(nb. ég skrifaði þetta í febrúar. Nú er næstum kominn apríl og ég fatta að ég gleymdi að birta. Látum nú vaða. b.)
Sjónvarp
Broadchurch -- smábær ársins
Það var búið að mæla með þessu við mig og okkur Nönnu bæði fyrir lifandis löngu, við horfðum loksins á fyrstu seríu í janúar og hún er rosaleg. Einbeitt og örugg, persónurnar anda súrefni og bregðast við því sem gerist fyrir framan þær -- en ekki því sem þarf að gerast í næstu senu. Tónninn er persónulegur, harmrænn og dramatískur, án þess að þvinga fram dramatík. Hún gerir í stuttu máli allt vel það sem önnur sería gerir svo ofsalega illa.
Þessi fyrsta sería var svo snemma á dagskrá á árinu hjá okkur að ég skráði hana (í litlu skráningarbókina mína) upphaflega í 2014, en hún lenti amk. ekki á síðasta lista svo hana.
Þessi fyrsta sería var svo snemma á dagskrá á árinu hjá okkur að ég skráði hana (í litlu skráningarbókina mína) upphaflega í 2014, en hún lenti amk. ekki á síðasta lista svo hana.
Game of Thrones -- sápa ársins
Þetta er eini nýju þættirnir sem við horfðum á á árinu um leið og þeir komu út. Ýmislegt annað, einsog Hannibal og Girls, situr ennþá óhreyft því það bara var aldrei neinn tími til að horfa. Ég hef GOT hér jafnvel þó þessi þáttaröð hafi ekki náð neinum tilfinnanlegum (eða tilfinningalegum) hæðum, nema rétt í restina. Innrásin í strandbæinn var virkilega vel heppnuð, þrautaganga drottningarinnar sömuleiðis (og það sem mér þykir einna mest spennandi við framhaldið). Kynni Sönsu af Ramsey óþægileg en hann fær ekki að vera illmennið sem hann er í bókunum -- eða kannske er ekki hægt að vekja upp sama óhug á skjánum? -- þannig að maður örvæntir aldrei fyrir hennar hönd einhvernveginn. Og sagan hennar Aryu, sem mér þótt mest fútt í í bókunum, er dálítið flöt.
En þrátt fyrir alla mínusa er þetta mest spennandi sjónvarp sem snýr aftur árið 2016 í mínum huga, fyrir utan X-Files mögulega, en þar er maður varlega spenntur.
GRRM lýsti því nýlega yfir að næsta bók í seríunni komi ekki út áður en næsta sería þáttanna fer í sýningar, en það hafði verið markmið hjá honum. Ég veit ekki hvort nokkur manneskja hafi trúað því að það myndi nást. En þetta eru náttúrulega bestu fréttir sem við gátum fengið hvað bækurnar varðar; að næsta bindi hafi ekki verið flýtt til að ná í skottið á þáttunum.
The Americans -- períóða ársins
Ég var reyndar búinn að gleyma því að hafa séð þessa þriðju seríu árið 2015. Einsog ég minntist á áðan þá bregðast venjuleg lögmál minnisins frá febrúar og inní sumar, þyngdaraflið hagar sér undarlega og svið minninganna, þar sem innri einræðan er upp sett (með sínum persónum og leikurum sem voru áður aðrir en eru núna bara ég sjálfur að leika söguna um sjálfan mig) það sekkur niður í miðjuna og dregur allt niður í dýpið, klórandi í fjalirnar.
En ég horfði á The Americans í ár og hafði gaman af. Eitt af stærri þemunum í ár var það hvernig börnin manns verða óumflýjanlega að skrímslum sem halda að maður sé skrímsli. Svoleiðis að það var við hæfi. Ég kann að meta hvernig þættirnir nota tímabilið án þess að blikka okkur hinumegin við skjáinn til að segja "sjáðu hvað þetta var allt skrýtið í gamla daga? sjáðu hvað við erum töff að apa það eftir?" Og eins hvernig þau hafa leitt söguna áfram í miklum rólegheitum án þess að manni sýnist þau vera að teygja lopann. Þættirnir eru líka grimmir á köflum, en passa að eiga inni fyrir því.
The Fall -- mannrán ársins
Hef lítið um þetta að segja.. Þetta var gott framhald, endalokin voru slöpp en leiðin þangað spennandi og hélt mér við efnið.
W/ Bob & David -- Mr. Show ársins
Það er varla að manni finnist þurfa að útskýra eitthvað frekar. Þetta eru nýir sketsaþættir reistir á rústum Mr. Show, rústum sem hafa verið skráðar og kannaðar, rannsakaðar, settar upp í þrívíddarlíkön og heimsóttar reglulega, en grónar yfir þrátt fyrir allt. Þetta hefði þurft að vera ansi lélegt til að skila sér ekki á þennan árslista hérna, og sem betur fer var þetta bara helvíti gott.
Það segir kannske meira en margt annað að "fimmti þátturinn" skuli vera heimildamynd um gerð hinna þáttanna fjögurra og um klíkuna sem slíka, og að hann skuli vera talsvert lengri en hinir þættirnir. Það er ómótstæðilegt fyrir aðdáanda Mr. Show að fá allt þetta stöff beint úr kúnni.
En sketsaþættirnir sjálfir eru vel heppnaðir, hlutfallið milli þess sem er rosalega gott og þess sem er gott og þess sem er ekki gott er líklega svipað og það var í Mr. Show? En þeir virðast hafa eitthvað að segja, rétt einsog fyrir tuttugu árum síðan, það er allt annað en sjálfsagt.
Ekkert af því sem ég hef skrifað nú þegar segir "ha ha". Ég gæti talið upp uppáhaldssketsana? Æ.
No brainer fyrir þá sem fíla Mr. Show, annars bara.. veit ekki?
Eitt sem ég tók eftir, var að öll sjónvarpsgrafíkin, sem þeir nota til að herma eftir fréttatímum t.d., er ofsalega ofsalega frumstæð. Hún er á sama leveli og hún var á Mr. Show, en sjónvarpið hefur breyst talsvert síðan. Reyndar fór ég að hugsa hvort grafíkin í Mr. Show hafi verið frumstæð og ósannfærandi á tíunda áratugnum líka, en maður hafi bara ekki tekið eftir því (ég sá þættina ekki fyrren kannske 2003?). Hún truflaði mig allavega ekki þá, en eftir að hafa séð hvernig þættir einsog BrassEye stældu sjónvarpsflúrið í fréttatímunum (fyrir öllum sínum árum síðan) þá virkar þetta einsog lágmarksviðleitni hjá Bob og David.
En það var sosum alltaf stefnan í Mr. Show: að eyða ekki of miklu í útlitið, búningana, sviðsmyndirnar. Einhvernveginn stingur það bara meira úr að sjá umgjörð myndarinnar dragast aftur úr heldur en að veggirnir á skrifstofunni hristist.
GRRM lýsti því nýlega yfir að næsta bók í seríunni komi ekki út áður en næsta sería þáttanna fer í sýningar, en það hafði verið markmið hjá honum. Ég veit ekki hvort nokkur manneskja hafi trúað því að það myndi nást. En þetta eru náttúrulega bestu fréttir sem við gátum fengið hvað bækurnar varðar; að næsta bindi hafi ekki verið flýtt til að ná í skottið á þáttunum.
The Americans -- períóða ársins
Ég var reyndar búinn að gleyma því að hafa séð þessa þriðju seríu árið 2015. Einsog ég minntist á áðan þá bregðast venjuleg lögmál minnisins frá febrúar og inní sumar, þyngdaraflið hagar sér undarlega og svið minninganna, þar sem innri einræðan er upp sett (með sínum persónum og leikurum sem voru áður aðrir en eru núna bara ég sjálfur að leika söguna um sjálfan mig) það sekkur niður í miðjuna og dregur allt niður í dýpið, klórandi í fjalirnar.
En ég horfði á The Americans í ár og hafði gaman af. Eitt af stærri þemunum í ár var það hvernig börnin manns verða óumflýjanlega að skrímslum sem halda að maður sé skrímsli. Svoleiðis að það var við hæfi. Ég kann að meta hvernig þættirnir nota tímabilið án þess að blikka okkur hinumegin við skjáinn til að segja "sjáðu hvað þetta var allt skrýtið í gamla daga? sjáðu hvað við erum töff að apa það eftir?" Og eins hvernig þau hafa leitt söguna áfram í miklum rólegheitum án þess að manni sýnist þau vera að teygja lopann. Þættirnir eru líka grimmir á köflum, en passa að eiga inni fyrir því.
