31 júlí 2008

Bita fyrst, síðan hitt

Ohhhhhh lífið maður það er ljúffengt ég bít það!

Maður þarf ekki að tyggja allt sem er ljúffengt!

Og ekki allt sem.. þú veist sem maður getur tuggið er bragðgott.

Við erum að fara í bústað á morgun. Við erum: Ég sjálfur, Davíð, Víðir, Helgi, Hlynur, Anní, Helga og Hafsteinn. Lost er í sjónvarpinu. Við ætlum að leggja af stað um leið og Davíð kemst frá vinnu, ég er búinn að skipta á vakt við hann Ólaf, en það þýðir að ég opna húsið á morgun jeminn það er gott á bragðið í heilanum að ganga um í stóru húsi aleinn.

Og sjáiði nú til: við ætlum að vera yfir verslunarmannahelgina. Ég keypti mér grillkjöt, bæði svín og lamb, salöt og sósu og svona. Og snakk og bjór. Allt sem ég þarf. Ég raða því upp í stafla einsog í Trainspotting. Síðan keyrum við í Borgarfjörðinn með sólina í kinnarnar, fjöllin fyrst á hægri, svo vinstri, svo aftur hægri. Það eru göng þarna einhverstaðar á leiðinni. En það er frábært sjáðu: maður dýfir sér oní djúpið og svo er lífið bjart og fallegt þegar maður kemur upp og borgar tollinn.

Þetta hefur verið endalaust róleg vika. Frí á mánudaginn, sólbað á miðvikudag, hálfur dagur í dag. Ég er í smá útistöðum við skattinn en það lítur allt út fyrir að við greiðum úr því. Og svo eru mánaðarmót, útborgun og nýja íbúðin komin í pokann. Hei já ég ætlaði að sækja lyklana að henni á morgun. Hvað er ekki að gerast, spyr ég.

Segðu mér það herra vinsældamaður.

-b.

28 júlí 2008

Insanity, war, the insanity of war..

Það er eitthvað andleysi í gangi, ég nenni ómögulega að skrifa niður það sem er að gerast. Ég horfi á Star Trek: The Motion Picture ('79) og Generation Kill. Tók mér frí í dag, skrapp í búð, fór með samninginn til þinglýsingar, lagði leiguna inná Rúnar. Í kvöld elda ég stroganoff. Það er gott að eiga frí af og til.

,,If you lie with your cock to the ground while a tank passes by, it's fucking awesome."

-b.

25 júlí 2008

Ef það hefur nokkurntíman verið möguleiki á því að deyja beinlínis úr leiðindum, þá hugsa ég að stjörnurnar séu því hagstæðar akkúrat þessa stundina.

Blarg.

24 júlí 2008

Ég ætla að láta þennan blýant hverfa

Ofboðslega finnst mér gaman að senda myndir í netið frá símanum mínum. Ef ég gæti sent mér bréf níu ár aftur í tímann, þarsem ég sit á gólfinu uppá efri hæð og teppa símalínuna í húsinu, hringi í internetþjónustu og sendi ímeila, sem ég hef þegar skrifað og seivað í notepad til að spara símtalið.. Ja, þá væri ég annar maður í dag, veggirnir mínir fölgrænir.

Ég talaði við Sigga bróður í dag. Og mömmu. Og bankann. Og myndasögufólk og afgreiðslufólk og túrista og safngesti og meðleigjendur og Marvin og Hall.

Hverjum er ég að gleyma?

The Dark Knight er æðislegt bíó. Ég skil ekki fólk sem finnst hún of löng. Ég skil fólk sem finnst Batman-röddin hans Bale kjánaleg, en ekki þá sem setja það fyrir sig. Borgar-sónarinn var líka dálítið takkí, en hann fær hálfan passa afþví gaurinn er að reyna að vera leðurblaka maður kommon.

Ég á hálfa minningu frá einhverri ferð í bæinn, mamma fór með okkur Sigga eitthvað að vesenast og ætlaði að fara með okkur í bíó áður en við færum heim. Mér finnst einsog þetta hafi verið á Snorrabrautinni. Og myndin var Batman, sem þýðir að ég hef verið sjö, átta ára. Og mamma jafngömul mér núna. Jeminn. En við vorum á eitthvað leiðinlegum tíma, hvort það var klukkutími í næstu sýningu, og það varð ekkert úr bíóinu. Ég sá Batman einhverju síðar þegar Óskar bróðir kom með hana heim frá Tælandi, það var tælenskur texti og enskt tal, ég hugsa að við höfum ekkert skilið í henni.. En djöfull fannst okkur gaman að því samt. Ég teiknaði Batman-lógóið á jólaskreytingar.

-b.

22 júlí 2008

21 júlí 2008

Epstein bless

Nú rétt í þessu hringdi hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni í mig og sagði mér að lifrarprófin, sem voru tekin á föstudaginn, hefðu öll verið eðlileg. Veiran er þá opinberlega og skjalfest gengin yfir.

Bjór?

-b.

20 júlí 2008

Mávahlíð 12Sjá hér næstu íbúð mína. Við þríeykið kíktum þangað á laugardaginn og fórum yfir mál. Svo dreif ég mig í vinnuna, orðinn seinn, og stelpurnar urðu eftir til að undirrita. En þetta er staðurinn. Efsti glugginn, undir hvíta þakinu, hægra megin við stillasinn, þar er mitt herbergi. Lommér að skella hérna inn einni mynd í viðbót..Þarna má sjá leiðina frá Mávahlíð í Skaftahlíð (eða öfugt), með hjálp borgarvefsjár. Tæpir 440metrar. Jei.

(Á kortinu má einnig sjá Miklubraut 46, og á borgarvefsjá má mæla vegalengdirnar frá bæði Mávahlíð og Skaftahlíð að þeim mæta stað. Þá skilja allir hversvegna ég kalla þessa flutninga Operation 100 Metrum Nær Davíð.)

-b.

17 júlí 2008

You killed my parents!

Maður er alltaf að henda youtube í fólk, en þessi gaur finnst mér tært æði.Svona í tilefni þess að ég á ekki miða á Nexus forsýningu á The Dark Knight, en áætla að kíkja á hana í næstu viku.

-b.

Fjólan eftir Eyjólf Guðmundsson, bónda


Hingað kom ungur maður sem ég spurði ekki að nafni, en hann var auðheyrilega bandarískur. Hann vildi fá að vita hvort við ættum ljóðabók sem forfaðir hans hefði gefið út, sýndi mér mynd af honum og hvaðeina. Og viti menn, hún var til í þéttiskápunum bakatil. Hann fékk að ljósrita hana hjá mér, blessaður.

Þetta er lítið og nett kver, 13x10cm og utaná stendur:

FJÓLAN

Ljóðmæli
eftir

EYJÓLF GUÐMUNDSSON

Fyrrum bónda á Geitafelli á Vatnsnesi
Í Húnavatnssýslu
Núverandi í Spanish Fork Utah
U. S. A.

_________

Eyrarbakka
1913Höfundurinn er sumsé Eyjólfur Guðmundsson 1829-1913.

Að ljósritun lokinni þakkaði hann fyrir, sagðist nú bara þurfa að læra íslensku. Ég hefði e.t.v. getað snarað einni tveimur línum fyrir hann en hann virtist vera á hraðferð. En hér er fólk sem les íslensku, hví ekki að upprita nokkrar hundrað ára gamlar vísur?

.....

Skáldið talar um sjálfan sig.

Fæddur ellefta október, átján hundruð tutt-
ugu og níu, samvizkan mig nú sárt því sker,
sóað hef æfidögum frýju.

.....

Staka um Mormóna.

Mormónanna ályktun,
um sín kraftaverkin merk,
á því hefi eg altaf grun,
aldrei hafi verið sterk.

.....

Iðrunarvísa
fyrir burtför mína frá Íslandi, sem eg mun ætíð
eftir líta.


Vangæslan af flýtir flótna,
hvað á sannast mér það granni:
hugsnildanna í djúpi drotnar,
drottinn bannar engum manni.

.....

Stökur.

Utah ríki, eg komst í og fékk ríkdóm skerðað,
lifi á snýkjum upp frá því, illa líkar mér það.

Margir góðir Mormónar, mun eg ljóða hér og þar,
það áhlóð mitt þankafar, þeirra ófróðu kenningar.

.....

Um Runólf prest.

Trúar iðinn verk vinnur,
viður riðinn lútherskur,
nóg atriði nú hefur
nettmennið hann Runólfur.

Nú þess rara mælskumanns,
meðfylgjara tónandans,
og held bara' að orðsnild hans
um álfur fari víða lands.

Trúarlestur lofsverður
listaperstur sá verður,
og vill mestan árangur,
á því sést hver meðlimur.

Ritninguna rækir hann,
rétt um grunar sannleikann,
þar í unun finna fann,
fær umbun í himnarann.

.....

..já, þessi síðasta flýtur með eingöngu vegna þess að hann talar um himnarann.

Titlarnir eru nettir og lýsandi. ,,Stök vísa", ,,Stakar vísur", ,,Vísur ýmislegs efnis", ,,Stökur", ,,Vísur", ,,Sitt af hverju", ,,Sundurlausar vísur", ,,Sama efni" (kemur strax á eftir vísu sem nefnist ,,Um hjúskap minn"), ,,Sitt af hverju", ,,Um sitthvað" (kemur tvisvar fyrir), ,,Vísur til manns er skrifar illa í blöðin" og ,,Kveðið um sjálfan mig" -- sem er ekki sú sama og ,,Skáldið talar um sjálfan sig".

Sosum ekkert frekar um það að segja.. Mér þótti bara gaman að þessu.

-b.

16 júlí 2008

Galifianakis

,,The five year old who complains about having a beard."

15 júlí 2008

,,What's in a name?"

Ég er að horfa á Matrix II: Nótt hinnar endalausu bardagasenu.

,,I wrote about it in my dairy."

Stjörnuspá Moggans segir mér að oft langi mig til að deila persónulegum atriðum með fólki sem hefur takmarkaðan áhuga á þeim, og að ég ætti þess í stað að halda dagbók.

Eins gott að ég les ekki stjörnuspána.

Þetta er að gerast: Ég þarf að kaupa nýjan sturtuhaus í dag. Svo ætla ég að skoða tvær íbúðir ásamt tveimur dömum, með það í huga að leigja aðra hvora þeirra, ef það er eitthvað varið í þær. Íbúðirnar, ekki dömurnar.

Nei fyrirgefið, dömurnar, ekki íbúðirnar.

Ha.

Heyrðu satans ég á að vera að vinna á eftir.

-b.

14 júlí 2008

Hugmynd

sem alþjóð verður að heyra:
SISQO’S SEXY SIXPACK is a new reality show following the professional life of platinum selling recording artist Sisqo as he prepares for his new solo album launch and national tour. The reality show’s primary focus will be on Sisqo’s national search to find the perfect “sixpack”.

The perfect “6ixpack” is a group of six sexy, beautiful and talented women that combined make up the perfect “6ixpack”, complimenting Sisqo on his tour and promotional agendas. Sisqo’s Sexy 6ixpack is a concept that Sisqo has had success with in the past, helping to launch the careers of popular video vixens such as Melissa Ford and Gloria Velez. It will be mandatory that each member possesses a unique edgy appeal, complimented by great dance skills. Their bodies must be as tight and put together as their minds, hence the term, “6ixpack”.

In order for Sisqo to find the six sexy elements to complete his sexy Sixpack, he will go on a national search, across the country. The ladies will be judged on a RATED-S scale (for Sexy), which scores from one to ten with ten being the highest in six various categories: (1) Soul (dance skills), (2) Sex appeal, (3) Self-Confidence, (4) Style, (5) Sass (wit and spunky intelligence) and (6) Sixpack (physical body type).

The lucky finalists will be flown out to the hub city (TBD) to begin their intense competition of becoming one of the six members in Sisqo’s Sexy6ixPack (SS6). The main objective of SS6 to act as visual compliments to Sisqo’s entertainment agendas. The group names will all be reminiscent of fruit, staying in theme with the “6ixpack” concept.

As the finalist get acclimated on their journey ahead, Sisqo and the “Pack Leader” will explain the rules of the competition to them. The “Pack Leader” is a no-nonsense woman that will act as Sisqo’s eyes and ears when he is out of sight.


A fokking men.

-b.

Á Priki, upplifun!

timemachinego

Þetta test tókst sæmilega sko, það bara var ekki réttur myndari í því. Ég get séð svona smámynd þegar ég fletti upp í 'galleríinu' en ekki þegar ég er að velja myndir til að setja inní vef-form. Jæja. Það gengur eitthvað erfiðlega að tengjast gmail hólfinu í gegnum opið þráðlaust net hérna niðrí bæ, en m-blogg formið á vitleysingum virkar hinsvegar fínt. Einhver lokuð port eða hvað veit maður.

Fyrir nú utan það að ég hef engar myndir til að sýna hvorteðer. Nú er rigning, ég vinn og glápi á vídjó. Þessa stundina er ég að vinna, einhverntíman seinna í kvöld verð ég eflaust að glápa á vídjó. Ég fór yfir vinnustundina hjá mér í fyrsta skipti síðan ég fór á Ísafjörð, ég var frá vinnu 2. til 23. júní og þar á eftir í hálfri vinnu eina viku. En nú er Finnur kominn í frí og þá er engin miskunn.

Ekki það, það er óskup rólegt niðrí á fyrstu hæð, jafnvel þótt það sé helgi á kalendarnum. Ég las tvær myndasögur og inní þriðju. Secret Invasion: The Infiltration, bara svona til að sjá hvað væri í gangi. Þetta er kannske fínt dót en einsog allt þetta krossóver maxi-kræsis ívent dæmi þá er meira gaman af því ef allar þessar persónur skipta mann einhverju máli. The Umbrella Academy: Apocalypse Suite er hinsvegar algert æði. Temmilega klikkuð fjölskyldu/ofurhetju(?)-saga, kreisí hugmyndir en hógvær skrif. Og Fables: The Good Prince. Þetta er eitt af því sem ég verð að lesa um leið og ég kemst í það en hef þannig séð enga löngun til að lesa aftur. Spennandi og skemmtileg saga, hæfur teiknari, litari bla bla bla en þannig séð ekkert úmf. Að minnsta kosti fá úmf með löngu millibili.

Ég er samt bara rétt hálfnaður með hana. Sjáum til.

E.t.v. fer það ennþá dálítið í taugarnar á mér að í síðustu bók, númer 9, var Fabletown-flóttafólkinu blátt áfram líkt við Ísrael, og Illa heimsveldinu, sem rak þau úr söguveröldinni, stillt upp sem Palestínu. Þarna finnst manni höfundurinn vera farinn að flækjast fyrir.

...

Það var dulítil umræða í gangi á geoffklock um X-Files, stóru söguna versus stöku þættina, og ég hlaut að vera sammála þeim sem tók til máls, að þeir stöku væru betri en meta-sagan. Eða að minnsta kosti að það væru þeir sem sætu frekar eftir, þegar þættirnir væru frá gengnir. Kannske sérstaklega vegna þess að meta-sögunni fipaðist flugið allsvakalega í síðustu tveimur þremur þáttaröðunum. Í framhjáhlaupi tók ég The Unnatural fram sem dæmi um sérstaklega slæman stakan þátt -- því þeir eru jú fjölmargir, jafnvel nokkru fleiri en þeir sérstaklega góðu.

En viti menn, fólk fílar hann. Ég rausaði eitthvað um að þátturinn væri ein stór klisja sem talaði niður til áhorfenda og ýjaði að því að hann væri rasískur, mótmælandi hélt fram að þátturinn vísaði til einfaldari, gömludaga sæ-fæ á borð við Twilight Zone. En líklega er málið bara að þetta eru kanar sem fíla hafnabolta og ég ekki. Ekki það að umræðan sé dauð og ómerk eða að punktar hvors um sig séu ekki á rökum reistir, en kannske skipta þeir ekki jafn miklu máli og einhver svona beisikk uppeldisgrunnur.

Hvernig gæti hugsandi fólk annars litið framhjá því hversu illa þátturinn er skrifaður?

Segi ég.

...

Já og svo sá ég Wall-E í gær. Hún er barasta fín. Það var sérstaklega gaman að hafa ekkert séð úr henni eða lesið um hana, og vita þessvegna ekkert um á hvaða leið myndin var. Og fyrri hlutinn var endalaust skemmtilegri en sá síðari, en ég er jú svona yfirleitt hallur undir dystópíur frekar en hetjusögur.

Vinni vinn.

-b.

10 júlí 2008

Efemía ephemera ef-að-þú-mátt-vera-að

Í fyrradag fór skjárinn á símanum mínum að detta út, hann byrjaði á að bráðna útí hvítt, reyndi svo að hífa textann upp aftur en hékk þess í stað í einhverskonar limbói þarsem upplýsingarnar mínar dúkkuðu uppúr tóminu en hurfu jafnóðum aftur. Þetta gerðist akkúrat á því augnabliki sem ég var að fletta í símaskránni til að lesa í hinn símann. Það reddaðist að vísu fyrir rest.

