16 október 2006

Rusl..

Eftir að hafa séð minnst á hann nokkrum sinnum hér og þar á netinu sótti ég pilotinn af nýjum bandarískum gamanþætti, 30 Rock. Ef ekki væri fyrir Alec Baldwin þá myndi ég lýsa þessu sem algeru sorpi, en hann hysjar þetta upp í venjulegt 'rusl'. Að öðru leyti er þetta alltof mikill rembingur, fyrirsjáanlegir brandarar og gersamlega enginn sjarmi.

Warren Ellis skrifar um þáttinn og hittir naglann á höfuðið í þessum samanburði á honum og Studio 60:
Working in 30’s favour is that it makes no bones about its show-within-the-show, The Girlie Show, being shit. And also with Tracy Morgan’s character being a shitty comedian. He’s a lowest-common-denominator ham, shamelessly playing to the audience and doing schtick that’d made the worst open-mic hack cringe.

Þátturinn sem fólkið í Studio 60 framleiðir virkar mjög óspennandi, og það er erfitt að halda því fram að Matt og Danny séu að gera eitthvað af viti þegar það vantar allan kraft í þáttinn sem þeir eiga að vera að bjarga. Brandarinn sem allt snerist um í síðasta þætti virkaði t.a.m. bara að hálfu leyti: Hann var nógu almennur til að geta verið meira en tveggja ára gamall, en var að sama skapi alls ekki nógu fyndinn til að geta fengið eins góð viðbrögð og manni var gert að trúa. Þannig myndi þátturinn sjálfur virka betur ef hann gæfi sér að SNL-klóninn sem stúdíóið framleiðir væri bara enn einn lélegur sketsaþáttur (einsog SNL). Með öðrum orðum: ef skríbentnum Matt Albie finnst þetta dótarí fyndið þá er hann ekki trúverðugur sem klár og fyndinn brandara- og sketsahöfundur.

Það er hinsvegar nægur sjarmi yfir framsetningunni og (flestum) karakterunum til að ýta SNL-froðunni útí horn, og samræðurnar einar saman hefja Studio 60 yfir megnið af öðru network-sjónvarpi, þar á meðal rusli einsog 30 Rock

...

Óljósar tengingar: Aðalpersónan 30 Rock er leikin af Tinu Fey, sem hefur einmitt verið áberandi í SNL um nokkurt skeið. Hún ætti því að vera vel kunnug bitlausum húmor einsog þeim sem sjá má í þættinum-innan-þáttarins, The Girlie Show. En Aaron Sorkin hefur held ég ekki þurft að vera fyndinn á þann hátt sem góðir sketsa-þættir krefjast og það er kannske ekki skrýtið að hann skrifi ekki góða sketsa. Albie skrifar einsamall og kemur ekki nálægt skrif-herberginu, þarsem hópur af undarlegu fólki reynir að vera fyndið oní hvort annað, en sketsaþættir eru gjarnan samvinnuverkefni..

Ég veit ekki. En Studio 60 þátturinn síðan í gær er að halast inn einmitt núna og ég fílaða. Tveir þættir eftir af The Wire og báðir bíða rólegir í sínum möppum. Það er frí í skólanum þessa vikuna og ég nenni ekki að nýta það í lestur alveg strax.

Og talandi um sketsa: Hefur nokkurntíman verið til fyndnara íslenskt sjónvarpsefni en fyrsta þáttaröð af Fóstbræðrum?

-b.

Engin ummæli: