Ég reyndi þetta. Fyrsta pítsan var frekar léleg, enda ætlaði ég að búa til hálfan pítsubotn en klúðraði helminguninni (þetta sem mamma gerir dugar í væna pítsu og dágott hvítlauksbrauð, og fer í heila fjölskyldu). Númer tvö var mun skárri, en sú þriðja var helvíti fín. Nú er ég að reyna aftur og vona að þessi takist a.m.k. eins vel og síðast, en helst betur.
Ég var að henda gaurnum inní ofn og þrífa eftir herlegheitin, þannig að nú hendi ég upp myndunum sem ég tók:
[Nei, á milli þess sem ég skrifaði þetta hér fyrir ofan og restina át ég og glápti á ,,X-Files" með gaurunum. En hérna kemur þetta..]
Hér er saxaða dótið: Ostur (rusti sem var ekki lengur hægt að skera í sneiðar með góðu móti), sveppir, púrrlaukur og rauðlaukur. Enginn laukur-laukur.
Nautahakkið sem ég var búinn að þurrsteikja, maísbaunir, pítsuostur og pepperóní. Sósan er ekki á mynd, en ég notaði Hunt's Italian Sausage pastasósu sem ég átti uppí skáp. Ein svoleiðis dugði á fjórar pítsur, og rúmlega það.
Deigið oní skál, búið að hefast í rúmlega hálftíma..
..og komið á borðið.
Flatt út með handafli, þar sem ég á hvorki kökukefli né grúví rauðvínsflösku.
Sósan. Ríflega af henni.
Draslið á..
..og restin öll. Krydduð með pítsakryddi og svörtum pipar.
Og nýkomin úr ofninum. Helvíti góð.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli