Það sem er næstmest pirrandi í heimi er þegar fólk er með stillt á sömu gemsahringingu og ég. Þetta kemur fast á hæla þess þegar fólk segir hluti afþví það er kominn tími á að þeir séu sagðir, en ekki vegna þess að það bætir einhverju við umræðurnar.
En þetta með gemsann hendir mun mun sjaldnar. Og mér þykir það reyndar frekar undarlegt, þarsem ég er með stillt á einhverja mjög beisikk Nokia-hringingu.. Væri ég með sérsniðinn gaur eftir eigin höfði eða nótnablöðum obskjúr píanókvinnu frá einhverju Eystrarsaltsríkinu þá.. hvað var ég að hugsa?
Jú, mér þætti það ennþá skrýtnara ef ég heyrði hringinguna mína úr ókunnri átt. En að sama skapi dulítið gaman. Einsog þetta stendur núna þá þykir mér þetta ekkert gaman. Bara böggandi, svei því.
Ég veit ekki hvert hlutfallið á milli kvenna og karla í bókmenntafræðinni er, en skráning í vísó er svo: tvær konur á móti hverjum karli. Magnað.
-b.
2 ummæli:
Ef ég myndi heyra í Megaman hringingunni minni einhversstaðar myndi ég líklegast enda táraður og í faðmlögum.
Hvað er mest pirrandi í heimi?
Já, það væri ansi magnað.
Mest pirrandi í heimi? Nú, þetta: ,,...þegar fólk segir hluti afþví það er kominn tími á að þeir séu sagðir, en ekki vegna þess að það bætir einhverju við umræðurnar."
Gott dæmi væri tildæmis í almennum umræðum um samskipti kynjanna / kynlíf / feminisma / eitthvað í þeim dúr, þegar einhver segir: ,,já, en þegar stelpur sofa hjá fullt af strákum eru þær druslur, en þegar strákar gera það sama eru þeir töffarar."
Svona frasar sem allir hafa heyrt milljón sinnum og þeir sem eru ósammála nenna ekki einusinni að mótmæla því það er alveg sama runan.
Ja, það gera það reyndar nokkrir, og þá er pirringurinn í undirrituðum kominn á ansi hátt stig.
En já, þetta var það. Það er það sem það er.
Skrifa ummæli