03 október 2006

Ég vil ekki fara út í svona veður Atli [leiðrétt]

Með þessum hérna gaur hef ég skrifað 425 blók á þessa tilteknu síðu. Á vitleysingum hef ég 1200 í viðbót. Það gera 1625 blókfærslur. Árið 1625 fann William Oughtred upp reikni-reglustikuna. Rústið því.

1625 deilt með fjórum gera sirka 406. Atli Húnakonungur fæddist um það leyti. Tilviljun?

Svo sannarlega.

-b.

Uppfært:

Ýmir benti mér á að þetta eru ekki 1200 á vitleysingum heldur 1300. Þannig að við erum að tala um 1725, fæðingarár Arthurs Guinness, sem mesti bjór veraldar er nefndur eftir. Og 431 per ár, sem er prímtala, summa sjö prímtala sem koma hver á eftir annarri: 47 + 53 + 59 + 61 + 67 + 71 + 73.

Sem er brjálað kreisí.

-bé.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Voru þetta ekki 1300 póstar á Vitleysingunum?

+Ýmir

Björninn sagði...

Vá það er rétt. Fokk. Hvað hef ég eiginlega verið að gera við tímann öll þessi ár?

Ég verð að lagfæra þetta..

Takk fyrir að benda mér á þetta.