Þetta er skammstöfun á Universal Serial Bus.
Síðasta orðið ersemsagt dregið af orðinu 'busbar', sem er stöng ('bar') úr áli eða kopar, sem leiðir rafstraum í fleiri en einn.. hlut? Busbar er svo stytting á 'omnibus bar'. Omnibus merkir: ,,Including or covering many things or classes" og þannig er vísað til fjöltengingarinnar.
Fyndið: Þegar fjölsæta hestvagnar koma til sögunnar á 19. öld eru þeir kallaðir 'omnibus voiture' eða bara omnibus. Seinna varð lenska að skeyta orðinu omnibus framanvið nafn hluta til að merkja að þeir innihéldu fjöldan allan af mismunandi þáttum: omnibus box, eða omnibus train. Þannig verður til omnibus bar. Það verður að busbar og loks bus. Um leið verður omnibus hestvagninn líka að bus.
(Hér er stutt grein um þetta: http://www.worldwidewords.org/articles/omnibus.htm)
Nú bölva ég því að kunna ekki latínu, en að því er ég best veit þýðir 'omni' 'allir'. -bus eða -ibus er þá væntanlega eitthvað viðskeyti, en þá eru báðar þessar styttingar, þ.e.a.s. orðið 'bus', ekkert annað en viðskeytið við 'omni', en 'allt'-ið vantar.
Mér finnst þetta alltsaman mjög skemmtilegt en ég er hálfhryggur yfir því að B-ið í USB skyldi ekki vera önnur skammstöfun, þ.e. B.U.S. .. Binary Unifying System?
USBUS!