,, ... hver sem kallar annan mann herra í munnlegu ávarpi á íslenzku gerir sjálfan sig að fífli. Það er eitt til merkis um íslenzkt aristó-demókratí, að maður segir aldrei ,,herra"."
- Halldór Laxness, ,,Mannasiðir", Réttur mars 1941.
30 apríl 2009
29 apríl 2009
Raddir Eimreiðarinnar
Íbúar bandaríkjanna
Einn þriðji hluti íbúa Bandaríkja Norður-Ameríku eru útlendingar, þ.e.a.s. fólk, sem fætt er utan Bandaríkjanna eða eru synir og dætur foreldra fæddra erlendis.
Í síðasta manntali Bandaríkjanna er þetta fólk nefnt ,,erlent hvítt kyn". Af þessu erlenda hvíta kyni eru nú yfir 38 miljónir í Bandaríkjunum. Þar af eru
6 800 000 Þjóðverjar (þ.e. þýzkfæddir menn eða börn þýzkfæddra foreldra, annars foreldris eða beggja).
4 500 000 Ítalir.
4 300 000 Englendingar, Skotar, Walesbúar og Ulstermenn.
3 300 000 Pólverjar.
3 300 000 Kanadabúar.
3 100 000 Norðurlandabúar.
3 000 000 Írar.
2 600 000 Rússar.
1 300 000 Tékkar.
900 000 Austurríkismenn.
500 000 Ungverjar.
Auk þess eru í Bandaríkjunum tugir þúsunda af Hollendingum, Frökkum, Jugóslövum, Lítháum, Grikkjum, Spánverjum, Portúgalsmönnum, Rúmenum, Svisslendingum, Finnum, Mexicóbúum, Cubamönnum, Filippseyingum, Japönum, Armeníumönnum, Tyrkjum og Sýrlendingum.
New York er sú borg Bandaríkjanna, sem hefur flesta íbúa af erlendum uppruna. Af öllum íbúum borgarinnar, sem eru 7 miljónir, eru hvorki meira né minna en 5 miljónir af hinu ,,erlenda hvíta kyni".
Í Bandaríkjunum eru einnig 12 miljónir negra, afkomendur þræla þeirra, sem fluttir voru inn til Ameríku á nýlendutímunum. Þrælarnir voru fluttir inn til Suður-ríkjanna og notaðir til vinnu á bómullar-, tóbaks-, hrís- og sykur-plantekrum Bandaríkjanna. Mikið af landbúnaði Bandaríkjanna átti á þessu tímabili vöxt sinn og viðgang að þakka þrælahaldi þessu, sem lét framleiðendum vinnukraftinn í té með tiltölulega mjög litlum tilkostnaði.
- ,,Raddir", Eimreiðin, 3. hefti, júlí-september 1940. [Í þessum bálki birtir EIMREIÐIN meðal annars stuttar og gagnorðar umsagnir og bréf frá lesendum sínum, um efni þau, er hún flytur, eða annað á dagskrá þjóðarinnar.]
Einn þriðji hluti íbúa Bandaríkja Norður-Ameríku eru útlendingar, þ.e.a.s. fólk, sem fætt er utan Bandaríkjanna eða eru synir og dætur foreldra fæddra erlendis.
Í síðasta manntali Bandaríkjanna er þetta fólk nefnt ,,erlent hvítt kyn". Af þessu erlenda hvíta kyni eru nú yfir 38 miljónir í Bandaríkjunum. Þar af eru
6 800 000 Þjóðverjar (þ.e. þýzkfæddir menn eða börn þýzkfæddra foreldra, annars foreldris eða beggja).
4 500 000 Ítalir.
4 300 000 Englendingar, Skotar, Walesbúar og Ulstermenn.
3 300 000 Pólverjar.
3 300 000 Kanadabúar.
3 100 000 Norðurlandabúar.
3 000 000 Írar.
2 600 000 Rússar.
1 300 000 Tékkar.
900 000 Austurríkismenn.
500 000 Ungverjar.
Auk þess eru í Bandaríkjunum tugir þúsunda af Hollendingum, Frökkum, Jugóslövum, Lítháum, Grikkjum, Spánverjum, Portúgalsmönnum, Rúmenum, Svisslendingum, Finnum, Mexicóbúum, Cubamönnum, Filippseyingum, Japönum, Armeníumönnum, Tyrkjum og Sýrlendingum.
New York er sú borg Bandaríkjanna, sem hefur flesta íbúa af erlendum uppruna. Af öllum íbúum borgarinnar, sem eru 7 miljónir, eru hvorki meira né minna en 5 miljónir af hinu ,,erlenda hvíta kyni".
Í Bandaríkjunum eru einnig 12 miljónir negra, afkomendur þræla þeirra, sem fluttir voru inn til Ameríku á nýlendutímunum. Þrælarnir voru fluttir inn til Suður-ríkjanna og notaðir til vinnu á bómullar-, tóbaks-, hrís- og sykur-plantekrum Bandaríkjanna. Mikið af landbúnaði Bandaríkjanna átti á þessu tímabili vöxt sinn og viðgang að þakka þrælahaldi þessu, sem lét framleiðendum vinnukraftinn í té með tiltölulega mjög litlum tilkostnaði.
- ,,Raddir", Eimreiðin, 3. hefti, júlí-september 1940. [Í þessum bálki birtir EIMREIÐIN meðal annars stuttar og gagnorðar umsagnir og bréf frá lesendum sínum, um efni þau, er hún flytur, eða annað á dagskrá þjóðarinnar.]
22 apríl 2009
Sumarið byrjar á morgun
Þessi snarbilaði hjólreiðamaður kemur manni í gírinn:
20 apríl 2009
Bútur úr Cryptonomicon, aftur
A few days later he was talking to this oral surgeon, who was indeed young and conspicuously bright and had more in common with other brilliant people Randy had known--mostly hackers--than he did with other oral surgeons. He drove a pickup truck and kept fresh copies of TURING magazine in his waiting room. He had a beard, and a staff of nurses and other female acolytes who were all permanently aflutter over his brilliantness and followed him around steering him away from large obstacles and reminding him to eat lunch. This guy did not blanch when he saw Randy's Mercato-roentgeno-gram on his light box. He actually lifted his chin up off his hand and stood a little straighter and spake not for several minutes. His head moved minutely every so often as he animadverted on a different corner of the coordinate plane, and admired the exquisitely grotesque situation of each tooth--its paleolithic heft and its long gnarled roots trailing off into parts of his head never charted by anatomists.
When he finally turned to face Randy, he had this priest-like aura about him, a kind of holy ecstasy, a feeling of cosmic symmetry revealed, as if Randy's jaw, and his brilliant oral-surgery brain, had been carved out by the architect of the Universe fifteen billion years ago specifically so that they could run into each other, here and now, in front of this light box. He did not say anything like, "Randy let me just show you how close the roots of this one tooth are to the bundle of nerves that distinguishes you from a marmoset," or "My schedule is incredibly full and I was thinking of going into the real estate business anyway," or "Just a second while I call my lawyer." He didn't even say anything like, "Wow, those suckers are really in deep." The young brilliant oral surgeon just said, "Okay," stood there awkwardly for a few moments, and then walked out of the room in a display of social ineptness that totally cemented Randy's faith in him. One of his minions eventually had Randy sign a legal disclaimer stipulating that it was perfectly all right if the oral surgeon decided to feed Randy's entire body into a log chipper, but this, for once, seemed like just a formality and not the opening round in an inevitable Bleak House-like litigational saga.
And so finally the big day came, and Randy took care to enjoy his breakfast because he knew that, considering the nerve damage he was about to incur, this might be the last time in his life that he would be able to taste food, or even chew it. The oral surgeon's minions all looked at Randy in awe when he actually walked in the door of their office, like My god he actually showed up! then flew reassuringly into action. Randy sat down in the chair and they gave him an injection and then the oral surgeon came in and asked him what, if anything, was the difference between Windows 95 and Windows NT. "This is one of these conversations the sole purpose of which is to make it obvious when I have lost consciousness, isn't it?" Randy said. "Actually, there is a secondary purpose, which is that I am considering making the jump and wanted to get some of your thoughts about that," the oral surgeon said.
"Well," said Randy, "I have a lot more experience with UNIX than with NT, but from what I've seen, it appears that NT is really a decent enough operating system, and certainly more of a serious effort than Windows." He paused to draw breath and then noticed that suddenly everything was different. The oral surgeon and his minions were still there and occupying roughly the same positions in his field of vision as they had been when he started to utter this sentence, but now the oral surgeon's glasses were askew and the lenses misted with blood, and his face was all sweaty, and his mask flecked with tiny bits of stuff that very much looked like it had come from pretty far down in Randy's body, and the air in the room was murky with aerosolized bone, and his nurses were limp and haggard and looked like they could use makeovers, face-lifts, and weeks at the beach. Randy's chest and lap, and the floor, were littered with bloody wads and hastily torn-open medical supply wrappers. The back of his head was sore from being battered against the head-rest by the recoil of the young brilliant oral surgeon's cranial jack-hammer. When he tried to finish his sentence ("so if you're willing to pay the premium I think the switch to NT would be very well advised") he noticed that his mouth was jammed full of something that prevented speech. The oral surgeon pulled his mask down off his face and scratched his sweat-soaked beard. He was staring not at Randy but at a point very far away. He heaved a big, slow sigh. His hands were shaking.
"What day is it?" Randy mumbled through cotton.
"As I told you before," the brilliant young oral surgeon said, "we charge for wisdom tooth extractions on a sliding scale, depending on the degree of difficulty." He paused for a moment, groping for words. "In your case I'm afraid that we will be charging you the maximum on all four." Then he got up and shambled out of the room, weighed down, Randy thought, not so much by the stress of his job as by the knowledge that no one was ever going to give him a Nobel prize for what he had just accomplished.
Ég var að lesa þetta rétt í þessu og langaði að skrifa hérna inn, en þessi heiðursmaður var búinn að líma þetta á sína vefsíðu - og meira til. Smellið á gaurinn til að lesa aðdragandann.
-b.
