11 október 2006

Blogos Romanus

The RomeHistorian's Blog er að finna á hbo.com, en mér sýnist þarna vera á ferðinni blóksíða sagnfræðings sem tekur þátt í framleiðslu Rome, en þeir eru um þessar mundir að taka upp þættina sem koma til með að mynda aðra þáttaröð. Ég hef bara rétt skimað yfir nokkrar færslur, og þetta virkar mjög áhugavert. Dæmi:

Browsing the script for the latest episode - six - and I come across the following line: "The troops need paying. We must get the money somewhere."

Money. As much of an obsession for the ancient Romans as it is for us. The Romans were unabashed in their desire to get rich. Most, of course, never managed and spent lifetimes worrying about the next rent check. But it didn't stop them dreaming. 'Salve Lucrum' reads one of the more famous inscriptions on a doorway in Pompeii. 'Welcome Profit!'

Þetta er líka mjög sniðug hugmynd, vegna þess að þeir sem horfa á þættina held ég að hljóti að verða forvitnir um sagnfræðina sem liggur að baki framleiðslunni, og þarsem næsta þáttaröð kemur ekki á skjáinn fyrren einhverntíman á næsta ári er um að gera að hafa ofan af fyrir áhorfendum þangað til.

Sjá einnig: RomeArtDirector's Blog, en sá er ekki alveg jafn iðinn við kolann.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hrossbloggar, maður. Kveðja úr Vestmannaeyjum, hvar rokið er slíkt að sjórinn fýkur úr föstum skorðum.

-hkh

Björninn sagði...

Takk fyrir það, og ég bið að heilsa þér í Eyjar. Hér er rokið slíkt að það kólnar á leiðinni inn frá sjónum, sem er hérna einhverstaðar nálægt, og reynir að blása innum svaladyrnar mínar. En þá loka ég bara hurðinni.

Annars verður maður að skrifa. Blókið sér ekki um sig sjálft, og ef ég blóka ekki reglulega verð ég úrillur, pirrast utaní fólk, kem illa fram við dýr og plöntur og get ekki sofið á nóttunni.. Þannig að ég hef satt best að segja ekki um annað að velja.

Salve Logos!**


_____
** Latínumelding og neðanmálsgrein til að kæta Gunnar Marel.