30 október 2007

Handa Inga

Fleiri þýskar kápur. Núna er það Jón Kalmann:

Snarkið í stjörnunum:


Birtan á fjöllunum:


Ýmislegt um risafurur og tímann:


Sumarið bakvið brekkuna:


Sumarið bakvið brekkuna aftur:


Mér skilst að Skurðir í rigningu séu prentaðir með Sumrinu í brekkunni, og þannig látnir fylgja með. Hvort það á við um báðar útgáfurnar, það veit ég ekki.

En þetta eru samt sveitasögur, eða hvað? Kannske er þetta ekki svo fráleitt, allavega skömminni skárra en Arnaldar-fjallkirkjur og jökulvíðáttur. Hinsvegar eru rauðir akrar og grænar seftjarnir ekki það fyrsta sem mér dettur í hug þegar íslenska náttúru ber á góma..

Hvað segir þú Ingi?

-b.

29 október 2007

Ég vil skjóóóóta heiminn í spað

Er lína úr lagi sem á vel við í dag held ég. Mælirinn sýnir tvær gráður í morgunsárið en þegar maður hjólar niður Hverfisgötuna bítur vindurinn í hnúana einhverstaðar undir frostmarki. Maður kvartar samt ekki of mikið: Það er að minnsta kosti ennþá fært á hjólinu. Maður situr og skannar og verður þreyttari með hverri umferð en fær samt ekki af sér að drekka svartan hraða úr bolla. Tilfinningum mínum til kaffis verður ekki lýst í tómum orðum. Ég þyrfti ljósasvall, fígúratívan dans, gítarsóló, kokkálaða lúðrasveit og tækifærisræðu flutta afturábak. Kannske ég ráði her af ljóðskáldum til að lýsa þessu fyrir sjálfum mér og heiminum. Hann myndi mæta hingað á skrifstofuna og biðja um kaffi. Ég ræki hann á dyr.

Síðan komu svona milljón nýjar myndasögur á safnið um daginn. Ég stend með opinn góm og merki við einstakar kiljur í huganum. Í dag sat ég eftir og las Desolation Jones: Made in America eftir Warren Ellis og I Killed Adolf Hitler eftir Jason. Sú fyrri er bara þrusufín. Ég les alltaf Ellis og verð oftar fyrir vonbrigðum en ella en sumt kann hann vel og þá er fjör að lesa myndasögur. Og þessvegna heldur maður áfram að les'ann. Fáum hérna eitt fínt kóver:I Killed Adolf Hitler er það besta sem ég hef lesið frá Jason síðan ég las Why Are You Doing This? Það er reyndar ekki svo langt síðan ég las þá bók, en það er bara betra. Maðurinn hefur gaman af því að sýna furðulega og átakanlega hluti á hversdagslegan hátt, og þarna fær maður að sjá hann skrifa um tímaflakk, nasista og leigumorðingjaparadís. En fyrir Jason er það alltsaman aukaatriði, nemahvað.

Æði.

Og næst er það Powers: Cosmic. Glarghbendisssllagghrlaghl.

-b.

27 október 2007

Þetta er skipið úr The FilthEn það lítur út fyrir að það sé einhver að byggja þennan behemot í alvörunni, þótt það virðist ganga heldur hægt hjá þeim.. Lesa grein hér? Þarna á það að heita ,,Freedom Ship" en Morrison skírði sitt ,,Libertania". Mér finnst það nú fallegra nafn.

Hann hlaut að hafa þetta einhverstaðar frá, melurinn.

Hei og svo er bæði vetrardagurinn fyrsti og 300asti dagur ársins í dag. Ber þá alltaf upp á sama dag? Hef ekki spáð í það áður..

-b.

25 október 2007

101Reykjavík kápur

Hér er gamla góða:

Franska kápan:

Hollenska kápan:

Finnska kápan:

Sú ítalska:

Og sú norska:

Pólska er slöpp:

Sú þýska er svona:

Og þetta er einhver kápa sem ég fann á japanskri síðu.. gæti verið bandarísk, en afhverju er hún þá ekki uppúr kvikmyndinni?


Sú finnska er kreisí, sú ítalska snyrtileg og sú norska er eitthvað allt annað. Hvaða stelpa er þetta á þýsku kápunni?

Nei ég var bara að finna þetta til núna í dag.

-b.

Auglýsing dagsins

Gamlarinn

Ég átti alveg merkilega erfitt með að finna svona lista á netinu núna áðan. Set hann hér, svo ég hafi hann einhverstaðar.

