26 júní 2009

Hann stendur ekkjá mér

Muniði eftir senunni í Invisibles þegar þau eru á dænernum þarna útí sveit, á leiðinni að sækja eyðnis-bólusetningalyfið, og einhver (Mason?) er að tala um að tíminn hafi verið að hraða á sér undanfarin ár? Þetta tengdist því að heimsendir var ákveðinn árið 2012 og maður sá fyrir sér línu sem sveigðist ögn niðurávið (eða uppávið?) þegar kom að endalokunum, einsog lopi sem liggur útfrá hnykli og byrjar að hringa sig utanum hnykilinn áður en hann snertir massann sjálfan. Þannig hraði tíminn á sér áður en hann hverfur í gegnum eyðu í 3. víddinni.. eða eitthvað.

Já þannig eru semsagt vinnuvikurnar. Stundum. Eða alltaf, þegar þær eru búnar.

Viðkvæðið í Skaftahlíðinni var það að nú væri strax kominn þriðjudagur. Þarmeð var vikan svo gott sem búin, bara formsatriði að ljúka henni af.

Var vísindaskáldskapur æsku minnar endurvarp hversdagsvinnuviku höfundarins? Þess sem gleypti dóp og talaði um geimverur og skrifaði sig inní skáldskapinn til að lækna fallið lunga og giftast draumadísinni?

Og svarið kemur: En ekki hvað?

Einsog anarikismi sem gengur of langt í þá áttina og kemur síðan tilbaka úr hinni, og þá í jakkafötum eða samfestingi Hitlersöldrunar (einsog King Mob aftur) þá er ekkert fantasískara, ekkert brjálaðra og gersamlega útí hött einsog hversdagurinn sé hann grannt skoðaður. Patrick Swayze vaknar í svitakófi í lok Donnie Darko: dreymdi hann það sem við héldum fyrst - að einhver hefði flett ofan af honum á meðan hann svaf í framtíðinni - eða var það tilhugsunin sem lagðist yfir hann þegar heimurinn datt aftur í liðinn, að veröldin væri ekki lína, að hún væri ekki einusinni lína sem bítur í skottið á sér (eða baugur, til að giftast útúr vökunóttum), og ekki heldur kúla (einsog Invisibles aftur) heldur ský í fjórðu víddinni. Ekki einsog við sjáum það heldur einsog það hugsar um sjálft sig.

Þá er hringurinn misskilningur. Línan endar ekki einsog á borðbrún og hún bítur ekki í skottið á sér, hún er ljóseind á lengd og hún brennir í gegnum sjálfa sig í takt við skýið sem dregur andann. Gufan dregst saman þegar kólnar, haustið í líkamanum, mér verður stundum kalt á höndunum orðið.

Setjum sviga utanum þetta í bili.

Ég er að flytja í enn eina íbúðina í haust, bráðum get ég farið að setja bækur í kassa. Ég fer í sumarfrí fyrsta ágúst og get farið að færa á milli í rólegheitunum. Nú held ég að sumir kassarnir haldist lokaðir, ég komi þeim fyrir þarsem lítið ber á, velji frekar í hillurnar það sem ég vil hafa uppi við vegg. Er þetta annað sem gerist? Einsog maður taki ákvörðunina ekki sjálfur heldur að hún birtist manni alltíeinu þegar maður kemur fyrir hornið.

Ekki eitthvað ákveðið horn, sem búið er að vara mann við og setja upp skilti og þessháttar. Bara eitt af þessum götuhornum sem maður tekur ekki eftir fyrren maður gengur á einhvern og man það uppfrá því.

Engin línulegheit, ekkert drama. Eða er það mín skynjun, rosa móðins? Er það annað sem gerist?

Við erum að fara að grilla hjá Hlyni á eftir, það er búið að vera sól með köflum í dag sýnist mér, veðurspáin fyrir kvöldið segir heiðskírt og 15 stig.

Ég er enn að lesa The Confusion, fæ hugmyndir fyrir ritgerðina af og til en er ekki byrjaður að lesa neitt af viti, við Nanna vorum að byrja á 2. þáttaröð af The Wire. Ég kem til með að skrópa í ræktinni í dag og þyrfti þessvegna að gera eitthvað um helgina í staðinn. En ég er að vinna?

Vinnuvikan er semsagt ekki alveg búin, hún verður eina viku í viðbót.

-b.

18 júní 2009

Daniel Waterhouse er sjanghæaður í nýrnasteinsuppskurð

"In truth you are still alive and will be for many years - more years than I have remaining. There are some who die of shock, it is true, and perhaps that is why all of your friends wished to come and pass time with you before I started. But, as I recollect, you were shot with a blunderbuss once, and got up and walked away from it. So I am not afraid on that 'count. The bright lights you see are sticks of burning phosphorus. And I am Robert Hooke, than whom no man was ever better suited to perform this work."

"No, Robert."

Hooke took advantage of Daniel's plea to jam a leather strap into his mouth. "You may bite down on that if you wish, or you may spit it out and scream all you like - this is Bedlam, and no one will object. Neither will anyone take heed, or show mercy. Least of all Robert Hooke. For as you know, Daniel, I am utterly lacking in the quality of mercy. Which is well, as it would render me perfectly incompetent to carry out this operation. I told you a year ago, in the Tower, that I would one day repay your friendship by giving you something - a pearl of great price. Now the time has come for me to make good on that promise. The only question left to answer is how much will that pearl weigh, when I have washed your blood off it and let it clatter onto the pan of yonder scale. I am sorry you woke up. I shall not insult you by suggesting that you relax. Please do not go insane. I will see you on the other side of the Styx."

Whe he and Hooke and Wilkins had cut open live dogs during the Plague Year, Daniel had looked into their straining brown eyes and tried to fathom what was going on in their minds. He'd decided, in the end, that nothing was, that dogs had no conscious minds, no thought of past or future, living purely in the moment, and that this made it worse for them. Because they could neither look forward to the end of the pain, nor remember times when they had chased rabbits across the meadows.

Hooke took up his blade and reached for Daniel.

-- Neal Stephenson, Quicksilver bls. 916.

Takk fyrir Halldór,

það sem ég vildi sagt hafa:



-b.

12 júní 2009

Föshtudahgskvehldt!

Bless Mávahlíð

Hei muniði eftir íbúðinni sem ég bý í. Með stelpunum tveimur, Ingibjörgu og Þórunni? Já einmitt. Þeirri íbúð. Ég var að segja henni upp.

Og þá er eins gott að allt blessist með næstu íbúð. Því annars verður ekkert ,,næst".

-b.

11 júní 2009

Hooke langt leiddur í Quicksilver

Roger Comstock was peering down the stem of his clay pipe like a drunken astronomer drawing a bead on something. In this case the target was Robert Hooke, Fellow of the Royal Society, visible only barely (because of gloom and smoke) and sporadically (because of table-flitting patrons). Hooke had barricaded himself behind a miniature apothecary shop of bottles, purses, and flasks, and was mixing up his dinner: a compound of mercury, iron fillings, flowers of sulfur, purgative waters from diverse springs, many of which were Lethal to Waterfowl; and extracts of several plants, including the rhubarb and the opium poppy. "He is still alive, I see," Roger mused. "If Hooke spent any more time lingering at Death's door, Satan himself would have the man ejected for vagrancy. Yet just as I am wondering whether I can make time for his funeral, I learn from Sources that he is campaigning like a French regiment through every whorehouse in Whitechapel."

Daniel could think of nothing to add.

-- Neal Stephenson, _Quicksilver_, bls. 659-60.

Sjáið kort

Springer Cartographics heitir fyrirtæki sem bjó til kortin í Barrokk-þríleiknum hans Stephensons. Einhver þeirra eru til sýnis þarna á síðunni þeirra. Þar á meðal þetta hér, úr The Confusion:



-b.

Sumarkvöld á vakt

Ég hringdi í Ársafn og pantaði The Confusion, ég gerði það. Á að vísu tæpar 250 síður eftir í Odalisque en hva. Þá fæ ég hinn hnullunginn í hendurnar og það rekur mig í að klára þennan.

Er fólk búið að lesa Garðarshólma, annan hluta? Fínt stöff.

Horfði líka á slatta af Seinfeld í bakveikilegunni. Skoðun mín breytist lítið: þetta eru fínir þættir en engin snilld. Eða hvað, fara þeir í gírinn í 3. eða 4. þáttaröð? Ron Moore segist horfa á einn tvo þætti á dag.. Segir það okkur eitthvað?

Ef lífið er eldhús og verkefnin matreiðsla þá er MA ritgerðin á þessu stigi: Ég stilli öftustu helluna á vægan hita, læt vatn renna í temmilegan pott og fleygi hinu og þessu oní til að malla, fer svo að gera annað. Í kvöld, þegar törnin er búin, verður kominn vísir að soði. Vonandi.

Hættum að tala um hugsanlegt verkefni. Eða gerum það endilega. Valkvíði lífs míns. Lífs míns kvöl.

En ég segi eitt: Ég er hálffeginn því að þetta var tognun en ekki mjóbaksstingurinn gamli. Hann hefði allteins getað hangið í lengri tíma.. og nú fór ég á spítala og talaði við doktor, sem sagði að á meðan þetta leiddi ekki niður í lappir þá væri ég ekki með brjósklos. Það sama á við um stinginn. Hjúkk?

scribble, scribble, scribble, eh mr. Gibbon?

-b.

Reis stirður upp á fjórða degi

Jæja ég er kominn afur í vinnuna. Mætti reyndar ekki fyrren á hádegi, en ég er jú á kvöldvakt. Ég var rúmfastur á mánudeginum, snarskánaði á þriðjudagskvöldi og var farinn að teygja á bakinu og ganga um nokkuð eðlilega seinnipartinn í gær. Bless íbúfen.

Ég leitaði að færslunum hér á liðhlaupinu frá því þegar svipað dæmi kom fyrir útí Köben, þá var ég einmitt orðinn temmilegur á fjórða degi. Þar þurfti ég reyndar ekki að fara neitt eða mæta neinstaðar nema mig langaði til þess, svoleiðis að það skipti ekki eins miklu máli.

Ég er búinn að lesa slatta, horfa á smá star trek og leysa krossgátur. Ef þetta voru maí-júní veikindin árlegu þá hef ég sloppið nokkuð vel, sjö níu þrettán. Nanna er að vísu komin með einhverja pest, hita og læti.. ég finn ekki fyrir neinu. Ennþá.

Fríhelgi sem ég veit ekki hvað ég á að gera við.

Fara kannske niður á bókhlöðu og tékka á ritgerðum?

Og mig vantar Seaguy!

-b.

08 júní 2009

Tognaði

í bakinu í gær. Þetta er kunnuglegt. Ligg á Víðimelnum núna og les í bók.

En gleðilegan mánudag öll sömul.

-b.

05 júní 2009

Ahh, lu franz

Óvíst er með framhald raunveruleikaþátta í Frakklandi eftir að Hæstiréttur þar í landi dæmdi þremur keppendum í Eyju freistinganna (e. Temptation Island) í hag. Keppendurnir kröfðust bóta þar sem ekki voru gerðir við þá launþegasamningar og á kröfuna féllst rétturinn.

Hverjum keppanda voru dæmdar ellefu þúsund evrur í bætur, eða um tvær milljónir króna, fyrir vinnuframlag sitt í þágu þáttarins. Var þar um að ræða laun samkvæmt kjarasamningum, yfirvinnu, orlof og bætur fyrir að vera sagt ólöglega upp, þ.e. brottrekstur úr þættinum.