The Fall -- mannrán ársins
Hef lítið um þetta að segja.. Þetta var gott framhald, endalokin voru slöpp en leiðin þangað spennandi og hélt mér við efnið.
W/ Bob & David -- Mr. Show ársins
Það er varla að manni finnist þurfa að útskýra eitthvað frekar. Þetta eru nýir sketsaþættir reistir á rústum Mr. Show, rústum sem hafa verið skráðar og kannaðar, rannsakaðar, settar upp í þrívíddarlíkön og heimsóttar reglulega, en grónar yfir þrátt fyrir allt. Þetta hefði þurft að vera ansi lélegt til að skila sér ekki á þennan árslista hérna, og sem betur fer var þetta bara helvíti gott.
Það segir kannske meira en margt annað að "fimmti þátturinn" skuli vera heimildamynd um gerð hinna þáttanna fjögurra og um klíkuna sem slíka, og að hann skuli vera talsvert lengri en hinir þættirnir. Það er ómótstæðilegt fyrir aðdáanda Mr. Show að fá allt þetta stöff beint úr kúnni.
En sketsaþættirnir sjálfir eru vel heppnaðir, hlutfallið milli þess sem er rosalega gott og þess sem er gott og þess sem er ekki gott er líklega svipað og það var í Mr. Show? En þeir virðast hafa eitthvað að segja, rétt einsog fyrir tuttugu árum síðan, það er allt annað en sjálfsagt.
Ekkert af því sem ég hef skrifað nú þegar segir "ha ha". Ég gæti talið upp uppáhaldssketsana? Æ.
No brainer fyrir þá sem fíla Mr. Show, annars bara.. veit ekki?
Eitt sem ég tók eftir, var að öll sjónvarpsgrafíkin, sem þeir nota til að herma eftir fréttatímum t.d., er ofsalega ofsalega frumstæð. Hún er á sama leveli og hún var á Mr. Show, en sjónvarpið hefur breyst talsvert síðan. Reyndar fór ég að hugsa hvort grafíkin í Mr. Show hafi verið frumstæð og ósannfærandi á tíunda áratugnum líka, en maður hafi bara ekki tekið eftir því (ég sá þættina ekki fyrren kannske 2003?). Hún truflaði mig allavega ekki þá, en eftir að hafa séð hvernig þættir einsog BrassEye stældu sjónvarpsflúrið í fréttatímunum (fyrir öllum sínum árum síðan) þá virkar þetta einsog lágmarksviðleitni hjá Bob og David.
En það var sosum alltaf stefnan í Mr. Show: að eyða ekki of miklu í útlitið, búningana, sviðsmyndirnar. Einhvernveginn stingur það bara meira úr að sjá umgjörð myndarinnar dragast aftur úr heldur en að veggirnir á skrifstofunni hristist.
Og líka: Show Me a Hero -- David Simon ársins
"Show me a hero and I'll show you a tragedy" segir ónefndur fréttamaður undir lok þessarra þátta, persóna sem ég ætla að megi vera námundun að meðframleiðanda Simons, Bill Zorzi. Enda leggja þættirnir til mjög tragíska versjón af þessum sönnu atburðum sem sagan hverfist um.
Aðalpersónan er Nick Wasicsko, borgarráðsmeðlimur í Yonkers. Hann kemst í borgarstjórastól með því að lofa að standa í vegi fyrir framkvæmdum í þágu efnaminni fjölskyldna. Þegar það kemur í ljós að framkvæmdirnar verða ekki stöðvaðar þá gerir hann sitt besta til að ná samningum um málið og bjarga borginni frá gjaldþroti. Og það tekst, þó hann hafi sjálfur varla haft úrslitaáhrif. Eftir tveggja ára setu tapar hann sætinu og reynir ítrekað að ná því aftur en hefur það ekki.
Á sama tíma fylgjumst við með áhrifum þess sem hann þó náði að koma í framkvæmd. Og þau eru þónokkur, sem sýnir okkur áhorfendum að til einhvers var unnið. En þeir sem njóta þessa nýja húsnæðis vita ekki hver hann er. Það sama á við almenna kjósendur, fyrir utan þá sem telja hann vera svikara. Og þeir sem öllu ráða eftir hans tíð hafa engin not fyrir hann.
Leitin í borgarstjórastólinn, eða hvaða áhrifastöðu sem er, er í þáttunum beintengd þörf Wasicskos fyrir viðurkenningu og það er frústrerandi að fylgjast með þeirri ásókn sífellt hafnað. Maður fær ekki endilega á tilfinninguna að hann yrði betri borgarstjóri en nokkur annar, en vegna þess hvernig dæmið er sett upp þá ætlast maður til þess að hljóti einhverja umbun fyrir það góða sem hann kom til leiðar, eða finni með sjálfum sér að hann hafi breytt rétt. En sú stund kemur ekki. Maður myndi kannske halda að Simon og Zorzi hefðu þegar þurrausið þau sannindi að laun heimsins séu vanþakklæti, svo er aldeilis ekki.
Bækur
Age of Assassins
Ég keypti þessa bók á kyndilinn og er sirka hálfnaður með hana. Ég gríp helst til hennar þegar ljósin eru slökkt og ég þarf að lesa í myrkri. Nú þegar ég er kominn svona vel inní hana er ég hættur að beinlínis hlakka til að lesa í henni, en ég festist alltaf lengur í henni en ég ætlaði. Hún fjallar um pólitísk morð í aldanna rás, öll þessi mál sem maður hefur heyrt um eða lesið í smærri mynd (og böns af málum sem ég hef aldrei heyrt um), höfundurinn rekur sögu árásanna í löngu máli, gjarnan frá báðum hliðum, eftir því sem hann hefur heimildir til. Þetta eru spennandi frásagnir af andófi gegn konungsvaldi, imperialisma, arðráni og vinnuþrælkun, sem brýst fram í óréttlætanlegum aðgerðum. Þær eru ítarlegar án þess að hjakka í smáatriðum, höfundurinn gefur verknaðinum pólitískt og sögulegt samhengi, og rekur eftirmála í þaula -- án þess að reyna að kveða upp dóm umfram það að maður skyldi ekki mann drepa. Ofsalega vel gert.
The Corrections
Þetta er bók sem á inni fyrir hæpinu. Segi ég, verandi (væntanlega) meðal vænlegustu lesenda hennar, fyrir utan það að ég skuli ekki búa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þetta er miðstéttar-ennui í fjölskylduprisma, hún fjallar um stéttskiptingu, kapítalisma, ryðgandi landsbyggð, geðheilsu, öldrun, kynlíf og fjölskyldu. Hún er skrifuð með tilþrifum. Frásögnin úr hverju höfði drífur þessar frekar venjulegu sögur áfram svoleiðis að eftir rúmar hundrað síður small eitthvað og ég reif hana í mig.
Var það ekki í White Noise þar sem fólk tekur pillur til þess að losna við óttann við dauðann? Það er eitthvað bergmál af því í Corrections, þar sem fólk tekur pillur til þess að losna við kvíða (sem eru reyndar ekki svo fjarlæg vísindi), eða öllu heldur til þess að sýna sínar ekta tilfinningar án þess að augu annarra hvíli svo þungt á því að það koðni niður í skömm. Sem gæti og gæti ekki haft allt með það að gera að alast upp í fjölskyldu.
Bókin stillir dópistunum samt ekki upp andspænis þeim heilbrigðari, sem ekki þurfa á pillunum að halda. Þeir eru alveg eins destrúktívir, bara á annan máta.
Mér er að mistakast að draga fram aðalatriðin í þessari bók. En hún slær í öll réttu járnin og ljómar samtímann upp einhvernveginn einsog kúluspil. Hún er upplifun.
Gerpla
Hér er önnur bók sem á inni fyrir hæpinu. Það er dásamlegt að lesa neikvæða umfjöllun um bókina frá því hún kom út, þar sem Halldór er skammaður fyrir að velja úr neikvæðustu atriðin við fornsögurnar og ýkja sína sögu í þá átt. Eins og víkingarómantíkin sé svo brothætt að hún megi ekki við skáldsögu.