Denarian: someone between 10 and 19 years of age
Vicenarian: someone between 20 and 29 years of age
Tricenarian: someone between 30 and 39 years of age
Quadragenarian: someone between 40 and 49 years of age
Quinquagenarian: someone between 50 and 59 years of age
Sexagenarian: someone between 60 and 69 years of age
Septuagenarian: someone between 70 and 79 years of age
Octogenarian: someone between 80 and 89 years of age
Nonagenarian: someone between 90 and 99 years of age
Centenarian: someone between 100 and 109 years of age
Supercentenarian: someone over 110 years of age

-b.

Alveg satt, það stendur á kápunni

Hver einasta ævisaga sem Gylfi Gröndal skráði er hispurslaus og áhrifarík frásögn af einstæðu fólki, hluti þjóðarsögunnar þar sem margt mun koma á óvart.

-b.

Kaffi

kaffi kaffi kaffi kaffi kaffi kaffi

kaffi?

kaff kaff kaffi kaff kaff kaffi kaffi á kafi í kaffi kaff kaff kafi í kaffi

á af kaffi á kafi í á af kaffi

(ekkert kaffi)

23 október 2007

Ráðgátuspennó

Hérna er ráðgáta. Þessi texti kom upp á skjáinn hjá mér núna áðan. Hvað er málið með það, haldiði?
J`.g er h6rim, ii6ldrio mitt," waraoi hum.
Eii hvcr var h6ti hcssi gamla kona sem gekk skAldinu i m68ur stao?
Hun hafol ekki dtt sj6 dagana sxla i lifinu. Hun var fxdd 17. Ag6st 1854 og 61st upp i sdrri fdtxkt i Steinadal f Kollafir6i i Strandasyslu hjd foreldrum sinum T6masi j6nssyni og konu hans Kristinu Arnad6ttur. Fdtxkar st6lkur dttu ekki annarra kosta v6l en ver8a vinnukonur, og Kristin fer i vist A bxlnn Brekku f Gilsfir8l.
Astir takast me3 henni og b6ndasyninum, Samuel Guomundssyni. Hun fellur fyrir ,stdlgrdum augum hans sem negldu hang fasta me8 tillitinu einu", eins og sonard6ttir hennar, Brandin Stein- grimsd6ttir, kernst a5 or8i f vel skrifu8um bxtti um 6mmu sina.5 Hun elur honum son, Valdimar, og honum er komiO f f6stur fyrir tilstilli f6ourins, bvi a3 vinnukonur, sem h6f8u barn d framfxri sinu, b6ttu ekki eftirs6knarver8ar. Valdimar var8 hinn mxtasti ma3ur og bj6 i Bolungarvik.
Litlu sfoar kvxnist Samuel konu sem het Puri8ur og var af g68- um xttum. Par me8 brestur gyllivon vinnukonunnar um a6 ver3a h6sfreyja d Brekku. Henni er ekki vxrt bar lengur, svo a3 him rx8st vinnukona a8 bxnum Kleifum sem stendur viO born KollafiarOar. Pau Samuel halda dfram act hittast, ~6tt hann se giftur, og eignast saman annaO barn, Steingrim Samuelson, sem faddist 24. mai 1886.
Par fxoa born meO stuttu millibili him og Puri8ur sem n6 er or8in hdsfreyja d Brekku. Atviki i sambandi viO back Iysir Brandin d bessa lei3:
Pa8 er morgunn, einn af bessum 6gleymanlegu islensku vormorgnum. Sind dalalx8a strftst me5 hlf8um og ndtt6ran er a8 vakna af svefni nxturinnar. Fuglas6ngurinn ver6ur a8 einni sterkri, margradda8ri hl]6mkvi8u, bar sem liver tegund tekur undir viO aura. Mariutdsan hopar hxversklega fyrir s6largeislunum og as lokum bryst s6lin fram i sinu geislafl63i. A svona morgni er mannskepnan sdtt vio sits.
Pennan fagra morgun hefur Kristin vinnukona d Kleifum veriO drla d f6tum; back var verI8 a8 hreinsa tunic.

..Það er svona sem skanninn minn les íslensku. Þetta er síða úr ævisögu Steins Steinarr (eftir Gylfa Gröndal). Skanninn skannar og OCR-forritið les, en það skilur ekki neitt. Og reynir að leiðrétta hér og þar, hvar sem það þykist finna ensk orð á stangli. Því það meikar sens.

Og það fylgir engin orðabók með, önnur en sú enska. Maður þarf væntanlega að borga morð fjár fyrir svoleiðis..

-b.

Einn samasem tveir

Óskaplega er fólk hrifið af ævisögum. Þær eru allstaðar!

Er nema von að það sé markaður fyrir veruleikasjónvarp?

-b.

22 október 2007

Ekki hlæja, við erum manneskjur

Við duttum niður á skilgreiningu á nýjum sjúkdómi núna um helgina; Restless Penis Syndrome, eða RPS. Og svo komumst við að því að við þjáumst allir af honum.

Við sjáum ekki framá lækningu núna á næstunni neitt, en það er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum með réttri meðferð, hjálp góðra vinkvenna og léttum fatnaði. Jah hjálpi okkur öllum að komast í gegnum lífið, einn dag í einu vitaskuld, og umfram allt að halda.. reisn okkar?

-b.

20 október 2007

Spaðjark!

Við fórum á Organ á miðvikudaginn. Á eftir The Zuckakis Mondeyano Project átti band að nafni Coctail Vomit að spila. Það gekk eitthvað illa hjá þeim að tengja græjurnar, og stelpa úr sveitinni kynnti til leiksins vinkonu sína, eitthvað svona til að stytta okkur stundir. Þessi vinkona ku vera mjög fyndin. Segðu brandara, sagði stelpan við vinkonu sína. Og hún sagði þennan hér (á ensku reyndar, en við skulum gefa okkur að hún hafi lært hann á íslensku):

Hver er munurinn á tælenskri stelpu og pítsu?

Þú getur týnt sveppina af pítsunni.

ha ha ha.

Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að segja að okkur hafi ofboðið, en þetta var óskaplega smekklaust. Og fékk okkur ekki til að lengja eftir hugsanlegri snilld þessarar mátulega nefndu hljómsveitar, Coctail Vomit.

En er þetta annars eitthvað sem er allt í lagi, svo lengi sem maður er á sviði? Mér datt í hug hérna einn til að stytta áhorfendum stundir, ef ég lendi í keimlíkri aðstöðu:

Hver er munurinn á blökkumanni og bjórflösku?

Bjórflaskan er ekki þjófur og morðingi.

ha ha ha.

Djöfull er gaman að vera virkur hluti af upplýstri, vestrænni æsku.

-b.

loftöldur berja á steinhausnum mínum

Hei arg

fokksjittfokk arghflokkssk

hei hva bjór fyrir mig? takk maður tcchaackckk ttteeeeekckckkeeekkccssshkjhjxxx!

ég tala alltaf við unglingana einsog þeir tala við hvorn annan því þá lít ég út fyrir að vera yngri

og svo fer ég á tónleika og ég stend fremst uppvið járnhliðið því þannig hljómar mússíkin betur

ég hitti slatta af fólki, útlending sem ég mundi ekki hvað hét en hann gisti hérna í stofunni um daginn, atla blaðasnáp, narfa og óla verkfræðinga, og svo framvegis

það er mjög erfitt fyrir mig að sleppa stórum stöfum og punktum

og þessi öskurblær (sem gæti verið orð, einhverntíman í framtíðinni, einsog spallur) hvarf bara einsog dögg fyrir sólu

....

Nei ókei. Ég er búinn að sjá slatta af böndum. Það eru allir veikir eða fullir í heiminum núna. Ég fór austur í gær og er kannske að fara til Svíþjóðar á næstunni.

-b.

18 október 2007

Það væri grand athöfn

Mér finnst að Guðbergur Bergsson ætti að fá verðlaun fyrir ljótustu bókarkápur nokkurntíman.

..ég ætla ekki að rökstyðja það neitt frekar, ég þarf að gera annað.

-b.

17 október 2007

Before white settlers arrived, Australia's indigenous peoples lived in houses and villages, and used surprisingly sophisticated architecture and design methods to build their shelters, new research has found.

Dwellings were constructed in various styles, depending on the climate. Most common were dome-like structures made of cane reeds with roofs thatched with palm leaves.

Some of the houses were interconnected, allowing native people to interact during long periods spent indoors during the wet season.

The findings, by the anthropologist and architect Dr Paul Memmot, of the University of Queensland, discredits a commonly held view in Australia that Aborigines were completely nomadic before the arrival of Europeans 200 years ago.

16 október 2007

Andarblik, ég ætla að hætta í dagvinnunni minni..

ég

nei úbbs

ég ríð ekki feitum skilningshesti frá hliðum röksemdar þinnar.

Hann er ekki smámæltur (nema Víði sýnist það)

Löng og fín grein um David Simon og The Wire.

During the writers’ meetings, Burns and Simon often finished each other’s sentences. They met in 1985, when Simon was covering the criminal career of Melvin Williams, and Burns was the lead detective investigating him. Burns had an encyclopedic knowledge of the Baltimore drug trade, a conviction that he was right about most things, and an autodidact’s intellectualism. When Simon first arranged to meet Burns, at a public library, he discovered him with a stack of books, including John Fowles’s “The Magus” and a volume by Hannah Arendt. “Once I found him, I didn’t let go,” Simon told me. After they finished writing Season Five of “The Wire,” they teamed up again on Simon’s next project for HBO: a miniseries called “Generation Kill,” based on the 2004 book, by Evan Wright, about a Marine platoon in Iraq. Simon recalled, “Ed used to drive the other cops crazy because he knew better at every point how to do an investigation, and then when he got the cases to court he would tell the prosecutors how to present them. He pissed them off. And when he was in the school system the assistant principals learned to hate him.” In the early days of “The Wire,” Simon said, he and Burns used to have “hellacious” arguments—he compared them to scenes from “a toxic marriage.” He continued, “I finally said to him, ‘I’m not going to abdicate. I always have to trust my own ideas in the end. I’ll pick the ones out of your sixty ideas that I think are going to work, and I’ll leave the others on the table.’ But there were also moments when he fought really hard for something and in the end I saw it.” Burns, Simon said, “always pushes me further than I would go on my own.” He is the show’s policy visionary—the one who, Simon half joked, “is only working in TV till somebody realizes that they ought to give him all the money to fix our social problems.”

Hei. Airwaves?

-b.

13 október 2007

I ain't 'fraid of no zombie woman

Rob Zombie minnir mig að hafi samið lag sem heitir Living Dead Girl.

Í dag sendi ég vini mínum sms sem í stóð ,,Það fór nú í verra með feðraveldið."

Þetta tvennt er tengt á sem ólíklegastan máta.

Í gær var gleðskapur niðrí Borgó. Málþing allan daginn og síðan kvöldmatur og fínerí. Ég vann rauðvínsflösku í kvikmyndagetraun og gaf hana svo aftur í innflutningspartíi seinna um kvöldið. Rétt svör voru: The Forgotten, Abandoned, Good Will Hunting, Ghostbusters og The Mummy. Ég hafði allt nema Abandoned.

Ég ræddi við gaur um nýju Radiohead plötuna. Hef samt ekki komið mér niður á neina konkret afstöðu ennþá, nema þá að OK Computer sé ennþá þeirra langlangbesta verk. Ég horfði á Meeting People is Easy í fyrradag, en þar er auðséð hversvegna það varð bið á fjórðu plötunni: Þessi túr hefur verið helvískur.

Ég er að fara að vinna aftur eftir tólf tíma. Það ætlar að verða erfitt að losna alveg. En þetta eru peningar í vasann minn og vasa ríksins, og maður verður nú að kætast yfir svoleiðis.

Hjól eru æði. Maður segir það hvorki né skrifar nógu oft.

-b.

11 október 2007

Einn tveir og þrír!

Vilhjálmur veltir skuldinni á Björn Inga og það er erfitt að taka upp hanskann fyrir kauða, hann virðist vera óttalegur skíthæll.

Og bíðum við. Pólitíkus notar embætti sitt og almannafé til að maka krók vina sinna? Ég er viss um að það hefur aldrei nokkurntíman gerst áður.

En þegar öllu er á botninn hvolft þá þýðir þetta að sjálfstæðismenn eru útí kuldanum að naga rassgatið á sér og maður getur varla annað en glaðst yfir því. Þetta lið á ekkert erindi í pólitík.

10 október 2007

The mousy girl screams violence violence

Það er vinnan, ræktin, hin vinnan, súrmjólk á morgnana og ég bý með tveimur karlmönnum. Segðu mér þetta fyrir fimm árum síðan og ég spyr hver ert þú og hvaða gaur ertu að tala um?

En þessvegna er þetta svona gaman. Eða ég býst við því.

Ég var að kaupa miða á airwaves. Þá er þarnæsta helgi komin á kortið, í fleiri en einum skilningi. Ég les The Life and Times of Scrooge McDuck Companion, sem er eiginlega ekkert Companion neitt, heldur fleiri sögur sem Rosa vill ekki hengja beint í hinar tólf. Þessar sem eru í The Life and Times of Scrooge McDuck. Hann fer útí það í formálanum, ég nenni ekki að útlista það. En bókin er góð maður.

