30 mars 2006

Húmor

Mér fannst fyndið að sjá Ædolið auglýst um daginn þarsem það átti að vera með ,,amerísku þema". Einsog það hefði verið eitthvað annað þema í gangi framað því.

Babbl

Það er næstum komið sumar og ég er aftur á löppum. Sakna þess mjög að geta ekki hjólað leiðar minnar lengur og það tekur mig alveg korter að koma mér niðrí bæ en maður lætur sig hafa það. Feta fjölstigið upp Njarðargötuna í sólinni með töskuna á bakinu og jökulstorm í nýklipptu hárinu.

Sest inná Babalú inní horn þarsem enginn sér mig nema franska stelpan sem skype-ar á babbli hinumegin í herberginu. iBook er ennþá málið hjá kúlistunum. Fæ mér indælis bolla af piparmintutei sem mér er sagt að skófla sjálfur inní töngina og dýfa í tevatnið. Stöðvarstjórar skiptast á að hringja í mig, það vantar allstaðar fólk nema þar sem ég vil vera.

Viðtalið í gær hefði getað farið betur, en hefði líka getað farið mun verr. Strax skárra að þekkja tappann sem heldur á hljóðnemanum, en ég virka ekki mjög vel svona tafarlaust.
(Hún þagnar í stundarkorn og lítur hægt til hliðar með stórum augum einsog ég hafi sent henni hugskeyti, en ég gerði það ekki; ég var að skrifa.)
Hefði verið meira vit í þessu hefði þetta farið fram í texta? Kannske.

Ég er að velta því fyrir mér hvað myndi gerast ef ég næði ekki 10 einingum á þessari önn. Myndi ekki fá nein námslán, þyrfti að vinna í sumar til að borga bankanum yfirdráttinn. Myndi missa íbúðina næstum örugglega, gæti ekki verið í Reykjavík til að vinna fyrir bankann nema fyrir eitthvað íbúðarkraftaverk. Þetta er eitthvað sem ég vil forðast. En ég sit hérna og hristi ermarnar og það kemur ekkert erindi útúr þeim.. Útó- dystó- heteró-tópíur hvað? Hvar? Hvernig?
Arg.

Ætli Frikki sé mættur og sestur hinumegin?

Neibb. Hinsvegar er reyksvæðið þéttsetið af túristum og útlenskum Íslendingum.

Arg. Ég er farinn að gera allt annað. Satans.

-b.

29 mars 2006

Án gríns

Kæru vinir.

Vinsamlegast drepið á viðtækjunum ykkar fyrir klukkan fimm núna síðdegis til þess að eiga ekki á hættu að heyra í mér röfla stefnulítið og samhengislaust um V for Vendetta, Alan Moore og þessháttar.

Djísús.

-b.

28 mars 2006

T mínus vika

Ég afþýddi ísskápinn minn um daginn. Sá hvernig Már fór að þessu: hann henti matnum út og dró gaurinn bara inní sturtu. Hermdi eftir honum. Skápurinn draup bara oní niðurfallið og ég þurfti ekkert annað að gera en að þurrkann og raða aftur inn.

Tók líka til maður. Þurfti þess eiginlega vegna þess að Ingi Björn skilaði sófanum mínum í gær. Kom honum fyrir, mér til vægrar undrunar.. mér fannst vera alveg nóg af drasli hérna fyrir. En þetta smellur svona sirka.

Tæp vika þartil ég flýg út. Til útlanda. Verð í útlöndum í tvær vikur. Meira um það síðar?

,,The Wire" eru fínir þættir.. sá fyrstu þáttaröð um daginn og líkaði vel. Hann er að þessu hann David Simon, sem skrifaði bókina Homicide, sem varð kveikjan að þáttunum Homicide: Life on the Street", sem hann var reyndar eitthvað viðriðinn sjálfur. Og ég hef verið að horfa á.

,,X-Files" sýnist mér vera að slappast niður í fimmtu þáttaröð. Leitt?

-b.

Ampersand

Skrýtin saga.

Y: The Last man: Safeword á nokkra fína spretti en það er samt alltaf eitthvað við þessa sögu sem er ekki að virka fyrir mig.

-b.

Topp hundrað eitthvað..

<NES> lol
<NES> I download something from Napster
<NES> And the same guy I downloaded it from starts downloading it from me when I'm done
<NES> I message him and say "What are you doing? I just got that from you"
<NES> "getting my song back fucker"

Ótrúlega mikið af góðu dóti þarna. Slatti af rusli, en ég hló og hló og hló yfir sumu.

<Th3No0b> Im going to be the next hitler
<Th3No0b> Im going to kill all the jews and 1 clown
<RageAgainsttheAmish> why the clown
<Th3No0b> See? no one cares about the jews
<RageAgainsttheAmish> lmao


<UKDJ|Planet> I swear to god
<UKDJ|Planet> I've just heard a duck tell a joke
<Jock> o...k
<UKDJ|Planet> there was as group of ducks on a pond near where i live
<UKDJ|Planet> one of the ducks was quacking away looking straight at a group of like 10 ducks
<UKDJ|Planet> then he stopped and all the other ducks went mental
<UKDJ|Planet> it looked just like duck stand-up comedy


<kyourek> There was a 23% drop in temperature.
<nappyjallapy> That's almost 25%!
<kyourek> ... That was one of the most worthless comments I've ever heard.


-b.

23 mars 2006

Meikar sens

Remember the whiny, insecure kid in nursery school, the one who always thought everyone was out to get him, and was always running to the teacher with complaints? Chances are he grew up to be a conservative.

Ég hafði nú alltaf á tilfinningunni að þannig lægi í því.

Búinn að vinna tvo daga á þessari hektísku Mosfellsbæjarstöð. Alltaf mikið að gera þar og um leið og lægist er þetta lið farið að raða í hillur og stússa eitthvað. Eina stöðin sem ég hef hitt á þarsem starfsfólkið er undantekningalítið ofvirkt í meira lagi. Hinsvegar er það allt mjög almennilegt, sem er annað en ég get sagt um suma sem ég hef þurft að vinna með.

Hvað um það. V for Vendetta í kvöld og jafnvel rækt á eftir. Súper.

-b.

21 mars 2006

Why Poor Countries Are Poor

Imagine a dictator with a tenure of one week—in effect, a bandit with a roving army who sweeps in, takes whatever he wishes, and leaves. Assuming he’s neither malevolent nor kindhearted, but purely self-interested, he has no incentive to leave anything, unless he plans on coming back next year. But imagine that the roaming bandit likes the climate of a certain spot and decides to settle down, building a palace and encouraging his army to avail themselves of the locals. Desperately unfair though it is, the locals are probably better off now that the dictator has decided to stay. A purely self-interested dictator will realize he cannot destroy the economy and starve the people if he plans on sticking around, because then he would exhaust all the resources and have nothing to steal the following year. So a dictator who lays claim to a land is a preferable to one who moves around constantly in search of new victims to plunder.

20 mars 2006

,,Brjóstahaldarinn er í skápnum vinstra megin!"

Föstudaginn síðastliðna var ég í sturtu klukkan að renna í þrjú og velti fyrir mér hvað hann Hallgrímur ætti við þegar hann sagðist ætla að fjalla um hvernig hann myndi skrifa, væri hann kona á málþinginu sem ég ætlaði að kíkja á (en ég var einmitt að verða of seinn). Mér datt í hug að hann myndi mæta seint með illa undirbúinn fyrirlestur, bara til að gera gys að konunum sem stóðu fyrir málþinginu og þeim sem voru með erindi; svona myndi ég haga mér, væri ég kvenmaður.

Þegar ég mætti var Gerður Kristný komin vel inní sitt erindi um Svövu Jakobsdóttur, og stofan var þéttsetin. Fólk sat á gólfinu meðfram veggnum og hélt áfram að tínast inn eftir að ég hafði komið mér fyrir. Í hlénu fékk ég að vita að Hallgrímur myndi ekki mæta: hann hefði boðað forföll. Börnin hans voru veik heima sagði hann, og hann kæmist ekki. Þannig að í staðinn fyrir að skrifa einsog kona myndi hann lifa einsog kona. Eitthvað svoleiðis.

Þannig að þetta var hálfrétt giskað hjá mér. Meiningin var sú sama en Hallgrímur þurfti auðvitað að ganga of langt og útskýra brandarann. Lélegt.

En fólk vildi tala um þetta þegar skipulögð dagskrá var búin. Hvað var Hallgrímur að meina? Hvernig getur hann sagst ætla að tala um hvernig skáldskapur sinn myndi líta út ef hann væri kona? Þá væri hann (eða hún) alltannar einstaklingur, jafnvel ekki rithöfundur. Og svo framvegis. Það kom mér á óvart að fólk hafði ekki náð sneiðinni jafnvel þótt hann hafi stafað það oní þann sem tók við skilaboðunum (hver sem það var). Hallgrímur hafði ekkert að segja um kven-skáldskap sinn. Hann þurfti ekki að meina neitt með því sem hann auglýsti annað en það að þegar á hólminn væri komið myndi hann ekki mæta. Það að hann skyldi ekki tala um það sem hann sagðist ætla að tala um er í sjálfu sér fyrirlesturinn.

Og nú er ég bara að leiða útfrá því sem mér hefur sýnst um Hallgrím við að lesa greinar eftir hann, sjá og lesa viðtöl við hann o.s.frv. í gegnum árin. Til að sýna framá viðhorf hans til alls þessa er styst að sækja í skilaboðin sem hann sendi: Það að sitja heima með veikum börnum er eitthvað sem konur gera, ekki karlmenn.

Gott og vel. Þar fór sá djókur.

En einhver spurði Gerði Kristnýu í framhaldi af þessu eitthvað í þessa átt: Getur maður í raun og veru skrifað sem hitt kynið. Gætir þú skrifað einsog þú værir karlmaður?

Og hún svarar: ,,Ég skrifa einsog ég væri karlmaður." Punktur.

Talið leiddist eitthvað annað í smá stund en síðan gerðist það, mér til mikillar undrunar, að hún var spurð hvað hún ætti við með því sem hún sagði.

,,Maður svarar nú bara svona," sagði hún þá.

Mér fannst frekar neyðarlegt að hún skildi missa boltann svona og játa bara undireins að hún hefði ekki meint neitt með þessu, en þó frekar þegar hún hélt síðan áfram eftir smá hik og sagði að það væri karlmannlegt að skrifa og tjá sig. Konur gætu það ekki; þeim væri gert að þegja. Og svo framvegis.

Ég náði ekki að setja þetta í almennilegt samhengi fyrren nokkru seinna þegar við Davíð sátum á Stúdentakjallaranum, drukkum Guinness og horfðum á À bout de souffle, sem kvikmyndafræðinemar voru að sýna á tjaldinu.. Þar er sena sem gerist á blaðamannafundi: Einhver mikill spekúlant að nafni Parvulesco situr fyrir svörum og hver snápurinn á fætur öðrum skýtur að honum spurningum sem tengjast eflaust einhverju sem hann á að hafa gefið frá sér. Eitthvað um samskipti kynjanna, kynferði kvenna og hlutverk þeirra í samfélaginu, álit hans á hinum og þessum listamönnum o.s.frv.

Hann ryður úr sér svörum sem eru öll rosa sniðug og fyndin, spyrlarnir skrifa þau hjá sér og halda áfram að spyrja. Aðspurður hvaða takmark hann eigi sér í lífinu svarar hann:
Að verða ódauðlegur. Og deyja síðan.

Hvað á hann við? Enginn spyr neitt frekar útí það sem hann segir, hver einasta spurning stendur útaf fyrir sig og virkar sem uppsetning á brandara sem Parvulesco klárar síðan með svarinu, hnyttnum lokahnykk.

Það er nákvæmlega þetta sem Hallgrímur og Gerður Kristný voru að gera. Einhver biður Hallgrím um að koma og ræða um kvenkyns rithöfunda. Já já, segir hann. Ég skal sýna ykkur hvað ég myndi skrifa ef ég væri kona. Og svo mætir hann ekki. Hans hlutverki í brandaranum er lokið og hnykkurinn er sá að hann lét ekki sjá sig.
Einhver spyr Gerði Kristnýu hvernig hún myndi skrifa ef hún væri karlmaður. Hún hefur eflaust heyrt þessa spurningu áður í einhverju formi og er e.t.v. orðin þreytt á henni. Ja, ég skrifa einsog ég væri karlmaður. Spurningin er þannig ógild og hún kláraði brandarann sem var lagður upp fyrir hana.

Hvers eiga þau að gjalda að vera síðan grilluð af fólki sem fattar ekki brandarann? Erum við í Sovjetríkjunum? Verið ekki að böggast utaní þessu klára og andríka fólki þegar það segir eitthvað fyndið sem þýðir ekki neitt. Nógu lengi þarf það að bíða eftir réttu spurningunum.

-b.

The Ballad of Dana Scully

Sköllí.. með rauða hárið þitt á skjánum
og greitt afturfyrir eyra öðrum megin og með gulleyrnalokk
Sköllí komdu til mín þegar þú ert í vandræðum
la la la tí da daí..

(Man ekki meir)

-b.

17 mars 2006

Hann skrifaði nafnið sitt sem ferhyrning með x-i inní..

Fljótt á litið virðist Dagur Sigurðarson vera (eða hafa verið?) holdtekja alls þess sem ég þoli ekki við 'ljóðskáld'

-b.

15 mars 2006

Sjórán?

Helvíti fín grein um The Pirate Bay og hversvegna þeir eru ekki nefndir í nýlegum ákærum MPAA á hendur fjöldamargra netsíða, s.s. isohunt, torrentspy, niteshadow o.fl.

Ég leit inná heimasíðu SMÁÍss, en þar er dálkur tileinkaður netkerfum menntastofnanna á borð við háskóla eða menntaskóla. Svona vilja þeir höfða til þeirra:
Rétt eins og ætlast er til að heimilda sé getið við ritgerða og verkefnasmíð svo ekki sé brotið á réttmætum höfundi texta ætti einnig að vera ætlast til að önnur hugverk séu meðhöndluð með réttmætum hætti.
Þarna er náttúrulega verið að bera saman tvo mjög ólíka hluti. Höfundaréttur, það að eiga sjálfur réttinn á því að fjölfalda höfundarverk þitt, er ekki það sama og að ætlast til þess að nafns þíns sé getið þegar þetta verk þitt er nýtt í heimildavinnslu. Það fyrra hefur að gera með gróða sem hlýst af sölu en það síðara snýst um það sem kalla mætti eign á hugmyndum.

Nú er ég reyndar að gefa mér að þarna sé rætt um ritgerðir og þessháttar sem eru ekki gefin út í gróðaskyni, en ef útí það er farið erum við kannske frekar farin að tala um ritstuld. Er það brot á höfundarrétti? Það mætti e.t.v. gera því skóna. Ekki er ég lögmaður. En það er deginum ljósara að efni, sem dreift er ólöglega á netinu, er ekki eignað öðrum en þeim sem gaf það út, svoleiðis að umræða um ritstuld á ekkert efni þangað.

Og engin umræða um ,,stuld" í rauninni, þósvo að SMÁÍs og co. vilji endalaust koma því orði að í þessu samhengi. Ég hef sosum minnst á þetta áður, en stuldur eða þjófnaður er þegar þú tekur einhvern hlut frá einhverjum öðrum og gerir þarmeð tvennt:
  • Þú rænir hann hlutnum sjálfum,
  • og sviptir hann um leið möguleikanum á því að selja hlutinn síðar meir
.
Ólögleg dreifing efnis á netinu hefur að gera með fjölföldun (og gengur þannig uppí skilgreininguna á höfundarréttarbroti), en þeir sem eiga 'hlutinn' sem er tekinn og fjölfaldaður eiga hann ennþá. (Og þessvegna er allt tal um ,,sjórán" kannske illa til fundið líka, þósvo að thepiratebay velti sér uppúr því..) Það er ekki búið að fjarlægja neitt sem ekki verður gefið aftur.

..nema kannske hugsanlega kaupendur. En þú getur ekki eignað þér fyrirhugaða kaupendur að einhverri vöru í þessum geira frekar en annarstaðar, en það er nákvæmlega það sem þessir kónar eru að gera þegar þeir kenna vefsíðum á borð við thepiratebay um síminnkandi aðsókn í kvikmyndahús o.s.frv. í staðinn fyrir að einbeita sér að því að búa til kvikmyndir sem fólk kemur til með að vilja sjá í bíó.

Æ maður gæti talað um þetta endalaust. En ég nenni því ekki. Kvefið virðist ætla að taka sig upp og ég ligg og les.

Erindið í gær gekk ágætlega, en ég hlýt að vera með verri fyrirlesurum sem ég þekki.. Gengur betur næst.

-b.

Enn af V..

David Lloyd, how different is it to watch something that you've written and helped illustrate come to life as a feature? How accepting were you of the changes?

Lloyd: When I was first sent the script I was kind of disappointed that it wasn't more faithful to the original. But the changes they made were quite valid, and I think they kept the core of it completely. And they kept the spirit of it and the integrity of it, all the key scenes and key instances that happened in it. So I think they did a fantastic job. For me, it was absolutely extraordinary to see it in November. There's one scene that's really amazing and really brought home to me the fact that it was something I had actually done and drawn that was brought to life. It's [a] scene with Natalie and Hugo Weaving ... when I drew that, I wanted to get it as realistic and believable as possible. And seeing it come to life is just like seeing a painting you drew come to life. It's absolutely great. And I saw that throughout the whole film. As it was rolling, seeing the first Shadow Gallery scene, it was just incredible to see stuff like that. I think the changes they made, because they had a shortage of space, they couldn't have possibly put everything in that was in the graphic novel, so they had to abbreviate things and use symbolism more. To me, what it has become is like a political cartoon, like the sort of thing you see in a newspaper, where broad sweeps have been made, broad brushstrokes on the canvas to represent thoughts and feelings and actions and ideas. I think, cinematically, it's a terrific transition.

V for Vendetta sem pólitísk skrítla í dagblaði? Og hann notar þetta sem dæmi um góða þýðingu.. Voðalega virkar það hæpið.

Held samt að ég drífi mig á hana þegar hún kemur til landsins. Sem verður 24. mars. Þarnæstu helgi. Svona á að fara að þessu, þið íslensku kvikmyndahús!

..þ.e.a.s. að sýna myndina innan við tveimur vikum eftir að hún fer í sýningar úti; ekki að klúðra upplýsingunum um hana síðunni og láta svo eftir einhverjum glórulausum slúbbert með hor að leiðrétta ykkur.

-b.

14 mars 2006

Klukkan 15:92, nánar tiltekið?

Gleðilegan π-dag!

Grey enskumælandi flón sem koma aldrei til með að upplifa þessa hamingju.

-b.

Stafræna versus filma, leikarar, leikmunir o.s.frv.

In the brave new digital world, form is defining content. Because the toys are so cool, directors make movies to exploit their technical possibilities. That's why James Cameron, after doing Titanic, the all-time top grosser, stopped making feature films to shoot underwater documentaries with his favorite new toy, the 3-D camera. Going back to his old camera, he told ComingSoon.net "just seemed like going back from a car to a bicycle." Battle Angel, his first feature since 1997, will be shown in 3-D. (And yes, with the funny glasses.) Lucas is planning to release all six Star Wars episodes in 3-D as well.*

Það gat nú verið.

Þetta er annars dálítið löng, en mjög athyglisverð grein um stafræna kvikmyndavinnslu.. Shyamalan, Lucas, Spielberg og Rodriguez velta þessu fyrir sér hver frá sínu horni. Merkilegt að Lucas skuli hafa fengið Rodriguez yfir á stafrænuna, en að sá síðarnefndi skuli síðan hafa gert eitthvað svo miklu miklu athyglisverðara en Lucas, með sömu tólum.

Þessi gaur kemur stuttlega inná það hversvegna stafrænan brást kvikmyndinni í tilviki Lucas: það er í rauninni ekkert flóknara en ,,magn ofar gæðum":
Thank you, CGI. Thank you for letting the director project the most expansive reaches of his imagination into a bright, neon digital rendering that doesn't for one second look like a universe you could live in. Don't get me wrong, when I saw that space battle in Revenge of the Sith I did turn to my friend and say, "damn, those are some phat-ass effects!" Which was nice, but when I saw the barge scene from Return of the Jedi 20 years ago, all I could think was, "I wonder how Luke is going to get out of this one!"

Mynddæmin sem hann tekur segja kannske meira en mörg orð, en ég nenni ekki að framkalla þau hérna.

Maður getur reyndar spurt sig hvort þetta hafi eitthvað að gera með væntingar manns til heimsins sem er framkallaður. Maður býst við öðru af heimi sem er í raun og veru myndasaga á filmu en af vísindaskáldskap, eða af fantasíu.. jú eða realískri sveitasælu. Ég hjó nú reyndar ekki sérstaklega í það þegar ég horfði á myndina, en voru rollurnar í Brokeback Mountain ekki dálítið of einsleitar? Ég veit ekki, kannske eru þær svona í BNA. USA. Usu. Usu kusu.

?

-b.

*Mín feitletrun.

79 af stöðinni - Að núa eða ekki að núa

2.000 orð. Er það ekki alveg nóg? Mér finnst allavega smá vit í þessu. Gæti sosum ekki skilað þessu sem ritgerð, en það þyrfti ekki að flikka mikið uppá það til þess. Virkar sem erindi held ég barasta.

-b.

Bah!

Ég ætla að upplýsa leyndarmál, og gera það þarmeð að ekki-leyndarmáli.

Löngu eftir að ég skilaði inn BA ritgerðinni minni, meira að segja nokkru eftir að ég útskrifaðist, þá var ég að líta yfir lokaútgáfuna á tölvunni og sá að það var heil síða sem var alveg tóm fyrir utan blaðsíðutalið á botninum. Hvílíkt klúður.

Þetta er auðvitað alls ekkert mál. Ritgerðin var alveg nógu löng og rúmlega það. Ég hafði bara verið að hnika eitthvað til í textanum, koma því fyrir þannig að hver kafli byrjaði á nýrri síðu o.s.frv. og þannig hefur þetta komið fyrir. Bara lélegur frágangur. Mig langar ekkert að vita hvort þetta krækti einhverjum auka-mínus í einkunnina.

Hinsvegar stóð það alltaf til hjá mér að setja ritgerðina á netið þegar hún væri tilbúin. Hún Stella man ég að gerði það og þótt ég hafi reyndar ekki lesið gaurinn (engan veginn minn tebolli) þá fannst mér þetta sniðugt. Nú renni ég augum yfir skjalið og ég sé strax helling sem hefði mátt fara betur, en hvað um það. Hér er gaurinn í 17mb .rtf skjali. Fræðilegi grunnurinn sem ég reyndi að leggja í byrjuninni var slappur og heterótópíu-pælingin hefði mátt vera betur unnin, en greiningin á einstökum köflum í Animal Man og The Invisibles held ég að sé alveg valid, og ég veit að hefði ég ekki skrifað þetta sjálfur myndi ég hafa áhuga á að lesa það.

...

Og jú, kaldhæðnin á bakvið þessa auðu síðu fer síður en svo framhjá mér. Ef einhver spyr mig augliti til auglitis hversvegna þetta hafi farið svona hjá mér lýg ég því náttúrulega að þetta hafi verið meiningin allan tímann. Klúðrið hafi kannske verið að setja eyðuna á blaðsíðu 22 en ekki 23.

-b.

Glitnir?!?!

Neeeiii. Nei nei nei nei nei nei nei nei nei.

Nei nei nei.

Ég neita að eiga í viðskiptum við banka sem heitir ekki einusinni ,,banki". Glitnir hefur verið að reyna að selja mér bílalán í fleiri fleiri ár og aldrei haft erindi sem erfiði.. og nú á ég að gjöra svo vel og treysta þeim fyrir peningunum mínum?

Frá og með þessari stundu tek ég við tilboðum í bankaviðskiptin mín. Sendið þau hvernig sem er, mér er sléttsama.

-b.

Geymt og gleymt

Hei. Rakst á þetta í bókinni minni góðu:
In a world filled with death..

His livestock mysteriously killed..

His family brutally murdered..

The one thing he knows can never be slain.. is his reputation!

Steven Segal - Will Smith - And a Bunch of Sheep
in:

HÁVAMÁL
..you're all going to die anyway.

13 mars 2006

Á íslensku hét hann Hans Óli..

Er að skríða aftur uppá yfirborðið eftir þessa pest og fleira vesen. Fór í ræktina áðan, sem var einstaklega hressandi. Er svona að spá í hvað ég geti fengið mér að éta en síðan verð ég að klára fyrirlesturinn sem ég á að flytja á morgun.

Ðatts itt.

Satans geisladrifið vill ekki bera kennsl á Come On Die Young. Heimur hrynjandi fer.

-b.

11 mars 2006

TOEFL, loksins (mont)

Kíkti í póstkassann af gömlum vana núna áðan og viti menn: niðurstöðurnar úr TOEFL prófinu sem ég tók fyrir tæpum tveimur mánuðum voru komnar í hann. Póstkassann sko. Og hvað haldiði að karlinn hafi gert annað en að rúlla þessu upp?

Mig langaði náttúrulega að klára þetta á fullu húsi en það var ekki alveg svo gott.. virðist hafa flaskað á einni spurningu í fyrstu hrinunni þannig að ég skoraði 670 af 677 mögulegum. Í prósentum er það 98,966%, svo það sé alveg á hreinu. Í skriflega prófinu fékk ég 5/6, sem er reyndar bara 83,33%.. en samt ágætt.

-b.

