30 nóvember 2006

Við áttum sama afmælisdag

Hann Þórarinn á Litlu-Reykjum dó núna á aðfararnótt miðvikudags. Áttatíu og fjögurra ára gamall. Hann var búinn að vera veikur lengi, karlinn. Ég þekkti hann í sjálfu sér ekki neitt, en hann var alltaf voða almennilegur. Vildi ekki láta kalla sig Tóta, ef ég man rétt.

Það gengur svona.

Bless Þórarinn.

-b.

29 nóvember 2006

Með djöfulinn í hjartanu (sem og annarstaðar)

Pólskur skiptinemi var í hálft ár hjá kristnum bókstafstrúarvitleysingum í Norður-Karólínu:
When I got out of the plane in Greensboro in the US state of North Carolina, I would never have expected my host family to welcome me at the airport, wielding a Bible, and saying, 'Child, our Lord sent you half-way around the world to bring you to us.' At that moment I just wanted to turn round and run back to the plane.

Things began to go wrong as soon as I arrived in my new home in Winston-Salem, where I was to spend my year abroad. For example, every Monday my host family would gather around the kitchen table to talk about sex. My host parents hadn't had sex for the last 17 years because -- so they told me -- they were devoting their lives to God. They also wanted to know whether I drank alcohol. I admitted that I liked beer and wine. They told me I had the devil in my heart.

My host parents treated me like a five-year-old. They gave me lollipops. They woke me every Sunday morning at 6:15 a.m., saying 'Michael, it's time to go to church.' I hated that sentence. When I didn't want to go to church one morning, because I had hardly slept, they didn't allow me to have any coffee.
Þau gefa honum sleikipinna, en hann má drekka kaffi svo lengi sem hann mætir til kirkju? Æðislegt. Og svo kemur náttúrulega í ljós að eina ástæðan fyrir því að þau buðu honum að vera hjá sér var sú að þeim vantar aðstoð við að stofna Baptista-útibú í Krakow. Mig skortir orð. Er ekkert tékkað á fólki sem skráir sig í svona prógrömm?

...

Ég tók eftir því fyrir nokkru síðan að last.fm (eða audioscrobblerinn, einsog hann hét hérna í dentíð) var hættur að virka. Uppfærðist ekkert. Mér datt helst í hug að það hefði eitthvað dottið milli þilja þegar ég flutti út. En þá eru gömlu winamp- og itunes viðbæturnar hættar að virka, og maður verður að sækja spes forrit til að keyra þetta, takk fyrir. En það er reyndar ekki svo slæmt. Ég keyrði þetta allt inn þegar ég henti winampinum mínum og færði músíkina yfir í itunes. Það voru tímamót maður. Húff. En nú get ég aftur séð hvað ég hef verið að hlusta á. Á netinu. Dagar rósa og tilgangsleysis, félagar. Og rússnesks earl grey með innfluttu hunangi. Skál.

-b.

Ég hefði átt að skíra þetta Sjónvarp og Myndasögur punktur blogspot punktur komm

Einhver flón ætla að koma Preacher á HBO. Flón segi ég, vegna þess að allt sem þetta fólk hefur gert hingað til er tómt drasl. Daredevil? Fyrsti þátturinn af Melrose Place? Grumpier Old Men?? Djís. Og ég býst ekki við neinum rósum frá Ghost Rider. Tisk.

Samt sem áður finnst mér þetta vera góðar fréttir. Ég hafði gaman af Preacher á sínum tíma, en varð að endingu fyrir miklum vonbrigðum, þannig að þetta er bók sem mér þætti gaman að sjá möndlað uppá sjónvarpsskjá en er jafnframt slétt sama um hvernig tekst til. Ef það verður gaman af þessum þáttum þá er það fínt. Og ef þeir klúðra þessu algerlega.. ja, hverjum er ekki sama? Þetta er bara Preacher. Það er ekki verið að slátra neinum helgum beljum fyrir mér, einsog From Hell eða League of Extraordinary Gentlemen. Aftur.

Ennfremur, ef svo ólíklega vill til að þeir gera eitthvað af viti OG þættirnir verða vinsælir, þá gæti skapast grundvöllur fyrir samskonar aðlaganir á öðrum (e.t.v. betri) myndasögum. Sem væri náttúrulega besta mál. The Invisibles? The Filth? Torso eða Powers? Þá værum við farnir að tala saman. Á ljúfu nótunum. Félagi.

Æ fjandinn, mig langar nú til að renna í gegnum fyrstu tvær bækurnar aftur.

Annars hlaut að koma að því. Ég er orðinn veikur. Hósti, þykkildi í höfðinu. Og helvítis sjoppurnar hérna við hliðina vilja ekki kannast við nýju Tom Waits plötuna. Mánaðarmótin að renna upp og ég er búinn að vera alltof latur við lestur. Minnumst ekki á skriftir.

Þá er gaman að spila Catan. Á MSN Games má finna prufu-útgáfu af leiknum, og svo er ég með textaskrá á heimasvæðinu mínu þarsem finna má netfang og reg-kóða sem maður slær inn til að geta spilað þessa prufu-útgáfu.. tja, endalaust. Býst ég við. Maður getur ekki spilað við alvöru fólk í gegnum netið einsog í java-útgáfunni sem við spiluðum um árið, en þessi lúkkar mun betur. Og maður þarf ekki að vera tengdur við netið.

-b.

Um Borat

Ágætis punktar:
Dear Ken:

Got your note, deeply honored. Being new to the company, really appreciate opportunity to outline some ideas for “Borat” DVD. As Josh mentioned, we do indeed have a wealth of footage that could be put to good use as DVD extras. In other cases, have taken liberty of suggesting some reshoots:

[...]

RODEO NATIONAL ANTHEM SECTION: Would be great if we had a series of shots where we see hundreds of people in the rodeo audience driving home, in their “pickups” or whatever, troubled at the thought that hundreds of other people in the audience continued to cheer even after the “Bush drinking blood” line. We could focus on one particular couple who have had complicated feelings about the war in Iraq from the beginning, even though they (1) live in the South and (2) enjoy rodeo. (Although too unbelievable?) A nice touch might be: This family sees Borat hitchhiking, picks him up, he sits in back seat of car with kids, takes shit in back seat, then pretends to be humping the family dog, and we see, from their reaction, that they really are rednecks after all.

[...]

LOOKING TO THE FUTURE: Finally, if I may be so bold, sir? Possible idea for “Borat II”: In selected redneck Midwestern location (Chicago?), as audience leaves theatre having just seen “Borat” we film them as they are sprayed with a stinging toxic foam, which drives them into paroxysms of itching, which causes them to strip naked; then we release seventy or eighty “attack dogs,” at which time we approach, asking for donations for AIDS relief in Africa. This could be classic! People would finally see, once and for all, when audience responds by swearing, etc., what hypocrites Americans really are.

Anxious to hear your thoughts.

Your intern,

Glen

-b.

28 nóvember 2006

Myndasyrpa!

Ég ráfaði um að leita að apóteki niðrí miðbæ um daginn. Í yfirgefnu húsasundi rakst ég á þessar dyr, og þótti nafnið kústugt:

Hérna er dönsk wikipediu-grein um húsið. Þeir vilja meina að orðið ,,panoptikon" geti staðið fyrir einhverskonar safn.. vaxmyndir tildæmis og.. málverk, býst ég við? Ég, verandi betur skólaður í vænisýki en safnafræðum, tengdi þetta við fangelsið hans Benthams og yfirhöfuð hugmyndina um algert, en ógreinanlegt, eftirlit.

Þetta hefði getað verið einhverskonar ríkisstofnun, innandyra allt fullt af skjám og upptökutækjum, ljósleiðarar víðsvegar að úr borginni að koma saman í stórum upplýsingahnút niðrí kjallara. Og þeir skrifa nafnið skýrt og greinilega á útidyrahurðina (sem er úr gleri, eins og vera ber): ,,Okkur er sama þótt þið vitið hvar við erum - þið sjáið ekki myndavélarnar, þær eru allstaðar og við hættum ekki að fylgjast með þótt þið berjið á hurðina."

Djöfull er það kalt.

En þetta er borgin, maður. Þú beygir inní yfirgefið húsasund og þú getur fundið hvað sem er. Svo lengi sem þú ert að villast. Þetta er einsog með viskusteininn, eða hvað þeir kalla hann: Ef þú leitar að réttu hurðinni þá finnurðu hana aldrei.**

Við Ýmir fórum með nágrönnum hans á tónleika með Megasi og Súkkati um daginn í grænlenska sendiráðinu (ef ég man rétt). Megasukk. Súkkat stóðu sig helvíti vel. Megas muldraði, gleymdi textunum sínum og.. æ það var bara frekar sorglegt að horfa uppá hann. Hann tók sirka fimm lög, fór síðan í pásu, og ég hálf vorkenndi Súkkat-strákunum þegar þeir stigu síðan á svið með honum eftir það. Megas er góður á geisla, en ég held maður ætti alveg að sleppa því að sjá hann læf. Gaurinn stendur varla í lappirnar af neyslu.

Að því leytinu til hittu auglýsingarnar fyrir þetta gigg naglann á höfuðið. ,,Hinn íslenski Bob Dylan," stóð þar. Dylan á heelling af góðum lögum, plöturnar hans eru ekta, en að sjá hann á sviði er bara fyrir hörðustu aðdáendurna, sem geta litið framhjá því að hann sé svo greinilega ekki að meika það lengur.

Allavega, hérna er metróinn á leiðinni frá Kongens Nytorv til Christianshavn. Eða.. allir hinir kálfarnir í vagninum voru á þeirri leið, okkar virtist ekki vilja vera memm:

Eitthvað drama í gangi. En við komumst alla leið.

Og ég tók hérna eina mynd af köppunum saman á sviðinu. Nokkrar góðar augngotur á milli Súkkat-liða, sem voru greinilega mun betur með á nótunum, en þurftu samt að fylgja gamla eftir, því hann er jú alfa-svallskáldið. Ekkert slíkt náðist á filmu: þið verðið bara að trúa mér. Það er svo miklu skemmtilegra þannig.

Við vorum reyndar í helvíti fínum sætum, sem var plús. Vorum svona til hliðar en alveg við sviðið. Á fremstu röðinni, klukkan sirka ellefu, var kona í brjóstarhaldara sem var líklega svona tveimur skálastærðum og lítill. Hún sullaðist öll um sjálfa sig einsog jell-o hlaup. Og stuttu eftir að þremenningarnir stigu á svið gekk fullur Íslendingur uppað sviði, hnippti í áttina að Megasi og sagði ,,Megas.. Megas! Lommér að tala við þig aðeins." Gamli veifaði honum í burtu og gaurinn rölti hinn rólegasti til baka. Okkur fannst það helvíti fyndið.

Og það var það eina sem gerðist. Voða dannað alltsaman. Þau seldu danskan, færeyskan og íslenskan bjór, Draum-súkkulaðistykki og bingókúlur. Barinn var staffaður ungum íslenskum meyjum, og mér fannst ég kannast við aðra þeirra.. svona einsog maður býst við í rauninni. Maður þekkir alltaf einhvern.

-b.

**Nema þú munir heimilisfangið og spyrjist fyrir í hverfinu næst þegar þú átt leið um. Eða skoðir götukort. Já eða flettir pleisinu upp í símaskránni, það eru varla mörg panoptikon í miðborg Kaupmannahafnar.

27 nóvember 2006

Hálfar sjálfsvísanir á HBO

Ég náði í nokkra þætti af Six Feet Under. Heil fjölskylda sem ríður hingað og þangað, fær ofskynjanir og reykir gras einsog það sé að fara úr tísku. Mjög vel heppnað í sjálfu sér, góðir punktar hér og þar, en ekkert sérstaklega spennandi.