Og ég var að sækja nýju Radiohead plötuna rétt í þessu. Hún hlóðst inn á milli þess sem ég skrifaði ,,Ég les..." og ,,...útlista það." Ahemm. Segðu mér þetta þarsem ég sit á marmaranum í FSu fyrir sjö árum síðan og sæki fyrstu Tom Waits lögin mín á audiogalaxy, eitt í einu.

En þar er komin fyrsta Radiohead platan í dulítinn tíma sem ég kaupi ekki óheyrða. Ég treysti þeim satt best að segja ekki lengur. Engin ástæða til þess kannske, svona yfirhöfuð.

Bakið á mér small í lag í gær. Um daginn tók ég nokkrar laufléttar fótalyftur í ræktinni og varð allur ómögulegur í mjóbakinu, svona einsog hefur komið fyrir áður. Svo var ég að þurrka tærnar á mér í gær, sirka beinn í fótum að halla mér niður, og það small eitthvað þarna einmitt þarsem sársaukinn var. Ég reisti mig við glænýr maður. Þetta fer svolítið í taugarnar á mér. Maður bíður bara eftir því að þetta gerist aftur, og þá hlakkar mann til þess að einhver handahófskennd hreyfing færi mann í samt lag aftur.

Ekki fá ykkur bak. Þau eru tómt vesen.

-b.

05 október 2007

XP les Tolkien

error-deep

Þetta eru ljóðrænustu villuboð sem ég hef fengið frá Windows.

(Og ,,ljóðrænustu" er varla merkilegt orð, en ég er sjálfur ekki mjög ljóðrænn í dag.)

-b.

04 október 2007

Heiðarvegir og feigðarslóðar

Hérna er smá gaman sem ég rakst á í vinnunni. Rakst á segi ég því ég er ekki mikill áhugamaður um þýskar þýðingar á Arnaldi Indriða, hvort sem er á blaði eða í eyrum. En hérna eru semsagt forsíðurnar á bókunum hans Ara, einsog þýskararnir sjá þær.

...ég hef bara lesið Röddina, en hún gerðist einvörðungu inná hóteli í Reykjavík. Ég hef það eftir víðlesnara fólki að allar hinar sögurnar gerist líka innanbæjar. En Þjóðverjarnir vilja sjá Ísland fyrir sér í kofa uppá heiði. Það er ein heiði á Íslandi, nokkrir kofar á strái í kringum hana, og þar gerast glæpir. Endrum og eins.

Afhverju ætti annars einn lögreglumaður að sjá um allar morðrannsóknir á landinu?

-b.

Alís í blundalandi

Það hverfur aldrei neitt í alvörunni. Ekki alveg. Þetta er bara eitthvað sem maður að hafa í huga. Það er engin leið að sætta sig við það og manni verður ekki hugsað til þess fyrren eftirá. Meðvitundin er helvíti erfið. Og þegar maður er farinn að hugsa og athafna sig í árum frekar en dögum eða vikum þá verður alltaf lengra á milli þess sem maður lítur tilbaka.

Ekki það, mér þætti gott að geta munað hluti í núinu, þessum korters radíus sem maður á að hafa á hreinu í kringum sjálfan sig. Nú gleymdi ég að sækja vatn í glas. Áðan gleymdi ég fötum í þvottavélinni. Þar áður gleymdi ég að taka blóðþrýstingspillurnar, sem ég hef verið að taka í fimm ár, tvo daga í röð. Og ég gleymdi handklæðinu þegar ég fór í ræktina í dag. Svona gæti maður haldið áfram. Ég er stöðugt að gleyma að hringja í tryggingastofnun og ég er ekki viss um að það stoði nokkuð úr þessu.

Æ vesen.

Heyriði annars þessi vinna er ágæt. Það fer ágætlega í hausinn á mér að vinna á bókasafni, þósvo ég sé meira í svona hliðarverkefni heldur en annað. Það er einmitt vinna í fyrramálið. Ekkert á föstudaginn. Og svo lofaði ég mig í vinnu á stöðinni laugardag og sunnudag. Bévítans. Helgina þar á eftir líka.

Rock on Brian!

-b.

01 október 2007

I am the very model of a modern

Fyrsti dagurinn í vinnunni er búinn. Hann var í dag. Var ég ekki búinn að segja hvar ég er að vinna? Ég er að vinna á bókmenntavefnum, bokmenntir.is.

Við horfðum á Magicians í gær. Hún er helvíti fyndin.

Á fimmtudaginn fórum við á myndina Ichijiku no kao, en hún er sorp.

Úff ég hef ekkert að segja og ég er þreyttur í líkamanum.

-b.