28 febrúar 2007

Sjónvarp og meira sjónvarp

Einn helvíti góður Battlestar þáttur núna síðast. Það er greinilegt að þeir geta sent frá sér góða stand-alone þætti, sögur sem snerta samasem ekkert á stærri framvindunni (leit að Jörð, stríð við vélmenni o.s.frv.). Það bara mistekst oftar en ella. En það hafðist núna síðast.

Ron Moore fær reyndar prik fyrir að viðurkenna það að ,,A Day in the Life" hafi verið misheppnaður, en ég er ekki viss um að hann hefði verið nokkru betri þótt hann hefði verið líkari því sem Moore hafði í huga. Mér er sléttsama um fráskilda og framliðna eiginkonu skipstjórans, og að breyta syni hans í lögfræðing á núll einni er útí hött.

Í ,,Dirty Hands" er almennileg dýnamík í gangi og innviðir flotans rannsakaðir útfrá einhverju sem skiptir höfuðmáli, en hefur varla verið snert á hingað til, nefnilega eldsneytinu. En það leiðir útí umræðu um stéttaskiptingu, verkalýðsbaráttu og syndir feðranna. Að láta Baltar skrifa sína Mein Kampf (My Triumphs and My Mistakes ef ég man rétt) í fangelsinu er sniðug hugmynd, og senan á milli þeirra Tyrols er hreint frábær. Þarna sést líka hversu auðveldlega er hægt að snúa viðteknum hugmyndum um valdhafana á haus og sjá þá sem andstæðinga, en það fellur hinsvegar í sundur alveg í blálokin, þarsem Roslyn dettur aftur í hlutverk Mömmunar. En það er smá feill á annars góðum þætti.

Og merkilegast þykir mér að þarna er sami handritshöfundur á ferð og skrifaði ,,The Passage", sem er ekki sjónvarp heldur sjóðandi haugur af mykju og hor.

Enginn Rome núna síðast, en ég var væntanlega búinn að minnast á það hversu roosalegur ,,Philippi" er. Þeir kunna sko sitt stríð.

Og eftir að hafa náð í tvo þætti í viðbót af 30 Rock gaf ég undan og sótti alltsaman. Fyrsti þátturinn er misheppnaður, en þeir batna umtalsvert þegar á líður. Snertur af Arrested Development hér og þar (þótt 30 Rock nái aldrei nálægt sömu hæðum), og annars bara snöggur húmor. Sem er gott dót.

Svo er ég að sækja I, Claudius. Man lauslega eftir þessu á RÚV í dentíð og langar að sjá hvort það standi undir hæpinu.

Kláraði 3. seríu af 24, sem mér fannst sú besta hingað til. Þeir eru ekki alveg að selja heríónfíknina, en bæta fyrir það með meiri fantaskap. Aftakan var virkilega sterkur punktur.. er það að verða þema að yfirmenn Jacks fórni sér fyrir Málstaðinn? Síðasta mínútan eða svo sýndi líka að það fer enginn heill útúr svona brjálæði - jafnvel þótt kallinn sé mættur á staðinn aftur í 4. þáttaröð. Menn verða jú að eiga salt í grautinn og svona.

-b.

27 febrúar 2007

Myndir af aðskotahlutum

Brandari: Það var svo kalt í gær að meirasegja miðakassarnir á metróstöðvunum frusu!



Nei það var samt ekki svo kalt. En á leiðinni heim frá Ásu í gær beið ég í tuttugu mínútur eftir lest, komst eina stöð áfram og þaðan í burtu frá hinu sporinu, vinstra sporinu sko. Einsog ég væri í Englandi! Hrikalegt.

Eða ég veit reyndar ekki hvernig metrósporin í Bretlandi liggja. Kannske er það á einhvern allt annan veg.

Einhver hafði gert skurk í veggspjaldaruslinu í skólanum í dag. Veggirnir og töflurnar voða tómlegar, en strax búið að koma fyrir nokkrum nýjum.. Þar á meðal slatta af auglýsingum fyrir KU. Mér fannst þetta komment nokkuð gott:



Gott dæmi um hvað hægt er að gera með annarsvegar tússpenna og hinsvegar gæsalöppum. Eða hvortveggja, í þessu tilfelli.

-b.

Tímavindumyndir til og með Babel

J. B. Priestley, putting into practice arcane theories about the simultaneity of past, present, and future, juggled time frames in his theatre work in the nineteen-thirties and forties. Harold Pinter, in “Betrayal,” his 1978 play about a love affair gone sour, ran time backward, from the bitter present to the happy past. But the current cycle of disordered narratives—in movies, at any rate—began with “Pulp Fiction,” Quentin Tarantino’s malevolently funny pop masterwork from 1994. In the movie, which is made up of three stories, John Travolta goes to the bathroom four times. In the first story, Travolta, a lowlife enforcer, has been given the job of looking after Uma Thurman, the wife of a Los Angeles crime boss. At the boss’s house, Travolta absents himself for a minute and, when he returns, discovers Thurman almost dead, her eyes rolling back into her head from the heroin he bought earlier that day. In the second story, he sits down to read a novel on the toilet in the apartment of Bruce Willis, a washed-up fighter he has been sent to kill. But Willis quietly enters the apartment, picks up the gun that Travolta has left on the kitchen counter, and, when Travolta steps out of the bathroom, blows him away. In the third story, Travolta, bloodied after accidentally killing a young man in the back seat of a car, goes to wash up with his equally blood-soaked partner, Samuel L. Jackson, and the two get into a preposterous argument over the appropriateness of getting the towels dirty.

Travolta is still alive, and arguing over towels, because the stories, despite some overlap, are not in sequence, and no attempt has been made to lock them into a unified, flowing progression in the viewer’s head by using flashbacks, flash-forwards, parallel cutting among ongoing narratives, or any other means. The fourth trip? Travolta, toting the novel again, goes to the bathroom in a coffee shop, only to stumble out into a robbery in progress. A young couple is running around, screaming curses and waving guns—the same couple that we saw in the same coffee shop at the beginning of the movie. That stickup is a kind of ring encircling “Pulp Fiction”; what it encircles, though, is not a stable planet but three semi-independent narrative platforms, each one spinning on a magician’s stick.

A sardonic view of chaos, “Pulp Fiction” suggests that contingency and chance rule a good part of our behavior. A trip to the bathroom, normally a quiet moment in anyone’s life, becomes an absurdist entry wedge into metaphysical disharmony. Time is out of joint in “Pulp Fiction.” It doesn’t really advance, which means that planning for future action is meaningless. By editing the movie this way, Tarantino was also, I believe, getting at something inherent in all moviemaking. It’s commonly said that the immediacy of film is so powerful that what’s onscreen always feels like the present, even if the scene is set in the past. By scrambling the time sequence, Tarantino explicitly created an impression of the eternal present, the sense that what is happening was always happening, will always be happening.

Mig langar að sjá Pulp Fiction aftur.

Flottar myndir af neðanjarðarlestarkerfum víða um heim.

-b.

Perry Bible Fellowship er gott gúmmilaði



-b.

26 febrúar 2007

N skorpa í gær

Og ég held að úlfliðirnir hati mig.



The Departed tók þetta í gær. Afhverju ekki, segir maður. Helvíti fín mynd. Maður ætti kannske að kíkja á Líf annarra.

Ég horfði á Little Children um daginn og veit ekki alveg hvað mér finnst um hana. En hún situr nú í mér. Voða úthverfadrama og fullorðið fólk í hæskúl-fílíng, og ég er ekki viss um endinn, en hún fór aðrar leiðir en ég hefði haldið.

En ég er annars á leiðinni útum dyrnar. Bið að heilsa öllum.

-b.

25 febrúar 2007

Dimmustaðir og skál Davíð

Garth Marenghi's Darkplace, þáttur 3 af 6. Læknirinn góði hefur tekið að sér afsprengi augnskrímslis, til að bæta fyrir dauða sonar síns, sem fæddist hálfur maður / hálf engispretta. Vögguvísan hljóðar svo:
Day draws into nightfall
Yonder stars shine bright
You can be my baby
I hope that is allright

(Dauði engisprettusonurinn: Daddy don't forget me)
I haven't, but you're dead
You have a little brother now
And one day we'll all meet
In Valhalla

Garth Marenghi, höfundur, prodúser, aðalleikari o.s.fvr., útskýrir tilurð þáttarins:
This episode is really about my own desire to have a son. Erm.. I have four daughters. And whilst I don't blame them as such, I don't really feel they're on my side.

Þetta er of gott dót.

Og hann Davíð útskrifaðist með BA í bókmenntafræði í gær. Til hamingju Davíð! Vonandi var athöfnin ekki það löng að þú misstir viljann til að lifa. Leitt að geta ekki mætt í partí.

-b.

22 febrúar 2007

Armstrong og Aldrin eru dauðir

Ég var að horfa á Sports Night þátt þarsem Jeremy minnist á að Nixon hafi á sínum tíma átt ræðu til vara, ef vera skyldi að fyrstu tunglfararnir kæmust ekki tilbaka. Það er þessi hér:
Fate has ordained that the men who went to the moon to explore in peace will stay on the moon to rest in peace.

These brave men, Neil Armstrong and Edwin Aldrin, know that there is no hope for their recovery. But they also know that there is hope for mankind in their sacrifice.

These two men are laying down their lives in mankind's most noble goal: the search for truth and understanding.

They will be mourned by their families and friends; they will be mourned by their nation; they will be mourned by the people of the world; they will be mourned by a Mother Earth that dared send two of ther sons into the unknown.

In their exploration, they stirred the people of the world to feel as one; in their sacrifice, they bind more tightly the brotherhood of man.

In ancient days, men looked at stars and saw their heroes in the constellations. In modern times, we do much the same, but our heroes are epic men of flesh and blood.

Others will follow, and surely find their way home. Man's search will not be denied. But these men were the first, and they will remain the foremost in our hearts.

For every human being who looks up at the moon in the nights to come will know that there is some corner of another world that is forever mankind.

Engin sprengja sosum, og það hefði verið kjánalegt að hafa ekki bakköpp, en það er gaman að sjá svona hluta úr sögunni sem varð ekki.

-b.

316. sæti

Ég sé að ég er orðinn efstur í vitleysingahópnum í rokkstar leiknum. En hinir hafa heldur ekki gert neitt í dálítinn tíma. Er ég sá eini sem er að spila?

-b.

21 febrúar 2007

Hremmingar

Mamma og Sigþór komu til Kaupmannahafnar í dag, einhver skoðunarferð með hópi loðdýrabænda, og ég sagði þeim sem satt var: ég hef aldrei séð svona slæmt veður hérna. Og þó var þetta ekkert til að hrópa hjálp! fyrir. Heima væri þetta bissness as júsúal, svona meira og minna. Ég meina, fólk mætir í vinnuna, sólin stoppar ekki á miðjum himni bakvið skýin á meðan mannfólkið hysjar sig saman. En í fréttunum hérna sá maður flutningabíla á hliðinni utaní vegum landsins, og fólk væntanlega að leita sér áfallahjálpar.

Það var tvöfalt lengri bið eftir metrónum um morguninn en venjulega, og ljósaskiltin sögðu að lyftur væru bilaðar á Nörreport og Bella Center. Þessi grafa ýtti þessum trukk upp brekkuna hjá stöðinni, en ég veit ekki hvort það kom veðrinu neitt við.



Mér var boðið í mat með þessum loðdýrahóp á Hereford steikhúsinu við Tívolíið og það var helvíti fínt. Það er sama vitleysan í gangi þarna og heima, maður skal panta sósu og/eða salat sérstaklega, en ef þú færð þér bara ,,steik" er það steik og bökuð kartafla og punktur. Þetta tvennt var hinsvegar mjög gott útaf fyrir sig, svo það var ekki beint ónýtt. Þegar ég fór á klósettið var grey maðurinn ekki með neinar hendur.



Seinna rölti ég á Hovedbane og ætlaði að ná fyrstu lest til Nörreport og þaðan með metrónum heim. Beið í tuttugu og fimm mínútur í svona djúpum snjó



og ákvað þá að taka skjátextann á orðinu, en þar stóð að maður skyldi ekki treysta á S-lestirnar til að koma manni á leiðarenda, það væri ekki víst að þær kæmust yfirleitt inná stöðina það sem eftir lifði nætur. Eitthvað með snjóinn sem gerði það illmögulegt að svissa á sporum..



Svo ég fór upp og út og sá þar strætó sem á stóð ,,Islands Brygge." Glæsilegt, á Íslandsbryggjustöðinni gæti ég tekið metróinn áfram heim. En endastöð hjá þessum vagni var í botnlanga sem ég kannaðist ekki við. Ég sá það um leið og ég var kominn út. Ég hringdi í Ými, sem sagði að ég gæti labbað yfir garðinn þarna rétt hjá til að komast á metróstöð, en mér skildist að það væri svolítill gangur. Sem betur fer kom annar strætó og stoppaði rétt hjá. Ég danskaði því einhvernvegin útúr mér að ég væri villtur og þyrfti að komast á metróstöð, að því gefnu að metróinn væri yfirleitt í göngu þá stundina. Jú, hann sagðist halda það, og hann myndi stoppa á Íslandsbryggjustöðinni. Þar náði ég lest sirka korteri fyrir lokun.

Þannig að það reddaðist, sem betur fer. Ég hugsa ég muni það næst að lesa betur utaná strætóa sem ég stíg uppí.. Og vera helst ekkert að þvælast útí svona danskt ofsaveður.

Heyrðu svo splæsti hún mamma í skó handa mér á Fiskitorfunni. Æði.

-b.

20 febrúar 2007

Ég hef setið yfir ljóðabókunum í dag

Ég tel það vera innan marka mannlegs hugvits og framtakssemi að ég geti, einn góðan veðurdag, flogið
Ef það gengur eftir tel ég ekki fráleitt að ég geti um leið snert himininn
Þetta er eitthvað sem ég velti fyrir mér endrum og eins
Þessi hugmynd, að breiða út einhverskonar sérútbúna vængi og hefja mig til flugs, leitar á mig
Já, ég trúi því að geti, með Guðs hjálp og góðra manna, svifið um loftin blá
Og ef þær fígúratívu dyr tækifærisins opnast - ef Fortúna ákveður í hendingu að ljúka þeim upp fyrir mér - þá skal ég sannarlega taka á rás áður en hurðin fellur að stöfum á nýjan leik
Ég tel það meira en líklegt að ég muni, fyrr eða síðar, fljúga
Svei mér þá, ef allt fer á besta veg gæti ég flogið
Ég trúi því staðfastlega að ég geti flogið

24 og pyntingar og annað

Since September 11th, depictions of torture have become much more common on American television. Before the attacks, fewer than four acts of torture appeared on prime-time television each year, according to Human Rights First, a nonprofit organization. Now there are more than a hundred, and, as David Danzig, a project director at Human Rights First, noted, “the torturers have changed. It used to be almost exclusively the villains who tortured. Today, torture is often perpetrated by the heroes.” The Parents’ Television Council, a nonpartisan watchdog group, has counted what it says are sixty-seven torture scenes during the first five seasons of “24”—more than one every other show. Melissa Caldwell, the council’s senior director of programs, said, “ ‘24’ is the worst offender on television: the most frequent, most graphic, and the leader in the trend of showing the protagonists using torture.”

The show’s villains usually inflict the more gruesome tortures: their victims are hung on hooks, like carcasses in a butcher shop; poked with smoking-hot scalpels; or abraded with sanding machines. In many episodes, however, heroic American officials act as tormentors, even though torture is illegal under U.S. law. (The United Nations Convention Against Torture, which took on the force of federal law when it was ratified by the Senate in 1994, specifies that “no exceptional circumstances, whatsoever, whether a state of war or a threat of war, internal political instability or any other public emergency, may be invoked as a justification of torture.”) In one episode, a fictional President commands a member of his Secret Service to torture a suspected traitor: his national-security adviser. The victim is jolted with defibrillator paddles while his feet are submerged in a tub filled with water. As the voltage is turned up, the President, who is depicted as a scrupulous leader, watches the suspect suffer on a video feed. The viewer, who knows that the adviser is guilty and harbors secrets, becomes complicit in hoping that the torture works. A few minutes before the suspect gives in, the President utters the show’s credo, “Everyone breaks eventually.” (Virtually the sole exception to this rule is Jack Bauer.)

...