Það að vera sparkað úr raunveruleikaþætti fyrir lélega frammistöðu eða hvað sem stjórnendunum dettur í hug yfirleitt, er ólögleg uppsögn. Það er hreint út sagt æðisleg túlkun. Bravó Frakkland.

-b.

03 júní 2009

Í næsta kafla

"I'm worried something'll happen to 'em before we can turn 'em into real money."
"What is 'real' money, Jack? Answer me that."
"You know, pieces of eight, or, how d'you say it, dollars--"
"Th -- it starts with a T but it's got a breathy sould behind it -- 'thalers.'"
"D-d-d-dollars."
"That's a silly name for money, Jack -- no one'll ever take you seriously, talking that way."
"Well, they shortened 'Joachimsthaler' to 'thaler,' so why not reform the word even further?"

Neal Stephenson, Quicksilver bls. 414.

Þetta er svo þungt! Afhverju ertu að lemja mig með þessari þungu kylfu þinni, Stephenson? Ertu hræddur um að ég nái þessu ekki?

Það sama var uppi á teningnum með nafnbreytinguna New Amsterdam - New York. Ha ha, það kemur aldrei neinn til með að kalla hana New York, það er fáránlegt. Áts. Hættu þessum barningum Stephenson! Þeir eru þungir veistuekkihvað.

Mér finnst upplýsingarnar sjálfar athyglisverðar. Ég vissi ekki að orðið ,,dollar" væri komið af ,,Joachimsthaler". En það eru til settlegri leiðar en þessi margþvælda fortíðar-írónía, þarsem það fáránlega í augum sautjándu aldar fólks er það sem við teljum sjálfsagt. Að gefa í skyn að aðalpersónan sé á undan sinni samtíð eða þvíumlíkt vegna þess að hún dettur niður á orðin sem við notum í dag. Blarg.

Þetta eru smávægilegir annmarkar á annars þrælfínni bók. En það var ekkert þessu líkt í Cryptonomicon og ég tók einmitt eftir því þegar ég var að lesa þá bók, þar voru næg tækifæri til þess. Mér fannst það klassi. En hérna dettur Stephenson í gryfjuna oftar en einusinni.

Æja.

-b.