En skjárinn hélt áfram að detta út og inn. Náttúrulega orðinn tveggja og hálfs árs, næstum.. Þetta eru einhverskonar elliglöp. En ég þarf sem betur fer ekki að setja hann á hjúkrunarheimili og klæða hann í sparifötin þegar það er stórafmæli í fjölskyldunni; ég slekk bara á líkamanum og set hann uppí hillu, plokka úr honum gráu sellurnar og kem þeim fyrir í nýju boddíi.

Ég keypti mér þá nýjan síma í gær, hann heitir E51. Ég kalla hana Efemíu. Svo tengdist ég þráðlausa netinu heima, kenndi henni að tengjast gmailnum mínum gegnum imap og sendi þessa mynd á blogger, þessa hér fyrir neðan. Ég hafði ekkert spennandi myndefni neitt þannig að ég sendi bara mynd af sjálfum mér, þungt hugsi.

Enn sem komið er hef ég bara talað við eina einustu manneskju í gegnum þetta nýja græ, en það er Freyja systir hans Egils. Þau kíktu í heimsókn í gær, systkinin, ásamt gaurnum hennar Freyju og fjórða manni, að skoða íbúðina okkar. Ég var semsagt þegar búinn að setja hana í samband við eigandann, þau eru að spá í að taka við íbúðinni þegar að því kemur.. mér skilst að eigandinn sé mjög feginn því að þurfa ekki að auglýsta íbúðina aftur o.s.frv. Og það er gott að koma góðu fólki að.

Ég var samt orðinn svo óskup vanur því að eiga heima þarna. Dem.

-b.

07 júlí 2008

Fram á þriðjudagskvöld

Núna rétt fyrir helgi kom maður að borðinu mínu í vinnunni og vildi fá eintak af ljóðabókinni minni margfrægu en lítt umbeðnu. Ég sagði að það hlyti að vera hægt. Núna áðan prentaði ég eitt eintak. Það er jú mitt mottó að láta hverjum degi nægja sína þjáningu.

Mér er farið að leiðast þetta aðgerðarleysi og það hvernig líkaminn bregst við ef ég reyni að brjóta draslið upp og gera eitthvað. Ég renndi mér austur á laugardaginn að heimsækja fólkið, fékk þar pítsusneið og sat úti á palli í sólinni og las. (Það var sko sól fyrir austan, annað en hér.) Síðan kíkti ég með mömmu og kó rétt austur fyrir bæinn í landið þeirra, þau eiga einhvern skika við Langholtsafleggjarann þar sem þau planta trjám og eru með hesta. Landið heitir eitthvað ákveðið en ég er búinn að gleyma því.

Við vökvuðum plönturnar og ég rölti til hestanna, skoðaði tveggja daga folald. Móðir þess stóð yfir því þarsem það lá einsog dautt í sólinni, hvítt með rauðleitt fax. Ég klappaði því ekki. Ég var búinn að gleyma því hvernig hestar lykta.

Þegar við komum heim bjó ég til kartöflusalat og hélt svo áfram að lesa á meðan laxinn mallaði á grillinu, en þegar maturinn var klár langaði mig helst að komast uppí rúm. Það er þessi helvítis þreyta sem hellist yfir mig alltíeinu, og mér finnst einhvernvegin einsog ég ætti að geta harkað af mér en það er bara allsekki raunin. Ég held ég hafi lýst þessu áður einsog ég hafi verið í langhlaupi eða annarskonar átökum, en það væri réttara að líkja þessu við þreytuna í löppunum og brjóstinu klukkan fimm á aðfaranótt sunnudags, þegar maður ákveður að nú sé komið nóg af djammi. Maður er ekki þreyttur heldur uppgefinn.

Og þessi viðlíking er í raun mjög við hæfi: Fyrstu vikurnar af þessum andskota voru einsog mjög löng þynnka.

Ég varð í það minnsta þreyttur og pirraður á stuttum tíma, nennti varla að borða með fjölskyldunni, hvað þá að reyna að heilsa uppá eitthvað af þessu góða fólki sem ég þekki á Selfossi.

