?

WILLINGHAM: No, that was there from the beginning. As I said, I was raised in a pretty conservative family. My parents were both Scoop Jackson Democrats, which by today's standard would make them, you know, horrid old conservative Republicans. The other aspect of that was that my mother, for reasons that still I do not understand, was rabidly pro-Israel. The only big trip she even wanted to take in her life but she never got to was to go to Israel, and I didn't understand it as a kid, but growing up, the whole story of how the modern nation came about with the partition and the wars and all that -- and just this whole story of the tiny little country with being surrounded on all sides by these vast, vast nations dedicated to its extinction -- I guess it appealed to my mother's sense of "root for the underdog" and if there's any underdog in this world, Israel's it. So I think I just absorbed my mother's love of Israel. Politically, I'm just rabidly pro-Israel and so that, as a metaphor, was intended from the beginning. As a matter of fact, since this interview will be coming out after issue #50, there's a scene in which it's actually stated as fact that Fabletown's battle against the vast Empire, the Adversary, is very much like Israel against the Arab nations. A scrappy little country full of stiff-necked bastards who, the only way we're gonna protect our existence is to make sure that anytime you do anything bad to us, we're going to make you pay horribly. I use that as a formal analogy for the existence of Fabletown and their relationships to the Empire. So that's a roundabout way of saying that yes, that was in there purposely.

Ég fann ekki Pop Culture Shock viðtalið, en það er sosum ekki erfitt að misskilja spurninguna, þótt svarið sé afdráttalaust. Ákveðinn hópur af fólki á heima á ákveðnum stað, svo kemur eitthvert stærra afl og rekur hann út, svo hann dreifist í hin og þessi gettó. Hvort á þetta við um gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni eða Palestínumenn í kjölfar stofnun Ísraelsríkis?

Ég er aðallega að tíunda þetta hér vegna þess að mér hefði þótt hin túlkunin áhugaverðari, einmitt vegna þess að Bigby setur pro-Ísrael líkinguna fram í beinum orðum í 9. bók. Þar hefði hann getað verið að draga sínar hliðstæður útfrá týpísku Kana-sjónarmiði (einosg Davíð minntist á þá er Bigby réttur og sléttur Bandarískur heimsvaldasinni) en lesandinn gæti spurt sig hvort sú líking væri réttlætanleg. Hann getur það auðvitað ennþá en það er ósköp leiðinlegt að fá staðfestingu á því að stóri Bandaríski úlfurinn sé (amk. í þessu tilfelli) málpípa höfundar.

Maður spyr sig hvað komi í ljós ef maður reynir að finna frekari hliðstæður milli sögunnar og Ísrael/Palestínu (eða frekar allra hinna miðausturlandanna, einsog Willingham virðist meina), framyfir landflutningana. Þegar Fables liðið fer að slá á móti tildæmis, eða allt það sem gerist í 11. bók? Hver er Andstæðingurinn og hver er Keisarinn? Hver er góði prinsinn? Eða byrjar samlíkingin og endar innan þess sem Bigby ræðir í 9. bók?

-b.

15 maí 2009

Lágmarksúrtak er oná brauð

Í gamla daga, ef það voru ekki nógu margir sem kláruðu tiltekinn kúrs, þá var ekki hægt að skoða tölfræðina á Uglunni - hversu margir fengu sömu einkunn og ég, hversu margir urðu fyrir ofan eða neðan. Þá þótti friðhelgi einkalífsins væntanlega stefnt í voða, þarsem hægt væri að sjá meira og minna hvað hver hefði fengið í einkunn. En nú eru breyttir tímar.

Ég get farið í tölfræðina í einkunnagjöfinni á Útópíum og nútíma, þarsem við vorum þrjú og bara tvö (eða tveir) sem kláruðum kúrsinn. Sessunautur minn var 0,5 hærri en ég á málstofuverkefninu. Góður Helgi.

Ég get líka farið í tölfræðina á BA verkefninu mínu, sem er skemmtilegt. Þar koma fram lokaeinkunnir hjá öllum þeim sem skrifuðu BA ritgerð í bókmenntafræði á sama tíma og ég. Við vorum fjögur. Einn hærri en ég, tveir lægri, þar af einn með mjög lága einkunn. En það var reyndar alvita.

Ég var næstlægstur í blogg-kúrsinum þeirra Hermanns og Þrastar. Mikið hlýtur ritgerðin mín að hafa verið ömurleg.

Ég fór að skoða þetta því ég var að fá ritgerðina til baka sem ég sendi á föstudaginn. Gunnþórunn sendi tilbaka með track changes kommentum og svona og ég dróst saman í hnút af skömm þegar ég sá að eitt placeholder HÁSTAFA-ártalið (,,EITTHVAÐÁR") varð eftir. Þetta er eitthvað sem ég skrifa inn þegar ég vil bara halda áfram að skrifa og færa inn réttar upplýsingar seinna. Mér finnst ég ekki eiga skilið þá einkunn sem ég fékk, en ég tek henni nú samt.

Í öðrum fréttum: Er á leiðinni í Smáralind að ræða við opticalstudio um gleraugun mín á eftir. Þau virka ekki. Svo síðasti Lost þangaðtil í haust.

Hjólaði í ræktina í gær.. það var munur.

Er annars að skrifa þýsk brot uppúr Wortlaut Island akkúrat núna þannig að. Þúveist. Ég er hættur þessu.

-b.

13 maí 2009

Ekki til að lesa

Bara slatti af tenglum sem ég vil halda uppá þangaðtil ég fæ að lesa þá.

http://www.wordmagazine.co.uk/content/new-backstage-podcast-features-author-neal-stephenson-his-acclaimed-baroque-cycle-and-new-bo

http://www.goodreads.com/interviews/show/14.Neal_Stephenson?utm_medium=email&utm_source=Sep_newsletter

http://io9.com/5047503/neal-stephenson-talks-to-io9-about-religion-aliens-and-spoilers

http://io9.com/5045170/neal-stephensons-tale-of-two-planets

http://www.jasongriffey.net/wp/2008/06/23/cryptonomicon-via-tag-cloud/

http://interviews.slashdot.org/article.pl?sid=04/10/20/1518217

http://dir.salon.com/story/books/int/2004/04/21/stephenson/index.html

http://www.guardian.co.uk/technology/1999/oct/14/onlinesupplement14

http://archive.salon.com/books/int/1999/05/19/stephenson/index.html

http://www.locusmag.com/1999/Issues/08/Stephenson.html

http://www.sfsite.com/10b/ns67.htm

Já ég veit já já já.

-b.

12 maí 2009

Ekkert meira Cryptonomicon

Ég átti grátlega lítið eftir í Cryptonomicon þegar ég þurfti að hella mér í ritgerðina, en í gær kláraði ég rest. Hún er æði. Ekkert útá endinn að setja, og leiðin þangað var gloríús.

Ég talaði um að kíkja á hana 19. febrúar, ég hlýt að hafa gert það fljótlega eftir þann tíma þannig að ég var sirka tvo og hálfan mánuð með hana. Hm.

Og þá er Quicksilver í útláni, ég vil helst halda strax áfram. Get fengið hana senda frá Ársafni á mánudaginn, hugsa að ég geri það.

Fyrstu drög að sumarfríi eru komin á blað, að fara í frí 11. júlí og koma aftur 10. ágúst. Byrja barasta með stæl og ganga á fjall. Svo er allt niðurímót.

-b.

11 maí 2009

Já sjómennskarinn

Ég fór í búð á laugardaginn og fékk ný gleraugu. Ég hafði pantað samskonar umgjörð og þá sem fór í mask í Lundúnum, hún var komin síðustu helgi en ég hafði ekki tíma fyrren þessa helgi. Ég fór í sjónmælingu og mældist með eitthvað aðeins breytt síðan síðast.. mínus núll komma sjötíu og fimm held ég, og einhver sjónskekkja. Ég veit reyndar ekki hvort ég kaupi það, mér líður undarlega þegar ég horfi í gegnum þau.. ekki einsog þau sem ég átti áður, sem virkuðu mjög eðlilega.

Kannske er þetta spurning um að venjast þeim. Ég þyrfti að fara í bíó og prófa þau þar. Star Trek myndin?

Svo kíkti ég austur á Selfoss um helgina, drakk bjór með Halli, Hafsteini og Bjarka, frændunum þremur. Við fórum á 800, sem var ekki hræðilegt og kom mér á óvart. Daginn eftir var ég veikur af þynnku, afrekaði lítið annað en að borða pönnuköku með rjóma og hlusta á Steingrím og Jóhönnu. Kengboginn.

Svo horfðum við Nanna á Miller's Crossing í gær, eftir að hafa séð vísað til hennar í American Dad. Mm góð mynd.