The show sometimes toys with the audience’s discomfort about abusive interrogations. In Season Two, Bauer threatens to murder a terrorist’s wife and children, one by one, before the prisoner’s eyes. The suspect watches, on closed-circuit television, what appears to be an execution-style slaying of his son. Threatened with the murder of additional family members, the father gives up vital information—but Bauer appears to have gone too far. It turns out, though, that the killing of the child was staged. Bauer, the show implies, hasn’t crossed the line after all. Yet, under U.S. and international law, a mock execution is considered psychological torture, and is illegal.

Ég er ennþá að mjaka mér inní þriðju seríu.

En þetta atriði úr annarri seríu fannst mér einmitt athyglisvert. Sama hvað hetjurnar gera, og sama hvað kemur fyrir þær, þá er maður orðinn vanur því að það endi allt meira og minna vel í lokin. Súpermann er ekki drepinn alveg sama þótt einhver drekki honum í fljótandi kryptóníti**, og sama þótt við sjáum hann drepa Lex Luthor með berum höndum útá götu kemur það seinna í ljós að það var draumur, því Luthor fangaði Súpermann í dáleiðandi geislanet og bla bla***. En maður leikur sér við tilhugsunina, og þegar kemur að þessu tiltekna atriði í 24 var Bauer búinn að vera á mörkunum allnokkrum sinnum. Þannig að þegar hann gefur skipunina og gaurinn hinumegin skýtur soninn í höfuðið fannst mér það frábært. Loksins æxluðust hlutirnir ekki nákvæmlega einsog maður hefði haldið. Bauer fór yfir strikið.

En hann gerði það ekki, þetta var sviðsett. Leim. Að vísu reddaði það honum síðar þarsem hann fékk frekari upplýsingar úr fanganum, en það var í raun og veru bara útúrdúr. Ég vildi sjá hann taka þessa ákvörðun, vitandi það að honum fannst hún réttlætanleg, skilja hversvegna hann gerði það sem hann gerði, og fá að hata hann fyrir að gera það. Ég vil að Hans Óli skjóti fyrstur, ég vil að Cerebus nauðgi Astoriu, ég vil að Vic skjóti félaga sinn í höfuðið. Ég er ekki að segja að þeir ættu að komast upp með það - það er kannske það sem skilur að tragískar hetjur og óþokka. En ég vil fá tækifæri til að hata hetjuna og halda samt áfram að telja hana með hetjunum.

Þetta tengist reyndar því sem ég var að tala um í sambandi við Rome. Ég hefði frekar viljað að framleiðendurnir gengu alla leið, en þrátt fyrir allt kom Vorenus ansi skítlega fram við fjölskyldu sína, og olli óbeint dauða konu sinnar. Hann brást illa við og lét einfaldlega einsog hálfviti, en maður skilur hversvegna, og manni er gefið færi á því að fyrirlíta hann fyrir það sem hann gerir. Þegar hetjan stendur svoleiðis lagað af sér er farið að vera hægt að tala um persónu.

...

Bæði Studio 60 og Battlestar voru slæmir. Sá síðarnefndi eiginlega alveg ferlegur. Mann langar að grípa þessa helvítis skrifara og öskra Geriði eitthvað!! Andskotann er verið að gefa þeim 20 þætti í seríu ef þeir nota síðan ekki helminginn af þeim í nokkuð sem skiptir máli? Family Guy og American Dad redduðu þessu, voru báðir furðu solíd. Ég á eftir að horfa á Rome, en ástæðan er sú að ég er ekki búinn að kíkja á þáttinn þar á undan ennþá. Ég ligg á honum einsog ormur á gulli, að geyma mér áhorfið. Og núna eru þeir orðnir tveir. Mmm.

Ég kíkti á The Sarah Silverman Program en of mikið af henni fer illa í heilann á mér, að ekki sé minnst á taugarnar. Þátturinn er ekki að virka. Náði líka í síðasta 30 Rock af einhverjum ástæðum og hann fer ennþá dálítið í taugarnar á mér, en átti samt nokkur gullin augnablik.. Kannske maður kíki betur á hann. Dirt nennti ég ekki að hanga yfir. Hann á heima í gámnum þar sem ruslið er. Intelligence er kanadískur þáttur um einhverskonar leyniþjónustu og einhverskonar bófa. Pælotinn er þokkalega vel skrifaður og lítur vel út, en best er að heyra fólk tala um eiturlyfjasmygl og ólöglegar símahleranir með kanadískum hreim. Ég lít af skjánum og mér finnst strax einso ég sé að horfa á Trailer Park Boys. Ei?

-b.

**Er til fljótandi kryptónít? Ekki slæm hugmynd að minnsta kosti.

***Ég á þessa myndasögu oní kassa einhverstaðar.

19 febrúar 2007

Brandaraþjófnaður

Anyone who has ever performed stand-up is familiar with the red light, the universal signal that warns dawdlers it's time to wrap things up. In the '80s, comics at the Hollywood Improv came up with a novel use for the light. When shining steadily, it had the conventional meaning. But if the bulb began sputtering, it was the comedic equivalent of an air-raid siren, warning performers to lock up their original material immediately unless they wanted to lose it to a master thief.

Robin Williams, comedy's most notorious joke rustler, was in the house.

...

Accusations of comedic skulduggery have also dogged Denis Leary, who has spent much of his career denying that he borrowed his act wholesale from Bill Hicks, the edgy, anti-establishment legend who died of cancer in 1994. Critics have long cited a laundry list of alleged similarities between Leary's 1993 album No Cure for Cancer and Hicks's earlier work, from Leary's angry, chain-smoking persona to specific jokes about tobacco, health nuts, and lame bands. The charges grew so widespread that they inspired a scathing joke among some of Hicks's friends that Leary had become famous only because, well, there's no cure for cancer.

Lestur í lestum

Lyftan hérna á Árnasundi er þrjátíu og fimm sekúndur að klifra úr jarðhæð uppá níundu hæð. Hún er jafnlengi niður aftur. Það þýðir að hún er rétt tæpar fjórar sekúndur að koma sér á milli hæða, sem mér finnst óþarflega langt.

Ég kíkti í mat til Ýmis og Kristínar, þarsem ég fékk kjúkling á disk og svo bolludagsbollur í eftirmat. Með þeyttum rjóma. Það var ekta. Á leiðinni til baka tók ég 5A í staðinn fyrir S350, því hann er aðeins lengur á leiðinni (fleiri stopp) og þá gæti ég slappað af með bókina mína. Mér fannst það gott plan. Rankaði síðan við mér þegar hann var að keyra framhjá Nörreport stöðinni, svo ég fékk smá rölt tilbaka í metróinn.

Það vildi ég óska að ég gæti bara setið í lest og lesið. Maður fær að vera í friði en það er alltaf einhver hreyfing í kringum mann. Ef maður verður þreyttur á að lesa getur maður skoðað fólkið eða bara horft útum gluggann.

Ég kláraði Mao II niðrí þvottahúsi í gær. Þetta er svona snöggorð og sniðug pæling um skrif, hryðjuverk og hópa-mentalitet. Einn á móti fjöldanum eða einn inní fjöldanum.. ,,The future belongs to crowds," segir hann. En þó virðist alltaf einhver þurfa að leiða fjöldann.

Já.

Og núna er ég í Extremely Loud and Incredibly Close, sem greip mig betur en Everything is Illuminated eftir sama höfund, Jonathan Safran Foer. En ég var að vísu ýmislegt annað að gera þegar ég byrjaði á þeirri bók. Sögumaðurinn er reyndar nett óþolandi krakkaandskoti, en hann er tiltölulega nýbúinn að missa pabba sinn og maður gefur honum séns.

Báðar þessar bækur gætu allteins verið til lestrar í hinum kúrsinum, um póstmóderníska skáldskapinn.. Það er spurning hvort allar elleftaseptember-skáldsögurnar sem við komum til með að lesa geti fallið í þann flokk, hvort sjónarhorn skáldsögunnar á þessa atburði markist af bullandi póstmódernisma. Það kæmi sosum ekki á óvart. En ég er að velta þessu upp eftir að hafa byrjað á einni stakri bók, svo við skulum ekki sleppa okkur alveg.

Það væri annars pæling, með hvaða ljósi skáldskapur hefur sýnt lesendum önnur og fyrri ,,stór atvik" í mannkynsögunni. Eða sögu þjóða. Og sumir myndu benda á að slíkir atburðir hafi óbeint getið af sér nýjar leiðir í listsköpun, samanber iðnvæðing og módernismi. Fyrir Ísland? Umm.. Handritin heim? Gamli sáttmáli? Örlygsstaðabardagi? Spánska veikin? Móðuharðindin?