18 apríl 2009
Ferðasagan - þriðji og fjórði dagur
Ég byrjaði óvart á fjórða degi og langaði þá bara að klára þetta, enda ósköp lítið að segja af honum. Hann er óeftirtektarverður lokahnykkur á góðri sveiflu. Áfram með smjör.
Nú færist ég alltaf lengra og lengra frá þessu, minningarnar dofna hægt en örugglega. Þá er ágætt að hafa myndir.. Ég kláraði fyrstu filmuna að kvöldi annars dags og keypti ekki aðra fyrren við vorum komnir niðrí miðborg, en átti samt eitthvað pláss inná símanum. Næstu efnisgreinar eru sóttar úr þynnku sem átti sér stað fyrir tæpum mánuði síðan, og ég styðst við gemsamyndir. Þetta verður gaman.
Þetta var í annað skiptið sem við vöknuðum í Sidcup og í minningunni rennur sá morgun saman við þann fyrsta. Ég veit að Víðir var á staðnum í þetta skiptið (daginn áður var hann farinn í skólann þegar við vöknuðum) en hann var þar líka að morgni fjórða dags. Þennan morgun sat hann á stól og laseitthvað, býst ég við? jólakortið sem ég hafði komið með handa honum.
Davíð og Ýmir lágu í rúminu sælir og glaðir. Þegar ég tók mynd settist Davíð upp af slíkum krafti að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég efast ekki um að hann hafi skammað okkur aftur fyrir að vakna snemma, en þessi mynd er tekin á slaginu tíu:
Planið var óljóst. Við höfðum rætt um það að fara á Watchmen í IMAX en ég held að planið hafi verið að gera það á fjórða degi. Eða kannske ætluðum við að sjá til. Víðir þurfti að fara niður í skóla að sækja bækur og við þurftum að fá okkur að éta. Örlögin réðu svo að við sameinuðum hvortveggja í eina ævintýralega ferð niður brekkuna og upp aftur.
Fyrst borðuðum við smákökur sem Tinna hafði bakað. Ég fékk mér örlítið kaffi.
Við gengum sömu leið og við höfðum áður farið niður að lestarstöð, framhjá barnum sem við fórum ekki inná kvöldið áður, inní búð að kaupa vatn og gegnum garð þarsem trén voru. Við hittum tvær stelpur á leiðinni sem Víðir kannaðist við, önnur þeirra var með blautar hendur. Við litum á hvorn annan. Svo hittum við gaur sem bauð okkur í grillveislu. Framan við innganginn að Rose Bruford's var þessi gaur oní stéttinni:
Við innganginn þurftum við að skrifa nöfnin okkar á blað og fá barmmerki sem á stóð ,,visitor". Bæði förstneim og sörneim, svo það færi nú ekki á milli mála að við værum ekki hryðjuverkamenn. Við gengum strax útum aðrar dyr og komum inní einhverskonar garð. Til vinstri var hópur af fólki að setja upp einhverskonar míní-sýningu og aðrir að fylgjast með. Eftir því sem við gengum lengra inn og að ,,torginu" færðu þau sig úr skotinu og lengra inní garðinn hægra megin við okkur með hrópum og ýktum hreyfingum. Það var enn ekki komið hádegi en ég held að þau hafi verið að gíra sig hægt og rólega upp í einhverskonar Bakkanal sem myndi ná hámarki í grillveislunni þá um kvöldið. Sauðdrukknir menn að slást með gerivilimum á brunastiganum og blóðþyrstar Bakkæjur að rífa vegfarendur í ræmur, Dyonísus glottandi á húsþakinu með kórónuna í annarri hönd og Bakkardí Breezer í hinni.. Meira um þessa grillveislu síðar.
Víðir skildi okkur eftir í smá stund á meðan hann fór og sótti bækur á bókasafnið. Við töluðum um áfengi og ég tók leiðinleg myndbönd. Davíð var með viskí í töskunni sinni og ég benti á George Bush sem hékk á handriðinu þarna fyrir ofan.
Á leiðinni heim gengum við framhjá veitingastaðnum Sophie's Choice og þótti það vægast sagt athyglisvert nafn. Við vorum svangir en við vildum ekki deyja sjáðu til. Og á svona veitingastað er pöntunarferlið svohljóðandi: Þú og tveir vinir þínir setjist við eitt af borðunum. Þú velur einhvern rétt af matseðlinum og um leið velurðu annan af vinum þínum til að senda í útrýmingarbúðir nasista. Þið tveir sem sitjið eftir fáið réttinn sem þú valdir á tveir-fyrir-einn tilboði. Gúdd tæms.
Í staðinn stoppuðum við á delíi þarsem ung og fögur stúlka afgreiddi samlokur sem gömul smurbrauðsdama framleiddi bakvið hvítar dyr. Ég fékk mér samloku með kjúklingi og eitthvað held ég. Við röltum aftur upp brekkuna og átum heima hjá Víði. Davíð skildi viskíið sitt eftir og ég setti mitt viskí í töskuna mína.
Niður brekkuna. Lest til London. Piccadilly Circus? Keypti aðra einnota myndavél.
Við stoppuðum fyrst á HMV og skoðuðum DVD og svona. Ég keypti Garth Marenghi's Darkplace, Spaced, Batman Begins og The Dark Knight. Svo gengum við á Leicester Square og fengum okkur bjór á efri hæð barsins Crooked Surgeon.
Það var rúbbíleikur í gangi sem við horfðum á svona í og með, England-Skotland. Ég man að Hallur hringdi og sagði mér að Gunnar bróðir hans væri að uppnefna bílinn minn. Við röbbuðum um eitthvað, tókum vídjó og ég tók mynd af myndavélunum okkar (en það vantaði 180° vélina hans Davíðs, hún var líklega eftir heima):
Davíð langaði að fara í bókabúð og skoða einhvern hlut, okkur skildist að það væri Waterstone's á Oxford Street þannig að við gengum þangað. Við fundum hattabúð þarsem ég keypti hatt, ritfangabúð þarsem ég keypti tvær moleskine bækur (svarta og rauða), við stoppuðum á Starbucks þarsem ég fékk te í glas og við breyttum breska kaffinu hans Davíðs í írskt kaffi. Með viskíi.
Ég man ekki hvaða húsnúmer átti að vera á þessari bókabúð en við föttuðum alltíeinu að við höfðum gengið framhjá henni, gengum tilbaka og þá var búið að loka henni. Jæja. Gengum aðeins lengra og stoppuðum á The Tottenham. Þar var næsti rúbbíleikur í gangi, Írland-Wales. Við drukkum allskonar bjór. Einn grænan, sem hét Sign of Spring:
Þegar við höfðum setið þarna í einhvern tíma og Írland hafði unnið Wales í spennandi leik fórum við að tala um grillveisluna. Víði langaði í barbíkjú og að henda draslinu heim og svona, en við nenntum ekki lestarferðinni og langaði að borða niðrí borg. Við fórum niður einhverja þvergötu og fundum þar víetnamskan stað eða eitthvað, en það var biluð röð á hann.
Við gengum aðeins lengra og stoppuðum á steikhúsi. Eða það hét allavega steikhús. Minnir mig. En í minningunni er eitthvað austurlenskt við staðinn? Maturinn var sæmilegur, allsekkert góður en ekki slæmur. Og við biðum heillengi eftir honum. Þegar reikningurinn kom notuðum við einhverja seðla og allt klinkið sem við fundum til, en þá vantaði enn fimm pund eða eitthvað. En sko, þjónustugjaldið var reiknað inní alltsaman, þannig að við ákváðum að við hefðum beðið of lengi og að þjónustan hefði verið undir meðallagi. Og gengum út hröðum skrefum.
Við vorum komnir nokkra metra í burtu þegar Víðir fattaði að hann hafði gleymt hattinum sínum inni á staðnum. Hann fór og sótti hann og var umsvifalaust gripinn og látinn borga það sem uppá vantaði. Hann sagði okkur söguna af því.
Hinumegin við götuna var staður þarsem hægt var að spila pool en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var öll meðferð áfengis bönnuð á staðnum.
Nú held ég að við höfum tekið lest til Camden?
Við lentum allavega inni á rokkabillíbar sem hýsti bæði Lou Diamond Phillips og nýnasista. Ég er með mynd af þeim fyrrnefndu en ég ætla að láta þessa duga:
Þaðan fórum við á einhvern mínídansstað. Hann var bleikur og blár. Þetta var líklega lummulegasti staðurinn sem við heimsóttum í þessari Lundúnaferð: Hann var lítill og þröngur, tónlistin ömurleg og bjórinn kjánalega dýr. Í dyrunum voru tveir gaurar sem vildu leita í töskunni minni og svona, ég leyfði þeim það og mundi ekki eftir viskípelanum fyrren annar þeirra hafði tekið hann af mér. Ég sagðist hafa gleymt að ég væri með hann og hvort ég gæti ekki fengið að bakka aðeins og geyma hann einhverstaðar. Gaurinn sagðist mundi geyma hann fyrir mig, ekkert mál.
Við vorum ekki lengi þarna inni, aðalatriðið var held ég að drepa tíma þartil við gætum farið og hitt vini hans Víðis einhverstaðar nálægt og farið á klúbb. Ég fékk viskípelann minn aftur á leiðinni út og ákvað að fela hann vandlega næst þegar við færum inn einhverstaðar.
Nú verður að segjast einsog er að ég man voða lítið af framhaldinu. Ég tók mynd af strákunum þegar við hittum þá:
en ég man ekki eftir því. Á einhverjum tímapunkti vorum við komnir fremst í röðina og þar voru tveir gaurar sem vildu leita á mér. Nú hafði ég falið pelann einhverstaðar (miðað við ástandið á heilanum þá stundina tel ég líklegasta staðinn hafa verið í innanávasanum á frakkanum mínum) en hann fann hann undireins. Hann rétti félaga sínum pelann og sá kom honum fyrir þarna aftanvið sig og svo leituðu þeir báðir vandlega á mér. Ég stóð, þuklaður, og sá hvar Víðir (sem hafði komist inn rétt á undan og var við búrið að kaupa miða) teygði sig í pelann. Ég var með hann inná buxnastrengnum það sem eftir lifði og drakk og drakk..
Staðurinn var stór. Ég var á stöðugri ferð minnir mig.. Það var eitt stórt dansgólf, annað minna á hæðinni fyrir ofan, setustofa við hliðina á því. Þaðan lá gangur eitthvert áfram og niður stiga og eitthvað vesen og þar komst maður út í port að reykja. Það var bar á neðri hæðinni. Á einhverjum tímapunkti hætti ég að þvælast hingað og þangað og fór með strákunum niður á dansgólf. Þetta gæti hafa verið um það leyti sem ég kláraði úr / týndi pelanum. Ég tók þessa mynd af Víði að dansa.
Mér skilst að ég hafi líka týnt myndavélinni og að vingjarnlegur svartur maður hafi fundið hana og gengið um dansgólfið og spurt fólk hvort það hefði týnt svona grip. Var það Davíð eða Ýmir sem greip hana? Það var allavega ekki ég.
Dansi dans. Þá gerist lítið.
Daginn eftir vakna ég. Ég ímynda mér að upplitið á manni hafi verið heldur lágt þarna undir restina, hér er mynd af Davíð:
Í fyrsta skipti fannst mér sem ég hefði ekki sofið nógu vel. Pullurnar voru farnar að renna til á gólfinu, ég skildi reyndar ekki hversvegna þær hefðu ekki gert það allan tímann en það var greinilegt að þetta tímabundna flet var að flosna í sundur. Við vorum svangir. Við vorum að fara heim seinnipartinn. Ég hafði ekki verið vakandi lengi þegar ég fékk að heyra söguna af heimferðinni, eða lokapunktinum á þeirri ferð a.m.k.
Víðir hafði fundið einhvern gaur til að skutla okkur heim. Þetta var ekki leigubílstjóri þannig séð, en hann tók 50 pund fyrir að keyra okkur til Sidcup. Þegar við erum komnir úr bílnum, einhvernvegin í helvíti, missi ég gleraugun mín á jörðina og gaurinn keyrir yfir þau á leiðinni burt. Þau voru ónýt. Þau voru skraut. Þau eru í bílnum mínum núna held ég, ég er enn ekki búinn að fá önnur.
Jæja.
Ég varð furðulega lítið fúll útí sjálfan mig fyrir að hafa eyðilagt þessi blessuðu gleraugu. Hefði ég t.a.m. týnt myndavélinni hefði ég líklega skammast meira útí sjálfan mig en fyrir þetta með gleraugun. Lógíkin var einhvernvegin svona: Ég var sauðdrukkinn, hefði ekki átt að vera með gleraugun á nefinu hvorteðer. Ókei. En ég missti þau hvergi niðrí bæ, beyglaði þau ekki á einhverjum bar, heldur komst ég með þau heim. Hefði melurinn sem keyrði bílinn ekki kramið þau þá væri enn í fínu lagi með þau. Þannig að ég var svona nokkurnveginn stikkfrí.
Ekkert sérstaklega sannfærandi kannske, en ég var held ég ennþá dálítið fullur. Á fjórða degi var ekki hægt að tala um smellandi þynnku heldur einhverskonar aflíðandi halla ofaní skurðinn. Ég tók þessa mynd af gestgjöfum okkar (stelpunum þ.e.a.s.):
Og nú sé ég að smákökurnar voru bakaðar að morgni fjórða dags, ekki þess þriðja einsog ég hélt fram áður.
Við tókum okkur saman og gengum upp brekkuna á KFC. Gengum svo aftur heim. Á leiðinni kætti ég strákana með leikrænum tilþrifum og dramatískum upplestri úr hugskoti mínu. Þeir hvöttu mig áfram en þegar við lentum aftur í íbúðinni ákvað ég að láta gott heita. Maturinn var grunsamlega líkur því sem maður á að venjast hér heima. Ég lagðist í rúm og við hlustuðum á QI þátt. Þynnkan í herberginu var áþreifanleg.'
Ég tók síðustu myndina á aðra filmuna:
Stuttu síðar pökkuðum við Davíð og Ýmir saman og röltum niður brekkuna í hinsta skipti, keyptum passa og biðum eftir lestinni. Við lentum á Charing Cross held ég, settum töskurnar okkar Davíðs í geymslu og gengum yfir King's Cross (eða eitthvað torg allavega). Ég keypti þriðju myndavélina, einn minjagrip eða svo og svo stoppuðum við á Leicester Arms. Síðasti Guinnessinn í Lundúnum þar, og nokkrar flögur. Ýmir var að fara með fyrri vél þannig að hann kvaddi, ég hef ekki séð hann síðan. Við Davíð dokuðum við og röltum loks uppá Oxford street að leita að bókabúðinni.
Við fundum tvær. Ég man ekki hvort Davíð keypti nokkuð en ég eyddi síðustu 20 pundunum í veskinu mínu í Watching the Watchmen. Hún var á tilboði. Meira drasl til að bera heim.
Á leiðinni aftur á Charing Cross lentum við í smá metró-veseni sem ég fer ekki útí. Það var mér að kenna og tók ekki svo langan tíma. Sóttum töskurnar, fórum í lestina niður á flugvöll, Piccadilly Line.
Á leiðinni las ég spjald á veggnum þarsem maður var vinsamlegast beðinn um að gá frá hvaða flugstöð maður ætlaði að fljúga. Þær væru nefnilega 5 talsins á Heathrow og það skipti máli hvar maður ætlaði að stoppa. Víðir reddaði þessu fyrir okkur, ég hringdi og hann gáði á netið. Tekk Víðir.
Allt flugvalladæmið var ekki í frásögur færandi. Borðaði einhvern mat. Keypti eitthvað drasl. Rölti að hliðinu. Horfði á Master and Commander á leiðinni heim en gat ekki sofnað. Líkaminn í uppreisn. Keypti flösku af sama viskíi og ég hafði haft innanklæða nóttina áður. Nanna og Ingibjörg sóttu okkur á flugvöllinn. Ég fékk að borða og drekka. Svo sofnaði ég.
-b.
Það verður ekki af sögumanni okkar tekið
að hann metur persónur sínar ekki mikils
og áheyrendur enn minna.
Hvar eru ævintýrin sem hinir öldnu segja frá,
ránsferðir, skáldabrennur, bardagar, lystisnekkjur,
allt þetta sem við viljum heyra?
Gallið í hálsinum og bruninn niður mænuna,
þetta vantar, heimurinn er grár
og sögurnar líka.
Fylgist ekki með í næsta þætti.
Nú færist ég alltaf lengra og lengra frá þessu, minningarnar dofna hægt en örugglega. Þá er ágætt að hafa myndir.. Ég kláraði fyrstu filmuna að kvöldi annars dags og keypti ekki aðra fyrren við vorum komnir niðrí miðborg, en átti samt eitthvað pláss inná símanum. Næstu efnisgreinar eru sóttar úr þynnku sem átti sér stað fyrir tæpum mánuði síðan, og ég styðst við gemsamyndir. Þetta verður gaman.
Þetta var í annað skiptið sem við vöknuðum í Sidcup og í minningunni rennur sá morgun saman við þann fyrsta. Ég veit að Víðir var á staðnum í þetta skiptið (daginn áður var hann farinn í skólann þegar við vöknuðum) en hann var þar líka að morgni fjórða dags. Þennan morgun sat hann á stól og las
Davíð og Ýmir lágu í rúminu sælir og glaðir. Þegar ég tók mynd settist Davíð upp af slíkum krafti að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég efast ekki um að hann hafi skammað okkur aftur fyrir að vakna snemma, en þessi mynd er tekin á slaginu tíu:
Planið var óljóst. Við höfðum rætt um það að fara á Watchmen í IMAX en ég held að planið hafi verið að gera það á fjórða degi. Eða kannske ætluðum við að sjá til. Víðir þurfti að fara niður í skóla að sækja bækur og við þurftum að fá okkur að éta. Örlögin réðu svo að við sameinuðum hvortveggja í eina ævintýralega ferð niður brekkuna og upp aftur.
Fyrst borðuðum við smákökur sem Tinna hafði bakað. Ég fékk mér örlítið kaffi.
Við gengum sömu leið og við höfðum áður farið niður að lestarstöð, framhjá barnum sem við fórum ekki inná kvöldið áður, inní búð að kaupa vatn og gegnum garð þarsem trén voru. Við hittum tvær stelpur á leiðinni sem Víðir kannaðist við, önnur þeirra var með blautar hendur. Við litum á hvorn annan. Svo hittum við gaur sem bauð okkur í grillveislu. Framan við innganginn að Rose Bruford's var þessi gaur oní stéttinni:
Við innganginn þurftum við að skrifa nöfnin okkar á blað og fá barmmerki sem á stóð ,,visitor". Bæði förstneim og sörneim, svo það færi nú ekki á milli mála að við værum ekki hryðjuverkamenn. Við gengum strax útum aðrar dyr og komum inní einhverskonar garð. Til vinstri var hópur af fólki að setja upp einhverskonar míní-sýningu og aðrir að fylgjast með. Eftir því sem við gengum lengra inn og að ,,torginu" færðu þau sig úr skotinu og lengra inní garðinn hægra megin við okkur með hrópum og ýktum hreyfingum. Það var enn ekki komið hádegi en ég held að þau hafi verið að gíra sig hægt og rólega upp í einhverskonar Bakkanal sem myndi ná hámarki í grillveislunni þá um kvöldið. Sauðdrukknir menn að slást með gerivilimum á brunastiganum og blóðþyrstar Bakkæjur að rífa vegfarendur í ræmur, Dyonísus glottandi á húsþakinu með kórónuna í annarri hönd og Bakkardí Breezer í hinni.. Meira um þessa grillveislu síðar.
Víðir skildi okkur eftir í smá stund á meðan hann fór og sótti bækur á bókasafnið. Við töluðum um áfengi og ég tók leiðinleg myndbönd. Davíð var með viskí í töskunni sinni og ég benti á George Bush sem hékk á handriðinu þarna fyrir ofan.
Á leiðinni heim gengum við framhjá veitingastaðnum Sophie's Choice og þótti það vægast sagt athyglisvert nafn. Við vorum svangir en við vildum ekki deyja sjáðu til. Og á svona veitingastað er pöntunarferlið svohljóðandi: Þú og tveir vinir þínir setjist við eitt af borðunum. Þú velur einhvern rétt af matseðlinum og um leið velurðu annan af vinum þínum til að senda í útrýmingarbúðir nasista. Þið tveir sem sitjið eftir fáið réttinn sem þú valdir á tveir-fyrir-einn tilboði. Gúdd tæms.
Í staðinn stoppuðum við á delíi þarsem ung og fögur stúlka afgreiddi samlokur sem gömul smurbrauðsdama framleiddi bakvið hvítar dyr. Ég fékk mér samloku með kjúklingi og eitthvað held ég. Við röltum aftur upp brekkuna og átum heima hjá Víði. Davíð skildi viskíið sitt eftir og ég setti mitt viskí í töskuna mína.
Niður brekkuna. Lest til London. Piccadilly Circus? Keypti aðra einnota myndavél.
Við stoppuðum fyrst á HMV og skoðuðum DVD og svona. Ég keypti Garth Marenghi's Darkplace, Spaced, Batman Begins og The Dark Knight. Svo gengum við á Leicester Square og fengum okkur bjór á efri hæð barsins Crooked Surgeon.
Það var rúbbíleikur í gangi sem við horfðum á svona í og með, England-Skotland. Ég man að Hallur hringdi og sagði mér að Gunnar bróðir hans væri að uppnefna bílinn minn. Við röbbuðum um eitthvað, tókum vídjó og ég tók mynd af myndavélunum okkar (en það vantaði 180° vélina hans Davíðs, hún var líklega eftir heima):
Davíð langaði að fara í bókabúð og skoða einhvern hlut, okkur skildist að það væri Waterstone's á Oxford Street þannig að við gengum þangað. Við fundum hattabúð þarsem ég keypti hatt, ritfangabúð þarsem ég keypti tvær moleskine bækur (svarta og rauða), við stoppuðum á Starbucks þarsem ég fékk te í glas og við breyttum breska kaffinu hans Davíðs í írskt kaffi. Með viskíi.
Ég man ekki hvaða húsnúmer átti að vera á þessari bókabúð en við föttuðum alltíeinu að við höfðum gengið framhjá henni, gengum tilbaka og þá var búið að loka henni. Jæja. Gengum aðeins lengra og stoppuðum á The Tottenham. Þar var næsti rúbbíleikur í gangi, Írland-Wales. Við drukkum allskonar bjór. Einn grænan, sem hét Sign of Spring:
Þegar við höfðum setið þarna í einhvern tíma og Írland hafði unnið Wales í spennandi leik fórum við að tala um grillveisluna. Víði langaði í barbíkjú og að henda draslinu heim og svona, en við nenntum ekki lestarferðinni og langaði að borða niðrí borg. Við fórum niður einhverja þvergötu og fundum þar víetnamskan stað eða eitthvað, en það var biluð röð á hann.
Við gengum aðeins lengra og stoppuðum á steikhúsi. Eða það hét allavega steikhús. Minnir mig. En í minningunni er eitthvað austurlenskt við staðinn? Maturinn var sæmilegur, allsekkert góður en ekki slæmur. Og við biðum heillengi eftir honum. Þegar reikningurinn kom notuðum við einhverja seðla og allt klinkið sem við fundum til, en þá vantaði enn fimm pund eða eitthvað. En sko, þjónustugjaldið var reiknað inní alltsaman, þannig að við ákváðum að við hefðum beðið of lengi og að þjónustan hefði verið undir meðallagi. Og gengum út hröðum skrefum.
Við vorum komnir nokkra metra í burtu þegar Víðir fattaði að hann hafði gleymt hattinum sínum inni á staðnum. Hann fór og sótti hann og var umsvifalaust gripinn og látinn borga það sem uppá vantaði. Hann sagði okkur söguna af því.
Hinumegin við götuna var staður þarsem hægt var að spila pool en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var öll meðferð áfengis bönnuð á staðnum.
Nú held ég að við höfum tekið lest til Camden?
Við lentum allavega inni á rokkabillíbar sem hýsti bæði Lou Diamond Phillips og nýnasista. Ég er með mynd af þeim fyrrnefndu en ég ætla að láta þessa duga:
Þaðan fórum við á einhvern mínídansstað. Hann var bleikur og blár. Þetta var líklega lummulegasti staðurinn sem við heimsóttum í þessari Lundúnaferð: Hann var lítill og þröngur, tónlistin ömurleg og bjórinn kjánalega dýr. Í dyrunum voru tveir gaurar sem vildu leita í töskunni minni og svona, ég leyfði þeim það og mundi ekki eftir viskípelanum fyrren annar þeirra hafði tekið hann af mér. Ég sagðist hafa gleymt að ég væri með hann og hvort ég gæti ekki fengið að bakka aðeins og geyma hann einhverstaðar. Gaurinn sagðist mundi geyma hann fyrir mig, ekkert mál.
Við vorum ekki lengi þarna inni, aðalatriðið var held ég að drepa tíma þartil við gætum farið og hitt vini hans Víðis einhverstaðar nálægt og farið á klúbb. Ég fékk viskípelann minn aftur á leiðinni út og ákvað að fela hann vandlega næst þegar við færum inn einhverstaðar.
Nú verður að segjast einsog er að ég man voða lítið af framhaldinu. Ég tók mynd af strákunum þegar við hittum þá:
en ég man ekki eftir því. Á einhverjum tímapunkti vorum við komnir fremst í röðina og þar voru tveir gaurar sem vildu leita á mér. Nú hafði ég falið pelann einhverstaðar (miðað við ástandið á heilanum þá stundina tel ég líklegasta staðinn hafa verið í innanávasanum á frakkanum mínum) en hann fann hann undireins. Hann rétti félaga sínum pelann og sá kom honum fyrir þarna aftanvið sig og svo leituðu þeir báðir vandlega á mér. Ég stóð, þuklaður, og sá hvar Víðir (sem hafði komist inn rétt á undan og var við búrið að kaupa miða) teygði sig í pelann. Ég var með hann inná buxnastrengnum það sem eftir lifði og drakk og drakk..
Staðurinn var stór. Ég var á stöðugri ferð minnir mig.. Það var eitt stórt dansgólf, annað minna á hæðinni fyrir ofan, setustofa við hliðina á því. Þaðan lá gangur eitthvert áfram og niður stiga og eitthvað vesen og þar komst maður út í port að reykja. Það var bar á neðri hæðinni. Á einhverjum tímapunkti hætti ég að þvælast hingað og þangað og fór með strákunum niður á dansgólf. Þetta gæti hafa verið um það leyti sem ég kláraði úr / týndi pelanum. Ég tók þessa mynd af Víði að dansa.
Mér skilst að ég hafi líka týnt myndavélinni og að vingjarnlegur svartur maður hafi fundið hana og gengið um dansgólfið og spurt fólk hvort það hefði týnt svona grip. Var það Davíð eða Ýmir sem greip hana? Það var allavega ekki ég.
Dansi dans. Þá gerist lítið.
Daginn eftir vakna ég. Ég ímynda mér að upplitið á manni hafi verið heldur lágt þarna undir restina, hér er mynd af Davíð:
Í fyrsta skipti fannst mér sem ég hefði ekki sofið nógu vel. Pullurnar voru farnar að renna til á gólfinu, ég skildi reyndar ekki hversvegna þær hefðu ekki gert það allan tímann en það var greinilegt að þetta tímabundna flet var að flosna í sundur. Við vorum svangir. Við vorum að fara heim seinnipartinn. Ég hafði ekki verið vakandi lengi þegar ég fékk að heyra söguna af heimferðinni, eða lokapunktinum á þeirri ferð a.m.k.
Víðir hafði fundið einhvern gaur til að skutla okkur heim. Þetta var ekki leigubílstjóri þannig séð, en hann tók 50 pund fyrir að keyra okkur til Sidcup. Þegar við erum komnir úr bílnum, einhvernvegin í helvíti, missi ég gleraugun mín á jörðina og gaurinn keyrir yfir þau á leiðinni burt. Þau voru ónýt. Þau voru skraut. Þau eru í bílnum mínum núna held ég, ég er enn ekki búinn að fá önnur.
Jæja.
Ég varð furðulega lítið fúll útí sjálfan mig fyrir að hafa eyðilagt þessi blessuðu gleraugu. Hefði ég t.a.m. týnt myndavélinni hefði ég líklega skammast meira útí sjálfan mig en fyrir þetta með gleraugun. Lógíkin var einhvernvegin svona: Ég var sauðdrukkinn, hefði ekki átt að vera með gleraugun á nefinu hvorteðer. Ókei. En ég missti þau hvergi niðrí bæ, beyglaði þau ekki á einhverjum bar, heldur komst ég með þau heim. Hefði melurinn sem keyrði bílinn ekki kramið þau þá væri enn í fínu lagi með þau. Þannig að ég var svona nokkurnveginn stikkfrí.
Ekkert sérstaklega sannfærandi kannske, en ég var held ég ennþá dálítið fullur. Á fjórða degi var ekki hægt að tala um smellandi þynnku heldur einhverskonar aflíðandi halla ofaní skurðinn. Ég tók þessa mynd af gestgjöfum okkar (stelpunum þ.e.a.s.):
Og nú sé ég að smákökurnar voru bakaðar að morgni fjórða dags, ekki þess þriðja einsog ég hélt fram áður.
Við tókum okkur saman og gengum upp brekkuna á KFC. Gengum svo aftur heim. Á leiðinni kætti ég strákana með leikrænum tilþrifum og dramatískum upplestri úr hugskoti mínu. Þeir hvöttu mig áfram en þegar við lentum aftur í íbúðinni ákvað ég að láta gott heita. Maturinn var grunsamlega líkur því sem maður á að venjast hér heima. Ég lagðist í rúm og við hlustuðum á QI þátt. Þynnkan í herberginu var áþreifanleg.'
Ég tók síðustu myndina á aðra filmuna:
Stuttu síðar pökkuðum við Davíð og Ýmir saman og röltum niður brekkuna í hinsta skipti, keyptum passa og biðum eftir lestinni. Við lentum á Charing Cross held ég, settum töskurnar okkar Davíðs í geymslu og gengum yfir King's Cross (eða eitthvað torg allavega). Ég keypti þriðju myndavélina, einn minjagrip eða svo og svo stoppuðum við á Leicester Arms. Síðasti Guinnessinn í Lundúnum þar, og nokkrar flögur. Ýmir var að fara með fyrri vél þannig að hann kvaddi, ég hef ekki séð hann síðan. Við Davíð dokuðum við og röltum loks uppá Oxford street að leita að bókabúðinni.
Við fundum tvær. Ég man ekki hvort Davíð keypti nokkuð en ég eyddi síðustu 20 pundunum í veskinu mínu í Watching the Watchmen. Hún var á tilboði. Meira drasl til að bera heim.
Á leiðinni aftur á Charing Cross lentum við í smá metró-veseni sem ég fer ekki útí. Það var mér að kenna og tók ekki svo langan tíma. Sóttum töskurnar, fórum í lestina niður á flugvöll, Piccadilly Line.
Á leiðinni las ég spjald á veggnum þarsem maður var vinsamlegast beðinn um að gá frá hvaða flugstöð maður ætlaði að fljúga. Þær væru nefnilega 5 talsins á Heathrow og það skipti máli hvar maður ætlaði að stoppa. Víðir reddaði þessu fyrir okkur, ég hringdi og hann gáði á netið. Tekk Víðir.
Allt flugvalladæmið var ekki í frásögur færandi. Borðaði einhvern mat. Keypti eitthvað drasl. Rölti að hliðinu. Horfði á Master and Commander á leiðinni heim en gat ekki sofnað. Líkaminn í uppreisn. Keypti flösku af sama viskíi og ég hafði haft innanklæða nóttina áður. Nanna og Ingibjörg sóttu okkur á flugvöllinn. Ég fékk að borða og drekka. Svo sofnaði ég.
-b.
Það verður ekki af sögumanni okkar tekið
að hann metur persónur sínar ekki mikils
og áheyrendur enn minna.
Hvar eru ævintýrin sem hinir öldnu segja frá,
ránsferðir, skáldabrennur, bardagar, lystisnekkjur,
allt þetta sem við viljum heyra?
Gallið í hálsinum og bruninn niður mænuna,
þetta vantar, heimurinn er grár
og sögurnar líka.
Fylgist ekki með í næsta þætti.
09 apríl 2009
Ferðasagan - annar dagur
Jæja. Mér leiðist án þess að finna beint fyrir leiða, það er einsog ég sé ennþá að gera hluti en ég finn fyrir því að ef ég hætti í smá stund detti gírarnir úr takti og ég sullist aftur í stólinn og láti mér leiðast og líki það ekki.
Þannig að ég kveiki á kerti og reyni að muna hvað við gerðum annan daginn í London.
(Ég tók ekki eftir því fyrren ég renndi yfir færsluna núna áðan, en það er nokkuð athyglisvert við staðsetningu okkar í þessari frásögn. Sá fyrsti til að koma auga á það vinnur eitthvað fallegt.)
Ég var mikið frískur þegar ég vaknaði, það var ekki að sjá að ég hefði verið að sulla í bjór allan liðlangan daginn áður. Víðir var farinn í skólann, við myndum hitta hann um kvöldið en nú var að fá sér kaffi og fara í sturtu.
Kaffið gekk fínt og strákarnir fengu sér bolla. Svei mér þá ef ég færði ekki Davíð kaffi í rúmið þarsem hann lá ennþá og nennti ekki á lappir.. bölvaði okkur að öllum líkindum fyrir að geta ekki sofið lengur. En það var bara svo bjart og klukkan orðin níu eða tíu. Ég furðaði mig á því að hafa sofið eins vel og ég gerði og stalst til að drekka bollabotnfylli af kaffi.
Íbúðin þeirra var lítil og þægileg. Stelpurnar virtust hafa komið sér betur fyrir en Víðir en það er auðvitað allt afstætt. Ég tók ekki mikið af myndum inní húsinu en á veggnum hennar Guddu sá ég röð af póstkortum sem dásömuðu bæði afmælisdaginn minn og nafnið mitt, svo ég tók mynd af því:
Ég fór í sturtu, sem þýddi að ég sat á hækjum mér í baðkarinu og reyndi að lyfta sturtuhausnum ekki of hátt yfir inntakið, en samt þannig að ég næði að vaska helstu álagspunkta á líkamanum. Svo sápaði ég með einhverju tiltæku og endurtók síðan vaskið. Ég hafði ekki tekið með mér handklæði (ég var að spara pláss, meira um það síðar) þannig að ég notaði það sem var minnst blautt og hendi næst þarna á staðnum. Þar sem ég er mikill áhugamaður um sturtur og kann vel að meta gott steypibað þá var þetta líkast því að kjamsa á dormandi belju útá túni þegar mann langar í steik, en það er viss sjarmi í því að röffa það í nokkra daga. Ég sleppti sturtunni næstu tvo morgna (ekkert meira um það síðar).
Okkur vantaði að éta og planið var að fara í London Eye og sjá svo til. Við settum í töskur og lögðum af stað niður hæðina. Samkvæmt Wikipediu er nafnið Sidcup afbökun á ,,cettecopp", sem þýðir ,,hæð sem er flöt í toppinn". Sem er varla hæð, ef maður spáir í því. En við töltum þarna niður og fundum lestarstöðina þarsem hún átti að vera, keyptum einn dagpassa og biðum eftir lestinni. Drukkum vatn. Veðrið var gott en ekkert til að hrópa húrra fyrir.. maður þakkaði bara fyrir að það var ekki slæmt.
Við fórum út á Waterloo og gengum í einhverjar áttir. Fórum yfir einhverskonar torg og upp tröppur og leist ágætlega á veitingastað sem varð á vegi okkar. Skjótt á litið leit hann út einsog bakarí en svo var sæmilega stór matsalur fyrir innan, staðurinn gaf sig út fyrir að vera með organískan mat. Það hljómaði ágætlega. Ég man að ég pantaði einhverskonar platta. Það voru ólífur, pestó, einhverjar skinkur, ostar, smjör, annarskonar mauk og einhverskonar grænmeti. Og brauð. Með þessu drakk ég hveitibjór:
Davíð pantaði bjór sem hét Freedom. Annarstaðar drakk maður London Pride eða Courage. Og hafði gott af. Hér er mynd af okkur á þessum náttúrulega stað:
Þaðan gengum við í áttina að London Eye. Fyrst löbbuðum við upp tröppur og aðeins inná Golden Jubilee Bridge:
Og svo aftur niður og framhjá fullt af fólki og vitleysingum sem stóðu og léku listir sínar (eða stóðu bara.. eða blésu í flautu og dilluðu sér) fyrir fólkið í kring og báðu um peninga. Hjólið bar við himininn og hreyfðist ósköp hægt, einsog röðin af fólki sem beið eftir að komast þar inn og upp. Miðasalan var í húsi við hliðina.
Það kom mér mest á óvart hvað það gekk allt hratt fyrir sig, svona miðað við hvað það var mikið af fólki þarna. Röðin að miðasöludömunni var löng, en ég hugsa að ég hafi oft beðið lengur til að komast að kassanum í bónus á þriðjudegi. Og kannske var það bara góð tímasetning eða heppni eða eitthvað, en biðin eftir að komast inní kálfinn var samasem engin. Öryggisvörðurinn vildi fyrst fá að leita í töskunni minni, en þegar hann sá að ég var þegar búinn að opna hana (svo hann gæti leitað í henni, einsog skiltið á leiðinni sagði mér að gera) þá langaði hann ekki lengur. Okkur var bent inní kálf sem var að silast á botninum, hurðinni var lokað og við vorum á uppleið með nokkrum stelpum hinumegin í rýminu.
Hér er mynd sem ég tók þegar stelpurnar voru ekki í augsýn:
Ég man náttúrulega ekki eftir því þannig, en samkvæmt upplýsingum sem ég hafði heyrt útundan mér þá átti ferðin að taka hálftíma. Í næstu kálfum sá ég fullt af fólki með börn og eitthvað vesen og var mikið sáttur við okkar sess.. Ég man að ein af stelpunum talaði hátt og mikið um það þegar hún var í París og fór að Effeilturninum og einhver gaur elti dúfu útum allt að reyna að ná henni, og var að gera alla brjálaða, en náði loksins dúfunni og setti hring á löppina á henni og rétti kærustunni. Viltu giftast mér, sagði hann svo.
Stelpan hneykslaði sig töluvert á því hversu fáránlegir þessir tilburðir mannsins hefðu verið, og enn frekar á því hversu vel allir viðstaddir tóku í fyrirtækið. Þetta kom engu við nema kannske að þá hafði sögumaðurinn, sessunautur okkar í þessari ferð, verið við útsýnisstórvirki í heimsborg, og núna var hún það líka. En ég hafði gaman af því.
Það voru litlir reitir vestanmegin í kálfinum, á gólfinu, sem á stóð ,,stand here for your picture", eða eitthvað þvíumlíkt. Við stóðum þar aldrei, en stelpurnar röðuðu sér. Þegar við komum út (eftir að við horfðum uppá tvær dömur fara í gegnum kálfinn og leita að sprengjunum sem við komum fyrir undir bekknum og í loftinu) hefðum við getað keypt myndir af okkur sem voru teknar á leiðinni niður, hefðum við staðið á reitunum góðu.
En þennan hálftíma sem við vorum í ferlinu held ég að það hafi í mesta lagi liðið hálf mínúta á milli smella í myndavél. Ég á allnokkrar. Get ég ekki fundið eina í viðbót til að setja hér?
Við gengum aftur framhjá ,,skemmtikröftunum" og yfir brúna. Þaðan fundum við næstu lestarstöð og fórum til London Bridge stöðvarinnar. Þaðan gengum við upp að London Bridge og nánast inn á hana, en fannst einsog hún ætti að vera öðruvísi. Þá höfðum við verið að leita að Tower Bridge - við sáum hana aðeins lengra niðureftir (eða uppeftir?) ánni. Jæja. Niður á götu og finnum bar.
Mig minnir að næsti sem við stigum inná hafi heitað Thames Riverside Inn. Þar voru einn tveir bjórar og eitthvað nasl.. það var víst hægt að leigja staðinn undir grillveislur, ég verð að muna það næst þegar mig langar að grilla í London. Við ákváðum að borða eitthvað um kvöldið, kannske var það þarna sem við ákváðum að reyna eitthvað indverskt, kannske var það síðar um daginn.. Á leiðinni út af barnum varð hópur af skólabörnum á vegi okkar og við gengum framhjá markaði.
Ými langaði að finna bar þarsem hann gæti unnið okkur í fúsball, en við leituðum nokkuð lengi að bar þarsem hægt væri að spila billjarð. Án árangurs. Fórum á næsta bar í staðinn. Á einhverjum tímapunkti komum við okkur fyrir á háborði á stigapalli á Leichester Arms, seinna sátum við og drukkum í sófa á móti pari sem lapti síder. Við vorum í nágrenni við Picadilly Circus held ég.
Við fórum aftur að London Bridge stöðinni og þar fundum við bar þarsem hægt var að spila billjarð. Víðir kom og hitti okkur þar og við tókum fleiri lestir til að komast á einhvern indverskan veitingastað. Maturinn þar var góður.
Svo löbbuðum við upp þá götu (Brick Lane?) og á einu augnabliki leit út fyrir að við ætluðum inná einhverskonar garðveislu, en þá vantaði pening og sjálfsalinn vildi ekki bekenna kortið mitt. Ég fékk peninga einhverstaðar vestar, en þarna var uppsafnað bjórmagn orðið ansi mikið og ég man ekki hvenær við ákváðum að kaupa bjór í næstu kjörbúð og taka lestina í partí í Sidcup.
Hálftíma lestarferðir gera lítið fyrir partískapið. Þegar við lentum og gengum þessa örfáu metra að hverfisbarnum (sem var búinn að loka en ekki búinn að henda vinum hans Víðis út) ákvað ég að partí með leiklistarnemum væri ekki það sem ég þyrfti á að halda í rauðu augun mín.Ég man hreinlega ekki hvort Víðir varð eftir eður ei, en við gestirnir fórum í það minnsta Við fórum allir heim að sofa. Ég svaf vel þá nótt líka, og vaknaði ágætur, en þakkaði sjálfum mér prívat og persónulega fyrir að hafa farið heim í bælið.
Bjórinn fékk að sofa inní ísskáp.. við snertum hann varla það sem eftir lifði ferðarinnar.
Ætla hetjurnar okkar ekki að gera neitt
annað en að drekka og sofa?
Vita þær ekki að lesendur ferðasagna vilja aksjón,
þrá rómans, hamfarir, steríótýpur og launráð?
Eða eru þeir úlfar í sauðagærum,
liggja ævintýrin undir yfirborðinu og brjótast
upp á þriðja degi í litla heimsveldinu?
Fylgist með. Eða ekki.
-b.
Þannig að ég kveiki á kerti og reyni að muna hvað við gerðum annan daginn í London.
(Ég tók ekki eftir því fyrren ég renndi yfir færsluna núna áðan, en það er nokkuð athyglisvert við staðsetningu okkar í þessari frásögn. Sá fyrsti til að koma auga á það vinnur eitthvað fallegt.)
Ég var mikið frískur þegar ég vaknaði, það var ekki að sjá að ég hefði verið að sulla í bjór allan liðlangan daginn áður. Víðir var farinn í skólann, við myndum hitta hann um kvöldið en nú var að fá sér kaffi og fara í sturtu.
Kaffið gekk fínt og strákarnir fengu sér bolla. Svei mér þá ef ég færði ekki Davíð kaffi í rúmið þarsem hann lá ennþá og nennti ekki á lappir.. bölvaði okkur að öllum líkindum fyrir að geta ekki sofið lengur. En það var bara svo bjart og klukkan orðin níu eða tíu. Ég furðaði mig á því að hafa sofið eins vel og ég gerði og stalst til að drekka bollabotnfylli af kaffi.
Íbúðin þeirra var lítil og þægileg. Stelpurnar virtust hafa komið sér betur fyrir en Víðir en það er auðvitað allt afstætt. Ég tók ekki mikið af myndum inní húsinu en á veggnum hennar Guddu sá ég röð af póstkortum sem dásömuðu bæði afmælisdaginn minn og nafnið mitt, svo ég tók mynd af því:
Ég fór í sturtu, sem þýddi að ég sat á hækjum mér í baðkarinu og reyndi að lyfta sturtuhausnum ekki of hátt yfir inntakið, en samt þannig að ég næði að vaska helstu álagspunkta á líkamanum. Svo sápaði ég með einhverju tiltæku og endurtók síðan vaskið. Ég hafði ekki tekið með mér handklæði (ég var að spara pláss, meira um það síðar) þannig að ég notaði það sem var minnst blautt og hendi næst þarna á staðnum. Þar sem ég er mikill áhugamaður um sturtur og kann vel að meta gott steypibað þá var þetta líkast því að kjamsa á dormandi belju útá túni þegar mann langar í steik, en það er viss sjarmi í því að röffa það í nokkra daga. Ég sleppti sturtunni næstu tvo morgna (ekkert meira um það síðar).
Okkur vantaði að éta og planið var að fara í London Eye og sjá svo til. Við settum í töskur og lögðum af stað niður hæðina. Samkvæmt Wikipediu er nafnið Sidcup afbökun á ,,cettecopp", sem þýðir ,,hæð sem er flöt í toppinn". Sem er varla hæð, ef maður spáir í því. En við töltum þarna niður og fundum lestarstöðina þarsem hún átti að vera, keyptum einn dagpassa og biðum eftir lestinni. Drukkum vatn. Veðrið var gott en ekkert til að hrópa húrra fyrir.. maður þakkaði bara fyrir að það var ekki slæmt.
Við fórum út á Waterloo og gengum í einhverjar áttir. Fórum yfir einhverskonar torg og upp tröppur og leist ágætlega á veitingastað sem varð á vegi okkar. Skjótt á litið leit hann út einsog bakarí en svo var sæmilega stór matsalur fyrir innan, staðurinn gaf sig út fyrir að vera með organískan mat. Það hljómaði ágætlega. Ég man að ég pantaði einhverskonar platta. Það voru ólífur, pestó, einhverjar skinkur, ostar, smjör, annarskonar mauk og einhverskonar grænmeti. Og brauð. Með þessu drakk ég hveitibjór:
Davíð pantaði bjór sem hét Freedom. Annarstaðar drakk maður London Pride eða Courage. Og hafði gott af. Hér er mynd af okkur á þessum náttúrulega stað:
Þaðan gengum við í áttina að London Eye. Fyrst löbbuðum við upp tröppur og aðeins inná Golden Jubilee Bridge:
Og svo aftur niður og framhjá fullt af fólki og vitleysingum sem stóðu og léku listir sínar (eða stóðu bara.. eða blésu í flautu og dilluðu sér) fyrir fólkið í kring og báðu um peninga. Hjólið bar við himininn og hreyfðist ósköp hægt, einsog röðin af fólki sem beið eftir að komast þar inn og upp. Miðasalan var í húsi við hliðina.
Það kom mér mest á óvart hvað það gekk allt hratt fyrir sig, svona miðað við hvað það var mikið af fólki þarna. Röðin að miðasöludömunni var löng, en ég hugsa að ég hafi oft beðið lengur til að komast að kassanum í bónus á þriðjudegi. Og kannske var það bara góð tímasetning eða heppni eða eitthvað, en biðin eftir að komast inní kálfinn var samasem engin. Öryggisvörðurinn vildi fyrst fá að leita í töskunni minni, en þegar hann sá að ég var þegar búinn að opna hana (svo hann gæti leitað í henni, einsog skiltið á leiðinni sagði mér að gera) þá langaði hann ekki lengur. Okkur var bent inní kálf sem var að silast á botninum, hurðinni var lokað og við vorum á uppleið með nokkrum stelpum hinumegin í rýminu.
Hér er mynd sem ég tók þegar stelpurnar voru ekki í augsýn:
Ég man náttúrulega ekki eftir því þannig, en samkvæmt upplýsingum sem ég hafði heyrt útundan mér þá átti ferðin að taka hálftíma. Í næstu kálfum sá ég fullt af fólki með börn og eitthvað vesen og var mikið sáttur við okkar sess.. Ég man að ein af stelpunum talaði hátt og mikið um það þegar hún var í París og fór að Effeilturninum og einhver gaur elti dúfu útum allt að reyna að ná henni, og var að gera alla brjálaða, en náði loksins dúfunni og setti hring á löppina á henni og rétti kærustunni. Viltu giftast mér, sagði hann svo.
Stelpan hneykslaði sig töluvert á því hversu fáránlegir þessir tilburðir mannsins hefðu verið, og enn frekar á því hversu vel allir viðstaddir tóku í fyrirtækið. Þetta kom engu við nema kannske að þá hafði sögumaðurinn, sessunautur okkar í þessari ferð, verið við útsýnisstórvirki í heimsborg, og núna var hún það líka. En ég hafði gaman af því.
Það voru litlir reitir vestanmegin í kálfinum, á gólfinu, sem á stóð ,,stand here for your picture", eða eitthvað þvíumlíkt. Við stóðum þar aldrei, en stelpurnar röðuðu sér. Þegar við komum út (eftir að við horfðum uppá tvær dömur fara í gegnum kálfinn og leita að sprengjunum sem við komum fyrir undir bekknum og í loftinu) hefðum við getað keypt myndir af okkur sem voru teknar á leiðinni niður, hefðum við staðið á reitunum góðu.
En þennan hálftíma sem við vorum í ferlinu held ég að það hafi í mesta lagi liðið hálf mínúta á milli smella í myndavél. Ég á allnokkrar. Get ég ekki fundið eina í viðbót til að setja hér?
Við gengum aftur framhjá ,,skemmtikröftunum" og yfir brúna. Þaðan fundum við næstu lestarstöð og fórum til London Bridge stöðvarinnar. Þaðan gengum við upp að London Bridge og nánast inn á hana, en fannst einsog hún ætti að vera öðruvísi. Þá höfðum við verið að leita að Tower Bridge - við sáum hana aðeins lengra niðureftir (eða uppeftir?) ánni. Jæja. Niður á götu og finnum bar.
Mig minnir að næsti sem við stigum inná hafi heitað Thames Riverside Inn. Þar voru einn tveir bjórar og eitthvað nasl.. það var víst hægt að leigja staðinn undir grillveislur, ég verð að muna það næst þegar mig langar að grilla í London. Við ákváðum að borða eitthvað um kvöldið, kannske var það þarna sem við ákváðum að reyna eitthvað indverskt, kannske var það síðar um daginn.. Á leiðinni út af barnum varð hópur af skólabörnum á vegi okkar og við gengum framhjá markaði.
Ými langaði að finna bar þarsem hann gæti unnið okkur í fúsball, en við leituðum nokkuð lengi að bar þarsem hægt væri að spila billjarð. Án árangurs. Fórum á næsta bar í staðinn. Á einhverjum tímapunkti komum við okkur fyrir á háborði á stigapalli á Leichester Arms, seinna sátum við og drukkum í sófa á móti pari sem lapti síder. Við vorum í nágrenni við Picadilly Circus held ég.
Við fórum aftur að London Bridge stöðinni og þar fundum við bar þarsem hægt var að spila billjarð. Víðir kom og hitti okkur þar og við tókum fleiri lestir til að komast á einhvern indverskan veitingastað. Maturinn þar var góður.
Svo löbbuðum við upp þá götu (Brick Lane?) og á einu augnabliki leit út fyrir að við ætluðum inná einhverskonar garðveislu, en þá vantaði pening og sjálfsalinn vildi ekki bekenna kortið mitt. Ég fékk peninga einhverstaðar vestar, en þarna var uppsafnað bjórmagn orðið ansi mikið og ég man ekki hvenær við ákváðum að kaupa bjór í næstu kjörbúð og taka lestina í partí í Sidcup.
Hálftíma lestarferðir gera lítið fyrir partískapið. Þegar við lentum og gengum þessa örfáu metra að hverfisbarnum (sem var búinn að loka en ekki búinn að henda vinum hans Víðis út) ákvað ég að partí með leiklistarnemum væri ekki það sem ég þyrfti á að halda í rauðu augun mín.
Bjórinn fékk að sofa inní ísskáp.. við snertum hann varla það sem eftir lifði ferðarinnar.
Ætla hetjurnar okkar ekki að gera neitt
annað en að drekka og sofa?
Vita þær ekki að lesendur ferðasagna vilja aksjón,
þrá rómans, hamfarir, steríótýpur og launráð?
Eða eru þeir úlfar í sauðagærum,
liggja ævintýrin undir yfirborðinu og brjótast
upp á þriðja degi í litla heimsveldinu?
Fylgist með. Eða ekki.
-b.
06 apríl 2009
Ferðasagan - ferðin út og fyrsti dagurinn
Fyrsti hluti ferðasögunnar.
Afþví Hlynur sagði mér að drífa í þessu.
Ferðin út og fyrsti dagurinn
Fyrsti bjórinn á leiðinni var á flugstöðinni, ég man ekki hvort það var víking eða carlsberg. Þá hafði ég fengið mér bita, keypt rakvél handa Víði og einnota myndavél, klukkan var eitthvað að verða átta fimmtudaginn 19. mars.
Við kláruðum bjórinn og héldum af stað útað hliði sirka korter yfir átta, en vélin átti að fara í loftið klukkan hálf. Þegar við erum komnir nokkra leið inní ganginn erum við kallaðir upp og beðnir um að koma vinsamlegast að hliði nr. sjö tafarlaust. Við greikkum sporið, þegar við komum þangað er tékkað á vegabréfunum okkar og ein indæl flugfreyja segir að fyrst við tékkuðum okkur inn á netinu og tékkuðum ekki inn neinn farangur þá sé ,,auðveldara að skilja okkur eftir". Kannske áttum við að þakka henni óskup mikið fyrir að nenna yfirhöfuð að kalla okkur upp en ég hugsaði allavega ekki útí það, við vorum greinilega allrasíðastir uppí vél. Hún lagði af stað stuttu síðar.
Áhorfið á leiðinni út voru tveir Arrested Development þættir og slatti af I, Robot. Nýja kerfið í Flugleiðavélunum er fínt, þeir mega alveg eiga það.
Ég man eftir að hafa horft útum gluggann endrum og eins og séð skip niðri á sjónum eða land, skorið niður í sneiðar. Eftir því sem nær dró London varð byggðin þéttari og þéttari. En kannske voru það bara síðustu tíu mínúturnar.
Á Heathrow man ég eftir einni auglýsingu á veggnum, einu þili sem baðst afsökunar á framkvæmdum og einni sjoppu sem seldi nammi og ilmvötn. Annars gengum við bara í gegnum allskonar svæði og yfir allskonar gólf og stoppuðum loks í neðanjarðarlestarstöðinni. Leiðbeiningarnar voru ekkert sérstaklega skýrar, fannst okkur, og það var eitt verk útaf fyrir sig að finna sjálfsala sem ansaði þörfum okkar. Á endanum keyptum við sitthvorn miðann aðra leiðina niðrí miðbæ og komum uppúr jörðinni á Charing Cross.
Davíð geymdi töskuna sína á lestarstöðinni en ég gerði það ekki. Í fyrsta lagi er ekki hægt að loka henni almennilega og í öðru lagi var ég með hitt og þetta sem ég hélt að mig gæti vantað á röltinu. Planið var nefnilega að skoða okkur um þartil Ýmir lenti í London, sem væri eitthvað rúmlega ellefu (minnir mig). Þarna var klukkan rétt að verða tvö. Ég hefði samt betur hent töskuandskotanum í geymslu, þarsem ég var orðinn frekar þreyttur á að bera helvítið þegar dagurinn var úti. En jæja.
Frá Charing Cross gengum við í suður og stoppuðum á einhverjum bar. Þar var Guinness (ekki sá síðasti), svo Fosters (vissulega sá síðasti), skoðuðum kortin okkar og ákváðum að snúa við og ganga í norður. Við gengum norður götuna sem lá í norður og komum loks að Forbidden Planet, sem virtist í fyrstu bara selja dótakalla og glingur en svo kom í ljós að neðri hæðin var pakkfull af myndasögum. Nú hefði verið gott að hafa tóma tösku, en ég bölvaði því ekki svo mjög, ég tímdi ekki að eyða miklu þarna fyrstu klukkutímana. Keypti American Flagg safn, v.1; Watchmench; og áritað eintak af The Amazing Remarkable Monsieur Leotard. Sem síðar kom í ljós að var ekki áritað heldur með límmiða í sem var áritaður. Næsti bær við samt.
Þaðan gengum við lengra í norður og stoppuðum í GOSH, sem er líka myndasögusjoppa. Við keyptum ekkert þar en þetta var kósí búð. Mér sýndist ég sjá dóttur Eddie Campbells að vinna þar, og síðar kom í ljós að það var rétt ályktað. Mér þótti það heldur undarlegt. Þaðan gengum við á Museum Tavern, þarsem ég drakk volgan bitter og við átum kjúklingavængi. Við héngum þar í nokkra bjóra og gengum svo á annan bar. Þá var klukkan orðin rúmlega fimm og fólk að koma úr vinnu. Einn bjór í gluggakistunni.
Ég man ekki nákvæmlega hvað gerðist næst en eitthvað segir mér að við höfum farið á annan bar. Við höfðum samt ákveðið að finna steikhús að nafni Metcalf og borða þar kvöldmat. Við gengum einhverja götu austur þangaðtil við vorum komnir allt of langt, snerum þá í suður, svo suðvestur og loks norðvestur. Það var ekkert laust á Metcalf en afgreiðsludaman vingjarnlega bauð okkur að setjast á barinn og hún myndi láta okkur vita.
Barinn var herbergi útfrá matsalnum (það sem ég sá af matsalnum var eiginlega bara langur gangur meðfram barnum, en það glitti í eitthvað aðeins meira þarna innst inni) þarsem fólk sat við drykkju. Bjórinn var generískur og drakkst úr vatnsglasi.
Ef ég man rétt þá fengum við borð áður en bjórinn var úti, og pöntuðum sæmilega stóra steik.
Á meðan maturinn var á leiðinni gerðum við það sem við höfðum gert á öllum þessum börum allt fram að því, í gegnum allnokkra bjóra, sem var að tala um daginn og veginn. Smámunalegustu atvik voru ekki beint krufin til mergjar, heldur kreist úr túpum augans og smurð oná brauð; athugasemdir um London og lífið í kringum Lundúnaferðina voru klippt uppúr matjurtargarði vænlegrar hugsunar og stráð yfir þetta sama brauð, sem var að lokum vakúmpakkað og stillt upp - sneið fyrir sneið - í samræðukjörborðum vitundar okkar, þarsem klasar augnablika ráfuðu um og tíndu oní sig passlega bita.
Steikin var mikið fín. Með henni fylgdu franskar og piparrótarrjómi, og örugglega sósa..
Ég man að gatan hét einhverju huggulegu nafni en ég hef ekki hugmynd um hvað síðasti barinn hét. Hann var á næsta horni. Þar var hægt að fá Hobgoblin á krana og leika píluspil. Mér fannst við bíða einhver lifandis ósköp eftir því að komast að en ég minnist þess samt ekki að mér hafi leiðst. Við tókum einn tvo leiki og þurftum síðan að hysja okkur af stað, renna suður á Charing Cross að sækja töskuna hans Davíðs og hitta Ými síðan áKing's Cross Liverpool Street. Eða ég held það hafi verið King's Cross. Þar reyndum við að komast í síðustu lest til Sidcup en höfðum ekki erindi sem erfiði. Við tókum aðra lest í staðinn, sem fór eitthvað áleiðis. Þaðan gætum við síðan tekið leigara.
Stöðin sem við stoppuðum á var fábrotin og dimm.Líklega var það Það var Ýmir sem sá á næsta strætóstoppi að þangað kæmi næturstrætó allra síðasti strætó dagsins, sem færi alla leið til Sidcup Station. Eftir einhverja bið komum við okkur fyrir á annarri hæð strætósins og horfðum á mannlausar göturnar renna undir dekkin.
Víðir gaf okkur leiðbeiningar í gegnum síma og kom svo á móti okkur þegar við beygðum inní götuna hans, Grenville Road. Hann var dökkhærður með dálítið hár, en rakvélin var komin til að redda því. Íbúðin þeirra var á þriðju hæð sem sá niður þvergötu og það var enginn þrýstingur á sturtunni (en við komumst sosum ekki að því fyrren daginn eftir). Ég hlammaði mér niður á röð af sófapullum á stofugólfinu og sofnaði, en Davíð og Ýmir deildu rúminu hennar Tinnu. Ég svaf ósköp vel.
Hvaða ógnir leynast handan við bresk horn,
og bíða þess að merja hetjurnar okkar í svaðið?
Verður þeim tekið sem útsendurum IceSave ofanúr norðurfrosti
og hengdir á hásinunum úr rjáfrum Westminister..
..eða ná þeir að bræða hjörtu heimamanna með kjarnyrtum söng
og skála við Tjallana í Ern bru?
Fylgist með á næstu dögum.
-b.
Afþví Hlynur sagði mér að drífa í þessu.
Ferðin út og fyrsti dagurinn
Fyrsti bjórinn á leiðinni var á flugstöðinni, ég man ekki hvort það var víking eða carlsberg. Þá hafði ég fengið mér bita, keypt rakvél handa Víði og einnota myndavél, klukkan var eitthvað að verða átta fimmtudaginn 19. mars.
Við kláruðum bjórinn og héldum af stað útað hliði sirka korter yfir átta, en vélin átti að fara í loftið klukkan hálf. Þegar við erum komnir nokkra leið inní ganginn erum við kallaðir upp og beðnir um að koma vinsamlegast að hliði nr. sjö tafarlaust. Við greikkum sporið, þegar við komum þangað er tékkað á vegabréfunum okkar og ein indæl flugfreyja segir að fyrst við tékkuðum okkur inn á netinu og tékkuðum ekki inn neinn farangur þá sé ,,auðveldara að skilja okkur eftir". Kannske áttum við að þakka henni óskup mikið fyrir að nenna yfirhöfuð að kalla okkur upp en ég hugsaði allavega ekki útí það, við vorum greinilega allrasíðastir uppí vél. Hún lagði af stað stuttu síðar.
Áhorfið á leiðinni út voru tveir Arrested Development þættir og slatti af I, Robot. Nýja kerfið í Flugleiðavélunum er fínt, þeir mega alveg eiga það.
Ég man eftir að hafa horft útum gluggann endrum og eins og séð skip niðri á sjónum eða land, skorið niður í sneiðar. Eftir því sem nær dró London varð byggðin þéttari og þéttari. En kannske voru það bara síðustu tíu mínúturnar.
Á Heathrow man ég eftir einni auglýsingu á veggnum, einu þili sem baðst afsökunar á framkvæmdum og einni sjoppu sem seldi nammi og ilmvötn. Annars gengum við bara í gegnum allskonar svæði og yfir allskonar gólf og stoppuðum loks í neðanjarðarlestarstöðinni. Leiðbeiningarnar voru ekkert sérstaklega skýrar, fannst okkur, og það var eitt verk útaf fyrir sig að finna sjálfsala sem ansaði þörfum okkar. Á endanum keyptum við sitthvorn miðann aðra leiðina niðrí miðbæ og komum uppúr jörðinni á Charing Cross.
Davíð geymdi töskuna sína á lestarstöðinni en ég gerði það ekki. Í fyrsta lagi er ekki hægt að loka henni almennilega og í öðru lagi var ég með hitt og þetta sem ég hélt að mig gæti vantað á röltinu. Planið var nefnilega að skoða okkur um þartil Ýmir lenti í London, sem væri eitthvað rúmlega ellefu (minnir mig). Þarna var klukkan rétt að verða tvö. Ég hefði samt betur hent töskuandskotanum í geymslu, þarsem ég var orðinn frekar þreyttur á að bera helvítið þegar dagurinn var úti. En jæja.
Frá Charing Cross gengum við í suður og stoppuðum á einhverjum bar. Þar var Guinness (ekki sá síðasti), svo Fosters (vissulega sá síðasti), skoðuðum kortin okkar og ákváðum að snúa við og ganga í norður. Við gengum norður götuna sem lá í norður og komum loks að Forbidden Planet, sem virtist í fyrstu bara selja dótakalla og glingur en svo kom í ljós að neðri hæðin var pakkfull af myndasögum. Nú hefði verið gott að hafa tóma tösku, en ég bölvaði því ekki svo mjög, ég tímdi ekki að eyða miklu þarna fyrstu klukkutímana. Keypti American Flagg safn, v.1; Watchmench; og áritað eintak af The Amazing Remarkable Monsieur Leotard. Sem síðar kom í ljós að var ekki áritað heldur með límmiða í sem var áritaður. Næsti bær við samt.
Þaðan gengum við lengra í norður og stoppuðum í GOSH, sem er líka myndasögusjoppa. Við keyptum ekkert þar en þetta var kósí búð. Mér sýndist ég sjá dóttur Eddie Campbells að vinna þar, og síðar kom í ljós að það var rétt ályktað. Mér þótti það heldur undarlegt. Þaðan gengum við á Museum Tavern, þarsem ég drakk volgan bitter og við átum kjúklingavængi. Við héngum þar í nokkra bjóra og gengum svo á annan bar. Þá var klukkan orðin rúmlega fimm og fólk að koma úr vinnu. Einn bjór í gluggakistunni.
Ég man ekki nákvæmlega hvað gerðist næst en eitthvað segir mér að við höfum farið á annan bar. Við höfðum samt ákveðið að finna steikhús að nafni Metcalf og borða þar kvöldmat. Við gengum einhverja götu austur þangaðtil við vorum komnir allt of langt, snerum þá í suður, svo suðvestur og loks norðvestur. Það var ekkert laust á Metcalf en afgreiðsludaman vingjarnlega bauð okkur að setjast á barinn og hún myndi láta okkur vita.
Barinn var herbergi útfrá matsalnum (það sem ég sá af matsalnum var eiginlega bara langur gangur meðfram barnum, en það glitti í eitthvað aðeins meira þarna innst inni) þarsem fólk sat við drykkju. Bjórinn var generískur og drakkst úr vatnsglasi.
Ef ég man rétt þá fengum við borð áður en bjórinn var úti, og pöntuðum sæmilega stóra steik.
Á meðan maturinn var á leiðinni gerðum við það sem við höfðum gert á öllum þessum börum allt fram að því, í gegnum allnokkra bjóra, sem var að tala um daginn og veginn. Smámunalegustu atvik voru ekki beint krufin til mergjar, heldur kreist úr túpum augans og smurð oná brauð; athugasemdir um London og lífið í kringum Lundúnaferðina voru klippt uppúr matjurtargarði vænlegrar hugsunar og stráð yfir þetta sama brauð, sem var að lokum vakúmpakkað og stillt upp - sneið fyrir sneið - í samræðukjörborðum vitundar okkar, þarsem klasar augnablika ráfuðu um og tíndu oní sig passlega bita.
Steikin var mikið fín. Með henni fylgdu franskar og piparrótarrjómi, og örugglega sósa..
Ég man að gatan hét einhverju huggulegu nafni en ég hef ekki hugmynd um hvað síðasti barinn hét. Hann var á næsta horni. Þar var hægt að fá Hobgoblin á krana og leika píluspil. Mér fannst við bíða einhver lifandis ósköp eftir því að komast að en ég minnist þess samt ekki að mér hafi leiðst. Við tókum einn tvo leiki og þurftum síðan að hysja okkur af stað, renna suður á Charing Cross að sækja töskuna hans Davíðs og hitta Ými síðan á
Stöðin sem við stoppuðum á var fábrotin og dimm.
Víðir gaf okkur leiðbeiningar í gegnum síma og kom svo á móti okkur þegar við beygðum inní götuna hans, Grenville Road. Hann var dökkhærður með dálítið hár, en rakvélin var komin til að redda því. Íbúðin þeirra var á þriðju hæð sem sá niður þvergötu og það var enginn þrýstingur á sturtunni (en við komumst sosum ekki að því fyrren daginn eftir). Ég hlammaði mér niður á röð af sófapullum á stofugólfinu og sofnaði, en Davíð og Ýmir deildu rúminu hennar Tinnu. Ég svaf ósköp vel.
Hvaða ógnir leynast handan við bresk horn,
og bíða þess að merja hetjurnar okkar í svaðið?
Verður þeim tekið sem útsendurum IceSave ofanúr norðurfrosti
og hengdir á hásinunum úr rjáfrum Westminister..
..eða ná þeir að bræða hjörtu heimamanna með kjarnyrtum söng
og skála við Tjallana í Ern bru?
Fylgist með á næstu dögum.
-b.
01 apríl 2009
Af svona hálfgefnu tilefni
(Samt betri útgáfa hér.)
Lagið er fyrst flutt í júní 2000.
Þessi gaur skotinn fjörutíu og einu sinni þann 4. febrúar 1999.
The Onion 28. apríl '99:
NEW YORK—New York City police commissioner Howard Safir issued a formal apology Monday for the accidental shooting-clubbing- stabbing-firebombing- choking-impaling- electrocution-lethal-injection death of a 38-year-old Jamaican immigrant in the Bensonhurst section of Brooklyn.
Robert Livingston, who had emigrated from Kingston last July, was surrounded and killed by 27 police officers on April 20 while standing on the stairs in front of an apartment building reaching for what the officers thought was a gun. The object turned out to be a doorbell.
-b.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)