Kannske vantar allar njósnir og metafiksjón í þetta fyrir mig?

Í byrjuninni á einum þætti sitja tveir gaurar og horfa á Oz. Það minnti mig á þátt í fjórðu seríu af The Wire, þarsem gaur situr á sjúkrabeði og horfir á Deadwood. Í báðum tilvikum eru þetta HBO þættir að sverja sig úr tengslum við þann ímyndaða heim sem birtist á þessari sömu rás. Meiningin sem liggur að baki er væntanlega sú að það sem við séum að horfa á núna sé raunverulegra en það sem var á dagskrá í gær. Því varla getur Fisher fjölskyldan í Six Feet Under átt von á því að sjá sjálfa sig á skjánum?

Auðvitað horfir fólk í kvikmyndum á aðrar kvikmyndir, og í bókum er minnst á aðrar bækur. Og svo framvegis. En um leið og tengslin fara að verða svona náin hýtur maður að velta því fyrir sér hver meiningin sé á bakvið þetta. Afhverju þetta frekar en eitthvað annað? Í öðrum þætti horfir heimasætan á þátt af Mr. Magoo, en það er ákveðið tímaleysi við svoleiðis lagað. Það er hlutlaust sjónvarp.. og sérstaklega afþví að þar er lifandi fólk að horfa á teiknimyndir.

Í The Wire sjáum við Al Swearengen kalla einhvern ,,cocksucker" á skjánum, og gaur í spítalarúmi hlær. Endurtekur orðið, ,,cocksucker." Honum finnst þetta mjög fyndið. Að öðrum þræði er semsagt verið að gera grín að Deadwood: Það er ekki séns að kasúal áhorfandi sjái hvaða tiltekna þátt er verið að sýna, því Swearengen segir orðið ,,cocksucker" nánast í hverri einustu senu í hverjum einasta þætti. Og það virðist heldur ekki skipta máli: Fólkið sem horfir er greinilega ekki að hlusta á það sem maðurinn segir á milli fúkyrðana, því finnst bara fyndið að heyra hann segja ,,cocksucker."

Við þekkjum ekki gaurinn sem er að horfa á Deadwood. Við þekkjum hinsvegar þann sem liggur á rúminu við hliðina, en hann fær ekki að horfa á HBO því hann hefur ekki nógu góða sjúkratryggingu. Í fyrsta lagi er skotið á bandaríska heilbrigðiskerfið og reglugerðir sem gefa hverjum sjúklingi sitt eigið sjónvarp, þannig að hægt sé að mismuna fólki í sem smæstum einingum. Í öðru lagi, og nátengt þessu auðvitað, er sú staðreynd að vænn hluti af fólkinu sem fjallað er um í The Wire gæti væntanlega ekki fylgst með sjálfu sér þótt það væri á skjánum, vegna þess að það hefur ekki efni á því að leyfa sér áskrift að kapalsjónvarpsrásum.

Tengingin á milli Oz og Six Feet Under er óljósari, en báðir þættirnir innihalda slatta af nöktum karlmönnum. Það mætti kannske segja að Six hafi haldið því elementi í gangi á HBO þegar Oz lognaðist útaf? Ég veit ekki..

Það virðist að minnsta kosti augljóst að fyrir Six og The Wire eru Oz og Deadwood skáldskapur og allt í plati, andspænis raunveruleikanum sem þeir fyrrnefndu eigna sér um leið.
Þetta er sérstaklega skemmtilegt þar sem The Wire á í hlut. Þættirnir gefa sig út fyrir að sýna lífið á götum og í skólum og í lögreglustöðum Baltimoreborgar á raunsannan hátt, en um leið eru mjög dramatískar breytingar gerðar á borgarskipulagi og stjórnsýslu. Að vísu mætti segja að það sé helst til að sýna fram á máttleysi slíkra tilrauna í núverandi umhverf efnahags- og stjórnmála.

Ég man eftir öðru samskonar dæmi, sem mér fannst einstaklega fyndið á sínum tíma. Í einhverju tölublaðinu af The Last Man fær einhver að sjá Zippo-kveikjarann hans Yoricks. ,,Fuck communism? What are you, a cossack?" Hann útskýrir að þetta sé úr myndasögu, honum hafi bara þótt þetta sniðugt. The Last Man er gefin út af Vertigo; og hver sem kannast við merkið þekkir til Preacher, þaðan sem þessi hugmynd kemur. Þá dettur mér reyndar í hug að í öllum þessum tilfellum er verið að vísa til verka sem hafa runnið sitt skeið. The Wire og Deadwood voru í gangi á sama tíma, en við sjáum ekki Swearengen á skjám Wire-Baltimorebúa fyrren þættirnir eru úti (ef við teljum fyrirhugaðar sjónvarpsmyndir ekki með, og ég ætla að ganga þá leiðina fyrst ég er kominn hingað).

Það er auðvitað hentugt að geta gert nett grín að þessum fyrri verkum, vitandi það að þau geta ekki slegið frá sér. En ef til vill má sjá einhverskonar kveðju í þessu. ,,Þú áttir góða spretti, en nú er þér lokið og þú átt heima í poppkúltúr-tilvísunum og wikipediu; þessi saga er ennþá í mótun."

,,Okkar er raunveruleikinn!"

,,Sjáið mig!"

,,Klukkan er að ganga".. Eee.. Klukkan er að ganga fimm. Ég get svo svarið það, þetta átti bara að vera þrjár línur um Six Feet Under.. Góðanótt.

-b.

25 nóvember 2006

Vappandi útí víðihlíð

Return to Cookie Mountain fær mig til að sjá eftir því að hafa týnt ipoddinum mínum.

Megasukk núna á eftir. Ég ætla að fara í sokka fyrst. Hægri, svo vinstri, afþví maður verður að forgangsraða.

None of them want to fight me..

-b.

Púls borgarinnar er tekinn á teinunum

Sjáið gang lesta í Kaupmannahöfn. Ég veit ekki hversu akkúrat þetta er, en það lúkkar vel.

Ég þyrfti að fara að sofa.

-b.

24 nóvember 2006

,,The One That Got Away"

Ein í viðbót:
AMSTERDAM (Reuters) - A plan to roll and smoke the world's largest joint was cancelled at short notice in Amsterdam when the organizers realized they could be breaking the law.

"We have now read the small print and realize there could be problems," Thijs Verheij, one of the organizers, was quoted as saying by ANP news agency after consulting Dutch drugs laws.

The group had wanted to roll a five-foot-long pure-weed joint, stuffed with more than a pound of marijuana and containing no tobacco, and smoke it in a bar.

It had initially thought the attempt would be legal if 100 people each brought along the five grams of the drug tolerated by Dutch authorities for personal use.

"Unfortunately it looks like this will not be possible," Verheij said. The attempt had been planned for Wednesday.

A police spokesman said: "We would definitely have investigated this. If you make a single joint with half a kilo of cannabis in it, it would cross the line."

Verheij said the group had hoped to beat a record set with a joint containing 100 grams of marijuana.

Yfir strikið já.. Þeir mega semsagt vara sig þegar jónurnar fara að telja í pundum. Þú ert kreisí, Holland. Heyrirðu það? Ekta snar.

-b.

Að taka gamanið alvarlega

Þeir halda áfram að skrifa um það ,,afhverju s60 virkar ekki." Þetta er ágætis punktur, reyndar:
What [Studio 60] has not taken seriously, however, is comedy itself. Doctors on “ER” are serious about saving lives. Cops on “Hill Street Blues” were serious about enforcing the law. Attorneys on “Law and Order” are serious about winning cases. At least part of the time, the comedy professionals on “Studio 60” should be serious about comedy. They should discuss it as comedy itself. Not as a contribution to red-state/blue-state politics, not as part of the greater struggle against corporate thugs, not as an attempt to elevate the culture, and not as an attempt to stand up to oppression. They should discuss it and take it seriously as comedy. We should be hearing talk about mechanics here — timing, structure, and well-known rules — just as we hear about surgeries and illnesses on a medical drama. It just isn’t happening.

This is the problem. These people have a passion that consumes their lives, and it is nowhere to be found on the show being written about them. The problem isn't the characters on “Studio 60” care too much about comedy; it's that they work on a comedy show and rarely even discuss comedy except in political contexts.

The show has been criticized for pretending the stakes could really be as high on an “SNL”-style show as they are in the White House, which is clearly nonsense. The stakes are enormously high for creative people, who drink, cut their own ears off, and go mad because they want so badly to be brilliant.

What "Studio 60" needs in order to be successful is a working vocabulary and understanding of the kind of workplace in which it is set. Without that, it cannot work. It's not that viewers aren't willing to care about comedy, but because no one in the audience can care if it isn't even compelling to the characters.

-b.

23 nóvember 2006

Menn bjarga sér nú í sveitinni

In practice, though, even the Pilgrims did not typically enforce death for sex. In fact, only one person was put to death for a sex crime in the colony, poor Thomas Graunger, a teenage farm boy who, perhaps flush with the surge of hormones, turned to those he knew best. His story could make you look at the Thanksgiving turkey in a whole new way.

Governor William Bradford recounted the tale:

“He was this year detected of buggery, and indicted for the same, with a mare, a cow, two goats, five sheep, two calves and a turkey … He was first discovered by one that accidentally saw his lewd practice towards the mare. (I forbear particulars.) Being upon it examined and committed, in the end he not only confessed the fact with that beast at that time, but sundry times before and at several times with all the rest of the forenamed in his indictment.”

As punishment, he was forced to watch all the animals killed. At first, the court had a problem figuring out which sheep Thomas favored — sheep looking pretty much alike — but Thomas helpfully pointed out his sex partners. After being killed, they were buried in a pit, and then Thomas himself was hanged. If you wonder what the animals did to deserve it, Leviticus was cited by the court: “If a man lie with a beast, he shall surely be put to death; and ye shall slay the beast.”

Þetta er svakaleg upptalning. Mig vantaði bara ,,..and a partridge on a pear-tree" þarna í lokin. Var markmiðið komast yfir hvert einasta húsdýr á heimilinu, eða var hann að leta að hinu eina rétta? Og hann þurfti að gera svo vel og horfa uppá slátrunina. Áður en hann var drepinn sjálfur. Hvílíkt og annað eins.

Ég ímynda mér ennfremur að búfénaður hafi ekki beinlínis vaxið á trjánum þarna fyrir vestan þá, frekar en núna. Kálfakjöt og heilsteiktur kalkúnn, slatti af ull í peysur og vettlinga.. Það hefur verið súper þakkargjörð það árið.

-b.

Ísland úber alles

Iceland was granted autonomy from Denmark in 1874 and sovereignty in 1918. The Allies retook it from the Nazis in 1940 and 25,000 British troops were stationed there. The country was a Cold War ally of the West but developed economic links with Russia after the collapse of the Berlin Wall.

Bara smá bútur úr grein þarsem fjallað er um útrás íslenskra fjárfesta, listamanna og Magnúsar Skevíng til Bretlands. Ég veit ekki, ég var náttúrulega ekki til staðar á fjórða áratugnum. Hvað veit þessi gaur sem ég veit ekki? Og sem sögukennurum hefur láðst að nefna við mig öll þessi ár?

-b.

22 nóvember 2006

Hjálp, köngulærnar klöngra um köngla!

Mig er farið að langa að lesa Cerebus aftur. Svei mér þá.

Og gærdagurinn var nýtt met. Aldrei fleiri gestir á síðunni. Átján manns, góðir hálsar.

Ég veit ekki einusinni hvort ég þekki átján manns.. (Hæ, átján manns.)

En við skulum samt skála. Hei-jó!

-b.

Sim og Cer

Viðtal við Dave Sim á poddkastinu ,,Indie Spinner Rack". Sim er spurður um það hvort hann hafi fundið til með söguhetjunni sinni þar sem hann deyr í lok síðasta heftisins af Cerebus. Onei:
Gaur að taka viðtal: As far as the end of Cerebus, did you have any feelings of sadness for the character as he was in such a bad state near the end, as he was dying, did you..

Sim: [hlær] No no!

Gaur að taka viðtal: He got what he deserved?

Sim: Man, you know, it's like you can take all the black crate paper down from the studio, you know, there's no mourning, no unhappiness, it's like thank god the little gray bastard is dead. It's over and done with. No.. no sentimental attachment. You know, it's.. it's been a blast but don't let the door hit you in the ass on the way out.

Fyndið að heyra gaurinn tala, þarsem maður hefur áður bara lesið það sem hann skrifar. Og hann hljómar alls ekki eins grimmur og dán einsog í viðtölunum sem voru tekin við hann þegar hann kláraði bókina. Já og nú veit ég að hann, einsog allir aðrir, ber nafnið fram ,,Serebus." Sem mér finnst hræðilegt. Og rangt.

Ég las einhverstaðar fyrir ekki svo löngu síðan að þeir Gerhard eru báðir dánir verði Cerebus, einsog hann leggur sig, settur í almannaeign. Sem meikar sens, þarsem Sim rekur sjálfur útgáfufyrirtækið og á ekki fjölskyldu (að því er best ég veit). Maður spyr sig hvað myndi gerast ef þeir dæju báðir frá þessu án þess að gera neinar ráðstafanir.. líklega einhverskonar erfðardeilur á milli fjarskyldra ættingja. En þetta finnst mér góð hugmynd. Hver sem er getur notað filmurnar, eða einhverskonar stafræn arkív, til að prenta sínar eigin Cerebus bækur, rétt einsog staðan er með Robinson Crusoe eða Laxdælu. Ennfremur getur hver sem er notað persónur bókarinnar í hvað sem þeim dettur í hug. Sjá:
Sim: That's going to make for a.. you know, interesting levels of hypocricy. You know, people are going to be saying ,,we're pretty sure that Dave Sim would have approved this animated Cerebus cartoon. We think Dave would have loved this. Fortunately he's dead and won't be able to say 'No, I never wanted there to be a Cerebus movie'."

En þeir ætla samt að láta vaða. Og mér finnst það svalt.

...

Ég fann loksins apótek til að skipta út þessum bannsetta lyfseðli. Fyrir rest. Takk Ýmir fyrir að gefa mér ekta leiðbeiningar. Fyndið: Það kostaði mig ekki krónu að fara til læknis hérna, en lyfin er miklu dýrari!

Nei annars, það er ekkert fyndið. Það er grátlegt. Og ég hata peningana sem ég þurfti að rétta yfir borðið. Afhverju fóru þeir frá mér? Ég hefði getað notað þá til að kaupa mat, glingur og kerlingar.

-b.

Gott fyrir sprettuna segja þeir

Fór í síðustu-mínútu bókasafnstúr í dag og reddaði nokkrum titlum og blaðsíðutölum fyrir pensúmið, sem ég skilaði síðan inn áður en hurðinni var skellt. Svo mætti ég í tíma, jafnvel þótt augun og allskonar bein mótmæltu harðlega, að ekki sé minnst á fæturna undir löppunum á mér, sem voru blautir og kaldir eftir ark í gegnum nóvemberpolla í strigaskóm. En tíminn var þrususkemmtilegur. Þarsem ég á það til að gleyma nöfnum mjög auðveldlega, þá get ég ímyndað mér að einhverntíman í framtíðinni eigi ég bara eftir að muna þennan tiltekna kennara sem 'áhugasama gyðinginn frá New York'.

Égmeina, ég gleymdi hvað hann heitir tvisvar í dag, og þetta er eitt af þessum örfáu skiptum þarsem ég þurfti að muna það.

Ég fæ mömmu til að koma með geislaspilarann minn yfir sjóinn og hvað gerist næstum því undir eins? Helvítis gaurar frá danska ríkissjónvarpinu banka uppá og spyrja hvort ég sé með sjónvarp eða útvarp. Jú, ég er með útvarp. Ég hef reyndar ekki prófað það ennþá, en það er þarna. Mér skilst þeir ætli að rukka mig fyrir það. Og á næsta ári fara þeir að rukka fyrir tölvueign. Melir.

...

Önnur þáttaröð af Spooks sveiflast á milli þess að vera alger sprengja ('I Spy Apocalypse') og væmin vitleysa ('Spiders' og 'Briefcase'). Þeir ættu að halda sig frá því að skrifa unglinga. Og ég tók ekki eftir því fyrren ég las það einhverstaðar, að maður sér aldrei neinn kreditlista.. það er tíser, svo kemur titlasenan þarsem þemalagið spilar undir og við sjáum allskonar skot af aðalpersónunum, en það er enginn texti. Ekkert nema ,,[ spooks ]" í blálokin. Svo heldur þátturinn áfram, hann klárast og endar á því að síðasti ramminn frýs, leiftrar og verður svarthvítur. Og þarmeð er það búið.

Og mér skilst að nöfnin á þáttunum hafi verið búin til fyrir bandaríska dreifingu, en hvað Bretana varðar er það bara Þáttur 1, Þáttur 2 o.s.frv. Svipað í gangi með The State Within núna sýnist mér.. hef ekkert heiti séð ennþá.

Ég hafði þrusugaman af Day Break, sem er að fylla í skarðið fyrir Lost einsog er. Þættinum er lýst sem blöndu af 24 og Groundhog Day. Ég þekki ekki tuttuguogfjóra, en mér finnst þetta alveg mátulega klikkað. Löggumaður vaknar einn daginn og er kærður fyrir morð. Hann gerir hvað hann getur að útskýra mál sitt, en allt kemur fyrir ekki. Undir kvöldið er hann kominn í fangelsi, og honum sagt að kærastan hans sé dauð, og ef hann játi ekki á sig verknaðinn verði systir hans og dóttir hennar drepnar líka.

Síðan vaknar hann aftur sama daginn og reynir að leiðrétta það sem hann gerði vitlaust í fyrra skiptið. Og hér er það sem skilur þessa lúppu frá Groundhog Day: hann heldur öllum þeim meiðslum sem hann verður fyrir. Gaurinn er skotinn í síðuna, þraukar út daginn og vaknar aftur sama dag í blóðpolli. Sem er algert rugl en fjandinn. Ég skal kaupa það. Hvað segirðu, vill svo til að kærastan, sem liggur við hliðina á honum, er hjúkka á bráðamóttöku? Já, hva, afhverju ekki. Haltu bara áfram.

Það er óvíst hvort þeim tekst að halda dampi þegar sagan er svona kreisí, en þessir fyrstu tveir þættir þótti mér temmilega mikil vitleysa í kringum þéttan hasar. Bara gaman af því..

Talandi um vitleysu og hasar, hvaða helvítis töf er á fjórðu Seven Soldiers bókinni?

-b.

21 nóvember 2006

Zirma

Ég er alltaf að skrifa Imaginary Cities í staðinn fyrir Invisible Cities sem er réttur og mun mun betri titill. En hér er ein frábær:
Travelers return from the city of Zirma with distinct memories: a blind black man shouting in the crowd, a lunatic teetering on a scyscraper's cornice, a girl walking with a puma on a leash. Actually many of the blind men who tap their canes on Zirma's cobblestones are black; in every scyscraper there is someone going mad; all lunatics spend hours on cornices; there is no puma that some girl does not raise, as a whim. The city is redundant: it repeats itself so that something will stick in the mind.

I too am returning from Zirma: my memory includes dirigibles flying in all directions, at a window level; streets of shops where tattoos are drawn on sailors' skin; underground trains crammed with obese women suffering from the humidity. My traveling companions, on the other hand, swear they saw only one dirigible hovering among the city's spires, only one tattoo artist arranging needles and inks and pierced patterns on his bench, only one fat woman fanning herself on a train's platform. Memory is redundant: it repeats signs so that the city can begin to exist.

Það sem ég fíla helst við þessa lýsingu eru ýkjurnar. Shouting, crowd, teetering,crammed, obese, suffering. Villidýrið er hamið af stelpuskjátu; flugskipin svífa í allar áttir og strjúka gangstéttina; heilu göturnar eru undirlagðar tattústofum, og hver einasta hefur kúnna í stólnum; lestirnar ganga neðanjarðar og hitinn þar er óbærilegur.

Lýsingin dregur athygli lesandans að endurtekningunni og hvernig hún skapar umhverfið sem við teljum okkur skynja. Í borgarumhverfi kemur saman mikill fjöldi af fólki en þeir einu sem þú manst eftir eru þeir sem öskra útí myrkrið, eða þeir sem hanga framanaf skýjakljúfum, eða stelpur með lífshættuleg gæludýr. Borgin inniheldur aragrúa af fólki sem fellur hvergi inní þetta skema, en það er ekki til þess fallið að skapa minningar, og minningar eru lífsnauðsynlegar borginni - einsog Calvino kemur oftar en einusinni að í bókinni.

En minnið kemur líka á móti borginni og ýkir þær myndir sem virka ekki nógu spennandi. Minningin um konuna með blævænginn á lofti á lestarstöðinni verður að sögu um svælandi hitabylgju sem lamar lestarsamgöngur neðanjarðar og múgur af feitum og sveittum kerlingum verður vitstola og ... svo framvegis. Fyrri myndin, sú rólega og saklausa, gæti verið hvaðan sem er. En sú síðari getur einungis átt sér stað innan borgarinnar. Og það er þannig sem maðurinn vill geta sagt söguna: hversu brjálað þetta sé allt í borginni, með öskrandi betlurum og villidýrum og sjóurum með blóðug húðflúr.

Mér finnst þetta skemmtileg pæling vegna þess að lygar fara alveg einstaklega mikið í taugarnar á mér. En ég þekki fólk sem gerir mjög mikið af því að ljúga, og það angrar mig að geta ekki notið þess almennilega að heyra það fara með sögur eða þessháttar, þarsem ég veit að það er að öllum líkindum ekki að segja mér satt. Það er samt tvennt í þessu: Í fyrsta lagi er þetta fólk jafnframt það sem segir gjarnan bestu sögurnar. Sem er leitt, en frekar rökrétt ef maður spáir í því. Í annan stað hef ég lent í því oftar en einusinni að einhver segir frá atburðum þarsem ég var til staðar, kem jafnvel við sögu, og segir rangt frá. Maður hlýtur að spyrja hvort þetta sama fólk geri sér grein fyrir því að það sé að fara með rangt mál. Er minnið sjálft að tína út og ýkja upp atriði sem gera söguna athyglisverðari, meira spennandi? Og ef svo er, hvað liggur þá að baki?

Og það sem ég velti helst fyrir mér er hvort allir aðrir geri sér grein fyrir þessu kerfi, og láti sér fátt um finnast. Getur verið að ég sé eini maðurinn sem er bara ekki að gúddera gangverkið?

Lýsingin á Zirmu segir mér að það gæti bara vel verið. Ég er einsog ferðafélaginn sem leiðréttir sögumanninn og rænir mongólska höfðingjann sögunni sinni.

-b.

20 nóvember 2006

Zzz

Ég settist í þægilegan stól á bókasafninu rétt fyrir hádegi í dag og byrjaði að lesa í On Photograpy. Á móti mér settist stelpa að lesa eitthvað á rússnesku, og með rússnesk-danska orðabók við höndina. Hún setti lappirnar á borðið, sem ég vissi ekki að væri leyfilegt, svo ég apaði það eftir henni. Eftir smástund var ég sofnaður. Ég rankaði við mér endrum og eins, fann að ég var með opinn munninn, lokaði honum og sofnaði aftur.

Kannske dreymdi mig að ég væri hákarl að glefsa í sel.



-b.