Ég þekki ekki íslenskar bókmenntir.

-b.

18 febrúar 2007

Fukuyama um einstaklinga versus hópa versus ríki

The radical Islamist ideology that has motivated terror attacks over the past decade must be seen in large measure as a manifestation of modern identity politics rather than of traditional Muslim culture. As such, it is familiar to us from earlier political movements. The fact that it is modern does not make it less dangerous, but it helps to clarify the problem and its possible solutions.

The argument that contemporary radical Islamism is a form of identity politics has been made most forcefully by the French scholar Olivier Roy in his 2004 book Globalised Islam. According to Roy, the root of radical Islamism is not cultural—that is, it is not a by-product of something inherent in Islam or the culture that this religion has produced. Rather, he argues, radical Islamism has emerged because Islam has become "deterritorialised" in such a way as to throw open the whole question of Muslim identity.

The question of identity does not come up at all in traditional Muslim societies, as it did not in traditional Christian societies. In a traditional Muslim society, an individual's identity is given by that person's parents and social environment; everything—from one's tribe and kin to the local imam to the political structure of the state—anchors one's identity in a particular branch of Islamic faith. It is not a matter of choice. Like Judaism, Islam is a highly legalistic religion, meaning that religious belief consists of conformity to a set of externally determined social rules. These rules are highly localised in accordance with the traditions, customs, saints and practices of specific places. Traditional religiosity is not universalistic, despite Islam's doctrinal universalism.

According to Roy, identity becomes problematic precisely when Muslims leave traditional Muslim societies by, for example, emigrating to western Europe. One's identity as a Muslim is no longer supported by the outside society; indeed, there is strong pressure to conform to the west's prevailing cultural norms. The question of authenticity arises in a way that it never did in the traditional society, since there is now a gap between one's inner identity as a Muslim and one's behaviour vis-à-vis the surrounding society. This explains the constant questioning of imams on Islamic websites about what is haram (prohibited) or halal (permitted). But in Saudi Arabia, the question of whether it is haram to shake hands with a female professor, for example, never comes up because such a social category hardly exists.

American Psycho sem rómantískt melódrama



Tagglínan er gull.

-b.

17 febrúar 2007

Laugardagur til þynnku og C-vítamíns

Bara svona skemmtileg saga.
In Paris they warn you before cutting off the water, but out in Normandy you’re just supposed to know. You’re also supposed to be prepared, and it’s this last part that gets me every time. Still, though, I try to make do. A saucepan of chicken broth will do for shaving, and in a pinch I can always find something to pour into the toilet tank: orange juice, milk, a lesser champagne. If I really got hard up, I suppose I could hike through the woods and bathe in the river, though it’s never quite come to that.

Most often, our water is shut off because of some reconstruction project, either in our village or in the next one over. A hole is dug, a pipe is replaced, and within a few hours things are back to normal. The mystery is that it’s so perfectly timed to my schedule. This is to say that the tap dries up at the exact moment I roll out of bed, which is usually between ten and ten-thirty. For me this is early, but for Hugh and most of our neighbors it’s something closer to midday. What they do at 6 A.M. is anyone’s guess. I only know that they’re incredibly self-righteous about it, and talk about the dawn as if it’s a personal reward, bestowed on account of their great virtue.

Í gær fórum í á pókermót á Solbakken og ég var fyrstur til að detta út. Tapaði þar hundraðkalli, en fékk pela af Tópas í skammarverðlaun. Sárabótin fyrir að vera gaurinn sem allir aðrir tala um þegar þeir segja ,,ég er allvega ekki svona lélegur." Það var reyndar mjög svínslegt hvernig ég var tekinn út.. var með ágætis hendur en melurinn á vinstri hönd var alltaf aðeins hærri.

Gleymdi töskunni minni.

Á morgun ætla ég að reyna að elda lasanja. Ég hef aldrei gert það áður, aldrei. Þetta verður forvitnilegt.

..og ég var að taka eftir þessum vélaskrifum mínum hérna fyrir neðan. Skrýtið. En meikaði eflaust sens fyrir mér þegar ég kom heim í nótt. Lestirnar kannske? Annars er það ekki mitt að ráða í skrif fullabjössa.

-b.

Júmm

Ahh ég elska vélar! Þær hamra bara áfram, sama hvað manni finnst. Sama þótt það sé eitthvað stóreflis dæmi í gangi, það segir hæ og gengur áfram. Bamm bamm bamm áfram!!

-b.

16 febrúar 2007

Rome, Studio 60 og ó hversu gaman það er að horfa uppá fólk skemma sig (spoilerar)

Önnur þáttaröð af Rome byrjar á sama augnabliki og sú fyrri endaði: Það er nýbúið að drepa Sesar í þinginu, og Vorenus kemst að því að konan hans átti barn með öðrum manni á meðan hann var í hernum fyrir norðan, sem verður til þess að hún fyrirfer sér. Og síðan versnar ástandið snarlega. Markús Antóníus er hundeltur á götum Rómar af mönnum Kassíusar, Vorenus gerir sig líklegan til að drepa gauksungann - sem hann hafði áður talið dótturson sinn - en er að lokum talinn af því, og lætur sér nægja að bölva fjölskyldu sinni allri og rjúka á dyr.

Nota bene**, það er heilmikið gert úr bölvunum í þessum fyrstu tveimur þáttum. Það er ekki einsog hann sagi ,,fariði fjandans til" og skelli hurðinni; hann er að skipa þeim, sem höfuð fjölskyldunnar, að fara og koma aldrei aftur, og þegar þau deyja skuli þau beina leið til helvítis. Eða Hadesar, eftir því sem þið viljið.

Þegar hann tekur loks sönsum og heldur heim að aflétta bölvuninni, þá eru þau öll horfin. Þeir Pullo frétta að óvinur Vorenusar hafi komið í millitíðinni og haft þau á brott með sér. Þeir elta hann uppi, drepa menn hans og krefjast fjölskyldunnar aftur. Sorrí, segir hann. Ég reið þeim öllum, drap þau og fleygði þeim í ána. Verinus heggur af honum höfuðið og þátturinn endar.

Þetta finnst mér ekta gott sjónvarp, og ég vil taka annað nýlegra dæmi áður en ég fer lengra.

Eftir að Studio 60 kom úr jólafríi komu þrír þættir sem gerðu samasem ekki neitt. Þeir ræstu einhverja rómantík sem var búin að vera lengi í uppsiglingu og var óttalega óspennandi, og ráku endahnútin á aðra rómantík sem var búin að vera lengi að detta í sundur og var jafnvel minna spennandi. Geisp.

Í síðasta þætti kvað við annan tón, að vissu leyti. Þar sjáum við hvernig stressið hefur náð tökum á Matt, aðalskrifaranum, og hann er farinn að gleypa pillur til að halda sér við lyklaborðið. Hann fær ofsjónir og getur ekki einbeitt sér að því sem er í gangi í kringum hann, en flestir sem vinna með honum eru of uppteknir af sjálfum sér til að fatta hvað er að gerast. Að vísu sýnist manni einsog pródúserinn, vinur hans, sjái hvað er í gangi en kjósi að minnast ekki á það svo Matt geti haldið áfram að skrifa - svo þátturinn geti haldið áfram. En það er jafnvel verra.

Eða betra.

Því þegar þátturinn endar á Matt, einum á skrifstofunni sinni að taka pillur oní bjór á meðan hinir byrja að taka upp ,,Studio 60" á hæðinni fyrir neðan sagði ég Já! Núna er eitthvað að gerast. Þetta er auðvitað ekkert á borð við það að valda dauða eiginkonu sinnar og missa síðan fjölskyldu sína, eftir að hafa bölvað henni til helvítis, en þetta er a.m.k. skref í rétta átt. Og ég fattaði að það er andskotann ekkert gaman að horfa á fólk fara á deit og bjarga fyrirtækinu, ég vil sjá fólk steypa sjálfu sér í glötun og ég vil sjá fólkið í kringum það horfa uppá hlutina gerast án þess að skerast í leikinn. Þegar drama er annarsvegar vil ég sjá tragedíu.

Það var af nægu slíku að taka í framhaldinu af Rome þegar Vorenus gerist snaróður glæpaforingi, á hraðri leið með að drepa sjálfan sig og þá sem eru í kringum hann - vitandi það að fjölskylda hans öll er dauð og farin til helvítis, þar sem honum gafst ekki tími til að aflétta bölvuninni. Hann sekkur neðar og neðar, og það er unun að fylgjast með þessum áður stolta hermanni, einum af höfuðlífvörðum Sesars, slá upp búðum á götunni, opna hóruhús, bölva guðunum og drepa mann og annan. En seinna kemst hann að því að fjölskylda hans var seld í þrældóm, hann fer og sækir hana og.. já, svo hef ég ekki horft á meir. En mér finnst ég hafa verið snuðaður um eitt stykki hörmungarsögu.

Ég hef það samt á tilfinningunni að þetta komi ekki til með að enda vel, svona þegar allt kemur til alls. Ég man ekki eftir því að nokkur karakter í Rome hafi fengi að ganga útaf sviðinu hægra megin með bros á vör. Kannske ætti maður að taka þessum uppsveiflum sem einskonar pásum, tómi þar sem persónurnar fá að draga andann á meðan frekari hörmungum er stillt upp fyrir þær. Ég vona það allavega. Farsæl endalok eiga ekki heima í kapaldrömum.

Studio 60 veit ég hinsvegar ekki um. Ég vona bara að þeir leyfi þessu að versna nógu mikið áður en grey dópistinn er dreginn í land.

-b.

** tíhí, ég sletti á latínu. En viðeigandi.

14 febrúar 2007

Youtube rölt

Stephen King talar um Stanley Kubrick

Malcolm McDowell talar um Stanley Kubrick

Aðrir tala um Stanley Kubrick

Þrettán mínútna heimildarmynd um Kubrick sem nær til Dr. Strangelove

Myndband við lagið ,,Stanley Kubrick" með Mogwai

Tónleikaupptaka af ,,Christmas steps" með Mogwai - sparkað beint inní drunurnar reyndar

Tónleikaupptaka af ,,Helicon 1" með Mogwai - hitt besta lagið þeirra

Alan Moore talar um guðinn sinn, Glycon

Alan Moore í einhverjum hrikalegum spjallþætti frá níunda áratugnum (að því er virðist) - hann er einmitt í jakkafötunum sem Eddie Campbell lætur svo mikið af í How To Be an Artist

Comic Tales with Alan Moore, fyrsti hluti - næstu eru þarna líka

Nýlegt viðtal við Alan Moore og við annað fólk um Alan Moore

Eitthvað sillí vídjó með liðinu úr The West Wing

Æðisleg opnunarsena úr þætti í fjórðu seríu af The West Wing

Brilljant sena úr Glengarry Glen Ross - að mig minnir eina senan sem Mamet skrifaði sérstaklega fyrir kvikmynda-aðlögunina

-b.

Kvót óverlód

Sherlock Holmes never said “Elementary, my dear Watson.” Neither Ingrid Bergman nor anyone else in “Casablanca” says “Play it again, Sam”; Leo Durocher did not say “Nice guys finish last”; Vince Lombardi did say “Winning isn’t everything, it’s the only thing” quite often, but he got the line from someone else. Patrick Henry almost certainly did not say “Give me liberty, or give me death!”; William Tecumseh Sherman never wrote the words “War is hell”; and there is no evidence that Horace Greeley said “Go west, young man.” Marie Antoinette did not say “Let them eat cake”; Hermann Göring did not say “When I hear the word ‘culture,’ I reach for my gun”; and Muhammad Ali did not say “No Vietcong ever called me nigger.” Gordon Gekko, the character played by Michael Douglas in “Wall Street,” does not say “Greed is good”; James Cagney never says “You dirty rat” in any of his films; and no movie actor, including Charles Boyer, ever said “Come with me to the Casbah.” Many of the phrases for which Winston Churchill is famous he adapted from the phrases of other people, and when Yogi Berra said “I didn’t really say everything I said” he was correct.

So what? Should we care? Quotable quotes are coins rubbed smooth by circulation. What Michael Douglas did say in “Wall Street” was “Greed, for lack of a better word, is good.” That was not a quotable quote; it needed some editorial attention, the consequence of which is that everyone distinctly remembers Michael Douglas uttering the words “Greed is good” in “Wall Street,” just as everyone distinctly remembers Ingrid Bergman uttering the words “Play it again, Sam” in “Casablanca,” even though what she really utters is “Play it, Sam.” When you watch the movie and get to that line, you don’t think your memory is wrong. You think the movie is wrong.

Ég kinkaði kolli við flestu af þessu, enda er þetta ekki beint í fyrsta skipti sem einhver reynir að höggva í svona misminnistilvitnanir. Það vantaði bara Voltaire. Bölvaðir skemmdarvargar vilja ekki leyfa manni að eiga hljóðbútana. En ég stoppaði við ,,Greed is Good." Víst sagði hann það. Í treilernum:



Skýrt og greinilega (þótt myndin sé þarna aðeins á eftir hljóðinu). ,,Greed is good. Greed works."

Er hægt að segja að samband kvikmyndar og sýnishorns sé svipað og viðmælanda og fréttamanns, einsog newyorker-tappinn tekur dæmi um neðar í greininni? Að treilerinn geti haft eitthvað rangt eftir kvikmyndinni? Mér finnst það varla. Þarna er bara búið að klippa myndina uppá nýtt, en karakterarnir eru þeir sömu. Í sýnishorninu er Gekko einfaldlega skorinorður, hann hefur ekki tíma fyrir töfsur. Það er ekkert að minninu mínu. Ég vinn.

Og svo er hérna ,,Ritstuldur um ritstuld" sem ég nennti reyndar ekki að lesa til enda, en er örugglega voða sniðugur. Sei sei.

-b.

Flash Gordon var það

Skellum þessu hér líka, uppá kompletið..

Hann SKjartan sagðist halda að fyrra atriðið sem ég lýsti væri úr Flash Gordon, og það var laukrétt. Ég sótti myndina í dag og var að enda við að renna í gegnum hana. Senan sem ég skrifaði um er miklu saklausari í myndinni en í minningunni, en þarna er hún. Og myndin er æði.

Hún er stúúúúpid, algerlega útí hött, yfirdrifin og klippt úr kartonpappír, og hún veit það alveg. Hetjan er aría-dúkkulísa, quarterback sem gengur um í bol með nafninu sínu á og bræðir kellingarnar með því að líta í áttina til þeirra; skúrkurinn reynir að giftast heitkonu hans, og sver við athöfnina að hann muni ekki varpa henni útí geim fyrren hann verður þreyttur á henni.. Og svona augnablik: Það er svaka bardagi í gangi útifyrir, og inní höllinni hanga Timothy Dalton og klikkaði prófessorinn niðrí dýflissu. Það er klippt til þeirra þarsem þeir standa og þegja í smástund og svo segir Dalton:


,,Tell me more about this man Houdini."


Snilld snilld.

Hún er líka að drukkna í kynlífi, sem kom mér á óvart, og ég býst við að hafi farið framhjá mér í den. Þetta 'Wood Beast' atriði er reyndar ansi Freudískt, en ég ætla að láta sem mest ósagt um það alltsaman.

-b.

13 febrúar 2007

Godzilla hinn ómögulegi

Þetta er kannske margþvælt, en ég hafði gaman af því. Um Godzilla skrímslið og þær fjölmörgu ástæður fyrir því afhverju það gæti ekki lifað í okkar veruleika.
Could an Animal That Size Exist?

No. It's not even remotely possible.

Take one standard die. We’ll assume that it’s a cube 1 inch by 1 inch by 1 inch in dimensions. It therefore has a surface area of 6 square inches, and a volume of 1 cubic inch. (The surface area of each side is calculated as length x width. Each side therefore has a surface area of 1 inch x 1 inch or 1 inch^2. There are 6 sides, so the total surface area is 6 x 1 inch^2. The volume is length x width x height, so the volume is 1 inch x 1 inch x 1 inch or 1 inch^3.)

To double the dimensions of a single die, we’d need 8 dice. We’d need 2 dice to double the length of a single die; 2 dice to double the width; and 2 dice to double the height. So, to make a cube twice the size of a single die, we’d need 2 x 2 x 2 = 8 dice. The surface area of this new die would be 2^2 x 6 square inches = 24 square inches, and its volume (of course), would be 2 x 2 x 2 = 8 cubic inches. You’ve probably noticed that the surface area/volume ratio of the original die is 6:1, while the surface area/volume ratio of the new die is only 3:1. If we keep making bigger dice, the amount of surface area relative to volume drops dramatically as the dice get bigger.

So, as things get bigger, their weight (which is a function of their volume) increases dramatically faster than does their surface area. This has a number of important consequences. Not least of these is that if you double something’s size and keep its proportions the same, its weight doesn’t double or even quadruple – it increases by a factor of eight!

So, an animal the size of Godzilla would weigh something like 60,000 tons! That’s actually a rather conservative estimate. In any event, you’re talking about an animal that literally weighs as much as a battleship. What would happen to a battleship if you could take it out of the water that supports it and stand it on its stern? Within a few seconds’ time, you’d have a very large pile of scrap metal – that’s what would happen!

I don’t care if Godzilla’s skeleton is made of solid titanium – the instant he steps out of the water, it’s going to collapse under his enormous weight. So, downtown Tokyo is quite safe, though they might have a rather large mess to clean up in the harbour.

Þetta útskýrir allavega cube-lögmálið á skiljanlegan hátt, en ég man að Grant Morrison-karikatúrinn í einhverri Supreme sögunni minntist á það til að útskýra afhverju hitt og þetta úr sögu Supreme gæti hreint ekki staðist.

Þreytti gaurinn.

-b.

Enn í N, hm?

Ég er ennþá að spila N, og það virðist enginn vilja keppa við mig.. Hérna er ég staddur:



Annars ekki neitt. Bless í bili.

-b.

12 febrúar 2007

Morðingjar á meginlandinu

Það er sannkölluð gósentíð í gangi hvað varðar bíómyndir. Óskarinn á næsta leiti og þá er búið að senda screener-DVD diska útúm allar trissur, sem rata nær óumflýjanlega á netið. Piratebay-gaukarnir hafa komið upp spes síðu til að vísa fólki á kvikmyndir sem tilnefndar eru til verðlaunanna, Oscartorrents.com. Þarna getur maður flett upp myndum eftir verðlaunaflokkum, sem er voða þægilegt.

Tvær myndir í gær annars. Fyrst Perfume: The Story of a Murderer. Ég las bókina þegar ég var í FSu, og mér sýndist henni vera nokkuð vel skilað á tjaldið. Slatta sleppt, svona einsog vera ber, en því sem er haldið svínvirkar.. spurning reyndar hvort maður fíli hana betur hafi maður lesið bókina, bara þessi tilfinning að sjá ímyndirnar raungerðar. Fjöldasenan undir lokin er tildæmis brilljant, ég veit ekki hvort eða hvernig maður hefði getað uppfært hana öðruvísi.

Og síðan The Last King of Scotland, sem var öðruvísi en ég hélt og mun ógnvænlegri en mér hefði dottið í hug. Kannske vegna þess að ég vissi sama sem ekkert um Amin áður. Myndin rennir sér niður brekkuna sífellt hraðar, frá því að læknaneminn flýgur til Uganda fyrir hendingu og plokkar þyrninn úr loppu ljónsins á veginum, þangað til villidýrið gerir sig loks líklegt til að éta hann. Whitaker er svakalegur. Hann sveiflast jú á milli þess að vera dansandi flón og snaróður morðingi, en skuggalegastur finnst mér hann þarsem hann situr í myrkrinu og horfir á Deep Throat. Hann spyr lækninn hvort það megi vera að kona hafi sníp neðan í hálsinum, og manni finnst hann gæti verið að hugsa um að skera nokkrar upp og gá að því.

Án þess að fara útí vangaveltur um sagnfræðilegar staðreyndir og villur, sem mér finnst ekki koma málinu við, endilega.

Báðar þessar myndir fjalla um morðingja, og báðar gera þá symptatíska, upp að vissu marki. Ég hef ekkert meira um það, ég bara var að fatta þetta núna.

Á mánudögum er annars sjónvarpsuppskera. Enginn SuperBowl í gær svo það ætti að vera nóg á línunni. Sótti The Good Shephard í nótt og held áfram með Mao II. Nóg að gera fyrir mann sem hefur ekkert annað að gera.

Og í mars fer ég á Arcade Fire tónleika á einhverjum tónleikastað þarsem Radiohead spiluðu á síðasta ári. Ýmir reddaði miða handa mér í morgun, og fær auðvitað bestu þakkir fyrir. Svo er ég búinn að vera að hlusta á Desperate Youth, Blood Thirsty Babes með TV on the Radio, I Am the Fun Blame Monster með Menomena og Hissing Fauna, Are You the Destroyer? með Of Montreal. Last.fm og myspace finna manni stundum góða tóna.

-b.

11 febrúar 2007

Þar situr hamingjan föst við gólfið

Í gær blandaði ég mér skrúfjárn og vann þrjátíu krónur í pókerspili, sem ég notaði síðan til að kaupa mér kebab. Ég bað um durum með killing en ekki kylling, en mig minnir að hið fyrrnefnda sé orðið yfir kettling. Ég fékk samt hænsn. Danska y-ið er slyngið.

Davíð Þór Jónsson bendir á frásögn Jóns Steinars Ragnarssonar af þáttöku þess síðarnefnda í þorskastríðinu. Fín lesning.

-b.

09 febrúar 2007

Úr söguverkefni (600)

4. Atriði.
Grímur og Ljótur labba inn í búð kaupmannsins. Hún er fátækleg, og fyrir aftan borð eitt stendur kaupmaður. Í horni einu er opin hurð.

Grímur:
"Hér sé Guð. Sæll kaupmaður! Blessuð blíðan… ekki nema hnédjúpt úti fyrir."

Kaupmaður:
"Hvað vilt þú hingað, rónadjöfull? Má ég bjóða vandarhögg ?!?"
(Grímur labbar upp að kaupmanni, og kýlir hann í magann.)

Arnljótur:
"Eigi skal það þyggja, en heldur 4 potta brennívíns! -Og eina flösku af kvennavíni, handa sögumanni."

Sögumaður:
"Þegi þú, rónadjöfull !"

Var að finna slatta af gömlu dóti. Mér finnst þetta ofboðslega fyndið.

-b.

Frekari útskýringar



Hérna er blái bjórinn. Ég smakkaði einn áðan, hann var ágætur. Kannske aðeins meiri fylling í honum en þessum græna, en hann er ekkert bragðsterkur. Hefði þurft að kaupa einn af hvoru til að vega og mæla..

En þetta finnst mér hinsvegar skemmtilegt, aftan á hverri flösku er smá blörb frá ,,venjulegum dönum" héðan og þaðan. Á þessari flösku er
"Farven minder mig om efterår. Og så smager den lidt af karamel."
Á annari er
"Den er rund og blød i smagen og glider lige ned. Så det er ikke kun en mandebajer."
..og svo framvegis. Ný lína á hverri flösku. Kannske soldið haddló en samt engu verra en megnið af ruglinu sem maður les utaná bjórflöskum.

Og svo er svona dauft spurningarmerki fyrir neðan TUBORG-ið, og yfir því stendur ,,Danmarks nye Tuborg". Því það er nefnilega ekki útséð með það sko. Spurningaratriði.

-b.

Ég væri til í að eiga þetta plaggat

Tvær myndir og blámi

Í fyrradag fórum við og sáum Pétur Ben í Loppen í Kristjaníu. Hann var temmilegur. Hér er mynd af honum:


Metróinn var hættur að ganga þegar tónleikarnir kláruðust, ég missti af resjónallestinni rúmlega tvö og beið í klukkara eftir næstu. Þegar ég lenti á stöðinni hérna fyrir neðan tók ég mynd af þessu hér


Það minnti mig á ópal.

Það er partí á morgun en núna borða ég spínatbollu og reyni að klára Mao II. Keypti kippu af bláum Tuborg núna áðan.. Sem er spennandi. En ekki svo spennandi.

-b.

06 febrúar 2007

Aukið mér leti og hugarró, bíó

Fleygi þessu upp hérna líka, ef svo ólíklega vill til að hingað rati fólk sem les ekki vitleysinga..

...

Ókei, hérna er fólk sem hefur horft á kvikmyndir. Ég er að leita að tveimur b-myndum, vísindaskáldsögum, sem ég sá einhverntíman þegar ég var krakki. Ég man varla neitt eftir þeim, nema einstök atriði, og mig langar að vita hvað þær heita.

Þá fyrri finnst mér ég hafa séð í Fjalakettinum svokallaða á RÚV, þegar ég átti ennþá heima austur í sveit, eða skömmu eftir það, svo ég hef verið sirka fjögurra fimm sex ára. Eða ekki. Allavega, mig minnir að þessi mynd gerist í geimnum, hún er allavega nógu fútúrísk í minningunni. Það eina sem ég man virkilega eftir er einhverskonar apparat sem aðalskúrkurinn notar til að drepa menn. Það eru fullt af svona opum, eða túbum, sem standa saman í haug, og hann fær menn til að stinga höndinni oní eitt af þeim til að sækja.. eitthvað. Ef þeir velja það rétta þá er þar eitthvað sem þeim vantar, annars eru þeir bitnir og deyja skömmu síðar.

Þetta er svona rússnesk geimverurúlletta.

Svo er hetjan komin til að gera nákvæmlega þetta, stingur hendinni oní og þykist vera bitinn, og þegar skúrkurinn fagnar sigri grípur hetjan tækifærið og.. eitthvað. Kýlir hann kaldan? Eitthvað flóknara kannske, en hann grípur daginn. Þetta er það eina sem ég man.

Það hljómar skringilega að segja frá þessu, en þetta er eitt af þessum smáatriðum sem maður man, án þess að nokkrar aðrar minningar tengist því á neinn hátt. Og mig langar að vita hvaða mynd þetta er, satans.

...

Seinni myndina held ég að ég hafi séð talsvert síðar, mögulega niðrá Sólheimum í einhverri heimsókninni. Það eru sko þessir tveir gaurar sem eru í ákveðinni sendiferð, á flótta undan einhverjum ribböldum, og takmarkið er að hitta geimverur útí skógi. Það er búið að ákveða fund á milli jarðarbúa og þessara geimvera, en í staðinn fyrir glas af vatni eru geimverurnar tilbúnar að gefa jarðarbúum annaðhvort eitthvað hókus pókus til að losna við mengun og þessháttar á Jörðinni, eða einhverskonar tortímingartól sem grandar.. ja, öllu býst ég við. Þetta kalla þeir ,,The Gift" annarsvegar og ,,The Gun" hinsvegar.

Þessir gaurar sem við fylgjumst með vilja fá Gjöfina, en óþjóðalýðurinn sem er á hælum þeim vill komast yfir Byssuna. Mig minnir á einhverjum tímapunkti sveifli annar þessara gaura sér á milli svala á hóteli með því að nota skóreimarnar sínar.

Mér er að detta í hug að þetta gætu allt eins verið sjónvarpsþættir.. Hvortveggja gætu verið úr Twilight Zone, ég hef ekki hugmynd. En kannast einhver annar við þetta?

-b.

Allir lestarteinar færir

Ég vaknaði snemma í dag og fór niðrá Nörreport til að kaupa mér almenningssamgöngupassa. Það er hreint einstök tilfinning að geta bara gengið inn og úr lestunum alltíeinu, eftir að hafa staðið í klippikortastimpli endalaust. Frelsið, herra minn, er einsog hressandi myndlíking eftir langa göngu um heiðarnar.

Og svo fór ég í tíma. Bókmenntir eftir (og um) ellefta september tvöþúsundogeitt. Það var rosa mikið af fólki í stofunni. Ég held ég hafi verið sá síðasti til að komast á blað hjá karlinum, og fólk farið að raða sér á biðlista. Ég taldi fyrst fjórtán stelpur á móti þremur strákum, að mér meðtöldum, en svo gengu inn fjórir gaurar og settust allir í kringum mig, einhvernvegin. Tveir við hvora hlið og tveir á borðin fyrir framan mig. Og þeir voru allir með kaffibolla, allir sem einn.

Mér dreplangaði alltí einu í kaffi. Ég sendi sponsornum mínum skilaboð, en áður en ég gat gert nokkuð til að svala þessum langsvæfa þorsta byrjaði tíminn, veröld sé lof. Og svo gekk meira og meira fólk inn.

Ég átti einusinni svona kaffibolla einsog hérna sést á mynd. Minn var gulur á litinn. Ég fattaði, eftir að hafa notað hann í talsverðan tíma, að hann var ekki bara stærri en aðrir kaffibollar, heldur hélt hann líka mun meira kaffi en þessir hefðbundnu. Ég var semsagt farinn að drekka hálfan líter af kaffi eða svo án þess að taka eftir því. Svona í morgunsárið. Hrikalegt. En djöfull var það ljúft samt.. Gúd tæms.

Ég veit ekki hvernig mér leist á þennan tíma, en bækurnar gætu verið athyglisverðar. Ég keypti þá fyrstu og byrjaði á henni, en það er Mao II eftir Don DeLillo. Hörkugóður prósi. Verst að fyrir utan hana eru þetta tiltölulega nýjar bækur, og þessvegna dýrari en ella. Terrorist, eftir John Updike, er á tæpar tvöhundruð krónur. Ég var búinn að skammta mér sjöhundruðkall á viku til að hafa það út mánuðinn svo vel væri, en svo eyði ég þessari viku á öðrum degi í strætó og fagurbókmenntir.

Þrjár bíómyndir: Horfði á Stalker í gær. Ég var svona að detta inn og út fyrsta klukkutímann, en hún greip mig þegar lengra dró. Æðislegar tökur oft á stundum, og plássið sem þeir fara í gegnum er einstaklega skemmtilegt. Vel hannað. Ég skildi ekki hversvegna konan fór alltíeinu að tala við myndavélina, eða hversvegna dóttirin sýndi alltíeinu ofurmannlega krafta, en mér fannst það svalt. Það var einsog til að pota aðeins í mann þarna í blálokin, að þetta væri ekki eins einfalt og Skrifarinn og Prófessorinn vildu af láta.

Áðan sá ég Great Expectations. Ég veit ekki alveg afhverju, hún bara var þarna. Nokkuð gaman af henni, en það vantaði allan fókus. Um hvað er þessi saga eiginlega?

Eftir það horfði ég á The Queen, sem kom mér talsvert á óvart. Mér fannst skrýtið að hugsa til þess að þarna er verið að skálda heilu samtölin á milli fólks, sem er enn við völd, til að segja sögu af atburðum sem eru tiltölulega nýliðnir.. en það virkar. Drottningin og Blair eru bæði mjög góð, og myndin er helvíti fyndin á köflum.. Bretarnir eiga þó alltaf kóngafjölskylduna til að gera grín að. Þeir kreista slatta af húmor útúr Karli einum saman, sem er sýndur sem óttaleg rola - þó þar sé kannske ekki verið að ráðast á bekkinn þarsem hann er hæstur.

Ég hafði alveg þrælgaman af henni. Spurning hvort maður reyni að sjá allar Óskarsverðlaunatilnefndu myndirnar áður en það batterí rennur í gang.. En ég er bara ekkert svo spenntur fyrir Iwo Jima. Akkúrat núna er Half Nelson næst á lista..

Í öðrum áhorfsfréttum halda konur og börn áfram að gera heimskulega hluti í Los Angeles borg í 24, og Jack Bauer kennir sér vissulega um alltsaman. Annar hver karakter fer í taugarnar á mér, virðist vera, og herra Sutherland slær nokkrar feilnótur, þótt hann sé vissulega skástur af þeim. Hann fær þó allavega svona augnablik endrum og eins þarsem maður er ekki alveg viss hvar maður hefur hann. Það að drepa vitni í yfirheyrslu og skera síðan af því höfuðið til að stíga í vænginn við hóp af glæpamönnum er ansi kalt. En það er í lagi því gaurinn var jú barnanauðgari og -morðingi, eitthvað svoleiðis.

Bauer er líka með BA gráðu í enskum bókmenntum frá UCLA. Hann fær nú nokkur prik fyrir það, jafnvel þótt ég hafi ennþá ekki heyrt hann vitna í Chaucer.

-b.

05 febrúar 2007

Mér datt það í hug á tröppunum

Orð dagsins í dag er TUNDURHUNDUR.

-b.

Þá smælar heimurinn

Það var appelsínugul birta í herberginu þegar ég kom heim. Það er frekar þykkur himinn yfir borginni núna. Ég fór og lét taka passamyndir af mér, til að geta keypt mánaðarkort í lestirnar á morgun, og myndirnar eru svarthvítar og dálítið stórar. Þessi vél vildi ráða því sjálf hvenær hún smellti af, og þá verður maður að passa sig á brosinu. Einhverstaðar átti ég nú gamla passann, en ég gæti hafa týnt honum á Íslandinu yfir jólin. Eða kannske er hann inní í skáp.

...

Hann var inní skáp. Í fjórðu hillunni oná myndasöguhefti. Ég var pottþétt búinn að leita þar áður.

Djísús. Þar fóru sextíu krónur danskar fyrir lítið.

Nýir Rome og Studio 60 í dag, en um leið og ég set azureus í gang hrynur allt annað netsamband. Mikið þoli ég ekki þegar svona lagað virkar ekki bara.

Skólinn byrjar á morgun. Fyrsti tíminn klukkan tvö, daginn eftir klukkan tíu. Og ég vona að það verði eitthvað varið í þessa kúrsa, annars er ég hættur og farinn og strokinn til Belgíu.

-b.

Rome og bavíanar

Úr þriðja þætti annarar þáttaraðar af Rome, ,,These Being the Words of Marcus Tullius Cicero." Cassius (til hægri) er á ferð með Brútusi (til vinstri) að reyna að afla fjár til að geta ráðist aftur inní Rómarborg. Hann situr að spjalli við múslimskan vésir (ekki á mynd):

Cassius: Ha ha ha.. that's very good. So, if we could return to the subject of money. Please bear in mind, your excellency, that those who help us now will have good friends in Rome when Marc Anthony, the traitor, is deposed. Very good friends. It's only a matter of time. With or without your help, we shall raise an army. We shall. Anthony's head will rot on a spike.

Vésir: There are Roman women who are fucked by baboons.

Cassius: Excuse me?

Vésir: I have heard that there are shows where such things can be seen.

Cassius: .. Ahh, well, they're not so much shows, really, they're more of a punishment.

Vésir: I should like to see that. We do not have such in Bithynia.

Cassius: I should imagine it's simply a matter of training the baboon..

Vésir: We have no baboons here. No apes of any kind.

Cassius: Ah, I.. I wasn't aware of that. As I said, those who help us now..

Vésir: Yes. You want my money to raise an army. I want to see a Roman woman fucked by baboons.

Cassius: ..Perhaps arrangements can be made.

Það er vitaskuld allt annað að sjá þetta á skjánum, og maður skyldi ætla að netið gæti reddað klippu, en ég hef ekki hjarta í að fletta upp ,,fucked by baboons" á youtube.

Þetta er annars Rome í nettri hnotskurn. Þeir velta sér uppúr allskonar sora, og skammast sín ekkert fyrir það, en þegar öllu er á botninn hvolft snýst dæmið um vald og yfirráð. Klám og ofbeldi eru bara hluti af gamninu.

Á heimasíðu þáttanna á hbo.com sé ég svo þetta:
Rome Fact

If a slave was called upon to give evidence in a Roman court he had, by law, to be tortured first.

Í þá gömlu, góðu daga.. Ætli þeir hafi velt vöngum yfir skilgreiningunni á ,,pyntingum" þá einsog núna?

-b.

04 febrúar 2007

West Wing, viku fyrir viku

ON WRITING: [W]hen you do a movie or a play, do you have to know [the characters] inside out to be able to write about them?

SORKIN: There is no inside out. You have to remember that the properties of characters and the properties of people are two entirely different things. You and I both had experiences when we were six years old that are still somehow affecting us now. A character like Bartlet, or Josh, Toby or Sam in The West Wing was never six years old. They were born at the age that they were in the pilot. They were never six years old, unless I am telling a story that involves something that happened to them when they were six. Now they're six years old. But people who talk about, "I want to know what this character had for breakfast last week before I can play the scene," I respect what they're doing, I don't understand it. there character didn't have breakfast a week ago. Characters don't have breakfast - people do.

[...]

If I want to tell a story about a woman reacting to the severe oppression of women in a certain Middle Eastern dictatorship, then I'm purposefully having C.J. react differently than Bartlet would. But if I wasn't interested in telling that story and I was interested in telling a different story about women in the Middle East, I would have no problem having C.J. and Bartlet react the exact same way. In other words, I don't sit there and think, oh shit, C.J. wouldn't do this. C.J. would do whatever I make C.J. do. Don scardino directed A Few Good Men on Broadway, and there was this moment during rehearsal one time when an actor came up to him and said, "I don't think my character would do this." And he just said, "I think you're playing the wrong character." Of course he would do it - it's right there in the script.

Þetta virkar voða blátt áfram, en það er í rauninni ekkert sjálfsagt að spila hlutina svona eftir eyranu í sjónvarpi. Oftar en ekki er búið að útbúa ,,biblíu" fyrir sjónvarpsþætti áður en ráðist er í framleiðslu af fullum krafti: Hvaðan persónurnar koma og hvert þær fara, tengslin á milli þeirra, stærri söguþræðir og hugmyndir að minni sögum og svo framvegis og framvegis. Mér finnst til að mynda merkilegt að MS-þráðurinn skuli ekki hafa orðið til fyrr en byrjað var að taka upp fyrstu seríuna, eins stór þáttur og það kom til með að vera þegar lengra dró.

Og svo er líka gaman að sjá talað um sögupersónur með svona passlega litlum hátíðleika. Minnir dáldið á Mamet.

Já og þarna er líka handritið að fyrsta þættinum, eftir viðtalið.

-b.

Dagamunur

Alltíeinu er kominn fjórði febrúar. Núna nýlega hef ég:
  • Horft á fyrstu seríu af 24. Eða, einsog ég hef nú kosið að kalla þættina, Börn og konur gera heimskulega hluti og Jack Bauer kennir sjálfum sér um alltsaman og biður fólk fyrirgefningar í 24 klukkustundir. Þetta eru ágætis þættir, og formið er nokkuð sólid, en það er ekkert við þá sem stekkur fram og segir mér að fylgjast með.. Og að þeir skuli fleyta eiginkonunni áfram um nokkra þætti með því að gefa henni minnisleysi finnst mér bara leim.
    Gott þegar hann skar puttann af gaurnum þarna samt. Og svo ekta byssubardagi í lokin.
  • Séð Hollywoodland. Enn ein Hollywood-skáldævisagan og ekkert mikið á seyði. Affleck kom mér þokkalega á óvart og myndin sem slík er vel smíðuð, en hún er ekkert sérlega eftirtektarverð.
  • Heimsótt Carlsberg verksmiðjuna. Í dálítilli hraðferð, þarsem við vorum pínu seint á ferðinni, en það var samt gaman að fara þarna í gegn. Sá svarthvíta auglýsingu frá '37 þarsem þeir sýna bjór í aldanna rás, skápana þarsem starfsmenn geymdu daglegu bjórskammtana sína (fjóra lítra ef ég man rétt), og rúmlega þrettán þúsund bjórflöskur í uppstillingu. Carlsberg frá Kína og Taílandi og þriðja ríkinu. Bjórflösku sem bjargað var úr skipbroti, aðra úr takmörkuðu upplagi krýningarbjórs frá Bretlandi á sjötta áratugnum. Og í lokin fékk ég mér dökkan lager og öl.
  • Verið í nánu sambandi við bankann minn, þarsem fjármálin eru í bölvuðum ólestri hjá mér í augnablikinu.
  • Sorterað tölvupóstinn minn og hent í möppur eftir árum. Elsta bréfið er frá áttunda apríl 2003, skömmu eftir klukkan eitt eftir hádegi. Þar segir Hallur meðal annars: ,,Eg veit ekki rassgad hvad eg à ad setja meira i thetta djoflurugl. Eg held eg setji ekki neitt. Veridi bara thaegir og godir thangad til naest tharna dryslar.... drysladot.
    Hak Kak Hinkak. Blez dràkar o veridi gùl. Svaridi mer lika , thad er rosa gaman."
  • Barmað mér yfir lélegu netsambandi. Þessa stundina sýnist mér það meira að segja liggja niðri aftur, eftir að hafa verið að stríða mér í allan dag, og síðustu daga af og á.
  • Hobb, þarna kom það aftur. Best ég hendi þessu inn á meðan ég get.

-b.

01 febrúar 2007

Barskrif

Ég er að henda drasli úr veskinu mínu. Fann meðal annars nafnspjald frá Hafsteini sem einhver hefur krabbað á með minni rithönd. Þar stendur:

,,A er öfugt V!"

og

,,Pólverjar eru til alls fyrstir!"

Meira veit ég ekki.

-b.