Gerpla er fyndnasta bók sem ég las á árinu. Hún gæti líka verið, á köflum, sú fallegasta sem ég hef lesið í lengri tíma, og ég var hálf gáttaður á því hvernig þessi sjúklega grimma paródía snýst yfir í þungan harm, sem sögumaðurinn virðist rétt snerta á þó heilmikið meira búi undir. Mér dettur í hug hans eigin upplifun á staðsetningu morðanna sem Ólafur konungur fyrirskipar. Maður fær á tilfinninguna að sögumaður hlæji því harðar einmitt vegna þess að honum sé ekki sama um veröldina sem þessar skepnur berja á.
Hér er önnur bók sem á inni fyrir hæpinu. Það er dásamlegt að lesa neikvæða umfjöllun um bókina frá því hún kom út, þar sem Halldór er skammaður fyrir að velja úr neikvæðustu atriðin við fornsögurnar og ýkja sína sögu í þá átt. Eins og víkingarómantíkin sé svo brothætt að hún megi ekki við skáldsögu.
Gerpla er fyndnasta bók sem ég las á árinu. Hún gæti líka verið, á köflum, sú fallegasta sem ég hef lesið í lengri tíma, og ég var hálf gáttaður á því hvernig þessi sjúklega grimma paródía snýst yfir í þungan harm, sem sögumaðurinn virðist rétt snerta á þó heilmikið meira búi undir. Mér dettur í hug hans eigin upplifun á staðsetningu morðanna sem Ólafur konungur fyrirskipar. Maður fær á tilfinninguna að sögumaður hlæji því harðar einmitt vegna þess að honum sé ekki sama um veröldina sem þessar skepnur berja á.
Vonbrigði ársins: The Map of Chaos. Svo slæm að fyrri bækurnar sýnast verri í minningunni. Hroðaleg, einhliða væl, sögurúnk, hugmyndasnauð, drafandi vitleysa, en finnst hún rosa smart.
Semi-vonbrigði ársins: Seveneves. Það eina virklega flotta við bókina er það að hún skuli "klippa" fimm þúsund ár fram í tímann, en hún gerir ekkert við það. Jú, byrjunin er líka flott, og það hvernig jarðarbúar bregðast við tilvonandi endalokum.. En restin af bókinni er einsog hún sé lituð eftir númerum.
Myndasögur
Sex Criminals
Mikið er gaman að Matt Fraction skuli vera kominn í indígírinn. Tæpast að ég nennti að lesa ofurhetjudótið hans, þó ég hafi þrælt mér í gegnum Iron Fist og eitthvað fleira.. Af "aukaefninu" að dæma kostar töluvert hark að selja þessar bækur, en mikið vona ég að það hafist áfram hjá þeim. Þetta er frábært stöff, skemmtilega vírd en á traustum tilfinningalegum grunni.
Mikið er gaman að Matt Fraction skuli vera kominn í indígírinn. Tæpast að ég nennti að lesa ofurhetjudótið hans, þó ég hafi þrælt mér í gegnum Iron Fist og eitthvað fleira.. Af "aukaefninu" að dæma kostar töluvert hark að selja þessar bækur, en mikið vona ég að það hafist áfram hjá þeim. Þetta er frábært stöff, skemmtilega vírd en á traustum tilfinningalegum grunni.
The Fade Out
Ég endurtek þetta með indígírinn og ofurhetjudótið. Ekta fínt LA noir frá Brubaker. Las fyrstu tvær bækurnar og hann er alveg í sveiflunni hérna, öfugt við Criminal sem ég gafst uppá undir eins..
Ég endurtek þetta með indígírinn og ofurhetjudótið. Ekta fínt LA noir frá Brubaker. Las fyrstu tvær bækurnar og hann er alveg í sveiflunni hérna, öfugt við Criminal sem ég gafst uppá undir eins..
Uncle Scrooge & Donald Duck: The Son of the Sun (The Don Rosa Library vol. 1)
Þetta eru æðislegar útgáfur. Æðislegar sögur. Mikið er gaman að fá þetta dót. Ekki síður stuttu sögurnar, sem Rosa gefur sumstaðar lítið fyrir, en maður myndi varla sjá í annarskonar safnritum en einmitt þessum, sem toga saman allt.