Þegar þessu er á botninn hvolft er ég hálffeginn því að hafa ekki farið á Kelduna.. eins fúlt og það er að missa af henni hérna heima þá væri vísast enn ömurlegra að missa af henni á Hróarskeldu sjálfri. Og vera dragbítur á ferðafélögunum.

Og ég veit að ég hef rausað alveg nóg um þetta núþegar en fjandinn hafi það maður, ég hef varla getað hugsað um annað undanfarið.

...

Ætlaði ég kannske ekki að segja hvað ég keypti í seinni heimsókninni á útsöluna í Nexus? Jæja. En það var þetta hér:

Myndasögur: Cerebus: Form and Void og From Hell: The Dance of the Gull Catchers. Sú síðarnefnda er jú í From Hell bókinni, þetta er allra síðasti kaflinn, viðaukinn sem kemur á undan texta/mynda-skýringunum hans Moore. En það er dálítið af dóti þarna sem sleppt var úr bókinni, og þetta kostaði eitthvað klink.

Vídjó: The Shining, tveggja diska útgáfa frá 2007; The Long Good Friday, ,,Cult Fiction" útgáfa frá mars 2008; Trainspotting, einhver viðhafnarútgáfa, man ekki hvort það er directors cut eða hvað.. ágætis gaur samt; og Zach Galifianakis - Live at the Purple Onion.

Ég fletti myndunum upp á amazon og þessháttar, og það virðast vera skiptar skoðanir um ágæti þessarar Shining útgáfu. Ég nappaði þessari mynd af amazon, sem sýnir muninn á 2007 og 2001:Þar sem blái ramminn er 2001 og sá rauði 2007. Einhver gaur sem vann við klippinguna á myndinni segir svo:
The entire negative was exposed, meaning that there was no in-camera hard matting so the film was effectively shot in Academy 1.37 but it wasn't intended to be shown in cinemas that way. The film was shot and conceived for 1:1.85 ratio screening (and the camera viewfinders had the 1.85 framelines marked on them) This is the standard ratio that widescreen films in the US are projected in. The 1:1.85 crop was achieved when the film was projected onto cinemas screens.

Ég skal ekki segja. (Meira.)

([Sko svigana mína Hallur}}][9}])

-b

03 júlí 2008

Allt er nú helvíti

Í 24 stundum er auglýsing fyrir Treo, eða einsog ég kalla það ,,Nektar dagsins eftir." (Nei ég kalla það ekki það, mér datt það bara í hug núna rétt í þessu. Og það er frekar ólíklegt að ég noti það aftur.) En þar stendur í smáu letri að vegna þess hversu mikið natríum er í því þá sé óráðlegt fyrir fólk með of háan blóðþrýsting að neyta lyfsins.

Nú hef ég lesið utaná pakkana oftar en einusinni og oftar en tvisvar (einsog einn eða tveir lesendur þessa geta staðfest) og aldrei rekist á þessa viðvörun. Þýðir þetta að ég þurfi nú að ganga í hóp ónýtra og hausverkjaðra? Eða er þetta einsog með lakkrísinn, mér myndi væntanlega líða betur ef ég borðaði hann ekki, en fjandinn hann er góður á bragðið maður ég get ekki bannað þér að fá þér eina tvær lengjur.

?

-b.

01 júlí 2008

Geðveikt nýr mánuður

Útborgun í dag! Og ég borgaði reikninga. Í tilefni af hvorutveggja fór ég á útsöluna í Nexus og keyrði heim með settlegan stafla af myndasögum:

The Black Diamond Detective Agency eftir Eddie Campbell, Powersbækur nr. 3, 4, 5, 6, 8 og 10, Queen and Country bækur nr. 2, 3, 4, 5, 6 og 8, og Queen and Country: Declassified bækur nr. 2 og 3.

Ellefuþúsund kall. Ka-tsjing. Djöfull fínt að finna þessar bækur, mig hefur langað að kaupa þessar seríur í dálítinn tíma. Nú voru reyndar að koma út tvær, bráðum þrjár Queen and Country safnbækur, en þær eru ekki eins laglegar, í minna broti og svona.

Á leiðinni út sá ég eina bók í viðbót sem mig langaði í, og ég hefði allsekki haft neitt á móti því að kippa með mér nokkrum DVD diskum en þetta var eiginlega orðið gott. Kannske maður kíki seinna í vikunni.

-b.