Ég er eiginlega hættur að skrifa eitthvað hér. Þrennt annað hefur komið til, það er facebook, twitter og dagbókin mín rauða. Sem eru deilitól, hugstormsíritunartól og raus-um-daginn-í-dag tól. Það er mögulegt að eitt eða fleira af þessu detti út, hvað veit maður. En ég virðist vera eitthvað annað að hugsa þessa dagana.

Síðasta vika og vel það fór í ritgerð. Þ.e.a.s. ég hafði verið að hugsa um hana og lesa eitt og annað þangað til, en var alla síðustu viku að skrifa. Með vinnu, sem jókst alltíeinu þegar Yngvi frændi fór í upplestrarfrí, og ræktinni auðvitað. Ég er búinn að vinna slatta á þessu tímabili, tæplega 45 yfirvinnutímar á móti 21 í mínus. Ég held það hafi sjaldan verið meira.

Ég borðaði semsagt heima á Heiðarveginum laugardagskvöldið og spjallaði eitthvað við hjónin yfir glasi. Ég minntist á það að ég væri að fara Laugaveginn í sumar og væri alltaf á leiðinni að kaupa mér skó. Mamma sagðist eiga skó. Ég mátaði par sem hún hafði keypt handa Sigþóri og voru aðeins of litlir á hann, þeir pössuðu fínt. Svona borgar sig að fresta hlutunum, ég hef ætlað að koma mér í þessi skókaup lengi lengi. Maður þarf víst að vera búinn að ganga þetta til.

Síðast þegar ég fór þá gekk ég í ullarsokkum og vinnuskóm. Með stáltá. En þá var ég ungur, búhú.

Fullt að gera í vinnunni alltíeinu?

-b.

30 apríl 2009

Um mannasiði

,, ... hver sem kallar annan mann herra í munnlegu ávarpi á íslenzku gerir sjálfan sig að fífli. Það er eitt til merkis um íslenzkt aristó-demókratí, að maður segir aldrei ,,herra"."

- Halldór Laxness, ,,Mannasiðir", Réttur mars 1941.

29 apríl 2009

Raddir Eimreiðarinnar

Íbúar bandaríkjanna

Einn þriðji hluti íbúa Bandaríkja Norður-Ameríku eru útlendingar, þ.e.a.s. fólk, sem fætt er utan Bandaríkjanna eða eru synir og dætur foreldra fæddra erlendis.

Í síðasta manntali Bandaríkjanna er þetta fólk nefnt ,,erlent hvítt kyn". Af þessu erlenda hvíta kyni eru nú yfir 38 miljónir í Bandaríkjunum. Þar af eru
6 800 000 Þjóðverjar (þ.e. þýzkfæddir menn eða börn þýzkfæddra foreldra, annars foreldris eða beggja).
4 500 000 Ítalir.
4 300 000 Englendingar, Skotar, Walesbúar og Ulstermenn.
3 300 000 Pólverjar.
3 300 000 Kanadabúar.
3 100 000 Norðurlandabúar.
3 000 000 Írar.
2 600 000 Rússar.
1 300 000 Tékkar.
900 000 Austurríkismenn.
500 000 Ungverjar.

Auk þess eru í Bandaríkjunum tugir þúsunda af Hollendingum, Frökkum, Jugóslövum, Lítháum, Grikkjum, Spánverjum, Portúgalsmönnum, Rúmenum, Svisslendingum, Finnum, Mexicóbúum, Cubamönnum, Filippseyingum, Japönum, Armeníumönnum, Tyrkjum og Sýrlendingum.

New York er sú borg Bandaríkjanna, sem hefur flesta íbúa af erlendum uppruna. Af öllum íbúum borgarinnar, sem eru 7 miljónir, eru hvorki meira né minna en 5 miljónir af hinu ,,erlenda hvíta kyni".

Í Bandaríkjunum eru einnig 12 miljónir negra, afkomendur þræla þeirra, sem fluttir voru inn til Ameríku á nýlendutímunum. Þrælarnir voru fluttir inn til Suður-ríkjanna og notaðir til vinnu á bómullar-, tóbaks-, hrís- og sykur-plantekrum Bandaríkjanna. Mikið af landbúnaði Bandaríkjanna átti á þessu tímabili vöxt sinn og viðgang að þakka þrælahaldi þessu, sem lét framleiðendum vinnukraftinn í té með tiltölulega mjög litlum tilkostnaði.

- ,,Raddir", Eimreiðin, 3. hefti, júlí-september 1940. [Í þessum bálki birtir EIMREIÐIN meðal annars stuttar og gagnorðar umsagnir og bréf frá lesendum sínum, um efni þau, er hún flytur, eða annað á dagskrá þjóðarinnar.]

22 apríl 2009

Sumarið byrjar á morgun

Þessi snarbilaði hjólreiðamaður kemur manni í gírinn:

20 apríl 2009

Bútur úr Cryptonomicon, aftur

A few days later he was talking to this oral surgeon, who was indeed young and conspicuously bright and had more in common with other brilliant people Randy had known--mostly hackers--than he did with other oral surgeons. He drove a pickup truck and kept fresh copies of TURING magazine in his waiting room. He had a beard, and a staff of nurses and other female acolytes who were all permanently aflutter over his brilliantness and followed him around steering him away from large obstacles and reminding him to eat lunch. This guy did not blanch when he saw Randy's Mercato-roentgeno-gram on his light box. He actually lifted his chin up off his hand and stood a little straighter and spake not for several minutes. His head moved minutely every so often as he animadverted on a different corner of the coordinate plane, and admired the exquisitely grotesque situation of each tooth--its paleolithic heft and its long gnarled roots trailing off into parts of his head never charted by anatomists.

When he finally turned to face Randy, he had this priest-like aura about him, a kind of holy ecstasy, a feeling of cosmic symmetry revealed, as if Randy's jaw, and his brilliant oral-surgery brain, had been carved out by the architect of the Universe fifteen billion years ago specifically so that they could run into each other, here and now, in front of this light box. He did not say anything like, "Randy let me just show you how close the roots of this one tooth are to the bundle of nerves that distinguishes you from a marmoset," or "My schedule is incredibly full and I was thinking of going into the real estate business anyway," or "Just a second while I call my lawyer." He didn't even say anything like, "Wow, those suckers are really in deep." The young brilliant oral surgeon just said, "Okay," stood there awkwardly for a few moments, and then walked out of the room in a display of social ineptness that totally cemented Randy's faith in him. One of his minions eventually had Randy sign a legal disclaimer stipulating that it was perfectly all right if the oral surgeon decided to feed Randy's entire body into a log chipper, but this, for once, seemed like just a formality and not the opening round in an inevitable Bleak House-like litigational saga.

And so finally the big day came, and Randy took care to enjoy his breakfast because he knew that, considering the nerve damage he was about to incur, this might be the last time in his life that he would be able to taste food, or even chew it. The oral surgeon's minions all looked at Randy in awe when he actually walked in the door of their office, like My god he actually showed up! then flew reassuringly into action. Randy sat down in the chair and they gave him an injection and then the oral surgeon came in and asked him what, if anything, was the difference between Windows 95 and Windows NT. "This is one of these conversations the sole purpose of which is to make it obvious when I have lost consciousness, isn't it?" Randy said. "Actually, there is a secondary purpose, which is that I am considering making the jump and wanted to get some of your thoughts about that," the oral surgeon said.

"Well," said Randy, "I have a lot more experience with UNIX than with NT, but from what I've seen, it appears that NT is really a decent enough operating system, and certainly more of a serious effort than Windows." He paused to draw breath and then noticed that suddenly everything was different. The oral surgeon and his minions were still there and occupying roughly the same positions in his field of vision as they had been when he started to utter this sentence, but now the oral surgeon's glasses were askew and the lenses misted with blood, and his face was all sweaty, and his mask flecked with tiny bits of stuff that very much looked like it had come from pretty far down in Randy's body, and the air in the room was murky with aerosolized bone, and his nurses were limp and haggard and looked like they could use makeovers, face-lifts, and weeks at the beach. Randy's chest and lap, and the floor, were littered with bloody wads and hastily torn-open medical supply wrappers. The back of his head was sore from being battered against the head-rest by the recoil of the young brilliant oral surgeon's cranial jack-hammer. When he tried to finish his sentence ("so if you're willing to pay the premium I think the switch to NT would be very well advised") he noticed that his mouth was jammed full of something that prevented speech. The oral surgeon pulled his mask down off his face and scratched his sweat-soaked beard. He was staring not at Randy but at a point very far away. He heaved a big, slow sigh. His hands were shaking.

"What day is it?" Randy mumbled through cotton.