Wowsers

Varðandi sköpun South Park þáttarins ,,Make Love, Not Warcraft":
Q: What kinds of problems did you run into during the WOW filming? Do you have any funny stories of quirks or goofing off or things gone wrong or just not working?

JJ: Oh there were several little glitches we ran into. Everything from lag, to having random players walk into the area we were shooting in (we shot on the Burning Crusade alpha server...), the all-too-frequent stuttering frame in the captured footage, to even tripping breakers because we had too many computers on one power strip.

Það er eitthvað sem kitlar við tilhugsunina um að labba óvart inná 'svið' þarsem verið er að skjóta South Park þátt.. Einsog beint uppúr kredit-senu í Pixar mynd. Ætli þeir hafi verið með rönnera á vegunum að vísa fólki í burtu, einsog Batman uppá Vatnajökli? Skilti kannske eða vegatálma?

-b.

19 nóvember 2006

D

Matt Stone og Trey Parker tjá veröld ást sína á Battlestar Galactica.

Áttundi þátturinn af BG situr á c-drifinu mínu.

Þetta er fimmhundruðasta færslan á liðhlaupinu.

Í kvöld fór ég í sæmilegt jólahlaðborð í Tívolíinu með slatta af fjölskyldu. Í fyrramálið fara þau öll aftur til síns heima.

Mér finnst Imaginary Cities æðisleg. Ég ætla að segja ykkur hver uppáhalds síðan mín er á morgun.

-b.

18 nóvember 2006

Pölpið

What if you could trace the French New Wave, Sam Peckinpah, cyberpunk, "Pulp Fiction," "Mulholland Drive," and "Sin City" back to one business gamble taken by a third-tier publisher in 1949? In fact, you can, and without being guilty of too much overstatement. A little, sure, but not that much.

The publisher was Roscoe Kent Fawcett of Fawcett Publications, and his gamble was to try something no one else had tried before. He decided to publish original novels in paperback. In 1950, his new line of paperback originals was launched. It was called Gold Medal Books, and it became not just a tremendous commercial success but a culture-shaping one too.

[...] it may also not be an overstatement to assert that Gold Medal had a greater impact on the content and form of American fiction-writing than any other postwar book publisher. Gold Medal novels were intended as reliable, disposable entertainments: fast, short, and full of action. Noir-ish intrigue, westerns, and adventure tales were the general rule; sensationalism and sleaze were encouraged. Despite that, though, writers -- in TV and movies as well as on-the-page fiction -- as well as audiences are still looking to these books for inspiration.

Gold Medal was emphatically a business, and anything but a high-minded one -- reserving, for example, the right to do with the books' covers what it pleased, which included not just choosing the art but also the title. Still, the writers generally liked the work. Gold Medal dealt with them fair and square, relatively speaking. Editing was quick and to-the-point. Snobbery was nonexistent. If Gold Medal retitled your book, well, what the hell, and on to the next one.

The writers did OK financially too. They were tickled that they didn't have to split their royalties with a hardcover house, and that they were paid instead on the actual number of copies sold. Was it a coincidence that Richard Carroll, the best-known of Gold Medal's editors, wasn't a longterm publishing guy? Instead, he had previously worked as a Hollywood story editor.

And get a gander at some of the writers Gold Medal put into print: Elmore Leonard, Peter Rabe, Kurt Vonnegut, Day Keene, Jim Thompson, William Goldman, John D. MacDonald, Louis L'Amour, David Goodis, Richard Matheson, Charles Williams, and John Faulkner (William's brother).

Ég held reyndar að Vonnegut hafi, í seinni verkum, sýnt fram á það hversu ósáttur hann var við útgefendur af þessu tagi. Uppskáldaði vísindaskáldsöguhöfundurinn hans, Kilgore Trout, gerir ekki annað en að kvarta yfir því að hinir og þessir útgefendur hafi breytt titlunum hans og sett myndir af fáklæddum geimverugellum á kápurnar til að selja sem flest eintök. Og hann hefur endrum og eins kallað Trout alter-egóið sitt. Hinsvegar fær maður það á tilfinninguna að þósvo Trout hefði verið gefinn út í innbundnu leðri hefði hann fundið eitthvað til að kvarta yfir, og að hann sé hreint ekki svo góður rithöfundur, svona þegar öllu er á botninn hvolft. Þannig að sökin liggur ekki öll hjá sensasjónalista-kapítalistunum.

Athyglisverð grein.

Það er hálfgert ættarmót í gangi einmitt núna. Mamma og amma eru á landinu, og Una frænka og hennar familía lenti hérna líka í gær. Þau eru öll á farfuglaheimili hérna rétt fyrir norðan, og ég ætti í raun að vera búinn að hafa samband við liðið.. við ætlum að kíkja í Tívolí og eitthvað dótarí seinnipartinn.

Þetta er reyndar ekki besti tíminn, þarsem ég á að vera að finna bækur fyrir þetta helvítis pensum (og ég nenni ekki að fjölyrða um fáránleika þessa auma prófakerfis einmitt núna), en það verður að hafa það. Maður svínar þessu saman á mánudeginum, einhvernvegin í helvíti.

-b.

17 nóvember 2006

Eða eitthvað

Hannes Hólmsteinn grætur sig í svefn þessa dagana. Ég heyri kjökrin í hvert skipti sem ríkið niðurgreiðir læknisheimsóknir og lyfjakostnað fyrir mig, og ekkasogin bergmála í eyrum mínum þegar ég borga tekjuskatt.

-b.

16 nóvember 2006

Sláðu taktinn, Lísa

The poetry of Donald Rumsfeld:
The Unknown
As we know,
There are known knowns.
There are things we know we know.
We also know
There are known unknowns.
That is to say
We know there are some things
We do not know.
But there are also unknown unknowns,
The ones we don't know
We don't know.

—Feb. 12, 2002, Department of Defense news briefing

Einnig: The philosophy of Donald Rumsfeld:
On NATO
You may think it's something
I ought to know,
But I happen not to.
That's life.
(July 9, 2003)

On Reporters
If you do something,
Somebody's not going
To agree with it.
That's life.
(Feb. 19, 2003)

Metalína

Helvíti skemmtileg lesning: A Timeline of Timelines. Sjá þennan sæta mola:
1658
Three years after La Peyrère's Praeadamitae, the Jesuit missionary Martino Martini published the first Chinese chronology in the West: Historiae sinicae decas prima. Father Martini based his work on the traditional Chinese chronologies and came to the shocking conclusion that authentic Chinese history goes back to the year 2952 B.C., i.e., 600 years prior to the year fixed by the Hebrew Bible for the Great Flood. This meant that China had to be inhabited long before the flood. Martini did not try to reconcile Biblical with Chinese chronology, but many of his successors did: Martini's work had demonstrated the importance of the use of Chinese historical records, and such records and their interpretation henceforth became a crucial ingredient of world chronologies.[Thanks to Professor Urs App for this entry]

..en þessi tímalína snýst vitaskuld að miiiklu leyti um kristin hindurvitni einsog nákvæma dagsetningu sköpunar Jarðarinnar. Og svoleiðis.

Og þetta hér:
2000
Throughout the late 20th century, professional semioticians struggle with the problem of constructing an iconographic language capable of communicating radiation dangers long after the death of current languages. Several of these symbolic systems are prepared for nuclear facilities, including the US government nuclear waste storage facility at Yucca Mountain, Nevada.

Hvernig ætlarðu að búa til tákn sem merkir ,,geislun"? Kannske er það hérna einhverstaðar, ég veit ekki..



Örvarnar gera okkur það nokkuð ljóst að við eigum að fara rangsælis kringum krossinn (jafnvel þótt hárið komi aldrei til með að vaxa aftur), en hvaða litlu hringir eru þetta?

-b.

15 nóvember 2006

zefrank.com/theshow

Á hinn bóginn hef ég hvorki lesið hann né Chandler

Úr stuttu viðtali við James Ellroy, gaurinn sem skrifaði m.a. L.A. Confidential. Hann nær að vera einstaklega hrokafullur án þess að gera mikið mál úr því. Sem er virðingarvert, út af fyrir sig.
What about more contemporary forms of expediency, like the anti-terrorism measures practiced by the Bush administration?

I do not follow contemporary politics. I live in a vacuum. I don’t read books. I don’t read newspapers. I do not own a TV set or a cellphone or a computer. I spend my evenings alone, usually lying in the dark talking to women who aren’t in the room with me.

You mean they’re on the phone?

No. They’re metaphysical. I brood. I brood about former women in my life. Potential future women in my life. I ignore the culture. I don’t want it to impede, impair, interdict, suppress or subsume my imagination with extraneous influences.

Is this an act? Are you trying to pass yourself off as the sort of isolated sociopath who is a stock character in crime fiction?

No. I am not acting. There are times when I think it isn’t quite kosher to be lying in the dark talking to women who aren’t in the room with me. And it turns into a certain kind of hauntedness and loneliness. But by and large, I dig it.

Do you think of yourself as a novelist or as a crime writer?

I am a master of fiction. I am also the greatest crime writer who ever lived. I am to the crime novel in specific what Tolstoy is to the Russian novel and what Beethoven is to music.

How do you know since you say you don’t read other books?

I just know. There is a line from a wonderful Thomas Lux poem: “You’re alone and you know a few things.” I just know that I am that good.

What about Raymond Chandler, who wrote so evocatively about Los Angeles lowlifes before you?

He is egregiously overrated.


-b.

14 nóvember 2006

Rottugengið

Ég var að horfa á The Departed og datt í hug annar titill á myndina, eitthvað sem væri dálítið meira lýsandi. Hann er þessi:

The Rat and the Cellphone: How to Be a Rat With a Cellphone and Rat Out Other Cellphone-Carrying Rats With Your Cellphone, Like the Rat You Are, Ya Rat!.

En hún var samt fín. Góðasta löggu-bófamynd. Held ég hefði svei mér þá haft gaman af því að sjá hana í bíó. Voða slikk, góður leikur í alla staði og bara.. já. Mjög vel afgreitt alltsaman. Voða lítið meira um það að segja án þess að spilla endinum, enn og aftur.

...

Og talandi um skepnur, ég sá hrafnaþing eða krákuráð eða.. eitthvað. Svoleiðis. Á leiðinni heim úr skólanum í dag. Kom uppúr jörðinni á milli Íslandsbryggju og DR Byen og það var glás af krákum á grasinu austan megin við metrólínuna. Heill haugur. Vildi að ég hefði getað staldrað við, en því var ekki að heilsa.

Við sem lesum Gaiman vitum sosum hvernig þetta endar hvorteðer.

-b.

Fyndin stuttsaga

Hef ekki tékkað á Clevenger í dálítinn tíma, og á eftir að lesa Dermaphoria.. en þetta fannst mér helvíti gott.
I know a bloke who knows a bloke who knows a bloke. Now I know this bloke. This is a bloke I know. First hand actually, not thrice removed but I just love that line from Sexy Beast. Bloke stops into a hospital walk-in clinic last week, to check out some nagging ear pain. The examination proceeds and includes several dark and suspect hmms from the doctor.

Bloke says, I don’t think I could live without my hearing.

Doctor leaves the room, saying he’ll return shortly with a diagnosis.

Doctor does not return. Instead, two of San Francisco’s finest enter, knowing jack about a diagnosis. What they do know is how to enforce a Code 5150, which includes a) how to use handcuffs and b) the directions to the hospital’s psych wing and a vacant padded room therein. The Men in Blue demonstrate both to Bloke, who is placed under suicide watch for six hours after they confiscate his keys, shoelaces and well, pretty much everything.

You read that right. A six hour suicide watch in a padded room because of a sarcastic remark made under his breath.

The punchline: Bloke came prepared to wait, in or out of a padded cell, for his turn on the tissue paper. So he’d brought something to read and, in spite of doctor’s overreaction, the powers that be let him hang onto his book while they assessed his mental condition. The book? Yeah… The Contortionist’s Handbook.

My buddy is detained in the psych wing of a hospital for a suicide watch while reading a book about a guy detained in the psych wing of a hospital for a suicide watch.

I can’t make this stuff up.


-b.
NJ mom on cell with son #1: Anthony! Anthony, It's Mamma. Stop crying right now. It's okay, honey. It's going to stop hurting in two minutes. Jesus, with the sobbing already! Put your brother on.

NJ mom on cell with son #2: I want you to stop doing that thing to your brother. If you make him cry again I'm going to make you cry. Do you hear me? Don't play stupid with me. I get enough of that from it your father. What? Put him on... Stop laughing... Put Daddy on the phone or so help me Jesus...

NJ mom on phone with the father: Jerkoff, what the fuck is going on over there? I leave the house for five goddamm minutes and you are all flicking each other's balls again... Stop fucking laughing. You are going to make them retarded or gay or something!

Cup-Oh-Tea?

Spooks er það besta sem ég hef séð lengi vel. Ég var að klára að horfa á fyrstu þáttaröðina og mig klæjar í puttana að komast í næstu. Skrýtnast við þetta finnst mér að allra fyrsti þátturinn er eiginlega frekar lélegur. Voða lítið í gangi. En 2 til 6 eru hver öðrum betri. Fyrir utan spæjaradjobbið sjálft þá er einstaklega skemmtileg vinnustaðapólitík í gangi, sem vegur mjög þungt en virkar samt einsog daglegt brauð fyrir fólkið í MI5. Tveir samstarfsmenn leigja t.a.m. íbúð saman, og stunda það að 'sweep'-a herbergi hvors annars eða stela hlutum án þess að hinn aðilinn taki eftir því.

Ranghalar skrifræðisins eru líka áberandi eftir því sem við kynnumst stofnuninni betur. Goggunarröðin virðist ekki skipta jafn miklu máli og hversu vel hver og einn heldur á spilunum, og hversu langt maður er tilbúinn að ganga til að ná sínu fram. Engum er treystandi, allra síst fólkinu sem þú átt að kalla kollega þína, og allir hafa mismunandi hugmyndir um það eftir hvaða reglum er spilað. England er líka svo óttalega smávaxið stórveldi að óvinirnir eru allt um kring og bræðraveldin þurfa fyrst og fremst að hugsa um sig sjálf. Og svo eru spæjararnir sjálfir upp til hópa meingallaðir einstaklingar.

Hugh Laurie er æðislegur sem stórkarl hjá MI6 og Peter Firth er kaldur líkkistunagli í hlutverki yfirmannsins á svæðinu.

Að vissu leyti minnir þetta á Queen and Country (sem allir ættu að lesa og njóta), sérstaklega í því hversu ódýrt og laust við allan glamúr líf spæjarans virðist vera, en einsog þau minnast á oftar en einusinni í þættinum þá hafa fjárveitingar til stofnuninnar stóraukist eftir WTC-árásirnar í BNA 2001, og fjársveltið sem einkennir stjórnsýsluna í Q&C er því einfaldlega ekki til staðar. Q&C er ennfremur meira og minna byggt á breskum sjónvarpsþáttum að nafni Sandbaggers, sem ég hef hvergi fundið á netinu allt frá því ég las um þá fyrst. Helvítis.

Það er líka bara hressandi að horfa á ,,lögguþátt" þarsem vondu kallarnir eru virkilega slæmir tappar. Ég tel mig ekki beint grænan í þessu glápi en oftar en einusinni trúði ég varla hvað skúrkarnir komast upp með. Nú sem áður er það hættan við að skemma hlutina fyrir þeim sem hafa ekki séð draslið sem hindrar nánari athugun. Mussju Klock á ágætis punkt um spojlera, þarsem hann segir að við getum horft á myndir einsog Psycho og Citizen Kane og haft gaman af, jafnvel þótt við vitum 'leyndarmálið' áður en myndirnar upplýsa það. - En maður skyldi ekki dirfast að spilla Lost fyrir grey manninum sem á eftir að sjá síðasta þátt.

En fyrir mér er þetta allt jafn mikilvægt. Ég efast ekki um að ég hefði meira gaman af því að sjá Citizen Kane (á það eftir) ef ég vissi ekki útá hvað málið snerist. Ég hef óvart eyðilagt sjónvarpsþætti fyrir sjálfum mér með því að sjá á netinu einhverstaðar að ákveðinn aðalleikari hafi bara verið í spilinu fyrstu þáttaröðina. Ef ég er að klára skáldsögu þarf ég að passa mig sérstaklega vel á því að lesa ekki síðustu orðin á blaðsíðunni óvart.

Og svo framvegis.

En það er semsagt breskt bjúrókrata-löggudrama í gangi núna. Spooks, The State Within og Edge of Darkness. Allt einstaklega gott stöff.

-b.

13 nóvember 2006

Gátur

Böns af gátum og engin svör. Ég er með nr. 3, 5, 6, 7, 8, 10, 11, 13 og 14; og ég held ég hafi líka nr. 4, 9 og 12 en er samt ekki viss. Nr. 2 hef ég ekki og 1 finnst mér einsog ég ætti að hafa en það vefst fyrir mér.

Hvað segið þið?

-b.

Síðasta tvennt

Málverk: Partíbíllinn hans Noam Chomsky. Pimpin.

Gaur að nafni Aries Spears með rappeftirhermur. Helvíti góður.

-b.

Tónlist 'lífs míns'

Már benti mér á þetta og ég hugsaði með mér ,,afhverju ekki, Björn?"

...

Ef líf mitt væri kvikmynd, hvert væri sándtrakkið?

1. Opnaðu alla mússíkina þína í einu helvítis forriti (ég nota Winamp því iTunes er fyrir svölu krakkana)
2. Stokkaðu henni einhvernvegin
3. Ýttu á ,,play"
4. Skrifaðu niður titilinn á fyrsta laginu fyrir fyrstu spurninguna, og svo áfram niður listann koll af kolli
5. Sama og fjögur
6. Ekki ljúga og reyna að vera kúl (en ég get ekki lofað því að ég hlýði þessari reglu)

Opnunartitlarnir: Herbie Hancock - The Pleasure Is Mine. Ég held að þetta sé eitthvað sem allir þekkja þótt þeir viti ekki endilega hvað það heitir. Þannig að það gæti farið á báða vegu: Annaðhvort styður það undir einhverja áhugaverða opnunarsenu á meðan aðalleikarar, leikstjóri og pródúserar skrifa nöfnin sín í snjóinn.. eða það verður of kitsjí og leim til að geta talist nokkuð. Gæti e.t.v. virkað ágætlega ef myndin byrjar á píanóbar. Engir textar, bara slæðingur af nátthröfnum að súpa konjak og hlusta á mig spila á píanóið, áður en ég vakna.

Risið úr rekkju: Cake - Sheep Go to Heaven (Goats Go to Hell). Án gríns, lagið byrjar ,,I'm not feeling all right today, I'm not feeling that great." Svoleiðis líður mér oftasnær þegar ég vakna, sama hvað klukkan er. Vitandi það að ég er að byrja alltof alltof langa skólagöngu í dag, vitandi það einhverstaðar inní hausnum á mér jafnvel þó ég nái ekki utanum hugmyndina ennþá, þá finn ég til samkenndar með öllum þessum rollum sem hrúgast inní tíma og fara að lokum til himna. Hvernig væri nú að sofa út, láta mér vaxa hökutopp, spila á panpípurnar mínar fyrir litla bróður, drekka smá vínglögg og fara að lokum til helvítis? Ég velti þessu fram og tilbaka í hausnum á mér áður en ég fer loks á lappir og útúr húsi.

Fyrsti skóladagurinn: Blur - Coping (af Modern Life is Rubbish). Ekkert spes lag af sæmilegri plötu. Ég höndla þennan fyrsta skóladag nokkuð skammlaust, en lítið meira en það. Ég er að raula eitthvað útí loftið og ekki alveg að nenna þessu, en kannske kemur eitthvað betra útúr krafsinu á næstu plötu. ..á morgun á ég við. Þetta skánar kannske á morgun.

Ástin grípur hjarta mitt: Hjálmar - 700 þúsund stólar. Það er kannske ekki hægt að segja ,,grípur," frekar svona ,,leggst yfir." Einsog þykkur reykur af.. einhverju. Einsog vera vill þá er ég þegar farinn að hugsa framtil þess þegar ég geng hryggbrotinn burtu, ,,veggirnir gráta" og hjarta mitt hefur ,,banað sjálfu sér." Og ég veit ekki hvað og hvað. Það er ofar mínum skilningi hverslags kvenmaður vekur svona djæfkenndar volæðistilfinningar með mér, en hún á sannlega heima á safni.

Slagsmál: Nick Cave - The Sorrowful Wife (af No More Shall We Part). Gæti reyndar líka þýtt ,,rifrildismússík." Þetta er eitt af þessum atriðum þarsem við sjáum mig og mína heittelskuðu í ofsafengnu rifrildi en heyrum ekkert nema þessa tregafullu píanótónlist. Einhver kastar leirtaui, einhver fleygir fyrsta högginu, og einhver rýkur á dyr á meðan einhver situr eftir og sekkur lengra og lengra oní djúp reiði og haturs. Cave telur niður í rokkið og ég staulast í huga mínum á barinn þarsem ég kann að spila á píanó og fólkið starir oní drykkina sína á meðan það hlustar.

Uppslit: Death Cab for Cutie - Soul Meets Body. ,,In my head there's a Grayhound station / where I send my thoughts to far-off destinations / so they may find a place where they're far more suited than here." Einhverstaðar hinumegin við reiðina og hatrið getur maður lagst niður í tilgerð og sagt sjálfum sér að heimurinn eigi mann ekki skilið. Best væri að taka pjönkur sínar og setjast að einhverstaðar þarsem enginn sér í gegnum mann. Með öðrum orðum þá er það hér sem ég segi ,,hún átti mig ekki skilið," og guðirnir veltast um af hlátri.

Lokaballið: Tom Waits - Innocent When You Dream (live in Seattle). Við göpum öll í kór. Einhver vitleysingur hefur fengið þennan helráma róna til að setjast við píanóið, fyllt vasana hans af konfettíi og hrint honum í gang. Hann syngur um leðurblökur í klukkuturnum og glötuð tækifæri, og ég veit það eitt að ég þarf drykk. Undir lokin syngjum við öll með: ,,It's memories that I'm stealing / But you are innocent when you dream." Í gegnum hausþoku ölæðis og ástarsorgar rámar mig í drauma um píanóleik og ég segi nýja besta vini mínum frá því, þessum sem ég var að hitta rétt áðan og man ekki hvað heitir. Nokkrum árum seinna á ég eftir að sjá Smoke og þekkja í henni lagið sem ég raulaði dagana eftir útskriftarballið.

Lífið eftir skólann: The Sounds - Don't Want to Hurt You. Trommuheili og dónaleg orð, ekki alveg kominn úr gelgjunni ennþá (hvernig sem á því stendur). ,,Give me an answer / But please don't tell me the truth." Ég er farinn að hallast að því að það sé enginn sannleikur þarna úti, og fer að fikta við rafmagnsgítarinn. Byrja að tala um pólitík án þess að fylgjast með henni að neinu ráði, bara afþví ég hef ekkert annað að gera.

Taugaáfall: The Mountain Goats - Absolute Lithops Effect. Ég missi út nokkrar vikur, vakna á baðherbergi í verslanamiðstöð og fer að heyra sögur af sjálfum mér. Ákveð að hlusta aldrei á The Mountain Goats aftur.

Bílamússík: Frank Zappa - Dinah-Moe Humm. ,,She strolled on over said 'look here, bum. / I've got a forty dollar bill says you can't make me cum. / You just can't do it." / She made a bet with her sister, who's a little bit dumb, / she could prove at any time that all men were scum. / I don't mind that she called me a bum / but I knew right away she was really conna cum. / So I got down to it." Í fullkomnum heimi væri þetta lag alltaf til staðar í bifreiðum merkurinnar. ,,Kiss my aura, Dora. Mmm, it's really angora. Do you want some more-a? Right here on the floor-a?" Allt löðrandi í kynlífi af sóðalegustu sort, rammskökk hljómborð líða yfir þungum takti og urmull af kvenfólki stynur í bakgrunninum. Þetta er það sem maður vill blasta útúm gluggann á Toyotunni á leiðinni niður Laugaveginn á föstudagseftirmiðdegi. Engin spurning.

Afturlit: The Futureheads - Robot. Afturlit.. til framtíðar? Lagið fjallar um vélmenni sem lifa skapara sína og vel það, en ryðga svo að endingu. Einum of peppað fyrir róleg rölt niður minningastíga, en grípur samt ágætlega pælinguna á bakvið endurlitið; að minnast þess sem maður hefur skilið eftir, og að dauðleikinn er það sem skilur menn frá saumavélum. Plús, rafmagnsgítarar.

Að ná aftur saman: The Mountain Goats - Orange Ball of Hate. Aldrei að segja aldrei. ,,When I notice that the radio is broken / I see you standing there in the dooraway soaking / the water drizzles off you down to the floor / and I say 'I don't want to live in New England anymore.' " Við gerum okkur bæði grein fyrir því að við hötum hvort annað ennþá, en við eigum þá allavega eitthvað sameiginlegt.

Brúðkaupið: The Walkmen - My Old Man. Ég veit ekki hvaða lúser hún fékk til að syngja í veislunni, en ég kem til með að berja hann í portinu á meðan frúin opnar pakkana á eftir. ,,And the morning is dim / Break it off with him" ?! Ég var að enda við að loka þessu, fjandinn hafi það. Jæja. Fall er fararheill.

Frumburðurinn lítur dagsins ljós: Three Dog Night - One is the Loneliest Number. Hún liggur með hana í fanginu og ég finn á mér að ég á ekkert í henni. Í þessari þrennd stend ég einn og sjálfur með lókinn í lófanum, og til þess að staðfesta karlmennsku mína fer ég á barinn að slást.

Lokabardaginn: Be Your Own Pet - Thresher's Flail. Sá er talinn heimskur sem mætir með hníf í byssubardaga, en hver kemur með gaddakylfu í barslagsmál? Nú, ég auðvitað. ,,I've never had this much fun [...] And tell me when I'm going to die." Trommurnar eru að flýta sér eitthvað og stelpan á sviðinu gólar útí loftið á meðan ég slengi kylfunni í mann og annan.

Dauðasenan: The American Analog Set - The Green Green Grass. ,,It hurts where you rule me / And the whole world / Can see through me." Að lokum er ég yfirbugaður af manni með stærðarinnar reglustiku. Hann rekur hana í bakið á mér og ég sé endann á henni stingast útum brjóstholið áður en ég líð útaf. Hljómborðstónar spólast afturábak á meðan ég man einhver andartök úr fortíðinni sem skiptu engu máli á sínum tíma.

Jarðarförin: The Futureheads - Danger of the Water. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur einhver fengið rakarakvartett til að raula yfir jarðarförinni minni. ,,I can not remember / The times we were together / Perhaps it's just the water / Pulling both of us under." Maður hverfur frá þessum heimi á einn eða annan hátt. ,,Hann drukknaði þó að minnsta kosti ekki.. ég meina, líkið er allént ekki týnt," segir einhver. Presturinn segir henni að halda kjafti. Bömmer.

Kreditlistinn: Daft Punk - Veridis Quo. Annað instrumental í hinn endann. Nokkuð gott. Öllu rafrænna samt: Hér hafa hljómborðin töglin og haldirnar, róbótar að spila sveiflandi en múlbundna tóna á útfjólubláa geisla bakvið svart einangrunarplast. Kyrrstaða sannleikans - Heimsins diskó. Fólk tekur símana sína af ,,silent" og leitar að bíllyklunum.

...

Það fór smá tími í þetta.. og þetta byrjaði svo vel, ég var hissa hversu mikil depurð og hatur slæddist inn þegar á leið. Tvö bönd með tvö lög á þessum annars stutta lista? Fáheyrt. Við erum að tala um allnokkur gigabæt af mússík.

Jæja.

Bíðum við.. hvað á myndin að heita? Segjum að það sé næsti titill.

Líð ég um

Úff.. mikið myndi ég ekki sjá þá mynd. (Hjálmar, lag nr. 7 á Hjálmar.)

Hann Danni á afmæli í dag, mánudag. Til hamingju með það Daníel. Nú erum við aftur jafngamlir.

-b.

12 nóvember 2006

Ég hef heyrt að það sé málið

Vá maður ég hef ákveðið að fara og finna sjálfan mig í skóla lífsins.

,,Bark and stuff"

Klukkan er orðin margt, aftur

Var að klára Edge of Darkness, sem fór mun lengra en mig grunaði í fyrstu. Virkilega gott sjónvarp. Jedburgh er einn æðislegur karakter, og hérna er hann í símanum í síðasta þættinum:
Hernendez? Como esta, Darius Jedburgh. Ye.. Yeah you recuerde me. Look, I'm the hombre who put the bomb in your bus about a year or so ago, knocked out about half you cr.. yeah that's right, that guy. Yeah. Yeah, the gringo from texas. Hey listen. Hernendez.. I'm taking a vacation in Scotland. ...It's in Great Britain. Yeah. Kill Michael. Kill as in muerta, you know, death, murder. Michael as in Saint Michael, the patron saint of the CIA. Yeah, I know he's your patron saint Hernendez, but haven't you wised up yet? Every time you pray to him, he sends a copy to the agency!

Þar fór laugardagurinn. Kannske maður ætti að gera eitthvað á sunnudeginum, til tilbreytingar? Kláraði reyndar City of Glass í dag, mér til mikillar gleði. Meira um það síðar.

-b.

The Never Ending Robot Chicken Party

11 nóvember 2006

Orðin sem ég ætla ekki að endurtaka

If an Australian buys you a drink, or a "round" of drinks for a group of people, it is generally expected that other members of the group will return the favour and pay for a "round" of drinks as well. If you do not have the money or time to participate you should indicate that you will "shout" (your turn to pay for the drinks) when you are able. The onus is on you to follow through with the initial shout next opportunity. There is a popular expression "Wouldn't shout if a shark bit him" to indicate a miser.

Þessi frasi er eitthvað svo ekta. Það er annars slatti af skemmtilegu dóti þarna. Grikkirnir eru miklir gikkir. Og á Balkanskaganum á maður að gefa fólki blóm í oddatölum: Þrjár, fimm, sjö rósir. Jafnar tölur eru notaðar við jarðarfarir. Maður skyldi aldrei gefa Kínverja klukku eða úr.

Og svo er auðvitað sér síða fyrir Japan.

Frábær færsla fyrir Arabalöndin, sem segir svo margt í fáum orðum:
Public displays of women are frowned upon.

Megnið ef þessu er annars voða beisikk. Og maður veit ekki hversu mikið vit er í þessu yfirhöfuð. Dónalegt að gagnrýna frændsemi eða klíkuskap í viðskiptum í Mexíkó? Já.. jæja.

-b.

Trier, þú gamli stuðbolti þú

Úff maður. Manderlay. Sjís.

Ég verð nú að segja að mér fannst hún ekki eins hrikaleg og Dogville, en ég held það sé að hluta til vegna þess að nú veit ég að þetta er hluti af þríleik. Hvað sem hægt er að segja um þessar myndir hans þá er ekki hægt að neita því að hann veit hvað hann vill segja og gerir það á sérstakan hátt. Og ég leyfi mér að efast um að þessi mynd yrði nokkurntíman gerð í Bandaríkjunum, hvað sem það kann svo að þýða.

-b.

10 nóvember 2006

Tilvitnun úr tíma í dag

I'll never do anything with a guy who drinks urine again.

..og mér skildist á samhenginu að hann ætti við að hann myndi aldrei aftur gera nokkuð með manni sem drykki hland. Ekki að hann myndi aldrei gera eitthvað með manni sem drykki hland aftur. Þ.e.a.s. í seinna skiptið. Eða eitthvað..

Þetta var reyndar ekki inní reglulegum tíma-umræðum; hann var að tala við þýsku stelpurnar um skoska kærastann sinn og einhvern gaur sem hann þekkir (sem drekkur víst hland). Sá hafði nýverið farið á hommabar í Þýskalandi, fundið þar álitlegan mann og byrjað að ríða honum í rassgatið. En þegar hann ætlaði að veita honum umrenning** greip hann í tómt, og fattaði að hann var að riðlast á ansi karlmannlegri lesbíu. Viðbrögðin fannst mér reyndar ansi góð hjá honum, en hann vildi meina að fyrst hann væri á annað borð byrjaður þá gæti hann allteins klárað sig af. Og svo hnefaði lesbían hann á móti. Allir fóru sáttir heim.

-b.

** reach-around

Alan Moore í The Simpsons

Þetta er kannske ekki svo skrýtið, miðað við það að Thomas Pynchon hefur komið fram í þættinum.. En ég ætla nú samt að kalla þetta fréttnæmt.
Northampton writer Alan Moore is to feature in a forthcoming episode of The Simpsons.
Moore, aged 53, recorded his lines at The Lodge studios in Abington Square last month for an episode which will be called Husbands and Knives.
The Simpsons' production team are long-time fans of Moore's, whose reputation in the world of graphic novels is legendary.
A chance meeting with his fiancée Melinda Gebbie got the project rolling.
Mr Moore said: "Mel was in America promoting our new book The Lost Girls and one of the Simpsons producers spoke to her and asked if I would be in the show.
"She said: 'Why don't you give him a ring he's very approachable'. "I was happy to do it. I'm a big fan of The Simpsons."
He features in a sub-plot which sees a new 'cool' comic shop opening in Springfield in competition with the Android's Dungeon, run by Comic Book Guy who is voiced by Hank Azaria.
The new shop has persuaded Moore to make a public appearance.

Hver kemur auga á staðreyndavilluna sem er í restinni af textanum?

Verðlaun í boði. Spyrjið bara Davíð.

-b.

Múlskinna fundin

Í dag fór ég niðrí H&M og keypti mér græna úlpu. Munurinn var svakalegur. Þið ættuð að prófa að labba um á bolnum í þrjá daga að vetri til og skipta svo yfir í asskoti hlýja úlpu. Mér var sjóðheitt. En þetta bölvaða kvef fer að sama skapi að draga sig í hlé. Vona ég.

Þarsem ég var kominn í nýtt úlp ákvað ég að reyna barinn aftur. Í metrónum á leiðinni las ég í Auster. Ég labbaði frá Nörreport niðrá Stengade. Barinn heitir Stengade 30 og gæti allteins verið neðanjarðar með inngang í gegnum holu í jörðinni í bakgarðinum hjá Sívertsen hjónunum.. Hann er allajafna vel falinn, það er það sem ég á við. Gekk inná aðra hæð og sagði við barþjóninn ,,þetta er taskan mín!" Þarna var hún á borðinu bakvið barinn. Ég var að fara að segja ,,það er skrifbók í henni þarsem nafnið mitt er skrifað" en hann slengdi henni bara í mig einn tveir og þrír. Sagði ,,mér er alveg sama hvað er í henni." Tú-sjei.

Ég get ekki lýst því hvað ég var sáttur. Og er. Peysan og ipoddinn eru týnd og dönskum mosatröllum gefin, en það verður bara að hafa það. Ég kaupi mér nýjan ipodd þegar ég hef efni á því, og man að fara ekki með hann á djammið. En það er ekki einsog ég geti ekki lifað án hans.

Ég hef svona verið að prófa að setja einhverja mynd í efra hornið hægra megin. Ég hef tekið eftir því að ég les sjálfur frekar skrif þarsem myndir fylgja með, en þetta er líka bara spurning um að skreyta. Hafa eitthvað aðeins meira í gangi en bara texta, þósvo hann sé fínn eins langt og hann nær. Það er vissulega hægt að fara illa með myndskreytingar, en sumstaðar dettur maður inná skemmtilegar útfærslur einsog þeir eru með á Heaven and Here, blóksíðu um The Wire. Einsog þessi færsla hér. Endrum og eins koma inn stærðarinnar myndir sem tengjast umfjöllunarefninu ekki endilega beint, en styðja við fílínginn í greininni og staðsetja hana í tengslum við poppkúltúr eða þjóðfélagið almennt.

Virkar mjög klunnalegt svona við fyrstu sýn, en er í raun mjög skemmtileg leið til að nota myndir í þessu óendanlega stóra plássi.

En bíðum við. Já. Ég fann semsagt töskuna mína og bókina mína aftur. Þannig að þetta var góður dagur.

-b.

Hugsað upphátt um skrif í West Wing og 60

Studio 60 heldur áfram. Um sinn. Síðasti þáttur fannst mér sá versti hingaðtil en kannske nær það að klára sig.

Ég var líka að enda við að klára fjórðu seríu af The West Wing, en Sorkin hætti að skrifa þættina eftir það. Mér skilst að hann hafi skrifað eða kó-skrifað hvern einasta þátt af þessum fjórum þáttaröðum fyrir utan einn. Og sá var ekkert svo spes. Ekki það, ég tók eftir því a.m.k. í fjórðu þáttaröð að fimm til sex ,,staff writers" voru teknir fram í kreditlistanum.. en WGA fíflast ekkert með svonalagað; þú verður að hafa skrifað ákveðið stóran hluta af handritinu áður en það er hægt að titla þig fyrir því.

Munurinn á þessum tveimur þáttum er greinilegur og sá samanburður held ég að hafi farið með Studio 60 hvað varðar almenningsálit. Og það er meira en bara það að Sorkin getur skrifað góð brot úr tækifærisræðu eða kappræðum, en er alveg villtur þegar kemur að sketsum. Það eru fáir þættirnir þarsem það er ekki eitthvað að gerast í hernaðarmálum og alþjóðapólitík í The West Wing. Ég er ekki einusinni viss um að nokkur þeirra forðist það alveg. Og þannig ertu strax kominn með háfleygt-en-flókið veraldardrama til að fylgja innanhússrómantík og bröndurum um laglega repúblikana. Auðvitað tengist þetta allt á einhvern hátt, en það sem ég á við er að ef aðalpersónurnar væru einkaritararnir eða básalögfræðingar niðrí kjallara, og við færum aldrei inní ,,the situation room" til að taka ákvarðanir um sprengjuárásir og þessháttar, þá næði þátturinn aldrei sömu hæðum og hann gerir.

Þetta er það sem ég held að fólk hafi í huga þegar það spyr ,,hverjum er ekki sama?" Mér fannst þetta alltaf heimskuleg spurning til að leggja fram um sjónvarpsþátt, en kannske er hún ekki svo slæm. Það er ekki of mikið að ætlast til þess að eitt eða fleiri mannslíf hangi á bláþræði þegar maður horfir á sjónvarpsþátt. Sumstaðar er það eitthvað bölvað ástarsamband sem gæti farið á hvorn veginn sem er. Manni langar að sjá hvernig hlutirnir enda. Sjálfur er ég svo mikið meta ðég gæti horft endalaust á sjónvarpsþátt þarsem fólk skrifar sjónvarpsþátt og talar vel skrifaðan texta um það hvernig sjónvarpsþátturinn er skrifaður, en kannske myndi það ekki saka ef einhverstaðar nálægt væri einhver að bjarga berbrjósta konum úr gíslingu.

Sem leiðir yfir í punkt sem Ellis kom með fyrir ekki svo löngu síðan, og ég held hann hafi ekki tengt við 60 (en það gæti verið rangt), um hvað það er erfitt að skrifa um skrifara. Fyrstu þrjú blöðin af Transmet virka afþví að á meðan Spider situr og skrifar, þá danglar hann löppunum framaf húsþaki og á götunni fyrir neðan eru löggur að berja óbreytta borgara í spað. Hann bjargar lífum þeirra með því að rita á lappann sinn. En að öllu jöfnu skrifar fólk ekki svoleiðis.

Ímyndið ykkur æsispennandi senu í sjónvarpsþætti þarsem Björn Bjarnason situr og skrifar svarbréf til Guðna Elíssonar á bloggið sitt.

,,Quick, to the Bat-Fax!"

Ræðurnar sem verða til í The West Wing eiga sér langan aðdraganda, samkvæmt því sem þátturinn gefur upp. Stór ræða verður til á mörgum mánuðum og safnar saman punktum, þemum, uppástungum, línum og bröndurum frá fullt fullt af fólki. En við fylgjumst ekki með því vegna þess að það er ekki gaman að fylgjast með því. Það er ekki drama. Við fáum að fylgjast með aðalskrifurunum þegar eitthvað þarf að gerast einn tveir og núna; þegar það þarf að umskrifa eitthvað á hlaupum eða þegar eitthvað svakalegt ríður á ákveðnum kafla. Það gengur vegna þess að í þessu umhverfi er vel hugsanlegt að svoleiðis aðstæður komi upp endrum og eins. Það sama má segja um umhverfi einsog Studio 60 í samnefndum þætti. Tæp vika til að skrifa einn og hálfan klukkutíma af góðu stöffi? Fyndnu stöffi? Það er pressa. En í undanförnum þáttum hefur allt meira og minna snúist um skrifin, og þau valda því ekki.

Ræðuhöfundarnir í The West Wing gera ýmislegt og eru alltaf nálægir, en þeir taka ekki stóru ákvarðanirnar. Þannig virka skrif um skrif, að því er virðist.

...

Útfrá þessu væri reyndar hægt að fara útí metafiksjón, þarsem skrifin taka allar ákvarðanirnar, og það gengur upp. En virkar það í sjónvarpi? Kannske. En ekki hjá Sorkin. (Og hér hefði ég sko alls ekkert á móti því að hafa rangt fyrir mér, en aldur og fyrri verk benda til annars.)

-b.

09 nóvember 2006

The State Within

Síðasta fimmtudag sýndi BBC fyrsta þáttinn af sex í nýrri miníseríu sem kallast The State Within. Í byrjun þáttarins er farþegaflugvél sprengd niður þar sem hún tekst á loft af flugvelli í Washington. Til að byrja með sjáum við viðbrögð sendiherra Bretlands í Washington, sem verður næstum undir vélinni þar sem hún hrapar til jarðar. Næst erum við komin inn til varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem fréttir að vélin hafi a.ö.l. verið sprengd niður af breskum múslima, og neitar að bregðast við þegar Virginíufylki byrjar að handsama og fangelsa alla breska múslima sem auga á festir. Í Vestur-Virginíu er lítill hópur af hermönnum að gera einhvern andskotann, og á dauðadeild einhverstaðar í bandarísku helvíti er bresk stríðshetja á dauðadeild, (væntanlega) ranglega sakfelldur fyrir morð á tveimur amerískum táningsstelpum. Hendið inn vænum slatta af baktjaldamakki, pólitík og.. óvæntum tengslum, og þar er þessi fyrsti þáttur kominn.

Ég kannast ekki við þá sem skrifa þetta, en þeir leggja sig greinilega fram við að rugla mann í ríminu. Manni er hent inní hringiðuna og það er ekki verið að útskýra hlutina oftar en einusinni. Gaurinn á tvsquad ber þetta saman við Syriana, sem er ekki vitlaus líking. Hver einasti þráður sögunnar hefur sérstaka áferð, og það er ekki fyrr en undir lok þáttarins sem manni sýnist þeir allir fara að tengjast. Ég er samt að spá í því hvort það sé jafnvel of snemmt, því nú eiga að vera fimm þættir eftir.. En þetta er þétt, vel skrifað og snassí. Mig langar að sjá hvað gerist næst.

Miðað við það hversu lítið þátturinn sjálfur gefur upp fannst mér dálítið skrýtið að sjá fremur ítarlegar lýsingar á persónunum á heimasíðu þáttarins á bbc.com. Einsog þetta hér, um lögfræðinginn sem skoðar mál breska fangans, merkt ,,Personal attributes":
  • Feisty, brave. Passionate in her fight against miscarriage of justice. Gets personally involved.
  • Not afraid to say what she feels. Has been reprimanded for insulting one of her Counsellors.
  • Her file in Whitehall reads - needs watching but has great potential.
  • The poverty of her background taught her to go for something if you want it, second chances are very rare.
  • Has a huge well of empathy. And love of life. When she loves, she loves well.
  • Fell madly in love but was dumped. Despite the pain, Jane refused to hide under the bedcovers. But it did remind her of the message learnt from her father and mother's destructive relationship. You get the man you believe you deserve.
  • Jane may flirt with the boys, but she is secure enough to wait for a man to come into her life.

Þetta er einsog eitthvað sem maður myndi finna á aðdáendasíðu fyrir karakter úr Nágrönnum. Algerlega úr takti við þáttinn sjálfan.

Á heimasíðunni má líka finna pínu leim en samt nokkuð skemmtilegan diplomacy-spilaleik sem ég festist í núna eftir að hafa horft á þáttinn. Þeir kalla hann Line of Influence. Þar leikur maður áðurnefndan sendiherra Hennar Hátignar til Washington, og reynir að sigra í pólitískum viðræðum við hina og þessa opinbera starfsmenn til að ná fram markmiðum bresku utanríkisþjónustunnar. Þau geta verið allt frá því að senda neyðaraðstoð til Suður-Afríku, yfir í að hylma yfir ólöglega fangaflutninga með bandarísku leyniþjónustunni. Það er dálítið skrýtið að fá punkta fyrir svona siðlausar athafnir, en það er alltaf gaman að vinna. ..sem er pólitík í hnotskurn, býst ég við.

-b.

07 nóvember 2006

Því hann er dáðadrengur

Nú mundi ég allt í einu að þessi síða var sett á laggirnar í byrjun nóvember á síðasta ári. Fyrsta færslan, sem var reyndar lítið annað en splask-ið undan akkerinu sem ég fleygði í sjóinn, birtist þann þriðja nóv. En tautið hófst fyrir alvöru þann sjöunda, fyrir einu ári síðan akkúrat. Hlutirnir gerast ekki endilega þótt tíminn líði, og hann líður frá manni sama þótt maður geri ekki neitt. Fjögurhundruð sjötíu og fimm færslur á einu ári er skemmtileg tala og vel afmarkað tímabil, en það segir ekki neitt. Í svipinn man ég ekki eftir neinu sérstaklega merkilegu sem ég hef skrifað uppá þennan vegg, en það sama á við um flestar blóksíður.

Ég veit ekki, kannske gæti maður reynt að fikta við það.

Ég á enn eftir að redda mér nýrri yfirhöfn, á morgun borga ég leigu, í dag borgaði ég netið, ég er kominn inní hálfa fjórðu seríu af The West Wing, er að sækja þá fyrstu af Spooks og City of Glass byrjar með látum.

Og þarmeð slær hún í miðnætti. Blessámeðan.

-b.

Til þess var Dallas

Í öðrum þætti af Edge of Darkness hittir söguhetjan okkar fyrir háværan Bandaríkjamann að nafni Jedburgh, en sá vinnur að eigin sögn fyrir CIA:
Craven: Your friends are stationed in London?
Jedburgh: No sir. Colonel Kelly here is from Dallas. You ever been to Dallas, Craven?
Craven: No sir.
Jedburgh: 'S where we shoot our presidents. Jews got their cavalry but we've got Dealy Plaza.

Á eftir kemur æðisleg sena þarsem Craven raular hluta af Time of the Preacher eftir Willie Nelson, sem verður öllu skuggalegra lag fyrir vikið. Mikið er þetta gott stöff.

-b.

06 nóvember 2006

Þar fór það

Hann Tommy lánaði mér jakka og ég fór að leita að draslinu mínu. Einhver gaur á barnum sagðist hafa fundið töskuna mína og sett hana bakvið barinn einhverstaðar en þegar við leituðum að henni fannst hún hvergi. Og ekki peysan heldur. Þá fór ég niðrá Solbakken til að sækja jakkann minn, sem ég gleymdi þar um þarsíðustu helgi, en fann hann ekki heldur. Fyrsta mál á dagskrá er víst að kaupa nýjan jakka. Það er farið að vera kalt úti.

Taskan var ekkert spes. Bara svona einhver taska sem ég fékk gefins fyrir löngu síðan. Peysan kostaði eitthvað smotterí í H&M. Ipoddinn kostaði mig að vísu slatta af pening en ég sé samt ekki svo mikið eftir honum.. En mér finnst slæmt að glata bókinni minni. Þetta voru síður en svo merkileg skrif, en samt. Rúmt ár af sundurlausum pælingum og glórum. Það er eitthvað sem ég get ekki keypt aftur.

Ég hef samt ekki gefið upp vonina um að finna jakkann. Það er eitthvað tapað/fundið system í þessari blokk, vonandi fæst eitthvað uppúr því.

-b.

05 nóvember 2006

,,Helicopters now replaced by flying saucers..."

Á skalanum hverju-týndi-Bjössi þá var þetta þrusudjamm í gær. Á einhverjum helvítis bar á Stengade í Nörrebro (held ég) tapaði ég töskunni minni, skrifbókinni minni, peysunni minni og ipoddnum. Ég hefði farið í dag að leita að þessu en ég var að berjast við þynnku sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg ár.

Fáránlegast er að ég var búinn að ákveða að gera ekkert þessa helgi. Síðan heyri ég í Frikka og hann er í Köben eina nótt, þá verður maður að kíkja í partí.

Meiri vitleysan.

Og önnur tilviljun í morgun sem kemur engum við en ég ætla að minnast á hana samt sem áður.

-b.

04 nóvember 2006

McSweeneys fer með Aaron Sorkin til tann..hreinsara?

Þarsem ég er að horfa á slatta af The West Wing um þessar mundir kom þetta einkar skemmtilega við mig:

AARON SORKIN: You would think it would be the "ankh" sound, as in the ankh, the Egyptian symbol of life. But it's not. It's the Paul Anka sound. You know, it would help if you said certain words back to me, just random sentences that use the same key words I'm using.

DENTAL HYGIENIST: I have a lot of other patients who need their teeth cleaned, so ...

AARON SORKIN: Like I say, "Les Six," and you say, "Les Shut Up!" Something like that. I don't know. That's just off the top of my head. It doesn't have to make sense. It just has to sound like banter. It has to give a banterlike impression. Hey, that's a good example. I could say, "It just has to sound like banter," and then you shoot back, real quick-like, "Oh, it has to give a banterlike impression." We just say the same words back to one another over and over in different random orders.

DENTAL HYGIENIST: OK, that sounds nice. Maybe at the end of the appointment, when I'm removing your bib. But right now I need you to open wide so I can ...

AARON SORKIN: Oh, then, at the end, you say something like, "In the United States today, 30 percent of the people can't do so-and-so and here we are bantering about Poulenc." And then we both look sad.

Þeir höfðu væntanlega ekki pláss til að byggja upp rökræðuferli þarsem annar aðilinn stendur auðsjáanlega verr að vígi en hinn, alveg þangaðtil hann kemur að efninu úr óvæntri átt og við sjáum að málið snýst um allt annað en það sem við héldum í upphafi. Meining er lögð fram og kjú tilfinningaþrungin tónlist.

..en þetta er samt gott sjónvarp.

Og það er eitthvað í gangi með feðurna í þessum þáttum. Ágætis póstur um það hér. En annars er ég hættur, farinn að sofa. Djöfull er klukkan orðin.

-b.

Raus um gæsalappir og Greg Rucka

Í kvöld er stórhátíð í Kaupinhafn. Á einhverjum tímapunkti byrjuðu barirnir að selja nýja jólabjórinn, múgurinn steig helgan dans og hesthúsaði hátíð ljóss og friðar. Það er enginn hérna heima einsog er. Og þetta er í fyrsta skipti sem mér dettur í hug að gefa húsfólkinu íslensk gælunöfn: Tómas fór í jólabjórinn, Katrín kom með telpuvinkonur sínar hingað heim og svo fóru þær í jólabjórinn, og Begga fór norður í sveit að hitta kærastann og mömmu sína.

Jólabjór. Og jólaskraut. Í byrjun nóvember. Kannske ætti maður að hætta að hneykslast á því barasta.

It's the 'basically' that makes it art.

Ég hlustaði á viðtal við Greg Rucka um daginn þarsem hann tók einhverja línu uppúr söngleik um skák (!) og breytti henni í þá pælingu að þegar þú skrifar eina blaðsíðu, þá sé þeim mun minna pláss fyrir allt hitt sem þú þarft að skrifa. Sem er heilbrigð afstaða, og kemur varla óvart komandi frá manni sem skrifar vel. Mig langar að tékka á Queen and Country bókunum hans. Ekki myndasögunum, hann hefur víst gefið frá sér tvær skáldsögur í sömu línu, A Gentleman's Game og Private Wars. Samt. Hvað geri ég ef fólk horfir og heldur að ég sé bara að lesa eitthvað flugvélasorp? Þetter allt í lagi, þetta er framhald af rosafínum myndasögum sem ég hef verið að lesa. Alveg róleg. Nei, það gengur ekki. En stafirnir í nafninu hans eru að minnsta kosti nógu stórir á kápunni þannig að fólk hugsar ekki með sér þessi er að lesa nýja Grishaminn. Hvað heitir hún aftur, The Attorney eða The Lawyer? Kannske ég ætti að tékka á henni sjálf / ur. Og svo framvegis.. Gæsalappaleysi gerir heiminn erfiðari.

En kannske er það þessvegna sem höfundarnöfnin eru miklu stærri á kápunum heldur en titlarnir. Hvað ertu að lesa, King? Nei Grisham. Já ókei ég er með Steele. Já ég sá það á kápunni. Takk, viltu nammi? Láttu mig í friði.

A pirate's life for me.

Þannig að ég gaf henni poka af flaueli og hún sagði sólin er að koma upp. Ég vissi ekki hvað hún átti við en ég varð að vera ósammála: við horfðum í sitthvora áttina.

Gæsalappir maður. Einhverstaðar hérna í húsinu er einhver að spila Michael Jackson. Ef ég gæti valið um það núna að þurfa aldrei að heyra Michael Jackson lag aftur þá myndi ég segja já takk og lokaðu hurðinni á eftir þér. Alveg satt. Það er dimmt í smá stund ennþá en klukkan er orðin margt. Hvernig ætli jólaskapið sé að fara í fólk?

-b.

02 nóvember 2006

Morðingjar

Killers tónleikarnir í gær voru bara þrusugóðir. Upphitunarböndin voru frambærileg og Morðingjarnir sjálfir gáfu fólkinu það sem það vildi. Við Ýmir tróðum okkur eins nálægt sviðinu og við mögulega gátum einsog sjá má á þessari mynd:


Það er náttúrulega vitað mál að síminn minn tekur ömurlegar myndir, en það er samt fílíngur í gangi hérna.

Ég tók mynd af þessari tilkynningu í dyrunum:


..sem segir að um leið og ég stíg innfyrir hússins dyr þá megi MTV taka myndir af mér og sjónvarpa einsog þeim dettur í hug, jafnvel selja þær öðrum. Sem mér finndist eðlilegra ef þeir væru að kosta draslið, en ég borgaði slatta fyrir þessa miða. Hvað um það. Restin er síðan þeir að fría sig ábyrgð á slysum og skemmdum eigum, sem er ósköp normalt. Égmeina, þeir kalla sig jú morðingjana. En hverskonar slys geta annars hlotist af því að einhver taki mynd af manni?

-b.

01 nóvember 2006

..And they have a plan.

Augnablik í Edge of Darkness

Hallur benti mér á breska míníseríu frá '85 sem heitir Edge of Darkness. Og hún er mjög bresk og hún er mjög eitís. Ég var að horfa á fyrsta þáttinn og ég skemmi ekkert fyrir neinum með því að upplýsa að í byrjun sögunnar er dóttir aðalsöguhetjunnar drepin með haglabyssu. Karlinn, sem er lögga, er augljóslega í sjokki, en lætur ekkert uppi. Eftir að löggurnar eru farnar og ró kemst á húsið hleður hann riffilinn sinn og röltir um húsið, að hugsa um dóttur sína. Hann heyrir hana tala við sig, fer í herbergið hennar og grípur í eitt og annað sem liggur frammi. Setur plötuspilarann í gang, les í skólabók, lyktar af fötunum í skápnum hennar. Opnar skúffu í kommóðunni og finnur geiger-teljarann hennar (?). Lokar opinni nærfataskúffu. Kíkir í skúffuna á náttborðinu og tekur upp veskið hennar. Skoðar myndina af henni í vegabréfinu. Tekur upp víbradorinn hennar, virðir hann fyrir sér, kyssir hann og leggur hann svo aftur niður. Rótar lengra aftur og finnur skammhleypu..

Vó vó vó! Eruði að ná þessu?

Hann tekur upp víbradorinn hennar. Virðir hann fyrir sér. Kyssir hann. Og leggur hann aftur frá sér.

Og gaurinn heldur andlitinu allan tímann.

Þetta gerist um miðbik þáttarins og maður er búinn að fylgja gaurnum í gegnum alltsaman alveg fram að því. Hann sækir dóttur sína í skólann, hún er skotin niður fyrir framan hann. Löggurnar taka sýni af höndunum á honum. Hann töltir um húsið í losti. Og svo kyssir hann víbradorinn hennar? Nú er öllum nákvæmlega sama um það að hann skuli hafa fundið byssu í framhaldinu. Hún skiptir ekki máli lengur. Ef þú ert að horfa á þetta í sjónvarpinu þá starirðu á skjáinn og spyrð Hvað var hann að gera? og ef þú ert ég þá spólarðu til baka og segir Já, mér sýndist það.

Eflaust er meiningin sú að fólk geri skrýtna hluti í svona ástandi. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá nær gaurinn að selja þetta, kannske vegna þess að maður hefur fylgt honum eftir svo lengi fram að þessu. En hvernig þetta spilar saman við byssuna er líka athyglisvert vegna þess að einsog ég segi þá grípur þetta athyglina frá henni. Karlinn kippir sér ekkert upp við hana heldur; hún er bara enn einn hluturinn sem dóttir hans hefur látið eftir sig. En undir lok þáttarins kemur byssan aftur við sögu og þá er spurning hvort ætlunin hafi verið að leiða athygli áhorfandans frá henni á þennan furðulega hátt.

Ég er að minnsta kosti að ná í restina af þessum þáttum. Lúkkið er dálítið svipað og í fyrstu þáttunum af Cracker en tónninn jafnvel dekkri. England er dimmt og drukkið og það rignir allstaðar, London minnir á krabbamein, hetjan er sköllóttur gaukur í rykfrakka og í sjónvarpinu er Thatcher að tala um kjarnorkuvopn. Gerist ekki betra.

-b.