25 maí 2009

Veðrið er úti

Mitt síðasta verk fimmtudaginn síðastliðna var að skila inn þessum pistli fyrir vef Borgarbókasafnsins. Hann er ekki merkilegur, ég segi fátt af viti en þarna er hann.

Ég tók þessar bækur, blaðaði í þeim og skrifaði sirka sjötíu orð um það sem mér sýndist þær vera um. Þarna var ég gaurinn sem skrifar tóma þvælu aftaná DVD-myndir, sem lýsir þeim ekki neitt en hann má ekki vera að því að (eða nennir ekki eða vill ekki) horfa á þær. Starf er starf er starf.

Á hjólinu er ég ellefu-tólf mínútur á leiðinni í ræktina, og sama tilbaka. Þetta er planið í sumar.

Ég tek mér að öllum líkindum sumarfrí frá 10. júlí til 10. eða 11. ágúst.

Við fórum í bústað um helgina og það var helvíti fínt.. Grill og pottur og bjór og svona, kærusturnar með í þetta skiptið. Við Nanna kíktum á Landnámssetrið í Borgarnesi á laugardeginum og fórum í landnámsleiðsögn og Eglu-leiðsögn, gengum göng með ipod í eyrunum. Þegar við ætluðum að leggja af stað heim sirka hálftólf á laugardagskvöld þá var sprungið á bílnum, en við skiptum um dekk á nótæm og keyrðum af stað.

Satt best að segja kom það mér á óvart hvað það gekk vel hjá okkur. Ég hef aldrei skipt um dekk með jafnlitlu veseni.

Stórfréttir.

Jæja hún hlýtur nú að fara að renna í hlað. Ég ætla út í sólina.

-b.

20 maí 2009

Geirlaugur Magnússon í þýðingu Franz Gíslasonar og Wolfgang Schiffer

sozialwesen

am tag nachdem papa gestorben war stand ich im mittelpunkt
der großen pause als hätte ich ein neues spielzeug aus amerika erhalten
oder wäre nach akureyri mit dem flugzeug gereist
ich genoß die aufmerksamkeit auch wenn ich mich schämte im
inneren dort wo die einsamkeit wohnt deshalb spürte ich auch eine plötzliche
freude als der papa meines freundes im westen
bei einem autounfall ums leben kam

16 maí 2009

Willingham og Ísreal

Við Davíð vorum á Grillhúsinu um daginn og spjallið barst að Fables, og þar með beinu blátt áfram líkingunni við Ísrael og félaga í 9. bók. Ég hafði lesið viðtalið við Willingham í Comics Journal en mundi ekki nákvæmlega hvað hann sagði, bara að hann hefði tekið það fram að líkindin á milli Fables/Empire og Ísrael/Palestínu hefðu verið til grundvallar. En á netinu var vísað til einhvers viðtals þarsem þessu hefði verið snúið við, að Fables-liðið væri Palestína og Empire-gaurarnir Ísrael.

Það virðist samt ekki vera.. Úr CJ viðtalinu:
DEPPEY: In an interview that you did for a website called Pop Culture Shock, you equated the basic concept behind Fables to the Jewish Diaspora; you've got characters who originally lived in the Land of Fable and then a great adversary rose up and drove them out, and now they kind of live in little ghettos in pockets around our world. I'm wondering if that was an intentional building block from the beginning, or did the metaphor rise up over time as you developed the concept?

WILLINGHAM: No, that was there from the beginning. As I said, I was raised in a pretty conservative family. My parents were both Scoop Jackson Democrats, which by today's standard would make them, you know, horrid old conservative Republicans. The other aspect of that was that my mother, for reasons that still I do not understand, was rabidly pro-Israel. The only big trip she even wanted to take in her life but she never got to was to go to Israel, and I didn't understand it as a kid, but growing up, the whole story of how the modern nation came about with the partition and the wars and all that -- and just this whole story of the tiny little country with being surrounded on all sides by these vast, vast nations dedicated to its extinction -- I guess it appealed to my mother's sense of "root for the underdog" and if there's any underdog in this world, Israel's it. So I think I just absorbed my mother's love of Israel. Politically, I'm just rabidly pro-Israel and so that, as a metaphor, was intended from the beginning. As a matter of fact, since this interview will be coming out after issue #50, there's a scene in which it's actually stated as fact that Fabletown's battle against the vast Empire, the Adversary, is very much like Israel against the Arab nations. A scrappy little country full of stiff-necked bastards who, the only way we're gonna protect our existence is to make sure that anytime you do anything bad to us, we're going to make you pay horribly. I use that as a formal analogy for the existence of Fabletown and their relationships to the Empire. So that's a roundabout way of saying that yes, that was in there purposely.