09 mars 2006

дорогой дневник

Ég veit að þetta er asnalegt og ég veit að ég er geðveikur og ég veit að þetta er mér að kenna og ég veit að ég geri mér grein fyrir þessu öllusaman en það breytir engu að ég skuli skilja hvaðan hugsunin kemur, hún situr ennþá í mér. Opið breinbrot verður ekkert þolanlegra og grær ekkert hraðar þótt þú sért meðvitaður um orsök og fyrirliggjandi bataferil.

Stundum er það í alvöru einsog eitthvað hafi verið rifið innanúr manni.

08 mars 2006

11001000

Cop: How do you say "dog" in Spanish?
Starbucks guy: Perro.
Cop: Okay. How do you say "dog" in Mexican?
Starbucks guy: Usted es un idiota.

Þetta er 200asti pósturinn hérna á liðhlaupi. Það er bara 1025 póstum minna en ég hef smellt inná vitleysinga í gegnum tíðina.

Ég hef varla farið útúr húsi síðan á föstudagskvöld en ég er að spá í að fara eitthvað út í dag.

TOEFL-ið er ennþá ekki komið. Og mér finnst þessi skilgreining á ,,chain of command" ennþá alltof fyndin.

-b.

Pönk skv. Iggy

I'll tell you about punk rock, punk rock is a word used by dilitantes. And uh.. and uh, heartless manipulators. About music.. that takes up the energies and the bodies and the hearts and the souls and the time and the minds.. of young men. Who give what they have to it. And give everything they have to it. And it's a.. It's a term that's based on contempt. It's a term that's based on fashion, style, elitism.. satanism.. and everything that's rotten about rock 'n roll. I don't know Johnny Rotten, but I'm sure.. I'm sure he puts as much blood and sweat into what he does as Sigmund Freud did.

You see, what.. what sounds to you like a big load of trashy old noise.. is in fact the brilliant music of a genius. Myself.

And that music is so powerful.. that it's quite beyond my control. And uh.. when I am in the grips of it.. I don't feel pleasure and I don't feel pain. Either physically or emotionally, do you understand what I'm talking about? Have you ever, have you ever felt like that? When you just.. when you just, you couldn't feel anything. And you don't want to, either. You know? Like that. Do you understand what I'm saying, sir?

Ég hef ekki hlustað mikið á gaurinn en þetta er samplað í opnunarlagi Come On Die Young með Mogwai. Man alltaf eftir þessu.. Við hæfi?

-b.

07 mars 2006

Eitt og þetta

Meta-Overheard in New York. Frábært.
A US state has signed into law a bill banning most abortions, in a move aimed to force the US Supreme Court to reconsider its key ruling on the issue.

The South Dakota law - approved by the governor on Monday - makes it a crime for doctors to perform terminations.

Exceptions will be made if a woman's life is at risk, but not in cases of rape or incest.

Hálfvitar.

"Where will our soldiers and sailors and airmen come from?" he [Richard Carmona, 'surgeon general'] said. "Where will our policemen and firemen come from if the youngsters today are on a trajectory that says they will be obese, laden with cardiovascular disease, increased cancers and a host of other diseases when they reach adulthood?"

Lowering the nation's obesity rate depends on changing behaviors, but too many Americans are health illiterate, meaning they cannot understand medical terms and directions from doctors, Carmona said.

The surgeon general offered few specific solutions but said public policy reforms would not be helpful in curbing obesity, explaining that common-sense health decisions cannot be legislated. [Mín ítalíseríng]

Ætli við þurfum ekki að fara að spá í þessu líka? Hvaðan eiga framtíðarhermennirnir okkar að koma, ég spyr? Mann fá alltof vel að borða í fangelsum nútildags, hef ég heyrt.

Slatti af fyrirlits-umsögnum um óskarsverðlaunamyndir síðstu ára. Mestallt þvælt og ómerkilegt en mér þótti umsögnin um Morgan Freeman í Million Dollar Baby góð og gild, og þessi umsögn um Crash er skemmtileg, þó ég sé nú ekki sammála: "A grim, histrionic experiment in vehicular metaphor slaughter."
Áts.

Ég er að verða góður af þessu kvefi. Get opnað munninn uppá gátt án þess að finna fyrir eymslum.. En ég set á mig hjálm og fer hljóðlega af stað til að snarast ekki strax niður aftur. Tók til í vefmerkjunum* mínum um daginn og það var einstaklega hreinsandi. Hlusta á Shake The Sheets með Ted Leo & the Pharmacists og Almost Killed Me með The Hold Steady. Er að tékka á Everything All the Time með Band of Horses, en hún er á draslinu einsog er, ef þið hafið áhuga. Harma það mjög að hafa engar nýjar myndasögur að lesa.. Kíkti aftur í From Hell um daginn og komst að því að annar kafli er bara hreint ekki allur í 1. persónu sjónarhorni. Afhverju ætli mig hafi minnt það?

..og komst í framhaldi að því að samanburðarkenningin sem ég var að velta fyrir mér um bókina og kvikmyndina stenst ekki. Djö, maður þyrfti nú samt að skoða það aðeins betur.. sérstaklega þarsem V fer að koma út.

Klukkan er að verða sjö. Hvað er að gerast?

-b.

*bookmark?

Ég líka..

Hann fór þangað!

Y'know what 'the chain of command' is? It's the chain I'll go get and beat you with 'till you understand who's in ruttin' command here.

Það er of mikið gert úr því hversu viðkunnalegar persónur í sjónvarpsþáttum eru eða 'eiga að vera'. Ef þú getur komið línu á borð við þessa í kjaftinn á einhverjum þá er þátturinn góður og gildur. Þetta er svona ljúffengur úmpf!-moli sem fær mig til að langa að sjá meira.

-b.

Enn af Gretti

Davis makes no attempt to conceal the crass commercial motivations behind his creation of Garfield. Davis has the soul of an adman—his first job after dropping out of Ball State, where he majored in business and art, was in advertising—and he carefully studied the marketplace when developing Garfield. The genesis of the strip was "a conscious effort to come up with a good, marketable character," Davis told Walter Shapiro in a 1982 interview in the Washington Post. "And primarily an animal. … Snoopy is very popular in licensing. Charlie Brown is not." So, Davis looked around and noticed that dogs were popular in the funny papers, but there wasn't a strip for the nation's 15 million cat owners. Then, he consciously developed a stable of recurring, repetitive jokes for the cat. He hates Mondays. He loves lasagna. He sure is fat.

Þetta er svolítið grimmur pistill.. ég hef mjög gaman af slatta af gamla Gretti, en á móti kemur jú að hann er búinn að vera herfilega lélegur núna í mörg mörg ár. Virkilega athyglisvert að Davis skuli hafa spáð sérstaklega í markaðssetningunni þegar hann smíðaði þessa karaktera. Kannske ekkert skrýtið að hafa það bakvið eyrað en þarna virðist skrítlan sjálf vera hugsuð sem grunnur fyrir sölu á dúkkum og hnífapörum. Lélegt. Hinsvegar..
Garfield's origins were so mercantile that it's fair to say he never sold out — he never had any integrity to put on the auction block to begin with. But today Davis spends even less time on the strip than he used to — between three days and a week each month. During that time, he collaborates with another cartoonist to generate ideas and rough sketches, then hands them over to Paws employees to be illustrated.

Og það sést aldeilis á Gretti einsog hann kemur fyrir í blöðunum í dag. Fjöldaframleitt drasl, steingelt alla leið aftur í hnakka og gersamlega laust við öll tilþrif. Því er nú helvítis verr.

Ég nenni nú ekki að leita að því núna en það er allt annar tónn í Bill Watterson þegar hann talar um Calvin & Hobbes, bara svona til dæmis.. endalausar útistöður við skrítlumiðlarana, vesen yfir stöðlum sem ekki mátti föndra við o.s.frv. Í stuttu máli sagt skrítlan sjálf í öndvegi, ekki kröfur markaðarins.

Hah, smá gúglun leiðir þetta viðtal í ljós:
Christie: What about Jim Davis?

Watterson: Uh...Garfield is...(long pause)...consistent.

Christie: Ooo-kay...

Watterson: U.S. Acres I think is an abomination.

Christie: Never seen it.

Watterson: Lucky you. Jim Davis has his factory in Indiana cranking out this strip about a pig on a farm. I find it an insult to the intelligence, though it's very successful.

Gott stöff.

-b.

06 mars 2006

..beibí?

Ég vil ekki vera neitt annað en það sem ég hef verið að reyna að vera uppá síðkastið
það eina sem ég þarf að gera er að hugsa um mig og öðlast hugarró
ég er þreyttur á að svipast um í herbergjum og velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera
eða hver ég ætti að vera
ég vil ekki vera neitt annað en ég!

Ég hló og hló

I think the cavemen and the dinosaurs were Satans attempt at his own human/Animal race. When it failed miserably, he went to the Garden to destroy God's creations.

There you have it. I don't think it could be more simple. It gives me peace anyway.

En ég fann þetta annars þegar ég var að skoða þetta hér, um myndasögu sem reynir að samþætta tilvist risaeðla og biblíusögurnar. Ótrúlegir þessir rugludallar. Sjá:-b.

Gilliam og annað nöldur

Ágætis viðtal við Terry Gilliam um hitt og þetta. Hafði t.a.m. ekki heyrt um þessi lagaferli þeirra Python félaga við bandaríska sjónvarpið..
What always impelled me to insist on my rights in the face of the big studios, not to be afraid of them and to believe in what I am doing, is Monty Python's copyright declaration. Years ago the BBC sold the program to ABC in America, which, instead of broadcasting it as it was, cut it and mixed it and turned it into two specials of two hours or something ridiculous like that - so we sued them.

We were told it was insane to go up against a company like ABC, that it was arrogant and showed excessive self-confidence. Because the trial was held in America and I was an American citizen, it was 'Gilliam vs. ABC,' which really sounds insane. The trial took place in a well-known, respected court, and in this important courtroom the members of Monty Python defended their right to be idiots. It was very funny and in the end, after three years, we won. I think that victory is the main cause of all my quarrels.

Og það er dálítið undarlegur tónn í þessari upptalningu á núverandi stöðu fyrrum python-félaga hans..
Mike found the perfect job. He travels the world with BBC series, which is what he always wanted to do. He is the perfect campanion. He always liked being nice and being loved. Terry makes historical series about the Crusades and things like that, and that is an area he was always interested in. Eric found the success he always sought in 'Spamalot' - he always loved the theater more than anything else. And John? John has a great need to make a lot of money, which he is doing.

Ég kann illa við að afboða mig 'vegna veikinda', sama hvað það er. Ég hef aldrei sagst vera veikur þegar ég hef í alvöru verið þunnur eða bara ekki nennt að mæta í vinnu. Aldrei. Það hefur komið fyrir að ég hef ekki getað unnið sökum þynnku, en þá hef ég líka verið það ónýtur að líkaminn hefur varla getað haldið sér uppréttum, hvað þá unnið.

Og þó hef ég reyndar mætt í vinnu í svoleiðis ástandi.

Ekki þar með sagt að mér finnist það allt í lagi að detta íða ef ég er að vinna daginn eftir. Allavega ekki lengur. Og þetta hefur ekkert að gera með einhverja hreysti-karlmennskuímynd; ef ég er búinn að lofa mig í vinnu, hvort sem það er eitthvað tilfallandi eða skv. vaktaskipulagi eða hvað, þá finnst mér sjálfsagt að standa við það.

Núna áðan sendi ég hinsvegar bréf til hans Sveins Yngva og fékk að fresta erindinu mínu um 79 af stöðinni framí næstu viku. Og mér finnst það óþægilegt vegna þess að þetta hljómar einsog léleg afsökun frá gaur sem er bara einfaldlega ekki búinn með verkefnið eða nennir því ekki eða hvað, og ég myndi frekar mæta með hálfklárað verkefni á réttum tíma heldur en að ljúga út frest til að geta lokið því í friði. En ég er bara einfaldlega ekki orðinn nógu góður ennþá. Og það verður bara að hafa það.

Hún amma mín kom áðan með mat handa mér og síðan leit hún mamma við með appelsínusafa og jarðaber. Svona er nú vel hugsað um mann.

-b.

Grettir mínus Grettir

Hérna má finna slatta af Grettis-skrítlum þarsem búið er að stroka út allan texta nema volið í honum Jóni. Það er nokkuð til í þessu, þær verða frekar absúrd.

-b.

Próf

Var að enda við að rúlla upp þessu prófi. Þannig séð.. Tja. 16/20. Gerið betur.

Nei án gríns, gerið betur! I dare thee!
-b.

Enn af V for Vendetta

Bravely, the film does not back- pedal on the trickiest element of the book to pull off on screen: V, like Mirrormask, demands that its hero’s face be hidden throughout by a mask, which is no small challenge for the actor (the first left, to be replaced by Hugo Weaving). Nor, apparently, does it downplay the political dimension to which 9/11 and 7/7 have given new relevance: V is an avenging anarchist out to liberate the people from right-wing rule by dressing as Guy Fawkes and blowing up government buildings. And this, you understand, is the hero. Arguably, if the Bill outlawing the glorification of terrorism ever did get through Parliamant, the film might find itself banned. "The film certainly can be seen as an attack on Bush," agrees Lloyd. "There’s a strong message in there."