Þetta eru æðislegar útgáfur. Æðislegar sögur. Mikið er gaman að fá þetta dót. Ekki síður stuttu sögurnar, sem Rosa gefur sumstaðar lítið fyrir, en maður myndi varla sjá í annarskonar safnritum en einmitt þessum, sem toga saman allt.
Kvikmyndir
Gone Girl
Grípandi og vel unnin ráðgáta, púsluspil sem var gaman að fylgjast með á meðan það kom saman. En ekki á pari við það besta sem Fincher hefur gert. Býr eitthvað að baki annað en þessi sjúklegi karakter?
Ég las bókina eftir að hafa séð myndina; aðlögun Finchers er mjög, mjög góð. Það er varla að manni finnist vanta nokkuð.
Enemy
Það virðist vera kúnst að gera tvífaramynd sem hefur einhverja skírskotun við raunverulegt líf, verður ekki að myndhverfingu um ástand og gufar upp. Þessi þótti mér mjög sterk, og furðulegur endir sem virkaði svakalega vel, kom aftur og aftur til mín.
Going Clear: Scientology and the Prison of Belief
Endalaust sem hægt er að koma manni á óvart með þessari vitleysu. En þarna eru nokkuð kreisí viðtöl, nokkur kreisí myndskeið af samkomum söfnuðarins, eitthvað af upplýsingum um glæpastarfsemina sem fer þarna fram. Vinkillinn um siðferðilega ábyrgð Cruise og Travolta í þessu öllu saman var áhugaverður; þeas. að það sé einkum og sér í lagi þeirra að stíga fram og hafna þessari vitleysu, verandi glansandlit söfnuðarins út á við. Og um leið sú óbeina ásökun að fyrst þeir hafi ekki gert það nú þegar þá hljóti söfnuðurinn að hafa eitthvað á þá...
Gaman að sjá þetta eftir að hafa séð The Master.
The Thin Blue Line
Sérlega flott heimildamynd um furðulegt morðmál.
Endurhorf ársins: Kill Bill 1 og 2
Þær eru talsvert betri en mig minnti, sérstaklega nr. 1. Og þó var ég hrifinn af þeim áður.
Hlaðvarp - í eintölu
Hollywood Handbook hélt áfram að vera besta podcast veraldar.
Ég kynntist engu nýju sem fangaði athyglina eitthvað sérstaklega. Bú.
Grípandi og vel unnin ráðgáta, púsluspil sem var gaman að fylgjast með á meðan það kom saman. En ekki á pari við það besta sem Fincher hefur gert. Býr eitthvað að baki annað en þessi sjúklegi karakter?
Ég las bókina eftir að hafa séð myndina; aðlögun Finchers er mjög, mjög góð. Það er varla að manni finnist vanta nokkuð.
Enemy
Það virðist vera kúnst að gera tvífaramynd sem hefur einhverja skírskotun við raunverulegt líf, verður ekki að myndhverfingu um ástand og gufar upp. Þessi þótti mér mjög sterk, og furðulegur endir sem virkaði svakalega vel, kom aftur og aftur til mín.
Going Clear: Scientology and the Prison of Belief
Endalaust sem hægt er að koma manni á óvart með þessari vitleysu. En þarna eru nokkuð kreisí viðtöl, nokkur kreisí myndskeið af samkomum söfnuðarins, eitthvað af upplýsingum um glæpastarfsemina sem fer þarna fram. Vinkillinn um siðferðilega ábyrgð Cruise og Travolta í þessu öllu saman var áhugaverður; þeas. að það sé einkum og sér í lagi þeirra að stíga fram og hafna þessari vitleysu, verandi glansandlit söfnuðarins út á við. Og um leið sú óbeina ásökun að fyrst þeir hafi ekki gert það nú þegar þá hljóti söfnuðurinn að hafa eitthvað á þá...
Gaman að sjá þetta eftir að hafa séð The Master.
The Thin Blue Line
Sérlega flott heimildamynd um furðulegt morðmál.
Endurhorf ársins: Kill Bill 1 og 2
Þær eru talsvert betri en mig minnti, sérstaklega nr. 1. Og þó var ég hrifinn af þeim áður.
Hlaðvarp - í eintölu
Hollywood Handbook hélt áfram að vera besta podcast veraldar.
Ég kynntist engu nýju sem fangaði athyglina eitthvað sérstaklega. Bú.