Ég fann ekki Pop Culture Shock viðtalið, en það er sosum ekki erfitt að misskilja spurninguna, þótt svarið sé afdráttalaust. Ákveðinn hópur af fólki á heima á ákveðnum stað, svo kemur eitthvert stærra afl og rekur hann út, svo hann dreifist í hin og þessi gettó. Hvort á þetta við um gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni eða Palestínumenn í kjölfar stofnun Ísraelsríkis?

Ég er aðallega að tíunda þetta hér vegna þess að mér hefði þótt hin túlkunin áhugaverðari, einmitt vegna þess að Bigby setur pro-Ísrael líkinguna fram í beinum orðum í 9. bók. Þar hefði hann getað verið að draga sínar hliðstæður útfrá týpísku Kana-sjónarmiði (einosg Davíð minntist á þá er Bigby réttur og sléttur Bandarískur heimsvaldasinni) en lesandinn gæti spurt sig hvort sú líking væri réttlætanleg. Hann getur það auðvitað ennþá en það er ósköp leiðinlegt að fá staðfestingu á því að stóri Bandaríski úlfurinn sé (amk. í þessu tilfelli) málpípa höfundar.

Maður spyr sig hvað komi í ljós ef maður reynir að finna frekari hliðstæður milli sögunnar og Ísrael/Palestínu (eða frekar allra hinna miðausturlandanna, einsog Willingham virðist meina), framyfir landflutningana. Þegar Fables liðið fer að slá á móti tildæmis, eða allt það sem gerist í 11. bók? Hver er Andstæðingurinn og hver er Keisarinn? Hver er góði prinsinn? Eða byrjar samlíkingin og endar innan þess sem Bigby ræðir í 9. bók?

-b.

15 maí 2009

Lágmarksúrtak er oná brauð

Í gamla daga, ef það voru ekki nógu margir sem kláruðu tiltekinn kúrs, þá var ekki hægt að skoða tölfræðina á Uglunni - hversu margir fengu sömu einkunn og ég, hversu margir urðu fyrir ofan eða neðan. Þá þótti friðhelgi einkalífsins væntanlega stefnt í voða, þarsem hægt væri að sjá meira og minna hvað hver hefði fengið í einkunn. En nú eru breyttir tímar.

Ég get farið í tölfræðina í einkunnagjöfinni á Útópíum og nútíma, þarsem við vorum þrjú og bara tvö (eða tveir) sem kláruðum kúrsinn. Sessunautur minn var 0,5 hærri en ég á málstofuverkefninu. Góður Helgi.

Ég get líka farið í tölfræðina á BA verkefninu mínu, sem er skemmtilegt. Þar koma fram lokaeinkunnir hjá öllum þeim sem skrifuðu BA ritgerð í bókmenntafræði á sama tíma og ég. Við vorum fjögur. Einn hærri en ég, tveir lægri, þar af einn með mjög lága einkunn. En það var reyndar alvita.

Ég var næstlægstur í blogg-kúrsinum þeirra Hermanns og Þrastar. Mikið hlýtur ritgerðin mín að hafa verið ömurleg.

Ég fór að skoða þetta því ég var að fá ritgerðina til baka sem ég sendi á föstudaginn. Gunnþórunn sendi tilbaka með track changes kommentum og svona og ég dróst saman í hnút af skömm þegar ég sá að eitt placeholder HÁSTAFA-ártalið (,,EITTHVAÐÁR") varð eftir. Þetta er eitthvað sem ég skrifa inn þegar ég vil bara halda áfram að skrifa og færa inn réttar upplýsingar seinna. Mér finnst ég ekki eiga skilið þá einkunn sem ég fékk, en ég tek henni nú samt.

Í öðrum fréttum: Er á leiðinni í Smáralind að ræða við opticalstudio um gleraugun mín á eftir. Þau virka ekki. Svo síðasti Lost þangaðtil í haust.

Hjólaði í ræktina í gær.. það var munur.

Er annars að skrifa þýsk brot uppúr Wortlaut Island akkúrat núna þannig að. Þúveist. Ég er hættur þessu.

-b.

