15 október 2006

Vakna þú mín Torfhildur

Hún Torfhildur er komin í gírinn aftur. Fyrsta uppfærslan í.. sirka þrjú ár sem ég kem ekki nálægt. Ja, þannig séð. Ég bað rhi um að senda Andra lykilorðið að vefsvæðinu, og beið svo í einhverjar vikur, áður en ég sendi honum bara .zip fæl með afriti af ws_ftp forritinu mínu, þarsem torfhildar-passinn er dulkóðaður. En það virkar.

Einsog ég sagði honum áðan þá er þetta náttúrulega eitthvað sem ég hefði getað gert til að byrja með, þarna í byrjun annarinnar, en hvað um það..

BSG vikunnar er slappur. Gerist lítið. En síðustu þættirnir af The Wire eru að detta inn. Vantar bara númer 12 af 13.. Og volgar ciabatta-bollur með smjöri og osti eru rosa góðar svona seint á kvöldin.

-b.

Engin ummæli: