Fan fiction is not the only genre to suffer from inconsistencies. The other genre with similar problems, perhaps virtues is comics. Apart from a few foundational moments, it’s impossible to tell the history of Batman, for example. Part of this stems from the fact that many stories are written by many writers over the decades since the Batman character first appeared.
Verification becomes a problem in these universes. Being works of fiction we can only look to the texts themselves, and inconsistencies become contradictions when we try to a sense of what happened in a story universe. Movies, cartoon, and video games only compound the problem.
In the case of comic books, there are attempts every so often to try to re-write the history of the hero’s universe. The fact of the contradictions are faced head-on, but with a multi-universe caveat, and some authoritative “smoothing” is carried out. The results seem more confusing than the problem. With fan fiction, the studio or the author declares a canon, with everything outside being non-canonical. Of course, the “canon” is not a legal category, and ultimately it’s left to the community of readers to “decide”, as it were.
Skemmtileg tilviljun að þessi gaur (eða gella) skuli leiða þetta út frá
Buffy: TVS, en Geoff Klock hefur víst verið að fara í gegnum þá þætti sjálfur, enda mikill Wheadon-aðdáandi. Klock myndi hinsvegar segja að þessi ósamræmi væru það sem gerði myndasöguna*** svo skemmtilega. Að þetta væri hluti af gamaninu, en ekki próblemtatískt einkenni sem heltir formið. Afhverju ættum við að vilja segja
söguna af Batman þegar við getum einfaldlega sagt
Batman-sögu? Sagan af Batman er í raun alltaf sú sama en þó sífellt ný: Morrison segir sömu söguna af morðinu á foreldrum Bruce Wayne í
Arkham Asylum og tildæmis Miller gerir í
The First Year (eða Burton í
Batman, ef því er að skipta). Í tilviki Morrisons þá spilar hann með þá staðreynd að sagan hefur verið sögð milljón sinnum áður; sagan sjálf er smættuð niður í örfá orð og klósöpp-myndir af hlutum sem tengjast henni sérstaklega.
Og fyrir utan þetta sívinsæla dæmi, upprunasöguna, þá gerist ýmislegt skemmtilegt þegar ofurhetjur eru staðsettar nákvæmlega í tíma. Daredevil er t.a.m. það ungur að í dag hefði hann varla verið fæddur áður en hann á að hafa verið mættur á göturnar í fyrstu heftunum. Bendis leikur sér að þessu í sögunni
The Golden Age, með smá Moore/Supreme töktum. Þar kynnumst við eldgömlum þorpara sem losnar úr fangelsi eftir laaanga fangelsisvist og ákveður að hefna sín á Daredevil/Murdock (en það er nú altalað á götum New York að þeir séu einn og sami maðurinn), en það hafði kastast í kekki á milli þeirra áður en þessum gamla var fleygt í steininn. Fanginn fyrrverandi er greinilega orðinn mun eldri en hann var áður en hann fór í fangelsið, maðurinn sem hann fær til að hjálpa sér hefur hinsvegar látið minna á sjá (en nokkuð samt), og Murdock hefur ekkert elst. Hann er sami maðurinn og hann var í fjór-lita síðunum áður en sá gamli var sakfelldur.
Aðalatriðið í þessu er samt það að þetta virðist ekki koma neinum á óvart. Almenningur á náttúrulega að gefa sér að Daredevil og Murdock séu sitthvor persónan (eða getað reiknað með því a.m.k.) en bófanum gamla virðist ekki þykja þetta neitt undarlegt, og hvað þá Murdock sjálfum.
Metafiksjónin sem Bendis leggst útí er reyndar helvíti skemmtileg, þá sjaldan sem hann leiðist í þá átt. Ein slík var ofurbófi í
Alias sem gerði sér grein fyrir því að hann væri hluti af myndasögu, og kom m.a. með athugasemdir um teikningarnar. Einstaklega skemmtkilegt að lesa í það vegna þess að ofurkraftar hans felast í því að geta fengið hvern sem er til að gera hvað sem er. Hann er höfundur, með öðrum orðum.
Morrison hefur oftsinnis notað slíka karaktera, en hann hefur líka kommentað á þetta endaleysi og endurvinnsluna í ofurhetjumyndasögum með
X-Men lotunni sinni. Í lokin kemur það í ljós að ákveðin persóna var Magneato allan tímann, uppreisn hans er bæld niður og hann er drepinn - eina ferðina enn. Auðvitað var þetta Magneato allan tímann því ekkert getur breyst í raun og veru, og auðvitað er hann drepinn því hann kemur alltaf aftur hvort eð er vegna þess að ekkert breytist fyrir fullt og allt.
Joss Wheadon hefur líka leikið sér eitthvað með X-Mennina.. tók einmitt eina slíka bók áðan, á eftir að kíkja almennilega á hana. Man ekki hvar ég byrjaði með þetta og ætla að fara að snúa mér að öðru hvorteðer.
Takið þetta með ykkur allavega: Lesið Morrison, lesið Bendis, Lesið Klock og lesið þessa stuttu grein um nútímamýtur sem ég tengdi á í upphafi.
***..og þá er átt við ofurhetjumyndasöguna. Klock gerir þarna mjög sjálfsagðan greinarmun á meðan Varghese gerir það ekki.
.....
Einkunnirnar mínar ætla ekki að skila sér. Foj.
Ég ætlaði að henda pappakassa áðan en svo hugsaði ég með mér
neiii.. maður veit aldrei hvenær maður þarf að nota kassa. Sem er rétt.
..nema þegar maður veit að maður þarf ekki að nota hann, því þá þarf maður þess ekki.
..en ef maður er ekki viss þá er allur vari góður.
..en ef maður er hinsvegar viss þá ætti maður baaara að henda honum.
..en svo kannske hefur maður rangt fyrir sér.
..en líklegast ekki samt.
-b.