"As I told you before," the brilliant young oral surgeon said, "we charge for wisdom tooth extractions on a sliding scale, depending on the degree of difficulty." He paused for a moment, groping for words. "In your case I'm afraid that we will be charging you the maximum on all four." Then he got up and shambled out of the room, weighed down, Randy thought, not so much by the stress of his job as by the knowledge that no one was ever going to give him a Nobel prize for what he had just accomplished.

Ég var að lesa þetta rétt í þessu og langaði að skrifa hérna inn, en þessi heiðursmaður var búinn að líma þetta á sína vefsíðu - og meira til. Smellið á gaurinn til að lesa aðdragandann.

-b.

18 apríl 2009

Ferðasagan - þriðji og fjórði dagur

Ég byrjaði óvart á fjórða degi og langaði þá bara að klára þetta, enda ósköp lítið að segja af honum. Hann er óeftirtektarverður lokahnykkur á góðri sveiflu. Áfram með smjör.

Nú færist ég alltaf lengra og lengra frá þessu, minningarnar dofna hægt en örugglega. Þá er ágætt að hafa myndir.. Ég kláraði fyrstu filmuna að kvöldi annars dags og keypti ekki aðra fyrren við vorum komnir niðrí miðborg, en átti samt eitthvað pláss inná símanum. Næstu efnisgreinar eru sóttar úr þynnku sem átti sér stað fyrir tæpum mánuði síðan, og ég styðst við gemsamyndir. Þetta verður gaman.

Þetta var í annað skiptið sem við vöknuðum í Sidcup og í minningunni rennur sá morgun saman við þann fyrsta. Ég veit að Víðir var á staðnum í þetta skiptið (daginn áður var hann farinn í skólann þegar við vöknuðum) en hann var þar líka að morgni fjórða dags. Þennan morgun sat hann á stól og las eitthvað, býst ég við? jólakortið sem ég hafði komið með handa honum.



Davíð og Ýmir lágu í rúminu sælir og glaðir. Þegar ég tók mynd settist Davíð upp af slíkum krafti að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég efast ekki um að hann hafi skammað okkur aftur fyrir að vakna snemma, en þessi mynd er tekin á slaginu tíu:



Planið var óljóst. Við höfðum rætt um það að fara á Watchmen í IMAX en ég held að planið hafi verið að gera það á fjórða degi. Eða kannske ætluðum við að sjá til. Víðir þurfti að fara niður í skóla að sækja bækur og við þurftum að fá okkur að éta. Örlögin réðu svo að við sameinuðum hvortveggja í eina ævintýralega ferð niður brekkuna og upp aftur.

Fyrst borðuðum við smákökur sem Tinna hafði bakað. Ég fékk mér örlítið kaffi.

Við gengum sömu leið og við höfðum áður farið niður að lestarstöð, framhjá barnum sem við fórum ekki inná kvöldið áður, inní búð að kaupa vatn og gegnum garð þarsem trén voru. Við hittum tvær stelpur á leiðinni sem Víðir kannaðist við, önnur þeirra var með blautar hendur. Við litum á hvorn annan. Svo hittum við gaur sem bauð okkur í grillveislu. Framan við innganginn að Rose Bruford's var þessi gaur oní stéttinni:



Við innganginn þurftum við að skrifa nöfnin okkar á blað og fá barmmerki sem á stóð ,,visitor". Bæði förstneim og sörneim, svo það færi nú ekki á milli mála að við værum ekki hryðjuverkamenn. Við gengum strax útum aðrar dyr og komum inní einhverskonar garð. Til vinstri var hópur af fólki að setja upp einhverskonar míní-sýningu og aðrir að fylgjast með. Eftir því sem við gengum lengra inn og að ,,torginu" færðu þau sig úr skotinu og lengra inní garðinn hægra megin við okkur með hrópum og ýktum hreyfingum. Það var enn ekki komið hádegi en ég held að þau hafi verið að gíra sig hægt og rólega upp í einhverskonar Bakkanal sem myndi ná hámarki í grillveislunni þá um kvöldið. Sauðdrukknir menn að slást með gerivilimum á brunastiganum og blóðþyrstar Bakkæjur að rífa vegfarendur í ræmur, Dyonísus glottandi á húsþakinu með kórónuna í annarri hönd og Bakkardí Breezer í hinni.. Meira um þessa grillveislu síðar.

Víðir skildi okkur eftir í smá stund á meðan hann fór og sótti bækur á bókasafnið. Við töluðum um áfengi og ég tók leiðinleg myndbönd. Davíð var með viskí í töskunni sinni og ég benti á George Bush sem hékk á handriðinu þarna fyrir ofan.



Á leiðinni heim gengum við framhjá veitingastaðnum Sophie's Choice og þótti það vægast sagt athyglisvert nafn. Við vorum svangir en við vildum ekki deyja sjáðu til. Og á svona veitingastað er pöntunarferlið svohljóðandi: Þú og tveir vinir þínir setjist við eitt af borðunum. Þú velur einhvern rétt af matseðlinum og um leið velurðu annan af vinum þínum til að senda í útrýmingarbúðir nasista. Þið tveir sem sitjið eftir fáið réttinn sem þú valdir á tveir-fyrir-einn tilboði. Gúdd tæms.

Í staðinn stoppuðum við á delíi þarsem ung og fögur stúlka afgreiddi samlokur sem gömul smurbrauðsdama framleiddi bakvið hvítar dyr. Ég fékk mér samloku með kjúklingi og eitthvað held ég. Við röltum aftur upp brekkuna og átum heima hjá Víði. Davíð skildi viskíið sitt eftir og ég setti mitt viskí í töskuna mína.

Niður brekkuna. Lest til London. Piccadilly Circus? Keypti aðra einnota myndavél.

Við stoppuðum fyrst á HMV og skoðuðum DVD og svona. Ég keypti Garth Marenghi's Darkplace, Spaced, Batman Begins og The Dark Knight. Svo gengum við á Leicester Square og fengum okkur bjór á efri hæð barsins Crooked Surgeon.



Það var rúbbíleikur í gangi sem við horfðum á svona í og með, England-Skotland. Ég man að Hallur hringdi og sagði mér að Gunnar bróðir hans væri að uppnefna bílinn minn. Við röbbuðum um eitthvað, tókum vídjó og ég tók mynd af myndavélunum okkar (en það vantaði 180° vélina hans Davíðs, hún var líklega eftir heima):



Davíð langaði að fara í bókabúð og skoða einhvern hlut, okkur skildist að það væri Waterstone's á Oxford Street þannig að við gengum þangað. Við fundum hattabúð þarsem ég keypti hatt, ritfangabúð þarsem ég keypti tvær moleskine bækur (svarta og rauða), við stoppuðum á Starbucks þarsem ég fékk te í glas og við breyttum breska kaffinu hans Davíðs í írskt kaffi. Með viskíi.

Ég man ekki hvaða húsnúmer átti að vera á þessari bókabúð en við föttuðum alltíeinu að við höfðum gengið framhjá henni, gengum tilbaka og þá var búið að loka henni. Jæja. Gengum aðeins lengra og stoppuðum á The Tottenham. Þar var næsti rúbbíleikur í gangi, Írland-Wales. Við drukkum allskonar bjór. Einn grænan, sem hét Sign of Spring:



Þegar við höfðum setið þarna í einhvern tíma og Írland hafði unnið Wales í spennandi leik fórum við að tala um grillveisluna. Víði langaði í barbíkjú og að henda draslinu heim og svona, en við nenntum ekki lestarferðinni og langaði að borða niðrí borg. Við fórum niður einhverja þvergötu og fundum þar víetnamskan stað eða eitthvað, en það var biluð röð á hann.

Við gengum aðeins lengra og stoppuðum á steikhúsi. Eða það hét allavega steikhús. Minnir mig. En í minningunni er eitthvað austurlenskt við staðinn? Maturinn var sæmilegur, allsekkert góður en ekki slæmur. Og við biðum heillengi eftir honum. Þegar reikningurinn kom notuðum við einhverja seðla og allt klinkið sem við fundum til, en þá vantaði enn fimm pund eða eitthvað. En sko, þjónustugjaldið var reiknað inní alltsaman, þannig að við ákváðum að við hefðum beðið of lengi og að þjónustan hefði verið undir meðallagi. Og gengum út hröðum skrefum.

Við vorum komnir nokkra metra í burtu þegar Víðir fattaði að hann hafði gleymt hattinum sínum inni á staðnum. Hann fór og sótti hann og var umsvifalaust gripinn og látinn borga það sem uppá vantaði. Hann sagði okkur söguna af því.



Hinumegin við götuna var staður þarsem hægt var að spila pool en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var öll meðferð áfengis bönnuð á staðnum.

Nú held ég að við höfum tekið lest til Camden?

Við lentum allavega inni á rokkabillíbar sem hýsti bæði Lou Diamond Phillips og nýnasista. Ég er með mynd af þeim fyrrnefndu en ég ætla að láta þessa duga:



Þaðan fórum við á einhvern mínídansstað. Hann var bleikur og blár. Þetta var líklega lummulegasti staðurinn sem við heimsóttum í þessari Lundúnaferð: Hann var lítill og þröngur, tónlistin ömurleg og bjórinn kjánalega dýr. Í dyrunum voru tveir gaurar sem vildu leita í töskunni minni og svona, ég leyfði þeim það og mundi ekki eftir viskípelanum fyrren annar þeirra hafði tekið hann af mér. Ég sagðist hafa gleymt að ég væri með hann og hvort ég gæti ekki fengið að bakka aðeins og geyma hann einhverstaðar. Gaurinn sagðist mundi geyma hann fyrir mig, ekkert mál.

Við vorum ekki lengi þarna inni, aðalatriðið var held ég að drepa tíma þartil við gætum farið og hitt vini hans Víðis einhverstaðar nálægt og farið á klúbb. Ég fékk viskípelann minn aftur á leiðinni út og ákvað að fela hann vandlega næst þegar við færum inn einhverstaðar.

Nú verður að segjast einsog er að ég man voða lítið af framhaldinu. Ég tók mynd af strákunum þegar við hittum þá:



en ég man ekki eftir því. Á einhverjum tímapunkti vorum við komnir fremst í röðina og þar voru tveir gaurar sem vildu leita á mér. Nú hafði ég falið pelann einhverstaðar (miðað við ástandið á heilanum þá stundina tel ég líklegasta staðinn hafa verið í innanávasanum á frakkanum mínum) en hann fann hann undireins. Hann rétti félaga sínum pelann og sá kom honum fyrir þarna aftanvið sig og svo leituðu þeir báðir vandlega á mér. Ég stóð, þuklaður, og sá hvar Víðir (sem hafði komist inn rétt á undan og var við búrið að kaupa miða) teygði sig í pelann. Ég var með hann inná buxnastrengnum það sem eftir lifði og drakk og drakk..

Staðurinn var stór. Ég var á stöðugri ferð minnir mig.. Það var eitt stórt dansgólf, annað minna á hæðinni fyrir ofan, setustofa við hliðina á því. Þaðan lá gangur eitthvert áfram og niður stiga og eitthvað vesen og þar komst maður út í port að reykja. Það var bar á neðri hæðinni. Á einhverjum tímapunkti hætti ég að þvælast hingað og þangað og fór með strákunum niður á dansgólf. Þetta gæti hafa verið um það leyti sem ég kláraði úr / týndi pelanum. Ég tók þessa mynd af Víði að dansa.



Mér skilst að ég hafi líka týnt myndavélinni og að vingjarnlegur svartur maður hafi fundið hana og gengið um dansgólfið og spurt fólk hvort það hefði týnt svona grip. Var það Davíð eða Ýmir sem greip hana? Það var allavega ekki ég.

Dansi dans. Þá gerist lítið.

Daginn eftir vakna ég. Ég ímynda mér að upplitið á manni hafi verið heldur lágt þarna undir restina, hér er mynd af Davíð:



Í fyrsta skipti fannst mér sem ég hefði ekki sofið nógu vel. Pullurnar voru farnar að renna til á gólfinu, ég skildi reyndar ekki hversvegna þær hefðu ekki gert það allan tímann en það var greinilegt að þetta tímabundna flet var að flosna í sundur. Við vorum svangir. Við vorum að fara heim seinnipartinn. Ég hafði ekki verið vakandi lengi þegar ég fékk að heyra söguna af heimferðinni, eða lokapunktinum á þeirri ferð a.m.k.

Víðir hafði fundið einhvern gaur til að skutla okkur heim. Þetta var ekki leigubílstjóri þannig séð, en hann tók 50 pund fyrir að keyra okkur til Sidcup. Þegar við erum komnir úr bílnum, einhvernvegin í helvíti, missi ég gleraugun mín á jörðina og gaurinn keyrir yfir þau á leiðinni burt. Þau voru ónýt. Þau voru skraut. Þau eru í bílnum mínum núna held ég, ég er enn ekki búinn að fá önnur.

Jæja.

Ég varð furðulega lítið fúll útí sjálfan mig fyrir að hafa eyðilagt þessi blessuðu gleraugu. Hefði ég t.a.m. týnt myndavélinni hefði ég líklega skammast meira útí sjálfan mig en fyrir þetta með gleraugun. Lógíkin var einhvernvegin svona: Ég var sauðdrukkinn, hefði ekki átt að vera með gleraugun á nefinu hvorteðer. Ókei. En ég missti þau hvergi niðrí bæ, beyglaði þau ekki á einhverjum bar, heldur komst ég með þau heim. Hefði melurinn sem keyrði bílinn ekki kramið þau þá væri enn í fínu lagi með þau. Þannig að ég var svona nokkurnveginn stikkfrí.

Ekkert sérstaklega sannfærandi kannske, en ég var held ég ennþá dálítið fullur. Á fjórða degi var ekki hægt að tala um smellandi þynnku heldur einhverskonar aflíðandi halla ofaní skurðinn. Ég tók þessa mynd af gestgjöfum okkar (stelpunum þ.e.a.s.):



Og nú sé ég að smákökurnar voru bakaðar að morgni fjórða dags, ekki þess þriðja einsog ég hélt fram áður.

Við tókum okkur saman og gengum upp brekkuna á KFC. Gengum svo aftur heim. Á leiðinni kætti ég strákana með leikrænum tilþrifum og dramatískum upplestri úr hugskoti mínu. Þeir hvöttu mig áfram en þegar við lentum aftur í íbúðinni ákvað ég að láta gott heita. Maturinn var grunsamlega líkur því sem maður á að venjast hér heima. Ég lagðist í rúm og við hlustuðum á QI þátt. Þynnkan í herberginu var áþreifanleg.'

Ég tók síðustu myndina á aðra filmuna:



Stuttu síðar pökkuðum við Davíð og Ýmir saman og röltum niður brekkuna í hinsta skipti, keyptum passa og biðum eftir lestinni. Við lentum á Charing Cross held ég, settum töskurnar okkar Davíðs í geymslu og gengum yfir King's Cross (eða eitthvað torg allavega). Ég keypti þriðju myndavélina, einn minjagrip eða svo og svo stoppuðum við á Leicester Arms. Síðasti Guinnessinn í Lundúnum þar, og nokkrar flögur. Ýmir var að fara með fyrri vél þannig að hann kvaddi, ég hef ekki séð hann síðan. Við Davíð dokuðum við og röltum loks uppá Oxford street að leita að bókabúðinni.

Við fundum tvær. Ég man ekki hvort Davíð keypti nokkuð en ég eyddi síðustu 20 pundunum í veskinu mínu í Watching the Watchmen. Hún var á tilboði. Meira drasl til að bera heim.

Á leiðinni aftur á Charing Cross lentum við í smá metró-veseni sem ég fer ekki útí. Það var mér að kenna og tók ekki svo langan tíma. Sóttum töskurnar, fórum í lestina niður á flugvöll, Piccadilly Line.

Á leiðinni las ég spjald á veggnum þarsem maður var vinsamlegast beðinn um að gá frá hvaða flugstöð maður ætlaði að fljúga. Þær væru nefnilega 5 talsins á Heathrow og það skipti máli hvar maður ætlaði að stoppa. Víðir reddaði þessu fyrir okkur, ég hringdi og hann gáði á netið. Tekk Víðir.

Allt flugvalladæmið var ekki í frásögur færandi. Borðaði einhvern mat. Keypti eitthvað drasl. Rölti að hliðinu. Horfði á Master and Commander á leiðinni heim en gat ekki sofnað. Líkaminn í uppreisn. Keypti flösku af sama viskíi og ég hafði haft innanklæða nóttina áður. Nanna og Ingibjörg sóttu okkur á flugvöllinn. Ég fékk að borða og drekka. Svo sofnaði ég.

-b.

Það verður ekki af sögumanni okkar tekið
að hann metur persónur sínar ekki mikils
og áheyrendur enn minna.

Hvar eru ævintýrin sem hinir öldnu segja frá,
ránsferðir, skáldabrennur, bardagar, lystisnekkjur,
allt þetta sem við viljum heyra?

Gallið í hálsinum og bruninn niður mænuna,
þetta vantar, heimurinn er grár
og sögurnar líka.

Fylgist ekki með í næsta þætti.