Fyrsta kynlífssenan í Quicksilver

“All right, let’s rehearse it again. ‘Jack, show the gentleman that bolt of the yellow watered silk.’ Go on—that’s your cue”
“Yes, milady”
“Jack, carry me across yonder mud-puddle.”
“With pleasure, milady.”
“Don’t say ‘with pleasure’—sounds naughty.”
“As you wish, milady.”
“Jack, that is very good-there’s been a marked improvement.”
“Don’t suppose it has anything to do with that you’ve your fist lodged in my arse-hole.”
Eliza laughed gaily. “Fist? Jack, this is but two fingers. A fist would be more like—this!”
Jack felt his body being turned outside in—there was some thrashing and screaming that was cut short when his head accidentally submerged in the sulphurous water. Eliza got a grip on his hair and hauled his head back up into the cold air with her other hand.
“You’re sure this is how they do it in India?”
“Would you like to register… a complaint?”
“Aaugh! Never.”
“Remember, Jack: whenever serious and competent people need to get things done in the real world, all considerations of tradition and protocol fly out the window.”
There followed a long, long, mysterious procedure—tedious and yet somehow not.
“What’re you groping about for?” Jack muttered faintly. “My gall-bladder is just to the left.”
“I’m trying to locate a certain chakra—should be somewhere around here—“
What’s a chakra?”
“You’ll know when I find it.”
Some time later, she did, and then the procedure took on greater intensity, to say the least. Suspended between Eliza’s two hands, like a scale in a market-place, Jack could feel his balance-point shifting as quantities of fluids were pumped between internal reservoirs, all in preparation for some Event. Finally, the crisis— Jack’s legs thrashed in the hot water as if his body were trying to flee, but he was staked, impaled. A bubble of numinous light, as if the sun were mistakenly attempting to rise inside his head. Some kind of Hindoo apocalypse played out. He died, went to Hell, ascended into Heaven, was reincarnated as various braying, screeching, and howling beasts, and repeated this cycle many times over. In the end he was reincarnated, just barely, as a Man. Not a very alert one.
“Did you get what you wanted?” she inquired. Very close to him.
Jack laughed or wept soundlessly for a while.
“In some of these strange Gothickal German towns,” he at last said, “they have ancient clocks that are as big as houses, all sealed up most of the time, with a little door where a cuckoo pops out upon the hour to sing. But once a day, it does something special, involving more doors, and once a week, something even specialer, and for all I know, at the year, decade and century marks, rows of great doors, all sealed shut by dust and age, creak open, driven by sudden descent of ancient weights on rusted chains, and the whole inner working of the thing unfold through those openings. Hitherto unseen machines grind into action, strange and surprising things fly out—flags wave, mechanical birds sing—old pigeon-shit and cobwebs raining down on spectators’ heads—Death comes out and does a fandago—Angels blow trumpets—Jesus writhes on the cross and expires—a mock naval battle plays out with repeated discharge of cannons—and would please take your arm out of my asshole now?”
“I did a long time ago—you nearly broke it!” Peeling off the knitted length of sheep-gut like an elegant lady removing a silken glove.
“So this is a permanent condition?”
“Stop whining. A few moments ago, Jack, unless my eyes deceived me, I observed a startlingly large amount of yellow bile departing your body, and floating away downstream.”
“What are you talking about? I didn’t barf.”
“Think harder, Jack.”
“Oh—that kind. I should not call it yellow but a pearly off white. Thought it has been years since I saw any. Perhaps it has yellowed over time, like cheese. Very well! Let’s say ‘twas yellow.”
"Do you know what yellow bile is the humour of, Jack?"
"What am I, a physician?"
"It is the humour of anger and ill-temper. You were carrying a lot of it around."

Neal Stephenson, Quicksilver bls. 411-12. Þessi gaur hafði skrifað þetta upp fyrir mig.

02 júní 2009

Um helgina

gerði ég ekkert. Og það var allt það sem ég hélt það yrði. Takk herra Livingston.

Nei ég læt það vera, ég gerði ýmislegt. Föstudaginn gekk ég langleiðina uppá Esju. Ekki á topp, það var leiðindaveður og við ákváðum að snúa aftur og fara lengra - ætlum á morgun. Nú er það vikuleg ganga fram að Laugavegi, að ganga til bæði skóna mína og sjálfan mig.

Á laugardaginn fór ég í Kolaportið og keypti DVD myndir: The Hunt for Red October, JCVD og A Few Good Men. Og Syrpu handa Þorra bróður. Svo hjólaði ég í Loftkastalann og keypti afmælisgjöf handa mömmu. Hún fékk tvo miða á Grease og brúsa af dísel. Kvöldinu eyddi ég með sjálfum mér (Davíð og Ingibjörg litu við til að sækja lykla) að glápa á HFRO og Gomorra. Sem var alveg fín. Og las í Quicksilver, er kominn inní aðra bók, King of the Vagabonds.

Ég keyrði austur á sunnudaginn, fékk mér borgara á Krúsinni, heimsókn til ömmu og mömmu. Við keyrðum austur í Versali og skoðuðum vikugamalt folald. Það var í sjálfu sér fínt en mér leiðist að ganga um tún. Svo las ég meira.

Í gær svaf ég og las. Ósköp notalegt. Svo skoðuðum við íbúð sem við stefnum á að flytja í.. Maður þarf víst að flytja í Breiðholtið einusinni á ævinni, það hafa margir reynt. Borðuðum lamb.

Ég hamstraði bjór á laugardeginum. Svona þannig. Ætli ég hafi ekki sparað svona fimmtánhundruð kall miðað við hver hækkunin verður. Lífið er saltfiskur.

-b.