Moore is less charitable. "Basically, it’s the work of two thwarted and impotent liberals who want to say how annoyed they are with their President, but want to do so in a safe way — by setting it in a fantasy Great Britain."

Ah, Moore. Gamli refur.

Þarna er líka minnst á The Fountain, myndasöguna, sem kom út í nóvember síðastliðnum. Ég er ekki viss en mig minnir að ég hafi heyrt um þetta áður.. Varst þú að tala um þetta, Davíð?
Væri gaman að tékka á henni.. en myndin á jú líka að vera á leiðinni.

-b.

05 mars 2006

Hei súps

See, I just remembered something.

I'm a genetically modified suicide bomb in human form.

I am death.Ójá. Mhm.

-b.

Milljón lítil úmpf

Ég rakst á þetta um daginn, þegar þetta Frey-kjaftæði var í algleymingi, en mér fannst þetta fyndið og þarsem ég geri lítið annað en að vitna í aðra get ég allteins vitnað í Davíð.
Hann segist semsagt hafa komið höndum yfir kynningareintak af nýju bókinni hans Frey, Lesson Learned, og birtir brot:

From Chapter One - "I left the Harpo studios in Chicago in a state of shock. When I accepted Oprah's invitation to go back on her show and tell my side of the story, I didn't think that I would be treated so unfairly. I felt as if a couple of angry skate punks who 'didn't like my attitude' ambushed me. It reminded me of the time I was ambushed by a bunch of angry skate punks who 'didn't like my attitude'. I had awoken from a nineteen-day bender to find myself floating face down in a canal in Amsterdam. I came to with a knife in my chest and a tattoo on my left nipple which mysteriously read: '100% Goth!!' I blurbled something in Arabic to a passing man on his bike and he was decent enough to stop and fish me out. After drying myself off, I raped him and stole his bike. I regret this behavior now of course."


-b.

Smurkæfa:

,,83% lifrakæfa, 17% smur."

?

Veikur, meira frh.

Litlu skárri í dag en í gær. Svitnaði svo mikið í nótt að mér lá við drukknun.

Allavega.

Nokkrir stuttir pistlar um það hvernig helstu óskarsmyndirnar í ár fara frjálslega með staðreyndir:
In a perverse way, I'm hoping that "Crash" sweeps the field at the Academy Awards ceremony. Not because it's good — quite the contrary. But I figure that turning up the spotlight on the movie's vision of Los Angeles as a simmering, racist hellbroth might finally stem the flood of Canadians and New Yorkers who keep driving up local real estate prices.

It was a Canadian, Paul Haggis, who conceived this fantasia in which Angelenos are high-strung and shouty. (Dude, those of us living west of Manhattan are a bit more mellow.) And it was New Yorker film critic David Denby who gave the film the East Coast cred and small-type blurb it so nakedly pined for, praising its "breathtakingly intelligent" depiction of "a strange automotive paradise in which people live in separate racial and class enclaves, drive to work, and stick with their own."

As someone who rides the Metro to work, lives in the mixed neighborhood of Silver Lake and is married to a foreigner, maybe I'm just not the target audience. But I'm certainly not alone — more than 1 million of us ride L.A. public transit each weekday. We "crash" into each other at shopping malls, the YMCA and the ballpark. And unlike characters in "Crash," we usually react to fender-benders by at least trading insurance cards before screaming racist insults.

The conceit of "Crash" and the Oscar-nominated L.A.-bashing movies it borrows liberally from ("Magnolia," "Short Cuts," "Grand Canyon") is that they have the guts to portray the real Los Angeles. In truth, they tell us far more about the neuroses of their directors — and the prejudices of academy voters — than about our actual city.

Haggis wrote "Crash" after his Porsche was carjacked. A rich Hollywood progressive, he wanted to understand his attackers (in a similar act of condescension, he cast rapper Chris "Ludacris" Bridges as one of the movie's articulate black thugs because Bridges brought "authenticity, the street").

It's hard to observe street-level race relations from an opulent perch (Haggis' house was used as the district attorney's mansion in the film). And hey, I'd have some racial baggage too if I'd written for "Diff'rent Strokes." But "Crash" has about as much to do with the real L.A. as Woody Allen.

-b.

04 mars 2006

DaVinci (erfða-) lykillinn

The DaVinci Code á víst að koma út þann 19. maí í BNA. Sama dag kemur út hommaklámmynd sem paróderar gutlið hans Dans Brown: The DaVinci Load:
The plot — “very loosely” based on that of Dan Brown’s novel — suggests that DNA from Da Vinci’s own sperm has been found in the paint the artist used for his masterworks, and that the sperm is discovered to have supernatural powers.


..but I can bust you out with my super sperm!


-b.

Veikur, frh.

Þetta var ógeðsleg nótt, í einu orði sagt. Nokkurnvegin á milli svefns og vöku allan tímann með dúndrandi hausverk og bólgan sífellt að aukast. Draumfarir sem ég get bara lýst sem grátlega þreytandi.. Drukknandi í svitakófi undir sænginni, og skjálfandi úr kulda í hvert skipti sem ég stakk mér undan henni.

Klukkan tíu hringdi ég í Inga og fékk hann til að færa mér íbúfen. Tók eina, skreið aftur uppí rúm og svaf svefni hinna meðvitundarlausu til rúmlega tvö. Búinn að vera skárri síðan. Djöfull vona ég að þetta sé bara einhver flensa.

-b.

Veikur

Vaknaði bólginn undir eyranu og undir hökunni. Það hefur bara versnað síðan og mér er farið að verða illt. Hausverkurinn fór að seytla inn á meðan ég át á Hótel Sögu og ég hefði betur sleppt þessari helvítis árshátíð.

Án gríns, það er sárt að opna munninn almennilega. Helvítis helvíti. Ég er farinn að sofa.

-b.

02 mars 2006

Ánar Reykjavíkka

Menntaskólinn í Reykjavík var að enda við að tapa fyrir Menntaskólanum á Akureyri í Gettu betur. Hei, MR. Á ég að segja ykkur afhverju þið töpuðuð? Afþví að þið eruð heimskir Reykvíkingar. Sjá þetta svar einhvers þeirra:
Segjum baraa.. Íþrótta- og tómstundaráð Selfossar.

Ég vissi ekki að þetta væri í raun og veru 'KörfuboltaAkademían', og ef einhver hefði logið því að mér að það væri eitthvað til sem héti ÍTRS þá hefði ég trúlega keypt það. En Selfossar?

Þetta er beisikk fokking fallbeyging. Ég var að vinna með reykvískum menntskælingi fyrir tveimur árum síðan sem sagðist vera að ,,fara til Selfossar", og þegar ég sagði honum að hann væri flón ansaði hann ,,en maður segist fara til Akureyrar?"
Vegna þess að öll þessi pláss útá landi heita sama nafninu, bara með mismunandi bókstöfum. Idjotar.

-b.

Eina sem þú þarft að gera...

Ég er búinn að vera að baka pítsur undanfarið. Deigið er svo einfalt að ég skil ekki hversvegna í ósköpunum ég hef ekki nennt þessu fyrren núna. Ég ætla að gefa ykkur upp þessa heví þægjó uppskrift.

Látið volgt vatn renna í sirka eitt glas. Allskki heitt, bara volgt. Ég nota venjulegt vatnsglas, býst við að það sé sirka þrír desilítrar. Hellið þessu vatni í skál. Bætið hálfu bréfi af þurrgeri (betra að það sé aðeins minna en meira) útí og hrærið aðeins. Bíðið í nokkrar mínútur.

Þetta er til þess að gerið taki við sér. Það gerist ekki (eða ekki jafn auðveldlega, ég er ekki viss) í köldu vatni, en heitt vatn getur líka drepið það.

Bætið útí þetta slettu af matarolíu (rúmri matskeið) kannske teskeið af sykri og hálfri teskeið af salti. Bætið svo útí hveiti og hrærið jafnóðum þartil deigið er orðið nógu þykkt til að það sé hægt að hnoða það. Hnoðið í tvær þrjár mínútur, búið svo til bolta úr því, skellið aftur í skálina, dreifið smá matarolíu yfir, setjið skálina í kæli og látið hefast í sirka 10 klukkustundir.

Á meðan getið þið græjað sósuna, áleggið eða eitthvað.. sofið? Já, ég geri þetta gjarnan áður en ég fer að sofa, þá er það eina sem ég þarf að gera að taka gaurinn og fletja hann út. Og þið líka.

Núna er deigið mitt reyndar búið að vera að hefast í sirka fimmtán klukkustundir. Við skulum sjá hvort það sé of mikið..

-b.

Pottþétt skyldar mér

Þetta helvítis kommentakerfi á blogger.. hverjum dettur í hug að stimpla hverja athugasemd með klukkustund og mínútum en sleppa dagsetningunni?

Ég tók eftir því um daginn, en mundi síðan eftir því núna áðan, að það kommentaði einhver á myndapóst frá mér eftir að sá póstur var dottinn útaf aðalsíðunni, eða svo nálægt því að detta út að ég tók ekki eftir því fyrren nokkru seinna. Ég var með nokkurskonar getraun í gangi. Sagði eitthvað á þessa leið: ,,Ef einhver þykist vita af hverjum þessar myndir eru þá fær sá hinn sami ansi gott lof í lófa frá mér. Jafnvel húrrahróp."

Svo kemur einhver og segir, orðrétt: ,,þessar stúlkur eru pottþétt skyldar þér".

Sem er laukrétt.

En ég veit ekki hver þetta er vegna þess að viðkomandi skrifaði ekki undir svar sitt. Og ég veit ekki hvernig viðkomandi datt í hug að þetta væru skyldmenni mín.. mér finnst þær ekkert sérstaklega líkar mér.

Það er reyndar svipur með þeim og öðrum frænkum mínum, þeim Ástrós og Grétu, en það er í allt allt aðra átt. Tilviljun, segi ég.

Sökum þess að þ-ið er lítið og það er enginn punktur í lok setningar myndi ég reyndar giska á Má.. Már, ert þetta þú?
Þessi óundirritaði fær allavega lof í lófa frá mér, einsog ég lofaði. Húrrahrópið geymi ég þartil viðkomandi er nafngreindur.

.....

Dálítið skondið með þessar myndir, reyndar.. Fann þær eftir smá flakk á Íslendingabók, þjóðskrá, ja.is og google. Hef aldrei séð þessar stelpur í lifanda lífi, en mér skilst að við séum tvímenningar.

-b.

01 mars 2006

Dánarorsök: flónska

Although investigators can't exactly reconstruct Sunday's chain of events, it appears that the driver—drunk, barefoot, pants-less, and leaving a double shift at a nearby FD&C Yellow No. 5 food-coloring plant—saw a train approaching on the right and stupidly decided to accelerate and beat it to the intersection.

'I deemed the motorist bone-stick-stone stupid for several reasons,' Lawrence said. 'First, no motorist should ever attempt to outrun an oncoming train. Second, no motorist should ever place an ashtray containing two lit cigarettes on top of a car seat drenched in 190-proof Everclear, as the scorch marks on the deceased's crotch will attest. Finally, and this is the real mind-blower, the accident occurred at a spot where the train tracks pass over the highway on their own bridge. Apparently, the numbnuts panicked when he saw the train approaching, veered off just before entering the underpass, and sent his truck into the bridge abutment. So even though 'stupid' barely begins to cover it, let's decide that it's an adequate description of the cause of death and leave it at that.'

The moron's name is being withheld out of respect for his stupid family, which is preparing lawsuits against the Arkansas Highway Department, the Union Pacific Railroad, and the David Sherman Corporation, which produces Everclear.

Rökrétta lausnin

[The ID-SNIPER] is used to implant a GPS-microchip in the body of a human being, using a high powered sniper rifle as the long distance injector. The microchip will enter the body and stay there, causing no internal damage, and only a very small amount of physical pain to the target. It will feel like a mosquito-bite lasting a fraction of a second. At the same time a digital camcorder with a zoom-lense fitted within the scope will take a high-resolution picture of the target. This picture will be stored on a memory card for later image-analysis.

Hér er mynd af gripnum:..og af spekkunum að dæma er meiri upplausn í téðri digital myndavél en í vélinni sem ég á hérna uppí hillu. Og svo getur maður keypt bolinn. Stendur ekki hvað hann kostar samt. Riffillinn, það er að segja.

Já, og þetta er djók. Nemahvað. Það fyndna er að ég fann þetta í nýlegri fréttagrein eftir smá fréttastömbl.. og ef maður gúglar þetta má finna nokkrar í viðbót.

.....

Gaukur í Morgunblaðinu færir í dálka þess ágæta blaðs það sem ég hef lengi haldið fram um framhaldsþætti í sjónvarpi, en misstígur sig þó aðeins. Gleymdi að taka blaðið með mér heim, einsog flón, en mig langaði að birta þetta hér engu að síður. Geri það kannske þótt síðar verði.

-b.