Nokkrar uppáhalds bækur. Ég hef lesið eina af bókunum sem Clinton telur upp, en það er Science as a Vocation eftir Weber. Nú er það gott og blessað að hafa lesið Mill eða Adams eða Marx (og gera það jafnvel upphátt í stúku á Alþingi), en sá stjórnmálamaður sem telur þessi skrif Webers með áhrifavöldum í starfi sínu hækkar átómatískt í áliti hjá mér.
Svo glær er ég.
Og til að bera þennan forseta saman við þann sem tók við af honum, þá er það deginum ljósara að Bush er ekki hálfvitinn sem hann læst vera. En þótt hann væri vel lesinn (sem þarf samt ekkert að vera) þá myndi hann aldrei viðurkenna það. Ímyndið ykkur að ætla að spurja manninn útí hegðun hans í stjórnmálum með því að vitna til Webers. Nei, þá er einfaldara að þykjast ekkert hafa lesið nema kannske útdrátt úr Biblíunni.
Þessi listi er samt dálítið fínt pússaður. Ég þekki ekki allar þessar bækur en þetta eru náttúrulega mjög seif titlar. Slatti af sögu, dulítil heimspeki, ein tvær ævisögur, smá ljóð og ein blökkukona. Og hann er af mestu leyti í stafrófsröð skv. eftirnafni höfunda. En sumir hugsa jú þannig.
Ú, leikur. Ef einhver getur giskað hvenær ég vaknaði í dag (í fyrstu tilraun mind you) þá fær sá hinn sami verðlaun. Af verri endanum, reyndar, en kommon.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli