26 janúar 2006

,,Get ég fokking aðstoðað?"

Veitingahúsagagnrýnandi er þjónn í eina viku. Sæmileg lesning, en þessi lína fannst mér einstaklega góð. Nokkuð sem hann hefur eftir einum þjónanna á veitingastaðnum:
Some people are interested in having the experience of being disappointed.

Þetta er skarplega athugað. Og á sannarlega ekki bara við um ferðir á veitingahús.. þó þetta komi reyndar oft og sterklega fram þar, ef þetta viðhorf er til staðar á annað borð. Mér finnst það alltaf jafn skrýtið og blátt áfram pirrandi þegar fólk ákveður að maturinn sem það er með fyrir framan sig sé ógeðslegur, að staðurinn sé lélegur, þjónustan ömurleg o.s.frv., og heldur áfram að magna upp fyrirlitningu sína á öllu saman þó svo að það hafi í raun yfir voðalega litlu að kvarta.

Yfirleitt held ég að þetta fólk hafi aldrei komið nálægt þjónastörfum, og geri sér bara ekki grein fyrir því að það er ekki eitt í heiminum (eða veitingahúsinu).. og mér sýnist flestar sögurnar af kúnnum frá helvíti í þessari grein vera af slíku fólki. En hinn póllinn er líka til; fólk sem er í bransanum, hefur þjónað sínum skerf af hálfvitum og telur sig umkomið að krefjast óaðfinnanlegrar þjónustu frá hverjum sem þjónar því til borðs. Einhver blanda af elítisma og gremju sem er látin bitna á þeim sem eiga það síst skilið.

Ég er kannske að draga upp ýkta mynd af þessu, en oft virðist mér einsog fólk telji að þjónustuliðar skuldi því heiminn í háu glasi og ekki seinna en í gær. Fokking slappiði af og látið einsog húsum hæfar manneskjur. Amen!

men men en..

-b.

Engin ummæli: