16 janúar 2006

Rúmur mánuður í restina af ,,Arrested"

Jei. Fox ætlar að sýna fjóra síðustu þættina í einni lotu á föstudaginn 10. febrúar. Frétt og frétt, meðal annars.

Hérna (spoilerar*) er minnst á að Judge Reinhold leiki sjálfan sig í einhverjum þessarra þátta, sem myndi útskýra hvað hann var að gera í ,,SOBs" (þessa hálfa sekúndu sem hann var á skjánum).. þeas. ef sá þáttur var upphaflega seinna í röðinni en einhverjir þeirra sem eftir eru. Kannske fannst þeim hætta á því að ,,SOBs" yrði síðasti þátturinn sem færi í loftið yfir höfuð.

Fjórar vikur og fimm dagar. Það verður bara að hafa það.

-b.

* Ég hætti sjálfur að lesa þetta þarsem mér sýndist vera farið einum of mikið í söguþráðinn. Skil ekki þessa áráttu að fá að vita hvað gerist í þættinum áður en maður sér hann. Þetta er Arrested fjandinn hafi það.. það hlýtur að vera gott stöff.

Engin ummæli: