18 janúar 2006

Klukkan hálffjögur

Í dag barst mér bréf frá manneskju sem ég veit ekki hver er, þarsem hún spyr mig hvort ég ætli að mæta á samkomu sem ég var að enda við að auglýsa fyrir Þjóðmenningarhúsið í dag. Mig grunar að hún hafi endursent þetta óvart á mig, þarsem ég sendi auglýsinguna í gegnum póstlista bókmenntafræðinema. En hvað ef hún er að reyna að komast að því hvort ég, auglýsandinn, sé í raun jafn spenntur fyrir hlutunum og ég læt af í auglýsingunum? Kannske á hún líka beittan hníf og skóflu með pússuðu skafti.

Í dag fékk ég að vita að ef mann vantar lyf þá þarf maður að hringja í þartilgerða línu í heilsugæslunni á Selfossi á milli klukkan átta og níu að morgni til. Cozaarið mitt kláraðist í gær og ég á ekki meir. En þegar ég lít í bankareikninginn minn á ég ekki peninga fyrir skammtinum. Ekki nema ég fari með krumlurnar í varasjóðinn minn. Ég gæti reyndar logið því að mér að hérna sé um líf og dauða að tefla.

Áhorfið: CSI þátturinn hans Tarantino var ágætur. 'Battlestar Galactica' byrjar aftur með látum. Ég held ég hafi verið búinn að minnast á Mysterious Skin.. Hellboy hélt varla athygli minni og ég gekk út eftir að Már sofnaði. 'X-Files' undir lok þriðju þáttaraðar og við byrjun þeirrar fjórðu er að gera góða hluti. Dodgeball er skemmtileg. Og ég náði í nýlegan 'Conan' þarsem hann tekur m.a. viðtal við Will Arnett. Setti það í draslið.

Já og Batman. Ég var búinn að gleyma megninu af henni, en mikið er það fín mynd. Ekta bíó. Og þessi tveggja diska útgáfa sýnist mér vera að gera sig.. Kommentaríið hans Burton er sæmilegt, en ég á eftir að skoða restina af draslinu betur.

Hei einhverntíman bráðum skulum við fara í leikinn þarsem eitt af þrennu er rétt og við skiptumst á að giska og drekka.

-b.

Engin ummæli: