29 mars 2008

Úr Svíþjóðara

Nú er ég í Svíþjóð, í bæ sem heitir Ölsremma, og sit við tölvu í fyrsta sinn síðan ég kom hingað. En það er óttalega lítið að segja, þetta hefur allt gengið vel. Ferðadagurinn fór í ferðina, sá næsti í versl og gærdagurinn í ósköp lítið. Ég veit ekki hvort það verður nokkur ferð á manni í dag. Það er ágætt að slappa bara af og lesa í bók.

Verst hvað krakkinn öskrar mikið. Það sker í eyrun. En ég kom líka með eyrnatappa. Tækni er æði.

Húsið er hitað upp með trjábolum, sem eru settir í ofn og brenndir, svo þeir hita upp vatn sem er síðan hleypt á ofnana. Það er rosalega stjörnubjart á næturna og mjög mjög rólegt. Kyrrt.

Í bænum er enginn skóli, engin verslun, ekkert pósthús, nó noþink. Það er röraverksmiðja (PipeLife heitir hún, án gríns) og tvær kirkjur. Ein fyrir óháða söfnuðinn svokallaða. Speisað?

Jæja.

-b.

25 mars 2008

Áttundi liturinn, seinni hluti

Hann er hér.

Gott stöff.

-b.

Ég sem Múmínálfur




logo
Hver ert þú í Múmíndal?

Niðurstaðan:
Múmínpabbi
Þú ert Múmínpabbi! Þú ert dreyminn og draumarnir leiða þig oft í ævintýr lengst í burtu. Þú ert líka forfallinn rómantíker.
Taktu þetta próf á Start.no

Þriðjudagspunktar

..fyrir viku sem er einn dagur á lengd og þarsem þriðjudagurinn virkar einsog mánudagur.

Ég flýg semsagt út til Kaupmannahafnar í fyrramálið og keyri þvínæst norður til Ölsremmu í Svíþjóð. Ég ætla að skilja tölvuna eftir en taka með mér eina tvær bækur. Ég tek líka með mér eitthvað til að gefa grey Svíunum. Ný-Svíunum. En allsekki mikinn farangur. Ég er að hugsa mér að kaupa nýja skó.

Eftir tæplega hundrað, eða rúmlega níutíu, daga flýg ég aftur til Kaupmannahafnar og tek þaðan lest til Hróarskeldu. Já vinir, nú eru ekki lengur rúmlega hundrað dagar heldur tæplega (!!) hundrað dagar. Tvær tölur, ekki þrjár. Sjibbí.

Og forsjálni mín fær meira klapp á bakið; miðinn er kominn í tæpar þrjátíuþúsund krónur íslenskar. Verða þetta kannske eintómir nær-skandinavar?

Síðan hefur komið upp sú hugmynd að lengja ferðina í annan endann. Það myndi kosta okkur tvöþúsundkall sýnist mér (fyrir utan aukið uppihald), dagarnir þarna á undan áætluðum brottfarardegi eru í níuþúsundkallinum, aðeins minna en pantaði miðinn. Þetta er eitthvað sem hægt væri að pæla í. Ef eitthvað er betra en vika í sól og bjór (sjö níu þrettán) þá er það tvær vikur í bjór og sól.

Ég drakk landa í fyrsta skipti í dálítinn tíma um helgina. Páskalanda? Það var samt í heimahúsi og í alvarlegum félagsskap. Hann var líka góður. Skömmu áður hafði ég borðað pekingönd** sem var ljúffeng. Og ég át svín og lamb í fermingu og rosa pottrétt á páskadag og meiri pottrétt, sem ég tók að heiman, í gær. Jeminn. Páskar.

Og svo skilaði ég skattskýrslunni minni núna áðan. Þessir dónar vilja taka skatt af Nordplus-styrknum mínum, sem mér þykir frekar óforskammað, en ég trúi varla að það fari í háan mínus. Aukinheldur fékk ég gefins bíl á árinu, en það er víst ekki hægt að skrá bíleign sem ,,núll krónur" að andvirði, þannig að ég skrifaði 10.000 kall. Ég hugsa að hann sé ekki mikið meira virði, fyrst ég er neyddur til að koma honum á pappír.

Þetta er ákveðinn galli við Kerfið: Ef ég fæ gjöf þá verð ég að skrá hana sem eign, en Kerfið skilur ekki eignir sem kostuðu mig ekki krónu. Er þetta virkilega besta hugsanlega fyrirkomulagið, fyrir utan öll þau önnur sem reynd hafa verið?

Höfum við reynt önnur?

Ooooog Bragi Ólafsson kom í upplestur til mín áðan. Ég er að bíða eftir Bjarna Bjarnasyni einsog er. Bragi var fljótur að þessu, þetta gekk hratt og vel. Fínir textar sem hann valdi. Þetta kemur uppá bókmenntavefinn innan skamms. Kannske ég fari í það núna að klippa þetta niður, frekar en að rausa úr mér hausnum á þessa hvítu síðu?

-b.

**Það er Peking-önd, ekki pekin-gönd.

Áttundi liturinn, það er litur galdranna sjáðu til

Sjá, Rincewind:



Sjá, breska sjónvarpsaðlögun á Litbrigðum Galdranna:

The Colour of Magic, fyrri hluti.

Sjá, frekari upplýsingar.

Ég hugsa að þeir sem fíluðu Hogfather gætu haft gaman af þessu. Ég er þar meðtalinn. Þessi fyrri hluti klárar í raun og veru The Colour of Magic bókina og þá tekur sá síðari væntanlega The Light Fantastic.. en ég hugsa að ég skelli honum upp í kvöld, áður en ég flýg út.

En það verður í fyrramálið.

Svíþjóð beibí?

Á þessari Wikipedia-færslu sé ég að Going Postal er næst á dagskránni hjá þeim. En gaman.

-b.

21 mars 2008

Um betra sjónvarp en The Wire

You know what, DavidSimonCreatorOfTheWire? I just read the five-thousandth interview with you and enough. And you know what I'm going to do? I'm going to create a TV series myself and my show is going to last five MILLION seasons and it is going to BLOW YOUR MIND. It's going to be set in even worse parts of Baltimore, maybe in the sewers, and it will show HBO viewers not just the “Other America” but the Other Other OTHER America. The America that's so other that the Other America will watch one episode and say, what the fuck? How amazing is it that he is paid well to show us this despair? Get us our laurel wreath because it's crownin' time. I'm talking about a Baltimore where befanged mutants communicate using chemical pheromones through their antenna-like tails and the police, who are hybridized genetic half-leopards, half-humans, but all po-lice, actually chop up and smoke the criminals like drugs before they go on killing sprees, and everyone travels by blimp. I'm talking about Towson.

No—wait, even better, my series won't go back to Aeschylus and Sophocles for inspiration. That's week-kneed amateur bullshit when it comes to historic dramatic influences. I'll use cave paintings as the model for my series. Omar will chase mammoths through the streets and Carcetti will wear a robe made from a wolf and Beadie will chew bear meat for her children before passing it from her mouth. And everyone will speak proto-Indoeuropean without subtitles and the hidden cultural theme that no one sees will be land-bridge migration and phenotype variation. I'll have a character who is the world's first cave painter except all of his paintings will be lies and any character who says, hey wait, that's just an image of elk, so what? gets demoted back to firetender. And then I won't let anybody watch the show because they don't deserve it, and when journalists interview me I'll cut them with a special journalist-cutting knife that I invented and which they CAN NEVER TRULY EVEN HOPE TO UNDERSTAND.

20 mars 2008

Varðandi Fransmenn

No one has more contempt for Paris or French people than French Parisians. On any topic that irks visitors: strikes, the lack of politeness on the Metro, the taxi shortage as caused by protectionist taxi unions. Then again, French Parisians don’t like much of anything. In London last week on a business trip to shoot a documentary, our crew numbered four: a Parisian director, a Parisian composer, and our Welsh location coordinator. Most of the time we were stuck in traffic, an hour’s drive from the next shot.

“So who would win in a fight,” the Welshman asked me, “New York or Los Angeles?”

It took me a second. “Los Angeles. New Yorkers would be too busy to fight.” Then I asked him, “OK, imagine it’s you and a hundred five-year-olds in a locked room. The children are overcome with a desire to kill you. How many could you put down?”

He thought for a second. “Can I use one of them as a weapon against the others?”

“Sure. But you have to remember they’re a mob.”

“Yeah, I can’t let them get me on the ground.”

A minute later we gave the game over to the French: “Who wins, Coca-Cola or Uma Thurman?”

The French didn’t answer and remained staring out the windows—it might have been Battersea, or Shepherd’s Bush. Then the French director said, “That is not a game.” He started coughing. “It is so Anglo, this game. It is not a game. How do you judge this? It is a soda and a woman. Then how do you decide?”

“One wins, one loses. Just pick,” I said. But he refused: “It is nothing a French person would think is a game. It is so stupid.”

The traffic wasn’t moving. I asked him to suggest a French game instead that we could play. “OK, OK, here is a French game,” he said. “We will talk about something for a little while. It will be about nothing. We will talk and talk and talk about it. Sometimes I will take the other side of the conversation, just to say you are wrong. And then we will stop.”

He resumed his brooding silence. The composer turned to say he agreed, this was a classic French game.

Nú eru mín kynni af frönskum sósjal mjög takmörkuð, en mig minnir að þessi leikur hafi a.m.k. verið mjög vinsæll þegar ég var þar síðast. Og allir voru rosa hneykslaðir á því að ég skyldi ekki vilja spila með.. hei kannske ef þið hefðuð útskýrt reglurnar fyrir mér einsog þessi herramaður?

Hoj.

-b.

19 mars 2008

John Apoplex

Ég horfði á fyrstu tvo hlutana af John Adams í gær og leiddist það óskaplega. Laura Linney verður aldrei nein önnur en Meryl Burbank og sú var fölsk ergó Laura Linney er fölsk. Eða. Hún var líka bófadrottningin í Mystic River.. nokkuð góð þar. En hérna er hún vel menntaða, þrælskarpa, nó-búllsjitt, truth-to-power ,,konan á bakvið manninn" bla bla bla.

Og George Washington á að vera að keyra leigubíl í Nújork, fallinn í skömm og hataður af fjölskyldu og fyrrverandi vinum.

Kannske er það bara þjóðrembingurinn sem fer í taugarnar á mér. Var það Thatcher sem sagði að Evrópa byggðist á sögu, en Ameríka á heimspeki? Eða hugmyndafræði? Það virkar voða sniðugt. En er eitthvað betra eða réttara að byggja þjóð á hugmyndafræði? Frekar en landafræði eða slíku?

Er réttara að stofna þjóð heldur en að gera það ekki?

Maður veit auðvitað aldrei hvað átt hefur fyrren misst hefur, en ef allt það sem gerir Íslendinga að Íslendingum myndi brotna niður og fjúka útí sjóinn á næstu hundrað árum, og ég vissi að það myndi gerast, myndi ég reyna að sporna við því? Myndum við taka eftir því yfirhöfuð, á meðan það væri að gerast? Nú segi ég ,,allt það sem gerir.." en er það nokkuð annað en tungumálið og landlegan?

Ósköp á ég mikið af spurningarmerkjum í dag. En mér finnst ég annars heyra talað um að hitt og þetta komi til með að ganga á menningararfinn eða eyða sérkennum íslensku þjóðarinnar án þess að það sé tekið sérstaklega fram hversvegna Ísland sem sérþjóð sé eitthvað spes eða eitthvað sem vert er að verja. Eða mannkynið allt, ef útí það er farið. Ég vil síður að ég sjálfur eða fólkið sem ég þekki og þykir vænt um myndi deyja, en þess utan þá kemur framþróun mannkyns mér óskaplega lítið við.

Er þetta síðan einhver hugmyndafræði sem ég þekki ekki með nafni eða einfaldlega fálæti?

-b.

18 mars 2008

Fylgjast með strákar

DMX í viðtali við XXL:

Are you following the presidential race?
Not at all.

You’re not? You know there’s a Black guy running, Barack Obama and then there’s Hillary Clinton.
His name is Barack?!

Barack Obama, yeah.
Barack?!

Barack.
What the fuck is a Barack?! Barack Obama. Where he from, Africa?

Yeah, his dad is from Kenya.
Barack Obama?

Yeah.
What the fuck?! That ain’t no fuckin’ name, yo. That ain’t that nigga’s name. You can’t be serious. Barack Obama. Get the fuck outta here.

You’re telling me you haven’t heard about him before.
I ain’t really paying much attention.

I mean, it’s pretty big if a Black…
Wow, Barack! The nigga’s name is Barack. Barack? Nigga named Barack Obama. What the fuck, man?! Is he serious? That ain’t his fuckin’ name. Ima tell this nigga when I see him, “Stop that bullshit. Stop that bullshit” [laughs] “That ain’t your fuckin’ name.” Your momma ain’t name you no damn Barack.

Stuttermar, Gondry og Kelly

Ég hafði þetta nokkrum sinnum á orði um helgina: teeshirt monthly er æðisleg hugmynd. Þú borgar pening og svo færðu einn stuttermabol á mánuði í hálft ár. Alltaf einhver ný hönnun. Fólk má senda inn uppástungur að myndum á bolina, og ef þín hönnun er valin færðu sex mánuði fría. Þetta virkar svo sjálfbært og einfalt. En það kostar 170 evrur, hálfa árið.

Og nú er evran í rúmum 120 krónum. Ríflega tuttuguþúsundkall fyrir sex stuttermaboli?

Kannske er ég óldskúl nirfill en mér finnst það kreisí. Fyrir utan skatta og rugl sem maður getur reiknað með í innflutningi. Ég skal borga þér fimmtánhundruðkall fyrir einn bol. Það er ekki einsog þú sért að borga einhverja geðveiki fyrir orginal hönnun?

En maður rausar ekki lengi um það. Leitt að góð hugmynd skuli ekki virka, en hva.

Hallur horfir á The Wire og fílar vel. Tveir niðri, allir aðrir eftir. Gott sjónvarp í hvern haus!

Helgin var einstaklega róleg, það var ágætt.. Eða, þetta var vinnuhelgi, svo það var ágætt að vera ekki að garfast í einhverju oná það. Við Davíð kíktum á Be Kind, Rewind á föstudagskvöld. Hún var þrusufín. Gondry er frekar spes.. Eternal Sunshine.. er æði en ég nennti einhvernvegin aldrei að tékka á Science of Sleep. Treilerinn sagði mér að hún væri hreinlega ekki málið. Human Nature er skemmtileg en það vantar eitthvað í hana, án þess að ég geti sagt hvað það er nákvæmlega.

(hér skemmi ég myndina fyrir þeim sem ekki hafa séð)

Be Kind, Rewind meikar ekkert sens. Eða, hún meikar ekkert bíó-sens. Strúktúrinn er laus í rásinni, persónurnar eru ósköp flatar og samböndin á milli þeirra eru hingað og þangað.. Þetta virðist alltsaman bara vera til staðar svo þessar æðislegu bíómynda-endurgerðarsenur fái að verða til. Ghostbusters-endurgerðin er tær snilld og langa takan seinna meir, þegar hann rennir í gegnum þónokkrar kvikmyndir í einni sveiflu, er einfaldlega Gondry Sena og segjum það með brosi í hjarta - því hvað á maður að kalla það annað?

En hann gefur þetta snemma til kynna, og gefur manni þannig tækifæri til að koma til móts við myndina, að ganga að hennar forsendum: Skammt inní myndina eru hetjurnar okkar að tala saman í myndbandaleigunni. Jack Black er í einhverri skrýtinni múnderingu og hann hefur litað andlitið svart, fyrir utan skáhallandi krosslínur á andlitinu, þarsem glittir í húðina. Hann réttir Mos Def svipaðan galla og þeir leggja í'ann. Þegar þeir þurfa síðan að fela sig fyrir löggunni, þegar á hólminn er komið, kemur í ljós að gallarnir og andlitsmálningin leyfa þeim að falla inní umhverfið akkúrat á þeim tiltekna stað og úr því sjónarhorni sem við sjáum (og löggan væntanlega líka?) Eftir að löggan er farinn hættir Mos Def við alltsaman og skilur Jack Black eftir við girðinguna.

Þannig að: Það þýðir ekkert fyrir okkur að spyrja afhverju Jack Black sérhannaði búningana til að falla inní umhverfi girðingarinnar, og málaði andlitið þannig að járngrindin skýlir línunum sem hann skilur eftir ómálaðar. Hann gat ekki reiknað með því að þeir yrðu næstum gripnir í þessari stellingu á þessum stað í girðingunni, en augnablikið, þetta tiltekna skot í myndinni, krefst þess.

Að sama skapi er engin þörf á því að Mos Def komi með honum, því hann fer aftur tilbaka áður en nokkuð kemur fyrir, en það var svo miklu flottara fyrir augnablikið að hafa hann þarna líka, svo þeir hverfi báðir sjónum, hvor sínum megin við girðinguna. Eftir það má hann fara aftur heim, senan sem við áttum að sjá er komin til skila.

Þannig að ef maður hlær að þessari senu án þess að velta sér uppúr því hvaðan hún kemur og hvert hún leiðir þá ætti maður að geta skemmt sér yfir restinni af myndinni, sem gerir aldrei ráð fyrir öðru. Rétt einsog allir viðskiptavinirnir halda áfram að horfa á endurgerðirnar, eða skemmta sér yfir myndinni um Fats, leggja jafnvel til efni og vinnu við gerð myndarinnar, jafnvel þótt þeir viti að hún sé ekki ,,sönn".

Plottið í myndinni er ekki uppá marga fiska en hápunkturinn kemur ekki útfrá togstreitu á milli tveggja persóna, eða milli húseiganda og bæjaryfirvalda heldur úr einlægri hrifningu íbúanna í hverfinu á bíómyndinni sem félagarnir gera. Það standa allir upp og klappa vegna þess að augnablikið hrífur þá, og ef við áhorfendur gátum skemmt okkur yfir myndinni fram að því þá klöppum við með (þó ekki sé nema í huganum). Myndin sýnir okkur ekki hvað gerist í framhaldi af því, og þarf þessvegna ekki að láta okkur kaupa einhverskonar viðsnúning á byggingarframkvæmdum eða neitt slíkt.

Ég hugsa að þetta sé aðeins meira en það að 'forðast klisjurnar', þósvo það komi inní þetta. Kossinn sem verður að ásökunum um hommaskap og það að gamli skuli selja húsið án þess að nokkur kippi sér beint upp við það, þetta er - einsog endirinn - leið til að forðast eiginlegt klímax. Við fáum kossinn án þess að kaupa ástarsöguna, sigurinn og uppklappið án þess að krefjast þess að yfirvöldin bakki, hvortveggja vegna þess að það hefur ekki verið byggt undir þesskonar hápunkta og Gondry veit það fullvel. Hann spilar bara einstaklega vel úr því sem hann hefur.

Ég verð sífellt ánægðari með myndina eftir því sem ég hugsa meira um hana.

Það sama á reyndar við um Southland Tales, en fyrst var ég ekki viss um að það væri nokkuð varið í þá mynd. Síðan horfðum við á Donnie Darko í gær og svo beint áfram í Southland Tales og hún virkaði svei mér þá mun betur í annað skiptið - jafnvel þótt ég hafi ekki enst í að horfa á hana alla aftur.

Mig minnir að ég hafi sagt að hún væri 'gallað meistaraverk' án þess að vera meistaraverk. Hoj hoj. Hún er Misjöfn. En það er eitthvað við hana.. Sarah Michelle Gellar, klámstjarna og internet-raunveruleika-spjallþáttastjórnandi, á þessa línu hér:

You know what? I like to get fucked. I like to get fucked hard. But hey, you have to draw the line somewhere. I mean, violence is a big problem in our society today and I will not support it. That is the primary reason why I won't do anal.

Ég er almennt séð hlynntur stórkostlegum augnablikum.

-b.

Sparka!



(innanbúðarhúmor?)

-b.

17 mars 2008

Gengið mitt gráa

Miðinn á Kelduna hefur hækkað um tæpan fimmþúsundkall síðan ég keypti hann. Og sjöþúsundkall síðan laust eftir áramót.

Slurp.

-b.

14 mars 2008

Væntanlegt frá Grant Morrison

Úr nýlegu viðtali sem ég var að lesa núna áðan:

.......

NRAMA: Do you see yourself doing a long-form creator-owned series like The Invisibles again?

GM: Well, maybe not so much a long-form series, but I’ve certainly got a bunch of new books coming out from Vertigo later this year – they’ve taken a while to write, because I’ve been busy with the movies and the DCU books, but you’ll be seeing some mad creator stuff pretty soon.

The first of the books, I’m happy to say, is the long-awaited ultra-violet, necrodelic…Seaguy 2: Slaves of Mickey Eye – Cameron Stewart has the first script, and maybe now that we’re getting to finish our story, people will finally understand what it was all about!

There’s a couple of other things…so yeah, maybe a series, but nothing as long as The Invisibles. That was a big part of my life, and I got so tangled up in it I couldn’t tell where I began and it ended. I don’t know that I’d ever do something on that scale again, but then again, never say never.

NRAMA: Any updates on the quest to get Flex Mentallo reprinted?

GM: Not at all! They’re just very resistant to it. And it drives me nuts, because it’s one of my favorite pieces, and no one gets to see it unless they steal from BitTorrent. So I’d love it to be reprinted, but there are no plans at all right now. Everyone’s too afraid of Charles Atlas and his mighty fists. (laughs)

.....

Seaguy er best í heimi. Nú eru tveir hlutir sem ég hlakka til í heiminum. Hinsvegar er lélegt hjá þeim að gefa ekki út Flex Mentallo.. nú hefur karakterinn þegar komið fram í Doom Patrol-bókunum Down Paradise Way og Musclebound. Hvaða roluháttur er það halda þessum fjórum blöðum óendurútgefnum?

(Óendurútgefnum er kjánalegt orð því það inniheldur þrjú forskeyti. Kannske er það ekki einusinni orð.)

Matt Fraction bendir á þetta hér og ég geri það líka:



-b.

12 mars 2008

Eldrefsskipun dagsins:

,,Close Other Tabs".

Hún er þarfaþing.

Einnig þarfaþing: viðbót sem gerir mér kleift að loka flipum með því að tvísmella á þá. Ég hef örugglega fjölyrt um það hér áður, en ég kemst ekki yfir það hversu þægjó þetta er. Ég hef ekki nennt að koma þessu við í vinnutölvunum og ég sé eftir letinni í mér við hvert klikk á litla rauða x-ið.

Jebb. Ég drep tíma.

Tíma sem safnast upp með því að spara tíma. Þetta er guðdómlegur gleðihringur.

-b.

Krónan er hálfviti gengishömluð

Danska krónan hefur ekki verið dýrari í milljón ár. Þetta hefur nokkur áhrif á sumarplönin mín, þarsem allur matur og drykkur og þessháttar verður dýrari í íslenskum krónum talið. Ég vona bara að þetta gangi að einhverju leyti aftur, þó ekki sé nema í 13 krónu reikið.

Og ég gef mér hæ-fæf fyrir að hafa keypt Hróarskeldumiðann minn núþegar. Hann hækkaði um einhvern 1300kall núna nýverið.

Hérna má sjá graf sem ég fékk hjá glitni punkti is.



Þetta nær reyndar bara aftur til byrjun árs '97. Þannig að ég get víst bara sagt að hún hafi ekki verið dýrari í ellefu ár. En samt. Ég er viss um að milljón hljómar betur, og er þar af leiðandi að vissu leyti Satt.

-b.

Meintur ritstuldur hjá Vertigo

Ég leyfi mér að segja wtf.



Unsurprisingly, the writer of Yorick, The Last Man On Earth was a woman: Sally Polenti, a trailblazer in the comics field and almost totally unknown today. Her work on Yorick is more soap-opera-ish, perhaps, than Brian K. Vaughan’s - but then again, she also doesn’t have any of those Trivial Pursuit factoids Vaughan seems compelled to insert into any and all narratives he writes. And if you thought Vaughan’s depiction of the longing between 355 and Yorick was hot - well, Polenti’s positively smolders. Plus, mad scientists in just about every issue. Girls Romance Comics went out of business in 1958, and most of its writers went into television writing, explaining why it’s now a footnote in comics history. Highly recommended.


Meira hér.

-b.

11 mars 2008

McCain sem ADogD skrímsli

Sá það hérna og fannst fyndið. Stundum þykja mér svona skrif fyndin og ég vil benda öðru fólki á þau, ef vera kynni að því þyki þau líka fyndin. Eða í það minnsta skondin:

...

John McCain (Demon Prince of Republicans.) (Lesser God.)

FREQUENCY: Very rare
NO APPEARING: 1
ARMOUR CLASS: -7
MOVE: 3" (72" per flight sector on the campaign jet)
HIT DICE: 200 hit points (But first you have to defeat 4d8 Secret Service Agents)
% IN LAIR: 0%
TREASURE TYPE: All your NATO base are belong to us!
NO. OF ATTACKS: 1
DAMAGE/ATTACK: Invades Iran. Takes 100d20 casualties in first strike while inflicting 20 x 100d20 civilian casualties. Followed by war of attrition, economic collapse, recrimination.
SPECIAL ATTACKS: 5% chance of 30,000 Megaton nuclear first strike on Upper Volta.
SPECIAL DEFENSES: +3 or better weapon to hit. In event of combat, 20% chance of heart attack per round, followed by the swearing in of President Santorum. You wouldn't want that, would you?)
MAGIC RESISTANCE: 80% (10% vs. mind control spells by Cheney.)
INTELLIGENCE: Normal.
CHARISMA: 12 (16 to neocons)
ALIGNMENT: Chaotic evil if under control of Cheney; otherwise Chaotic neutral.
SIZE: M
LEVEL/X.P. VALUE: X/29,950* (* for impeachment)

A huge, ancient, carnivorous dinosaur from the swamps at the heart of Republican country, not unlike Godzilla in appearance and wrinkled integument, McCain has seen better years. Nevertheless he can breathe fire and threaten to stomp flat the capital city of any country that Fox News disapproves of with the best of them.

The biggest danger in facing off against a McCain is that he might be under the mind control of the Svengali-like Cheney, Prince of Darkness. In this case, he is likely to be lethally aggressive and even more unpredictable than usual.

....

Glöggir spilarar sjá strax að þarna er um að ræða 1st Ed. skrímsli, og höfundur segir það vera vegna þess að hann hafi aldrei komist uppá síðari regluútgáfur, en það hæfir jú ágætlega þessari ellihrumu ófreskju. Þarna má líka lesa um Hillary og Obama. Víú.

Hvernig líst manni svo á komandi kosningar þarna vestra? Hallur vill meina að eina vandamálið sé að þar hafi löggildir íbúar rétt til að kjósa leiðtoga Bandaríkjanna en við ekki. Sem er góður punktur. Auðvitað má benda á að ,,löggildir íbúar" sé frekar teygjanlegt í huga þeirra sem sjá um kosningarnar, og það er ekki sama hvort þú heitir Jón eða Síra Jón ef þú ætlar á annað borð að öðlast þessa nafnbót.

Annars grunar mig nú að monsterið hérna ofar grípi taumana, hvað sem hver segir.

En stopp nú. Ekkert raus um þetta helvítis helvítis helvíti.

-b.

ps. Ný bönd á Hróarskeldulistann: Neil Young og Judas Priest. Sjibbí?

10 mars 2008

Fleiri kápur

..en bíðið við! Þetta eru ekki kirkjumyndir á reyfurum. Þetta er persónulegt. Það snertir mig sjálfan, líf mitt og úmf.

Hallur og Ingi Björn fóru til Parísar um daginn og skemmtu sér víst mjög vel. Þeir fóru að sjá opnunina á listasýningunni sem Frikki og kó voru að sýsla með Gelatín. Það var eitthvað í fréttunum um hana um daginn. Svo kíkti ég á Selfoss um helgina og hitti Hall, en hann rétti mér bók sem var gjöf frá þeim Inga:



Sem mér fannst algert æði. Ég var smá stund að fatta að þetta væri skáldsaga eftir einhvern Kerúak (hu?) en ekki ný saga frá Jason. Og ég hafði aldrei heyrt af því að Jason gerði bókarkápur. En þetta er þá hluti af nýrri línu frá Penguin. Penguin Classics Deluxe. Þarna má líka sjá kápur eftir Seth, Spiegelman og Chris Ware. Og Frank Miller:



Ég fann myndirnar hérna. Slatti af kápum.

En mér skilst að Pynchon hafi beðið sérstaklega um Miller. Þessi kápa sprengir nú ekki huga minn, en sú eftir Jason er gull. Og þegar maður opnar hana er brotið uppá kápuna og á brotinu eru myndasögurammar. Ætli það sé ekki til nafn á þetta kápubrot, þarsem stundum má sjá myndir af höfundunum o.s.frv.?

Allavega. Takk fyrir bókina gaurar. Ég skal reyna að lesa hana.. þúveist.. hérna. Bráðum. Eða næst?

-b.

07 mars 2008

Bíddu bara

Mér þykir Skjálfti góður.

Ég vann í sextán tíma í dag með hléum.

Í rólegri vinnu náttúrulega. Kláraði Reader's Block á meðan ég beið eftir fólki til að þjóóónusta.

Ég er þreytti gaurinn.

Mér þykijar sKjálfti góðarinn.

Bluetoothið er týnt á tölvarunrnum mínum.

Það er enginnnn heima hema ég.

Skjálftast.

Ahemm.

Nei en svona án gríns.

Ég er farinn að sofa held ég barasta. Góðanótt heimur. Á mánudaginn fæ ég að horfa á seinasta þáttinn af The Wire nokkurntíman og ég verð að fara að ýta þessu uppá vini mína því það er það rétta í stöðunni. Og Battlestar byrjar eftir mánuð. Og brósi á afmæli eftir nokkra daga og Egill líka og ég fer til útlanda og páskar koma upp fyrsta sunnudaginn eftir fyrsta fulla tunglið eftir vorjafndægur. Góðanótt geimur.

-b.

ps. Hérna má sjá önnur og ó-nýtt endalok á myndinni I Am Legend. Og mun betri.

06 mars 2008

Úr Mælingu heimsins

Hann var eitt ár um kyrrt og æfði sig. Hann mældi sérhvern hól í Salzburg, hann kannaði loftþrýstinginn á degi hverjum, hann gerði kort af segulsviðinu, mældi loft, vatn, jörð og lit himinsins. Hann æfði sig í að taka hvert einasta tæki í sundur og setja það saman aftur þar til hann gat gert það blindandi, standandi á öðrum fæti, í rigningu eða í miðri kúahjörð og flugnageri. Heimamenn álitu hann geggjaðan. En hann varð líka að venjast því, það vissi hann. Einu sinni batt hann annan handlegginn aftur fyrir bak í heila viku til þess að venjast erfiðleikum og sársauka. Vegna þess að honum fannst einkennisbúningurinn óþægilegur lét hann gera á sig annan eins sem hann klæddist líka í rúminu á nóttunni. Allur galdurinn fælist í því, sagði hann við frú Schobel sem leigði honum herbergið, að leyfa sjálfum sér ekki að komast upp með neinn moðreyk, og bað um enn eitt glas af grænleitu mysunni sem honum fannst svo ógeðsleg.

Ég er loksins farinn að kíkja í þessa bók, en Ingi Björn mælti með henni síðasta sumar. Eða síðasta haust?

Öðrum stundum hlusta ég á Hringadróttinn. Aragorn, Legolas og Gimli voru að rekast á Gandálf. Sá er sniðugur.

-b.

04 mars 2008

It's good to be the Thing

Það er gott að lifa þessa dagana. Reykjavík er blaut og köld en hún á eftir að skána. Bráðum flýg ég til Kaupmannahafnar og keyri útí Sænska víðihlíð. (Eða einhverskonar aðra hlíð.) Ég á miða á Hróarskeldu, og ég þreytist ekki á að tala um það. Vinnuvikan er fljót að líða og ég eyði henni með góðu fólki. Helgarnar eru fyndnar.

Síðasta helgi var bjórhelgi. En hún var líka verslunarhelgi. Helvíti sem maður getur eytt. Ég lét loksins vera af því að keyra útí Ikea, mamma var í heimsókn á jeppanum og ég plataði hana til að renna með mér. Þar verslaði ég nýjan Billy bókaskáp, skemil til að setja lappirnar á þegar ég sit í stólnum mínum, og lítinn púða sem lítur út einsog fótbolti og heitir SPARKA.

Nöfnin þeirra eru æðisleg. Ég sá ferkantaðan uppháan blómavasa sem hét REKTANGEL.

En já, ég var alltaf að tala um að kaupa eitthvað til að fleygja í Víði þegar hann er með læti. Og núna er ég búinn að því. Maður kallar SPARKA! og fleygir SPARKA í gaur. En maður sparkar ekki. Nei nei nei.

(Og ef menn eru að drekka bjór þá endar það náttúrulega á því að SPARKA fer í opinn bjór og kastarinn þarf að þrífa hann upp. Gúd tæms.)

Við Sævar settum Billy hilluna saman og skelltum upp í herbergi við hliðina á hinni hillunni minni. Nú eru þær tvær. Ég sótti allar bækurnar sem ég hef geymt inní skáp og setti þær í hilluna. Þær eru næstum því fullar núna.. Og ég veit ekki hvað það er en þegar ég horfi á bókahillur fullar af bókum, röðuðum eftir kerfi með kápunum sínum og titlunum og ein og ein liggur oná hinum langsum, þá líður mér vel. Heilinn gefur frá sér einhverskonar vellíðunarensím. Getur verið að það sé eitthvað svipað í gangi hjá fólki sem horfir á endalausan hring eftir hring af formúlu 1?

Maður hefði haldið að vinnan á bókasafninu hefði drepið eitthvað í þessu, en það er alls ekki. Bókasafnið er góður staður, en þetta er einhvernvegin óskylt. Veggirnir á mínu heimili gegna einhverjum tilgangi þegar það eru komnar bækur á þá.

Mér finnst Reader's Block æði. Ég var að lesa hana í matstofunni og gaur í innkaupum ætlar að sjá hvort Markson verði ekki keyptur hingað. Það er ekkert til með honum einsog er. Það væri gaman.. ég þarf pottþétt að lesa meira eftir þetta.

Metasnakk.

Ég fór líka á bókamarkað og keypti bækur fyrir slikk. Ljóðabækur og myndasögur og einhverja helvítis bókmenntafræði. Það er það sem ég kalla hana í samtölum við annað fólk. Helvítis bókmenntafræði. Prófið það bara, það er mjög þægilegt.

Ég fíla það að eiga helling af tímum inni í vinnunni og geta mætt seint þegar ég er þreyttur í rúminu á morgnana. Yfirleitt er það á þriðjudögum. Afhverju ætli það sé.

Ég ætla samt ekki að kaupa xbox tölvu. Jafnvel þótt maður geti spilað n á henni. Nei nei nei.

Einhverjir meðleigjanda okkar eru samt hálfvitar. Þeir stálu tveimur töxum af okkur á aðfararnótt sunnudags. En það var líklega fyrir bestu.. bæjarrölt er oft foj.

-b.