13 maí 2009

Ekki til að lesa

Bara slatti af tenglum sem ég vil halda uppá þangaðtil ég fæ að lesa þá.

http://www.wordmagazine.co.uk/content/new-backstage-podcast-features-author-neal-stephenson-his-acclaimed-baroque-cycle-and-new-bo

http://www.goodreads.com/interviews/show/14.Neal_Stephenson?utm_medium=email&utm_source=Sep_newsletter

http://io9.com/5047503/neal-stephenson-talks-to-io9-about-religion-aliens-and-spoilers

http://io9.com/5045170/neal-stephensons-tale-of-two-planets

http://www.jasongriffey.net/wp/2008/06/23/cryptonomicon-via-tag-cloud/

http://interviews.slashdot.org/article.pl?sid=04/10/20/1518217

http://dir.salon.com/story/books/int/2004/04/21/stephenson/index.html

http://www.guardian.co.uk/technology/1999/oct/14/onlinesupplement14

http://archive.salon.com/books/int/1999/05/19/stephenson/index.html

http://www.locusmag.com/1999/Issues/08/Stephenson.html

http://www.sfsite.com/10b/ns67.htm

Já ég veit já já já.

-b.

12 maí 2009

Ekkert meira Cryptonomicon

Ég átti grátlega lítið eftir í Cryptonomicon þegar ég þurfti að hella mér í ritgerðina, en í gær kláraði ég rest. Hún er æði. Ekkert útá endinn að setja, og leiðin þangað var gloríús.

Ég talaði um að kíkja á hana 19. febrúar, ég hlýt að hafa gert það fljótlega eftir þann tíma þannig að ég var sirka tvo og hálfan mánuð með hana. Hm.

Og þá er Quicksilver í útláni, ég vil helst halda strax áfram. Get fengið hana senda frá Ársafni á mánudaginn, hugsa að ég geri það.

Fyrstu drög að sumarfríi eru komin á blað, að fara í frí 11. júlí og koma aftur 10. ágúst. Byrja barasta með stæl og ganga á fjall. Svo er allt niðurímót.

-b.

11 maí 2009

Já sjómennskarinn

Ég fór í búð á laugardaginn og fékk ný gleraugu. Ég hafði pantað samskonar umgjörð og þá sem fór í mask í Lundúnum, hún var komin síðustu helgi en ég hafði ekki tíma fyrren þessa helgi. Ég fór í sjónmælingu og mældist með eitthvað aðeins breytt síðan síðast.. mínus núll komma sjötíu og fimm held ég, og einhver sjónskekkja. Ég veit reyndar ekki hvort ég kaupi það, mér líður undarlega þegar ég horfi í gegnum þau.. ekki einsog þau sem ég átti áður, sem virkuðu mjög eðlilega.

Kannske er þetta spurning um að venjast þeim. Ég þyrfti að fara í bíó og prófa þau þar. Star Trek myndin?

Svo kíkti ég austur á Selfoss um helgina, drakk bjór með Halli, Hafsteini og Bjarka, frændunum þremur. Við fórum á 800, sem var ekki hræðilegt og kom mér á óvart. Daginn eftir var ég veikur af þynnku, afrekaði lítið annað en að borða pönnuköku með rjóma og hlusta á Steingrím og Jóhönnu. Kengboginn.

Svo horfðum við Nanna á Miller's Crossing í gær, eftir að hafa séð vísað til hennar í American Dad. Mm góð mynd.

Ég er eiginlega hættur að skrifa eitthvað hér. Þrennt annað hefur komið til, það er facebook, twitter og dagbókin mín rauða. Sem eru deilitól, hugstormsíritunartól og raus-um-daginn-í-dag tól. Það er mögulegt að eitt eða fleira af þessu detti út, hvað veit maður. En ég virðist vera eitthvað annað að hugsa þessa dagana.

Síðasta vika og vel það fór í ritgerð. Þ.e.a.s. ég hafði verið að hugsa um hana og lesa eitt og annað þangað til, en var alla síðustu viku að skrifa. Með vinnu, sem jókst alltíeinu þegar Yngvi frændi fór í upplestrarfrí, og ræktinni auðvitað. Ég er búinn að vinna slatta á þessu tímabili, tæplega 45 yfirvinnutímar á móti 21 í mínus. Ég held það hafi sjaldan verið meira.

Ég borðaði semsagt heima á Heiðarveginum laugardagskvöldið og spjallaði eitthvað við hjónin yfir glasi. Ég minntist á það að ég væri að fara Laugaveginn í sumar og væri alltaf á leiðinni að kaupa mér skó. Mamma sagðist eiga skó. Ég mátaði par sem hún hafði keypt handa Sigþóri og voru aðeins of litlir á hann, þeir pössuðu fínt. Svona borgar sig að fresta hlutunum, ég hef ætlað að koma mér í þessi skókaup lengi lengi. Maður þarf víst að vera búinn að ganga þetta til.

Síðast þegar ég fór þá gekk ég í ullarsokkum og vinnuskóm. Með stáltá. En þá var ég ungur, búhú.

Fullt að gera í vinnunni alltíeinu?

-b.